Þriðjudagur 12.09.2017 - 09:41 - Ummæli ()

Mikill varnarsigur norsku hægri stjórnarinnar – áhlaup vinstri flokkanna mistókst herfilega

Erna Solberg fór fótgangandi um götur Óslóar um miðnótti í gærkvöld umkringd stuðningsfólki og blaðamönnum eftir að hún hafði flutt sigurræðu sína á kosningavöku Hægri flokksins. Hún gekk til norska Stórþingsins. Þar tók hún þátt í leiðtogaumræðum formanna flokkanna sem komust á þing.

Erna Solberg formaður Hægri flokksins og forsætisráðherra Noregs síðastliðin fjögur ár verður áfram við stjórnvölinn. Ríkisstjórnarsamstarf Hægri flokksins við Framfaraflokkinn, með stuðningi Kristilega þjóðarflokksins og Frjálsynda flokksins Vinstri hélt velli í norsku þingkosningunum í gær. Þetta kosningabandalag hlaut 89 þingsæti og hefur þannig fjögur sæti umfram þau 85 sæti sem þarf til að mynda meirihluta á norska Stórþinginu.

Stjórnarandstaðan, það eru vinstri flokkarnir og Miðflokkurinn hlutu alls 80 þingsæti. Þetta eru auk Miðflokksins, – Verkamannaflokkur jafnaðarmanna, Sósíalíski vinstriflokkurinn, Umhverfisflokkur Græningja og kommúnistaflokkurinn Rautt.

Þrátt fyrir að Miðflokknum gengi afar vel í kosningunum, þar sem hann jók fylgi sitt um nálega helming frá fyrri kosningum og fengi 10,3% atkvæða, þá dugar það hvergi til að fella hægri stjórnina. Megin ástæðan er sú að vinstri flokkunum mistókst að svara væntingum. Verkamannaflokkurinn sem hefur verið langstærsti flokkur um áratuga skeið fékk aðeins 27,4% og tapaði 3,4% frá kosningunum 2013. Aðeins einu sinni frá 1924 hefur flokkurinn fengið minna fylgi í þingkosningum. Það var 2001.

Tapari þingkosninganna í gær er Jonas Gahr Störe formaður Verkamannaflokksins. Sá flokkur horfir nú á næst mesta afhroð sitt frá 1924 og það þrátt fyrir að hafa setið fjögur ár í stjórnarandstöðu.

Norski Verkamannaflokkurinn er eftir gærdaginn aðeins rétt stærri en Hægri flokkur Ernu Solberg forsætisráðherra sem hlaut 25,1% og tapaði 1,7% frá síðustu kosningum. Ljóst er að Verkamannaflokksins bíða erfiðir tímar, jafnvel með innra uppgjöri, þar sem flokknum undir forystu Jonasar Gahr Störe klúðraði illilega tækifærum til að sækja að sitjandi hægristjórn.

Hinir vinstri flokkarnir fengu ekki það fylgi sem margir höfðu vonir um, þó að þeir bættu sig.

Sósíalíski vinstri flokkurinn hlaut 6% og jók fylgið um 1,9%. Kommúnistaflokkurinn Rautt fékk 2,4% (aukning um 1,3%) og þingmann í fyrsta sinn í sögu sinni, en var fjarri því að komast í 4% lágmarkið sem hefði veitt honum hlutdeild í uppbótarþingsætum. Þannig fékk þessi flokkur aðeins eitt þingsæti en hefði getað náð um sjö sætum ef hann hefði fengið uppbótarmenn. Svipað gildir um Umverfisflokk Græningja. Hann fékk aðeins 3,2% og einn þingmann en komst ekki í uppbótarþingsætin.

Miðflokkurinn undir forystu bóndans Trygve Slagsvold Vedum er sigurvegari norsku kosninganna í gær, mælt í fylgisaukningu frá síðustu kosningum.

Miðflokkurinn vann hins vegar mjög góðan sigur. Hann fékk 10,3% og jók fylgið um 4,8% frá 2013. Þessi flokkur sem telst systurflokkur Framsóknarflokksins á Íslandi hefur haft mjög ákveðna stefnu til varnar hinum dreifðu byggðum Noregs, auk þess sem hann hafnar ákveðið aðild að Evrópusambandinu. Margir Norðmenn telja að landsbyggðin hafi átt mjög í vök að verjast á síðasta kjörtímabili vegna ýmissa aðgerða hægri stjórnarinnar. Þetta hefur skapað mikla óánægju sem skilaði Miðflokknum ótrúlegu fylgi í gær í sumum byggðum Noregs.

