Sunnudagur 03.09.2017 - 18:12 - Ummæli ()

Starfið er opin bók

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Ásmundur Friðriksson skrifar:

Eftir Töðugjöldin á Hellu finnst mér stutt í sumarlokin. Skólarnir byrja og fjölskyldulífið hjá flestum fær stundatöflu, allir ganga í halarófu og lífið færist aftur í fastar skorður. Börnin og dýrin í sveitinni, við öll höfum fengið okkar frelsi í sumar til að þroskast og dafna en nú er enn og aftur sleginn nýr taktur í allt samfélagið.

Þannig er sumarið líka í þingmannsstarfinu. Þinginu líkur í byrjun júní og hefst að nýju í september. Ég hef frá því að ég var kosinn á þing 2013 lagt mig fram um að tengjast fólkinu í kjördæminu, kynna mér atvinnulífið, nýsköpun og fjölmarga nýstárlega hluti sem fara ekki eins hátt. Þá bregst ég við fjölmörgum óskum um að vera viðstaddur fjölmörg mannamót, opnanir og bæjarhátíðir. Þá hef ég lagt mig fram um að mæta í jarðarfarir þegar sorgin nýstir samfélagið, en næ þó aðeins broti af því sem ég vildi sinna.

Eins og landafjandi um allt

Það skiptir máli að fólkið í landinu viti hvað þingmennirnir þeirra er að aðhafast og hverju þeir er að sinna. Frá upphafi hef ég mætt þessari sjálfsögðu skyldu með því að nánast opna allt mitt líf á fésbókarsíðu minni. Þar má sjá í máli og myndum umfjöllun um allar mínar ferðir sem þingmaður um kjördæmið og víðar um land. Ég segi frá fundarhöldum, heimsóknum í fyrirtæki, stofnanir og ýmiskonar spjalli og verkefnum sem ég tek þátt í með einstaklingum og félagasamtökum um allt kjördæmið. Þannig má fletta upp ferðum mínum á fésbókinni frá haustinu 2012 er ég hóf kosningabaráttu mína fyrir þingsæti og allt til dagsins í dag.

Ég hef heimsótt fjölmarga en ég á marga eftir, eins eru margir sem hafa samband og spyrja hvort ég ætli ekki að mæta hjá þeim og segja frá því á fésbókinni minni hvað þeir eru að gera. Ég vil einmitt að þeir sem lengja eftir mér hafi samband, en ég bara mannlegur og næ ekki að fanga allt á stuttum tíma. Þá þekki ég ekki alla, en vil þjóna öllum og hitta sem flesta og tengjast sem best. Ég svara öllum símtölum og tölvupóstum, alltaf. Það má vera að ekki sé allt nauðsynlegt sem ég segi frá á fésbókina, en ég vill að fólkið upplifi daginn minn, vikurnar og mánuðina. Hvernig þeir ganga fyrir sig og starfið mitt sé opin bók fyrir öllum, hvar og hvenær sem er. Ég sé á fésbókinni að sumum finnst lítið til þess koma þegar ég greini frá gönguferðum,  kirkjuheimsóknum  eða verkefnum sem ég sinni, mála hús, aðstoða fólk eða standa fyrir styrktar og skemmtikvöldum víða í kjördæminu. En það er mín trú að með því að tilgreina flest allt sem ég geri þá sé ég að varpa ljósi á starf mitt flesta daga í almannaþágu. Starfið í þinginu, nefndum og þingflokki er þó undanskilið fésbókinni en fjölmiðlar sjá um þann þátt. Það sama á við um fjölmörg erindi sem fjöldi einstaklinga leitar til þingmannsins síns um eru persónuleg trúnaðarmál.

Bara kominn í frí?

 Þrátt fyrir að vinnustaðurinn minn sé jafnstór að flatarmáli og Danmörk heyri ég oft og margir segja við mig, ja eru menn bara komnir í frí í allt sumar.  Nei sem betur fer er það ekki svo því þá hefst líka frjálsi og skemmtilegi tíminn í starfi þingmannsins, sem er að sinna kjördæminu, tengjast fólkinu og allri gerjuninni sem sprettur upp þegar sól hækkar á lofti. Þarna kemur upplýsingaveitan á fésbókinni sér líka vel og þar má fletta upp heimsóknum mínum um í kjördæminu sl. sumar. Ég hafði reyndar lofað fjölskyldunni að nú í sumar færum við í frí utan kjördæmisins, en við höfum frá því að ég var kosinn á þing eingöngu eytt sumarfríum okkar innanlands í kjördæminu, en það varð ekki breyting á því í sumar þrátt fyrir gefni loforð.

