Fimmtudagur 10.08.2017 - 16:21 - Ummæli ()

Sigmundur Davíð ræðir Panamaskjölin og segir RÚV haga sér eins og stofnun í Austur-Þýskalandi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra segir að grundvallaratriðum Panamaskjalamálsins hafi enn ekki verið gert skil á Ríkisútvarpinu. Vísar hann í mál Kára Arnórs Kárasonar, sem var í hópi þeirra sem kom fyrir í Panamaskjölunum, umfangsmiklum leka frá lögfræðistofunni Mossack Fonseca. Kári Arnór fór fram á að fá aðgang að gögnunum sem Kastljós notaði til umfjöllunar um hann í fyrra. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál vísaði kröfunni frá þar sem RÚV væri ekki með gögnin heldur hefði fengið aðgang að þeim hjá þriðja aðila við vinnslu fréttarinnar.  Sigmundur Davíð segist hafa mikla samúð með Kára Arnóri, manns sem hann þekki ekki neitt:

Þegar ég var, ásamt eiginkonu minni, sakaður um allt mögulegt, og ráðinn mér óafvitandi og launalaust sem leikari í einhverjum fáránlegum farsa (sem síðar reyndist hafa verið skrifaður fyrir fram), varð mér ljóst líklega væri best að skýra málið. Ég fór þess því á leit við þá sem að þessu stóðu að ég fengi að sjá á hvaða gögnum hinar fjölskrúðugu ásakanir byggðust svo ég gæti svarað þeim. Mér var þá tjáð, eins og Jósef K í sögu Kafka, að það kæmi ekki til greina,

segir Sigmundur í grein sem hann skrifar á vefsíðu sína í dag. Segir hann að öfugt við grundvallarreglu allra réttarríkja gilti hér sú regla að maður teldist sekur ef hann sannaði ekki sakleysi sitt:

„Fyrir vikið þurftum ég og fleiri að leita allra leiða til að komast yfir hverjar þær upplýsingar sem ákærendurnir kynnu að vera að leita eftir. Krafan virtist raunar vera sú að hinn ásakaði sannaði sakleysi sitt með gögnum sem ekki væru til.  Gögnin sem ekki voru til átti að nálgast hjá fyrirtæki í Panama sem hafði verið í samstarfi við Landsbankann, banka sem varð gjaldþrota fyrir hátt í áratug.“

Hjónin eyddu vikum í að leita upplýsinga og svara spurningum, þar á meðal frá erlendum fjölmiðlum sem höfðu fengið rangar upplýsingar og beinlínis undarlegar upplýsingar um gang mála frá íslenskum starfsbræðrum sínum:

Við útskýrðum að allt hefði verið gefið upp til skatts á Íslandi, nafn, eignir og skráningarland og því hefðu Panamapappírstígrarnir ekki verið að gera neina uppgötvun. Þá var svarið að menn tryðu þessu ekki. Ekki veit ég hvort það var vegna þess að viðkomandi þótti sannleikurinn svekkjandi eða hvort þetta var sett fram til að „fiska“, reyna að fá okkur til að senda enn fleiri gögn til að snúa út úr. Líklega var það hvort tveggja.

„Fölsun í öllum skilningi þess orðs“

Segir Sigmundur Davíð að afrakstur gagnaöflunarviknanna hafi ekki skipt neinu máli, búið hafi verið skrifa söguna og hugsanlega hafi átt að halda honum uppteknum á meðan væri verið að vinna þáttinn:

Og auðvitað bæta við öðru efni. Efni sem braut ekki aðeins allar lágmarksreglur siðferðis og mannlegra samskipta og vinnureglur heiðarlegra fjölmiðla heldur fól í sér hreinar falsanir. Til að mynda með dæmalausu viðtali þar sem viðmælandinn var skipulega blekktur að því marki að hann vissi ekki í hvaða vídd hann væri, hvað þá um hvað væri verið að spyrja, og allt svo sett í nýtt samhengi. Fölsun í öllum skilningi þess orðs.

Skjáskot úr viðtalinu við Sigmund Davíð.

Segir hann það mikla kaldhæðni að RÚV skuli afsaka sig með því benda á að fjallað hefði verið um Panamaskjölin í erlendum fjölmiðlum. Meira að segja í Bretlandi þar sem forsætisráðherra landsins hafði notið ávinnings af peningum í raunverulegu skattaskjóli hafi umfjöllun flestra fjölmiðla verið hófstillt miðað við „hið gagnalausa RÚV“:

Líklega verður maður að sýna því skilning að eftir alla fyrirhöfnina og spenninginn við að fá að kíkja á  „leyniskjöl“ frá útlöndum hafi ekki verið hægt að ætlast til að menn segðu fréttir af því að eiginkona forsætisráðherra hafi alltaf leitast við að greiða skattana sína og gera það á Íslandi en ekki annars staðar þar sem skattar eru lægri. Og það þótt hún hafi verið „sett í sama pakka“ í bankanum og flestir sem áttu umtalsverða peninga á Íslandi fyrir 12 árum. Svo hefði auðvitað verið sérlega óspennandi að segja frá því að hún hafi ekki hagnast fjárhagslega heldur tapað verulega á því að vera gift stjórnmálamanni og stefnunni sem hann barðist harðast fyrir.

