Þriðjudagur 12.09.2017 - 15:27 - Ummæli ()

Sex af tíu höfuðborgarbúum finnst of mikið af erlendum ferðamönnum í miðborginni

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru almennt jákvæðir gagnvart ferðamönnum samkvæmt niðurstöðum viðhorfskönnunar sem gerð var fyrir Höfuðborgarstofu  í sumar. Ánægjan er þó minni en árin á undan en ferðamenn voru 88% fleiri á landinu  fyrstu sex mánuði ársins miðað við sama tíma árið 2015, samkvæmt gögnum frá Ferðamálastofu.  Langflestir eru stoltir af því að búa í borg sem tekur vel á móti ferðamönnum og meirihluti telur íbúa gestrisna gagnvart ferðamönnum.  Ferðamenn fá líka góða einkunn en langflestir segja lítið ónæði af þeim og telja þá vinsamlega í samskiptum sínum við heimamenn. Flestir eru á því að aukinn fjöldi ferðamanna hafi jákvæð efnahagsleg áhrif á höfuðborgarsvæðinu

Maskína framkvæmdi könnunina fyrir Höfuðborgarstofu í sumar, var hún lögð fyrir íbúa í öllum póstnúmerum  á höfuðborgarsvæðinu, alls svöruðu 1.860 manns en þetta er í þriðja sinn sem slík könnun er gerð.

Könnunin leiðir í ljós að níu af hverjum tíu íbúum á höfuðborgarsvæðinu eru ýmist í meðallagi, frekar eða mjög jákvæðir gagnvart ferðamönnum. Um níu prósent íbúa segjast fremur eða mjög neikvæð gagnvart þeim. Þetta er örlítil breyting frá síðasta ári þegar sömu hlutföll voru 95% og rúmlega sex prósent sögðust frekar og mjög neikvæð gagnvart ferðamönnum.

Íbúar miðborgarinnar eru jákvæðari gagnvart ferðaþjónustunni

Sjö af hverjum tíu íbúum telja fjölda ferðamanna hæfilegan í sínu hverfi á sumrin á móti tæplega 57% íbúa í miðborginni. Sex af hverjum tíu íbúum höfuðborgarsvæðisins telja  að á sumrin sé fjöldi ferðamanna í miðborginni of mikill.

Yfir vetrarmánuðina telja um 70% íbúa á höfuðborgarsvæðinu ferðamenn í sínu hverfi vera hæfilegan en hlutfallið er 64% hjá íbúum miðborgarinnar. Sex af hverjum tíu íbúum höfuðborgarsvæðisins telja fjölda ferðamanna í miðborginni hæfilegan á veturna og hlutfallið er svipað hjá íbúum miðborgarinnar.

Íbúar miðborgarinnar eru jákvæðari gagnvart ferðaþjónustunni en íbúar höfuðborgarsvæðisins í heild en í miðborginni segja 63% að almennt vegi jákvæðar hliðar ferðaþjónustu þyngra en neikvæðar á móti helmingi aðspurðra á höfuðborgarsvæðinu í heild.

Átta af hverjum tíu segja að aukinn fjöldi ferðamanna hafi jákvæð efnahagsleg áhrif á höfuðborgarsvæðinu og fleirum finnst lífsgæðin í sínu nærumhverfi hafa batnað en versnað með auknum fjölda ferðamanna eða 20% á móti 10%. Í miðborginni eru íbúar afdráttarlausari og segir um þriðjungur þeirra að lífsgæði sín hafi batnað og fjórðungur að þau hafi versnað.

Næstum allir íbúar á höfuðborgarsvæðinu segja ferðamenn vera í meðallagi, frekar eða mjög vinsamlega eða um 98% og aðeins fleiri íbúar í miðborginni telur þá mjög vinsamlega borið saman við íbúa á svæðinu í heild eða tæplega þriðjungur á móti 25% .

94% telja að íbúar á höfuðborgarsvæðinu séu í meðallagi, fremur eða mjög gestrisnir gagnvart erlendum ferðamönnum. Sama hlutfall telur að framboð á veitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu hafi aukist með auknum fjölda ferðamanna sem er aðeins meira en á síðasta ári. Þá telja tæplega níu af hverjum tíu að framboð á kaffihúsum hafi aukist með fjölguninni.

