Fimmtudagur 21.09.2017 - 19:32 - Ummæli ()

Ásta: Skipulag miðbæjar

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar.

Ásta S. Stefánsdóttir skrifar um málefni miðbæjarins:

Skipulagsferli vegna miðbæjar Selfoss er nú að komast á lokastig. Fresti til að gera athugasemdir lauk í lok ágúst og voru athugasemdir þær sem bárust lagðar fram á fundi skipulags- og byggingarnefndar sl. miðvikudag. Nefndin fól formanni nefndarinnar, skipulags- og byggingarfulltrúa og lögmanni sveitarfélagsins að gera drög að svörum við athugasemdum og hefur verið unnið að því síðustu daga. Útlit er fyrir að unnt verði að koma til móts við talsverðan fjölda athugasemda og verða drög að svörum lögð fyrir nefndina á næstu dögum. Að afgreiðslu nefndarinnar lokinni fær bæjarstjórn málið til endanlegrar afgreiðslu.

Verði niðurstaða bæjarstjórnar sú að samþykkja skipulagið verður það sent Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Skipulagsstofnun, sem er óháð sveitarfélögunum, fer yfir tillöguna, gætir þess að hún sé í samræmi við aðalskipulag og að öllum athugasemdum hafi verið svarað með fullnægjandi hætti. Afgreiðsla stofnunarinnar getur tekið tvær vikur, samþykki hún skipulagið athugasemdalaust verður það auglýst í B-deild Stjórnartíðinda og öðlast þar með gildi.

Markmið skipulagsins

Markmiðum tillögunnar er lýst í greinargerð, sem er hluti af tillögunni, og eru þau eftirfarandi:

að stuðla að frekari eflingu miðbæjarsvæðisins með blandaðri byggð verslunar, þjónustu, og íbúða sem nýtist jafnt heimamönnum sem gestum. Þar verður lögð áhersla á alhliða miðbæjarstarfsemi og ferðaþjónustu, samhliða því að styrkja miðbæjargarð með bættum tengingum við garðinn. Stefnt er að því að miðbærinn geti orðið fjölsóttur áningarstaður fyrir ferðamenn og sumarhúsagesti ásamt því að vera samkomustaður fyrir bæjarbúa. Lögð er áhersla á að skapa fjölbreytt umhverfi í manneskjulegum kvarða þar sem dvalar- og göngusvæði njóta skjóls gagnvart ríkjandi vindáttum og snúi móti sól.

 

Sigtúnsgarður

Stór hluti af skipulagssvæðinu er Sigtúnsgarður, og hefur hann mikið hlutverk í hugum íbúa sveitarfélagsins. Áður en athugasemdafresti lauk varð að samkomulagi milli Árborgar og framkvæmdaraðila að lagðar yrðu kvaðir á lóðirnar syðst á svæðinu, þær sem liggja að garðinum, þess efnis að þar verði um almenningsrými að ræða og að Árborg fari með umráð þeirra og geti þannig skipulagt og hannað þau svæði með Sigtúnsgarði.

Kvaðirnar verða færðar inn í skipulagið og teknar upp í lóðarleigusamninga. Garðurinn verður því um 23.200 fermetrar en er í dag um 22.800 fermetrar og tryggt verður í skipulagsskilmálum að engar girðingar verða í garðinum, eins og einhverjir hafa óttast. Með stækkun garðsins breytist lega hans, en útivistargildi hans minnkar ekki. Stækkun garðsins kemur m.a. til vegna þess að stór hluti Hafnartúnslóðarinnar fellur undir garðinn. Um er að ræða lóð í eigu framkvæmdaraðila, sem afsala henni, ásamt öðrum lóðum í sinni eigu inni á reitnum, til sveitarfélagsins.

Samráð

Skipulagsferli er formlegt og nokkuð formfast ferli þar sem tillögur eru kynntar og auglýstar og gefinn kostur á mjög víðtæku samráði. Hver sem er getur gert athugasemdir við skipulagstillögu, gera þarf það formlega en þó ekki formlegar en svo að tölvupóstur dugir. Hægt er að gera athugsemd við einstaka liði tillögunnar eða tillöguna í heild. Skipulagstillagan sem hér um ræðir á sér nokkuð langan aðdraganda og má segja að kynningarferli hafi hafist löngu áður en eiginleg deiliskipulagstillaga var lögð fram fyrir um einu og hálfu ári síðan og formlegt ferli hófst.

