Þriðjudagur 01.08.2017 - 16:51 - Ummæli ()

Sigmundur Davíð: Neyðarlögin voru réttlætanleg

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins. Mynd/Sigtryggur Ari

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins segir ágreining þeirra Jóns Steinar Gunnlaugssonar og Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um neyðarlögin vera skemmtilegan þar sem þeir báðir hafi rétt fyrir sér að nokkru leyti. Neyðarlögin hafi auðvitað verið eignaupptaka, eða eignatilfærsla, það hafi verið nauðsynleg aðgerð. Í grein sem Sigmundur Davíð skrifar á vefsíðu sína í dag segir hann bæði neyðarlögin og aðgerðirnar hafa verið að fullu réttlætanlegar.

Geir Haarde þáverandi forsætisráðherra tilkynnir um neyðarlögin 6. október 2008.

Sjá frétt: Jón Steinar svarar Hannesi Hólmsteini: Neyðarlögin voru eignarupptaka

Með neyðarlöginum hafi þeir sem áttu fé inni á bankabók fengið allt sitt bætt á kostað þeirra sem áttu skuldabréf í bankanum, en fyrir neyðarlögin hefðu báðir aðilar verið réttháir kröfuhafar. Svo í tíð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs var svo ráðist í aðgerð til að rétt hlut þeirra sem skulduðu:

Það var gert með því að taka enn meira af þeim hópi kröfuhafa sem höfðu átt inneign á formi skuldabréfa. Fólk með verðtryggð fasteignalán fékk skuldir sínar lækkaðar og greitt var fyrir það með eignum þeirra sem höfðu átt skuldabréf í bönkunum. Þ.e. þeirra sem höfðu þegar látið stóran hluta eignanna af hendi með neyðarlögunum,

Leiðréttingin, eitt stærsta verkefni síðustu ríkisstjórnar, var kynnt á vordögum 2014. Mynd/DV

segir Sigmundur. Svo var ráðist í aðgerð sem sé einstök í fjármálasögunni, þegar þeir sem áttu kröfur á formi skuldabréfa voru látnir afhenda mörghundruð milljarða eignir til viðbótar við það sem þegar hafði verið tekið af þeim til þess að gera Íslandi kleift að endurreisa efnahagslíf landsins, bæta kjör almennings og svo aflétta höftum:

„Þegar ég boðaði að ráðist yrði í þessar aðgerðir fyrir kosningar (fyrst 2009 og svo 2013) voru margir tilbúnir til að eyða miklum kröftum í að halda því fram að þetta væri ekki hægt. Minnt var á eignarrétt kröfuhafa (sem vissulega var til staðar) og því slegið upp að ég ætlaði að ná 300 milljörðum af kröfuhöfunum. Ég veit ekki hver fann upp á tölu, ekki gerði ég það, en væntanlega var hún sett fram í tilraun til að sýna hversu óábyrgur ég væri í tali og til að geta síðar undirstrikað hversu hrapalega mér hefði mistekist. Niðurstaðan varð þó sú að kröfuhafar voru látnir afhenda miklum mun meira en 300 milljarða. Enn er óljóst hver endanleg niðurstaða verður en talan er enn að hækka.“

Sigmundur segir það svo gleymast iðulega að þeir sem hafi átt kröfur á bankana megi skipta í tvö ólíka hópa, þeir sem áttu fé í bönkunum og vogunarsjóði sem hafi keypt kröfur til að græða á þeim:

Það er líka merkilegt að reynt hafi verið, að vísu án rökstuðnings, að halda því fram að ríkisstjórnin sem ég fór fyrir hafi verið einhvers konar hægristjórn. Stjórnin sem framkvæmdi stærstu eignatilfærslu frá þeim sem eiga meira til þeirra sem eiga minna frá upphafi Íslandsbyggðar og framkvæmdi það með aðgerð sem var einstök á heimsvísu.

