Laugardagur 23.09.2017 - 08:12 - Ummæli ()

Hvert fer orkan úr fyrirhugaðri Hvalárvirkjun?

Gunnar G. Magnússon skrifar:

Fyrirhuguð virkjun í Hvalá í Árneshreppni á Ströndum hefur verið í nýtingarflokki Rammaáætlunar um langt skeið. Vatnsréttarsamningar voru gerðir við landeigendur árið 2007 og hefur virkjunarfyrirkomulag Hvalárvirkjunar nánast haldist óbreytt síðan. Allar þær breytingar sem gerðar hafa verið á fyrirkomulagi virkjunarinnar síðan samningar tókust hafa einungis verið gerðar til að minnka umhverfisáhrif virkjunarinnar.

Orkan hefur ekki verið seld til stóriðju í Helguvík

Framkvæmdar- og rekstraraðili fyrirhugaðrar virkjunar í Hvalá er vestfirska fyrirtækið VesturVerk. VesturVerk hefur enga samninga gert um sölu á orkunni úr Hvalárvirkjun enda langt þar til að virkjunin verður gangsett. HS Orka sem er stærsti hluthafi VesturVerks, hefur heldur ekki gert neina samninga um sölu á orkunni enda er það ekki HS Orku að selja orku frá Hvalárvirkjun.

HS Orka hefur tvo virka samninga á sölu á raforku til stóriðju, samning við Norðurál á Grundartanga sem gerður var árið 2006 og gildir til ársins 2026. Einnig er í gildi samningur milli HS Orku og Landsvirkjunar um sölu á orku til stóriðju 12MW og gildir hann til haustsins 2019.  HS Orka uppfyllir þessa samninga með þeim orkuverum sem til staðar eru í dag.

Þess utan eru engir samningar um orkusölu til fyrirtækja í Helguvík í gildi, hvorki hjá VesturVerk né HS Orku. Áður hafði verið undirritað samkomulag um að HS Orka myndi sjá Thorsil fyrir hluta af þeirri orku sem fyrirtækið þyrfti vegna rekstur kísilvers í Helguvík sem átti að hefja rekstur árið 2019. Sá samningur er ekki lengur í gildi.

Það er einnig ljóst á þeim tímamörkum sem eru á verkefninu á Ófeigsfjarðarheiði að raforka sem framleidd verður þar kemur mun seinna inn á kerfið en Thorsil þyrfti á að halda. Samningur sem var í gildi við Thorsil gerði því aldrei ráð fyrir því að orka frá Hvalárvirkjun kæmi inn í hann.

Gunnar G. Magnússon framkvæmdastjóri VesturVerks ehf.

Ekki er fyrirséð hvert raforka frá Hvalárvirkjun verður seld. Þó er ljóst er að virkjunin eykur umtalsvert möguleika á að byggja upp atvinnustarfsemi á Vestfjörðum. Á dæmigerðum sumardegi eru flutt inn frá megin flutningskerfi landsins 15-20MW og á köldum vetrardegi geta þetta orðið allt að 40MW. Í dag eru flutt inn allt að 160GWh/ári til Vestfjarða frá megin flutningskerfi landsins og er það sem svarar til helmings af framleiðslugetu Hvalárvirkjunar.  Það má gera ráð fyrir að með áformum í laxeldi og uppbyggingu atvinnuvega tengdu laxeldi auk núverandi innflutning á orku fari öll orka Hvalárvirkjunar til Vestfjarða.

400 – 500 milljóna kostnaður árlega vegna núverandi kerfis

Raforkuöryggi á Vestfjörðum er það minnsta á öllu landinu. Vestfirðir eru í dag tengdir með einni línu frá Hrútatungu að Mjólkárvirkjun um 162 km leið en Mjólkárvirkjun annar aðeins um 35-40% af raforkuþörf Vestfirðinga.  Þessi langa tenging kemur niður á raforkuöryggi Vestfirðinga þar sem bilanir á henni eru tíðar á vetrum.

Samkvæmt ársskýrslu Orkubús Vestfjarða voru sem dæmi 225 truflanir á raforkukerfi Vestfjarða á síðasta ári, þar af 150 fyrivaralausar truflanir, og árið 2015 voru truflanirnar 205 , þar af sjö truflanir sem stóðu lengur yfir en 72 klukkustundir og teljast því umfangsmiklar. Samfélagslegur kostnaður vegna ótryggrar orkuafhendingar á Vestfjörðum er metinn í dag á 400-500 milljónir króna á ári.

Með virkjuninni mun framboð á hreinni endurnýjanlegri orku aukast en í dag er olíunotkun á Vestfjörðum mikil vegna ónógrar framleiðslu og flutningsgetu raforku á Vestfjörðum. Olía er notuð til raforkuframleiðslu og hitunar fjarvarmaveitna, þegar raforkuafhending bregst.

