Fimmtudagur 10.08.2017 - 16:21 - Ummæli ()

Sigmundur Davíð ræðir Panamaskjölin og segir RÚV haga sér eins og stofnun í Austur-Þýskalandi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra segir að grundvallaratriðum Panamaskjalamálsins hafi enn ekki verið gert skil á Ríkisútvarpinu. Vísar hann í mál Kára Arnórs Kárasonar, sem var í hópi þeirra sem kom fyrir í Panamaskjölunum, umfangsmiklum leka frá lögfræðistofunni Mossack Fonseca. Kári Arnór fór fram á að fá aðgang að gögnunum sem Kastljós notaði til umfjöllunar um hann í fyrra. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál vísaði kröfunni frá þar sem RÚV væri ekki með gögnin heldur hefði fengið aðgang að þeim hjá þriðja aðila við vinnslu fréttarinnar.  Sigmundur Davíð segist hafa mikla samúð með Kára Arnóri, manns sem hann þekki ekki neitt:

Þegar ég var, ásamt eiginkonu minni, sakaður um allt mögulegt, og ráðinn mér óafvitandi og launalaust sem leikari í einhverjum fáránlegum farsa (sem síðar reyndist hafa verið skrifaður fyrir fram), varð mér ljóst líklega væri best að skýra málið. Ég fór þess því á leit við þá sem að þessu stóðu að ég fengi að sjá á hvaða gögnum hinar fjölskrúðugu ásakanir byggðust svo ég gæti svarað þeim. Mér var þá tjáð, eins og Jósef K í sögu Kafka, að það kæmi ekki til greina,

segir Sigmundur í grein sem hann skrifar á vefsíðu sína í dag. Segir hann að öfugt við grundvallarreglu allra réttarríkja gilti hér sú regla að maður teldist sekur ef hann sannaði ekki sakleysi sitt:

„Fyrir vikið þurftum ég og fleiri að leita allra leiða til að komast yfir hverjar þær upplýsingar sem ákærendurnir kynnu að vera að leita eftir. Krafan virtist raunar vera sú að hinn ásakaði sannaði sakleysi sitt með gögnum sem ekki væru til.  Gögnin sem ekki voru til átti að nálgast hjá fyrirtæki í Panama sem hafði verið í samstarfi við Landsbankann, banka sem varð gjaldþrota fyrir hátt í áratug.“

Hjónin eyddu vikum í að leita upplýsinga og svara spurningum, þar á meðal frá erlendum fjölmiðlum sem höfðu fengið rangar upplýsingar og beinlínis undarlegar upplýsingar um gang mála frá íslenskum starfsbræðrum sínum:

Við útskýrðum að allt hefði verið gefið upp til skatts á Íslandi, nafn, eignir og skráningarland og því hefðu Panamapappírstígrarnir ekki verið að gera neina uppgötvun. Þá var svarið að menn tryðu þessu ekki. Ekki veit ég hvort það var vegna þess að viðkomandi þótti sannleikurinn svekkjandi eða hvort þetta var sett fram til að „fiska“, reyna að fá okkur til að senda enn fleiri gögn til að snúa út úr. Líklega var það hvort tveggja.

„Fölsun í öllum skilningi þess orðs“

Segir Sigmundur Davíð að afrakstur gagnaöflunarviknanna hafi ekki skipt neinu máli, búið hafi verið skrifa söguna og hugsanlega hafi átt að halda honum uppteknum á meðan væri verið að vinna þáttinn:

Og auðvitað bæta við öðru efni. Efni sem braut ekki aðeins allar lágmarksreglur siðferðis og mannlegra samskipta og vinnureglur heiðarlegra fjölmiðla heldur fól í sér hreinar falsanir. Til að mynda með dæmalausu viðtali þar sem viðmælandinn var skipulega blekktur að því marki að hann vissi ekki í hvaða vídd hann væri, hvað þá um hvað væri verið að spyrja, og allt svo sett í nýtt samhengi. Fölsun í öllum skilningi þess orðs.

Skjáskot úr viðtalinu við Sigmund Davíð.

