Sunnudagur 03.09.2017 - 12:46 - Ummæli ()

Haraldur Benediktsson: Laxaseiðaframleiðsla annar ekki eftirspurn – Þykir talað niður til veiðiréttareigenda

Haraldur Benediktsson 1. þingmaður Norðvesturkjördæmis (Sjálfstæðisflokkur) og formaður fjárlaganefndar Alþingis.

Laxeldið hefur verið mjög í sviðsljósinu enda nýkomin niðurstaða starfshóps um stefnumótum í fiskeldi. Þar er lagt til að laxeldi í Ísafjarðardjúpi verði slegið á frest á grundvelli hættumats frá Hafrannsóknastofnun. Hörð viðbrögð hafa orðið á Vestfjörðum vegna þessa.

Hagsmunir mismunandi svæða stangast á í Norðvesturkjördæmi. Á Vesturlandi og í Húnavatnssýslum eru margar af bestu laxveiðiám landsins.

Hver er afstaða Haraldar Benediktssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins, 1. þingmanns kjördæmisins og formanns fjárlaganefndar Alþingis í þessum málum?

Gleymum því ekki að þessi vinna starfshópsins er að skila okkur því að það er hægt að fara í verulegt fiskeldi. Miðað við hana getum við orðið álíka stór og Færeyingar í þessari atvinnugrein. Ágreiningur er kannski helstur um hraða á uppbyggingu í Ísafjarðardjúpi. Ég er talsmaður þess að við förum ekki hraðar í uppbyggingu en við getum vel haldið utan um,

segir Haraldur.

Hann segir að sér finnist menn gleyma í þessari umræðu öðrum þáttum sem snerta bæði fiskeldið og hagsmuni laxveiðiréttareigenda.

Norskur laxaflutningabátur sækir sláturfisk í eldiskví á Patreksfirði fyrr í sumar.

Í fyrsta lagi þá getum við ekkert farið hraðar í uppbyggingu en nú er. Innviðir fiskeldisins eru ekki sterkari en svo að það er langt í land að næg laxaseiðaframleiðsla sé í landinu til að svara eftirspurn miðað við það sem þegar er búið að gefa út af leyfum til matfiskeldis.  Við þurfum aðeins að staldra við og draga að okkur andann í þessari umræðu. Sjálfur er ég ekki í vafa um að það verður eldi í Ísafjarðardjúpi með tíð og tíma. Þá má heldur ekki gleyma að ræða um aðra áhættuþætti eins og kólnun sjávar – rétt eins og áhættu af erfðablöndun.

 

Veiðitekjur mikilvægar mörgum

Haraldur segist líka vilja draga fram ákveðna þætti þegar talað er um að það séu litlar tekjur af laxveiðum. Hann segir að áhættumat starfshópsins um fiskeldi hafi verið fyrir landið allt, ekki einvörðungu Ísafjarðardjúp og Austfirði.

Við megum ekki gleyma því að lög um veiðifélög eru elsta umhverfislöggjöf okkar. Helmingur hreinna tekna á heimilum í sveitum á Vesturlandi eru vegna nýtingar laxveiðihlunninda. Verulegur hluti tekna byggða um Vesturland og Norðurland eru vegna þeirra. Þessi hlunnindi eru stöðugt að verða verðmætari. Við höfum ekkert leyfi til þess að ganga þannig um þetta að við með einhverjum hætti ógnum afkomu þessa fólks vegna annarra hagsmuna,

segir Haraldur.

Fjölmargir í byggðum landsins hafa mikilvægar tekjur af sölu laxveiðileyfa.

Þetta snýst ekki um einhverja sportlaxveiðimenn eða auðmenn sem kaupa upp jarðir, heldur það að við erum með fjölda venjulegs fólks í sveitum landsins sem lifir af þessum tekjum sem koma frá laxveiðum. Mér mislíkar sú umræða, og þykir þar talað niður til fólksins sem hefur lifibrauð sitt af laxveiðihlunnindum.  Með því er ég þó ekki að draga úr því að laxeldið geti vissulega skilað miklu fyrir þær byggðir sem eiga í hlut varðandi það. Gangi eldið upp þá fylgja laxeldinu mörg tækifæri og greinin getur breytt miklu fyrir þessar byggðir.

