Mánudagur 04.09.2017 - 01:21 - Ummæli ()

Aukin harka og mikil spenna í norsku Stórþingskosningunum – vika í kjördag

Farið yfir niðurstöður nýjustu skoðanakönnunar TV 2 í gærkvöldi. Skjáskot úr fréttatíma stöðvarinnar.

Í dag, mánudaginn 4. september, er vika þar til Norðmenn ganga til kosninga á norska Stórþingið. Skoðanakönnun, sem norska sjónvarpsstöðin TV 2 birti í gærkvöldi, sýnir að það stefnir í að borgaralegu flokkarnir nái að halda naumum meirihluta eftir kosningarnar.

Þeir hafa verið við völdin síðustu fjögur árin.

Norski Verkamannaflokkurinn sem er flokkur jafnaðarmanna (sósíaldemókrata) á í miklum erfiðleikum undir forystu formannsins Jonasar Gahr Störe. Flokkurinn mælist ítrekað minni eða jafnstór Hægri flokknum sem er leiddur af Ernu Solberg sitjandi forsætisráðherra.

Í könnun TV2 í gær mældust Hægri og Verkamannaflokkurinn nákvæmlega jafn stórir – hvor um sig með 26,1 prósenta fylgi.  Hægri hefur ekki mælst með jafn mikið fylgi í tilsvarandi skoðanakönnun síðan í október í fyrra og bætir sig um 1,1 prósent frá síðustu mælingu sem var gerð nú á fimmtudag.

 

Alvarleg staða jafnaðarmanna

Staðan er graf alvarleg fyrir Verkamannaflokkinn. Fengi flokkurinn 26,1 prósent eftir viku er það 4,7 prósent undir kjörfylginu við síðustu Stórþingskosningar sem voru 2013. Þá fékk flokkurinn lélegustu útkomu sína frá lokum seinni heimsstyrjaldar.

Norska Stórþingið.

Fari svo að Hægri flokkurinn fái meira fylgi en Verkamannaflokkurinn upp úr kjörkössunum 11. september missir sá síðarnefndi stöðu sína sem stærsti flokkur Noregs. Þá yfirburði hefur flokkurinn haft óslitið í 90 ár – allar götur síðan 1927. Þannig geta úrslitin orðið söguleg.

Könnun TV2 í gær færði Verkamannaflokknum fleiri slæmar fréttir. Í henni kom fram að 67,1 prósent aðspurðra töldu að Erna Solberg yrði forsætisáðherra Noregs að loknum kosningum. Það þýðir að fólk telji að hún muni leiða nýja meirihlutastjórn borgaralegu flokkanna. Aðeins 31,5 prósent sögðust halda að Jonas Gahr Störe yrði næsti forsætisráðherra og þá í forsvari fyrir stjórn vinstri flokkanna.

Hér hefur heldur betur sigið á ógæfuhliðina fyrir formann Verkamannaflokksins. Fyrir aðeins þremur vikum síðan töldu álíka margir að hann yrði næsti forsætisráðherra og þau sem veðjuðu á Ernu Solberg. Þau stóðu jafnfætis en nú sekkur Störe en Solberg virðist hafa meðbyr.

Hafi þetta verið slæmar fréttir fyrir núverandi stjórnarandstöðu í Noregi undir forystu jafnaðarmanna, þá biðu hennar þó aðrar verri í þessari könnun. Hún bendir nefnilega til að borgaralegu flokkarnir sem nú eru við völd (Hægri, Framfaraflokkurinn, Vinstri og Kristilegi þjóðarflokkurinn) fái alls 87 þingsæti. Vinstri-græna blokkin svokallaða (stjórnarandstaðan) sem eru Verkamannaflokkurinn, Sósíalíski vinstriflokkurin og Miðflokkurinn fá 78 þingsæti. Síðan síðan stefnir í að Græningjar og kommúnistaflokkurinn Rautt hljóti tvö þingsæti hver. Aðrir ná ekki á þing.

Verði þetta niðurstöður kosninga þá er ljóst að Erna Solberg verður áfram forsætisráðherra í Noregi.

 

Hádegisfundur í Norræna húsinu

Í tilefni þess að kjördagur nálgast nú óðum í Noregi verður efnt til hádegisfundar um kosningarnar og norsk stjórnmál í Norræna húsinu, í dag mánudag, frá kl. 12-13:15.