Mesti skaðinn var að stjórnin skyldi ekki geta klárað þau áform sem boðuð höfðu verið og með því að koma betur til móts við hópana sem eftir stóðu, ekki hvað síst þá sem þurfa að reiða sig á lífeyris- eða örorkugreiðslur. Sem betur fer erum við þó í margfalt betri aðstöðu til að klára það, og öll önnur góð mál, vegna þess að ráðist var í hina réttlætanlegu „eignaupptöku“.

Hér má lesa grein Sigmundar Davíðs í heild sinni.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Gengur ekki endalaust að hækka laun hraðar en í nágrannalöndunum

„Fyrirtæki á Íslandi þurfa náttúrulega að keppa við fyrirtæki í öðrum löndum, þau þurfa að vera samkeppnishæf varðandi laun og kostnað og annað. Við erum komin mjög hátt. Ef við ætlum að halda áfram á þessari braut að hækka okkar laun miklu hraðar og meira en aðrar þjóðir í kring þá gengur það ekki endalaust. […]

Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar um 7 prósentustig

Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur dalað um tæp 5 prósentustiga fylgi frá síðustu mælingu MMR sem lauk þann 21. júlí síðastliðinn en flokkurinn mælist þó enn með mest fylgi allra íslenskra flokka, eða 24,5%. Flokkur Vinstri grænna fylgdi þar á eftir með 20,5% fylgi og Píratar mældust með 13,5% fylgi. Stuðningur við ríkisstjórnina lækkaði milli mælinga. Stuðningur […]

„Óboðlegt fyrir fyrirtæki og heimili í landinu að halda stýrivöxtum óbreyttum“

Samtök atvinnulífsins segja það óboðlegt fyrir fyrirtæki og heimili í landinu að halda stýrivöxtum óbreyttum. Seðlabanki Íslands tilkynnti í morgun ákvörðun peningastefnunefndar um að stýrivextir verði áfram 4,5%. Fram kom í yfirlýsingu peningastefnunefndar að þrátt fyrir að verðbólga hafi reynst minni en spár bankans gerðu ráð fyrir þá ríki óvissa um verðbólguhorfur. Sjá einnig: Stýrivextir […]

Stýrivextir óbreyttir

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,5%. Fram kemur í yfirlýsingu peningastefnunefndar að útlit sé fyrir að hagvöxtur í ár verði hraður eins og á síðasta ári en nokkru hægari en spáð var í maíhefti Peningamála. Hagvöxturinn er einkum drifinn […]

Sjálfstæðisflokkurinn verður með leiðtogaprófkjör í borginni

Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, samþykkti á fjölmennum fundi í Valhöll í kvöld tillögu um að efna til leiðtogaprófkjörs og í kjölfarið stilla upp á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í samræmi við skipulagsreglur og prófkjörsreglur Sjálfstæðisflokksins. Um var að ræða breytingartillögu, við tillögu stjórnar Varðar, sem lögð var fram af Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra […]

Hrafn og Helgi Björn taka við sem framkvæmdastjórar hjá Alva

Breytingar hafa orðið hjá fjármálatækni fyrirtækið Alva, sem og hjá tveimur dótturfélögum þess. Hefur Hrafn Árnason hefur tekið við nýju starfi sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Alva og hefur Helgi Björn Kristinsson tekið við sem framkvæmdastjóri Netgíró. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Alva. Hrafn Árnason hefur tekið við nýju starfi sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Alva og mun hafa yfirumsjón […]

Öfgamúslimi sem vill breyta íslenskum lögum eins og Airbnb leigjandi sem skiptir sér af klæðnaði húseigandans

„Ég er hlynntur frjálsum innflutningi á fólki ef það er á eðilegum forsendum, það er að segja ef það er fólk sem vill flytja inn til þess að vinna. En á síðustu tímum hefur orðið til velferðarríki, þannig að fólk sem flytur til Danmerkur eða Svíþjóðar það fær velferðarbætur, svo er annað sem er öfgamúslimastefna. […]