Hægri flokkurinn og Framfaraflokkurinn sem hafa setið í ríkisstjórn síðustu fjögur árin unnu báðir varnarsigra. Hægri flokkurinn missti sem fyrr greindi 1,7% og Framfaraflokkurinn tapaði 1,1%. Það hlýtur að teljast viðunandi og ríkisstjórnin hélt velli. Báðum litlu flokkunum sem styðja hana og verja falli á norska Stórþinginu, það er Kristilega þjóðarflokknum og Frjálslynda flokknum Vinstri, tókst að komast yfir 4% múrinn og fá jöfnunarsæti. Vinstri fékk 4,3% og Kristilegir 4,2%. Hver flokkur um sig hlaut átta þingsæti.

Sigurför kvenna

Þrátt fyrir að hafa setið undir mjög þungum árásum vinstri manna alla kosningabaráttuna þá vann Silvy Listhaug ráðherra innflytjendamála stórsigur í gær. Nálega fjórði hver kjósandi í Mæri og Raumsdalsfylki þaðan sem hún er og var í framboði kaus flokk hennnar Framfaraflokkinn og Listhaug flaug inn á þing.

Sylvi Listhaug ráðherra innflytjendamála í hægri stjórninni hefur verið mjög umdeild sem stjórnmálamaður. Vinstri menn réðust óspart að henni í kosningabaráttunni og gagnrýndu hana harðlega. Listhaug var nú í framboði til þings í heimafylki sínu Mæri og Raumsdal. Þar vann hún stórsigur. Flokkur hennar Framfaraflokkurinn haut þar 22,4 og bætti sig um 2,4%. Listhaug er nú orðin þingmaður í fyrsta sinn á stjórnmálaferlinum. Framfaraflokkurinn er nú hvergi sterkari í Noregi en einmitt í fylki Sylvi.

Sé litið til annars en flokkadrátta þá vekur athygli að konur festa sig mjög í sessi í forystu norskra stjórnmála. Alls náðu 70 konur kjöri í gær sem gerir hlutfall þeirra á Stórþinginu 41,4%. Þær hafa aldrei verið fleiri þar. Síðan er forsætisráðherrann kona og formenn þriggja af fjórum stjórnarflokkum verða væntanlega konur. Það eru Erna Solberg forsætisráðherra, Siv Jensen fjármálaráðherra og formaður Framfaraflokksins og Trine Skei Grande formaður Frjálslynda flokksins Vinstri.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Guðlaugur Þór gaf Íslendingasögurnar í sænskri þýðingu

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, afhenti Alice Bah Kunke, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, til gjafar Íslendingasögurnar í sænskri þýðingu við hátíðlega athöfn í Uppsölum í dag. Í ræðu sinni rakti ráðherra sagnaarfinn og þýðingu Íslendingasagnanna enn þann dag í dag. „“Ber er hver að baki nema bróður sér eigi“, segir í sögnunum og er þar vísað til vopnaðra […]

Ríkisstjórnin lýsir yfir vantrausti á kjararáð- Myndar starfshóp um „breytt fyrirkomulag“ og „úrbætur“

Ríkisstjórnin hefur skipað starfshóp um kjararáð, í samráði við „heildarsamtök á vinnumarkaði“, líkt og segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. „Hópurinn skal bera saman fyrirkomulag um ákvörðun launa hjá kjörnum fulltrúum, dómurum og embættismönnum í nágrannalöndum og leggja fram tillögur að breyttu fyrirkomulagi launaákvarðana kjararáðs, sé annað fyrirkomulag talið líklegra til betri sáttar í þjóðfélaginu til […]

Gunnar Atli ráðinn aðstoðarmaður Kristjans Þórs

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ráðið Gunnar Atla Gunnarsson sem aðstoðarmann sinn. Hann hefur störf í ráðuneytinu í dag. Kristján Þór mun þar með hafa tvo aðstoðarmenn en fyrir er Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir sem er sem stendur í fæðingarorlofi. Gunnar Atli er stúdent frá Menntaskólanum á Ísafirði, með Mag. Jur. í lögfræði frá […]

Vilhjálmur Bjarnason: „Borgin stundar mikinn fjandskap við íbúa sína“

Vilhjálmur Bjarnason, frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu borgarstjórnarkosningar, skrifar grein í Morgunblaðið í dag, hvar hann fer yfir helstu hugðarefni sín í borgarmálunum. Eru þar húsnæðis- og velferðarmál ofarlega á baugi, en athygli vekur að Vilhjálmur minnist lítið sem ekkert á samgöngumál eða borgarlínu, en hann hefur þó áður lýst yfir efasemdum um hana, […]

Strætó að eldast – Um helmingur 10 ára eða eldri

Samgöngumál borgarinnar eru nú í brennidepli, þegar styttist í sveitastjórnarkosningar. Ljóst er að samgöngumál verða eitt af stóru kosningamálunum, ekki síst almenningssamgöngur, þar sem Borgarlínan hefur verið í forgrunni. En hvernig stendur Strætó ? Samkvæmt Jóhannesi Rúnarssyni, framkvæmdarstjóra Strætó, eru 49 af 95 strætisvögnum fyrirtækisins 10 ára eða meira og eru tveir þeirra 18 ára […]

