Mánudagur 28.08.2017 - 11:18 - Ummæli ()

Margrét byrjaði í þjónustuverinu fyrir 18 árum og er nú aðstoðarforstjóri

Margrét Tryggvadóttir aðstoðarforstjóri Nova.

Margrét Tryggvadóttir hefur verið ráðin aðstoðarforstjóri Nova. Sem aðstoðarforstjóri mun hún bera ábyrgð á daglegum rekstri fyrirtækisins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Nova.

Margrét hefur verið einn af lykilstjórnendum Nova og starfað hjá fyrirtækinu frá stofnun, en hún hóf störf í þjónustuveri Tals fyrir 18 árum. Margrét gegndi síðast starfi framkvæmdastjóra sölu og þjónustu og tekur nú við nýju hlutverki innan fyrirtækisins.

Þetta er gríðarlega spennandi verkefni að leiða daglegan rekstur Nova. Ég hef starfað í fjarskiptageiranum nær óslitið frá árinu 1999 og fengið að taka þátt í ótrúlegum breytingum, bæði á sviði fjarskipta, en ekki síður í markaðsmálum og samskiptum almennt. Fyrst hjá Tali og síðar sem vörustjóri hjá Vodafone eftir sameiningu Tals og Íslandssíma. Ég var svo lánsöm að fá að taka þátt í stofnun og uppbyggingu Nova allt frá fyrsta degi og ég er ótrúlega stolt af árangrinum sem við höfum náð. Ég hlakka til, í þessu nýja hlutverki, að vinna nýja sigra með starfsfólki Nova,

segir Margrét. Sölu- og þjónustusviði Nova verður nú skipt upp í tvö svið, annars vegar einstaklingssvið og hins vegar fyrirtækjasvið. Þuríður Björg Guðnadóttir hefur verið ráðin til að stýra einstaklingssviði og hefur jafnframt tekið sæti í framkvæmdastjórn Nova. Nova hyggst á næstunni ráða í stöðu yfirmanns fyrirtækjasviðs.

Á þeim 10 árum sem Nova hefur starfað, hefur fyrirtækið þróast mikið. Í dag starfa hér um 140 starfsmenn og velta fyrirtækisins er tæplega 9 milljarðar. Við þjónustum einstaklinga á sviði farsímaþjónustu og ljósleiðaraþjónustu og höfum jafnframt hert sókn okkar á fyrirtækjamarkað,

segir Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova:

Við gerum þessar skipulagsbreytingar nú til að efla enn frekar stjórnendateymi félagsins og byggja undir áframhaldandi þróun og vöxt Nova.

Þuríður Björg Guðnadóttir hefur verið ráðin til að stýra einstaklingssviði.

Margrét hóf störf í þjónustuveri Tals árið 1999 en færði sig fljótlega yfir í markaðsmál og varð síðar vörustjóri þegar Tal og Íslandssími sameinuðust í Vodafone. Hún starfaði þar til loka ársins 2005 þegar hún tók við sem forstöðumaður markaðsmála fyrir Sparisjóðinn en sneri svo aftur í fjarskiptageirann til að taka þátt í stofnun Nova. Margrét leiddi fyrst markaðs- og vefdeild fyrirtækisins en hefur frá árinu 2012 verið framkvæmdastjóri sölu og þjónustu Nova. Margrét er alþjóðamarkaðsfræðingur með B.Sc. gráðu frá Tækniháskólanum (nú HR). Margrét hefur reynslu af stjórnarsetu í ýmsum fyrirtækjum og þá hefur hún gegnt trúnaðarstörfum fyrir Félag atvinnurekanda og Stjórnvísi. Maki Margrétar er Magnús Sigurjónsson og eiga þau 2 börn.

Þuríður hefur starfað hjá Nova frá upphafi starfsferils síns. Fyrst sem sölu- og þjónusturáðgjafi og síðar sem viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði. Þuríður tók við stöðu sem sölu- og þjónustustjóri Nova árið 2014 og verður nú yfir allri sölu og þjónustu til einstaklinga. Þuríður er með B.Sc gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur einnig lokið námi í stjórnendamarkþjálfun frá sama skóla. Maki Þuríðar er Darri Örn Hilmarsson og eiga þau þrjú börn.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Framsókn aftur í ríkisstjórn

Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar: Nú stöndum við frammi fyrir því, örfáum dögum eftir þingsetningu að stjórnin er sprungin og nýjar kosningar til Alþingis eftir örfáar vikur. Sú sem þetta ritar bjóst ekki við að ríkisstjórnin yrði langlíf. En það að komast ekki í gegnum fyrstu umræðu á sameiginlegum fjárlögum er örugglega heimsmet. Staða Framsóknarflokksins hefur […]

Viðtal við bændur á Bjarteyjarsandi: „Hefur það ekki gildi að sjá að það býr fólk í sveitum landsins?“

Það er friðsæld yfir Bjarteyjarsandi í Hvalfirði þegar bærinn er sóttur heim að morgni annars mánudags í september. Þarna er stórt sauðfjárbú og ferðaþjónusta. Daginn áður var lokið fyrri leitum og réttum. Féð er komið heim í tún þar sem það slakar á í haustbeitinni.Ferðamönnum er tekið að fækka. Það er komið haust. Við hittum […]

Hvert fer orkan úr fyrirhugaðri Hvalárvirkjun?

