Miðvikudagur 13.09.2017 - 17:14 - Ummæli ()

Samofnir hagsmunir

Mynd/Getty

Kristinn H. Gunnarsson skrifar:

Athuganir staðfesta að hagsmunir hluta vísindamanna og stangveiðifélaga hafa rækilega verið samofnir, sérstaklega fjárhagslegir hagsmunir. Um árabil var náið samstarf milli Veiðimálastofnunar og Landsambands veiðifélaga og þessir aðilar litu á sig sem samherja í viðleitni til þess að ná sem mestum efnahagslegum hag út úr stangveiðinni. Veiðimálastonfun er nú runnin saman við Hafrannsóknarstofnun og fyrrum forstjóri veiðimálastofnunar er nú forstjóri hinnar nýju stofnunar.

Skýrasta táknmynd hinna samofnu hagmuna birtist í ljósmynd frá 50 ára afmæli Landsambands veiðifélaga árið 2008. Myndin sýnir núverandi forstjóra Hafrannsóknarstofnunar afhenda formanni Landsambands veiðifélaga málverk að gjöf. Gjöf er gefin vinum.

Fiskræktarsjóður og Veiðimálastjóri

Fiskræktarsjóðir er opinber sjóður sem veitir lán og styrki til verkefna sem þjóna þeim markmiðum að efla fiskrækt, bæta veiðiaðstöðu, styðja við rannsóknir í ám og vötnum og auka verðmæti veiði úr þeim. Fim manna stjórn er yfir sjóðnum sem Landbúnaðarráðherra skipar. Tveir stjórnarmenn koma frá Landsambandi veiðifélaga og sá þriðji frá Landsambandi stangveiðifélaga. Einn stjórnarmaður kemur frá Landsambandi fiskeldisstöðva og einn er skipaður án tilnefningar. Veiðifélögin hafa því tögl og haldir í stjórninni og þar sitja framámenn úr þeirra röðum, meðal annars sá sem tók við málverkinu á afmælinu 2008.

Veiðimálastofnun sækir stíft um styrki úr Fiskræktarsjóði og hefur frá 2005 til 2015 fengið samtals 42 styrki að fjáræð um 80 milljónir króna til verkefna sem varða laxastofna. Er það nokkur furða að veiðimálastjórninn fyrrverandi og núverandi forstjóri Hafrannsóknarstofnunar hafi gefið Landsambandi veiðifélagi veglega gjöf á 50 ára afmælinu.

Meira að segja fékk sjálfur Veiðimálastjóri úthlutað styrk árið 2005 úr Fiskræktarsjóði að upphæð 360 þúsund kr til þess að halda ráðstefnu um áhrif fiskeldis á náttúrulega laxastofna. Það væri gaman að fá að sjá afraksturinn frá þeirri ráðstefnu svona í ljósi þess að 12 árum seinna er sami maður forstjóri Hafrannsóknarstofnunar og er einarður í þeirri afstöðu sinni og tillögugerð stofnunarinnar að ekki skuli leyfa laxeldi í sjó í Ísafjarðardjúpi. Fulltrúar veiðifélaga og stangveiðimanna telja örugglega nú að peningunum hafi verið vel varið til þessarar ráðstefnu.

Efnahagslegir hagsmunir af laxveiðum

Það er líka mjög sláandi hversu mikil áhersla er lögð á efnahagslega þýðingu standveiðanna. Meira að segja í nýútkomnu áhættumati Hafrannsóknarstofnunar sem á eingöngu að fjalla um mögulega erfðablöndum milli eldislax og villts lax hefst skýrslan á þessum orðum sem eingöngu er um efnahagslega þýðingu laxveiða:

Stangveiði og netaveiði úr náttúrulegum íslenskum laxastofnum hafa gefið að meðaltali um það bil 4050 þúsund laxa á ári undanfarna fjóra áratugi. Með tilkomu hafbeitar og sleppinga, ásamt minnkun netaveiða, hefur síðan orðið mikil fjölgun í heildarfjölda stangveiddra laxa upp í allt að 80-90 þúsund laxa í bestu árum. Bein verðmæti veiðiréttinda í íslenskum laxveiðiám eru metin yfir 4 milljarðar króna og með afleiddum, óbeinum áhrifum (gisting, veitingasala o.fl.) metin 15-20 milljarðar króna á ári.