13% verða mikið varir við heimagistingu

Mynd/Getty

Níu af hverjum tíu íbúum á höfuðborgarsvæðinu hefur sjaldan eða aldrei orðið fyrir ónæði frá ferðamönnum við heimili sitt og 65% íbúa í miðborginni.

Fleiri íbúar höfuðborgarsvæðisins eru hlynntir því að einstaklingar geti leigt út eigið húsnæði í gegnum Airbnb í allt að 90 daga á ári en þeir sem eru á móti því eða um helmingur á móti 28%.

Íbúar miðborgarinnar eru hins vegar áhugasamari um að leigja út heimili sín en þar hefur fimmtungur fremur eða mjög mikinn áhuga á því en 60% hafa fremur eða mjög lítinn áhuga á því.

Þá verða þrír af hverjum fjórum íbúum borgarinnar fremur eða mjög lítið varir við rekstur heimagistingar í nágrenni við sig. 13% verða hins vegar fremur mikið eða mjög mikið vör við slíkan rekstur. Allt önnur staða er í miðborginni þar sem helmingur verður fremur eða mjög mikið var við rekstur heimagistingar. Þriðjungur verður hins vegar fremur lítið eða mjög lítið var við hann.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Framsókn aftur í ríkisstjórn

Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar: Nú stöndum við frammi fyrir því, örfáum dögum eftir þingsetningu að stjórnin er sprungin og nýjar kosningar til Alþingis eftir örfáar vikur. Sú sem þetta ritar bjóst ekki við að ríkisstjórnin yrði langlíf. En það að komast ekki í gegnum fyrstu umræðu á sameiginlegum fjárlögum er örugglega heimsmet. Staða Framsóknarflokksins hefur […]

Viðtal við bændur á Bjarteyjarsandi: „Hefur það ekki gildi að sjá að það býr fólk í sveitum landsins?“

Það er friðsæld yfir Bjarteyjarsandi í Hvalfirði þegar bærinn er sóttur heim að morgni annars mánudags í september. Þarna er stórt sauðfjárbú og ferðaþjónusta. Daginn áður var lokið fyrri leitum og réttum. Féð er komið heim í tún þar sem það slakar á í haustbeitinni.Ferðamönnum er tekið að fækka. Það er komið haust. Við hittum […]

Hvert fer orkan úr fyrirhugaðri Hvalárvirkjun?

Gunnar G. Magnússon skrifar: Fyrirhuguð virkjun í Hvalá í Árneshreppni á Ströndum hefur verið í nýtingarflokki Rammaáætlunar um langt skeið. Vatnsréttarsamningar voru gerðir við landeigendur árið 2007 og hefur virkjunarfyrirkomulag Hvalárvirkjunar nánast haldist óbreytt síðan. Allar þær breytingar sem gerðar hafa verið á fyrirkomulagi virkjunarinnar síðan samningar tókust hafa einungis verið gerðar til að minnka […]

Páll betri talsmaður en Brynjar

Sigurður Jónsson skrifar: Í Silfrinu hjá Agli Helgasyni síðasta sunnudag var m.a. Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Páll kom einstaklega vel út úr viðtalinu og sagði m.a. eftirfarandi um  mál síðustu viku: „Við hefðum getað haldið betur á þessu því að sannarlega er það ekki svoleiðis að að það sé meiri biðlund, meiri samúð hjá fólki […]

Teigsskógur – 2% af birkikjarri

Teigsskógur er við vestanverðan Þorskafjörð. Í skýrslu vegagerðarinnar frá febrúar 2017 um mat á umhverfisáhrifum af lagningu nýs vegar milli Bjarkalundar og Skálaness kemur fram í umsögn Skógræktar ríkisins að skógurinn nái frá Þórisstöðum um Gröf og langleiðina að gömlum túngarði við bæinn Hallsteinsstaði yst á skaganum, sem gengur fram milli Þorskafjarðar og Djúpafjarðar. Orðið […]

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins: Ríkisútvarpið olli töfunum á birtingu gagnanna

Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir það sé Ríkisútvarpinu að kenna að gögnin um þá sem fengið hafa uppreist æru hafi ekki verið opinberuð í sumar. Vilhjálmur sagði í viðtali í þættinum Harmageddon í morgun að eftir að RÚV kærði ákvörðunina um afhenda ekki gögnin þá hafi Úrskurðarnefnd um upplýsingamál brugðist skjótt við og að mesta […]

Þórunn vill sæti Sigmundar Davíðs

Þórunn Egilsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins vill leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er oddviti flokksins í kjördæminu, hann ætlar í framboð, en það liggur ekki fyrir hvort hann muni áfram sækjast eftir því að leiða listann í komandi kosningum. Þórunn segir í færslu á Fésbók að kosningarnar 28. október næstkomandi muni snúast um trúverðugleika […]

Björn vill útlendingamálin á dagskrá í kosningabaráttunni: „Þeir eiga ekkert erindi hingað“

„Með hliðsjón af því hve miklu af skatt­fé al­menn­ings er varið til hæl­is­mála er stórund­ar­legt að umræðan sé ekki meiri um út­lend­inga­mál­in á stjórn­mála­vett­vangi. Það er engu lík­ara en ís­lensk­ir stjórn­mála­menn forðist mála­flokk­inn og vilji helst að um hann ríki póli­tísk þögn,“ segir Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins í grein í Morgunblaðinu í dag. Segir […]

Davíð spyr: „Munu æsingamennirnir biðjast afsökunar á ósköpunum?“

Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins vill vita hvort þeir sem slitu ríkisstjórnarsamstarfinu og æstu sig muni nú biðjast afsökunar á ósköpunum. Í Staksteinum Morgunblaðsins í dag, þar sem Davíð heldur öllum líkindum á penna, er spurt í ljósi þess að umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í gær að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hafi ekki brotið […]

Björt sendir Sjálfstæðismönnum tóninn: Siðferði og samskiptareglur snúast ekki um lögfræði eða reglur um trúnað

Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar segir að traustið milli Bjartrar framtíðar til Sjálfstæðisflokksins hafi horfið þegar flokkurinn varð þess áskynja að neitun ráðuneytis um að veita lögbundna upplýsingagjöf til bæði fjölmiðla og fjölskyldu brotaþola í máli um uppreist æru gæti stafað af leyndarhyggju vegna álíka máls sem kom illa við Sjálfstæðisflokkinn. Í gær […]

Þór Saari vill á þing fyrir Pírata: „Losum okkur við spillt, sjálfhverf og hrunin stjórnmál“

Þór Saari hagfræðingur og fyrrverandi þingmaður Borgarahreyfingarinnar og Hreyfingarinnar gefur kost á sér í prófkjöri Pírata sem hefst á morgun. Þór segir í fréttatilkynningu að vegna fjölda áskorana innan sem og utan Pírata mun hann sækjast eftir því að komast á þing fyrir Pírata í Suðvesturkjördæmi. Þór gaf kost á sér í prófkjöri Pírata fyrir […]

Ásta: Skipulag miðbæjar

Ásta S. Stefánsdóttir skrifar um málefni miðbæjarins: Skipulagsferli vegna miðbæjar Selfoss er nú að komast á lokastig. Fresti til að gera athugasemdir lauk í lok ágúst og voru athugasemdir þær sem bárust lagðar fram á fundi skipulags- og byggingarnefndar sl. miðvikudag. Nefndin fól formanni nefndarinnar, skipulags- og byggingarfulltrúa og lögmanni sveitarfélagsins að gera drög að […]

Þorvaldur er bjartsýnn: „Ég veit að okkar stefna á talsverðan hljómgrunn“

„Við ætlum að bjóða fram allsstaðar þar sem við getum, við stefnum á að bjóða fram um allt land ef okkur tekst það. Það er ekki alveg fyrirséð vegna þess hve tíminn er stuttur,“ segir Þorvaldur Þorvaldsson formaður Alþýðufylkingarinnar í samtali við Eyjuna. Flokkurinn, sem var stofnaður 2013, bauð fram í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi […]

Sigríður braut ekki trúnað með því að segja Bjarna

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra braut ekki reglur um trúnað með því að segja Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hafi skrifað undir umsögn fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson til að hann gæti fengið uppreist æru. Samkvæmt heimildum RÚV mun Tryggi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis hafa sagt þetta á lokuðum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is