Miðvikudagur 13.09.2017 - 17:14 - Ummæli ()

Samofnir hagsmunir

Mynd/Getty

Kristinn H. Gunnarsson skrifar:

Athuganir staðfesta að hagsmunir hluta vísindamanna og stangveiðifélaga hafa rækilega verið samofnir, sérstaklega fjárhagslegir hagsmunir. Um árabil var náið samstarf milli Veiðimálastofnunar og Landsambands veiðifélaga og þessir aðilar litu á sig sem samherja í viðleitni til þess að ná sem mestum efnahagslegum hag út úr stangveiðinni. Veiðimálastonfun er nú runnin saman við Hafrannsóknarstofnun og fyrrum forstjóri veiðimálastofnunar er nú forstjóri hinnar nýju stofnunar.

Skýrasta táknmynd hinna samofnu hagmuna birtist í ljósmynd frá 50 ára afmæli Landsambands veiðifélaga árið 2008. Myndin sýnir núverandi forstjóra Hafrannsóknarstofnunar afhenda formanni Landsambands veiðifélaga málverk að gjöf. Gjöf er gefin vinum.

Fiskræktarsjóður og Veiðimálastjóri

Fiskræktarsjóðir er opinber sjóður sem veitir lán og styrki til verkefna sem þjóna þeim markmiðum að efla fiskrækt, bæta veiðiaðstöðu, styðja við rannsóknir í ám og vötnum og auka verðmæti veiði úr þeim. Fim manna stjórn er yfir sjóðnum sem Landbúnaðarráðherra skipar. Tveir stjórnarmenn koma frá Landsambandi veiðifélaga og sá þriðji frá Landsambandi stangveiðifélaga. Einn stjórnarmaður kemur frá Landsambandi fiskeldisstöðva og einn er skipaður án tilnefningar. Veiðifélögin hafa því tögl og haldir í stjórninni og þar sitja framámenn úr þeirra röðum, meðal annars sá sem tók við málverkinu á afmælinu 2008.

Veiðimálastofnun sækir stíft um styrki úr Fiskræktarsjóði og hefur frá 2005 til 2015 fengið samtals 42 styrki að fjáræð um 80 milljónir króna til verkefna sem varða laxastofna. Er það nokkur furða að veiðimálastjórninn fyrrverandi og núverandi forstjóri Hafrannsóknarstofnunar hafi gefið Landsambandi veiðifélagi veglega gjöf á 50 ára afmælinu.

Meira að segja fékk sjálfur Veiðimálastjóri úthlutað styrk árið 2005 úr Fiskræktarsjóði að upphæð 360 þúsund kr til þess að halda ráðstefnu um áhrif fiskeldis á náttúrulega laxastofna. Það væri gaman að fá að sjá afraksturinn frá þeirri ráðstefnu svona í ljósi þess að 12 árum seinna er sami maður forstjóri Hafrannsóknarstofnunar og er einarður í þeirri afstöðu sinni og tillögugerð stofnunarinnar að ekki skuli leyfa laxeldi í sjó í Ísafjarðardjúpi. Fulltrúar veiðifélaga og stangveiðimanna telja örugglega nú að peningunum hafi verið vel varið til þessarar ráðstefnu.

Efnahagslegir hagsmunir af laxveiðum

Það er líka mjög sláandi hversu mikil áhersla er lögð á efnahagslega þýðingu standveiðanna. Meira að segja í nýútkomnu áhættumati Hafrannsóknarstofnunar sem á eingöngu að fjalla um mögulega erfðablöndum milli eldislax og villts lax hefst skýrslan á þessum orðum sem eingöngu er um efnahagslega þýðingu laxveiða:

Stangveiði og netaveiði úr náttúrulegum íslenskum laxastofnum hafa gefið að meðaltali um það bil 4050 þúsund laxa á ári undanfarna fjóra áratugi. Með tilkomu hafbeitar og sleppinga, ásamt minnkun netaveiða, hefur síðan orðið mikil fjölgun í heildarfjölda stangveiddra laxa upp í allt að 80-90 þúsund laxa í bestu árum. Bein verðmæti veiðiréttinda í íslenskum laxveiðiám eru metin yfir 4 milljarðar króna og með afleiddum, óbeinum áhrifum (gisting, veitingasala o.fl.) metin 15-20 milljarðar króna á ári.

Í ársskýrslum Veiðimálastofnunar kemur ítrekað fram hjá Veiðimálastjóra hver efnahagslegur ávinningur er af stangveiði í ám og vötnum landsins. Nefna má ársskýrslurnar frá 2012 og 2014 sem dæmi þar um. Að sama skapi víkur Veiðimálastjóri að fiskeldinu á neikvæðan hátt og varar við hættum sem hann telur vera því samfara.