Í ársskýrslum Veiðimálastofnunar kemur ítrekað fram hjá Veiðimálastjóra hver efnahagslegur ávinningur er af stangveiði í ám og vötnum landsins. Nefna má ársskýrslurnar frá 2012 og 2014 sem dæmi þar um. Að sama skapi víkur Veiðimálastjóri að fiskeldinu á neikvæðan hátt og varar við hættum sem hann telur vera því samfara.

 

Kristinn H. Gunnarsson

Athyglisvert er að ekkert er vikið að efnahagslegri þýðingu fiskeldis, í öllum þessum skýrslum, sem þó liggur fyrir að er geysimikil. Þannig liggur fyrir staðfest mat opinberra aðila eins og Byggðastonunar að laxeldi í Ísafjarðardjúpi einu er efnahagslega mun verðmætara fyrir þjóðarbúið en öll stangveiði landsins. Þegar haft er í huga að um 95% allra laxveiðiáa eru friðaðar fyrir fiskeldi með lokun fjarða og flóa og stangveiðin þannig vernduð í bak og fyrir er það stórt spurningarmerki hvernig á því megi standa að helsti talsmaður stangveiðimanna, sjálfur forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, sem við hvert tækifæri tíundar umfang og veltuna af stangveiðinni, skuli algerlega sneiða hjá því að nefna allar tekjurnar sem fiskeldið gefur af sér.

Kannski að fiskeldismenn eigi að huga að málverki til gjafa við hentugt tækifæri.

Hvað sem því líður, þá má hverjum manni ljóst vera að þegar kemur að mótun opinberrar stefnu um fiskeldi í sjó, þá eru þeir vanhæfir til álitsgjafar sem eru saman vafðir öðrum hagsmunaaðilanum og eiga langa sögu fjárhagslegra samskipta við þá sem þiggjendur. Slík álit eru að engu hafandi.


Leiðari í blaðinu Vestfirðir.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Framsókn aftur í ríkisstjórn

Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar: Nú stöndum við frammi fyrir því, örfáum dögum eftir þingsetningu að stjórnin er sprungin og nýjar kosningar til Alþingis eftir örfáar vikur. Sú sem þetta ritar bjóst ekki við að ríkisstjórnin yrði langlíf. En það að komast ekki í gegnum fyrstu umræðu á sameiginlegum fjárlögum er örugglega heimsmet. Staða Framsóknarflokksins hefur […]

Viðtal við bændur á Bjarteyjarsandi: „Hefur það ekki gildi að sjá að það býr fólk í sveitum landsins?“

Það er friðsæld yfir Bjarteyjarsandi í Hvalfirði þegar bærinn er sóttur heim að morgni annars mánudags í september. Þarna er stórt sauðfjárbú og ferðaþjónusta. Daginn áður var lokið fyrri leitum og réttum. Féð er komið heim í tún þar sem það slakar á í haustbeitinni.Ferðamönnum er tekið að fækka. Það er komið haust. Við hittum […]

Hvert fer orkan úr fyrirhugaðri Hvalárvirkjun?

Gunnar G. Magnússon skrifar: Fyrirhuguð virkjun í Hvalá í Árneshreppni á Ströndum hefur verið í nýtingarflokki Rammaáætlunar um langt skeið. Vatnsréttarsamningar voru gerðir við landeigendur árið 2007 og hefur virkjunarfyrirkomulag Hvalárvirkjunar nánast haldist óbreytt síðan. Allar þær breytingar sem gerðar hafa verið á fyrirkomulagi virkjunarinnar síðan samningar tókust hafa einungis verið gerðar til að minnka […]

Páll betri talsmaður en Brynjar

Sigurður Jónsson skrifar: Í Silfrinu hjá Agli Helgasyni síðasta sunnudag var m.a. Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Páll kom einstaklega vel út úr viðtalinu og sagði m.a. eftirfarandi um  mál síðustu viku: „Við hefðum getað haldið betur á þessu því að sannarlega er það ekki svoleiðis að að það sé meiri biðlund, meiri samúð hjá fólki […]

Teigsskógur – 2% af birkikjarri

Teigsskógur er við vestanverðan Þorskafjörð. Í skýrslu vegagerðarinnar frá febrúar 2017 um mat á umhverfisáhrifum af lagningu nýs vegar milli Bjarkalundar og Skálaness kemur fram í umsögn Skógræktar ríkisins að skógurinn nái frá Þórisstöðum um Gröf og langleiðina að gömlum túngarði við bæinn Hallsteinsstaði yst á skaganum, sem gengur fram milli Þorskafjarðar og Djúpafjarðar. Orðið […]

