Föstudagur 08.09.2017 - 11:46 - Ummæli ()

Sveinbjörg Birna segir að stórmoska múslima sé komin í Öskjuhlíð

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi.

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir óháður borgarfulltrúi og fyrrum borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir að stórmoska múslima á Íslandi sé nú í Öskjuhlíð í Reykjavík. Þar á hún við hið svokallaða Ýmishús sem er í eigu Menningarseturs múslima á Íslandi.

Sveinbjörg viðrar þann möguleika að lóðaúthlutun Reykjavíkurborgar á umdeildri lóð í Sogamýri við enda Suðurlandsbrautar fyrir mosku til Félags múslima á Íslandi verði afturkölluð. Sú lóð verði í staðinn notuð undir nýbyggingar íbúða fyrir eldri borgara. Hún segir að menn hafi þegar komið að máli við sig og rætt þá hugmynd.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í þætti Björns Bjarnasonar fyrrum ráðherra á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Sveinbjörg var gestur Björns í þætti vikunnar. Í upphafi vék hún nokkrum orðum að viðskilnaði sínum við Framsóknarflokknum.

Ég held að það komist enginn hjá því að líta á þetta öðruvísi heldur en að þetta allavega sé svona, beri þess keim eins og ég kem inn á í yfirlýsingu minni, hversu mikil átök hafa verið í Framsóknarflokknum og fyrir hvað stendur Framsóknarflokkurinn í dag? Ég geng til liðs við Framsóknarflokkinn haustið 2012, þegar ég segi mig úr Sjálfstæðisflokknum, vegna þess að ég hafði mikla trú á þeim aðilum sem þar voru í brúnni að leiða flokkinn, leiða listana og nefni ég það að öllum öðrum ólöstuðum, Sigmund Davíð, sem að var búinn að standa sig afskaplega vel í stjórnarandstöðunni á Alþingi. Svo var hann búinn að fá til liðs við sig til dæmis Frosta Sigurjónsson. Vigdís Hauksdóttir hafði verið mjög skelegg í mörgum umræðum og tekið á málum af festu og einurð. Það er ekkert hægt að líta framhjá því. Það er breytt landslag í pólitíkinni. Þetta fólk er alltsaman farið. Ég upplifi mig kannski sem eyland í þessum flokki.

 

Segir stórmosku í Öskjuhlíð – moskulóðin verði afturkölluð fyrir nýjar íbúðir eldri borgara í Reykjavík

Björn Bjarnason rifjaði þá upp moskumálið svokallaða sem olli miklu uppnámi í kosningabaráttunni 2014 og skilaði líklega Framsóknarflokknum tveimur borgarfulltrúum.

Björn spurði:

Það hefur ekkert gerst í því máli. Lóðin er enn ónotuð. Hvernig stendur það mál núna?

Sveinbjörg rakti það mál og sagði að ekkert hefði gerst í moskubyggingarmálinu nú í fjögur ár.

Á tali við Björn Bjarnason í myndveri ÍNN.

Það sem hefur gerst núna er að staða er algerlega óbreytt. Þessi lóð er þarna. Það sem hefur breyst aftur á móti, er það er búið að vera að byggja ennþá fleiri íbúðir, og við erum búin að úthluta lóðum alveg að þessari lóð [moskulóðinni] til reksturs á hjúkrunarheimilum fyrir eldri borgara. Það hafa málsmetandi menn komið að máli við mig og spurt, bíddu er ekki málið núna að klára bara uppbygginguna við Suðurlandsbraut sem er mjög miðsvæðis og nálægt allri þjónustu eins og í Skeifunni, í Faxafeni og Ármúla og segta þessa lóð bara þarna undir? Ég segi það núna að það hefur auðvitað ekki verið pólitísk samstaða, alls ekki, innan hópsins, fyrrverandi borgarmálahóps Framsóknar og flugvallarvina, í því að leggja fram tillöguna um að draga lóðina til baka. En það er kannski ekki rétt að draga hana til baka fyrr en það er komin einhver umsókn um hana annars staðar frá.

Þá spurði Björn um það hvað væri að frétta af Ýmishúsinu svokallaða í Öskjuhlíð sem er í eigu Stofnunar múslima (sem er ekki innan vébanda Félags múslima á Íslandi sem hefur lóðina í Sogamýri á sinni hendi).

Nú er komin stórmoskan á Íslandi,

svaraði Sveinbjörg og átti þar við Ýmishúsið. Það er í eigu Stofnunar múslima á Íslandi. Samkvæmt frétt RUV frá mars 2015 munu þau félagasamtök hafa þegið milljón Bandaríkjadala frá Sádi Arabíu til byggingar mosku á Íslandi.