Á undirbúningstíma var tekið tillit til óformlegra athugasemda og höfðu þær áhrif á mótun endanlegrar tillögu. Síðasta vor var skipulagstillagan auglýst og bárust nokkrar athugasemdir. Tekið var tillit til hluta þeirra og tillagan auglýst að nýju og enn gefinn kostur á samráði. Tillagan, og hugmyndir framkvæmdaaðila um útlit húsa, hefur fengið mikla kynningu í staðarblöðum og á netinu. Haldnir hafa verið formlegir sem óformlegir fundir allt frá því að fyrstu hugmyndir litu dagsins ljós.

Að mínu mati er hér tækifæri til mun meira samráðs í mun meiri smáatriðum heldur en ef haldin er íbúakosning um tillögu og valmöguleikarnir eru aðeins já eða nei, að hafna alfarið eða fallast alfarið á tillögu. Það er gjarnan svo að fólki hugnast eitthvað í tillögu, en annað ekki, og með því að gera athugasemdir við það sem fólki hugnast ekki þá þarf að fara yfir það og mæta þeim athugasemdum sem er hægt að mæta en svara öðrum með rökstuddum hætti.

Framkvæmdir

Fyrir liggur samningur við Sigtún Þróunarfélag um uppbygginguna á miðbæjarsvæðinu og áfangaskiptingu. Samningurinn er gerður með fyrirvörum um fjármögnun verkefnisins, þannig að tryggt sé að sjái fyrir enda í verkefninu þegar í upphafi. Samið hefur verið um að félagið annist alla gatnagerð, lagnavinnu, frágang gangstétta og torga og á móti komi að það greiði ekki gatnagerðargjöld. Lóðum verður úthlutað með hefðbundnum hætti með lóðarleigusamningum og afsala framkvæmdaraðila lóðum í sinni eigu til Árborgar.  Aðrar tekjur Árborgar af verkefninu munu felast í fasteignagjöldum af mannvirkjum, útsvari þeirra íbúa sem munu starfa á svæðinu og útsvari íbúa sem munu búa í íbúðum á svæðinu.

Áformað er að framkvæmdir geti hafist 1-2 mánuðum eftir samþykkt skipulagsins og fyrri áfangi verði tekinn í notkun sumarið 2018. Skipulagið gerir ráð fyrir blandaðri byggð verslunar og þjónustu, ásamt íbúðum á efri hæðum. Áformað er að í tveimur húsanna verði sýningar, annars vegar um mjólkuriðnaðinn og hins vegar um byggingarsöguleg efni.

Samkeppnishæfni

Á síðustu árum hefur verið unnið að því af hálfu sveitarfélagsins að gera það að eftirsóttum áfangastað en ekki stað þar sem fólk keyrir hratt í gegn eða velur að fara framhjá. Áætlanir Vegagerðarinnar um færslu Suðurlandsvegar munu væntanlega ganga eftir á næstu árum með nýrri brú rétt austan við bæinn. Því kann að fylgja hætta á því að hluti þeirrar umferðar sem við viljum í raun fá til okkar, fari framhjá. T.d. fólk sem annars myndi nýta sér þjónustu eða fara í verslanir.

Í því skyni að mæta þessu og gera Árborg að áfangastað þar sem fólk stoppar við og ferðamenn gista og nota þjónustu hefur t.d. verið byggt við Sundhöllina til að bæta aðstöðu þar, sveitarfélagið tók Tryggvaskála á leigu og framleigir til veitingarekstrar, unnið hefur verið með Vegagerðinni að skipulagi Austurvegar sem nota má þegar þungaumferð minnkar, áhersla hefur verið á gerð göngustíga víðsvegar um sveitarfélagið og er það viðvarandi verkefni, unnið er að verkefni um Verndarsvæði í byggð á Eyrarbakka með áherslu á sérkenni gömlu byggðarinnar og áfram mætti telja. Það verkefni sem skipulagið snýst um, uppbygging á miðbæjarsvæðinu, er í góðu samræmi við þessa vinnu bæjaryfirvalda sem miðar að því að gestir stoppi hér í sveitarfélaginu, kaupi sér gistingu og nýti sér þjónustu sem einnig er í boði fyrir heimamenn. Til þess þarf að vera í boði afþreying á borð við söfn og sýningar og fjölbreytta útivistarmöguleika, fjölbreytt veitingasala og önnur verslun og þjónusta. Þessir þættir laða líka að sér íbúa, enda er sívaxandi krafa um fjölbreytta afþreyingu og hvers kyns þjónustu í heimabyggð.