Sömu vinnureglur og stuðst var við eystra

Gerð hafi verið rík krafa um játningu og notuð sú gamla brella að krefja þann ásakaða um afsökun á því sem hann sé sakaður um. Ítrekar Sigmundur að gagnrýni sín snúist fyrst og fremst að tilteknum hópi innan stofnunarinnar sem hafi fengið að nota hana að vild og stjórnendum sem láti það viðgangast. Líkir Sigmundur  viðbrögðum RÚV við stofnanir Austur-Þýskalands:

Svo verður líka að taka tillit til þess að Ríkisútvarpið, „fjölmiðill í almannaþágu“ má auðvitað ekki leyfa fólki að fá þá flugu í höfuðið að stofnuninni geti skjátlast, ekki frekar en stofnanir þýska alþýðulýðveldisins forðum „stofnanir í almannaþágu“ gátu leyft sér að umbera slíkar grillur. Það er því bara af praktískum ástæðum sem teknar hafa verið upp sömu vinnureglur og stuðst var við þar eystra: „Ef staðreyndirnar falla ekki að skoðun stofnunarinnar eru staðreyndirnar rangar“. Af því leiðir svo óhjákvæmilega að þeir sem eru sakaðir um eitthvað teljast þar með sjálfkrafa sekir.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Græðgin gengur af göflunum – Kristinn H. Gunnarsson

Kristinn H. Gunnarsson ritar: Útgerðarmafían hóf árið með stórsókn gegn almenningi. Framkvæmdastjóri samtaka þeirra fer hamförum yfir veiðigjaldinu og segir það vera skattheimtu á sterum. Ætla mætti að verið væri að ganga a milli bols og höfuðs í efnahagslegum skilningi á öllum helstu útgerðarfélögum landsins, slíkur er barlómurinn. Segja mætti eins og þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði […]

Benedikt óskar upphafsmönnum EES-samningsins til hamingju með afmælið

Benedikt Jóhannesson, fyrrum formaður og stofnandi Viðreisnar og fjármálaráðherra í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, skrifar um afmæli EES samningsins á heimasíðu sinni, en 25 ár eru liðin frá því hann tók gildi. Benedikt er mikill áhugamaður um inngöngu Íslands í Evrópusambandið, en EES samningurinn var hugsaður sem „biðstofa fyrir fulla aðild að Evrópusambandinu“, segir Benedikt í […]

Hannes Hólmsteinn býður fram lausn við umferðaröngþveitinu um Miklubraut

Hannes Hólmsteinn Gissurason, stjórnmálaprófessor við Háskóla Íslands, býður fram áhugaverða lausn á þeim mikla umferðavanda sem jafnan skapast á Miklubrautinni á degi hverjum. Á Facebooksíðu hans segir:   „Ég bý í 101 eins og borgarfullrúar vinstri meirihlutans og geng í vinnuna. En ég skil ekki, hvers vegna aðrir borgarbúar láta bjóða sér umferðaröngþveitið við Lönguhlíð […]

Rússnesk rúlletta á Reykjanesbrautinni

Þórólfur Júlían Dagsson ritar: Það er þyngra en tárum taki að baráttunni um betri vegasamgöngur frá Reykjanesbæ um Reykjanesbraut sé enn ekki lokið. Allt of margir hafa lent í alvarlegum umferðarslysum á þessum vegarkafla milli Reykjavíkur og Reykjanesbæjar og allt of margir hafa hreinlega látið lífið. Við þetta verður ekki unað. Barátta bæjarbúa á sýnum […]

Guðlaugur Þór gaf Íslendingasögurnar í sænskri þýðingu

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, afhenti Alice Bah Kunke, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, til gjafar Íslendingasögurnar í sænskri þýðingu við hátíðlega athöfn í Uppsölum í dag. Í ræðu sinni rakti ráðherra sagnaarfinn og þýðingu Íslendingasagnanna enn þann dag í dag. „“Ber er hver að baki nema bróður sér eigi“, segir í sögnunum og er þar vísað til vopnaðra […]

Ríkisstjórnin lýsir yfir vantrausti á kjararáð- Myndar starfshóp um „breytt fyrirkomulag“ og „úrbætur“

