Þriðjudagur 12.09.2017 - 09:41 - Ummæli ()

Mikill varnarsigur norsku hægri stjórnarinnar – áhlaup vinstri flokkanna mistókst herfilega

Erna Solberg fór fótgangandi um götur Óslóar um miðnótti í gærkvöld umkringd stuðningsfólki og blaðamönnum eftir að hún hafði flutt sigurræðu sína á kosningavöku Hægri flokksins. Hún gekk til norska Stórþingsins. Þar tók hún þátt í leiðtogaumræðum formanna flokkanna sem komust á þing.

Erna Solberg formaður Hægri flokksins og forsætisráðherra Noregs síðastliðin fjögur ár verður áfram við stjórnvölinn. Ríkisstjórnarsamstarf Hægri flokksins við Framfaraflokkinn, með stuðningi Kristilega þjóðarflokksins og Frjálsynda flokksins Vinstri hélt velli í norsku þingkosningunum í gær. Þetta kosningabandalag hlaut 89 þingsæti og hefur þannig fjögur sæti umfram þau 85 sæti sem þarf til að mynda meirihluta á norska Stórþinginu.

Stjórnarandstaðan, það eru vinstri flokkarnir og Miðflokkurinn hlutu alls 80 þingsæti. Þetta eru auk Miðflokksins, – Verkamannaflokkur jafnaðarmanna, Sósíalíski vinstriflokkurinn, Umhverfisflokkur Græningja og kommúnistaflokkurinn Rautt.

Þrátt fyrir að Miðflokknum gengi afar vel í kosningunum, þar sem hann jók fylgi sitt um nálega helming frá fyrri kosningum og fengi 10,3% atkvæða, þá dugar það hvergi til að fella hægri stjórnina. Megin ástæðan er sú að vinstri flokkunum mistókst að svara væntingum. Verkamannaflokkurinn sem hefur verið langstærsti flokkur um áratuga skeið fékk aðeins 27,4% og tapaði 3,4% frá kosningunum 2013. Aðeins einu sinni frá 1924 hefur flokkurinn fengið minna fylgi í þingkosningum. Það var 2001.

Tapari þingkosninganna í gær er Jonas Gahr Störe formaður Verkamannaflokksins. Sá flokkur horfir nú á næst mesta afhroð sitt frá 1924 og það þrátt fyrir að hafa setið fjögur ár í stjórnarandstöðu.

Norski Verkamannaflokkurinn er eftir gærdaginn aðeins rétt stærri en Hægri flokkur Ernu Solberg forsætisráðherra sem hlaut 25,1% og tapaði 1,7% frá síðustu kosningum. Ljóst er að Verkamannaflokksins bíða erfiðir tímar, jafnvel með innra uppgjöri, þar sem flokknum undir forystu Jonasar Gahr Störe klúðraði illilega tækifærum til að sækja að sitjandi hægristjórn.

Hinir vinstri flokkarnir fengu ekki það fylgi sem margir höfðu vonir um, þó að þeir bættu sig.

Sósíalíski vinstri flokkurinn hlaut 6% og jók fylgið um 1,9%. Kommúnistaflokkurinn Rautt fékk 2,4% (aukning um 1,3%) og þingmann í fyrsta sinn í sögu sinni, en var fjarri því að komast í 4% lágmarkið sem hefði veitt honum hlutdeild í uppbótarþingsætum. Þannig fékk þessi flokkur aðeins eitt þingsæti en hefði getað náð um sjö sætum ef hann hefði fengið uppbótarmenn. Svipað gildir um Umverfisflokk Græningja. Hann fékk aðeins 3,2% og einn þingmann en komst ekki í uppbótarþingsætin.

Miðflokkurinn undir forystu bóndans Trygve Slagsvold Vedum er sigurvegari norsku kosninganna í gær, mælt í fylgisaukningu frá síðustu kosningum.

Miðflokkurinn vann hins vegar mjög góðan sigur. Hann fékk 10,3% og jók fylgið um 4,8% frá 2013. Þessi flokkur sem telst systurflokkur Framsóknarflokksins á Íslandi hefur haft mjög ákveðna stefnu til varnar hinum dreifðu byggðum Noregs, auk þess sem hann hafnar ákveðið aðild að Evrópusambandinu. Margir Norðmenn telja að landsbyggðin hafi átt mjög í vök að verjast á síðasta kjörtímabili vegna ýmissa aðgerða hægri stjórnarinnar. Þetta hefur skapað mikla óánægju sem skilaði Miðflokknum ótrúlegu fylgi í gær í sumum byggðum Noregs.

