Sunnudagur 03.09.2017 - 11:11 - Ummæli ()

Bók í smíðum um sögu flugvalla á Íslandi – Flugvöllur á Akranesi

Ljósmynd Árna Böðvarssonar tekin í Heimaskagavör á Akranesi fyrir 88 árum síðan, sumarið 1929. Sjóflugvélin Súlan er lent. Fyrir ströndu er skúta og þarna er Esjan handan flóans. Ljósmyndir af komu Súlunnar til Akraness sem skoða má á vef Ljósmyndasafns Akraness eru elstu heimildir um flugvélar á Skipaskaga.

Isavia er nú að láta rita 70 ára sögu flugvalla og flugleiðsöguþjónustu á Íslandi. Höfundur hennar er Arnþór Gunnarsson sagnfræðingur. Í ritinu verður m.a. stutt yfirlit um flesta flugvelli og flugbrautir sem lagðar hafa verið eða notaðar að einhverju marki hér á landi.

Friðþór Eydal hjá Isavia segir að í tenglsum við þetta væri vel þegið að fá gamlar ljósmyndir af flugvöllum á Vesturlandi og frásagnir af þeim.

Meðal annars er leitað að myndum  af flugvöllum á Akranesi og Narfastaðamelum sunnan undir Hafnarfjalli.

Til dæmis væri áhugavert að heyra hvort Akurnesingar hafi komið eitthvað nálægt því að flugvöllur var gerður á Narfastaðamelum og hve mikið Skagamenn notuðu þann flugvöll. Við höfum heyrt að fótboltaliðið hafi e.t.v. notað hann eitthvað,

segir Friðþór.

Hægt er að senda honum upplýsingar í tölvupóstfang fridthor.eydal@isavia.is eða hringja í síma 424 4252.

Hér til gamans fylgir svo ágrip að sögu flugvallarins á Akranesi sem Arnþór Gunnarsson hefur skrifað. Eins og kemur fram þá var völlurinn aflagður fyrir 40 árum síðan og síðan hefur enginn flugvöllur verið á Akranesi. Í því sambandi má svo rifja upp að nokkuð uppnám varð fyrr í sumar þegar lítil einkaflugvél lenti þar á golfvellinum.

 

Flugvöllur á Akranesi

Frá ofanverðum fimmta áratugnum og fram á áttunda áratuginn reyndu nokkrir minni flugrekendur fyrir sér með áætlunarflug og leiguflug á milli Reykjavíkur og Akraness en þessar tilraunir gengu heldur brösuglega.

Fyrsta tilraunin með áætlunarflug var gerð árið 1948 en þá hóf flugfélagið Vængir að bjóða upp á ferðir með litlum flugvélum og var lent í fjörunni á Langasandi við Akranes.  En þessi nýbreytni rann út í sandinn að fáum árum liðnum. Ennþá skammlífari varð tilraun sem flugfélagið Akraflug (tengdist flugskólanum Þyti í Reykjavík) gerði árið 1965. Tók félagið á leigu skeiðvöll hestamannafélagsins Dreyra við Berjadalsá, nokkra kílómetra innan við kaupstaðinn, og notaði sem lendingarstað.

Flugvallarstæðið á Akranesi stendur við Blautós skammt frá ósi Berjadalsár og er nú notað sem skeiðvöllur. Myndin var tekin í vikunni. Fjær er hesthúsahverfið í Æðarodda og svo Akranesbær.

Ljóst er að ýmsir höfðu trú á flugsamgöngum milli Akraness og Reykjavíkur og um miðjan sjöunda áratuginn gerðu langtímaáætlanir Flugmálastjórnar ráð fyrir að gerður yrði flugvöllur með tveimur um það bil 1000 metra löngum brautum vestan Akrafjalls, um tvo til þrjá kílómetra frá kaupstaðnum.  Aksturstíminn milli Reykjavíkur og Akraness var rösklega ein og hálf klukkstund og því notuðu margir farþega- og bílferjuna Akraborg en siglingin tók heldur skemmri tíma en aksturinn.

