Miðvikudagur 13.09.2017 - 18:04 - Ummæli ()

Þú getur bara verið veikur á Íslandi ef þú átt peninga

Mynd/Getty

Lóa Baldvinsdóttir Andersen skrifar:

Hún Emma Rakel mín búin að glíma við veikindi síðastliðin tvö ár. Veikindin eru andleg og ýmislegt búið að ganga á. Ég er óþolandi með að ræða andleg veikindi og mun berjast að eilífu fyrir því að andleg veikindi sé tekin jafn alvarlega og önnur veikindi.

Að berjast með barninu sínu fyrir bata er ótrúlega flókið, erfitt og lýjandi en upp stöndum við þó reynslunni ríkari, sterkari og tilbúnari í það sem lífið hendir í okkur.

Ég tók saman hvað það hefur kostað að eiga veikt barn á Íslandi á mér brá þegar ég sá heildartöluna. Af því álagið er alls ekki nóg þegar barnið manns er veikt, það er frábært að vera líka með fjárhagsáhyggjur.

Kostnaður við veikindi Emmu Rakelar frá október 2015 til ágústmánaðar 2017

Herjólfur: Kostnaður við Herjólfsferðir milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar/Þorlákshafnar. Þegar skipið fer í Þorlákshöfn þurfum við að kaupa okkur klefa þar sem við erum báðar mjög sjóveikar og verðum að geta lagst fyrir. 77.685

 

Lóa Baldvinsdóttir Andersen.

Ernir: Kostnaður við flugferðir með flugfélaginu Ernir. Emma Rakel er haldin miklum ferðakvíða og því völdum við oftar flug en Herjólf þar sem það ferðalaga er styttra og óþægindin og vanlíðanin standa því skemur yfir sem er betra fyrir Emmu Rakel. 393.200

 

Strætó: Kostnaðurinn við að taka strætó úr Landeyjahöfn til Reykjavíkur þar sem Emma Rakel sækir meðferð. Við erum svo heppnar að eldri systir Emmu Rakelar sótti okkur yfirleitt alla leið í Landeyjahöfn eða foreldrar mínir komu með okkur í læknaferðir, þar af leiðandi er þessi kostnaður ekki eins mikill og hann hefði getað orðið. Hvað bensínkostnaður var mikill er ég ekki með á hreinu. 14.600

Meðferðir: Emma Rakel sótti fyrst meðferð á Domus Medica, síðan tóku við sálfræði og geðlæknaviðtöl hjá Sól, sálfræði og læknisþjónustu. Að endingu fór hún í sálfræðimeðferð á Litlu kvíðameðferðarstöðinni þar sem hún er enn í meðferð. Allar þessar stofnanir eru í Reykjavík. Inn í þessum kostnaði eru ekki heimsóknir á heilbrigðisstofnunina hér í Vestmannaeyjum en þær hafa verið nokkrar. 153.316

Lyf: Emma tekur lyf við kvíða á hverjum degi. Leitin af réttu lyfjunum var löng og þurfti að prófa margar lyfjategundir áður en sú rétta á árangursmesta fannst. Einnig tók hún um stund lyf til að að hjálpa henni að sofa ásamt bakflæðislyfjum því þegar hún nærðist lítið sem ekkert vegna veikinda sinna jókst bakflæðið. 85.443

  • Samtals eru þetta 724.244 krónur sem ég hef kostað til þess að barnið mitt fái bót meina sinna og þá meðferð sem hún þarf til að verða frísk. Og hún, eins og öll önnur börn, á fullan rétt á heilbrigðisþjónustu og tækifæri til að vera heilbrigð, sama hvort peningar séu til staðar eða ekki, Að meðaltali eru þetta um það bil 31.500 krónur sem ég hef eytt á mánuði til þess að barnið mitt nái bata og geti tekið þátt í samfélaginu.
  • Það tók afar langan tíma að fá langtímaferðavottorð fyrir hana og var engin sem benti okkur á það. Ég frétti það fyrir rælni að það væri möguleiki. Þá fórum við að fá allar ferðir borgaðar en það vottorð gildir ár í senn. Umsóknarferlið tekur sinn tíma og það tók okkur 6 vikur að fá jákvætt svar við því. Á þeim 6 vikum ferðuðumst við allavega tvisvar til meðferðar í Reykjavík.
  • Inn í þessum kostnaði er ekki uppihald í Reykjavík og búum við svo vel að eiga yndislega fjölskyldu í Reykjavík sem opnaði heimilið sitt alltaf fyrir okkur. Þannig inn í þessu er ekki gistikostnaður sem svo margar fjölskyldur þurfa líka að borga.
  • Nú er svo komið að elsku Emma Rakel er í miklum bata og líkist sér meira og meira með hverjum deginum sem líður. Lífið okkar er að komast í réttar skorður eftir baráttu síðustu tveggja ára. Hamingjan er mikil og er yndislegt að sjá Emmu Rakel blómstra <3 Meðferð verður þó haldið áfram því enn eru nokkrir þættir sem þarf að vinna með.
  • Þessar rúmlega 700.000 sem ég hef kostað til vegna vegna veikinda barnsins míns eru blóðugar. Ég borga tæplega helming launa minna í skatta og ég ætlast til þess að þegar barnið mitt veikist þá geti ég gengið að því vísu að fá læknisþjónustu mér að kostnaðarlausu.
  • Í tæplega tvö ár hef ég verið vakin og sofin yfir barninu mínu, sem oft á tíðum þurfti að vaka yfir því hún vildi ekki vera lengur til. En það breytti því ekki að í vinnu þurfti ég að mæta því það veit Guð að ekki hafði ég efni á að missa úr vinnu vegna veikinda hennar þó ég hefði svo oft þurft að vera heima hjá henni.
  • Og þó svo að endurgreiðsla ferða hafi skilað sér á einhverjum tímapunkti þá breytir það því ekki að alltaf þarf að leggja út fyrir ferðunum og hafa svo fyrir því að fá þær endurgreiddar. Trúiði mér þegar ég segi ykkur að þegar barnið manns er svona veikt er ekki mikil orka og þrek eftir til að andskotans um allan bæ í leit að endurgreiðslu.
  • Að eiga langveikt barn er afar erfitt. Hugur þinn og hjarta er alltaf hjá barninu þínu og þú ert vakin og sofin yfir velferð þess. Að þurfa að hafa fjárhagsáhyggjur í ofanálag er algerlega óþolandi og ólíðandi.