Hægri flokkurinn og Framfaraflokkurinn sem hafa setið í ríkisstjórn síðustu fjögur árin unnu báðir varnarsigra. Hægri flokkurinn missti sem fyrr greindi 1,7% og Framfaraflokkurinn tapaði 1,1%. Það hlýtur að teljast viðunandi og ríkisstjórnin hélt velli. Báðum litlu flokkunum sem styðja hana og verja falli á norska Stórþinginu, það er Kristilega þjóðarflokknum og Frjálslynda flokknum Vinstri, tókst að komast yfir 4% múrinn og fá jöfnunarsæti. Vinstri fékk 4,3% og Kristilegir 4,2%. Hver flokkur um sig hlaut átta þingsæti.

Sigurför kvenna

Þrátt fyrir að hafa setið undir mjög þungum árásum vinstri manna alla kosningabaráttuna þá vann Silvy Listhaug ráðherra innflytjendamála stórsigur í gær. Nálega fjórði hver kjósandi í Mæri og Raumsdalsfylki þaðan sem hún er og var í framboði kaus flokk hennnar Framfaraflokkinn og Listhaug flaug inn á þing.

Sylvi Listhaug ráðherra innflytjendamála í hægri stjórninni hefur verið mjög umdeild sem stjórnmálamaður. Vinstri menn réðust óspart að henni í kosningabaráttunni og gagnrýndu hana harðlega. Listhaug var nú í framboði til þings í heimafylki sínu Mæri og Raumsdal. Þar vann hún stórsigur. Flokkur hennar Framfaraflokkurinn haut þar 22,4 og bætti sig um 2,4%. Listhaug er nú orðin þingmaður í fyrsta sinn á stjórnmálaferlinum. Framfaraflokkurinn er nú hvergi sterkari í Noregi en einmitt í fylki Sylvi.

Sé litið til annars en flokkadrátta þá vekur athygli að konur festa sig mjög í sessi í forystu norskra stjórnmála. Alls náðu 70 konur kjöri í gær sem gerir hlutfall þeirra á Stórþinginu 41,4%. Þær hafa aldrei verið fleiri þar. Síðan er forsætisráðherrann kona og formenn þriggja af fjórum stjórnarflokkum verða væntanlega konur. Það eru Erna Solberg forsætisráðherra, Siv Jensen fjármálaráðherra og formaður Framfaraflokksins og Trine Skei Grande formaður Frjálslynda flokksins Vinstri.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Menntamálaráðherra: Eina sem hægt er að gera er að fá gerandann til að láta af þessu háttalagi

Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra segir að vandinn í tengslum við kynferðislega áreitni sé miklu meiri en hann hafi gert sér grein fyrir. Um sé að ræða einstaklinga sem fari gegn eðlilegri háttsemi í samskiptum og það eina sem hægt sé að gera sé að fá þá til að láta af þessari háttsemi. Meira en 300 […]

Hagar hafa lengi skoðað sjálfsafgreiðslu í matvöruverslunum: Verður stór þáttur í framtíðinni

Finnur Árnason forstjóri Haga segir fyrirtækið hafa lengið skoðað að innleiða sjálfsafgreiðslu í matvöruverslunum en hár kostnaður hafi helst staðið í vegi fyrir innleiðingu slíks búnaðar hér á landi. Sjálfsafgreiðsla tíðkast víða í Bandaríkjunum og Evrópu þar sem viðskiptavinir sjá sjálfir um að skanna strikamerki og borga fyrir vöruna án þess að eiga samskipti við […]

Bráðum mega landsmenn eiga lögheimili í sumarbústöðum

Brátt geta þeir sem aldrei vilja fara heim úr sumarbústaðnum tekið gleði sína en til skoðunar er að breyta lögum um lögheimili til að gera fólki kleift að vera þar með lögheimili. Sama gildir um atvinnuhúsnæði. Fram kom á ráðstefnu Reykja­víkuraka­demí­unn­ar og Reykja­vík­ur­borg­ar sl. föstu­dag um ólög­legt hús­næði og óleyfisbúsetu, sem greint er frá í […]

Björn Valur: Bjarni sækir fast að því að fá sjötta ráðherrann

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sækir fast að því að fá sex ráðherra í hlut Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórninni en Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn taka það ekki í mál. Þetta segir Björn Valur Gíslason fyrrverandi varaformaður Vinstri grænna í færslu á Fésbók. Björn Valur segir Sjálfstæðismenn eiga í miklum vandræðum með ráðherraval í væntanlegri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, VG […]

Kjartan ósáttur við söluna og kaupin á OR-húsinu: „Furðulegur fjármálagjörningur“

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að salan og kaup Orkuveitu Reykjavíkur á OR-húsinu á Bæjarhálsi sé furðulegur fjármálagjörningur og sé mjög kostnaðarsamur fyrir íbúa Reykjavíkur og íbúum annarra sveitarfélaga sem eiga Orkuveituna. Árið 2013 seldi Orkuveitan húsnæðið fyrir 5,1 milljarð króna til lífeyrissjóða og fjárfestingafélaga en hélt áfram að leigja húsnæðið. Síðar kom í ljós […]