Hinn 18. nóvember 1971 hóf flugfélagið Vængir (ótengt áðurnefndu félagi með sama nafni) áætlunarflug milli Reykjavíkur og Akraness (íbúafjöldi þá um 4500). Tók flugið aðra leiðina aðeins sex mínútur og eftir því sem dagblaðið Tíminn komst næst var „þetta stytzta áætlunarflugleið í veröldinni“. Félagið hafði útbúið rúmlega 400 metra langa flugbraut í samvinnu við Akranesbæ á áðurnefndum skeiðvelli og áformaði að hefja einnig farþegaflug til Borgarness um leið og búið væri að gera flugbraut þar.  Ekkert var af flugi til Borgarness, hins vegar hélt félagið úti áætlunarflugi til Akraness í nokkur ár, þó ekki samfellt. Þegar best lét voru farnar nokkrar ferðir á dag. Að sögn starfsmanna Vængja flutti félagið rúmlega 5000 farþega á flugleiðinni árið 1972, sem var tæplega tíundi þess sem Akraborg flutti sama ár.

Flugvöllurinn (skeiðvöllurinn) á Akranesi var á skrá Flugmálastjórnar á áttunda áratugnum. Ein flugbraut: NA/SV, 418×23 metrar. Flugvöllurinn var tekinn af skrá í nóvember 1978.

Hér má sjá og lesa Vesturland í heild:

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Aukin velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi

Velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi, fyrir utan lyfjaframleiðslu og landbúnað, var 737 milljarðar króna í nóvember og desember 2017 sem er 9,2% hækkun miðað við sama tímabil árið 2016. Virðisaukaskattskyld velta í þessum greinum var 4.145 milljarðar árið 2017 eða 4,2% hærri en 2016. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.           […]

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar í Reykjavík

Opinn félagsfundur Viðreisnar í Reykjavík samþykkti nú fyrir stundu tillögu uppstillingarnefndar að framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Þetta kemur fram í tilkynningu. Um er að ræða fullskipaðan 46 einstaklinga framboðslista þar sem rík áhersla er lögð á fjölbreyttan bakgrunn frambjóðenda auk dreifingar í aldri, kyni og búsetu.   „Líkt og í öðrum verkum flokksins verða […]

Ágúst Ólafur: Fjármálastefna ríkisstjórnarinnar fær falleinkun flestra hagsmunaaðila

„Fjármálastefna ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur fær algjöra falleinkunn frá nánast öllum hagsmunaaðilum sem fjallað hafa um stefnuna. Fjármálastefnan er sögð vera ógn við stöðugleikann, óraunsæ, ábyrgðarlaus, óvarfærin, ómarkviss, óljós, ósjálfbær, óskýr, ógagnsæ, aðhaldslítil, varasöm og ótrúverðug.“ Svona hefst álit Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns og fulltrúa Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd á fjármálastefnu 2018-2022 sem verður rædd á Alþingi í […]

Ríkisendurskoðun: Rekstur Heilbrigðisstofnunar Austurlands enn í járnum

Ríkisendurskoðun ítrekar ekki ábendingar sínar til velferðarráðuneytis og Heilbrigðisstofnunar Austurlands frá árunum 2009, 2012 og 2015 sem sneru að eftirliti með fjárreiðum og rekstri stofnunarinnar. Uppsafnaður halli stofnunarinnar var jafnaður út með lokafjárlögum 2015 og stjórnendur hennar hafa sýnt aukið aðhald í rekstri. Síðustu ár hefur rekstur stofnunarinnar verið í járnum en að jafnaði í […]

Björn Leví: „Ég vil lesa pistil sem Bragi Páll skrifar um aðalfund Pírata“

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, kemur með áhugaverða nálgun á stóra pistlamálið, það er pistil Braga Páls Sigurðarsonar um landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem hefur dregið dilk á eftir sér. Páll Magnússon gagnrýndi skrif Braga harðlega í gær og kallaði Braga endaþarm íslenskrar blaðamennsku. Í morgun skrifaði Páll síðan aftur um málið, hvar hann skoraði á Stundina […]

Atvinnulífið í góðum málum segja stjórnendur 400 stærstu fyrirtækjanna

Niðurstöður nýrrar könnunar Gallup meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins sýna að stjórnendur í heild telja aðstæður nú vera góðar í atvinnulífinu en þó telja margir að þær fari versnandi á næstu sex mánuðum. þetta kemur fram á vef Samtaka atvinnulífsins. Stjórnendur búast við 3,0% verðbólgu á næstu 12 mánuðum, rúmlega 2% hækkun á verði […]