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins: Ríkisútvarpið olli töfunum á birtingu gagnanna

Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir það sé Ríkisútvarpinu að kenna að gögnin um þá sem fengið hafa uppreist æru hafi ekki verið opinberuð í sumar. Vilhjálmur sagði í viðtali í þættinum Harmageddon í morgun að eftir að RÚV kærði ákvörðunina um afhenda ekki gögnin þá hafi Úrskurðarnefnd um upplýsingamál brugðist skjótt við og að mesta […]

Þórunn vill sæti Sigmundar Davíðs

Þórunn Egilsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins vill leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er oddviti flokksins í kjördæminu, hann ætlar í framboð, en það liggur ekki fyrir hvort hann muni áfram sækjast eftir því að leiða listann í komandi kosningum. Þórunn segir í færslu á Fésbók að kosningarnar 28. október næstkomandi muni snúast um trúverðugleika […]

Björn vill útlendingamálin á dagskrá í kosningabaráttunni: „Þeir eiga ekkert erindi hingað“

„Með hliðsjón af því hve miklu af skatt­fé al­menn­ings er varið til hæl­is­mála er stórund­ar­legt að umræðan sé ekki meiri um út­lend­inga­mál­in á stjórn­mála­vett­vangi. Það er engu lík­ara en ís­lensk­ir stjórn­mála­menn forðist mála­flokk­inn og vilji helst að um hann ríki póli­tísk þögn,“ segir Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins í grein í Morgunblaðinu í dag. Segir […]

Davíð spyr: „Munu æsingamennirnir biðjast afsökunar á ósköpunum?“

Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins vill vita hvort þeir sem slitu ríkisstjórnarsamstarfinu og æstu sig muni nú biðjast afsökunar á ósköpunum. Í Staksteinum Morgunblaðsins í dag, þar sem Davíð heldur öllum líkindum á penna, er spurt í ljósi þess að umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í gær að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hafi ekki brotið […]

Björt sendir Sjálfstæðismönnum tóninn: Siðferði og samskiptareglur snúast ekki um lögfræði eða reglur um trúnað

Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar segir að traustið milli Bjartrar framtíðar til Sjálfstæðisflokksins hafi horfið þegar flokkurinn varð þess áskynja að neitun ráðuneytis um að veita lögbundna upplýsingagjöf til bæði fjölmiðla og fjölskyldu brotaþola í máli um uppreist æru gæti stafað af leyndarhyggju vegna álíka máls sem kom illa við Sjálfstæðisflokkinn. Í gær […]

Þór Saari vill á þing fyrir Pírata: „Losum okkur við spillt, sjálfhverf og hrunin stjórnmál“

Þór Saari hagfræðingur og fyrrverandi þingmaður Borgarahreyfingarinnar og Hreyfingarinnar gefur kost á sér í prófkjöri Pírata sem hefst á morgun. Þór segir í fréttatilkynningu að vegna fjölda áskorana innan sem og utan Pírata mun hann sækjast eftir því að komast á þing fyrir Pírata í Suðvesturkjördæmi. Þór gaf kost á sér í prófkjöri Pírata fyrir […]

Ásta: Skipulag miðbæjar

Ásta S. Stefánsdóttir skrifar um málefni miðbæjarins: Skipulagsferli vegna miðbæjar Selfoss er nú að komast á lokastig. Fresti til að gera athugasemdir lauk í lok ágúst og voru athugasemdir þær sem bárust lagðar fram á fundi skipulags- og byggingarnefndar sl. miðvikudag. Nefndin fól formanni nefndarinnar, skipulags- og byggingarfulltrúa og lögmanni sveitarfélagsins að gera drög að […]

Þorvaldur er bjartsýnn: „Ég veit að okkar stefna á talsverðan hljómgrunn“

„Við ætlum að bjóða fram allsstaðar þar sem við getum, við stefnum á að bjóða fram um allt land ef okkur tekst það. Það er ekki alveg fyrirséð vegna þess hve tíminn er stuttur,“ segir Þorvaldur Þorvaldsson formaður Alþýðufylkingarinnar í samtali við Eyjuna. Flokkurinn, sem var stofnaður 2013, bauð fram í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi […]

Sigríður braut ekki trúnað með því að segja Bjarna

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra braut ekki reglur um trúnað með því að segja Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hafi skrifað undir umsögn fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson til að hann gæti fengið uppreist æru. Samkvæmt heimildum RÚV mun Tryggi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis hafa sagt þetta á lokuðum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is