Sunnudagur 03.09.2017 - 18:12 - Ummæli ()

Starfið er opin bók

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Ásmundur Friðriksson skrifar:

Eftir Töðugjöldin á Hellu finnst mér stutt í sumarlokin. Skólarnir byrja og fjölskyldulífið hjá flestum fær stundatöflu, allir ganga í halarófu og lífið færist aftur í fastar skorður. Börnin og dýrin í sveitinni, við öll höfum fengið okkar frelsi í sumar til að þroskast og dafna en nú er enn og aftur sleginn nýr taktur í allt samfélagið.

Þannig er sumarið líka í þingmannsstarfinu. Þinginu líkur í byrjun júní og hefst að nýju í september. Ég hef frá því að ég var kosinn á þing 2013 lagt mig fram um að tengjast fólkinu í kjördæminu, kynna mér atvinnulífið, nýsköpun og fjölmarga nýstárlega hluti sem fara ekki eins hátt. Þá bregst ég við fjölmörgum óskum um að vera viðstaddur fjölmörg mannamót, opnanir og bæjarhátíðir. Þá hef ég lagt mig fram um að mæta í jarðarfarir þegar sorgin nýstir samfélagið, en næ þó aðeins broti af því sem ég vildi sinna.

Eins og landafjandi um allt

Það skiptir máli að fólkið í landinu viti hvað þingmennirnir þeirra er að aðhafast og hverju þeir er að sinna. Frá upphafi hef ég mætt þessari sjálfsögðu skyldu með því að nánast opna allt mitt líf á fésbókarsíðu minni. Þar má sjá í máli og myndum umfjöllun um allar mínar ferðir sem þingmaður um kjördæmið og víðar um land. Ég segi frá fundarhöldum, heimsóknum í fyrirtæki, stofnanir og ýmiskonar spjalli og verkefnum sem ég tek þátt í með einstaklingum og félagasamtökum um allt kjördæmið. Þannig má fletta upp ferðum mínum á fésbókinni frá haustinu 2012 er ég hóf kosningabaráttu mína fyrir þingsæti og allt til dagsins í dag.

Ég hef heimsótt fjölmarga en ég á marga eftir, eins eru margir sem hafa samband og spyrja hvort ég ætli ekki að mæta hjá þeim og segja frá því á fésbókinni minni hvað þeir eru að gera. Ég vil einmitt að þeir sem lengja eftir mér hafi samband, en ég bara mannlegur og næ ekki að fanga allt á stuttum tíma. Þá þekki ég ekki alla, en vil þjóna öllum og hitta sem flesta og tengjast sem best. Ég svara öllum símtölum og tölvupóstum, alltaf. Það má vera að ekki sé allt nauðsynlegt sem ég segi frá á fésbókina, en ég vill að fólkið upplifi daginn minn, vikurnar og mánuðina. Hvernig þeir ganga fyrir sig og starfið mitt sé opin bók fyrir öllum, hvar og hvenær sem er. Ég sé á fésbókinni að sumum finnst lítið til þess koma þegar ég greini frá gönguferðum,  kirkjuheimsóknum  eða verkefnum sem ég sinni, mála hús, aðstoða fólk eða standa fyrir styrktar og skemmtikvöldum víða í kjördæminu. En það er mín trú að með því að tilgreina flest allt sem ég geri þá sé ég að varpa ljósi á starf mitt flesta daga í almannaþágu. Starfið í þinginu, nefndum og þingflokki er þó undanskilið fésbókinni en fjölmiðlar sjá um þann þátt. Það sama á við um fjölmörg erindi sem fjöldi einstaklinga leitar til þingmannsins síns um eru persónuleg trúnaðarmál.

Bara kominn í frí?

 Þrátt fyrir að vinnustaðurinn minn sé jafnstór að flatarmáli og Danmörk heyri ég oft og margir segja við mig, ja eru menn bara komnir í frí í allt sumar.  Nei sem betur fer er það ekki svo því þá hefst líka frjálsi og skemmtilegi tíminn í starfi þingmannsins, sem er að sinna kjördæminu, tengjast fólkinu og allri gerjuninni sem sprettur upp þegar sól hækkar á lofti. Þarna kemur upplýsingaveitan á fésbókinni sér líka vel og þar má fletta upp heimsóknum mínum um í kjördæminu sl. sumar. Ég hafði reyndar lofað fjölskyldunni að nú í sumar færum við í frí utan kjördæmisins, en við höfum frá því að ég var kosinn á þing eingöngu eytt sumarfríum okkar innanlands í kjördæminu, en það varð ekki breyting á því í sumar þrátt fyrir gefni loforð.

