Sunnudagur 03.09.2017 - 12:46 - Ummæli ()

Haraldur Benediktsson: Laxaseiðaframleiðsla annar ekki eftirspurn – Þykir talað niður til veiðiréttareigenda

Haraldur Benediktsson 1. þingmaður Norðvesturkjördæmis (Sjálfstæðisflokkur) og formaður fjárlaganefndar Alþingis.

Laxeldið hefur verið mjög í sviðsljósinu enda nýkomin niðurstaða starfshóps um stefnumótum í fiskeldi. Þar er lagt til að laxeldi í Ísafjarðardjúpi verði slegið á frest á grundvelli hættumats frá Hafrannsóknastofnun. Hörð viðbrögð hafa orðið á Vestfjörðum vegna þessa.

Hagsmunir mismunandi svæða stangast á í Norðvesturkjördæmi. Á Vesturlandi og í Húnavatnssýslum eru margar af bestu laxveiðiám landsins.

Hver er afstaða Haraldar Benediktssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins, 1. þingmanns kjördæmisins og formanns fjárlaganefndar Alþingis í þessum málum?

Gleymum því ekki að þessi vinna starfshópsins er að skila okkur því að það er hægt að fara í verulegt fiskeldi. Miðað við hana getum við orðið álíka stór og Færeyingar í þessari atvinnugrein. Ágreiningur er kannski helstur um hraða á uppbyggingu í Ísafjarðardjúpi. Ég er talsmaður þess að við förum ekki hraðar í uppbyggingu en við getum vel haldið utan um,

segir Haraldur.

Hann segir að sér finnist menn gleyma í þessari umræðu öðrum þáttum sem snerta bæði fiskeldið og hagsmuni laxveiðiréttareigenda.

Norskur laxaflutningabátur sækir sláturfisk í eldiskví á Patreksfirði fyrr í sumar.

Í fyrsta lagi þá getum við ekkert farið hraðar í uppbyggingu en nú er. Innviðir fiskeldisins eru ekki sterkari en svo að það er langt í land að næg laxaseiðaframleiðsla sé í landinu til að svara eftirspurn miðað við það sem þegar er búið að gefa út af leyfum til matfiskeldis.  Við þurfum aðeins að staldra við og draga að okkur andann í þessari umræðu. Sjálfur er ég ekki í vafa um að það verður eldi í Ísafjarðardjúpi með tíð og tíma. Þá má heldur ekki gleyma að ræða um aðra áhættuþætti eins og kólnun sjávar – rétt eins og áhættu af erfðablöndun.

 

Veiðitekjur mikilvægar mörgum

Haraldur segist líka vilja draga fram ákveðna þætti þegar talað er um að það séu litlar tekjur af laxveiðum. Hann segir að áhættumat starfshópsins um fiskeldi hafi verið fyrir landið allt, ekki einvörðungu Ísafjarðardjúp og Austfirði.

Við megum ekki gleyma því að lög um veiðifélög eru elsta umhverfislöggjöf okkar. Helmingur hreinna tekna á heimilum í sveitum á Vesturlandi eru vegna nýtingar laxveiðihlunninda. Verulegur hluti tekna byggða um Vesturland og Norðurland eru vegna þeirra. Þessi hlunnindi eru stöðugt að verða verðmætari. Við höfum ekkert leyfi til þess að ganga þannig um þetta að við með einhverjum hætti ógnum afkomu þessa fólks vegna annarra hagsmuna,

segir Haraldur.

Fjölmargir í byggðum landsins hafa mikilvægar tekjur af sölu laxveiðileyfa.

Þetta snýst ekki um einhverja sportlaxveiðimenn eða auðmenn sem kaupa upp jarðir, heldur það að við erum með fjölda venjulegs fólks í sveitum landsins sem lifir af þessum tekjum sem koma frá laxveiðum. Mér mislíkar sú umræða, og þykir þar talað niður til fólksins sem hefur lifibrauð sitt af laxveiðihlunnindum.  Með því er ég þó ekki að draga úr því að laxeldið geti vissulega skilað miklu fyrir þær byggðir sem eiga í hlut varðandi það. Gangi eldið upp þá fylgja laxeldinu mörg tækifæri og greinin getur breytt miklu fyrir þessar byggðir.