Segir hann það mikla kaldhæðni að RÚV skuli afsaka sig með því benda á að fjallað hefði verið um Panamaskjölin í erlendum fjölmiðlum. Meira að segja í Bretlandi þar sem forsætisráðherra landsins hafði notið ávinnings af peningum í raunverulegu skattaskjóli hafi umfjöllun flestra fjölmiðla verið hófstillt miðað við „hið gagnalausa RÚV“:

Líklega verður maður að sýna því skilning að eftir alla fyrirhöfnina og spenninginn við að fá að kíkja á  „leyniskjöl“ frá útlöndum hafi ekki verið hægt að ætlast til að menn segðu fréttir af því að eiginkona forsætisráðherra hafi alltaf leitast við að greiða skattana sína og gera það á Íslandi en ekki annars staðar þar sem skattar eru lægri. Og það þótt hún hafi verið „sett í sama pakka“ í bankanum og flestir sem áttu umtalsverða peninga á Íslandi fyrir 12 árum. Svo hefði auðvitað verið sérlega óspennandi að segja frá því að hún hafi ekki hagnast fjárhagslega heldur tapað verulega á því að vera gift stjórnmálamanni og stefnunni sem hann barðist harðast fyrir.

Sömu vinnureglur og stuðst var við eystra

Gerð hafi verið rík krafa um játningu og notuð sú gamla brella að krefja þann ásakaða um afsökun á því sem hann sé sakaður um. Ítrekar Sigmundur að gagnrýni sín snúist fyrst og fremst að tilteknum hópi innan stofnunarinnar sem hafi fengið að nota hana að vild og stjórnendum sem láti það viðgangast. Líkir Sigmundur  viðbrögðum RÚV við stofnanir Austur-Þýskalands:

Svo verður líka að taka tillit til þess að Ríkisútvarpið, „fjölmiðill í almannaþágu“ má auðvitað ekki leyfa fólki að fá þá flugu í höfuðið að stofnuninni geti skjátlast, ekki frekar en stofnanir þýska alþýðulýðveldisins forðum „stofnanir í almannaþágu“ gátu leyft sér að umbera slíkar grillur. Það er því bara af praktískum ástæðum sem teknar hafa verið upp sömu vinnureglur og stuðst var við þar eystra: „Ef staðreyndirnar falla ekki að skoðun stofnunarinnar eru staðreyndirnar rangar“. Af því leiðir svo óhjákvæmilega að þeir sem eru sakaðir um eitthvað teljast þar með sjálfkrafa sekir.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Afstaða flokkanna: Á Þjóðkirkjan að vera á fjárlögum?

Eyjan mun fram að kjördegi bjóða framboðum sem taka þátt í Alþingiskosningunum 28. október næstkomandi að svara spurningum um ýmis málefni, allt frá húsnæðismálum til menntamála. Í dag er spurt: Á Þjóðkirkjan að vera á fjárlögum? Svörum flokkanna er raðað eftir listabókstaf framboðsins.   Björt framtíð – X-A   Björt framtíð er frjálslyndur flokkur sem […]

Kosningar 2017: Þorgerður Katrín um Vestfirði

Spurningar um Vestfirði vegna Alþingiskosninganna 2017, sem sendar voru öllum forsvarsmönnum framboða í Norðvesturkjördæmi. Tilefni: Skýrsla Byggðastofnunar um hagvöxt landshlutans 2008 – 2015. Útg. ágúst 2017. Upplýsingar sem fram koma í skýrslunni: Hagvöxtur á Vestfjörðum:  -6% ,     en  +4% á landinu öllu. Íbúaþróun:  -4,6% , en +4,3% á landinu öllu. Framleiðsla á mann:  -2%,  en […]

Aðskilnaður stjórnmála og viðskipta

Það sem helst má draga fram sem ástæðu stjórnarslitanna og snemmbúinna Alþingiskosninga er gífurlega uppsöfnuð gremja almennings út í klíkuskap og sérmeðferð útvalinna í þjóðfélaginu. Skemmst er að minnast þingkosninganna í fyrra sem urðu af sömu ástæðu. Panama skjölin drógu fram að hópur fólks í þjóðfélaginu geymdi fé sitt erlendis og leyndi auðævum sínum. Ekki […]

Virkjum kraft eldri borgara

Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og þingmaður Norðausturkjördæmis skrifar: Á sínum tíma var kannski eðlilegt að miða við að fólk ynni til sjötugs. Það er ekki lengra síðan en árið 1970 að meðalævi íslenskra karlmanna var um sjötíu ár og konur lifðu heldur lengur. Samhliða lengri ævi hefur heilsa almennt batnað, þannig að það á sjaldnast við […]

Sjálfstæðisflokkurinn með þriggja prósentustiga forskot á VG

Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með stuðning 22,9% kjósenda. Vinstri græn koma þar á eftir með 19,9%. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunnar MMR. Bæði Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa bætt við sig fylgi frá síðustu mælingu MMR sem lauk 18. október 2017 en þá mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 19,9% og Vinstri græn með 19,1% fylgi. Fylgi […]

Fjölskyldubönd fréttamanns RÚV við Stundina reita Björn Bjarnason til reiði: Kannski ráð að leggja RÚV niður?