Oktavía Hrund kjörin formaður Pírata i Evrópu

Oktavía Hrund Jónsdóttir var kjörin stjórnarformaður Pírata í Evrópu á fundi sem haldinn var í Prag um helgina. Oktavía er varaþingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi og alþjóðafulltrúi framkvæmdaráðs Pírata á Íslandi. Hún er með MA gráðu í alþjóðlegri þróunarfræði og samskiptum frá Hróarskelduháskóla. Oktavía situr í stjórn Freedom of the Press Foundation og síðstu ár hefur […]

Mismunandi niðurstöður jafn réttar

Á heimasíðu Hæstaréttar hefur nú verið birt viðtal við Eirík Tómasson sem lét af störfum sem dómari við réttinn 1. september s.l. Það er nýbreytni í starfi réttarins að birta svona efni á heimasíðu sinni. Gaman væri að heyra hvernig starfsháttum við þessa léttmetissíðu er háttað. Hver er ábyrgðarmaður síðunnar? Hver tók viðtalið við Eirík? […]

Morgunblaðið: Hvað um samband Kristjáns og Rósu? „Einkalíf Rósu B. er ekki til umræðu á samfélagsmiðlum“

Í Staksteinum í Morgunblaðinu eru fjölmiðlar gagnrýndir fyrir umfjallanir um einkalíf Sigmundar Davíðs og Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Á meðan hjólað sé á ósanngjarnan hátt í þessa tvo stjórnmálamenn sé farið silkihöndum um aðra og er Rósa B. Brynjólfsdóttir, þingmaður Vg, sérstaklega nefnd í því samhengi. Staksteinar Morgunblaðsins byrja á þessum orðum: „Pál Vilhjálmsson bendir á. […]

Verri þjónusta er betri þjónusta

Ef eitthvað er idjótískt í nútímanum – og er í rauninni angi af þeirri nauðhyggju að öll tækniþróun sé skilyrðislaust af hinu góða – þá er það þegar reynt er að sannfæra mann um að lakari þjónusta sé í raun betri þjónusta.

Samtök atvinnulífsins segja kominn tíma til að stytta grunnskólanám: Getur mildað áhrif kennaraskorts

Samtök atvinnulífsins segja það vera kominn tími til að skoða af alvöru að stytta grunnskólanám um eitt ár. Fram kemur í grein á vef SA að það kunni að felast verðmæt tækifæri í að láta grunnskólann ná aðeins upp í 9.bekk, þar á meðal sé hægt að hægt að hækka laun kennara og milda áhrif […]

Björn Valur: Þarf að staðfesta að endurritið sé hið raunverulega samtal

Björn Valur Gíslason er í bankaráði Seðlabankans. Hann segir alvarlegt að trúnaðargögn hafi farið úr bankanum og endað á fjölmiðli. Þar á hann við símtal Davíðs Oddssonar þáverandi seðlabankastjóra og Geirs H. Haarde þáverandi forsætisráðherra sem birt var í Morgunblaðinu um helgina. Fjölmargir fjölmiðlar hafa reynt að fá samtalið afhent frá Seðlabankanum en verið hafnað. […]

Píratar vinna við að bjarga heimasíðu Sjálfstæðisflokksins

Þingmenn og áhrifamenn innan Pírata vinna nú að því að bjarga vefsíðum vefhýsingarfyrirtækisins 1984 sem hrundi í síðustu viku. Margar vefsíðu fóru illa út úr hruninu, þar á meðal vefur Eiríks Jónssonar sem og vefir Pírata og Sjálfstæðisflokksins. Fram kom í twitter-færslu frá 1984 í gær að þingmennirnir Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy ynnu […]

Magnús: Eitthvað allt annað en gagnleki þegar upplýsingarnar eru notaðar eftir hentugleika

„Gagnalekar sem hafa þann tilgang að upplýsa almenning um sitthvað misjafnt, jafnvel lögbrot, í störfum og fjármálum ráða- og efnamanna hafa löngu sannað mikilvægi sitt fyrir framgang lýðræðisins. En að hafa á brott með sér upplýsingar frá ríkisstofnun, þegar viðkomandi er sagt upp störfum, til þess að nýta þær upplýsingar svo eftir hentugleika jafnvel mörgum […]

Kjarkur Katrínar

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar: Það virðist ekki eiga sérlega vel við stóran hóp innan Vinstri grænna að horfast í augu við þá ábyrgð sem fylgir því að taka að sér stjórn landsins. Þar er einungis horft í eina átt – til vinstri – þrátt fyrir að úrslit nýafstaðinna kosninga hafi síst af öllu verið ákall um vinstri […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is