Haraldur Benediktsson bætir því svo við að  honum þyki sjálfsagt að taka þá umræðu hvort við séum búin að vera of frjálslynd gagnvart því að auðmenn komi og kaupi upp laxveiðijarðir.

Ég held við ættum alveg að skoða hvort við ættum ekki að endurbæta löggjöf, sem virkar þannig að hún treystir byggðirnar þannig að fólk sitji þessar jarðir, því þær eru hluti af samfélögunum. Þetta er ein af ástæðum þess að lögin um veiðifélög voru sett á sínum tíma. Það mætti líka til dæmis skoða hvort ekki eigi að setja takmarkanir á það hversu langt menn geti gengið í að safna að sér atkvæðum í veiðifélögum. Menn eiga ekki að geta náð undir sig meirihluta í veiðifélögum með uppkaupum og  og þannig sölsað undir sig hlunnindi samfélaganna.

Það sem hér fer að ofan er hluti af viðtali Magnúsar Þórs Hafsteinssonar ritstjóra Vesturlands við Harald Benediktsson sem birtist í síðasta tölublaði blaðsins. Það má skoða og lesa í heild hér fyrir neðan:

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Aukin velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi

Velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi, fyrir utan lyfjaframleiðslu og landbúnað, var 737 milljarðar króna í nóvember og desember 2017 sem er 9,2% hækkun miðað við sama tímabil árið 2016. Virðisaukaskattskyld velta í þessum greinum var 4.145 milljarðar árið 2017 eða 4,2% hærri en 2016. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.           […]

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar í Reykjavík

Opinn félagsfundur Viðreisnar í Reykjavík samþykkti nú fyrir stundu tillögu uppstillingarnefndar að framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Þetta kemur fram í tilkynningu. Um er að ræða fullskipaðan 46 einstaklinga framboðslista þar sem rík áhersla er lögð á fjölbreyttan bakgrunn frambjóðenda auk dreifingar í aldri, kyni og búsetu.   „Líkt og í öðrum verkum flokksins verða […]

Ágúst Ólafur: Fjármálastefna ríkisstjórnarinnar fær falleinkun flestra hagsmunaaðila

„Fjármálastefna ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur fær algjöra falleinkunn frá nánast öllum hagsmunaaðilum sem fjallað hafa um stefnuna. Fjármálastefnan er sögð vera ógn við stöðugleikann, óraunsæ, ábyrgðarlaus, óvarfærin, ómarkviss, óljós, ósjálfbær, óskýr, ógagnsæ, aðhaldslítil, varasöm og ótrúverðug.“ Svona hefst álit Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns og fulltrúa Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd á fjármálastefnu 2018-2022 sem verður rædd á Alþingi í […]

Ríkisendurskoðun: Rekstur Heilbrigðisstofnunar Austurlands enn í járnum

Ríkisendurskoðun ítrekar ekki ábendingar sínar til velferðarráðuneytis og Heilbrigðisstofnunar Austurlands frá árunum 2009, 2012 og 2015 sem sneru að eftirliti með fjárreiðum og rekstri stofnunarinnar. Uppsafnaður halli stofnunarinnar var jafnaður út með lokafjárlögum 2015 og stjórnendur hennar hafa sýnt aukið aðhald í rekstri. Síðustu ár hefur rekstur stofnunarinnar verið í járnum en að jafnaði í […]

Björn Leví: „Ég vil lesa pistil sem Bragi Páll skrifar um aðalfund Pírata“

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, kemur með áhugaverða nálgun á stóra pistlamálið, það er pistil Braga Páls Sigurðarsonar um landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem hefur dregið dilk á eftir sér. Páll Magnússon gagnrýndi skrif Braga harðlega í gær og kallaði Braga endaþarm íslenskrar blaðamennsku. Í morgun skrifaði Páll síðan aftur um málið, hvar hann skoraði á Stundina […]

Atvinnulífið í góðum málum segja stjórnendur 400 stærstu fyrirtækjanna

Niðurstöður nýrrar könnunar Gallup meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins sýna að stjórnendur í heild telja aðstæður nú vera góðar í atvinnulífinu en þó telja margir að þær fari versnandi á næstu sex mánuðum. þetta kemur fram á vef Samtaka atvinnulífsins. Stjórnendur búast við 3,0% verðbólgu á næstu 12 mánuðum, rúmlega 2% hækkun á verði […]

