Þriðjudagur 12.09.2017 - 09:41 - Ummæli ()

Mikill varnarsigur norsku hægri stjórnarinnar – áhlaup vinstri flokkanna mistókst herfilega

Erna Solberg fór fótgangandi um götur Óslóar um miðnótti í gærkvöld umkringd stuðningsfólki og blaðamönnum eftir að hún hafði flutt sigurræðu sína á kosningavöku Hægri flokksins. Hún gekk til norska Stórþingsins. Þar tók hún þátt í leiðtogaumræðum formanna flokkanna sem komust á þing.

Erna Solberg formaður Hægri flokksins og forsætisráðherra Noregs síðastliðin fjögur ár verður áfram við stjórnvölinn. Ríkisstjórnarsamstarf Hægri flokksins við Framfaraflokkinn, með stuðningi Kristilega þjóðarflokksins og Frjálsynda flokksins Vinstri hélt velli í norsku þingkosningunum í gær. Þetta kosningabandalag hlaut 89 þingsæti og hefur þannig fjögur sæti umfram þau 85 sæti sem þarf til að mynda meirihluta á norska Stórþinginu.

Stjórnarandstaðan, það eru vinstri flokkarnir og Miðflokkurinn hlutu alls 80 þingsæti. Þetta eru auk Miðflokksins, – Verkamannaflokkur jafnaðarmanna, Sósíalíski vinstriflokkurinn, Umhverfisflokkur Græningja og kommúnistaflokkurinn Rautt.

Þrátt fyrir að Miðflokknum gengi afar vel í kosningunum, þar sem hann jók fylgi sitt um nálega helming frá fyrri kosningum og fengi 10,3% atkvæða, þá dugar það hvergi til að fella hægri stjórnina. Megin ástæðan er sú að vinstri flokkunum mistókst að svara væntingum. Verkamannaflokkurinn sem hefur verið langstærsti flokkur um áratuga skeið fékk aðeins 27,4% og tapaði 3,4% frá kosningunum 2013. Aðeins einu sinni frá 1924 hefur flokkurinn fengið minna fylgi í þingkosningum. Það var 2001.

Tapari þingkosninganna í gær er Jonas Gahr Störe formaður Verkamannaflokksins. Sá flokkur horfir nú á næst mesta afhroð sitt frá 1924 og það þrátt fyrir að hafa setið fjögur ár í stjórnarandstöðu.

Norski Verkamannaflokkurinn er eftir gærdaginn aðeins rétt stærri en Hægri flokkur Ernu Solberg forsætisráðherra sem hlaut 25,1% og tapaði 1,7% frá síðustu kosningum. Ljóst er að Verkamannaflokksins bíða erfiðir tímar, jafnvel með innra uppgjöri, þar sem flokknum undir forystu Jonasar Gahr Störe klúðraði illilega tækifærum til að sækja að sitjandi hægristjórn.

Hinir vinstri flokkarnir fengu ekki það fylgi sem margir höfðu vonir um, þó að þeir bættu sig.

Sósíalíski vinstri flokkurinn hlaut 6% og jók fylgið um 1,9%. Kommúnistaflokkurinn Rautt fékk 2,4% (aukning um 1,3%) og þingmann í fyrsta sinn í sögu sinni, en var fjarri því að komast í 4% lágmarkið sem hefði veitt honum hlutdeild í uppbótarþingsætum. Þannig fékk þessi flokkur aðeins eitt þingsæti en hefði getað náð um sjö sætum ef hann hefði fengið uppbótarmenn. Svipað gildir um Umverfisflokk Græningja. Hann fékk aðeins 3,2% og einn þingmann en komst ekki í uppbótarþingsætin.

Miðflokkurinn undir forystu bóndans Trygve Slagsvold Vedum er sigurvegari norsku kosninganna í gær, mælt í fylgisaukningu frá síðustu kosningum.

Miðflokkurinn vann hins vegar mjög góðan sigur. Hann fékk 10,3% og jók fylgið um 4,8% frá 2013. Þessi flokkur sem telst systurflokkur Framsóknarflokksins á Íslandi hefur haft mjög ákveðna stefnu til varnar hinum dreifðu byggðum Noregs, auk þess sem hann hafnar ákveðið aðild að Evrópusambandinu. Margir Norðmenn telja að landsbyggðin hafi átt mjög í vök að verjast á síðasta kjörtímabili vegna ýmissa aðgerða hægri stjórnarinnar. Þetta hefur skapað mikla óánægju sem skilaði Miðflokknum ótrúlegu fylgi í gær í sumum byggðum Noregs.

