Miðvikudagur 13.09.2017 - 17:14 - Ummæli ()

Samofnir hagsmunir

Mynd/Getty

Kristinn H. Gunnarsson skrifar:

Athuganir staðfesta að hagsmunir hluta vísindamanna og stangveiðifélaga hafa rækilega verið samofnir, sérstaklega fjárhagslegir hagsmunir. Um árabil var náið samstarf milli Veiðimálastofnunar og Landsambands veiðifélaga og þessir aðilar litu á sig sem samherja í viðleitni til þess að ná sem mestum efnahagslegum hag út úr stangveiðinni. Veiðimálastonfun er nú runnin saman við Hafrannsóknarstofnun og fyrrum forstjóri veiðimálastofnunar er nú forstjóri hinnar nýju stofnunar.

Skýrasta táknmynd hinna samofnu hagmuna birtist í ljósmynd frá 50 ára afmæli Landsambands veiðifélaga árið 2008. Myndin sýnir núverandi forstjóra Hafrannsóknarstofnunar afhenda formanni Landsambands veiðifélaga málverk að gjöf. Gjöf er gefin vinum.

Fiskræktarsjóður og Veiðimálastjóri

Fiskræktarsjóðir er opinber sjóður sem veitir lán og styrki til verkefna sem þjóna þeim markmiðum að efla fiskrækt, bæta veiðiaðstöðu, styðja við rannsóknir í ám og vötnum og auka verðmæti veiði úr þeim. Fim manna stjórn er yfir sjóðnum sem Landbúnaðarráðherra skipar. Tveir stjórnarmenn koma frá Landsambandi veiðifélaga og sá þriðji frá Landsambandi stangveiðifélaga. Einn stjórnarmaður kemur frá Landsambandi fiskeldisstöðva og einn er skipaður án tilnefningar. Veiðifélögin hafa því tögl og haldir í stjórninni og þar sitja framámenn úr þeirra röðum, meðal annars sá sem tók við málverkinu á afmælinu 2008.

Veiðimálastofnun sækir stíft um styrki úr Fiskræktarsjóði og hefur frá 2005 til 2015 fengið samtals 42 styrki að fjáræð um 80 milljónir króna til verkefna sem varða laxastofna. Er það nokkur furða að veiðimálastjórninn fyrrverandi og núverandi forstjóri Hafrannsóknarstofnunar hafi gefið Landsambandi veiðifélagi veglega gjöf á 50 ára afmælinu.

Meira að segja fékk sjálfur Veiðimálastjóri úthlutað styrk árið 2005 úr Fiskræktarsjóði að upphæð 360 þúsund kr til þess að halda ráðstefnu um áhrif fiskeldis á náttúrulega laxastofna. Það væri gaman að fá að sjá afraksturinn frá þeirri ráðstefnu svona í ljósi þess að 12 árum seinna er sami maður forstjóri Hafrannsóknarstofnunar og er einarður í þeirri afstöðu sinni og tillögugerð stofnunarinnar að ekki skuli leyfa laxeldi í sjó í Ísafjarðardjúpi. Fulltrúar veiðifélaga og stangveiðimanna telja örugglega nú að peningunum hafi verið vel varið til þessarar ráðstefnu.

Efnahagslegir hagsmunir af laxveiðum

Það er líka mjög sláandi hversu mikil áhersla er lögð á efnahagslega þýðingu standveiðanna. Meira að segja í nýútkomnu áhættumati Hafrannsóknarstofnunar sem á eingöngu að fjalla um mögulega erfðablöndum milli eldislax og villts lax hefst skýrslan á þessum orðum sem eingöngu er um efnahagslega þýðingu laxveiða:

Stangveiði og netaveiði úr náttúrulegum íslenskum laxastofnum hafa gefið að meðaltali um það bil 4050 þúsund laxa á ári undanfarna fjóra áratugi. Með tilkomu hafbeitar og sleppinga, ásamt minnkun netaveiða, hefur síðan orðið mikil fjölgun í heildarfjölda stangveiddra laxa upp í allt að 80-90 þúsund laxa í bestu árum. Bein verðmæti veiðiréttinda í íslenskum laxveiðiám eru metin yfir 4 milljarðar króna og með afleiddum, óbeinum áhrifum (gisting, veitingasala o.fl.) metin 15-20 milljarðar króna á ári.

Í ársskýrslum Veiðimálastofnunar kemur ítrekað fram hjá Veiðimálastjóra hver efnahagslegur ávinningur er af stangveiði í ám og vötnum landsins. Nefna má ársskýrslurnar frá 2012 og 2014 sem dæmi þar um. Að sama skapi víkur Veiðimálastjóri að fiskeldinu á neikvæðan hátt og varar við hættum sem hann telur vera því samfara.