Aðalræðumaður fundarins er norsk-íslenski blaðamaðurinn Mímir Kristjánsson. Hann er fréttastjóri norska blaðsins Klassekampen.

Í kjölfar ræðu hans verður rætt um stöðuna í norskum stjórnmálum í pallborði.

Þátttakendur í pallborði eru, auk Mímis: Björg Eva Erlendsdóttir, frkvstj. Vinstri grænna, Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður Ungra Pírata og fyrrum framkvæmdastjóri Stúdentaþings Oslóarháskóla og Magnús Þór Hafsteinsson, ritstjóri Vesturlands.

Fundarstjóri er Bogi Ágústsson, fréttamaður og formaður Norræna félagsins á Íslandi.

Fundurinn fer fram á ensku og íslensku. Ókeypis og allir eru velkomnir.

Aðstandendur fundarins eru Norðurlönd í fókus, Alþjóðamálastofnun HÍ og Norræna félagið á Íslandi.

Nordmennene går til Stortingsvalg den 11 september. Norden i fokus inviterer derfor til frokostmøte, den 4 september kl. 12 – 13:15 i Nordens Hus om det kommende valget.

Hovedtaler er den islandsk – norske journalisten Mímir Kristjánsson. I paneldebatten vil det være et par islendinger som kjenner godt til den politiske situasjonen i Norge.

Møte vil foregå på islandsk og engelsk .

Arrangementet er gratis og åpent for alle.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Framsókn aftur í ríkisstjórn

Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar: Nú stöndum við frammi fyrir því, örfáum dögum eftir þingsetningu að stjórnin er sprungin og nýjar kosningar til Alþingis eftir örfáar vikur. Sú sem þetta ritar bjóst ekki við að ríkisstjórnin yrði langlíf. En það að komast ekki í gegnum fyrstu umræðu á sameiginlegum fjárlögum er örugglega heimsmet. Staða Framsóknarflokksins hefur […]

Viðtal við bændur á Bjarteyjarsandi: „Hefur það ekki gildi að sjá að það býr fólk í sveitum landsins?“

Það er friðsæld yfir Bjarteyjarsandi í Hvalfirði þegar bærinn er sóttur heim að morgni annars mánudags í september. Þarna er stórt sauðfjárbú og ferðaþjónusta. Daginn áður var lokið fyrri leitum og réttum. Féð er komið heim í tún þar sem það slakar á í haustbeitinni.Ferðamönnum er tekið að fækka. Það er komið haust. Við hittum […]

Hvert fer orkan úr fyrirhugaðri Hvalárvirkjun?

Gunnar G. Magnússon skrifar: Fyrirhuguð virkjun í Hvalá í Árneshreppni á Ströndum hefur verið í nýtingarflokki Rammaáætlunar um langt skeið. Vatnsréttarsamningar voru gerðir við landeigendur árið 2007 og hefur virkjunarfyrirkomulag Hvalárvirkjunar nánast haldist óbreytt síðan. Allar þær breytingar sem gerðar hafa verið á fyrirkomulagi virkjunarinnar síðan samningar tókust hafa einungis verið gerðar til að minnka […]

Páll betri talsmaður en Brynjar

Sigurður Jónsson skrifar: Í Silfrinu hjá Agli Helgasyni síðasta sunnudag var m.a. Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Páll kom einstaklega vel út úr viðtalinu og sagði m.a. eftirfarandi um  mál síðustu viku: „Við hefðum getað haldið betur á þessu því að sannarlega er það ekki svoleiðis að að það sé meiri biðlund, meiri samúð hjá fólki […]

Teigsskógur – 2% af birkikjarri

Teigsskógur er við vestanverðan Þorskafjörð. Í skýrslu vegagerðarinnar frá febrúar 2017 um mat á umhverfisáhrifum af lagningu nýs vegar milli Bjarkalundar og Skálaness kemur fram í umsögn Skógræktar ríkisins að skógurinn nái frá Þórisstöðum um Gröf og langleiðina að gömlum túngarði við bæinn Hallsteinsstaði yst á skaganum, sem gengur fram milli Þorskafjarðar og Djúpafjarðar. Orðið […]

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins: Ríkisútvarpið olli töfunum á birtingu gagnanna

Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir það sé Ríkisútvarpinu að kenna að gögnin um þá sem fengið hafa uppreist æru hafi ekki verið opinberuð í sumar. Vilhjálmur sagði í viðtali í þættinum Harmageddon í morgun að eftir að RÚV kærði ákvörðunina um afhenda ekki gögnin þá hafi Úrskurðarnefnd um upplýsingamál brugðist skjótt við og að mesta […]

Þórunn vill sæti Sigmundar Davíðs

Þórunn Egilsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins vill leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er oddviti flokksins í kjördæminu, hann ætlar í framboð, en það liggur ekki fyrir hvort hann muni áfram sækjast eftir því að leiða listann í komandi kosningum. Þórunn segir í færslu á Fésbók að kosningarnar 28. október næstkomandi muni snúast um trúverðugleika […]

Björn vill útlendingamálin á dagskrá í kosningabaráttunni: „Þeir eiga ekkert erindi hingað“

„Með hliðsjón af því hve miklu af skatt­fé al­menn­ings er varið til hæl­is­mála er stórund­ar­legt að umræðan sé ekki meiri um út­lend­inga­mál­in á stjórn­mála­vett­vangi. Það er engu lík­ara en ís­lensk­ir stjórn­mála­menn forðist mála­flokk­inn og vilji helst að um hann ríki póli­tísk þögn,“ segir Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins í grein í Morgunblaðinu í dag. Segir […]

Davíð spyr: „Munu æsingamennirnir biðjast afsökunar á ósköpunum?“

Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins vill vita hvort þeir sem slitu ríkisstjórnarsamstarfinu og æstu sig muni nú biðjast afsökunar á ósköpunum. Í Staksteinum Morgunblaðsins í dag, þar sem Davíð heldur öllum líkindum á penna, er spurt í ljósi þess að umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í gær að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hafi ekki brotið […]

Björt sendir Sjálfstæðismönnum tóninn: Siðferði og samskiptareglur snúast ekki um lögfræði eða reglur um trúnað

Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar segir að traustið milli Bjartrar framtíðar til Sjálfstæðisflokksins hafi horfið þegar flokkurinn varð þess áskynja að neitun ráðuneytis um að veita lögbundna upplýsingagjöf til bæði fjölmiðla og fjölskyldu brotaþola í máli um uppreist æru gæti stafað af leyndarhyggju vegna álíka máls sem kom illa við Sjálfstæðisflokkinn. Í gær […]

Þór Saari vill á þing fyrir Pírata: „Losum okkur við spillt, sjálfhverf og hrunin stjórnmál“

Þór Saari hagfræðingur og fyrrverandi þingmaður Borgarahreyfingarinnar og Hreyfingarinnar gefur kost á sér í prófkjöri Pírata sem hefst á morgun. Þór segir í fréttatilkynningu að vegna fjölda áskorana innan sem og utan Pírata mun hann sækjast eftir því að komast á þing fyrir Pírata í Suðvesturkjördæmi. Þór gaf kost á sér í prófkjöri Pírata fyrir […]

Ásta: Skipulag miðbæjar

Ásta S. Stefánsdóttir skrifar um málefni miðbæjarins: Skipulagsferli vegna miðbæjar Selfoss er nú að komast á lokastig. Fresti til að gera athugasemdir lauk í lok ágúst og voru athugasemdir þær sem bárust lagðar fram á fundi skipulags- og byggingarnefndar sl. miðvikudag. Nefndin fól formanni nefndarinnar, skipulags- og byggingarfulltrúa og lögmanni sveitarfélagsins að gera drög að […]

Þorvaldur er bjartsýnn: „Ég veit að okkar stefna á talsverðan hljómgrunn“

„Við ætlum að bjóða fram allsstaðar þar sem við getum, við stefnum á að bjóða fram um allt land ef okkur tekst það. Það er ekki alveg fyrirséð vegna þess hve tíminn er stuttur,“ segir Þorvaldur Þorvaldsson formaður Alþýðufylkingarinnar í samtali við Eyjuna. Flokkurinn, sem var stofnaður 2013, bauð fram í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi […]

Sigríður braut ekki trúnað með því að segja Bjarna

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra braut ekki reglur um trúnað með því að segja Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hafi skrifað undir umsögn fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson til að hann gæti fengið uppreist æru. Samkvæmt heimildum RÚV mun Tryggi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis hafa sagt þetta á lokuðum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is