Björn vill afnema RÚV: „Almannaútvarp í bullandi vörn“ – „Kaldur veruleiki hér eins og annars staðar“

Björn Bjarnason, fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins, hefur margoft haft uppi gagnrýni á RÚV, sem aðallega beinist að fréttaflutningi stofnunarinnar, sem Björn og margir aðrir Sjálfstæðismenn, virðist telja ómaklegan. Í dag skrifar Björn pistil um tillögu landsfundar Sjálfstæðisflokksins um helgina, hvar samþykkt var ályktun um að leggja ætti ríkisútvarpið niður í núverandi mynd og endurskoða þyrfti hlutverk […]

Framboðslisti Vinstri grænna í Hafnarfirði tilbúinn

Þriðji listi VG fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí,  Hafnarfjarðarlistinn, var samþykktur í gærkvöldi. En áður hafa komið fram listar á Akureyri og í Kópavogi. Reykjavíkurlistinn verður opinberaður síðar í vikunni. Núverandi bæjarfulltrúi VG í Hafnarfirði, Elfa Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir er oddviti Hafnarfjarðarlistans, sem sjá má hér í heild sinni: Listi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs í Hafnarfirði […]

Styrmir vildi uppgjör við hrunið á landsfundi: „Meðvituð ákvörðun forystusveitar nýrrar kynslóðar í flokknum“

Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, hefur verið einn ötulasti talsmaður þess að Sjálfstæðisflokkurinn geri upp hrunið, með því að líta í eigin barm. Þetta er eitt helsta umfjöllunarefnið í bók hans „Uppreisnarmenn frjálshyggjunnar-Byltingin sem aldrei varð“ er kom út á síðasta ári. Í færslu á heimasíðu sinni í dag, sem ber yfirskriftina „Það sem ekki […]

Líkur á lækkun kosningaaldurs í 16 ár aukast

Líkurnar á að frumvarp um lækkun kosningaaldurs í 16 ár jukust nokkuð eftir að málið var afgreitt úr stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til annarrar umræðu. Álitið var samþykkt af meirihluta nefndarinnar, tveimur þingmönnum stjórnarflokkanna og þremur úr stjórnarandstöðu. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, sem ásamt Rósu Björk Brynjólfsdóttur studdi vantrauststillögu minnihlutans […]

Sjónvarpsstjóri segir upp fyrir oddvitasæti Samfylkingar

Hilda Jana Gísladóttir, sjónvarpsstjóri N4 á Akureyri, hefur sagt upp stöðu sinni til að leiða lista Samfylkingarinnar í næstkomandi sveitastjórnarkosningum. Þetta kemur fram á Facebooksíðu hennar.   „Ég hef tekið þá ákvörðun að bjóða fram krafta mína fyrir hönd Samfylkingarinnar í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég hef ávallt haft mikinn áhuga á samfélaginu mínu og þar af […]

Kristrún Heiða upplýsingafulltrúi í mennta- og menningarmálaráðuneytinu

Kristrún Heiða Hauksdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi mennta- og menningarmálaráðuneytis. Kristrún Heiða er með BA-próf í almennri bókmenntafræði og MA-próf í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands. Hún starfaði áður sem kynningar- og verkefnastjóri hjá Forlaginu og þar áður hjá Þjóðleikhúsinu.   Kristrún Heiða hefur þegar hafið störf.

Elísabet Brynjarsdóttir nýr formaður Stúdentaráðs

Elísabet Brynjarsdóttir var í kvöld kjörin nýr formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) með öllum greiddum atkvæðum. Kosningin fór fram á skiptafundi ráðsins. Elísabet útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands í júní síðastliðnum og hefur starfað sem teymisstjóri hjá heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins síðastliðið ár. Elísabet er formaður Hugrúnar – geðfræðslufélags háskólanema, sem stofnað var árið 2016 […]

Bergþór gefur kost á sér í 2. sætið hjá Pírötum í Reykjavík

Bergþór H. Þórðarson mun gefa kost á sér í 2. sætið á lista Pírata fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Bergþór tekur fram að hann sé öryrki og útskýrir að hann nefni það sérstaklega, þar sem fólk hlusti á jafningja. Hann mun leggja áherslu á velferðarkerfið og félagsþjónustuna, hljóti hann brautargengi. Bergþór hefur gefið út myndband sem sjá […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is