Þriðjudagur 12.09.2017 - 15:27 - Ummæli ()

Sex af tíu höfuðborgarbúum finnst of mikið af erlendum ferðamönnum í miðborginni

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru almennt jákvæðir gagnvart ferðamönnum samkvæmt niðurstöðum viðhorfskönnunar sem gerð var fyrir Höfuðborgarstofu  í sumar. Ánægjan er þó minni en árin á undan en ferðamenn voru 88% fleiri á landinu  fyrstu sex mánuði ársins miðað við sama tíma árið 2015, samkvæmt gögnum frá Ferðamálastofu.  Langflestir eru stoltir af því að búa í borg sem tekur vel á móti ferðamönnum og meirihluti telur íbúa gestrisna gagnvart ferðamönnum.  Ferðamenn fá líka góða einkunn en langflestir segja lítið ónæði af þeim og telja þá vinsamlega í samskiptum sínum við heimamenn. Flestir eru á því að aukinn fjöldi ferðamanna hafi jákvæð efnahagsleg áhrif á höfuðborgarsvæðinu

Maskína framkvæmdi könnunina fyrir Höfuðborgarstofu í sumar, var hún lögð fyrir íbúa í öllum póstnúmerum  á höfuðborgarsvæðinu, alls svöruðu 1.860 manns en þetta er í þriðja sinn sem slík könnun er gerð.

Könnunin leiðir í ljós að níu af hverjum tíu íbúum á höfuðborgarsvæðinu eru ýmist í meðallagi, frekar eða mjög jákvæðir gagnvart ferðamönnum. Um níu prósent íbúa segjast fremur eða mjög neikvæð gagnvart þeim. Þetta er örlítil breyting frá síðasta ári þegar sömu hlutföll voru 95% og rúmlega sex prósent sögðust frekar og mjög neikvæð gagnvart ferðamönnum.

Íbúar miðborgarinnar eru jákvæðari gagnvart ferðaþjónustunni

Sjö af hverjum tíu íbúum telja fjölda ferðamanna hæfilegan í sínu hverfi á sumrin á móti tæplega 57% íbúa í miðborginni. Sex af hverjum tíu íbúum höfuðborgarsvæðisins telja  að á sumrin sé fjöldi ferðamanna í miðborginni of mikill.

Yfir vetrarmánuðina telja um 70% íbúa á höfuðborgarsvæðinu ferðamenn í sínu hverfi vera hæfilegan en hlutfallið er 64% hjá íbúum miðborgarinnar. Sex af hverjum tíu íbúum höfuðborgarsvæðisins telja fjölda ferðamanna í miðborginni hæfilegan á veturna og hlutfallið er svipað hjá íbúum miðborgarinnar.

Íbúar miðborgarinnar eru jákvæðari gagnvart ferðaþjónustunni en íbúar höfuðborgarsvæðisins í heild en í miðborginni segja 63% að almennt vegi jákvæðar hliðar ferðaþjónustu þyngra en neikvæðar á móti helmingi aðspurðra á höfuðborgarsvæðinu í heild.

Átta af hverjum tíu segja að aukinn fjöldi ferðamanna hafi jákvæð efnahagsleg áhrif á höfuðborgarsvæðinu og fleirum finnst lífsgæðin í sínu nærumhverfi hafa batnað en versnað með auknum fjölda ferðamanna eða 20% á móti 10%. Í miðborginni eru íbúar afdráttarlausari og segir um þriðjungur þeirra að lífsgæði sín hafi batnað og fjórðungur að þau hafi versnað.

Næstum allir íbúar á höfuðborgarsvæðinu segja ferðamenn vera í meðallagi, frekar eða mjög vinsamlega eða um 98% og aðeins fleiri íbúar í miðborginni telur þá mjög vinsamlega borið saman við íbúa á svæðinu í heild eða tæplega þriðjungur á móti 25% .

94% telja að íbúar á höfuðborgarsvæðinu séu í meðallagi, fremur eða mjög gestrisnir gagnvart erlendum ferðamönnum. Sama hlutfall telur að framboð á veitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu hafi aukist með auknum fjölda ferðamanna sem er aðeins meira en á síðasta ári. Þá telja tæplega níu af hverjum tíu að framboð á kaffihúsum hafi aukist með fjölguninni.

