Föstudagur 11.08.2017 - 17:02 - Ummæli ()

Mánuður í norsku þingkosningarnar: Kratar í kröppum sjó

Norðmenn ganga til þingkosninga eftir mánuð og kosningabaráttan þar er óðum að færast í algleyming.

Þann 11. september næstkomandi eftir nákvæmlega einn mánuð, ganga Norðmenn til Stórþingskosninga. Í dag var birt skoðanakönnun um fylgi flokkanna sem gerð var dagana 8. til 10. ágúst. Könnunin var gerð af fyrirtækinu Repsons Analyse fyrir dagblöðin Aftenposten, Bergens Tidende og Adresseavisen.

Lesa má um könnuna í frétt á vef Aftenposten.

Helstu tíðindin eru þau að Verkamannaflokkurinn, flokkur norskra jafnaðarmanna [Arbeiderpartiet], mælist með aðeins 28,1 prósent fylgi. Það er minnsta fylgi sem Respons Analyse hefur mælt flokkinn með síðan í aðdraganda síðustu Stórþingskosninga 2013.  Flokkurinn hefur tapað 3,6 prósenta fylgi síðan í júní.

Verkamannaflokkurinn hefur um áratugaskeið verið leiðandi í norskum stjórnmálum og sat lengi við stjórnvölinn í Noregi. Fylgi undir 30 prósentum telst mjög lágt fyrir þennan flokk og eiginlega óásættanlegt í augum flokksmanna sjálfra. Verkamannaflokkurinn mælist þó enn stærsti flokkur Noregs.

Jonas Gahr Støre er formaður norska Verkamannaflokksins. Hann vill leiða nýja vinstristjórn í Noregi eftir kosningarnar í næsta mánuði en þarf að herða róðurinn ef sá draumur á að rætast.

Þriðji stærsti flokkur Noregs mælist svo Framfaraflokkurinn [Fremskrittspartiet] sem er lengst til hægri á litrófi norskra stjórnmála meðal flokka sem eiga fulltrúa á Stórþinginu. Þessi flokkur skipar nú ríkisstjórn Noregs ásamt Hægriflokknum. Þessi stjórn nýtur svo stuðnings Vinstriflokksins [Venstre] og Kristilega þjóðarflokksins [Kristelig folkeparti]. Siv Jensen fjármálaráðherra er formaður Framfaraflokksins. Hennar flokkur mælist nú með 13,6 prósent og tapar lítillega fylgi (-0,4%) frá júní.

Næst á eftir Verkamannaflokknum kemur flokkurinn Hægri sem telst systurflokkur Sjálfstæðisflokksins á Íslandi. Hann mælist með 24,8 prósent og bætir sig um tæpt prósentustig frá í júní. Hægri er flokkur Ernu Solbergs forsætisráðherra.

Það þarf 85 þingsæti til að ná meirihluta á norska Stórþinginu. Verði skoðanakönnun dagsins að veruleika eftir mánuð þá er ljóst að borgarlegu flokkarnir í Noregi (Hægriflokkurinn, Framfaraflokkurinn, Vinsti og Framfaraflokkurinn) hafa misst meirihluta sinnfrá 2013. Þessir flokkar fengju aðeins 81 þingsæti.

Það er þó ekki þar með sagt að núverandi vinstri- og miðblokk norskra stjórnmála, sem nú er í stjórnarandstöðu, fengi meirihluta. Þarna eru Verkamannaflokkurinn (systurflokkur Samfylkingar), Sósíalíski vinstriflokkurinn (systurflokkur VG á Íslandi) og Miðflokkurinn sem er norska útgáfan af Framsóknarflokknum íslenska. Fylgisfall norska Verkamannaflokksins setur svo stórt strik í reikninginn að þessir flokkar fengju aðeins 83 sæti samanlagt.

Færi svo að skoðanakönnun dagsins yrði að veruleika eftir mánuð, þá yrði vinstri-miðblokkin að sækja stuðning til tveggja smáflokka sem mælast nú með þingmenn, ef hún vill mynda ríkisstjórn. Þeir flokkar kæmust þannig í oddaaðstöðu. Þetta eru umhverfisverndarsinnaflokkur Græningja og flokkurinn Rautt, sem er flokkur kommúnista. Borgaralega sinnaðir Norðmenn munu væntanlega krossa sig og súpa hveljur við þá tilhugsun.