 

Kristinn H. Gunnarsson

Athyglisvert er að ekkert er vikið að efnahagslegri þýðingu fiskeldis, í öllum þessum skýrslum, sem þó liggur fyrir að er geysimikil. Þannig liggur fyrir staðfest mat opinberra aðila eins og Byggðastonunar að laxeldi í Ísafjarðardjúpi einu er efnahagslega mun verðmætara fyrir þjóðarbúið en öll stangveiði landsins. Þegar haft er í huga að um 95% allra laxveiðiáa eru friðaðar fyrir fiskeldi með lokun fjarða og flóa og stangveiðin þannig vernduð í bak og fyrir er það stórt spurningarmerki hvernig á því megi standa að helsti talsmaður stangveiðimanna, sjálfur forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, sem við hvert tækifæri tíundar umfang og veltuna af stangveiðinni, skuli algerlega sneiða hjá því að nefna allar tekjurnar sem fiskeldið gefur af sér.

Kannski að fiskeldismenn eigi að huga að málverki til gjafa við hentugt tækifæri.

Hvað sem því líður, þá má hverjum manni ljóst vera að þegar kemur að mótun opinberrar stefnu um fiskeldi í sjó, þá eru þeir vanhæfir til álitsgjafar sem eru saman vafðir öðrum hagsmunaaðilanum og eiga langa sögu fjárhagslegra samskipta við þá sem þiggjendur. Slík álit eru að engu hafandi.


Leiðari í blaðinu Vestfirðir.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Fjögur nýsköpunarfyrirtæki hljóta viðurkenningar fyrir samstarf

Í dag afhenti Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra viðurkenningar til fjögurra fyrirtækja innan Íslenska sjávarklasans sem skarað hafa framúr við að efla samstarf við önnur fyrirtæki. Fyrirtækin sem hlutu viðurkenningu eru Navis, Evris, Iceland Sustainable Fisheries og Knarr Maritime. Navis hlýtur viðurkenningu fyrir að efla samstarf tæknifyrirtækja um hönnun á umhverfisvænum skipum. Evris hlýtur viðurkenningu fyrir […]

Grein Hannesar á skjön við skýrslu Rannsóknarnefndar – „Því var bjargað sem bjargað varð“

Í tilefni 70 ára afmælis Davíðs Oddssonar ritar Hannes Hólmsteinn Gissurason eina og hálfa opnu um aðkomu Davíðs að bankahruninu í Morgunblaðinu í dag. Í Stundinni kemur fram að Hannes sé ósammála niðurstöðum rannsóknarnefndar Alþingis og lýsi Davíð sem bjargvætti Íslands í hruninu, en það sé söguskýring sem Hannes kenni í skyldunámskeiði í Háskóla Íslands. […]

Samkeppniseftirlitið hafnar kröfu Símans – Skilyrði samnings verða óbreytt

Samkeppniseftirlitið hefur hafnað kröfu Símans um að breyta skilyrðum samnings milli Fjarskipta hf. (Vodafone) og 365 miðla hf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. Þann 9. október sl. heimilaði Samkeppniseftirlitið kaup Fjarskipta hf. (Vodafone) á tilteknum eignum og rekstri 365 miðla hf. Samruninn er háður skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar gerðu sátt um.   […]

Forsætisráðherra fundaði með formanni landsstjórnar Grænlands

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, átti fund með Kim Kielsen, formanni landsstjórnar Grænlands í dag. Á fundinum var rætt um góð samskipti Íslands og Grænlands, stöðu efnahagsmála og stjórnmála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Mikilvægi Vestnorræna ráðsins kom til umræðu og aukin samvinna Íslands og Grænlands, meðal annars á sviði ferðamála.Vaxandi straumur ferðamanna er fyrirliggjandi […]

Skúli Helgason stefnir á 3. sætið hjá Samfylkingunni

Borgarfulltrúinn Skúli Helgason gefur kost á sér í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar sem fram fer 10. febrúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu. Skúli hefur verið borgarfulltrúi í eitt kjörtímabil, í meirihlutasamstarfi undir forystu Samfylkingarinnar og stýrir einum viðamesta málaflokknum í borgarmálunum, skóla- og frístundamálum.   Skúli er menntaður stjórnmálafræðingur frá […]