Meðferð við andlegum veikundum barna á að vera gjaldfrí, þegar barnið þitt veikist átt þú að geta farið með það í meðferð án þess að borga krónu. Svo einfalt er þetta í mínum augum.

Okkar háu herrar státa sig af því að hér sé gott velferðarkerfi og hér sé jafn réttur fyrir alla. Því miður er þetta ekki mín reynsla og ég veit að ég er ekki ein. Ég á sem betur fer gott bakland sem tryggði það að Emma Rakel mín fékk sína meðferð, það eiga það ekki allir. Hvernig væri að fara að girða stig í brók og veita peningum inn í heilbrigðiskerfið okkar svo allir geti fengið bót meina sinna…….ekki bara ríka fólkið……..

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Aukin velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi

Velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi, fyrir utan lyfjaframleiðslu og landbúnað, var 737 milljarðar króna í nóvember og desember 2017 sem er 9,2% hækkun miðað við sama tímabil árið 2016. Virðisaukaskattskyld velta í þessum greinum var 4.145 milljarðar árið 2017 eða 4,2% hærri en 2016. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.           […]

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar í Reykjavík

Opinn félagsfundur Viðreisnar í Reykjavík samþykkti nú fyrir stundu tillögu uppstillingarnefndar að framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Þetta kemur fram í tilkynningu. Um er að ræða fullskipaðan 46 einstaklinga framboðslista þar sem rík áhersla er lögð á fjölbreyttan bakgrunn frambjóðenda auk dreifingar í aldri, kyni og búsetu.   „Líkt og í öðrum verkum flokksins verða […]

Ágúst Ólafur: Fjármálastefna ríkisstjórnarinnar fær falleinkun flestra hagsmunaaðila

„Fjármálastefna ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur fær algjöra falleinkunn frá nánast öllum hagsmunaaðilum sem fjallað hafa um stefnuna. Fjármálastefnan er sögð vera ógn við stöðugleikann, óraunsæ, ábyrgðarlaus, óvarfærin, ómarkviss, óljós, ósjálfbær, óskýr, ógagnsæ, aðhaldslítil, varasöm og ótrúverðug.“ Svona hefst álit Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns og fulltrúa Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd á fjármálastefnu 2018-2022 sem verður rædd á Alþingi í […]

Ríkisendurskoðun: Rekstur Heilbrigðisstofnunar Austurlands enn í járnum

Ríkisendurskoðun ítrekar ekki ábendingar sínar til velferðarráðuneytis og Heilbrigðisstofnunar Austurlands frá árunum 2009, 2012 og 2015 sem sneru að eftirliti með fjárreiðum og rekstri stofnunarinnar. Uppsafnaður halli stofnunarinnar var jafnaður út með lokafjárlögum 2015 og stjórnendur hennar hafa sýnt aukið aðhald í rekstri. Síðustu ár hefur rekstur stofnunarinnar verið í járnum en að jafnaði í […]

Björn Leví: „Ég vil lesa pistil sem Bragi Páll skrifar um aðalfund Pírata“

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, kemur með áhugaverða nálgun á stóra pistlamálið, það er pistil Braga Páls Sigurðarsonar um landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem hefur dregið dilk á eftir sér. Páll Magnússon gagnrýndi skrif Braga harðlega í gær og kallaði Braga endaþarm íslenskrar blaðamennsku. Í morgun skrifaði Páll síðan aftur um málið, hvar hann skoraði á Stundina […]