Þegar allt díselafl til raforkuframleiðslu er í gangi á Vestfjörðum eru brenndar um 600 tunnur af díselolíu eða rúm 120 tonn á sólarhring, með tilheyrandi ónauðsynlegri mengun.  Árið 2015 voru brennd á fimmta hundrað tonn af olíu bara til hitunnar íbúðarhúsnæðis á Vestfjörðum.

Boðuð hækkun skatta á olíu er hækkun skatta á Vestfirðinga, hvers vegna?  Hækkunin þýðir kostnaðarauka vegna keyrslu varaafls og katla til hiturnar íbúðarhúsnæðis um tæpar 4 milljónir á sólarhring við fulla notkun. Olíu hækkunina sem er ekkert annað en búsetuskattur tilkomin vegna skorts á innviðum. Þann reikning munt þú greiða Vestfirðingur góður sem orkunotandi, á sama tíma og það er verið að vinna á móti nýtingu náttúruauðlinda Vestfjarða.

Bætt raforkukerfi eykur tækifæri til atvinnuuppbyggingar

Með tilkomu Hvalárvirkjunar verður stórt skref stigið í hringtengingu raforkukerfisins á Vestfjörðum.

Virkjunin mun hafa mikil áhrif á tækifæri til uppbyggingar atvinnulífs þar sem nægjanlegt raforkuframboð verður innan fjórðungsins, en í dag er takmörkuð framleiðsla og takmörkuð flutningsgeta þröskuldur fyrir atvinnuþróun á Vestfjörðum. Vestfirðingar standa þá jafnfætis öðrum landsvæðum þegar kemur að því að laða fyrirtæki þangað til atvinnuuppbyggingar innan fjórðungsins. Þá mun aukið raforkuöryggi treysta samkeppnisgrundvöll starfandi fyrirtækja á svæðinu sem verða síður fyrir raforkuskerðingum og neikvæðum rekstraráhrifum vegna raforkutruflana og bilana. Orkan frá Hvalárvirkjun er meðal annars hugsuð fyrir almennan markað og mun m.a. nýtast á Vestfjörðum til að mæta fyrirsjáanlegri aukinni raforkunotkun og skapar grundvöll fyrir uppbyggingu atvinnulífs á Vestfjörðum. Orkan getur einnig nýst annars staðar á landinu, með tengingunni við meginflutningskerfið.

Aukið raforkuöryggi með hringtengingu

Hvalárvirkjun verður tengd með jarðstreng yfir Ófeigsfjarðarheiði að nýjum afhendingarstað í Ísafjarðardjúpi. Frá nýjum afhendingarstað í Ísafjarðardjúpi verður lögð lína eða strengur að Mjólkárlínu 1 í Kollafirði sem telst til meginflutningskerfisins í dag. Tengingin í Kollafirði er einungis 40 km frá Mjólkárvirkjun. Línan eða strengurinn mun liggja frá tengivirki í Ísafjarðardjúpi með ríkjandi vindátt að vetri til og verður því fyrir mun minni veðurfarslegum áhrifum í rekstri en línan úr Hrútatungu í Kollafjörð.

Hvalárvirkjun mun því þegar auka raforkuöryggi til muna þar sem hún mun geta mætt orkuþörf Vestfjarða þegar bilanir verða austan Kollafjarðar (á 120 km línu). Þegar hringtengingu Vestfjarða lýkur með línum frá nýjum afhendingarstað í Ísafjarðardjúpi verður hægt að flytja orku frá virkjuninni í báðar áttir, þ.e. um Kollafjörð eða út Ísafjarðardjúp.

Þær virkjanir sem rætt hefur verið um mynda fjárhagslegan grundvöll fyrir nýjum tengipunkti Landsnets, við eða innan við Nauteyri á Langadalsströnd. Tekjur af raforkuflutningi munu greiða niður þann kostnað sem hlýst af framkvæmdinni. Það mun ekki koma fjárveiting frá ríkissjóði vegna tengingar Hvalárvirkjunar.  Hvalárvirkjun ásamt frekari virkjanaframkvæmdum á svæðinu skapa þá grundvöll til að klára hringtengingu á Vestfjörðum.

Bættir innviðir

Á íbúaþingi sem haldið var í Árneshreppi kom fram skýr vilji íbúa að Hvalárvirkjun yrði reist. Íbúar óttast að ef ekkert verði gert muni byggð þar leggjast af. Með Hvalárvirkjun verður ráðist í innviðauppbyggingu á Vestfjörðum en ekki síst í Árneshreppi.