Af öðrum norskum stjórnmálaflokkum virðist lítið að frétta. Flokkur ellilífeyrisþega mælist með 0,5 prósent, Strandflokkurinn 0,3 prósent, Píratar með 0,3 prósent, Demókratar með það sama og Píratar. Hið sama er að segja um Flokkinn Kristna. Frjálshyggjuflokkurinn mælist með 0,2 prósent og Heilsuflokkurinn hið sama sömuleiðis.

 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Forsætisráðherra á leiðtogafundi í París – Kynnti kolefnislaust Ísland 2040

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók þátt í leiðtoga-fundi í París í dag undir yfirskriftinni „One Planet Summit“.  Fundurinn var haldinn í tilefni af því að í dag, 12. desember, eru tvö ár liðin frá samþykkt Parísarsamkomulagsins og lýkur fundinum síðar í kvöld. Megintilgangur fundarins er að fagna þeim áfanga sem Parísarsamkomulagið er og vekja athygli á markmiðum […]

Áform um hverfisskipulag Grafarvogs kynnt – Starfsemi fyrir kvikmyndaiðnað, verslun og þjónustu

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hélt kynningarfund á dögunum vegna fyrsta áfanga skipulags í Gufunesi. Fundurinn var haldinn í Hlöðunni við Gufunesbæ. Stuðla á að fjölbreyttari byggð og starfsemi og styðja við og styrkja Grafarvog sem hverfisheild. Á svæðinu er einkum gert ráð fyrir starfsemi á sviði afþreyingar- og kvikmyndaiðnaðar og þjónustu tengdri slíkri starfsemi. Einnig […]

Trump verst ásökunum um kynferðislega áreitni á Twitter

Donald Trump Bandaríkjaforseti, sagði í dag að allur sá fjöldi ásakana á hendur honum varðandi kynferðislega áreitni, væri liður í samsæri Demókrata og kallaði þær falsfréttir. Orð Trump féllu degi eftir að þrjár konur ásökuðu Trump um að hafa áreitt sig kynferðislega í viðtali á NBC sjónvarpsstöðinni og á blaðamannafundi í New York í gær. […]

Herdís kjörin næst-æðsti stjórnandi Feneyjanefndar Evrópuráðsins -Fyrst Íslendinga

Dr. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir hefur kjörin næst-æðsti stjórnandi Feneyjanefndar Evrópuráðsins, nefndar Evrópuráðsins um lýðræði með lögum. Á aðalfundi nefndarinnar nú í desember var Herdís kjörin fyrsti varaforseti nefndarinnar en hún hafði í tvígang verið kjörin ein þriggja varaforseta hennar. Hún er fyrsti Íslendingurinn sem kjörin er í stjórn Feneyjarnefndarinnar.     Aðspurð um hvaða þýðingu þetta […]

Kristinn H reiðir til höggs – Sakar umhverfisráðherra um „veruleikafirringu“ og tilheyra „öfgasamtökum“

Kristinn H. Gunnarsson, fyrrum þingmaður og nú ritstjóri Vestfirðings, gagnrýnir nýskipaðan umhverfisráðherra harðlega í leiðara blaðs síns í dag. Guðmundur I. Guðbrandsson, sem áður var framkvæmdarstjóri Landverndar, var skipaður sem fagráðherra af Vinstri grænum eftir síðustu kosningar, en sú ráðning virðist ekki vekja lukku hjá Kristni H. sem sakar umhverfisráðherra um að beita sér af […]

Kristján Þór gerir hreint fyrir sínum dyrum varðandi Samherjatengsl

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristján Þór Júlíusson, birti á Facebook síðu sinni í morgun yfirlýsingu, þar sem hann gerir grein fyrir tengslum sínum við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja sem og tengsl hans við fyrirtækið, en hann hefur legið undir ámæli vegna þessa, sökum stöðu sinnar og embættis. Flest, ef ekki allt það sem Kristján týnir […]