 

Kristinn H. Gunnarsson

Athyglisvert er að ekkert er vikið að efnahagslegri þýðingu fiskeldis, í öllum þessum skýrslum, sem þó liggur fyrir að er geysimikil. Þannig liggur fyrir staðfest mat opinberra aðila eins og Byggðastonunar að laxeldi í Ísafjarðardjúpi einu er efnahagslega mun verðmætara fyrir þjóðarbúið en öll stangveiði landsins. Þegar haft er í huga að um 95% allra laxveiðiáa eru friðaðar fyrir fiskeldi með lokun fjarða og flóa og stangveiðin þannig vernduð í bak og fyrir er það stórt spurningarmerki hvernig á því megi standa að helsti talsmaður stangveiðimanna, sjálfur forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, sem við hvert tækifæri tíundar umfang og veltuna af stangveiðinni, skuli algerlega sneiða hjá því að nefna allar tekjurnar sem fiskeldið gefur af sér.

Kannski að fiskeldismenn eigi að huga að málverki til gjafa við hentugt tækifæri.

Hvað sem því líður, þá má hverjum manni ljóst vera að þegar kemur að mótun opinberrar stefnu um fiskeldi í sjó, þá eru þeir vanhæfir til álitsgjafar sem eru saman vafðir öðrum hagsmunaaðilanum og eiga langa sögu fjárhagslegra samskipta við þá sem þiggjendur. Slík álit eru að engu hafandi.


Leiðari í blaðinu Vestfirðir.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Aukin velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi

Velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi, fyrir utan lyfjaframleiðslu og landbúnað, var 737 milljarðar króna í nóvember og desember 2017 sem er 9,2% hækkun miðað við sama tímabil árið 2016. Virðisaukaskattskyld velta í þessum greinum var 4.145 milljarðar árið 2017 eða 4,2% hærri en 2016. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.           […]

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar í Reykjavík

Opinn félagsfundur Viðreisnar í Reykjavík samþykkti nú fyrir stundu tillögu uppstillingarnefndar að framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Þetta kemur fram í tilkynningu. Um er að ræða fullskipaðan 46 einstaklinga framboðslista þar sem rík áhersla er lögð á fjölbreyttan bakgrunn frambjóðenda auk dreifingar í aldri, kyni og búsetu.   „Líkt og í öðrum verkum flokksins verða […]

Ágúst Ólafur: Fjármálastefna ríkisstjórnarinnar fær falleinkun flestra hagsmunaaðila

„Fjármálastefna ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur fær algjöra falleinkunn frá nánast öllum hagsmunaaðilum sem fjallað hafa um stefnuna. Fjármálastefnan er sögð vera ógn við stöðugleikann, óraunsæ, ábyrgðarlaus, óvarfærin, ómarkviss, óljós, ósjálfbær, óskýr, ógagnsæ, aðhaldslítil, varasöm og ótrúverðug.“ Svona hefst álit Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns og fulltrúa Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd á fjármálastefnu 2018-2022 sem verður rædd á Alþingi í […]

Ríkisendurskoðun: Rekstur Heilbrigðisstofnunar Austurlands enn í járnum

Ríkisendurskoðun ítrekar ekki ábendingar sínar til velferðarráðuneytis og Heilbrigðisstofnunar Austurlands frá árunum 2009, 2012 og 2015 sem sneru að eftirliti með fjárreiðum og rekstri stofnunarinnar. Uppsafnaður halli stofnunarinnar var jafnaður út með lokafjárlögum 2015 og stjórnendur hennar hafa sýnt aukið aðhald í rekstri. Síðustu ár hefur rekstur stofnunarinnar verið í járnum en að jafnaði í […]

Björn Leví: „Ég vil lesa pistil sem Bragi Páll skrifar um aðalfund Pírata“

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, kemur með áhugaverða nálgun á stóra pistlamálið, það er pistil Braga Páls Sigurðarsonar um landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem hefur dregið dilk á eftir sér. Páll Magnússon gagnrýndi skrif Braga harðlega í gær og kallaði Braga endaþarm íslenskrar blaðamennsku. Í morgun skrifaði Páll síðan aftur um málið, hvar hann skoraði á Stundina […]

