Laugardagur 23.09.2017 - 08:12 - Ummæli ()

Hvert fer orkan úr fyrirhugaðri Hvalárvirkjun?

Gunnar G. Magnússon skrifar:

Fyrirhuguð virkjun í Hvalá í Árneshreppni á Ströndum hefur verið í nýtingarflokki Rammaáætlunar um langt skeið. Vatnsréttarsamningar voru gerðir við landeigendur árið 2007 og hefur virkjunarfyrirkomulag Hvalárvirkjunar nánast haldist óbreytt síðan. Allar þær breytingar sem gerðar hafa verið á fyrirkomulagi virkjunarinnar síðan samningar tókust hafa einungis verið gerðar til að minnka umhverfisáhrif virkjunarinnar.

Orkan hefur ekki verið seld til stóriðju í Helguvík

Framkvæmdar- og rekstraraðili fyrirhugaðrar virkjunar í Hvalá er vestfirska fyrirtækið VesturVerk. VesturVerk hefur enga samninga gert um sölu á orkunni úr Hvalárvirkjun enda langt þar til að virkjunin verður gangsett. HS Orka sem er stærsti hluthafi VesturVerks, hefur heldur ekki gert neina samninga um sölu á orkunni enda er það ekki HS Orku að selja orku frá Hvalárvirkjun.

HS Orka hefur tvo virka samninga á sölu á raforku til stóriðju, samning við Norðurál á Grundartanga sem gerður var árið 2006 og gildir til ársins 2026. Einnig er í gildi samningur milli HS Orku og Landsvirkjunar um sölu á orku til stóriðju 12MW og gildir hann til haustsins 2019.  HS Orka uppfyllir þessa samninga með þeim orkuverum sem til staðar eru í dag.

Þess utan eru engir samningar um orkusölu til fyrirtækja í Helguvík í gildi, hvorki hjá VesturVerk né HS Orku. Áður hafði verið undirritað samkomulag um að HS Orka myndi sjá Thorsil fyrir hluta af þeirri orku sem fyrirtækið þyrfti vegna rekstur kísilvers í Helguvík sem átti að hefja rekstur árið 2019. Sá samningur er ekki lengur í gildi.

Það er einnig ljóst á þeim tímamörkum sem eru á verkefninu á Ófeigsfjarðarheiði að raforka sem framleidd verður þar kemur mun seinna inn á kerfið en Thorsil þyrfti á að halda. Samningur sem var í gildi við Thorsil gerði því aldrei ráð fyrir því að orka frá Hvalárvirkjun kæmi inn í hann.

Gunnar G. Magnússon framkvæmdastjóri VesturVerks ehf.

Ekki er fyrirséð hvert raforka frá Hvalárvirkjun verður seld. Þó er ljóst er að virkjunin eykur umtalsvert möguleika á að byggja upp atvinnustarfsemi á Vestfjörðum. Á dæmigerðum sumardegi eru flutt inn frá megin flutningskerfi landsins 15-20MW og á köldum vetrardegi geta þetta orðið allt að 40MW. Í dag eru flutt inn allt að 160GWh/ári til Vestfjarða frá megin flutningskerfi landsins og er það sem svarar til helmings af framleiðslugetu Hvalárvirkjunar.  Það má gera ráð fyrir að með áformum í laxeldi og uppbyggingu atvinnuvega tengdu laxeldi auk núverandi innflutning á orku fari öll orka Hvalárvirkjunar til Vestfjarða.

400 – 500 milljóna kostnaður árlega vegna núverandi kerfis

Raforkuöryggi á Vestfjörðum er það minnsta á öllu landinu. Vestfirðir eru í dag tengdir með einni línu frá Hrútatungu að Mjólkárvirkjun um 162 km leið en Mjólkárvirkjun annar aðeins um 35-40% af raforkuþörf Vestfirðinga.  Þessi langa tenging kemur niður á raforkuöryggi Vestfirðinga þar sem bilanir á henni eru tíðar á vetrum.

Samkvæmt ársskýrslu Orkubús Vestfjarða voru sem dæmi 225 truflanir á raforkukerfi Vestfjarða á síðasta ári, þar af 150 fyrivaralausar truflanir, og árið 2015 voru truflanirnar 205 , þar af sjö truflanir sem stóðu lengur yfir en 72 klukkustundir og teljast því umfangsmiklar. Samfélagslegur kostnaður vegna ótryggrar orkuafhendingar á Vestfjörðum er metinn í dag á 400-500 milljónir króna á ári.

Með virkjuninni mun framboð á hreinni endurnýjanlegri orku aukast en í dag er olíunotkun á Vestfjörðum mikil vegna ónógrar framleiðslu og flutningsgetu raforku á Vestfjörðum. Olía er notuð til raforkuframleiðslu og hitunar fjarvarmaveitna, þegar raforkuafhending bregst.