Olíunotkun sjávarútvegsins fer minnkandi – Nálgast markmið Parísarsamkomulagsins

Samkvæmt skýrslu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um olíunotkun greinarinnar til 2030, sem unnin er að hluta af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, kemur í ljós að eldsneytisnotkun hefur minnkað töluvert frá árinu 1990, eða um 43% Í skýrslunni kemur fram að „sterkir fiskistofnar, framfarir í veiðum og betra skipulag veiða hafa leitt til verulega minni olíunotkunar í […]

Dapurleg upprifjun

Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar: Það var sorglegt að fylgjast með upprifjun á því í fréttum í síðustu viku hvernig margir Íslendingar höguðu sér fyrst eftir bankahrunið 2008. Menn fóru í ógnandi hópum að heimilum fólks, sem það taldi í fávisku sinni að borið hefði einhverja óskilgreinda ábyrgð á hörmungunum. Þar urðu meðal annars stjórnmálamenn og […]

„Tímabært að teikna upp mynd af því hvernig hann og hans nánustu hafa hagað sér“

Karl Th. Birgisson, ritstjóri Herðubreiðar, gaf út á dögunum bók er nefnist Hinir Ósnertanlegu, saga um auð, völd og spillingu. Þar er fjallað um viðskiptasögu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og ítök föðurættar Bjarna í viðskiptalífinu í gegnum árin, sem höfundur kallar „eitrað samband stjórnmála og viðskipta.“       En af hverju réðst Karl í gerð […]

Aldrei munað eins litlu á WOW og Icelandair í farþegum talið

Aldrei hefur munað jafn litlu á stærð íslensku flugfélaganna tveggja, Icelandair og WOW, í farþegum talið. Icelandair flutti í nóvember 249 þúsund farþega, meðan Wow flaug með 224 þúsund farþega á sama tíma. Munurinn er 25 þúsund farþegar, sem er minnsti mælanlegi munur hingað til. Þar áður var munurinn minnstur í febrúar, eða 33,657 farþegar. […]

Velferðarráðuneytið vænir Barnaverndarstofu um ósannsögli

Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur forstjóri Barnaverndarstofu, Bragi Guðbrandsson,  legið undir ámæli vegna starfshátta sinna. Barnaverndarstofa sendi frá sér yfirlýsingu á föstudag, þar sem beðið var um frest til að svara Velferðarráðuneytinu, meðan aflað væri frekari gagna, því það hafi gengið erfiðlega að fá gögnin í hendur. Nú hefur Velferðarráðuneytið sent frá […]

Búið að ráða aðstoðarmenn dómara við Landsrétt

Samkvæmt öruggum heimildum Eyjunar er búið að ráða aðstoðarmenn dómara við Landsrétt. Auglýst var eftir fimm löglærðum aðstoðarmönnum dómara við Landsrétt í sumar, en Landsréttur tekur til starfa 1. janúar 2018 og er gert ráð fyrir að aðstoðarmenn hefji störf frá þeim tíma. Alls sóttu 116 manns um störfin fimm en eftirtaldir einstaklingar fengu starfið: […]

Stjórnarandstaðan þiggur formennsku þriggja fastanefnda Alþingis- „Ekki nema hæfilega ánægð“

Stjórnarandstaðan ákvað í morgun að taka við formennsku í þeim þremur fastanefndum sem ríkisstjórnin hafði boðið þeim. Þetta staðfesti Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar við Eyjuna. Að sögn Loga mun Samfylkingin fara með formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fyrstu tvö árin, en skiptast síðan á við Pírata, sem fara fyrir velferðarnefnd fyrstu tvö árin. Þá mun […]

Hæstaréttarlögmaður ýjar að vanhæfi umhverfisráðherra

Hæstaréttarlögmaðurinn Jón Jónsson skrifar grein í Morgunblaðið um helgina, hvar hann veltir fyrir sér hæfi, eða eftir atvikum, vanhæfi Guðmundar I. Guðbrandssonar umhverfisráðherra, sökum sinna fyrri starfa hjá Landvernd. Spyr Jón hvort umhverfisráðherra sé til dæmis hæfur til að skipa til dæmis starfshóp um málefni Teigsskógar, eða hvort hann sé hæfur að fjalla um aðalskipulag tengt […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is