13% verða mikið varir við heimagistingu

Mynd/Getty

Níu af hverjum tíu íbúum á höfuðborgarsvæðinu hefur sjaldan eða aldrei orðið fyrir ónæði frá ferðamönnum við heimili sitt og 65% íbúa í miðborginni.

Fleiri íbúar höfuðborgarsvæðisins eru hlynntir því að einstaklingar geti leigt út eigið húsnæði í gegnum Airbnb í allt að 90 daga á ári en þeir sem eru á móti því eða um helmingur á móti 28%.

Íbúar miðborgarinnar eru hins vegar áhugasamari um að leigja út heimili sín en þar hefur fimmtungur fremur eða mjög mikinn áhuga á því en 60% hafa fremur eða mjög lítinn áhuga á því.

Þá verða þrír af hverjum fjórum íbúum borgarinnar fremur eða mjög lítið varir við rekstur heimagistingar í nágrenni við sig. 13% verða hins vegar fremur mikið eða mjög mikið vör við slíkan rekstur. Allt önnur staða er í miðborginni þar sem helmingur verður fremur eða mjög mikið var við rekstur heimagistingar. Þriðjungur verður hins vegar fremur lítið eða mjög lítið var við hann.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Aukin velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi

Velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi, fyrir utan lyfjaframleiðslu og landbúnað, var 737 milljarðar króna í nóvember og desember 2017 sem er 9,2% hækkun miðað við sama tímabil árið 2016. Virðisaukaskattskyld velta í þessum greinum var 4.145 milljarðar árið 2017 eða 4,2% hærri en 2016. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.           […]

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar í Reykjavík

Opinn félagsfundur Viðreisnar í Reykjavík samþykkti nú fyrir stundu tillögu uppstillingarnefndar að framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Þetta kemur fram í tilkynningu. Um er að ræða fullskipaðan 46 einstaklinga framboðslista þar sem rík áhersla er lögð á fjölbreyttan bakgrunn frambjóðenda auk dreifingar í aldri, kyni og búsetu.   „Líkt og í öðrum verkum flokksins verða […]

Ágúst Ólafur: Fjármálastefna ríkisstjórnarinnar fær falleinkun flestra hagsmunaaðila

„Fjármálastefna ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur fær algjöra falleinkunn frá nánast öllum hagsmunaaðilum sem fjallað hafa um stefnuna. Fjármálastefnan er sögð vera ógn við stöðugleikann, óraunsæ, ábyrgðarlaus, óvarfærin, ómarkviss, óljós, ósjálfbær, óskýr, ógagnsæ, aðhaldslítil, varasöm og ótrúverðug.“ Svona hefst álit Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns og fulltrúa Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd á fjármálastefnu 2018-2022 sem verður rædd á Alþingi í […]

Ríkisendurskoðun: Rekstur Heilbrigðisstofnunar Austurlands enn í járnum

Ríkisendurskoðun ítrekar ekki ábendingar sínar til velferðarráðuneytis og Heilbrigðisstofnunar Austurlands frá árunum 2009, 2012 og 2015 sem sneru að eftirliti með fjárreiðum og rekstri stofnunarinnar. Uppsafnaður halli stofnunarinnar var jafnaður út með lokafjárlögum 2015 og stjórnendur hennar hafa sýnt aukið aðhald í rekstri. Síðustu ár hefur rekstur stofnunarinnar verið í járnum en að jafnaði í […]

Björn Leví: „Ég vil lesa pistil sem Bragi Páll skrifar um aðalfund Pírata“

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, kemur með áhugaverða nálgun á stóra pistlamálið, það er pistil Braga Páls Sigurðarsonar um landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem hefur dregið dilk á eftir sér. Páll Magnússon gagnrýndi skrif Braga harðlega í gær og kallaði Braga endaþarm íslenskrar blaðamennsku. Í morgun skrifaði Páll síðan aftur um málið, hvar hann skoraði á Stundina […]

Atvinnulífið í góðum málum segja stjórnendur 400 stærstu fyrirtækjanna

Niðurstöður nýrrar könnunar Gallup meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins sýna að stjórnendur í heild telja aðstæður nú vera góðar í atvinnulífinu en þó telja margir að þær fari versnandi á næstu sex mánuðum. þetta kemur fram á vef Samtaka atvinnulífsins. Stjórnendur búast við 3,0% verðbólgu á næstu 12 mánuðum, rúmlega 2% hækkun á verði […]

