Fimmtudagur 21.09.2017 - 19:32 - Ummæli ()

Ásta: Skipulag miðbæjar

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar.

Ásta S. Stefánsdóttir skrifar um málefni miðbæjarins:

Skipulagsferli vegna miðbæjar Selfoss er nú að komast á lokastig. Fresti til að gera athugasemdir lauk í lok ágúst og voru athugasemdir þær sem bárust lagðar fram á fundi skipulags- og byggingarnefndar sl. miðvikudag. Nefndin fól formanni nefndarinnar, skipulags- og byggingarfulltrúa og lögmanni sveitarfélagsins að gera drög að svörum við athugasemdum og hefur verið unnið að því síðustu daga. Útlit er fyrir að unnt verði að koma til móts við talsverðan fjölda athugasemda og verða drög að svörum lögð fyrir nefndina á næstu dögum. Að afgreiðslu nefndarinnar lokinni fær bæjarstjórn málið til endanlegrar afgreiðslu.

Verði niðurstaða bæjarstjórnar sú að samþykkja skipulagið verður það sent Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Skipulagsstofnun, sem er óháð sveitarfélögunum, fer yfir tillöguna, gætir þess að hún sé í samræmi við aðalskipulag og að öllum athugasemdum hafi verið svarað með fullnægjandi hætti. Afgreiðsla stofnunarinnar getur tekið tvær vikur, samþykki hún skipulagið athugasemdalaust verður það auglýst í B-deild Stjórnartíðinda og öðlast þar með gildi.

Markmið skipulagsins

Markmiðum tillögunnar er lýst í greinargerð, sem er hluti af tillögunni, og eru þau eftirfarandi:

að stuðla að frekari eflingu miðbæjarsvæðisins með blandaðri byggð verslunar, þjónustu, og íbúða sem nýtist jafnt heimamönnum sem gestum. Þar verður lögð áhersla á alhliða miðbæjarstarfsemi og ferðaþjónustu, samhliða því að styrkja miðbæjargarð með bættum tengingum við garðinn. Stefnt er að því að miðbærinn geti orðið fjölsóttur áningarstaður fyrir ferðamenn og sumarhúsagesti ásamt því að vera samkomustaður fyrir bæjarbúa. Lögð er áhersla á að skapa fjölbreytt umhverfi í manneskjulegum kvarða þar sem dvalar- og göngusvæði njóta skjóls gagnvart ríkjandi vindáttum og snúi móti sól.

 

Sigtúnsgarður

Stór hluti af skipulagssvæðinu er Sigtúnsgarður, og hefur hann mikið hlutverk í hugum íbúa sveitarfélagsins. Áður en athugasemdafresti lauk varð að samkomulagi milli Árborgar og framkvæmdaraðila að lagðar yrðu kvaðir á lóðirnar syðst á svæðinu, þær sem liggja að garðinum, þess efnis að þar verði um almenningsrými að ræða og að Árborg fari með umráð þeirra og geti þannig skipulagt og hannað þau svæði með Sigtúnsgarði.

Kvaðirnar verða færðar inn í skipulagið og teknar upp í lóðarleigusamninga. Garðurinn verður því um 23.200 fermetrar en er í dag um 22.800 fermetrar og tryggt verður í skipulagsskilmálum að engar girðingar verða í garðinum, eins og einhverjir hafa óttast. Með stækkun garðsins breytist lega hans, en útivistargildi hans minnkar ekki. Stækkun garðsins kemur m.a. til vegna þess að stór hluti Hafnartúnslóðarinnar fellur undir garðinn. Um er að ræða lóð í eigu framkvæmdaraðila, sem afsala henni, ásamt öðrum lóðum í sinni eigu inni á reitnum, til sveitarfélagsins.

Samráð

Skipulagsferli er formlegt og nokkuð formfast ferli þar sem tillögur eru kynntar og auglýstar og gefinn kostur á mjög víðtæku samráði. Hver sem er getur gert athugasemdir við skipulagstillögu, gera þarf það formlega en þó ekki formlegar en svo að tölvupóstur dugir. Hægt er að gera athugsemd við einstaka liði tillögunnar eða tillöguna í heild. Skipulagstillagan sem hér um ræðir á sér nokkuð langan aðdraganda og má segja að kynningarferli hafi hafist löngu áður en eiginleg deiliskipulagstillaga var lögð fram fyrir um einu og hálfu ári síðan og formlegt ferli hófst.