Árið fyrir samgöngur

En hvað er þá helst á baugi í kjördæminu? Það er æði margt og mismunandi áherslur eftir landshlutum. Samgöngur, vegir, brýr, flug, ferjur og hafnir er rauði þráðurinn í gegnum kjördæmið en 2,5 milljónir farþega koma til landsins. Nær allir keyra Reykjanesbrautina og síðan fara langflestir um Suðurland, Mýrdal og Skaftafellssýslur. Verkefnin sem við verðum að leysa í samgöngum hverfa ekki frá okkur, þau eru aðkallandi og nauðsynleg um allt kjördæmið. Staða bænda er óviðunandi og mjög mikilvægt að leysa þann hnút sem nú er fastur, ná sátt um framleiðsluna og tryggja kjör þeirra sem yrkja og halda landinu okkar í byggð. Við viljum líka gera betur í heilbrigðis og menntamálum en við verðum að forgangsraða verkefnum og getum ekki lofað öllu. Í mínum huga er árið 2018 árið sem við hefjum grettistak í bætum samgöngum og þá skiptir mestu máli að byrja á að tryggja umferðaröryggi á fjölförnustu vegum, byggja brýr og nýja vegi og bæta viðhald.

Ég þakka fyrir sumarið og hlakka til haustsins með ykkur öllum.

Birtist fyrst í Suðra. Smelltu hér til að lesa blaðið.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Aukin velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi

Velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi, fyrir utan lyfjaframleiðslu og landbúnað, var 737 milljarðar króna í nóvember og desember 2017 sem er 9,2% hækkun miðað við sama tímabil árið 2016. Virðisaukaskattskyld velta í þessum greinum var 4.145 milljarðar árið 2017 eða 4,2% hærri en 2016. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.           […]

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar í Reykjavík

Opinn félagsfundur Viðreisnar í Reykjavík samþykkti nú fyrir stundu tillögu uppstillingarnefndar að framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Þetta kemur fram í tilkynningu. Um er að ræða fullskipaðan 46 einstaklinga framboðslista þar sem rík áhersla er lögð á fjölbreyttan bakgrunn frambjóðenda auk dreifingar í aldri, kyni og búsetu.   „Líkt og í öðrum verkum flokksins verða […]

Ágúst Ólafur: Fjármálastefna ríkisstjórnarinnar fær falleinkun flestra hagsmunaaðila

„Fjármálastefna ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur fær algjöra falleinkunn frá nánast öllum hagsmunaaðilum sem fjallað hafa um stefnuna. Fjármálastefnan er sögð vera ógn við stöðugleikann, óraunsæ, ábyrgðarlaus, óvarfærin, ómarkviss, óljós, ósjálfbær, óskýr, ógagnsæ, aðhaldslítil, varasöm og ótrúverðug.“ Svona hefst álit Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns og fulltrúa Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd á fjármálastefnu 2018-2022 sem verður rædd á Alþingi í […]

Ríkisendurskoðun: Rekstur Heilbrigðisstofnunar Austurlands enn í járnum

Ríkisendurskoðun ítrekar ekki ábendingar sínar til velferðarráðuneytis og Heilbrigðisstofnunar Austurlands frá árunum 2009, 2012 og 2015 sem sneru að eftirliti með fjárreiðum og rekstri stofnunarinnar. Uppsafnaður halli stofnunarinnar var jafnaður út með lokafjárlögum 2015 og stjórnendur hennar hafa sýnt aukið aðhald í rekstri. Síðustu ár hefur rekstur stofnunarinnar verið í járnum en að jafnaði í […]

Björn Leví: „Ég vil lesa pistil sem Bragi Páll skrifar um aðalfund Pírata“

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, kemur með áhugaverða nálgun á stóra pistlamálið, það er pistil Braga Páls Sigurðarsonar um landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem hefur dregið dilk á eftir sér. Páll Magnússon gagnrýndi skrif Braga harðlega í gær og kallaði Braga endaþarm íslenskrar blaðamennsku. Í morgun skrifaði Páll síðan aftur um málið, hvar hann skoraði á Stundina […]

Atvinnulífið í góðum málum segja stjórnendur 400 stærstu fyrirtækjanna

Niðurstöður nýrrar könnunar Gallup meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins sýna að stjórnendur í heild telja aðstæður nú vera góðar í atvinnulífinu en þó telja margir að þær fari versnandi á næstu sex mánuðum. þetta kemur fram á vef Samtaka atvinnulífsins. Stjórnendur búast við 3,0% verðbólgu á næstu 12 mánuðum, rúmlega 2% hækkun á verði […]