Birtist fyrst í Suðra. Smelltu hér til að lesa blaðið.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Forsætisráðherra á leiðtogafundi í París – Kynnti kolefnislaust Ísland 2040

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók þátt í leiðtoga-fundi í París í dag undir yfirskriftinni „One Planet Summit“.  Fundurinn var haldinn í tilefni af því að í dag, 12. desember, eru tvö ár liðin frá samþykkt Parísarsamkomulagsins og lýkur fundinum síðar í kvöld. Megintilgangur fundarins er að fagna þeim áfanga sem Parísarsamkomulagið er og vekja athygli á markmiðum […]

Áform um hverfisskipulag Grafarvogs kynnt – Starfsemi fyrir kvikmyndaiðnað, verslun og þjónustu

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hélt kynningarfund á dögunum vegna fyrsta áfanga skipulags í Gufunesi. Fundurinn var haldinn í Hlöðunni við Gufunesbæ. Stuðla á að fjölbreyttari byggð og starfsemi og styðja við og styrkja Grafarvog sem hverfisheild. Á svæðinu er einkum gert ráð fyrir starfsemi á sviði afþreyingar- og kvikmyndaiðnaðar og þjónustu tengdri slíkri starfsemi. Einnig […]

Trump verst ásökunum um kynferðislega áreitni á Twitter

Donald Trump Bandaríkjaforseti, sagði í dag að allur sá fjöldi ásakana á hendur honum varðandi kynferðislega áreitni, væri liður í samsæri Demókrata og kallaði þær falsfréttir. Orð Trump féllu degi eftir að þrjár konur ásökuðu Trump um að hafa áreitt sig kynferðislega í viðtali á NBC sjónvarpsstöðinni og á blaðamannafundi í New York í gær. […]

Herdís kjörin næst-æðsti stjórnandi Feneyjanefndar Evrópuráðsins -Fyrst Íslendinga

Dr. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir hefur kjörin næst-æðsti stjórnandi Feneyjanefndar Evrópuráðsins, nefndar Evrópuráðsins um lýðræði með lögum. Á aðalfundi nefndarinnar nú í desember var Herdís kjörin fyrsti varaforseti nefndarinnar en hún hafði í tvígang verið kjörin ein þriggja varaforseta hennar. Hún er fyrsti Íslendingurinn sem kjörin er í stjórn Feneyjarnefndarinnar.     Aðspurð um hvaða þýðingu þetta […]

Kristinn H reiðir til höggs – Sakar umhverfisráðherra um „veruleikafirringu“ og tilheyra „öfgasamtökum“

Kristinn H. Gunnarsson, fyrrum þingmaður og nú ritstjóri Vestfirðings, gagnrýnir nýskipaðan umhverfisráðherra harðlega í leiðara blaðs síns í dag. Guðmundur I. Guðbrandsson, sem áður var framkvæmdarstjóri Landverndar, var skipaður sem fagráðherra af Vinstri grænum eftir síðustu kosningar, en sú ráðning virðist ekki vekja lukku hjá Kristni H. sem sakar umhverfisráðherra um að beita sér af […]

Kristján Þór gerir hreint fyrir sínum dyrum varðandi Samherjatengsl

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristján Þór Júlíusson, birti á Facebook síðu sinni í morgun yfirlýsingu, þar sem hann gerir grein fyrir tengslum sínum við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja sem og tengsl hans við fyrirtækið, en hann hefur legið undir ámæli vegna þessa, sökum stöðu sinnar og embættis. Flest, ef ekki allt það sem Kristján týnir […]