Á undirbúningstíma var tekið tillit til óformlegra athugasemda og höfðu þær áhrif á mótun endanlegrar tillögu. Síðasta vor var skipulagstillagan auglýst og bárust nokkrar athugasemdir. Tekið var tillit til hluta þeirra og tillagan auglýst að nýju og enn gefinn kostur á samráði. Tillagan, og hugmyndir framkvæmdaaðila um útlit húsa, hefur fengið mikla kynningu í staðarblöðum og á netinu. Haldnir hafa verið formlegir sem óformlegir fundir allt frá því að fyrstu hugmyndir litu dagsins ljós.

Að mínu mati er hér tækifæri til mun meira samráðs í mun meiri smáatriðum heldur en ef haldin er íbúakosning um tillögu og valmöguleikarnir eru aðeins já eða nei, að hafna alfarið eða fallast alfarið á tillögu. Það er gjarnan svo að fólki hugnast eitthvað í tillögu, en annað ekki, og með því að gera athugasemdir við það sem fólki hugnast ekki þá þarf að fara yfir það og mæta þeim athugasemdum sem er hægt að mæta en svara öðrum með rökstuddum hætti.

Framkvæmdir

Fyrir liggur samningur við Sigtún Þróunarfélag um uppbygginguna á miðbæjarsvæðinu og áfangaskiptingu. Samningurinn er gerður með fyrirvörum um fjármögnun verkefnisins, þannig að tryggt sé að sjái fyrir enda í verkefninu þegar í upphafi. Samið hefur verið um að félagið annist alla gatnagerð, lagnavinnu, frágang gangstétta og torga og á móti komi að það greiði ekki gatnagerðargjöld. Lóðum verður úthlutað með hefðbundnum hætti með lóðarleigusamningum og afsala framkvæmdaraðila lóðum í sinni eigu til Árborgar.  Aðrar tekjur Árborgar af verkefninu munu felast í fasteignagjöldum af mannvirkjum, útsvari þeirra íbúa sem munu starfa á svæðinu og útsvari íbúa sem munu búa í íbúðum á svæðinu.

Áformað er að framkvæmdir geti hafist 1-2 mánuðum eftir samþykkt skipulagsins og fyrri áfangi verði tekinn í notkun sumarið 2018. Skipulagið gerir ráð fyrir blandaðri byggð verslunar og þjónustu, ásamt íbúðum á efri hæðum. Áformað er að í tveimur húsanna verði sýningar, annars vegar um mjólkuriðnaðinn og hins vegar um byggingarsöguleg efni.

Samkeppnishæfni

Á síðustu árum hefur verið unnið að því af hálfu sveitarfélagsins að gera það að eftirsóttum áfangastað en ekki stað þar sem fólk keyrir hratt í gegn eða velur að fara framhjá. Áætlanir Vegagerðarinnar um færslu Suðurlandsvegar munu væntanlega ganga eftir á næstu árum með nýrri brú rétt austan við bæinn. Því kann að fylgja hætta á því að hluti þeirrar umferðar sem við viljum í raun fá til okkar, fari framhjá. T.d. fólk sem annars myndi nýta sér þjónustu eða fara í verslanir.

Í því skyni að mæta þessu og gera Árborg að áfangastað þar sem fólk stoppar við og ferðamenn gista og nota þjónustu hefur t.d. verið byggt við Sundhöllina til að bæta aðstöðu þar, sveitarfélagið tók Tryggvaskála á leigu og framleigir til veitingarekstrar, unnið hefur verið með Vegagerðinni að skipulagi Austurvegar sem nota má þegar þungaumferð minnkar, áhersla hefur verið á gerð göngustíga víðsvegar um sveitarfélagið og er það viðvarandi verkefni, unnið er að verkefni um Verndarsvæði í byggð á Eyrarbakka með áherslu á sérkenni gömlu byggðarinnar og áfram mætti telja. Það verkefni sem skipulagið snýst um, uppbygging á miðbæjarsvæðinu, er í góðu samræmi við þessa vinnu bæjaryfirvalda sem miðar að því að gestir stoppi hér í sveitarfélaginu, kaupi sér gistingu og nýti sér þjónustu sem einnig er í boði fyrir heimamenn. Til þess þarf að vera í boði afþreying á borð við söfn og sýningar og fjölbreytta útivistarmöguleika, fjölbreytt veitingasala og önnur verslun og þjónusta. Þessir þættir laða líka að sér íbúa, enda er sívaxandi krafa um fjölbreytta afþreyingu og hvers kyns þjónustu í heimabyggð.