Gunnar G. Magnússon skrifar: Fyrirhuguð virkjun í Hvalá í Árneshreppni á Ströndum hefur verið í nýtingarflokki Rammaáætlunar um langt skeið. Vatnsréttarsamningar voru gerðir við landeigendur árið 2007 og hefur virkjunarfyrirkomulag Hvalárvirkjunar nánast haldist óbreytt síðan. Allar þær breytingar sem gerðar hafa verið á fyrirkomulagi virkjunarinnar síðan samningar tókust hafa einungis verið gerðar til að minnka […]

Páll betri talsmaður en Brynjar

Sigurður Jónsson skrifar: Í Silfrinu hjá Agli Helgasyni síðasta sunnudag var m.a. Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Páll kom einstaklega vel út úr viðtalinu og sagði m.a. eftirfarandi um  mál síðustu viku: „Við hefðum getað haldið betur á þessu því að sannarlega er það ekki svoleiðis að að það sé meiri biðlund, meiri samúð hjá fólki […]

Teigsskógur – 2% af birkikjarri

Teigsskógur er við vestanverðan Þorskafjörð. Í skýrslu vegagerðarinnar frá febrúar 2017 um mat á umhverfisáhrifum af lagningu nýs vegar milli Bjarkalundar og Skálaness kemur fram í umsögn Skógræktar ríkisins að skógurinn nái frá Þórisstöðum um Gröf og langleiðina að gömlum túngarði við bæinn Hallsteinsstaði yst á skaganum, sem gengur fram milli Þorskafjarðar og Djúpafjarðar. Orðið […]

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins: Ríkisútvarpið olli töfunum á birtingu gagnanna

Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir það sé Ríkisútvarpinu að kenna að gögnin um þá sem fengið hafa uppreist æru hafi ekki verið opinberuð í sumar. Vilhjálmur sagði í viðtali í þættinum Harmageddon í morgun að eftir að RÚV kærði ákvörðunina um afhenda ekki gögnin þá hafi Úrskurðarnefnd um upplýsingamál brugðist skjótt við og að mesta […]

Þórunn vill sæti Sigmundar Davíðs

Þórunn Egilsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins vill leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er oddviti flokksins í kjördæminu, hann ætlar í framboð, en það liggur ekki fyrir hvort hann muni áfram sækjast eftir því að leiða listann í komandi kosningum. Þórunn segir í færslu á Fésbók að kosningarnar 28. október næstkomandi muni snúast um trúverðugleika […]

Björn vill útlendingamálin á dagskrá í kosningabaráttunni: „Þeir eiga ekkert erindi hingað“

„Með hliðsjón af því hve miklu af skatt­fé al­menn­ings er varið til hæl­is­mála er stórund­ar­legt að umræðan sé ekki meiri um út­lend­inga­mál­in á stjórn­mála­vett­vangi. Það er engu lík­ara en ís­lensk­ir stjórn­mála­menn forðist mála­flokk­inn og vilji helst að um hann ríki póli­tísk þögn,“ segir Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins í grein í Morgunblaðinu í dag. Segir […]

Davíð spyr: „Munu æsingamennirnir biðjast afsökunar á ósköpunum?“

Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins vill vita hvort þeir sem slitu ríkisstjórnarsamstarfinu og æstu sig muni nú biðjast afsökunar á ósköpunum. Í Staksteinum Morgunblaðsins í dag, þar sem Davíð heldur öllum líkindum á penna, er spurt í ljósi þess að umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í gær að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hafi ekki brotið […]

Björt sendir Sjálfstæðismönnum tóninn: Siðferði og samskiptareglur snúast ekki um lögfræði eða reglur um trúnað

Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar segir að traustið milli Bjartrar framtíðar til Sjálfstæðisflokksins hafi horfið þegar flokkurinn varð þess áskynja að neitun ráðuneytis um að veita lögbundna upplýsingagjöf til bæði fjölmiðla og fjölskyldu brotaþola í máli um uppreist æru gæti stafað af leyndarhyggju vegna álíka máls sem kom illa við Sjálfstæðisflokkinn. Í gær […]

Þór Saari vill á þing fyrir Pírata: „Losum okkur við spillt, sjálfhverf og hrunin stjórnmál“

Þór Saari hagfræðingur og fyrrverandi þingmaður Borgarahreyfingarinnar og Hreyfingarinnar gefur kost á sér í prófkjöri Pírata sem hefst á morgun. Þór segir í fréttatilkynningu að vegna fjölda áskorana innan sem og utan Pírata mun hann sækjast eftir því að komast á þing fyrir Pírata í Suðvesturkjördæmi. Þór gaf kost á sér í prófkjöri Pírata fyrir […]

Ásta: Skipulag miðbæjar

Ásta S. Stefánsdóttir skrifar um málefni miðbæjarins: Skipulagsferli vegna miðbæjar Selfoss er nú að komast á lokastig. Fresti til að gera athugasemdir lauk í lok ágúst og voru athugasemdir þær sem bárust lagðar fram á fundi skipulags- og byggingarnefndar sl. miðvikudag. Nefndin fól formanni nefndarinnar, skipulags- og byggingarfulltrúa og lögmanni sveitarfélagsins að gera drög að […]

Þorvaldur er bjartsýnn: „Ég veit að okkar stefna á talsverðan hljómgrunn“

„Við ætlum að bjóða fram allsstaðar þar sem við getum, við stefnum á að bjóða fram um allt land ef okkur tekst það. Það er ekki alveg fyrirséð vegna þess hve tíminn er stuttur,“ segir Þorvaldur Þorvaldsson formaður Alþýðufylkingarinnar í samtali við Eyjuna. Flokkurinn, sem var stofnaður 2013, bauð fram í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi […]

Sigríður braut ekki trúnað með því að segja Bjarna

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra braut ekki reglur um trúnað með því að segja Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hafi skrifað undir umsögn fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson til að hann gæti fengið uppreist æru. Samkvæmt heimildum RÚV mun Tryggi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis hafa sagt þetta á lokuðum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is