Fimmtudagur 10.08.2017 - 16:21 - Ummæli ()

Sigmundur Davíð ræðir Panamaskjölin og segir RÚV haga sér eins og stofnun í Austur-Þýskalandi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra segir að grundvallaratriðum Panamaskjalamálsins hafi enn ekki verið gert skil á Ríkisútvarpinu. Vísar hann í mál Kára Arnórs Kárasonar, sem var í hópi þeirra sem kom fyrir í Panamaskjölunum, umfangsmiklum leka frá lögfræðistofunni Mossack Fonseca. Kári Arnór fór fram á að fá aðgang að gögnunum sem Kastljós notaði til umfjöllunar um hann í fyrra. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál vísaði kröfunni frá þar sem RÚV væri ekki með gögnin heldur hefði fengið aðgang að þeim hjá þriðja aðila við vinnslu fréttarinnar.  Sigmundur Davíð segist hafa mikla samúð með Kára Arnóri, manns sem hann þekki ekki neitt:

Þegar ég var, ásamt eiginkonu minni, sakaður um allt mögulegt, og ráðinn mér óafvitandi og launalaust sem leikari í einhverjum fáránlegum farsa (sem síðar reyndist hafa verið skrifaður fyrir fram), varð mér ljóst líklega væri best að skýra málið. Ég fór þess því á leit við þá sem að þessu stóðu að ég fengi að sjá á hvaða gögnum hinar fjölskrúðugu ásakanir byggðust svo ég gæti svarað þeim. Mér var þá tjáð, eins og Jósef K í sögu Kafka, að það kæmi ekki til greina,

segir Sigmundur í grein sem hann skrifar á vefsíðu sína í dag. Segir hann að öfugt við grundvallarreglu allra réttarríkja gilti hér sú regla að maður teldist sekur ef hann sannaði ekki sakleysi sitt:

„Fyrir vikið þurftum ég og fleiri að leita allra leiða til að komast yfir hverjar þær upplýsingar sem ákærendurnir kynnu að vera að leita eftir. Krafan virtist raunar vera sú að hinn ásakaði sannaði sakleysi sitt með gögnum sem ekki væru til.  Gögnin sem ekki voru til átti að nálgast hjá fyrirtæki í Panama sem hafði verið í samstarfi við Landsbankann, banka sem varð gjaldþrota fyrir hátt í áratug.“

Hjónin eyddu vikum í að leita upplýsinga og svara spurningum, þar á meðal frá erlendum fjölmiðlum sem höfðu fengið rangar upplýsingar og beinlínis undarlegar upplýsingar um gang mála frá íslenskum starfsbræðrum sínum:

Við útskýrðum að allt hefði verið gefið upp til skatts á Íslandi, nafn, eignir og skráningarland og því hefðu Panamapappírstígrarnir ekki verið að gera neina uppgötvun. Þá var svarið að menn tryðu þessu ekki. Ekki veit ég hvort það var vegna þess að viðkomandi þótti sannleikurinn svekkjandi eða hvort þetta var sett fram til að „fiska“, reyna að fá okkur til að senda enn fleiri gögn til að snúa út úr. Líklega var það hvort tveggja.

„Fölsun í öllum skilningi þess orðs“

Segir Sigmundur Davíð að afrakstur gagnaöflunarviknanna hafi ekki skipt neinu máli, búið hafi verið skrifa söguna og hugsanlega hafi átt að halda honum uppteknum á meðan væri verið að vinna þáttinn:

Og auðvitað bæta við öðru efni. Efni sem braut ekki aðeins allar lágmarksreglur siðferðis og mannlegra samskipta og vinnureglur heiðarlegra fjölmiðla heldur fól í sér hreinar falsanir. Til að mynda með dæmalausu viðtali þar sem viðmælandinn var skipulega blekktur að því marki að hann vissi ekki í hvaða vídd hann væri, hvað þá um hvað væri verið að spyrja, og allt svo sett í nýtt samhengi. Fölsun í öllum skilningi þess orðs.

Skjáskot úr viðtalinu við Sigmund Davíð.