Birtist fyrst í Suðra. Smelltu hér til að lesa blaðið.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Íslensk pólitík þarf að breytast

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar: Um eitt og hálft ár er liðið síðan baráttumaðurinn Kári Stefánsson afhenti íslenskum stjórnvöldum undirskriftir rúmlega 85 þúsund Íslendinga sem fóru fram á að 11 prósentum af vergri landsframleiðslu yrði varið í rekstur heilbrigðiskerfisins. Þessi undirskriftasöfnun er sú fjölmennasta í Íslandssögunni. Ráðamenn lögðu við hlustir eða þóttust allavega gera það. Þeim er […]

Gylfi Ólafsson: Hvernig á að auka sjávarútveg á Vestfjörðum?

Blaðið Vestfirðir sendi frambjóðanda í efsta sæti á öllum níu listum í Norðvesturkjördæmi svohljóðandi spurningu: Aðeins um 7% af framleiðslunni í sjávarútvegi var 2015 á Vestfjörðum, en hlutfallið var um 16% fram til um 1995. Hvaða breytingar telur þú að þurfi að gera, m. a. á löggjöf um stjórn fiskveiða, til þess að sjávarútvegur vaxi […]

Hverjum treystir þú?

Ari Trausti Guðmundsson þingmaður VG í Suðurkjördæmi skrifar:  Eftir að tvær ríkisstjórnir með aðild Sjálfstæðisflokksins hafa sundrast verður að kjósa til Alþingis og leita nýrra leiða við landsstjórnina. Vinstrihreyfingin – grænt framboð (VG) leggur nú í dóm kjósenda stefnu sem byggir á jöfnuði, jafnrétti, samstöðu, lýðræði, umhverfisvernd og ábyrgu frelsi. Grunnstef VG í komandi kosningum […]

Aðskilnaður stjórnmála og viðskipta

Kristinn H. Gunnarsson skrifar: Það sem helst má draga fram sem ástæðu stjórnarslitanna og snemmbúinna Alþingiskosninga er gífurlega uppsöfnuð gremja almennings út í klíkuskap og sérmeðferð útvalinna í þjóðfélaginu. Skemmst er að minnast þingkosninganna í fyrra sem urðu af sömu ástæðu. Panamaskjölin drógu fram að hópur fólks í þjóðfélaginu geymdi fé sitt erlendis og leyndi […]

Kosningar 2017: Sigurður Ingi Jóhannsson um Vestfirði

Spurningar um Vestfirði vegna Alþingiskosninganna 2017, sem sendar voru öllum forsvarsmönnum framboða í Norðvesturkjördæmi. Tilefni: Skýrsla Byggðastofnunar um hagvöxt landshlutans 2008 – 2015. Útg. ágúst 2017. Upplýsingar sem fram koma í skýrslunni: Hagvöxtur á Vestfjörðum:  -6% ,     en  +4% á landinu öllu. Íbúaþróun:  -4,6% , en +4,3% á landinu öllu. Framleiðsla á mann:  -2%,  en […]

Af hverju eru allir stóreignamenn í Sjálfstæðisflokknum?

Einar Kárason skrifar: Því hefur stundum verið haldið fram að tími stéttastjórnmála sé liðinn, og vissulega hljóma sumir gamlir frasar um öreiga og verkalýð ærið forneskjulega í eyrum nútímafólks. En staðreyndin er hinsvegar merkilegt nokk sú að næstum allir þeir hér á landi sem gamlar skilgreiningar sortera í auðstétt, eru í hægriflokkunum, og þar af […]

Ásmundur Einar Daðason: Hvernig á að auka sjávarútveg á Vestfjörðum?