Björn vill afnema RÚV: „Almannaútvarp í bullandi vörn“ – „Kaldur veruleiki hér eins og annars staðar“

Björn Bjarnason, fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins, hefur margoft haft uppi gagnrýni á RÚV, sem aðallega beinist að fréttaflutningi stofnunarinnar, sem Björn og margir aðrir Sjálfstæðismenn, virðist telja ómaklegan. Í dag skrifar Björn pistil um tillögu landsfundar Sjálfstæðisflokksins um helgina, hvar samþykkt var ályktun um að leggja ætti ríkisútvarpið niður í núverandi mynd og endurskoða þyrfti hlutverk […]

Framboðslisti Vinstri grænna í Hafnarfirði tilbúinn

Þriðji listi VG fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí,  Hafnarfjarðarlistinn, var samþykktur í gærkvöldi. En áður hafa komið fram listar á Akureyri og í Kópavogi. Reykjavíkurlistinn verður opinberaður síðar í vikunni. Núverandi bæjarfulltrúi VG í Hafnarfirði, Elfa Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir er oddviti Hafnarfjarðarlistans, sem sjá má hér í heild sinni: Listi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs í Hafnarfirði […]

Styrmir vildi uppgjör við hrunið á landsfundi: „Meðvituð ákvörðun forystusveitar nýrrar kynslóðar í flokknum“

Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, hefur verið einn ötulasti talsmaður þess að Sjálfstæðisflokkurinn geri upp hrunið, með því að líta í eigin barm. Þetta er eitt helsta umfjöllunarefnið í bók hans „Uppreisnarmenn frjálshyggjunnar-Byltingin sem aldrei varð“ er kom út á síðasta ári. Í færslu á heimasíðu sinni í dag, sem ber yfirskriftina „Það sem ekki […]

Líkur á lækkun kosningaaldurs í 16 ár aukast

Líkurnar á að frumvarp um lækkun kosningaaldurs í 16 ár jukust nokkuð eftir að málið var afgreitt úr stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til annarrar umræðu. Álitið var samþykkt af meirihluta nefndarinnar, tveimur þingmönnum stjórnarflokkanna og þremur úr stjórnarandstöðu. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, sem ásamt Rósu Björk Brynjólfsdóttur studdi vantrauststillögu minnihlutans […]

Sjónvarpsstjóri segir upp fyrir oddvitasæti Samfylkingar

Hilda Jana Gísladóttir, sjónvarpsstjóri N4 á Akureyri, hefur sagt upp stöðu sinni til að leiða lista Samfylkingarinnar í næstkomandi sveitastjórnarkosningum. Þetta kemur fram á Facebooksíðu hennar.   „Ég hef tekið þá ákvörðun að bjóða fram krafta mína fyrir hönd Samfylkingarinnar í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég hef ávallt haft mikinn áhuga á samfélaginu mínu og þar af […]

Kristrún Heiða upplýsingafulltrúi í mennta- og menningarmálaráðuneytinu

Kristrún Heiða Hauksdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi mennta- og menningarmálaráðuneytis. Kristrún Heiða er með BA-próf í almennri bókmenntafræði og MA-próf í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands. Hún starfaði áður sem kynningar- og verkefnastjóri hjá Forlaginu og þar áður hjá Þjóðleikhúsinu.   Kristrún Heiða hefur þegar hafið störf.

Elísabet Brynjarsdóttir nýr formaður Stúdentaráðs

Elísabet Brynjarsdóttir var í kvöld kjörin nýr formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) með öllum greiddum atkvæðum. Kosningin fór fram á skiptafundi ráðsins. Elísabet útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands í júní síðastliðnum og hefur starfað sem teymisstjóri hjá heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins síðastliðið ár. Elísabet er formaður Hugrúnar – geðfræðslufélags háskólanema, sem stofnað var árið 2016 […]

Bergþór gefur kost á sér í 2. sætið hjá Pírötum í Reykjavík

Bergþór H. Þórðarson mun gefa kost á sér í 2. sætið á lista Pírata fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Bergþór tekur fram að hann sé öryrki og útskýrir að hann nefni það sérstaklega, þar sem fólk hlusti á jafningja. Hann mun leggja áherslu á velferðarkerfið og félagsþjónustuna, hljóti hann brautargengi. Bergþór hefur gefið út myndband sem sjá […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is