Í Norðurfirði liggur nú þriggja fasa dreifikerfi í jörð sem nýtist ekki sem slíkt þar sem ekki liggur þriggja fasa rafmagn inn á það kerfi. Árneshreppur verður tengdur með þriggja fasa rafmagni ásamt ljósleiðara frá Hvalárvirkjun.  Það mun hafa ýmsa kosti í för með sér, m.a. að ekki þarf lengur að keyra ljósavél í Norðurfirði til ísframleiðslu – til að ísa ferskan fisk, bændur hafa aðgang að nýjum þriggja fasa verkfærum til landbúnaðar og samfélagið þar situr þá við sama borð og önnur bæjarfélög með þriggja fasa rafmagn.

Samgöngumál er eitt brýnasta mál íbúa í Árneshreppi. Vesturverk hyggst endurbæta núverandi veg frá Norðurfirði að Hvalárósi. Fyrir liggja drög að samkomulagi við Vegagerðina þar um. Vegur mun verða lagður samhliða jarðstreng milli Ófeigsfjarðar og Ísafjarðardjúps um Ófeigsfjarðarheiði. Með veginum verða miklar samgöngubætur við Árneshrepp sem eru til þess fallnar að hafa jákvæð áhrif á ferðamennsku í hreppnum og samgöngur við Vestfirði.

Vestfirðir hafa átt undir högg að sækja í atvinnu- og nýsköpunarmálum undanfarna áratugi. Bætt raforkuöryggi og betri innviði eru tveir af lykilþáttum í uppbyggingu svæðisins til að geta keppt á jafnréttisgrundvelli við aðra landshluta. Hvalárvirkjun spilar stórt hlutverk í þeirri uppbyggingu. En vissulega þarf að stíga varlega til jarðar og gæta þess að vel sé gengið um náttúruna og auðlindirnar sem þar felast. VesturVerk hefur af fremsta megni reynst að draga úr umhverfisáhrifum sem virkjunin í Hvalá fylgir og mun gæta þess áfram um ókomna tíð – Vestfjörðum til heilla.

Birtist fyrst í Vestfirðir.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Íslensk pólitík þarf að breytast

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar: Um eitt og hálft ár er liðið síðan baráttumaðurinn Kári Stefánsson afhenti íslenskum stjórnvöldum undirskriftir rúmlega 85 þúsund Íslendinga sem fóru fram á að 11 prósentum af vergri landsframleiðslu yrði varið í rekstur heilbrigðiskerfisins. Þessi undirskriftasöfnun er sú fjölmennasta í Íslandssögunni. Ráðamenn lögðu við hlustir eða þóttust allavega gera það. Þeim er […]

Gylfi Ólafsson: Hvernig á að auka sjávarútveg á Vestfjörðum?

Blaðið Vestfirðir sendi frambjóðanda í efsta sæti á öllum níu listum í Norðvesturkjördæmi svohljóðandi spurningu: Aðeins um 7% af framleiðslunni í sjávarútvegi var 2015 á Vestfjörðum, en hlutfallið var um 16% fram til um 1995. Hvaða breytingar telur þú að þurfi að gera, m. a. á löggjöf um stjórn fiskveiða, til þess að sjávarútvegur vaxi […]

Hverjum treystir þú?

Ari Trausti Guðmundsson þingmaður VG í Suðurkjördæmi skrifar:  Eftir að tvær ríkisstjórnir með aðild Sjálfstæðisflokksins hafa sundrast verður að kjósa til Alþingis og leita nýrra leiða við landsstjórnina. Vinstrihreyfingin – grænt framboð (VG) leggur nú í dóm kjósenda stefnu sem byggir á jöfnuði, jafnrétti, samstöðu, lýðræði, umhverfisvernd og ábyrgu frelsi. Grunnstef VG í komandi kosningum […]

Aðskilnaður stjórnmála og viðskipta

Kristinn H. Gunnarsson skrifar: Það sem helst má draga fram sem ástæðu stjórnarslitanna og snemmbúinna Alþingiskosninga er gífurlega uppsöfnuð gremja almennings út í klíkuskap og sérmeðferð útvalinna í þjóðfélaginu. Skemmst er að minnast þingkosninganna í fyrra sem urðu af sömu ástæðu. Panamaskjölin drógu fram að hópur fólks í þjóðfélaginu geymdi fé sitt erlendis og leyndi […]

Kosningar 2017: Sigurður Ingi Jóhannsson um Vestfirði

Spurningar um Vestfirði vegna Alþingiskosninganna 2017, sem sendar voru öllum forsvarsmönnum framboða í Norðvesturkjördæmi. Tilefni: Skýrsla Byggðastofnunar um hagvöxt landshlutans 2008 – 2015. Útg. ágúst 2017. Upplýsingar sem fram koma í skýrslunni: Hagvöxtur á Vestfjörðum:  -6% ,     en  +4% á landinu öllu. Íbúaþróun:  -4,6% , en +4,3% á landinu öllu. Framleiðsla á mann:  -2%,  en […]

Af hverju eru allir stóreignamenn í Sjálfstæðisflokknum?