Þegar allt díselafl til raforkuframleiðslu er í gangi á Vestfjörðum eru brenndar um 600 tunnur af díselolíu eða rúm 120 tonn á sólarhring, með tilheyrandi ónauðsynlegri mengun.  Árið 2015 voru brennd á fimmta hundrað tonn af olíu bara til hitunnar íbúðarhúsnæðis á Vestfjörðum.

Boðuð hækkun skatta á olíu er hækkun skatta á Vestfirðinga, hvers vegna?  Hækkunin þýðir kostnaðarauka vegna keyrslu varaafls og katla til hiturnar íbúðarhúsnæðis um tæpar 4 milljónir á sólarhring við fulla notkun. Olíu hækkunina sem er ekkert annað en búsetuskattur tilkomin vegna skorts á innviðum. Þann reikning munt þú greiða Vestfirðingur góður sem orkunotandi, á sama tíma og það er verið að vinna á móti nýtingu náttúruauðlinda Vestfjarða.

Bætt raforkukerfi eykur tækifæri til atvinnuuppbyggingar

Með tilkomu Hvalárvirkjunar verður stórt skref stigið í hringtengingu raforkukerfisins á Vestfjörðum.

Virkjunin mun hafa mikil áhrif á tækifæri til uppbyggingar atvinnulífs þar sem nægjanlegt raforkuframboð verður innan fjórðungsins, en í dag er takmörkuð framleiðsla og takmörkuð flutningsgeta þröskuldur fyrir atvinnuþróun á Vestfjörðum. Vestfirðingar standa þá jafnfætis öðrum landsvæðum þegar kemur að því að laða fyrirtæki þangað til atvinnuuppbyggingar innan fjórðungsins. Þá mun aukið raforkuöryggi treysta samkeppnisgrundvöll starfandi fyrirtækja á svæðinu sem verða síður fyrir raforkuskerðingum og neikvæðum rekstraráhrifum vegna raforkutruflana og bilana. Orkan frá Hvalárvirkjun er meðal annars hugsuð fyrir almennan markað og mun m.a. nýtast á Vestfjörðum til að mæta fyrirsjáanlegri aukinni raforkunotkun og skapar grundvöll fyrir uppbyggingu atvinnulífs á Vestfjörðum. Orkan getur einnig nýst annars staðar á landinu, með tengingunni við meginflutningskerfið.

Aukið raforkuöryggi með hringtengingu

Hvalárvirkjun verður tengd með jarðstreng yfir Ófeigsfjarðarheiði að nýjum afhendingarstað í Ísafjarðardjúpi. Frá nýjum afhendingarstað í Ísafjarðardjúpi verður lögð lína eða strengur að Mjólkárlínu 1 í Kollafirði sem telst til meginflutningskerfisins í dag. Tengingin í Kollafirði er einungis 40 km frá Mjólkárvirkjun. Línan eða strengurinn mun liggja frá tengivirki í Ísafjarðardjúpi með ríkjandi vindátt að vetri til og verður því fyrir mun minni veðurfarslegum áhrifum í rekstri en línan úr Hrútatungu í Kollafjörð.

Hvalárvirkjun mun því þegar auka raforkuöryggi til muna þar sem hún mun geta mætt orkuþörf Vestfjarða þegar bilanir verða austan Kollafjarðar (á 120 km línu). Þegar hringtengingu Vestfjarða lýkur með línum frá nýjum afhendingarstað í Ísafjarðardjúpi verður hægt að flytja orku frá virkjuninni í báðar áttir, þ.e. um Kollafjörð eða út Ísafjarðardjúp.

Þær virkjanir sem rætt hefur verið um mynda fjárhagslegan grundvöll fyrir nýjum tengipunkti Landsnets, við eða innan við Nauteyri á Langadalsströnd. Tekjur af raforkuflutningi munu greiða niður þann kostnað sem hlýst af framkvæmdinni. Það mun ekki koma fjárveiting frá ríkissjóði vegna tengingar Hvalárvirkjunar.  Hvalárvirkjun ásamt frekari virkjanaframkvæmdum á svæðinu skapa þá grundvöll til að klára hringtengingu á Vestfjörðum.

Bættir innviðir

Á íbúaþingi sem haldið var í Árneshreppi kom fram skýr vilji íbúa að Hvalárvirkjun yrði reist. Íbúar óttast að ef ekkert verði gert muni byggð þar leggjast af. Með Hvalárvirkjun verður ráðist í innviðauppbyggingu á Vestfjörðum en ekki síst í Árneshreppi.