Segir hann það mikla kaldhæðni að RÚV skuli afsaka sig með því benda á að fjallað hefði verið um Panamaskjölin í erlendum fjölmiðlum. Meira að segja í Bretlandi þar sem forsætisráðherra landsins hafði notið ávinnings af peningum í raunverulegu skattaskjóli hafi umfjöllun flestra fjölmiðla verið hófstillt miðað við „hið gagnalausa RÚV“:

Líklega verður maður að sýna því skilning að eftir alla fyrirhöfnina og spenninginn við að fá að kíkja á  „leyniskjöl“ frá útlöndum hafi ekki verið hægt að ætlast til að menn segðu fréttir af því að eiginkona forsætisráðherra hafi alltaf leitast við að greiða skattana sína og gera það á Íslandi en ekki annars staðar þar sem skattar eru lægri. Og það þótt hún hafi verið „sett í sama pakka“ í bankanum og flestir sem áttu umtalsverða peninga á Íslandi fyrir 12 árum. Svo hefði auðvitað verið sérlega óspennandi að segja frá því að hún hafi ekki hagnast fjárhagslega heldur tapað verulega á því að vera gift stjórnmálamanni og stefnunni sem hann barðist harðast fyrir.

Sömu vinnureglur og stuðst var við eystra

Gerð hafi verið rík krafa um játningu og notuð sú gamla brella að krefja þann ásakaða um afsökun á því sem hann sé sakaður um. Ítrekar Sigmundur að gagnrýni sín snúist fyrst og fremst að tilteknum hópi innan stofnunarinnar sem hafi fengið að nota hana að vild og stjórnendum sem láti það viðgangast. Líkir Sigmundur  viðbrögðum RÚV við stofnanir Austur-Þýskalands:

Svo verður líka að taka tillit til þess að Ríkisútvarpið, „fjölmiðill í almannaþágu“ má auðvitað ekki leyfa fólki að fá þá flugu í höfuðið að stofnuninni geti skjátlast, ekki frekar en stofnanir þýska alþýðulýðveldisins forðum „stofnanir í almannaþágu“ gátu leyft sér að umbera slíkar grillur. Það er því bara af praktískum ástæðum sem teknar hafa verið upp sömu vinnureglur og stuðst var við þar eystra: „Ef staðreyndirnar falla ekki að skoðun stofnunarinnar eru staðreyndirnar rangar“. Af því leiðir svo óhjákvæmilega að þeir sem eru sakaðir um eitthvað teljast þar með sjálfkrafa sekir.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Gengur ekki endalaust að hækka laun hraðar en í nágrannalöndunum

„Fyrirtæki á Íslandi þurfa náttúrulega að keppa við fyrirtæki í öðrum löndum, þau þurfa að vera samkeppnishæf varðandi laun og kostnað og annað. Við erum komin mjög hátt. Ef við ætlum að halda áfram á þessari braut að hækka okkar laun miklu hraðar og meira en aðrar þjóðir í kring þá gengur það ekki endalaust. […]

Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar um 7 prósentustig

Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur dalað um tæp 5 prósentustiga fylgi frá síðustu mælingu MMR sem lauk þann 21. júlí síðastliðinn en flokkurinn mælist þó enn með mest fylgi allra íslenskra flokka, eða 24,5%. Flokkur Vinstri grænna fylgdi þar á eftir með 20,5% fylgi og Píratar mældust með 13,5% fylgi. Stuðningur við ríkisstjórnina lækkaði milli mælinga. Stuðningur […]

„Óboðlegt fyrir fyrirtæki og heimili í landinu að halda stýrivöxtum óbreyttum“

Samtök atvinnulífsins segja það óboðlegt fyrir fyrirtæki og heimili í landinu að halda stýrivöxtum óbreyttum. Seðlabanki Íslands tilkynnti í morgun ákvörðun peningastefnunefndar um að stýrivextir verði áfram 4,5%. Fram kom í yfirlýsingu peningastefnunefndar að þrátt fyrir að verðbólga hafi reynst minni en spár bankans gerðu ráð fyrir þá ríki óvissa um verðbólguhorfur. Sjá einnig: Stýrivextir […]

Stýrivextir óbreyttir

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,5%. Fram kemur í yfirlýsingu peningastefnunefndar að útlit sé fyrir að hagvöxtur í ár verði hraður eins og á síðasta ári en nokkru hægari en spáð var í maíhefti Peningamála. Hagvöxturinn er einkum drifinn […]

Sjálfstæðisflokkurinn verður með leiðtogaprófkjör í borginni

Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, samþykkti á fjölmennum fundi í Valhöll í kvöld tillögu um að efna til leiðtogaprófkjörs og í kjölfarið stilla upp á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í samræmi við skipulagsreglur og prófkjörsreglur Sjálfstæðisflokksins. Um var að ræða breytingartillögu, við tillögu stjórnar Varðar, sem lögð var fram af Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra […]

