Föstudagur 08.09.2017 - 11:46 - Ummæli ()

Sveinbjörg Birna segir að stórmoska múslima sé komin í Öskjuhlíð

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi.

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir óháður borgarfulltrúi og fyrrum borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir að stórmoska múslima á Íslandi sé nú í Öskjuhlíð í Reykjavík. Þar á hún við hið svokallaða Ýmishús sem er í eigu Menningarseturs múslima á Íslandi.

Sveinbjörg viðrar þann möguleika að lóðaúthlutun Reykjavíkurborgar á umdeildri lóð í Sogamýri við enda Suðurlandsbrautar fyrir mosku til Félags múslima á Íslandi verði afturkölluð. Sú lóð verði í staðinn notuð undir nýbyggingar íbúða fyrir eldri borgara. Hún segir að menn hafi þegar komið að máli við sig og rætt þá hugmynd.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í þætti Björns Bjarnasonar fyrrum ráðherra á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Sveinbjörg var gestur Björns í þætti vikunnar. Í upphafi vék hún nokkrum orðum að viðskilnaði sínum við Framsóknarflokknum.

Ég held að það komist enginn hjá því að líta á þetta öðruvísi heldur en að þetta allavega sé svona, beri þess keim eins og ég kem inn á í yfirlýsingu minni, hversu mikil átök hafa verið í Framsóknarflokknum og fyrir hvað stendur Framsóknarflokkurinn í dag? Ég geng til liðs við Framsóknarflokkinn haustið 2012, þegar ég segi mig úr Sjálfstæðisflokknum, vegna þess að ég hafði mikla trú á þeim aðilum sem þar voru í brúnni að leiða flokkinn, leiða listana og nefni ég það að öllum öðrum ólöstuðum, Sigmund Davíð, sem að var búinn að standa sig afskaplega vel í stjórnarandstöðunni á Alþingi. Svo var hann búinn að fá til liðs við sig til dæmis Frosta Sigurjónsson. Vigdís Hauksdóttir hafði verið mjög skelegg í mörgum umræðum og tekið á málum af festu og einurð. Það er ekkert hægt að líta framhjá því. Það er breytt landslag í pólitíkinni. Þetta fólk er alltsaman farið. Ég upplifi mig kannski sem eyland í þessum flokki.

 

Segir stórmosku í Öskjuhlíð – moskulóðin verði afturkölluð fyrir nýjar íbúðir eldri borgara í Reykjavík

Björn Bjarnason rifjaði þá upp moskumálið svokallaða sem olli miklu uppnámi í kosningabaráttunni 2014 og skilaði líklega Framsóknarflokknum tveimur borgarfulltrúum.

Björn spurði:

Það hefur ekkert gerst í því máli. Lóðin er enn ónotuð. Hvernig stendur það mál núna?

Sveinbjörg rakti það mál og sagði að ekkert hefði gerst í moskubyggingarmálinu nú í fjögur ár.

Á tali við Björn Bjarnason í myndveri ÍNN.

Það sem hefur gerst núna er að staða er algerlega óbreytt. Þessi lóð er þarna. Það sem hefur breyst aftur á móti, er það er búið að vera að byggja ennþá fleiri íbúðir, og við erum búin að úthluta lóðum alveg að þessari lóð [moskulóðinni] til reksturs á hjúkrunarheimilum fyrir eldri borgara. Það hafa málsmetandi menn komið að máli við mig og spurt, bíddu er ekki málið núna að klára bara uppbygginguna við Suðurlandsbraut sem er mjög miðsvæðis og nálægt allri þjónustu eins og í Skeifunni, í Faxafeni og Ármúla og segta þessa lóð bara þarna undir? Ég segi það núna að það hefur auðvitað ekki verið pólitísk samstaða, alls ekki, innan hópsins, fyrrverandi borgarmálahóps Framsóknar og flugvallarvina, í því að leggja fram tillöguna um að draga lóðina til baka. En það er kannski ekki rétt að draga hana til baka fyrr en það er komin einhver umsókn um hana annars staðar frá.

Þá spurði Björn um það hvað væri að frétta af Ýmishúsinu svokallaða í Öskjuhlíð sem er í eigu Stofnunar múslima (sem er ekki innan vébanda Félags múslima á Íslandi sem hefur lóðina í Sogamýri á sinni hendi).

Nú er komin stórmoskan á Íslandi,

svaraði Sveinbjörg og átti þar við Ýmishúsið. Það er í eigu Stofnunar múslima á Íslandi. Samkvæmt frétt RUV frá mars 2015 munu þau félagasamtök hafa þegið milljón Bandaríkjadala frá Sádi Arabíu til byggingar mosku á Íslandi.