Hægri flokkurinn og Framfaraflokkurinn sem hafa setið í ríkisstjórn síðustu fjögur árin unnu báðir varnarsigra. Hægri flokkurinn missti sem fyrr greindi 1,7% og Framfaraflokkurinn tapaði 1,1%. Það hlýtur að teljast viðunandi og ríkisstjórnin hélt velli. Báðum litlu flokkunum sem styðja hana og verja falli á norska Stórþinginu, það er Kristilega þjóðarflokknum og Frjálslynda flokknum Vinstri, tókst að komast yfir 4% múrinn og fá jöfnunarsæti. Vinstri fékk 4,3% og Kristilegir 4,2%. Hver flokkur um sig hlaut átta þingsæti.

Sigurför kvenna

Þrátt fyrir að hafa setið undir mjög þungum árásum vinstri manna alla kosningabaráttuna þá vann Silvy Listhaug ráðherra innflytjendamála stórsigur í gær. Nálega fjórði hver kjósandi í Mæri og Raumsdalsfylki þaðan sem hún er og var í framboði kaus flokk hennnar Framfaraflokkinn og Listhaug flaug inn á þing.

Sylvi Listhaug ráðherra innflytjendamála í hægri stjórninni hefur verið mjög umdeild sem stjórnmálamaður. Vinstri menn réðust óspart að henni í kosningabaráttunni og gagnrýndu hana harðlega. Listhaug var nú í framboði til þings í heimafylki sínu Mæri og Raumsdal. Þar vann hún stórsigur. Flokkur hennar Framfaraflokkurinn haut þar 22,4 og bætti sig um 2,4%. Listhaug er nú orðin þingmaður í fyrsta sinn á stjórnmálaferlinum. Framfaraflokkurinn er nú hvergi sterkari í Noregi en einmitt í fylki Sylvi.

Sé litið til annars en flokkadrátta þá vekur athygli að konur festa sig mjög í sessi í forystu norskra stjórnmála. Alls náðu 70 konur kjöri í gær sem gerir hlutfall þeirra á Stórþinginu 41,4%. Þær hafa aldrei verið fleiri þar. Síðan er forsætisráðherrann kona og formenn þriggja af fjórum stjórnarflokkum verða væntanlega konur. Það eru Erna Solberg forsætisráðherra, Siv Jensen fjármálaráðherra og formaður Framfaraflokksins og Trine Skei Grande formaður Frjálslynda flokksins Vinstri.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Páll betri talsmaður en Brynjar

Sigurður Jónsson skrifar: Í Silfrinu hjá Agli Helgasyni síðasta sunnudag var m.a. Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Páll kom einstaklega vel út úr viðtalinu og sagði m.a. eftirfarandi um  mál síðustu viku: „Við hefðum getað haldið betur á þessu því að sannarlega er það ekki svoleiðis að að það sé meiri biðlund, meiri samúð hjá fólki […]

Teigsskógur – 2% af birkikjarri

Teigsskógur er við vestanverðan Þorskafjörð. Í skýrslu vegagerðarinnar frá febrúar 2017 um mat á umhverfisáhrifum af lagningu nýs vegar milli Bjarkalundar og Skálaness kemur fram í umsögn Skógræktar ríkisins að skógurinn nái frá Þórisstöðum um Gröf og langleiðina að gömlum túngarði við bæinn Hallsteinsstaði yst á skaganum, sem gengur fram milli Þorskafjarðar og Djúpafjarðar. Orðið […]

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins: Ríkisútvarpið olli töfunum á birtingu gagnanna

Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir það sé Ríkisútvarpinu að kenna að gögnin um þá sem fengið hafa uppreist æru hafi ekki verið opinberuð í sumar. Vilhjálmur sagði í viðtali í þættinum Harmageddon í morgun að eftir að RÚV kærði ákvörðunina um afhenda ekki gögnin þá hafi Úrskurðarnefnd um upplýsingamál brugðist skjótt við og að mesta […]

Þórunn vill sæti Sigmundar Davíðs

Þórunn Egilsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins vill leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er oddviti flokksins í kjördæminu, hann ætlar í framboð, en það liggur ekki fyrir hvort hann muni áfram sækjast eftir því að leiða listann í komandi kosningum. Þórunn segir í færslu á Fésbók að kosningarnar 28. október næstkomandi muni snúast um trúverðugleika […]

Björn vill útlendingamálin á dagskrá í kosningabaráttunni: „Þeir eiga ekkert erindi hingað“

„Með hliðsjón af því hve miklu af skatt­fé al­menn­ings er varið til hæl­is­mála er stórund­ar­legt að umræðan sé ekki meiri um út­lend­inga­mál­in á stjórn­mála­vett­vangi. Það er engu lík­ara en ís­lensk­ir stjórn­mála­menn forðist mála­flokk­inn og vilji helst að um hann ríki póli­tísk þögn,“ segir Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins í grein í Morgunblaðinu í dag. Segir […]