Sjá frétt RUV: Stofnun múslima á Íslandi fékk peningana

Björn Bjarnason spurði þá hvort það væri rétt skilið hjá honum „að það eigi að reisa þar mínarettu, eða turn, svo að menn geti áttað sig á því að þetta sé moska?“

Já. Það á sem sagt að reisa þarna turn og það er búið að veita leyfi fyrir því og það er búið að fara í auglýsingu og runnir út allir frestir hvað það varðar.  Upphaflega teikningin var sú að það átti að vera þarna turn sem er jafn hár efsta oddinum á Ýmishúsinu sem ég held að sé kringum níu metrar. Samkvæmt upphaflegu teikningunum þá átti að vera ljós inni í þessu. Mínaretta er þannig að hún er í ákveðinni hæð, hún hefur ljós og hún hefur kallkerfi. Það er ekki rétt að segja það að þessi turn á þessum tímapunkti sé mínaretta. Hann er turn. Það var fallið frá því að setja ljóskúpul inn. Það var vegna mótmæla sem bárust frá íbúum í Eskihlíð  sem töldu að þetta færi inn í gluggana og inn í rýmin hjá þeim. Það voru mjög fáar athugasemdir sem bárust við þessa skipulagsbreytingu, en kallkerfið er allavega ekki komið. Ég get sagt turninn: já, en mínaretta eins og hún er skilgreind trúarlega, er ekki að fara að rísa,

svaraði Sveinbjörg.

Björn Bjarnason: Fullnægir þetta ekki óskinni um að moska rísi í Reykjavík?

Ég hef einmitt sagt það að núna hlýtur að vera þá tækifæri fyrir þá aðila sem hafa lýst yfir áhuga á að nýta lóðina í Sogamýrinni fyrir annað, áframhaldandi uppbyggingu íbúða fyrir eldri borgara, að það er þá komin moska og þurfti ekki að gefa lóð undir hana. Hún kom bara með öðrum hætti,

sagði Sveinbjörg Birna.

Hér má sjá þáttinn í heild sinni:

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Stefnt að opnun neyslurýma fyrir vímuefnaneytendur

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett af stað vinnu í velferðarráðuneytinu til að undirbúa opnun neyslurýma fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. Neyslurými sem þessi eru þekkt úrræði erlendis og byggjast á hugmyndafræði skaðaminnkunar. Alþingi samþykkti í maí árið 2014 ályktun um að stefna í vímuefnamálum skyldi endurskoðuð „á grundvelli lausnamiðaðra og mannúðlegra úrræða, á forsendum heilbrigðiskerfisins og […]

Arnar Þór Sævarsson verður aðstoðarmaður félags- og jafnréttismálaráðherra

Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ráðið Arnar Þór Sævarsson, fráfarandi sveitarstjóra á Blönduósi aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Arnar Þór útskrifaðist úr lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1999 og tók ári síðar réttindi til að gegna lögmennsku. Hann hefur gegnt stöðu sveitarstjóra á Blönduósi frá árinu 2007. Áður var hann aðstoðarmaður Jóns Sigurðssonar, þáverandi […]

Virtur læknir óttast að Trump fái hjartaáfall-Mældist með hættulega hátt kólesteról

Donald Trump Bandaríkjaforseti var sagður við hestaheilsu í reglubundinni læknisskoðun sinni á dögunum, þegar hann var skoðaður af lækni Hvíta hússins, Dr. Ronny L. Jackson. Sagði læknirinn að hjarta- og æðakerfi Trumps væri í fínu standi, þrátt fyrir að LDL kólesteról magnið mældist 143, sem er langt yfir viðmiðunarmörkum. LDL kólesteról er gjarnan nefnt „vonda“ […]

Una María kosin formaður Miðflokksfélags Suðvesturskjördæmis

Miðflokkurinn stofnaði flokksfélag Suðvesturkjördæmis í gærkvöldi í Glersalnum í Kópavogi, samkvæmt tilkynningu frá Miðflokknum. Gestir fundarins voru þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Suðvesturkjördæmis. Miðflokksfélag Suðvesturkjördæmis er annað kjördæmafélag Miðflokksins sem stofnað er, en nýlega var stofnað Miðflokksfélag í Suðurkjördæmi. Félagið hefur, samkvæmt nýsamþykktum lögum þess, þann tilgang að vinna […]

Rúnar Björn kjörinn formaður Pírata í Reykjavík – Berst fyrir réttindum fatlaðra

Aðalfundur Pírata í Reykjavík var haldinn á dögunum, þar sem Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, garðyrkjufræðingur og formaður NPA miðstöðvarinnar, var kjörinn formaður. Aðrir stjórnarmenn voru kosnir Þorgerður Ösp Arnþórsdóttir ritari, Björn Þór Jóhannesson gjaldkeri og Unnar Þór Sæmundsson. Elsa Nore hlaut kjör sem aðalmaður í stjórn en lækkaði sig um sæti og er nú fyrsti […]