Hrafn og Helgi Björn taka við sem framkvæmdastjórar hjá Alva

Breytingar hafa orðið hjá fjármálatækni fyrirtækið Alva, sem og hjá tveimur dótturfélögum þess. Hefur Hrafn Árnason hefur tekið við nýju starfi sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Alva og hefur Helgi Björn Kristinsson tekið við sem framkvæmdastjóri Netgíró. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Alva. Hrafn Árnason hefur tekið við nýju starfi sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Alva og mun hafa yfirumsjón […]

Öfgamúslimi sem vill breyta íslenskum lögum eins og Airbnb leigjandi sem skiptir sér af klæðnaði húseigandans

„Ég er hlynntur frjálsum innflutningi á fólki ef það er á eðilegum forsendum, það er að segja ef það er fólk sem vill flytja inn til þess að vinna. En á síðustu tímum hefur orðið til velferðarríki, þannig að fólk sem flytur til Danmerkur eða Svíþjóðar það fær velferðarbætur, svo er annað sem er öfgamúslimastefna. […]

Gerhard Schröder, gamall, vestrænn stjórnarleiðtogi í rússnesku feni

Eftir Björn Bjarnason: Á vefsíðu danska blaðsins Jyllands-Posten birtist sunnudaginn 20. ágúst harðorður leiðari um Gerhard Schröder, fyrrv. Þýskalandskanslara. Þar sem segir að tvær ástæður séu fyrir því að hann valdi hneyksli með setu í rússneskum fyrirtækjastjórnum. Hér birtist leiðarinn í lauslegri þýðingu: Gerhard Schröder var kanslari Þýskalands um aldamótin. Hans er ekki minnst á […]

Styrktu Viðreisn um meira en lögbundna hámarkfjárhæð: „Úbbs – Þetta er heldur betur ólöglegt“

Nokkrir bakhjarlar styrktu Viðreisn um meira en lögbundnu hámarksfjárhæðina 400 þúsund krónur sem hver einstakur má styrkja flokka með. Hins vegar má samkvæmt lögum styrkja flokk um 800 þúsund krónur við stofnun, en Viðreisn var stofnuð í fyrra. Samkvæmt Fréttablaðinu í dag styrkti fjárfestirinn Helgi Magnússon og félög honum tengdum Viðreisn um 2,4 milljónir króna […]

Valhöll kýs um prófkjör eða leiðtogakjör

Á fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í Valhöll verður kosið um hvort flokkurinn haldi prófkjör eða stilli upp lista og kjósi aðeins oddvita sem muni leiða listann í kosningunum í Reykjavík næsta vor. Tillaga Varðar er að halda leiðtogakjör en það er umdeilt innan flokksins. Í síðustu viku sagði Arndís Kristjánsdóttir formaður Hvatar, félags […]

Rekinn úr Flokki fólksins: „Hann er einn með þessar skoðanir“

Sigurður Haraldsson segir að hann hafi verið rekinn formlega úr Flokki fólksins vegna átaka innan flokksins um notkun Fésbókarsíðu Flokks fólksins. Segir Sigurður í samtali við Eyjuna að hann hafi verið í stjórn flokksins og unnið við að safna fé fyrir flokkinn í aðdragana þingkosninganna í fyrra. Hann hafi verið með aðgang á Fésbókarsíðu flokksins, […]

Davíð hjólar í Katrínu: Forneskja

„Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður VG, flutti ræðu á flokks­ráðsfundi um helg­ina og fór vítt yfir hið póli­tíska svið. Þar var fátt sem kom á óvart, senni­lega helst það að Katrín upp­lýsti að hún hefði verið fylgj­andi hval­veiðum þegar hún var ell­efu ára göm­ul. Katrín hamraði mjög á and­stöðu sinni gegn einka­rekstri og lét fá svið mann­lífs­ins […]

Klappir þróa upplýsingakerfi um grænar lausnir: Stefnt að skráningu á First North markaðinn í haust

Stjórn Klappa Grænna Lausna hf. (Klappa) hefur ákveðið að óska eftir skráningu hlutabréfa í félaginu á Nasdaq First North markaði í Nasdaq kauphöllinni á Íslandi (Kauphöllin) nú í haust. Skráningin er háð skilyrðum og samþykki Kauphallarinnar um skráningu bréfa á Nasdaq First North en ekki verður efnt til útboðs á hlutabréfum eða skuldabréfum í aðdraganda […]

Edward býður sig fram til varaformanns

Edward H. Huijbens prófessor við Háskólann á Akureyri býður sig fram til embættis varaformanns Vinstri grænna á landsfundi flokksins sem fer fram 6. – 8. október næstkomandi. Björn Valur Gíslason gefur ekki kost á sér til áframhaldandi varaformennsku. Edward segir í samtali við Fréttablaðið í dag að hann gefi kost á sér: Ég lýsi formlega […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is