Davíð spyr: „Munu æsingamennirnir biðjast afsökunar á ósköpunum?“

Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins vill vita hvort þeir sem slitu ríkisstjórnarsamstarfinu og æstu sig muni nú biðjast afsökunar á ósköpunum. Í Staksteinum Morgunblaðsins í dag, þar sem Davíð heldur öllum líkindum á penna, er spurt í ljósi þess að umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í gær að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hafi ekki brotið […]

Björt sendir Sjálfstæðismönnum tóninn: Siðferði og samskiptareglur snúast ekki um lögfræði eða reglur um trúnað

Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar segir að traustið milli Bjartrar framtíðar til Sjálfstæðisflokksins hafi horfið þegar flokkurinn varð þess áskynja að neitun ráðuneytis um að veita lögbundna upplýsingagjöf til bæði fjölmiðla og fjölskyldu brotaþola í máli um uppreist æru gæti stafað af leyndarhyggju vegna álíka máls sem kom illa við Sjálfstæðisflokkinn. Í gær […]

Þór Saari vill á þing fyrir Pírata: „Losum okkur við spillt, sjálfhverf og hrunin stjórnmál“

Þór Saari hagfræðingur og fyrrverandi þingmaður Borgarahreyfingarinnar og Hreyfingarinnar gefur kost á sér í prófkjöri Pírata sem hefst á morgun. Þór segir í fréttatilkynningu að vegna fjölda áskorana innan sem og utan Pírata mun hann sækjast eftir því að komast á þing fyrir Pírata í Suðvesturkjördæmi. Þór gaf kost á sér í prófkjöri Pírata fyrir […]

Ásta: Skipulag miðbæjar

Ásta S. Stefánsdóttir skrifar um málefni miðbæjarins: Skipulagsferli vegna miðbæjar Selfoss er nú að komast á lokastig. Fresti til að gera athugasemdir lauk í lok ágúst og voru athugasemdir þær sem bárust lagðar fram á fundi skipulags- og byggingarnefndar sl. miðvikudag. Nefndin fól formanni nefndarinnar, skipulags- og byggingarfulltrúa og lögmanni sveitarfélagsins að gera drög að […]

Þorvaldur er bjartsýnn: „Ég veit að okkar stefna á talsverðan hljómgrunn“

„Við ætlum að bjóða fram allsstaðar þar sem við getum, við stefnum á að bjóða fram um allt land ef okkur tekst það. Það er ekki alveg fyrirséð vegna þess hve tíminn er stuttur,“ segir Þorvaldur Þorvaldsson formaður Alþýðufylkingarinnar í samtali við Eyjuna. Flokkurinn, sem var stofnaður 2013, bauð fram í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi […]

Sigríður braut ekki trúnað með því að segja Bjarna

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra braut ekki reglur um trúnað með því að segja Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hafi skrifað undir umsögn fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson til að hann gæti fengið uppreist æru. Samkvæmt heimildum RÚV mun Tryggi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis hafa sagt þetta á lokuðum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. […]

Framsóknarflokkurinn boðar ekki til flokksþings fyrir kosningar

Framsóknarflokkurinn mun ekki boða til flokksþings fyrir kosningar, tíminn sé of knappur til það sé hægt í samræmi við lög flokksins. Þetta segir Einar Gunnar Einarsson framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins í samtali við Eyjuna. Ákveðið var á fundi miðstjórnar flokksins síðastliðið vor að halda flokksþing í janúar en í kjölfar stjórnarslita og kosninga í lok október fóru […]

Ragnar Þór svarar Halldóri: „Lægstu laun á Íslandi eru skammarlega lág“

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir það mikla einföldun að halda því fram að hækkun á ráðstöfunartekjum launafólks í formi hærri persónuafsláttar sé eingöngu tekjumissir fyrir ríkið. Líkt og greint var frá í gær sagði Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að tillaga VR um að endurskoða upphæð persónuafsláttar til að miða við þróun launa […]

Logi kannast ekki við þrýsting: „Ég er ekki að skipta mér af vinnu uppstillinganefnda“

Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að hann hafi heyrt það útundan sér að hann eigi að færa sig um set og bjóða sig fram í öðru Reykjavíkurkjördæmanna í stað Norðausturkjördæmis, en að enginn innan flokksins hafi komið að máli við sig um það. Vefur Hringbrautar segist hafa öruggar heimildir fyrir því að Samfylkingarfólk í […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is