Sjá frétt RUV: Stofnun múslima á Íslandi fékk peningana

Björn Bjarnason spurði þá hvort það væri rétt skilið hjá honum „að það eigi að reisa þar mínarettu, eða turn, svo að menn geti áttað sig á því að þetta sé moska?“

Já. Það á sem sagt að reisa þarna turn og það er búið að veita leyfi fyrir því og það er búið að fara í auglýsingu og runnir út allir frestir hvað það varðar.  Upphaflega teikningin var sú að það átti að vera þarna turn sem er jafn hár efsta oddinum á Ýmishúsinu sem ég held að sé kringum níu metrar. Samkvæmt upphaflegu teikningunum þá átti að vera ljós inni í þessu. Mínaretta er þannig að hún er í ákveðinni hæð, hún hefur ljós og hún hefur kallkerfi. Það er ekki rétt að segja það að þessi turn á þessum tímapunkti sé mínaretta. Hann er turn. Það var fallið frá því að setja ljóskúpul inn. Það var vegna mótmæla sem bárust frá íbúum í Eskihlíð  sem töldu að þetta færi inn í gluggana og inn í rýmin hjá þeim. Það voru mjög fáar athugasemdir sem bárust við þessa skipulagsbreytingu, en kallkerfið er allavega ekki komið. Ég get sagt turninn: já, en mínaretta eins og hún er skilgreind trúarlega, er ekki að fara að rísa,

svaraði Sveinbjörg.

Björn Bjarnason: Fullnægir þetta ekki óskinni um að moska rísi í Reykjavík?

Ég hef einmitt sagt það að núna hlýtur að vera þá tækifæri fyrir þá aðila sem hafa lýst yfir áhuga á að nýta lóðina í Sogamýrinni fyrir annað, áframhaldandi uppbyggingu íbúða fyrir eldri borgara, að það er þá komin moska og þurfti ekki að gefa lóð undir hana. Hún kom bara með öðrum hætti,

sagði Sveinbjörg Birna.

Hér má sjá þáttinn í heild sinni:

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Framsókn aftur í ríkisstjórn

Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar: Nú stöndum við frammi fyrir því, örfáum dögum eftir þingsetningu að stjórnin er sprungin og nýjar kosningar til Alþingis eftir örfáar vikur. Sú sem þetta ritar bjóst ekki við að ríkisstjórnin yrði langlíf. En það að komast ekki í gegnum fyrstu umræðu á sameiginlegum fjárlögum er örugglega heimsmet. Staða Framsóknarflokksins hefur […]

Viðtal við bændur á Bjarteyjarsandi: „Hefur það ekki gildi að sjá að það býr fólk í sveitum landsins?“

Það er friðsæld yfir Bjarteyjarsandi í Hvalfirði þegar bærinn er sóttur heim að morgni annars mánudags í september. Þarna er stórt sauðfjárbú og ferðaþjónusta. Daginn áður var lokið fyrri leitum og réttum. Féð er komið heim í tún þar sem það slakar á í haustbeitinni.Ferðamönnum er tekið að fækka. Það er komið haust. Við hittum […]

Hvert fer orkan úr fyrirhugaðri Hvalárvirkjun?

Gunnar G. Magnússon skrifar: Fyrirhuguð virkjun í Hvalá í Árneshreppni á Ströndum hefur verið í nýtingarflokki Rammaáætlunar um langt skeið. Vatnsréttarsamningar voru gerðir við landeigendur árið 2007 og hefur virkjunarfyrirkomulag Hvalárvirkjunar nánast haldist óbreytt síðan. Allar þær breytingar sem gerðar hafa verið á fyrirkomulagi virkjunarinnar síðan samningar tókust hafa einungis verið gerðar til að minnka […]

Páll betri talsmaður en Brynjar

Sigurður Jónsson skrifar: Í Silfrinu hjá Agli Helgasyni síðasta sunnudag var m.a. Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Páll kom einstaklega vel út úr viðtalinu og sagði m.a. eftirfarandi um  mál síðustu viku: „Við hefðum getað haldið betur á þessu því að sannarlega er það ekki svoleiðis að að það sé meiri biðlund, meiri samúð hjá fólki […]

Teigsskógur – 2% af birkikjarri

Teigsskógur er við vestanverðan Þorskafjörð. Í skýrslu vegagerðarinnar frá febrúar 2017 um mat á umhverfisáhrifum af lagningu nýs vegar milli Bjarkalundar og Skálaness kemur fram í umsögn Skógræktar ríkisins að skógurinn nái frá Þórisstöðum um Gröf og langleiðina að gömlum túngarði við bæinn Hallsteinsstaði yst á skaganum, sem gengur fram milli Þorskafjarðar og Djúpafjarðar. Orðið […]