Gerhard Schröder, gamall, vestrænn stjórnarleiðtogi í rússnesku feni

Eftir Björn Bjarnason: Á vefsíðu danska blaðsins Jyllands-Posten birtist sunnudaginn 20. ágúst harðorður leiðari um Gerhard Schröder, fyrrv. Þýskalandskanslara. Þar sem segir að tvær ástæður séu fyrir því að hann valdi hneyksli með setu í rússneskum fyrirtækjastjórnum. Hér birtist leiðarinn í lauslegri þýðingu: Gerhard Schröder var kanslari Þýskalands um aldamótin. Hans er ekki minnst á […]

Styrktu Viðreisn um meira en lögbundna hámarkfjárhæð: „Úbbs – Þetta er heldur betur ólöglegt“

Nokkrir bakhjarlar styrktu Viðreisn um meira en lögbundnu hámarksfjárhæðina 400 þúsund krónur sem hver einstakur má styrkja flokka með. Hins vegar má samkvæmt lögum styrkja flokk um 800 þúsund krónur við stofnun, en Viðreisn var stofnuð í fyrra. Samkvæmt Fréttablaðinu í dag styrkti fjárfestirinn Helgi Magnússon og félög honum tengdum Viðreisn um 2,4 milljónir króna […]

Valhöll kýs um prófkjör eða leiðtogakjör

Á fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í Valhöll verður kosið um hvort flokkurinn haldi prófkjör eða stilli upp lista og kjósi aðeins oddvita sem muni leiða listann í kosningunum í Reykjavík næsta vor. Tillaga Varðar er að halda leiðtogakjör en það er umdeilt innan flokksins. Í síðustu viku sagði Arndís Kristjánsdóttir formaður Hvatar, félags […]

Rekinn úr Flokki fólksins: „Hann er einn með þessar skoðanir“

Sigurður Haraldsson segir að hann hafi verið rekinn formlega úr Flokki fólksins vegna átaka innan flokksins um notkun Fésbókarsíðu Flokks fólksins. Segir Sigurður í samtali við Eyjuna að hann hafi verið í stjórn flokksins og unnið við að safna fé fyrir flokkinn í aðdragana þingkosninganna í fyrra. Hann hafi verið með aðgang á Fésbókarsíðu flokksins, […]

Davíð hjólar í Katrínu: Forneskja

„Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður VG, flutti ræðu á flokks­ráðsfundi um helg­ina og fór vítt yfir hið póli­tíska svið. Þar var fátt sem kom á óvart, senni­lega helst það að Katrín upp­lýsti að hún hefði verið fylgj­andi hval­veiðum þegar hún var ell­efu ára göm­ul. Katrín hamraði mjög á and­stöðu sinni gegn einka­rekstri og lét fá svið mann­lífs­ins […]

Klappir þróa upplýsingakerfi um grænar lausnir: Stefnt að skráningu á First North markaðinn í haust

Stjórn Klappa Grænna Lausna hf. (Klappa) hefur ákveðið að óska eftir skráningu hlutabréfa í félaginu á Nasdaq First North markaði í Nasdaq kauphöllinni á Íslandi (Kauphöllin) nú í haust. Skráningin er háð skilyrðum og samþykki Kauphallarinnar um skráningu bréfa á Nasdaq First North en ekki verður efnt til útboðs á hlutabréfum eða skuldabréfum í aðdraganda […]

Edward býður sig fram til varaformanns

Edward H. Huijbens prófessor við Háskólann á Akureyri býður sig fram til embættis varaformanns Vinstri grænna á landsfundi flokksins sem fer fram 6. – 8. október næstkomandi. Björn Valur Gíslason gefur ekki kost á sér til áframhaldandi varaformennsku. Edward segir í samtali við Fréttablaðið í dag að hann gefi kost á sér: Ég lýsi formlega […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is