Atvinnulífið í góðum málum segja stjórnendur 400 stærstu fyrirtækjanna

Niðurstöður nýrrar könnunar Gallup meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins sýna að stjórnendur í heild telja aðstæður nú vera góðar í atvinnulífinu en þó telja margir að þær fari versnandi á næstu sex mánuðum. þetta kemur fram á vef Samtaka atvinnulífsins. Stjórnendur búast við 3,0% verðbólgu á næstu 12 mánuðum, rúmlega 2% hækkun á verði […]

Björn vill afnema RÚV: „Almannaútvarp í bullandi vörn“ – „Kaldur veruleiki hér eins og annars staðar“

Björn Bjarnason, fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins, hefur margoft haft uppi gagnrýni á RÚV, sem aðallega beinist að fréttaflutningi stofnunarinnar, sem Björn og margir aðrir Sjálfstæðismenn, virðist telja ómaklegan. Í dag skrifar Björn pistil um tillögu landsfundar Sjálfstæðisflokksins um helgina, hvar samþykkt var ályktun um að leggja ætti ríkisútvarpið niður í núverandi mynd og endurskoða þyrfti hlutverk […]

Framboðslisti Vinstri grænna í Hafnarfirði tilbúinn

Þriðji listi VG fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí,  Hafnarfjarðarlistinn, var samþykktur í gærkvöldi. En áður hafa komið fram listar á Akureyri og í Kópavogi. Reykjavíkurlistinn verður opinberaður síðar í vikunni. Núverandi bæjarfulltrúi VG í Hafnarfirði, Elfa Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir er oddviti Hafnarfjarðarlistans, sem sjá má hér í heild sinni: Listi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs í Hafnarfirði […]

Styrmir vildi uppgjör við hrunið á landsfundi: „Meðvituð ákvörðun forystusveitar nýrrar kynslóðar í flokknum“

Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, hefur verið einn ötulasti talsmaður þess að Sjálfstæðisflokkurinn geri upp hrunið, með því að líta í eigin barm. Þetta er eitt helsta umfjöllunarefnið í bók hans „Uppreisnarmenn frjálshyggjunnar-Byltingin sem aldrei varð“ er kom út á síðasta ári. Í færslu á heimasíðu sinni í dag, sem ber yfirskriftina „Það sem ekki […]

Líkur á lækkun kosningaaldurs í 16 ár aukast

Líkurnar á að frumvarp um lækkun kosningaaldurs í 16 ár jukust nokkuð eftir að málið var afgreitt úr stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til annarrar umræðu. Álitið var samþykkt af meirihluta nefndarinnar, tveimur þingmönnum stjórnarflokkanna og þremur úr stjórnarandstöðu. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, sem ásamt Rósu Björk Brynjólfsdóttur studdi vantrauststillögu minnihlutans […]

Sjónvarpsstjóri segir upp fyrir oddvitasæti Samfylkingar

Hilda Jana Gísladóttir, sjónvarpsstjóri N4 á Akureyri, hefur sagt upp stöðu sinni til að leiða lista Samfylkingarinnar í næstkomandi sveitastjórnarkosningum. Þetta kemur fram á Facebooksíðu hennar.   „Ég hef tekið þá ákvörðun að bjóða fram krafta mína fyrir hönd Samfylkingarinnar í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég hef ávallt haft mikinn áhuga á samfélaginu mínu og þar af […]

Kristrún Heiða upplýsingafulltrúi í mennta- og menningarmálaráðuneytinu

Kristrún Heiða Hauksdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi mennta- og menningarmálaráðuneytis. Kristrún Heiða er með BA-próf í almennri bókmenntafræði og MA-próf í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands. Hún starfaði áður sem kynningar- og verkefnastjóri hjá Forlaginu og þar áður hjá Þjóðleikhúsinu.   Kristrún Heiða hefur þegar hafið störf.

Elísabet Brynjarsdóttir nýr formaður Stúdentaráðs

Elísabet Brynjarsdóttir var í kvöld kjörin nýr formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) með öllum greiddum atkvæðum. Kosningin fór fram á skiptafundi ráðsins. Elísabet útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands í júní síðastliðnum og hefur starfað sem teymisstjóri hjá heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins síðastliðið ár. Elísabet er formaður Hugrúnar – geðfræðslufélags háskólanema, sem stofnað var árið 2016 […]

Bergþór gefur kost á sér í 2. sætið hjá Pírötum í Reykjavík

Bergþór H. Þórðarson mun gefa kost á sér í 2. sætið á lista Pírata fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Bergþór tekur fram að hann sé öryrki og útskýrir að hann nefni það sérstaklega, þar sem fólk hlusti á jafningja. Hann mun leggja áherslu á velferðarkerfið og félagsþjónustuna, hljóti hann brautargengi. Bergþór hefur gefið út myndband sem sjá […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is