Olíunotkun sjávarútvegsins fer minnkandi – Nálgast markmið Parísarsamkomulagsins

Samkvæmt skýrslu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um olíunotkun greinarinnar til 2030, sem unnin er að hluta af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, kemur í ljós að eldsneytisnotkun hefur minnkað töluvert frá árinu 1990, eða um 43% Í skýrslunni kemur fram að „sterkir fiskistofnar, framfarir í veiðum og betra skipulag veiða hafa leitt til verulega minni olíunotkunar í […]

Dapurleg upprifjun

Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar: Það var sorglegt að fylgjast með upprifjun á því í fréttum í síðustu viku hvernig margir Íslendingar höguðu sér fyrst eftir bankahrunið 2008. Menn fóru í ógnandi hópum að heimilum fólks, sem það taldi í fávisku sinni að borið hefði einhverja óskilgreinda ábyrgð á hörmungunum. Þar urðu meðal annars stjórnmálamenn og […]

„Tímabært að teikna upp mynd af því hvernig hann og hans nánustu hafa hagað sér“

Karl Th. Birgisson, ritstjóri Herðubreiðar, gaf út á dögunum bók er nefnist Hinir Ósnertanlegu, saga um auð, völd og spillingu. Þar er fjallað um viðskiptasögu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og ítök föðurættar Bjarna í viðskiptalífinu í gegnum árin, sem höfundur kallar „eitrað samband stjórnmála og viðskipta.“       En af hverju réðst Karl í gerð […]

Aldrei munað eins litlu á WOW og Icelandair í farþegum talið

Aldrei hefur munað jafn litlu á stærð íslensku flugfélaganna tveggja, Icelandair og WOW, í farþegum talið. Icelandair flutti í nóvember 249 þúsund farþega, meðan Wow flaug með 224 þúsund farþega á sama tíma. Munurinn er 25 þúsund farþegar, sem er minnsti mælanlegi munur hingað til. Þar áður var munurinn minnstur í febrúar, eða 33,657 farþegar. […]

Velferðarráðuneytið vænir Barnaverndarstofu um ósannsögli

Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur forstjóri Barnaverndarstofu, Bragi Guðbrandsson,  legið undir ámæli vegna starfshátta sinna. Barnaverndarstofa sendi frá sér yfirlýsingu á föstudag, þar sem beðið var um frest til að svara Velferðarráðuneytinu, meðan aflað væri frekari gagna, því það hafi gengið erfiðlega að fá gögnin í hendur. Nú hefur Velferðarráðuneytið sent frá […]

Búið að ráða aðstoðarmenn dómara við Landsrétt

Samkvæmt öruggum heimildum Eyjunar er búið að ráða aðstoðarmenn dómara við Landsrétt. Auglýst var eftir fimm löglærðum aðstoðarmönnum dómara við Landsrétt í sumar, en Landsréttur tekur til starfa 1. janúar 2018 og er gert ráð fyrir að aðstoðarmenn hefji störf frá þeim tíma. Alls sóttu 116 manns um störfin fimm en eftirtaldir einstaklingar fengu starfið: […]

Stjórnarandstaðan þiggur formennsku þriggja fastanefnda Alþingis- „Ekki nema hæfilega ánægð“

Stjórnarandstaðan ákvað í morgun að taka við formennsku í þeim þremur fastanefndum sem ríkisstjórnin hafði boðið þeim. Þetta staðfesti Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar við Eyjuna. Að sögn Loga mun Samfylkingin fara með formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fyrstu tvö árin, en skiptast síðan á við Pírata, sem fara fyrir velferðarnefnd fyrstu tvö árin. Þá mun […]

Hæstaréttarlögmaður ýjar að vanhæfi umhverfisráðherra

Hæstaréttarlögmaðurinn Jón Jónsson skrifar grein í Morgunblaðið um helgina, hvar hann veltir fyrir sér hæfi, eða eftir atvikum, vanhæfi Guðmundar I. Guðbrandssonar umhverfisráðherra, sökum sinna fyrri starfa hjá Landvernd. Spyr Jón hvort umhverfisráðherra sé til dæmis hæfur til að skipa til dæmis starfshóp um málefni Teigsskógar, eða hvort hann sé hæfur að fjalla um aðalskipulag tengt […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is