Borgin úthlutaði lóðum fyrir 1711 íbúðir árið 2017

Alls voru samþykktar lóðaúthlutanir fyrir 1.711 íbúðir í borgarráði á síðasta ári. Mikill meirihluti úthlutaðra lóða var fyrir byggingarfélög sem starfa án hagnaðarsjónarmiða. Borgarráð fékk kynningu á úthlutunum lóða á fundi sínum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Úthlutað var lóðum fyrir 1.711 íbúðir í borgarráði í fyrra. Af þeim eru 1.422 […]

Forsætisráðherra í heimsóknarhug

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á faraldsfæti í gær, en hún heimsótti bæði umboðsmann barna og Seðlabankann. Umboðsmaður barna, Salvör Nordal, gerði Katrínu grein fyrir stefnumótun og áherslum embættisins fyrir tímabilið 2018 til 2022. Fram kom að embættið telur brýnt að efla stefnumótun á mörgum sviðum sem tengjast börnum. Grunnur að því sé greining á stöðu […]

Þórir Guðmundsson ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis

Þórir Guðmundsson hefur verið ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og vísir.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vodafone. Þórir er með meistaragráðu í alþjóðlegum samskiptum frá Boston University og B.A. gráðu í Blaða- og fréttamennsku frá University of Kansas. Þórir starfaði sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, fyrst á árunum 1986 til 1999 og svo […]

Dauðans alvara – eftir Jón Pál Hreinsson og Pétur G. Markan

Þegar þessi orð eru skrifuð hefur einangrun Djúpsins verið viðvarandi frá laugardagskvöldi 13. janúar. Hvað þýðir það í nútímasamfélagi? Frá 13. janúar hafa allir vegir verið lokaðir til svæðisins, vegna ófærðar og snjóflóða, og flugsamgöngur verið stopular til landshlutans, vegna óhagstæðra vinda. Tvær megin orsakir eru til grundvallar þessari eingangrun; erfitt flugvallarstæði á Ísafirði og […]

ESB ræðst gegn plastmengun: Meira af plasti en fiski í sjónum árið 2050 með sama áframhaldi

Samkvæmt nýrri áætlun Evrópusambandsins verða allar plastumbúðir gerðar úr endurvinnanlegu efni fyrir árið 2030, dregið verður verulega úr notkun einnota plasts og skorður settar við notkun örplasts. Áætlun Evrópusambandsins til að bregðast við plastmengun er ætlað að vernda náttúruna, verja íbúana og styrkja fyrirtækin. Áætlunin er sú fyrsta sinnar tegundar og á að stuðla að […]

Stefnt að opnun neyslurýma fyrir vímuefnaneytendur

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett af stað vinnu í velferðarráðuneytinu til að undirbúa opnun neyslurýma fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. Neyslurými sem þessi eru þekkt úrræði erlendis og byggjast á hugmyndafræði skaðaminnkunar. Alþingi samþykkti í maí árið 2014 ályktun um að stefna í vímuefnamálum skyldi endurskoðuð „á grundvelli lausnamiðaðra og mannúðlegra úrræða, á forsendum heilbrigðiskerfisins og […]

Arnar Þór Sævarsson verður aðstoðarmaður félags- og jafnréttismálaráðherra

Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ráðið Arnar Þór Sævarsson, fráfarandi sveitarstjóra á Blönduósi aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Arnar Þór útskrifaðist úr lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1999 og tók ári síðar réttindi til að gegna lögmennsku. Hann hefur gegnt stöðu sveitarstjóra á Blönduósi frá árinu 2007. Áður var hann aðstoðarmaður Jóns Sigurðssonar, þáverandi […]

Virtur læknir óttast að Trump fái hjartaáfall-Mældist með hættulega hátt kólesteról

Donald Trump Bandaríkjaforseti var sagður við hestaheilsu í reglubundinni læknisskoðun sinni á dögunum, þegar hann var skoðaður af lækni Hvíta hússins, Dr. Ronny L. Jackson. Sagði læknirinn að hjarta- og æðakerfi Trumps væri í fínu standi, þrátt fyrir að LDL kólesteról magnið mældist 143, sem er langt yfir viðmiðunarmörkum. LDL kólesteról er gjarnan nefnt „vonda“ […]

Una María kosin formaður Miðflokksfélags Suðvesturskjördæmis

Miðflokkurinn stofnaði flokksfélag Suðvesturkjördæmis í gærkvöldi í Glersalnum í Kópavogi, samkvæmt tilkynningu frá Miðflokknum. Gestir fundarins voru þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Suðvesturkjördæmis. Miðflokksfélag Suðvesturkjördæmis er annað kjördæmafélag Miðflokksins sem stofnað er, en nýlega var stofnað Miðflokksfélag í Suðurkjördæmi. Félagið hefur, samkvæmt nýsamþykktum lögum þess, þann tilgang að vinna […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is