Árið fyrir samgöngur

En hvað er þá helst á baugi í kjördæminu? Það er æði margt og mismunandi áherslur eftir landshlutum. Samgöngur, vegir, brýr, flug, ferjur og hafnir er rauði þráðurinn í gegnum kjördæmið en 2,5 milljónir farþega koma til landsins. Nær allir keyra Reykjanesbrautina og síðan fara langflestir um Suðurland, Mýrdal og Skaftafellssýslur. Verkefnin sem við verðum að leysa í samgöngum hverfa ekki frá okkur, þau eru aðkallandi og nauðsynleg um allt kjördæmið. Staða bænda er óviðunandi og mjög mikilvægt að leysa þann hnút sem nú er fastur, ná sátt um framleiðsluna og tryggja kjör þeirra sem yrkja og halda landinu okkar í byggð. Við viljum líka gera betur í heilbrigðis og menntamálum en við verðum að forgangsraða verkefnum og getum ekki lofað öllu. Í mínum huga er árið 2018 árið sem við hefjum grettistak í bætum samgöngum og þá skiptir mestu máli að byrja á að tryggja umferðaröryggi á fjölförnustu vegum, byggja brýr og nýja vegi og bæta viðhald.

Ég þakka fyrir sumarið og hlakka til haustsins með ykkur öllum.

Birtist fyrst í Suðra. Smelltu hér til að lesa blaðið.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Framsókn aftur í ríkisstjórn

Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar: Nú stöndum við frammi fyrir því, örfáum dögum eftir þingsetningu að stjórnin er sprungin og nýjar kosningar til Alþingis eftir örfáar vikur. Sú sem þetta ritar bjóst ekki við að ríkisstjórnin yrði langlíf. En það að komast ekki í gegnum fyrstu umræðu á sameiginlegum fjárlögum er örugglega heimsmet. Staða Framsóknarflokksins hefur […]

Viðtal við bændur á Bjarteyjarsandi: „Hefur það ekki gildi að sjá að það býr fólk í sveitum landsins?“

Það er friðsæld yfir Bjarteyjarsandi í Hvalfirði þegar bærinn er sóttur heim að morgni annars mánudags í september. Þarna er stórt sauðfjárbú og ferðaþjónusta. Daginn áður var lokið fyrri leitum og réttum. Féð er komið heim í tún þar sem það slakar á í haustbeitinni.Ferðamönnum er tekið að fækka. Það er komið haust. Við hittum […]

Hvert fer orkan úr fyrirhugaðri Hvalárvirkjun?

Gunnar G. Magnússon skrifar: Fyrirhuguð virkjun í Hvalá í Árneshreppni á Ströndum hefur verið í nýtingarflokki Rammaáætlunar um langt skeið. Vatnsréttarsamningar voru gerðir við landeigendur árið 2007 og hefur virkjunarfyrirkomulag Hvalárvirkjunar nánast haldist óbreytt síðan. Allar þær breytingar sem gerðar hafa verið á fyrirkomulagi virkjunarinnar síðan samningar tókust hafa einungis verið gerðar til að minnka […]

Páll betri talsmaður en Brynjar

Sigurður Jónsson skrifar: Í Silfrinu hjá Agli Helgasyni síðasta sunnudag var m.a. Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Páll kom einstaklega vel út úr viðtalinu og sagði m.a. eftirfarandi um  mál síðustu viku: „Við hefðum getað haldið betur á þessu því að sannarlega er það ekki svoleiðis að að það sé meiri biðlund, meiri samúð hjá fólki […]

Teigsskógur – 2% af birkikjarri

Teigsskógur er við vestanverðan Þorskafjörð. Í skýrslu vegagerðarinnar frá febrúar 2017 um mat á umhverfisáhrifum af lagningu nýs vegar milli Bjarkalundar og Skálaness kemur fram í umsögn Skógræktar ríkisins að skógurinn nái frá Þórisstöðum um Gröf og langleiðina að gömlum túngarði við bæinn Hallsteinsstaði yst á skaganum, sem gengur fram milli Þorskafjarðar og Djúpafjarðar. Orðið […]

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins: Ríkisútvarpið olli töfunum á birtingu gagnanna

Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir það sé Ríkisútvarpinu að kenna að gögnin um þá sem fengið hafa uppreist æru hafi ekki verið opinberuð í sumar. Vilhjálmur sagði í viðtali í þættinum Harmageddon í morgun að eftir að RÚV kærði ákvörðunina um afhenda ekki gögnin þá hafi Úrskurðarnefnd um upplýsingamál brugðist skjótt við og að mesta […]

Þórunn vill sæti Sigmundar Davíðs

Þórunn Egilsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins vill leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er oddviti flokksins í kjördæminu, hann ætlar í framboð, en það liggur ekki fyrir hvort hann muni áfram sækjast eftir því að leiða listann í komandi kosningum. Þórunn segir í færslu á Fésbók að kosningarnar 28. október næstkomandi muni snúast um trúverðugleika […]

Björn vill útlendingamálin á dagskrá í kosningabaráttunni: „Þeir eiga ekkert erindi hingað“

„Með hliðsjón af því hve miklu af skatt­fé al­menn­ings er varið til hæl­is­mála er stórund­ar­legt að umræðan sé ekki meiri um út­lend­inga­mál­in á stjórn­mála­vett­vangi. Það er engu lík­ara en ís­lensk­ir stjórn­mála­menn forðist mála­flokk­inn og vilji helst að um hann ríki póli­tísk þögn,“ segir Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins í grein í Morgunblaðinu í dag. Segir […]

Davíð spyr: „Munu æsingamennirnir biðjast afsökunar á ósköpunum?“

Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins vill vita hvort þeir sem slitu ríkisstjórnarsamstarfinu og æstu sig muni nú biðjast afsökunar á ósköpunum. Í Staksteinum Morgunblaðsins í dag, þar sem Davíð heldur öllum líkindum á penna, er spurt í ljósi þess að umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í gær að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hafi ekki brotið […]

Björt sendir Sjálfstæðismönnum tóninn: Siðferði og samskiptareglur snúast ekki um lögfræði eða reglur um trúnað

Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar segir að traustið milli Bjartrar framtíðar til Sjálfstæðisflokksins hafi horfið þegar flokkurinn varð þess áskynja að neitun ráðuneytis um að veita lögbundna upplýsingagjöf til bæði fjölmiðla og fjölskyldu brotaþola í máli um uppreist æru gæti stafað af leyndarhyggju vegna álíka máls sem kom illa við Sjálfstæðisflokkinn. Í gær […]

Þór Saari vill á þing fyrir Pírata: „Losum okkur við spillt, sjálfhverf og hrunin stjórnmál“

Þór Saari hagfræðingur og fyrrverandi þingmaður Borgarahreyfingarinnar og Hreyfingarinnar gefur kost á sér í prófkjöri Pírata sem hefst á morgun. Þór segir í fréttatilkynningu að vegna fjölda áskorana innan sem og utan Pírata mun hann sækjast eftir því að komast á þing fyrir Pírata í Suðvesturkjördæmi. Þór gaf kost á sér í prófkjöri Pírata fyrir […]

Ásta: Skipulag miðbæjar

Ásta S. Stefánsdóttir skrifar um málefni miðbæjarins: Skipulagsferli vegna miðbæjar Selfoss er nú að komast á lokastig. Fresti til að gera athugasemdir lauk í lok ágúst og voru athugasemdir þær sem bárust lagðar fram á fundi skipulags- og byggingarnefndar sl. miðvikudag. Nefndin fól formanni nefndarinnar, skipulags- og byggingarfulltrúa og lögmanni sveitarfélagsins að gera drög að […]

Þorvaldur er bjartsýnn: „Ég veit að okkar stefna á talsverðan hljómgrunn“

„Við ætlum að bjóða fram allsstaðar þar sem við getum, við stefnum á að bjóða fram um allt land ef okkur tekst það. Það er ekki alveg fyrirséð vegna þess hve tíminn er stuttur,“ segir Þorvaldur Þorvaldsson formaður Alþýðufylkingarinnar í samtali við Eyjuna. Flokkurinn, sem var stofnaður 2013, bauð fram í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi […]

Sigríður braut ekki trúnað með því að segja Bjarna

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra braut ekki reglur um trúnað með því að segja Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hafi skrifað undir umsögn fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson til að hann gæti fengið uppreist æru. Samkvæmt heimildum RÚV mun Tryggi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis hafa sagt þetta á lokuðum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is