Björn vill afnema RÚV: „Almannaútvarp í bullandi vörn“ – „Kaldur veruleiki hér eins og annars staðar“

Björn Bjarnason, fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins, hefur margoft haft uppi gagnrýni á RÚV, sem aðallega beinist að fréttaflutningi stofnunarinnar, sem Björn og margir aðrir Sjálfstæðismenn, virðist telja ómaklegan. Í dag skrifar Björn pistil um tillögu landsfundar Sjálfstæðisflokksins um helgina, hvar samþykkt var ályktun um að leggja ætti ríkisútvarpið niður í núverandi mynd og endurskoða þyrfti hlutverk […]

Framboðslisti Vinstri grænna í Hafnarfirði tilbúinn

Þriðji listi VG fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí,  Hafnarfjarðarlistinn, var samþykktur í gærkvöldi. En áður hafa komið fram listar á Akureyri og í Kópavogi. Reykjavíkurlistinn verður opinberaður síðar í vikunni. Núverandi bæjarfulltrúi VG í Hafnarfirði, Elfa Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir er oddviti Hafnarfjarðarlistans, sem sjá má hér í heild sinni: Listi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs í Hafnarfirði […]

Styrmir vildi uppgjör við hrunið á landsfundi: „Meðvituð ákvörðun forystusveitar nýrrar kynslóðar í flokknum“

Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, hefur verið einn ötulasti talsmaður þess að Sjálfstæðisflokkurinn geri upp hrunið, með því að líta í eigin barm. Þetta er eitt helsta umfjöllunarefnið í bók hans „Uppreisnarmenn frjálshyggjunnar-Byltingin sem aldrei varð“ er kom út á síðasta ári. Í færslu á heimasíðu sinni í dag, sem ber yfirskriftina „Það sem ekki […]

Líkur á lækkun kosningaaldurs í 16 ár aukast

Líkurnar á að frumvarp um lækkun kosningaaldurs í 16 ár jukust nokkuð eftir að málið var afgreitt úr stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til annarrar umræðu. Álitið var samþykkt af meirihluta nefndarinnar, tveimur þingmönnum stjórnarflokkanna og þremur úr stjórnarandstöðu. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, sem ásamt Rósu Björk Brynjólfsdóttur studdi vantrauststillögu minnihlutans […]

Sjónvarpsstjóri segir upp fyrir oddvitasæti Samfylkingar

Hilda Jana Gísladóttir, sjónvarpsstjóri N4 á Akureyri, hefur sagt upp stöðu sinni til að leiða lista Samfylkingarinnar í næstkomandi sveitastjórnarkosningum. Þetta kemur fram á Facebooksíðu hennar.   „Ég hef tekið þá ákvörðun að bjóða fram krafta mína fyrir hönd Samfylkingarinnar í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég hef ávallt haft mikinn áhuga á samfélaginu mínu og þar af […]

Kristrún Heiða upplýsingafulltrúi í mennta- og menningarmálaráðuneytinu

Kristrún Heiða Hauksdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi mennta- og menningarmálaráðuneytis. Kristrún Heiða er með BA-próf í almennri bókmenntafræði og MA-próf í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands. Hún starfaði áður sem kynningar- og verkefnastjóri hjá Forlaginu og þar áður hjá Þjóðleikhúsinu.   Kristrún Heiða hefur þegar hafið störf.

Elísabet Brynjarsdóttir nýr formaður Stúdentaráðs

Elísabet Brynjarsdóttir var í kvöld kjörin nýr formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) með öllum greiddum atkvæðum. Kosningin fór fram á skiptafundi ráðsins. Elísabet útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands í júní síðastliðnum og hefur starfað sem teymisstjóri hjá heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins síðastliðið ár. Elísabet er formaður Hugrúnar – geðfræðslufélags háskólanema, sem stofnað var árið 2016 […]

Bergþór gefur kost á sér í 2. sætið hjá Pírötum í Reykjavík

Bergþór H. Þórðarson mun gefa kost á sér í 2. sætið á lista Pírata fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Bergþór tekur fram að hann sé öryrki og útskýrir að hann nefni það sérstaklega, þar sem fólk hlusti á jafningja. Hann mun leggja áherslu á velferðarkerfið og félagsþjónustuna, hljóti hann brautargengi. Bergþór hefur gefið út myndband sem sjá […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is