Haraldur Benediktsson bætir því svo við að  honum þyki sjálfsagt að taka þá umræðu hvort við séum búin að vera of frjálslynd gagnvart því að auðmenn komi og kaupi upp laxveiðijarðir.

Ég held við ættum alveg að skoða hvort við ættum ekki að endurbæta löggjöf, sem virkar þannig að hún treystir byggðirnar þannig að fólk sitji þessar jarðir, því þær eru hluti af samfélögunum. Þetta er ein af ástæðum þess að lögin um veiðifélög voru sett á sínum tíma. Það mætti líka til dæmis skoða hvort ekki eigi að setja takmarkanir á það hversu langt menn geti gengið í að safna að sér atkvæðum í veiðifélögum. Menn eiga ekki að geta náð undir sig meirihluta í veiðifélögum með uppkaupum og  og þannig sölsað undir sig hlunnindi samfélaganna.

Það sem hér fer að ofan er hluti af viðtali Magnúsar Þórs Hafsteinssonar ritstjóra Vesturlands við Harald Benediktsson sem birtist í síðasta tölublaði blaðsins. Það má skoða og lesa í heild hér fyrir neðan:

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Framsókn aftur í ríkisstjórn

Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar: Nú stöndum við frammi fyrir því, örfáum dögum eftir þingsetningu að stjórnin er sprungin og nýjar kosningar til Alþingis eftir örfáar vikur. Sú sem þetta ritar bjóst ekki við að ríkisstjórnin yrði langlíf. En það að komast ekki í gegnum fyrstu umræðu á sameiginlegum fjárlögum er örugglega heimsmet. Staða Framsóknarflokksins hefur […]

Viðtal við bændur á Bjarteyjarsandi: „Hefur það ekki gildi að sjá að það býr fólk í sveitum landsins?“

Það er friðsæld yfir Bjarteyjarsandi í Hvalfirði þegar bærinn er sóttur heim að morgni annars mánudags í september. Þarna er stórt sauðfjárbú og ferðaþjónusta. Daginn áður var lokið fyrri leitum og réttum. Féð er komið heim í tún þar sem það slakar á í haustbeitinni.Ferðamönnum er tekið að fækka. Það er komið haust. Við hittum […]

Hvert fer orkan úr fyrirhugaðri Hvalárvirkjun?

Gunnar G. Magnússon skrifar: Fyrirhuguð virkjun í Hvalá í Árneshreppni á Ströndum hefur verið í nýtingarflokki Rammaáætlunar um langt skeið. Vatnsréttarsamningar voru gerðir við landeigendur árið 2007 og hefur virkjunarfyrirkomulag Hvalárvirkjunar nánast haldist óbreytt síðan. Allar þær breytingar sem gerðar hafa verið á fyrirkomulagi virkjunarinnar síðan samningar tókust hafa einungis verið gerðar til að minnka […]

Páll betri talsmaður en Brynjar

Sigurður Jónsson skrifar: Í Silfrinu hjá Agli Helgasyni síðasta sunnudag var m.a. Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Páll kom einstaklega vel út úr viðtalinu og sagði m.a. eftirfarandi um  mál síðustu viku: „Við hefðum getað haldið betur á þessu því að sannarlega er það ekki svoleiðis að að það sé meiri biðlund, meiri samúð hjá fólki […]

Teigsskógur – 2% af birkikjarri

Teigsskógur er við vestanverðan Þorskafjörð. Í skýrslu vegagerðarinnar frá febrúar 2017 um mat á umhverfisáhrifum af lagningu nýs vegar milli Bjarkalundar og Skálaness kemur fram í umsögn Skógræktar ríkisins að skógurinn nái frá Þórisstöðum um Gröf og langleiðina að gömlum túngarði við bæinn Hallsteinsstaði yst á skaganum, sem gengur fram milli Þorskafjarðar og Djúpafjarðar. Orðið […]

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins: Ríkisútvarpið olli töfunum á birtingu gagnanna

Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir það sé Ríkisútvarpinu að kenna að gögnin um þá sem fengið hafa uppreist æru hafi ekki verið opinberuð í sumar. Vilhjálmur sagði í viðtali í þættinum Harmageddon í morgun að eftir að RÚV kærði ákvörðunina um afhenda ekki gögnin þá hafi Úrskurðarnefnd um upplýsingamál brugðist skjótt við og að mesta […]

Þórunn vill sæti Sigmundar Davíðs

Þórunn Egilsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins vill leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er oddviti flokksins í kjördæminu, hann ætlar í framboð, en það liggur ekki fyrir hvort hann muni áfram sækjast eftir því að leiða listann í komandi kosningum. Þórunn segir í færslu á Fésbók að kosningarnar 28. október næstkomandi muni snúast um trúverðugleika […]

Björn vill útlendingamálin á dagskrá í kosningabaráttunni: „Þeir eiga ekkert erindi hingað“

„Með hliðsjón af því hve miklu af skatt­fé al­menn­ings er varið til hæl­is­mála er stórund­ar­legt að umræðan sé ekki meiri um út­lend­inga­mál­in á stjórn­mála­vett­vangi. Það er engu lík­ara en ís­lensk­ir stjórn­mála­menn forðist mála­flokk­inn og vilji helst að um hann ríki póli­tísk þögn,“ segir Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins í grein í Morgunblaðinu í dag. Segir […]

Davíð spyr: „Munu æsingamennirnir biðjast afsökunar á ósköpunum?“

Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins vill vita hvort þeir sem slitu ríkisstjórnarsamstarfinu og æstu sig muni nú biðjast afsökunar á ósköpunum. Í Staksteinum Morgunblaðsins í dag, þar sem Davíð heldur öllum líkindum á penna, er spurt í ljósi þess að umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í gær að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hafi ekki brotið […]

Björt sendir Sjálfstæðismönnum tóninn: Siðferði og samskiptareglur snúast ekki um lögfræði eða reglur um trúnað

Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar segir að traustið milli Bjartrar framtíðar til Sjálfstæðisflokksins hafi horfið þegar flokkurinn varð þess áskynja að neitun ráðuneytis um að veita lögbundna upplýsingagjöf til bæði fjölmiðla og fjölskyldu brotaþola í máli um uppreist æru gæti stafað af leyndarhyggju vegna álíka máls sem kom illa við Sjálfstæðisflokkinn. Í gær […]

Þór Saari vill á þing fyrir Pírata: „Losum okkur við spillt, sjálfhverf og hrunin stjórnmál“

Þór Saari hagfræðingur og fyrrverandi þingmaður Borgarahreyfingarinnar og Hreyfingarinnar gefur kost á sér í prófkjöri Pírata sem hefst á morgun. Þór segir í fréttatilkynningu að vegna fjölda áskorana innan sem og utan Pírata mun hann sækjast eftir því að komast á þing fyrir Pírata í Suðvesturkjördæmi. Þór gaf kost á sér í prófkjöri Pírata fyrir […]

Ásta: Skipulag miðbæjar

Ásta S. Stefánsdóttir skrifar um málefni miðbæjarins: Skipulagsferli vegna miðbæjar Selfoss er nú að komast á lokastig. Fresti til að gera athugasemdir lauk í lok ágúst og voru athugasemdir þær sem bárust lagðar fram á fundi skipulags- og byggingarnefndar sl. miðvikudag. Nefndin fól formanni nefndarinnar, skipulags- og byggingarfulltrúa og lögmanni sveitarfélagsins að gera drög að […]

Þorvaldur er bjartsýnn: „Ég veit að okkar stefna á talsverðan hljómgrunn“

„Við ætlum að bjóða fram allsstaðar þar sem við getum, við stefnum á að bjóða fram um allt land ef okkur tekst það. Það er ekki alveg fyrirséð vegna þess hve tíminn er stuttur,“ segir Þorvaldur Þorvaldsson formaður Alþýðufylkingarinnar í samtali við Eyjuna. Flokkurinn, sem var stofnaður 2013, bauð fram í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi […]

Sigríður braut ekki trúnað með því að segja Bjarna

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra braut ekki reglur um trúnað með því að segja Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hafi skrifað undir umsögn fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson til að hann gæti fengið uppreist æru. Samkvæmt heimildum RÚV mun Tryggi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis hafa sagt þetta á lokuðum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is