Í Norðurfirði liggur nú þriggja fasa dreifikerfi í jörð sem nýtist ekki sem slíkt þar sem ekki liggur þriggja fasa rafmagn inn á það kerfi. Árneshreppur verður tengdur með þriggja fasa rafmagni ásamt ljósleiðara frá Hvalárvirkjun.  Það mun hafa ýmsa kosti í för með sér, m.a. að ekki þarf lengur að keyra ljósavél í Norðurfirði til ísframleiðslu – til að ísa ferskan fisk, bændur hafa aðgang að nýjum þriggja fasa verkfærum til landbúnaðar og samfélagið þar situr þá við sama borð og önnur bæjarfélög með þriggja fasa rafmagn.

Samgöngumál er eitt brýnasta mál íbúa í Árneshreppi. Vesturverk hyggst endurbæta núverandi veg frá Norðurfirði að Hvalárósi. Fyrir liggja drög að samkomulagi við Vegagerðina þar um. Vegur mun verða lagður samhliða jarðstreng milli Ófeigsfjarðar og Ísafjarðardjúps um Ófeigsfjarðarheiði. Með veginum verða miklar samgöngubætur við Árneshrepp sem eru til þess fallnar að hafa jákvæð áhrif á ferðamennsku í hreppnum og samgöngur við Vestfirði.

Vestfirðir hafa átt undir högg að sækja í atvinnu- og nýsköpunarmálum undanfarna áratugi. Bætt raforkuöryggi og betri innviði eru tveir af lykilþáttum í uppbyggingu svæðisins til að geta keppt á jafnréttisgrundvelli við aðra landshluta. Hvalárvirkjun spilar stórt hlutverk í þeirri uppbyggingu. En vissulega þarf að stíga varlega til jarðar og gæta þess að vel sé gengið um náttúruna og auðlindirnar sem þar felast. VesturVerk hefur af fremsta megni reynst að draga úr umhverfisáhrifum sem virkjunin í Hvalá fylgir og mun gæta þess áfram um ókomna tíð – Vestfjörðum til heilla.

Birtist fyrst í Vestfirðir.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Hvatningarverðlaun velferðarráðs afhent í Hörpu

Innflytjendur og börn og foreldrar eru hjartans mál verðlaunahafa hvatningarverðlauna velferðarráðs árið 2017 en verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Hörpu, föstudaginn 23. febrúar. Markmið verðlaunanna er að örva og vekja athygli á gróskumiklu starfi sviðsins.   Gæði í þjónustu við innflytjendur Það var Edda Ólafsdóttir, félagsráðgjafi, sem fékk verðlaun í flokki einstaklinga en […]

Listi Samfylkingarinnar í Reykjavík samþykktur

Framboðslisti Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar í vor var samþykktur samhljóða og með lófataki í dag, á fundi á Hótel Natura. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri leiðir listann en hann varð efstur í flokksvali sem haldið var fyrr í mánuðinum. Í efstu fimm sætunum sitja borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, á eftir Degi koma Heiða Björg Hilmisdóttir, Skúli Helgason, Kristín Soffía […]

Þórdís vill varaformannsembætti Sjálfstæðisflokksins

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir,  iðnaðar-, ferðamála- og nýsköpunarráðherra, greinir frá því á Facebooksíðu sinni í morgun, að hún ætli að bjóða sig fram til varaformennsku í Sjálfstæðisflokknum á landsfundinum í mars. „Það hefur verið dýrmætt að fá hvatningu víða að og hún vegur þungt í minni ákvörðun. Ég hlakka til að eiga samtöl við sem flesta […]

Samið um þorskafla Íslands í Smugunni

Haldinn var samningafundur í fiskveiðinefnd Íslands og Rússlands daganna 19.-20. febrúar. Umræðuefnið var að venju framkvæmd svokallaðs Smugusamnings frá 1999 milli Íslands, Noregs og Rússlands um þorskveiðar íslenskra skipa í lögsögu Noregs og í þessu tilviki í lögsögu Rússlands fyrir árið 2018. Í samningnum er um tvenns konar kvóta að ræða. Annars vegar þann sem […]

Landvernd vill virkja vindorku

Engin stefna hefur verið mörkuð um vindorkuvirkjanir á Íslandi og því réðst Landvernd í það verkefni að semja stefnu sem byggist á náttúruverndar-sjónarmiðum með almannahagsmuni að leiðarljósi. Vonast er til aðframkvæmdaaðilar og sveitarfélög geti nýtt sér þessa stefnumörkun til að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif slíkra framkvæmda og til að koma í veg fyrir að ráðist verði […]

