Fimmtudagur 10.08.2017 - 21:33 - Ummæli ()

Stefnir í rúmlega þriggja milljarða króna framúrkeyrslu beinna útgjalda ríkisins vegna hælisleitenda

Haraldur Benediktsson formaður fjárlaganefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokks í hljóðveri Útvarps Sögu.

Horfur eru á að kostnaður vegna móttöku hælilseitenda hér á landi fari rúmlega þrjá milljarða fram úr fjárlögum á þessu ári. Í fjárlögum fyrir 2017 samþykkti Alþingi 2,5 milljarða króna í málaflokkinn.

Nú stefnir í að þingið verði að veita rúmlega þremur milljörðum til viðbótar í fjárlaukalögum sem lögð verða fyrir Alþingi í haust. Þetta kom fram í vikulegum þætti Magnúsar Þórs Hafsteinssonar ritstjóra á síðdegisútvarpi Útvarps Sögu í dag, fimmtudag. Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður fjárlaganefndar var gestur þáttarins.

Við höfum verið að vinna með ákveðin frávik í fjárlögum ársins 2017. Það eru nokkrir málaflokkur sem hafa frávik og þessi málaflokkur meðal annars. Fjárlaganefndin hefur blakað við dómsmálaráðherra og við höfum verið í samskiptum við dómsmálaráðherra um þróun útgalda þar. Við sjáum fram á verulega framúrkeyrslu í þeim málaflokki. Við vitum ekki enn þá hvað hún verður, en það kæmi mér ekki á óvart að hún yrði á bilinu þrír milljarðar – kannski plús, sem er umframfjárþörf miðað við fjárlagafrumvarpið sem við samþykktum í desember síðastliðnum,

sagði Haraldur Benediktsson. Hann taldii að svo gæti farið, miðað við fyrirliggjandi tölur á borði fjárlaganefndar, að beinn heildarkostnaður vegna hælisletenda yrði um fimm og hálfur milljarður króna á þessu ári.

Einhverjum hluta af þessu verðum við að mæta í fjáraukalögum. Þetta eru í eðli sínu ófyrirséð fjárútlát að einhverju leyti.

Haraldur vildi ekki meina að með rúmlega hundrað prósenta framúrkeyrslu í málaflokknum væru stjórnvöld að missa tökin.

Ég vil ekki taka undir að við séum að missta tök, en við þurfum að herða tökin verulega og gera bragarbót á mörgum þáttum hvernig við framkvæmum þennan málaflokk. Það veit ég að dómsmálaráðherrann [Sigríður Andersen Sjálfstæðisflokki] hefur verið að gera. Hann hefur verið að taka mjög föstum tökum ýmis kostnaðarmál í kringum málaflokkinn, eins og útboð þjónustu og slíka þætti. Hann hefur vaxið það hratt og við höfum ekki náð utan um hann sem skyldi.

Haraldur var spurður hvort þessi þróun mála hefði verið rædd meðal ríkisstjórnarflokkanna.

Já. Þetta er nákvæmlega mál sem oft og iðulega kemur til umtals inni í þingflokkunum og inni í fjárlaganefndinni, hvernig á að ná tökum á þessu. Og eins og ég segi, ég held það hafi verið stór hluti af starfi dómsmálaráðuneytisins og hins nýja dómsmálaráðherra, að ná utan um málaflokkinn.

Hér fyrir neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni þar sem einnig var rætt um landbúnaðarmál, og þá stöðu sauðfjárræktarinnar sérstaklega, auk fleiri mála. Umræðan um framúrkeyrsluna í málefnum hælisleitenda hefst á 46. mínútu:

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Gengur ekki endalaust að hækka laun hraðar en í nágrannalöndunum

„Fyrirtæki á Íslandi þurfa náttúrulega að keppa við fyrirtæki í öðrum löndum, þau þurfa að vera samkeppnishæf varðandi laun og kostnað og annað. Við erum komin mjög hátt. Ef við ætlum að halda áfram á þessari braut að hækka okkar laun miklu hraðar og meira en aðrar þjóðir í kring þá gengur það ekki endalaust. […]

Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar um 7 prósentustig

Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur dalað um tæp 5 prósentustiga fylgi frá síðustu mælingu MMR sem lauk þann 21. júlí síðastliðinn en flokkurinn mælist þó enn með mest fylgi allra íslenskra flokka, eða 24,5%. Flokkur Vinstri grænna fylgdi þar á eftir með 20,5% fylgi og Píratar mældust með 13,5% fylgi. Stuðningur við ríkisstjórnina lækkaði milli mælinga. Stuðningur […]

„Óboðlegt fyrir fyrirtæki og heimili í landinu að halda stýrivöxtum óbreyttum“

Samtök atvinnulífsins segja það óboðlegt fyrir fyrirtæki og heimili í landinu að halda stýrivöxtum óbreyttum. Seðlabanki Íslands tilkynnti í morgun ákvörðun peningastefnunefndar um að stýrivextir verði áfram 4,5%. Fram kom í yfirlýsingu peningastefnunefndar að þrátt fyrir að verðbólga hafi reynst minni en spár bankans gerðu ráð fyrir þá ríki óvissa um verðbólguhorfur. Sjá einnig: Stýrivextir […]

Stýrivextir óbreyttir

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,5%. Fram kemur í yfirlýsingu peningastefnunefndar að útlit sé fyrir að hagvöxtur í ár verði hraður eins og á síðasta ári en nokkru hægari en spáð var í maíhefti Peningamála. Hagvöxturinn er einkum drifinn […]