Björn vill afnema RÚV: „Almannaútvarp í bullandi vörn“ – „Kaldur veruleiki hér eins og annars staðar“

Björn Bjarnason, fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins, hefur margoft haft uppi gagnrýni á RÚV, sem aðallega beinist að fréttaflutningi stofnunarinnar, sem Björn og margir aðrir Sjálfstæðismenn, virðist telja ómaklegan. Í dag skrifar Björn pistil um tillögu landsfundar Sjálfstæðisflokksins um helgina, hvar samþykkt var ályktun um að leggja ætti ríkisútvarpið niður í núverandi mynd og endurskoða þyrfti hlutverk […]

Framboðslisti Vinstri grænna í Hafnarfirði tilbúinn

Þriðji listi VG fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí,  Hafnarfjarðarlistinn, var samþykktur í gærkvöldi. En áður hafa komið fram listar á Akureyri og í Kópavogi. Reykjavíkurlistinn verður opinberaður síðar í vikunni. Núverandi bæjarfulltrúi VG í Hafnarfirði, Elfa Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir er oddviti Hafnarfjarðarlistans, sem sjá má hér í heild sinni: Listi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs í Hafnarfirði […]

Styrmir vildi uppgjör við hrunið á landsfundi: „Meðvituð ákvörðun forystusveitar nýrrar kynslóðar í flokknum“

Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, hefur verið einn ötulasti talsmaður þess að Sjálfstæðisflokkurinn geri upp hrunið, með því að líta í eigin barm. Þetta er eitt helsta umfjöllunarefnið í bók hans „Uppreisnarmenn frjálshyggjunnar-Byltingin sem aldrei varð“ er kom út á síðasta ári. Í færslu á heimasíðu sinni í dag, sem ber yfirskriftina „Það sem ekki […]

Líkur á lækkun kosningaaldurs í 16 ár aukast

Líkurnar á að frumvarp um lækkun kosningaaldurs í 16 ár jukust nokkuð eftir að málið var afgreitt úr stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til annarrar umræðu. Álitið var samþykkt af meirihluta nefndarinnar, tveimur þingmönnum stjórnarflokkanna og þremur úr stjórnarandstöðu. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, sem ásamt Rósu Björk Brynjólfsdóttur studdi vantrauststillögu minnihlutans […]

Sjónvarpsstjóri segir upp fyrir oddvitasæti Samfylkingar

Hilda Jana Gísladóttir, sjónvarpsstjóri N4 á Akureyri, hefur sagt upp stöðu sinni til að leiða lista Samfylkingarinnar í næstkomandi sveitastjórnarkosningum. Þetta kemur fram á Facebooksíðu hennar.   „Ég hef tekið þá ákvörðun að bjóða fram krafta mína fyrir hönd Samfylkingarinnar í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég hef ávallt haft mikinn áhuga á samfélaginu mínu og þar af […]

Kristrún Heiða upplýsingafulltrúi í mennta- og menningarmálaráðuneytinu

Kristrún Heiða Hauksdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi mennta- og menningarmálaráðuneytis. Kristrún Heiða er með BA-próf í almennri bókmenntafræði og MA-próf í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands. Hún starfaði áður sem kynningar- og verkefnastjóri hjá Forlaginu og þar áður hjá Þjóðleikhúsinu.   Kristrún Heiða hefur þegar hafið störf.

Elísabet Brynjarsdóttir nýr formaður Stúdentaráðs

Elísabet Brynjarsdóttir var í kvöld kjörin nýr formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) með öllum greiddum atkvæðum. Kosningin fór fram á skiptafundi ráðsins. Elísabet útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands í júní síðastliðnum og hefur starfað sem teymisstjóri hjá heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins síðastliðið ár. Elísabet er formaður Hugrúnar – geðfræðslufélags háskólanema, sem stofnað var árið 2016 […]

Bergþór gefur kost á sér í 2. sætið hjá Pírötum í Reykjavík

Bergþór H. Þórðarson mun gefa kost á sér í 2. sætið á lista Pírata fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Bergþór tekur fram að hann sé öryrki og útskýrir að hann nefni það sérstaklega, þar sem fólk hlusti á jafningja. Hann mun leggja áherslu á velferðarkerfið og félagsþjónustuna, hljóti hann brautargengi. Bergþór hefur gefið út myndband sem sjá […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is