Atvinnulífið í góðum málum segja stjórnendur 400 stærstu fyrirtækjanna

Niðurstöður nýrrar könnunar Gallup meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins sýna að stjórnendur í heild telja aðstæður nú vera góðar í atvinnulífinu en þó telja margir að þær fari versnandi á næstu sex mánuðum. þetta kemur fram á vef Samtaka atvinnulífsins. Stjórnendur búast við 3,0% verðbólgu á næstu 12 mánuðum, rúmlega 2% hækkun á verði […]

Björn vill afnema RÚV: „Almannaútvarp í bullandi vörn“ – „Kaldur veruleiki hér eins og annars staðar“

Björn Bjarnason, fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins, hefur margoft haft uppi gagnrýni á RÚV, sem aðallega beinist að fréttaflutningi stofnunarinnar, sem Björn og margir aðrir Sjálfstæðismenn, virðist telja ómaklegan. Í dag skrifar Björn pistil um tillögu landsfundar Sjálfstæðisflokksins um helgina, hvar samþykkt var ályktun um að leggja ætti ríkisútvarpið niður í núverandi mynd og endurskoða þyrfti hlutverk […]

Framboðslisti Vinstri grænna í Hafnarfirði tilbúinn

Þriðji listi VG fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí,  Hafnarfjarðarlistinn, var samþykktur í gærkvöldi. En áður hafa komið fram listar á Akureyri og í Kópavogi. Reykjavíkurlistinn verður opinberaður síðar í vikunni. Núverandi bæjarfulltrúi VG í Hafnarfirði, Elfa Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir er oddviti Hafnarfjarðarlistans, sem sjá má hér í heild sinni: Listi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs í Hafnarfirði […]

Styrmir vildi uppgjör við hrunið á landsfundi: „Meðvituð ákvörðun forystusveitar nýrrar kynslóðar í flokknum“

Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, hefur verið einn ötulasti talsmaður þess að Sjálfstæðisflokkurinn geri upp hrunið, með því að líta í eigin barm. Þetta er eitt helsta umfjöllunarefnið í bók hans „Uppreisnarmenn frjálshyggjunnar-Byltingin sem aldrei varð“ er kom út á síðasta ári. Í færslu á heimasíðu sinni í dag, sem ber yfirskriftina „Það sem ekki […]

Líkur á lækkun kosningaaldurs í 16 ár aukast

Líkurnar á að frumvarp um lækkun kosningaaldurs í 16 ár jukust nokkuð eftir að málið var afgreitt úr stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til annarrar umræðu. Álitið var samþykkt af meirihluta nefndarinnar, tveimur þingmönnum stjórnarflokkanna og þremur úr stjórnarandstöðu. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, sem ásamt Rósu Björk Brynjólfsdóttur studdi vantrauststillögu minnihlutans […]

Sjónvarpsstjóri segir upp fyrir oddvitasæti Samfylkingar

Hilda Jana Gísladóttir, sjónvarpsstjóri N4 á Akureyri, hefur sagt upp stöðu sinni til að leiða lista Samfylkingarinnar í næstkomandi sveitastjórnarkosningum. Þetta kemur fram á Facebooksíðu hennar.   „Ég hef tekið þá ákvörðun að bjóða fram krafta mína fyrir hönd Samfylkingarinnar í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég hef ávallt haft mikinn áhuga á samfélaginu mínu og þar af […]

Kristrún Heiða upplýsingafulltrúi í mennta- og menningarmálaráðuneytinu

Kristrún Heiða Hauksdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi mennta- og menningarmálaráðuneytis. Kristrún Heiða er með BA-próf í almennri bókmenntafræði og MA-próf í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands. Hún starfaði áður sem kynningar- og verkefnastjóri hjá Forlaginu og þar áður hjá Þjóðleikhúsinu.   Kristrún Heiða hefur þegar hafið störf.

Elísabet Brynjarsdóttir nýr formaður Stúdentaráðs

Elísabet Brynjarsdóttir var í kvöld kjörin nýr formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) með öllum greiddum atkvæðum. Kosningin fór fram á skiptafundi ráðsins. Elísabet útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands í júní síðastliðnum og hefur starfað sem teymisstjóri hjá heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins síðastliðið ár. Elísabet er formaður Hugrúnar – geðfræðslufélags háskólanema, sem stofnað var árið 2016 […]

Bergþór gefur kost á sér í 2. sætið hjá Pírötum í Reykjavík

Bergþór H. Þórðarson mun gefa kost á sér í 2. sætið á lista Pírata fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Bergþór tekur fram að hann sé öryrki og útskýrir að hann nefni það sérstaklega, þar sem fólk hlusti á jafningja. Hann mun leggja áherslu á velferðarkerfið og félagsþjónustuna, hljóti hann brautargengi. Bergþór hefur gefið út myndband sem sjá […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is