Sjálfstæðisflokkurinn verður með leiðtogaprófkjör í borginni

Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, samþykkti á fjölmennum fundi í Valhöll í kvöld tillögu um að efna til leiðtogaprófkjörs og í kjölfarið stilla upp á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í samræmi við skipulagsreglur og prófkjörsreglur Sjálfstæðisflokksins. Um var að ræða breytingartillögu, við tillögu stjórnar Varðar, sem lögð var fram af Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra […]

Hrafn og Helgi Björn taka við sem framkvæmdastjórar hjá Alva

Breytingar hafa orðið hjá fjármálatækni fyrirtækið Alva, sem og hjá tveimur dótturfélögum þess. Hefur Hrafn Árnason hefur tekið við nýju starfi sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Alva og hefur Helgi Björn Kristinsson tekið við sem framkvæmdastjóri Netgíró. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Alva. Hrafn Árnason hefur tekið við nýju starfi sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Alva og mun hafa yfirumsjón […]

Öfgamúslimi sem vill breyta íslenskum lögum eins og Airbnb leigjandi sem skiptir sér af klæðnaði húseigandans

„Ég er hlynntur frjálsum innflutningi á fólki ef það er á eðilegum forsendum, það er að segja ef það er fólk sem vill flytja inn til þess að vinna. En á síðustu tímum hefur orðið til velferðarríki, þannig að fólk sem flytur til Danmerkur eða Svíþjóðar það fær velferðarbætur, svo er annað sem er öfgamúslimastefna. […]

Gerhard Schröder, gamall, vestrænn stjórnarleiðtogi í rússnesku feni

Eftir Björn Bjarnason: Á vefsíðu danska blaðsins Jyllands-Posten birtist sunnudaginn 20. ágúst harðorður leiðari um Gerhard Schröder, fyrrv. Þýskalandskanslara. Þar sem segir að tvær ástæður séu fyrir því að hann valdi hneyksli með setu í rússneskum fyrirtækjastjórnum. Hér birtist leiðarinn í lauslegri þýðingu: Gerhard Schröder var kanslari Þýskalands um aldamótin. Hans er ekki minnst á […]

Styrktu Viðreisn um meira en lögbundna hámarkfjárhæð: „Úbbs – Þetta er heldur betur ólöglegt“

Nokkrir bakhjarlar styrktu Viðreisn um meira en lögbundnu hámarksfjárhæðina 400 þúsund krónur sem hver einstakur má styrkja flokka með. Hins vegar má samkvæmt lögum styrkja flokk um 800 þúsund krónur við stofnun, en Viðreisn var stofnuð í fyrra. Samkvæmt Fréttablaðinu í dag styrkti fjárfestirinn Helgi Magnússon og félög honum tengdum Viðreisn um 2,4 milljónir króna […]

Valhöll kýs um prófkjör eða leiðtogakjör

Á fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í Valhöll verður kosið um hvort flokkurinn haldi prófkjör eða stilli upp lista og kjósi aðeins oddvita sem muni leiða listann í kosningunum í Reykjavík næsta vor. Tillaga Varðar er að halda leiðtogakjör en það er umdeilt innan flokksins. Í síðustu viku sagði Arndís Kristjánsdóttir formaður Hvatar, félags […]

Rekinn úr Flokki fólksins: „Hann er einn með þessar skoðanir“

Sigurður Haraldsson segir að hann hafi verið rekinn formlega úr Flokki fólksins vegna átaka innan flokksins um notkun Fésbókarsíðu Flokks fólksins. Segir Sigurður í samtali við Eyjuna að hann hafi verið í stjórn flokksins og unnið við að safna fé fyrir flokkinn í aðdragana þingkosninganna í fyrra. Hann hafi verið með aðgang á Fésbókarsíðu flokksins, […]

Davíð hjólar í Katrínu: Forneskja

„Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður VG, flutti ræðu á flokks­ráðsfundi um helg­ina og fór vítt yfir hið póli­tíska svið. Þar var fátt sem kom á óvart, senni­lega helst það að Katrín upp­lýsti að hún hefði verið fylgj­andi hval­veiðum þegar hún var ell­efu ára göm­ul. Katrín hamraði mjög á and­stöðu sinni gegn einka­rekstri og lét fá svið mann­lífs­ins […]

Klappir þróa upplýsingakerfi um grænar lausnir: Stefnt að skráningu á First North markaðinn í haust

Stjórn Klappa Grænna Lausna hf. (Klappa) hefur ákveðið að óska eftir skráningu hlutabréfa í félaginu á Nasdaq First North markaði í Nasdaq kauphöllinni á Íslandi (Kauphöllin) nú í haust. Skráningin er háð skilyrðum og samþykki Kauphallarinnar um skráningu bréfa á Nasdaq First North en ekki verður efnt til útboðs á hlutabréfum eða skuldabréfum í aðdraganda […]

Edward býður sig fram til varaformanns

Edward H. Huijbens prófessor við Háskólann á Akureyri býður sig fram til embættis varaformanns Vinstri grænna á landsfundi flokksins sem fer fram 6. – 8. október næstkomandi. Björn Valur Gíslason gefur ekki kost á sér til áframhaldandi varaformennsku. Edward segir í samtali við Fréttablaðið í dag að hann gefi kost á sér: Ég lýsi formlega […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is