Ríkisstjórnin hefur skipað starfshóp um kjararáð, í samráði við „heildarsamtök á vinnumarkaði“, líkt og segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. „Hópurinn skal bera saman fyrirkomulag um ákvörðun launa hjá kjörnum fulltrúum, dómurum og embættismönnum í nágrannalöndum og leggja fram tillögur að breyttu fyrirkomulagi launaákvarðana kjararáðs, sé annað fyrirkomulag talið líklegra til betri sáttar í þjóðfélaginu til […]

Gunnar Atli ráðinn aðstoðarmaður Kristjans Þórs

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ráðið Gunnar Atla Gunnarsson sem aðstoðarmann sinn. Hann hefur störf í ráðuneytinu í dag. Kristján Þór mun þar með hafa tvo aðstoðarmenn en fyrir er Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir sem er sem stendur í fæðingarorlofi. Gunnar Atli er stúdent frá Menntaskólanum á Ísafirði, með Mag. Jur. í lögfræði frá […]

Vilhjálmur Bjarnason: „Borgin stundar mikinn fjandskap við íbúa sína“

Vilhjálmur Bjarnason, frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu borgarstjórnarkosningar, skrifar grein í Morgunblaðið í dag, hvar hann fer yfir helstu hugðarefni sín í borgarmálunum. Eru þar húsnæðis- og velferðarmál ofarlega á baugi, en athygli vekur að Vilhjálmur minnist lítið sem ekkert á samgöngumál eða borgarlínu, en hann hefur þó áður lýst yfir efasemdum um hana, […]

Strætó að eldast – Um helmingur 10 ára eða eldri

Samgöngumál borgarinnar eru nú í brennidepli, þegar styttist í sveitastjórnarkosningar. Ljóst er að samgöngumál verða eitt af stóru kosningamálunum, ekki síst almenningssamgöngur, þar sem Borgarlínan hefur verið í forgrunni. En hvernig stendur Strætó ? Samkvæmt Jóhannesi Rúnarssyni, framkvæmdarstjóra Strætó, eru 49 af 95 strætisvögnum fyrirtækisins 10 ára eða meira og eru tveir þeirra 18 ára […]

Borgin úthlutaði lóðum fyrir 1711 íbúðir árið 2017

Alls voru samþykktar lóðaúthlutanir fyrir 1.711 íbúðir í borgarráði á síðasta ári. Mikill meirihluti úthlutaðra lóða var fyrir byggingarfélög sem starfa án hagnaðarsjónarmiða. Borgarráð fékk kynningu á úthlutunum lóða á fundi sínum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Úthlutað var lóðum fyrir 1.711 íbúðir í borgarráði í fyrra. Af þeim eru 1.422 […]

Forsætisráðherra í heimsóknarhug

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á faraldsfæti í gær, en hún heimsótti bæði umboðsmann barna og Seðlabankann. Umboðsmaður barna, Salvör Nordal, gerði Katrínu grein fyrir stefnumótun og áherslum embættisins fyrir tímabilið 2018 til 2022. Fram kom að embættið telur brýnt að efla stefnumótun á mörgum sviðum sem tengjast börnum. Grunnur að því sé greining á stöðu […]

Þórir Guðmundsson ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis

Þórir Guðmundsson hefur verið ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og vísir.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vodafone. Þórir er með meistaragráðu í alþjóðlegum samskiptum frá Boston University og B.A. gráðu í Blaða- og fréttamennsku frá University of Kansas. Þórir starfaði sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, fyrst á árunum 1986 til 1999 og svo […]

Dauðans alvara – eftir Jón Pál Hreinsson og Pétur G. Markan

Þegar þessi orð eru skrifuð hefur einangrun Djúpsins verið viðvarandi frá laugardagskvöldi 13. janúar. Hvað þýðir það í nútímasamfélagi? Frá 13. janúar hafa allir vegir verið lokaðir til svæðisins, vegna ófærðar og snjóflóða, og flugsamgöngur verið stopular til landshlutans, vegna óhagstæðra vinda. Tvær megin orsakir eru til grundvallar þessari eingangrun; erfitt flugvallarstæði á Ísafirði og […]

ESB ræðst gegn plastmengun: Meira af plasti en fiski í sjónum árið 2050 með sama áframhaldi

Samkvæmt nýrri áætlun Evrópusambandsins verða allar plastumbúðir gerðar úr endurvinnanlegu efni fyrir árið 2030, dregið verður verulega úr notkun einnota plasts og skorður settar við notkun örplasts. Áætlun Evrópusambandsins til að bregðast við plastmengun er ætlað að vernda náttúruna, verja íbúana og styrkja fyrirtækin. Áætlunin er sú fyrsta sinnar tegundar og á að stuðla að […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is