Gjörbreyting á Kringlusvæðinu – Fyrirhuguð uppbygging gerir ráð fyrir Borgarlínu

Í dag skrifuðu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðjón Auðunsson forstjóri Reita undir viljayfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Reita um uppbyggingu á Kringlureitnum og verður það umfangsmesta uppbygging á svæðinu frá því verslunarmiðstöðin Kringlan var opnuð árið 1987. Reitir og Reykjavíkurborg munu vinna saman að nýju rammaskipulagi fyrir svæðið og breyta gildandi skipulagsáætlunum. Miðað er við að […]

Björn Valur: „Árni Páll til liðs við stjórnina?“

Björn Valur Gíslason, fyrrum varaformaður Vinstri grænna, veltir því fyrir sér á heimasíðu sinni hvort að Árni Páll Árnason, fyrrum formaður Samfylkingarinnar, sé ekki vel til þess fallinn að liðsinna ríkisstjórninni þegar kemur að málefnum ESB og Brexit.   Björn Valur dáðist að framgöngu Árna Páls í Silfrinu um helgina, hvar hann ræddi Brexit af […]

Reykjavíkurborg fær falleinkunn í þjónustukönnun Gallup

Reykjavíkurborg fær lægstu einkunn í nýrri þjónustukönnun Gallup, þegar þjónusta borgarinnar við leik- og grunnskóla, eldri borgara og fatlaða er borin saman við önnur sveitafélög. Þetta kemur fram á Kjarnanum.   Mælist Reykjavíkurborg einnig neðst í heildaránægju íbúa af sveitafélagi sínu. Hún mælist þó ekki neðst í öllum flokkum, þó litlu muni. Garðabær mælist efstur […]

Davíð Oddsson sjötugur í dag – „Ég er ekk­ert að hugsa um að hætta“

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, er sjötugur í dag. Af því tilefni fór hann í viðtal á útvarpsstöð Árvakurs, K100, í morgun. Þar kvaðst hann ekki ætla að setjast í helgan stein, líkt og tveir forverar hans, þeir Styrmir Gunnarsson og Matthías Johannessen gerðu þegar þeir urðu sjötugir. Davíð var hress og kátur […]

Kjartan vill endurskoða samning ríkis og borgar um samgöngumál

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, flutti tillögu þess efnis á borgarstjórnarfundi í gær, að endurskoða þyrfti samning ríkis og borgar um samgöngumál frá árinu 2013, með því augnarmiði að hægt verði að fara í stórframkvæmdir í samgöngumálum í borginni. Samningurinn kveður á um svokallað „framkvæmdarstopp í samgöngumálum Reykjavíkurborgar“ að sögn Kjartans og að ríkið veiti borginni […]

Konur brjóta blað í Atvinnuveganefnd Alþingis

Atvinnuveganefnd hefur störf á morgun að loknu jólaleyfi. Nú ber svo við að eingöngu konur stýra starfi nefndarinnar. Lilja Rafney Magnúsdóttir VG, er formaður, Inga Sæland Flokki fólksins er 1. varaformaður og Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokki er 2. varaformaður.   Mun það ekki hafa áður gerst að eingöngu konur veittu þessari nefnd eða fyrirrennurum hennar […]

Kjartan vill vera áfram bæjarstjóri í Reykjanesbæ: „Ég er alveg til í það“

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segist áfram vilja starfa sem slíkur, en hann var ráðinn af núverandi meirihluta eftir sveitastjórnarkosningarnar árið 2014, en meirihluta skipa Bein leið, Frjálst afl og Samfylking. Kjartan er fyrrum bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins en var ráðinn á faglegum forsendum, ekki pólitískum. Þetta kemur fram í Víkurfréttum.       Aðspurður hvort […]

Helgi Seljan sakar formann Varðar um seinheppni – Formaðurinn býður Helga í Valhöll til að læra um húmor

Í dag byrjaði utan-kjörfundaratkvæða-greiðsla í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, en leiðtogakjörið sjálft er þann 27. janúar. Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, sér um framkvæmdina, en formaður hennar, Gísli Kr. Björnsson, greiddi atkvæði sitt í morgun.   Gísli birti mynd af sér við athöfnina, líkt og tíðkast. Birti hann myndina á Facebooksíðu sinni. Netverjum brá sumum […]

Stofna á ungmennaráð Heimsmarkmiða sameinuðu þjóðanna

Greint var frá fyrirhugaðri stofnun ungmennaráðs Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna á ríkisstjórnarfundi í morgun. Forsætisráðuneytið mun óska eftir umsóknum í ungmennaráð Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna 31. janúar nk. og mun sérfræðingur í þátttöku barna og ungmenna hjá UNICEF á Íslandi halda utan um skipulag og vinnu ráðsins. Eitt af meginstefum Heimsmarkmiðanna er samvinna milli ólíkra hagsmunaaðila, þ.á […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is