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir fréttastofu RÚV, sem hann kallar FRÚ, harðlega og vekur meðal annars athygli á því að fréttamðurinn Aðalsteinn Kjartansson, sem flutti um helgina frétt um samskipti Glitnis og Bjarna Benediktssonar, er bróðir Ingibjargar Daggar, annars ritstjóra Stundarinnar, sem byrjaði að segja fréttir upp úr gögnum frá þrotabúi Glitnis þar til […]

Eva hjólar í Viðreisn: „Af hverju ættu kjósendur að treysta þessu aftur?“

Eva H. Baldursdóttir frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekkert að marka loforð Viðreisnar í gjaldmiðla-, Evrópu- og sjávarútvegsmálum, segir hún á Fésbók að Viðreisn hafi sýnt spilin þegar flokkurinn fór í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og ekki hafi verið minnst á þessi atriði í stjórnarsáttmála: „Það er alveg sama hvað menn reikna – Viðreisn sýndi á […]

Helgi Seljan svarar Agnesi: Gögnin um Karl Vigni voru „stolin“

Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan gagnrýnir orð Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, um stolin gögn og segir að umfjöllun Kastljóss um barnaníðinginn Karl Vigni Þorsteinsson hafi verið að hluta byggð á slíkum gögnum. Agnes lét í viðtalið við Morgunblaðið þau orð falla að henni þætti það ekki ekki siðferðilega rétt að „stela gögnum og fara á bak […]

Sigurður Kári: RÚV dró upp kolranga mynd: „Við vorum ekki í hagsmunagæslu fyrir Glitni“

„Að RÚV vinni fréttir úr stolnum gögnum sem lögbann hefur verið lagt við að nýtt séu til fréttaskrifa er eitt. Annað er tilgangur þessarar umfjöllunar ríkisfréttastofunnar, viku fyrir kosningar, sem engum dylst hver er,“ segir Sigurður Kári Kristjánsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins um umfjöllun RÚV um samskipti Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins við Glitni þegar Bjarni var […]

Biskup Íslands: Ekki réttlætanlegt að stela gögnum til að afhjúpa mál

Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands segir það ekki siðferðislega rétt að stela gögnum til þess að afhjúpa mál og leiða sannleikann í ljós. Nokkur umræða hefur skapast um lögbann sýslumanns á notkun Stundarinnar á gögnum sem fengin eru innan úr Glitni og notkun þeirra í fréttaflutningi af viðskiptum Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins þegar hann var […]

VG stærst í höfuðborginni – Sjálfstæðisflokkur í kraganum – Stofnandi Viðreisnar dytti af þingi

Vinstri græn mælast með 29,6% fylgi í Reykjavík norður og 27,9% í Reykjavík suður, en aðeins 16,6% í Suðvesturkjördæmi, kraganum, og 17,9% í Suðurkjördæmi. Á sama tíma mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 17,3% í Reykjavík norður, 24,3% í Reykjavík suður, 31,4% í kraganum og 26,6% í Suðurkjördæmi. Þetta kemur fram í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem […]

Um eina af uppáhaldsbókum Bubba Morthens

Einar Kárason skrifar: Ég heyrði um daginn viðtal við Bubba Morthens ljóðskáld með meiru þar sem hann gat um sumar af sínum eftirlætisbókum, þar á meðal ævisögu Sigurðar Ingjaldssonar frá Balaskarði, sem hefur verið í miklu uppáhaldi hjá sjálfum mér alveg frá því ég heyrði Indriða G. Þorsteinsson lesa hana sem kvöldsögu í útvarpinu fyrir […]

Kosningar 2017: Þórhildur Sunna Ævarsdóttir um Vestfirði

Spurningar um Vestfirði vegna Alþingiskosninganna 2017, sem sendar voru öllum forsvarsmönnum framboða í Norðvesturkjördæmi. Tilefni: Skýrsla Byggðastofnunar um hagvöxt landshlutans 2008 – 2015. Útg. ágúst 2017. Upplýsingar sem fram koma í skýrslunni: Hagvöxtur á Vestfjörðum:  -6% ,     en  +4% á landinu öllu. Íbúaþróun:  -4,6% , en +4,3% á landinu öllu. Framleiðsla á mann:  -2%,  en […]

Kosið um festu og stöðugleika

Það er ekki nema ár síðan við stóðum í nákvæmlega sömu sporum og nú: Alþingiskosningar framundan. Er þetta ekki allt í lagi – er bara ekki í góðu lagi að kjósa einu sinni á ári? Nei, það er ekki í lagi! Þessi óstöðugleiki í stjórnmálunum; þetta eilífa rót og tætingur er stærsta ógnin við þann […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is