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins: Ríkisútvarpið olli töfunum á birtingu gagnanna

Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir það sé Ríkisútvarpinu að kenna að gögnin um þá sem fengið hafa uppreist æru hafi ekki verið opinberuð í sumar. Vilhjálmur sagði í viðtali í þættinum Harmageddon í morgun að eftir að RÚV kærði ákvörðunina um afhenda ekki gögnin þá hafi Úrskurðarnefnd um upplýsingamál brugðist skjótt við og að mesta […]

Þórunn vill sæti Sigmundar Davíðs

Þórunn Egilsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins vill leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er oddviti flokksins í kjördæminu, hann ætlar í framboð, en það liggur ekki fyrir hvort hann muni áfram sækjast eftir því að leiða listann í komandi kosningum. Þórunn segir í færslu á Fésbók að kosningarnar 28. október næstkomandi muni snúast um trúverðugleika […]

Björn vill útlendingamálin á dagskrá í kosningabaráttunni: „Þeir eiga ekkert erindi hingað“

„Með hliðsjón af því hve miklu af skatt­fé al­menn­ings er varið til hæl­is­mála er stórund­ar­legt að umræðan sé ekki meiri um út­lend­inga­mál­in á stjórn­mála­vett­vangi. Það er engu lík­ara en ís­lensk­ir stjórn­mála­menn forðist mála­flokk­inn og vilji helst að um hann ríki póli­tísk þögn,“ segir Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins í grein í Morgunblaðinu í dag. Segir […]

Davíð spyr: „Munu æsingamennirnir biðjast afsökunar á ósköpunum?“

Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins vill vita hvort þeir sem slitu ríkisstjórnarsamstarfinu og æstu sig muni nú biðjast afsökunar á ósköpunum. Í Staksteinum Morgunblaðsins í dag, þar sem Davíð heldur öllum líkindum á penna, er spurt í ljósi þess að umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í gær að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hafi ekki brotið […]

Björt sendir Sjálfstæðismönnum tóninn: Siðferði og samskiptareglur snúast ekki um lögfræði eða reglur um trúnað

Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar segir að traustið milli Bjartrar framtíðar til Sjálfstæðisflokksins hafi horfið þegar flokkurinn varð þess áskynja að neitun ráðuneytis um að veita lögbundna upplýsingagjöf til bæði fjölmiðla og fjölskyldu brotaþola í máli um uppreist æru gæti stafað af leyndarhyggju vegna álíka máls sem kom illa við Sjálfstæðisflokkinn. Í gær […]

Þór Saari vill á þing fyrir Pírata: „Losum okkur við spillt, sjálfhverf og hrunin stjórnmál“

Þór Saari hagfræðingur og fyrrverandi þingmaður Borgarahreyfingarinnar og Hreyfingarinnar gefur kost á sér í prófkjöri Pírata sem hefst á morgun. Þór segir í fréttatilkynningu að vegna fjölda áskorana innan sem og utan Pírata mun hann sækjast eftir því að komast á þing fyrir Pírata í Suðvesturkjördæmi. Þór gaf kost á sér í prófkjöri Pírata fyrir […]

Ásta: Skipulag miðbæjar

Ásta S. Stefánsdóttir skrifar um málefni miðbæjarins: Skipulagsferli vegna miðbæjar Selfoss er nú að komast á lokastig. Fresti til að gera athugasemdir lauk í lok ágúst og voru athugasemdir þær sem bárust lagðar fram á fundi skipulags- og byggingarnefndar sl. miðvikudag. Nefndin fól formanni nefndarinnar, skipulags- og byggingarfulltrúa og lögmanni sveitarfélagsins að gera drög að […]

Þorvaldur er bjartsýnn: „Ég veit að okkar stefna á talsverðan hljómgrunn“

„Við ætlum að bjóða fram allsstaðar þar sem við getum, við stefnum á að bjóða fram um allt land ef okkur tekst það. Það er ekki alveg fyrirséð vegna þess hve tíminn er stuttur,“ segir Þorvaldur Þorvaldsson formaður Alþýðufylkingarinnar í samtali við Eyjuna. Flokkurinn, sem var stofnaður 2013, bauð fram í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi […]

Sigríður braut ekki trúnað með því að segja Bjarna

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra braut ekki reglur um trúnað með því að segja Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hafi skrifað undir umsögn fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson til að hann gæti fengið uppreist æru. Samkvæmt heimildum RÚV mun Tryggi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis hafa sagt þetta á lokuðum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is