Kaupskil kaupa 13% í Arion banka af ríkinu

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur, að undangengnu samráði við ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins og ríkisstjórn, fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um sölu á 13% hlut ríkissjóðs í Arion banka til Kaupskila ehf. (dótturfélags Kaupþings ehf.) fyrir 23,4 milljarða króna. Salan fer fram á grunni kaupréttar á hlutnum samkvæmt hluthafasamkomulagi frá árinu 2009 og lögum um […]

Áslaug sakar Sjálfstæðisflokkinn um svindl: „Leikreglum er breytt og uppstillingarvaldið sett í fárra hendur“

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Áslaug Friðriksdóttir, sem fékk ekki sæti á framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnakosningar, skrifar á Facebooksíðu sína í dag. Þar segir hún farir sínar ekki sléttar í samskiptum við Sjálfstæðisflokkinn:   „Kæru vinir, enginn getur gengið að neinu vísu í pólitík. Góður stuðningur í hefðbundnum prófkjörum hefur litla þýðingu, þegar leikreglum er breytt og […]

Ríkisendurskoðun gagnrýnir ráðuneytið fyrir skort á heildarstefnu í orkumálum

Ríkisendurskoðun ítrekar ekki fimm ábendingar sem beint var til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og Landsnets hf. árið 2015. Þetta kemur fram í nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar, Landsnet hf. Hlutverk, eignarhald og áætlanir. Ráðuneytið hefur enn ekki brugðist við þeirri ábendingu Ríkisendurskoðunar að marka heildstæða stefnu í orkumálum til að tryggja að uppbygging og rekstur flutningskerfis raforku sé í […]

Heilbrigðisráðherra vill lögleiða rafrettur

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir frumvarp um rafrettur stuðla að lögmætum viðskiptum með þessa vöru og tryggja eftirlit og mikilvæga neytendavernd. Aðgengi fólks að rafrettum og reglur um notkun þeirra samkvæmt frumvarpinu geri þeim hægt um vik sem vilja hætta tóbaksnotkun með aðstoð þeirra. Ráðherra mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær. Eins og fram kom í ræðu […]

Hagstofan áætlar 2,9% hagvöxt á árinu

Hagstofa Íslands hefur gefið út endurskoðaða þjóðhagsspá að vetri í ritröð sinni, Hagtíðindum. Spáin spannar árin 2017–2023. Hægt hefur á hagvexti frá árinu 2016 en áætlað er að hagkerfið hafi vaxið um 3,8% árið 2017. Meiri kraftur var í þjóðarútgjöldum sem áætlað er að hafi aukist um rúmlega 7% á síðasta ári. Talið er að […]

Afgerandi meirihluti vill afsögn dómsmálaráðherra

Samkvæmt könnun Maskínu sem unnin var í samstarfi við Stundina, kemur fram að 72,5% þjóðarinnar vilja að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segi af sér. Þeir sem vilja að hún sitji áfram eru 27,5 prósent. Hlutfallið er yfir 67% hjá fylgjendum allra stjórnmálaflokka, nema Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins, en 23% Sjálfstæðismanna vilja afsögn Sigríðar og rúm 44 […]

Haraldur hugsar málið varðandi framboð til varaformennsku

Haraldur Benediktsson, fyrsti þingmaður Norð-vestur kjördæmis fyrir Sjálfstæðisflokkinn, segist ætla að hugsa sig um hvort hann bjóði sig fram til varaformennsku í flokknum á landsfundi sjálfstæðisflokksins um miðjan mars, eftir fjölda áskorana. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.   „Já, ég get staðfest það að margir hafa komið að máli við mig og skorað […]

Ingvar Mar leiðir lista Framsóknar

Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri og fyrrum varaþingmaður- og borgarfulltrúi, mun leiða lista Framsóknarflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Fjórar konur skipa næstu fimm sæti. Höfuðáhersla Framsóknarflokksins í Reykjavík verða skólamál samkvæmt tilkynningu, en þrír frambjóðendur eru með kennaramenntun. Viðskeytið flugvallarvinir er hvergi sjáanlegt í tilkynningu frá Framsóknarflokknum að þessu sinni og má því áætla að það verði ekki […]

Listi Eyþórs klár – Tveimur borgarfulltrúum bolað burt

Sjálfstæðismenn kynntu endanlegan framboðslista sinn í kvöld, fyrir borgarstjórnarkosningarnar í maí. Borgarfulltrúarnir Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir eru ekki á listanum, en Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi er í fimmta sæti listans. Hildur Björnsdóttir lögfræðingur er í öðru sæti, Valgerður Sigurðardóttir því þriðja, og Egill Þór Jónsson í fjórða. Heildarlistinn er hér að neðan:   1. Eyþór Lax­dal […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is