Ráðherranefnd skipar samráðshóp um úrbætur er varðar kynferðislegt ofbeldi

Ráðherranefnd sem skipuð var af ríkisstjórninni í desember til að vinna að markmiðum sínum í jafnréttismálum, ákvað í dag að skipa samráðshóp um heildstæðar úrbætur er varðar kynferðislegt ofbeldi, en hópnum verður m.a. falið að fylgja eftir nýrri aðgerðaáætlun um úrbætur í meðferð kynferðisbrota. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þá var farið yfir lög um […]

Hannes býðst til að skrifa skýrsluna á íslensku

Hannes Hólmsteinn Gissurason er höfundur skýrslu um bankahrunið, hvers útgáfa hefur ítrekað frestast. Skýrslan átti fyrst að koma út fyrir um þremur árum, síðan lofaði Hannes útgáfu hennar síðla í nóvember, en frestaði þá útgáfu hennar aftur til 16. janúar, þar sem hann vildi veita þeim sem skýrslan fjallar um, ráðrúm til að koma með […]

Guðmundur Andri líkir Davíð Oddssyni við Jónas frá Hriflu

Það fór framhjá fáum sem fylgjast með fréttum, að Davíð Oddsson varð sjötugur í gær. Afmæli þessa þaulsetnasta forsætisráðherra okkar og líklega umdeildasta stjórnmálamanns Íslands var tilefni greinar Guðmundar Andra Thorssonar, rithöfundar og þingmanns Samfylkingarinnar, á vef Herðubreiðar. Greinin heitir „Höfundur Hrunsins er sjötugur í dag. Honum skal óskað til hamingju.“ Guðmundur byrjar á því […]

Ný Gallup könnun: Tiltrú jarðarbúa á forystuhlutverki Bandaríkjanna aldrei mælst minni

Samkvæmt nýjustu mælingum Gallup, hefur tiltrú fólks á forystuhlutverki Bandaríkjanna fallið hratt á heimsvísu, eftir að Donald Trump tók við embætti forseta landsins, því hún hefur aldrei verið minni. Skoðanakönnunin tekur til 134 landa og telja 30 prósent þeirra sem svöruðu að Bandaríkin væri helsta forystuþjóðin á síðasta ári, sem er hlutfallslega lægsta einkunn sem […]

Fjögur nýsköpunarfyrirtæki hljóta viðurkenningar fyrir samstarf

Í dag afhenti Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra viðurkenningar til fjögurra fyrirtækja innan Íslenska sjávarklasans sem skarað hafa framúr við að efla samstarf við önnur fyrirtæki. Fyrirtækin sem hlutu viðurkenningu eru Navis, Evris, Iceland Sustainable Fisheries og Knarr Maritime. Navis hlýtur viðurkenningu fyrir að efla samstarf tæknifyrirtækja um hönnun á umhverfisvænum skipum. Evris hlýtur viðurkenningu fyrir […]

Grein Hannesar á skjön við skýrslu Rannsóknarnefndar – „Því var bjargað sem bjargað varð“

Í tilefni 70 ára afmælis Davíðs Oddssonar ritar Hannes Hólmsteinn Gissurason eina og hálfa opnu um aðkomu Davíðs að bankahruninu í Morgunblaðinu í dag. Í Stundinni kemur fram að Hannes sé ósammála niðurstöðum rannsóknarnefndar Alþingis og lýsi Davíð sem bjargvætti Íslands í hruninu, en það sé söguskýring sem Hannes kenni í skyldunámskeiði í Háskóla Íslands. […]

Samkeppniseftirlitið hafnar kröfu Símans – Skilyrði samnings verða óbreytt

Samkeppniseftirlitið hefur hafnað kröfu Símans um að breyta skilyrðum samnings milli Fjarskipta hf. (Vodafone) og 365 miðla hf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. Þann 9. október sl. heimilaði Samkeppniseftirlitið kaup Fjarskipta hf. (Vodafone) á tilteknum eignum og rekstri 365 miðla hf. Samruninn er háður skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar gerðu sátt um.   […]

Forsætisráðherra fundaði með formanni landsstjórnar Grænlands

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, átti fund með Kim Kielsen, formanni landsstjórnar Grænlands í dag. Á fundinum var rætt um góð samskipti Íslands og Grænlands, stöðu efnahagsmála og stjórnmála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Mikilvægi Vestnorræna ráðsins kom til umræðu og aukin samvinna Íslands og Grænlands, meðal annars á sviði ferðamála.Vaxandi straumur ferðamanna er fyrirliggjandi […]

Skúli Helgason stefnir á 3. sætið hjá Samfylkingunni

Borgarfulltrúinn Skúli Helgason gefur kost á sér í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar sem fram fer 10. febrúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu. Skúli hefur verið borgarfulltrúi í eitt kjörtímabil, í meirihlutasamstarfi undir forystu Samfylkingarinnar og stýrir einum viðamesta málaflokknum í borgarmálunum, skóla- og frístundamálum.   Skúli er menntaður stjórnmálafræðingur frá […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is