Blaðið Vestfirðir sendi frambjóðanda í efsta sæti á öllum níu listum í Norðvesturkjördæmi svohljóðandi spurningu: Aðeins um 7% af framleiðslunni í sjávarútvegi var 2015 á Vestfjörðum, en hlutfallið var um 16% fram til um 1995. Hvaða breytingar telur þú að þurfi að gera, m. a. á löggjöf um stjórn fiskveiða, til þess að sjávarútvegur vaxi […]

Áherslur flokkanna: Samgöngumálin

Eyjan mun fram að kjördegi bjóða framboðum sem taka þátt í Alþingiskosningunum 28. október næstkomandi að svara spurningum um ýmis málefni, allt frá landbúnaðarmálum til afstöðu flokkanna til veru Þjóðkirkjunnar á fjárlögum. Í dag er spurt: Hver er stefnan í samgöngumálum? Svörum flokkanna er raðað eftir listabókstaf framboðsins.   Björt framtíð – X-A   Björt […]

Nýr Þjóðarpúls: Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur áfram langstærst

Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur mælast með langmest fylgi, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Fjallað var um hann í kvöldfréttum RÚV. Vinstri græn mældust með rúmlega 23 prósenta fylgi á meðan Sjálfstæðisflokkur mældist með tæplega 23 prósenta fylgi. Í niðurstöðum könnunar sem MMR birti í vikunni var fylgi Sjálfstæðisflokks 19,9 prósent en fylgi Vinstri grænna 19,1 prósent. […]

Deilt á skattablekkingarleik vinstri flokkana: „Kjósendur eru ekki fífl“

Hörður Ægisson ritstjóri Markaðarins deilir harkalega á tillögur Vinstri grænna og Samfylkingarinnar um verulega aukningu ríkisútgjalda í leiðara Fréttablaðsins í dag, segir hann að málflutningur um að það eigi ekki að hækka skatta á almenning standist enga skoðun: „Fyrir liggur að tveir stjórnmálaflokkar – Vinstri grænir og Samfylkingin – hafa lagt til að útgjöld ríkissjóðs […]

Hannes og Gunnar Smári í átökum: Öfund, dóni, mykjudreifari og ruglukollur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands deilir á gagnrýnendur Bjarna Benediktssonar formann Sjálfstæðisflokksins, segir Hannes á Fésbók að öfund vinstrimanna í garð Bjarna sé öflugri en allar vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir á Íslandi. Þeim orðum svaraði Gunnar Smári Egilsson Sósíalistaforingi og fyrrverandi útgefandi á eftirfarandi hátt: Áttu við að andstyggð fólks á þeim […]

Þetta miklu eyða flokkarnir í kosningabaráttuna

Aðeins átta dagar eru til kosninga og því naumur tími til að koma stefnumálum sínum á framfæri. Boðað var til kosningar með mun skemmri fyrirvara en venjan er og því hafa flokkarnir ekki haft mikinn tíma til að undirbúa kosningabaráttuna. Flokkarnir hafa ekki úr jafn miklum fjármunum að moða líkt og sjá má þegar kosningabaráttan […]

Þingmaður Pírata um Sjálfstæðisflokkinn: „Þessir lygarar hafa blóð á höndum sínum – Blóð vina minna“

„Þetta er ljótasta lygi sem ég hef séð í þessari kosningabaráttu. Það var Sjálfstæðisflokkurinn sem bannaði Óttari og Viðreisn að gera umbætur,“ segir Gunnar Hrafn Jónsson þingmaður Pírata í umræðu inni í Fésbókarhópnum Geðsjúk þar sem meðlimur hópsins setti inn færslu Sjálfstæðisflokksins þar sem segir að flokkurinn vilji ljúka framkvæmd geðheilbrigðisstefnunnar og fylgja henni eftir. […]

Bjarni Ben um nýjan þjóðarleikvang – Við erum að hugsa til langs tíma

,,Við erum að hugsa til langs tíma, það er einfaldlega kominn tími til þess að við tökum ákvarðanir,“ sagi Bjarni Benediktsson sitjandi forsætisráðherra um þau áform að byggja nýjan Laugardalsvöll.

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is