Einar Kárason skrifar: Því hefur stundum verið haldið fram að tími stéttastjórnmála sé liðinn, og vissulega hljóma sumir gamlir frasar um öreiga og verkalýð ærið forneskjulega í eyrum nútímafólks. En staðreyndin er hinsvegar merkilegt nokk sú að næstum allir þeir hér á landi sem gamlar skilgreiningar sortera í auðstétt, eru í hægriflokkunum, og þar af […]

Ásmundur Einar Daðason: Hvernig á að auka sjávarútveg á Vestfjörðum?

Blaðið Vestfirðir sendi frambjóðanda í efsta sæti á öllum níu listum í Norðvesturkjördæmi svohljóðandi spurningu: Aðeins um 7% af framleiðslunni í sjávarútvegi var 2015 á Vestfjörðum, en hlutfallið var um 16% fram til um 1995. Hvaða breytingar telur þú að þurfi að gera, m. a. á löggjöf um stjórn fiskveiða, til þess að sjávarútvegur vaxi […]

Áherslur flokkanna: Samgöngumálin

Eyjan mun fram að kjördegi bjóða framboðum sem taka þátt í Alþingiskosningunum 28. október næstkomandi að svara spurningum um ýmis málefni, allt frá landbúnaðarmálum til afstöðu flokkanna til veru Þjóðkirkjunnar á fjárlögum. Í dag er spurt: Hver er stefnan í samgöngumálum? Svörum flokkanna er raðað eftir listabókstaf framboðsins.   Björt framtíð – X-A   Björt […]

Nýr Þjóðarpúls: Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur áfram langstærst

Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur mælast með langmest fylgi, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Fjallað var um hann í kvöldfréttum RÚV. Vinstri græn mældust með rúmlega 23 prósenta fylgi á meðan Sjálfstæðisflokkur mældist með tæplega 23 prósenta fylgi. Í niðurstöðum könnunar sem MMR birti í vikunni var fylgi Sjálfstæðisflokks 19,9 prósent en fylgi Vinstri grænna 19,1 prósent. […]

Deilt á skattablekkingarleik vinstri flokkana: „Kjósendur eru ekki fífl“

Hörður Ægisson ritstjóri Markaðarins deilir harkalega á tillögur Vinstri grænna og Samfylkingarinnar um verulega aukningu ríkisútgjalda í leiðara Fréttablaðsins í dag, segir hann að málflutningur um að það eigi ekki að hækka skatta á almenning standist enga skoðun: „Fyrir liggur að tveir stjórnmálaflokkar – Vinstri grænir og Samfylkingin – hafa lagt til að útgjöld ríkissjóðs […]

Hannes og Gunnar Smári í átökum: Öfund, dóni, mykjudreifari og ruglukollur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands deilir á gagnrýnendur Bjarna Benediktssonar formann Sjálfstæðisflokksins, segir Hannes á Fésbók að öfund vinstrimanna í garð Bjarna sé öflugri en allar vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir á Íslandi. Þeim orðum svaraði Gunnar Smári Egilsson Sósíalistaforingi og fyrrverandi útgefandi á eftirfarandi hátt: Áttu við að andstyggð fólks á þeim […]

Þetta miklu eyða flokkarnir í kosningabaráttuna

Aðeins átta dagar eru til kosninga og því naumur tími til að koma stefnumálum sínum á framfæri. Boðað var til kosningar með mun skemmri fyrirvara en venjan er og því hafa flokkarnir ekki haft mikinn tíma til að undirbúa kosningabaráttuna. Flokkarnir hafa ekki úr jafn miklum fjármunum að moða líkt og sjá má þegar kosningabaráttan […]

Þingmaður Pírata um Sjálfstæðisflokkinn: „Þessir lygarar hafa blóð á höndum sínum – Blóð vina minna“

„Þetta er ljótasta lygi sem ég hef séð í þessari kosningabaráttu. Það var Sjálfstæðisflokkurinn sem bannaði Óttari og Viðreisn að gera umbætur,“ segir Gunnar Hrafn Jónsson þingmaður Pírata í umræðu inni í Fésbókarhópnum Geðsjúk þar sem meðlimur hópsins setti inn færslu Sjálfstæðisflokksins þar sem segir að flokkurinn vilji ljúka framkvæmd geðheilbrigðisstefnunnar og fylgja henni eftir. […]

Bjarni Ben um nýjan þjóðarleikvang – Við erum að hugsa til langs tíma

,,Við erum að hugsa til langs tíma, það er einfaldlega kominn tími til þess að við tökum ákvarðanir,“ sagi Bjarni Benediktsson sitjandi forsætisráðherra um þau áform að byggja nýjan Laugardalsvöll.

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is