Sunnudagur 24.09.2017 - 17:58 - Ummæli ()

Fréttaskýring – Teigsskógur: Afleiðing séríslenskra ákvæða

Þegar löggjöf Evrópusambandsins um umhverfismat var innleidd árið 2000 var í nokkrum atriðum vikið frá reglugerð Evrópusambandsins, ESB,  og sett mun strangari lagaákvæði í íslenska löggjöf. Fleiri framkvæmdir eru skyldaðar í umhverfismat hér á landi en í löndum Evrópusambandsins. Eitt atriðið varðar vegagerð. Í ESB reglunum eru nýir fjögurra akreina vegir sem eru lengri en 10 km matsskyldir. Í íslensku útgáfunni eru allir nýir vegir lengri en 10 km matsskyldir. Þarna munar  miklu. Fyrirhugaður vegur um Teigsskóg er tveggja akreina og ef ESB reglur hefðu gilt hefði framkvæmdin ekki verið umhverfismatsskyld þar sem hún væri ekki meiri háttar samgönguframkvæmd samkvæmt reglum ESB

Hægt að breyta lögum

Á það hefur verið bent að Alþingi geti breytt lögunum og fært ákvæði þeirra að ESB reglunum. Þá væri hægt að fara í vegagerðina án umhverfismats. Þegar frumvarpið var til umfjöllunar Alþingis árið 2000 gerði Aðalheiður Jóhannsdóttir, lögfræðingur athugasemdir við ýmis ákvæði frumvarpsins og vakti athygli á verulegu ósamræmi í einstökum ákvæðum ESB reglugerðarinnar og sambærilegra ákvæða í frumvarpinu. Aðalheiður var á þessum tíma einn allra fremsti lögfræðingur Íslands á þessu sviði.  Aðalheiður sagði m.a. að ríki væri ekki í sjálfsvald sett hvort þau vilja gera ríkari kröfur en þær sem settar eru fram í tilskipuninni og benti á 75. gr. EES-samningsins sem heimilar strangari löggjöf ef það raskar ekki samkeppnisstöðu þess lands gagnvart aðilum í öðrum löndum. Taldi Aðalheiður að sérstaklega greinin um Skipulagsstofnun gæti haft það í för með sér að samkeppnisstaðan sé skert á EES-svæðinu, m.a. vegna þess kostnaðar og tíma sem matsferilinn hefur í för með sér hjá Skipulagsstofnun.

Þá gerði Aðalheiður Jóhannsdóttir verulegra athugasemdir við valdsvið Skipulagsstofnunar sem gæfi stofnuninni vald til þess að koma í veg fyrir framkvæmd  og að þar væri um alvarlegan galla á frumvarpinu að ræða sem yrði að laga. Staða Skipulagsstofnunar ætti sér enga hliðstæðu og byggði á misskilningi á löggjöf ESB sem væri verið að innleiða samkvæmt EES samningnum. Hin rétta leið væri að mati Aðalheiðar að mat Skipulagsstofnunar yrði lagt fyrir leyfisveitanda að framkvæmdinni sem tæki hina endalegu ákvörðun um framkvæmdina. Þessi alvarlegi galli  leiddi til þess að Skipulagsstofnun gat stöðvað vegaframkvæmdir í Þorskafirði um langt árabil. Þetta var síðar lagfært að nokkru leyti en  ekki að fullu og enn hefur Skipulagsstofnun tök á málinu umfram það sem eðlilegt er samkvæmt ábendingu Aðalheiðar Jóhannsdóttur frá árinu 2000. Staðreyndin í Teigsskógsmálinu er sú að séríslensk lagaákvæði hafa reynst Vestfirðingum erfiðust og hafa þau ákvæði torveldað eðlilegar vegaframkvæmdir, sem í Evrópusambandinu eru ekki taldar svo umfangsmiklar að þörf sé á sérstöku umhverfismatsferli.

Því hefur verið velt upp hvort þessar hörðu íslensku kröfur um umhverfismat þegar kemur að vegagerð hafi verið meinleg þýðingarvilla. Samkvæmt upplýsingum blaðsins Vestfirðir innan úr stofnunum ríkisins er það ekki talið líklegt. Bent er á að Skipulagsstofnun hafi á sínum tíma líklega verið falið það hlutverk að gera drög að reglugerðar- og lagatexta við innleiðingu reglugerðar ESB. Þar starfi einmitt fólk með mjög ákveðnar skoðanir á umhverfismálum og það telji að náttúra Íslands sé mun viðkvæmari en í öðrum löndum og þar af leiðandi eigi að viðhafa ítrustu kröfur sem unnt er að finna og jafnvel meira til. Ennfremur er bent á að það skjóti skökku við að sömu stofnun er síðan falið það hlutverk í löggjöfinni að halda utan um málaflokkinn og kveða upp alla úrskurði um mat á umhverfisáhrifum. Nýlega var úrskurðarhlutverkinu breytt í álit en eftir sem áður er Skipulagsstofnun algerlega ráðandi um það hvort af framkvæmdum geti orðið eins og sjá má í Teigsskógi. Annar vandi sem birst hefur glögglega í Teigsskógsmálinu er að umhverfismál eru orðin „kjósendavæn“ og stjórnmálaflokkar keppast um að vera sem fremstir á því sviði. Andstaða stjórnmálaflokks eða stjórnmálamanns við vegagerð um Teigsskóg hefur orðið á höfuðborgarsvæðinu a.m.k. nokkurs tákn um að viðkomandi væri trúverðugur í umhverfismálum. Fyrir vikið verða áhrif einstrengislegra embættismanna í einstökum stofnunum enn meiri. Þannig hefur það orðið nokkurs konar vörumerki hjá Vinstri grænum að vera á móti vegi um Teigsskóg og innan fleiri flokka njóta sambærileg sjónarmið umtalsverðs stuðnings.

Niðurstaðan er sú að vandinn liggi ekki í því að sett hafi verið lög um umhverfismat heldur í afar einstrengislegri túlkun og framkvæmd sem lítur framhjá því að umhverfismat er ætlað til þess að bæta framkvæmdir en ekki að koma í veg fyrir þær. Það skiptir máli að færa viðmiðanir um umhverfismat nær því sem almennt gerist innan evrópska efnahagssvæðisins og draga að sama skapi úr séríslenskum ákvæðum.

Kristinn H. Gunnarsson

Birtist fyrst í Vestfirðir.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Forsætisráðherra á leiðtogafundi í París – Kynnti kolefnislaust Ísland 2040

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók þátt í leiðtoga-fundi í París í dag undir yfirskriftinni „One Planet Summit“.  Fundurinn var haldinn í tilefni af því að í dag, 12. desember, eru tvö ár liðin frá samþykkt Parísarsamkomulagsins og lýkur fundinum síðar í kvöld. Megintilgangur fundarins er að fagna þeim áfanga sem Parísarsamkomulagið er og vekja athygli á markmiðum […]

Áform um hverfisskipulag Grafarvogs kynnt – Starfsemi fyrir kvikmyndaiðnað, verslun og þjónustu

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hélt kynningarfund á dögunum vegna fyrsta áfanga skipulags í Gufunesi. Fundurinn var haldinn í Hlöðunni við Gufunesbæ. Stuðla á að fjölbreyttari byggð og starfsemi og styðja við og styrkja Grafarvog sem hverfisheild. Á svæðinu er einkum gert ráð fyrir starfsemi á sviði afþreyingar- og kvikmyndaiðnaðar og þjónustu tengdri slíkri starfsemi. Einnig […]

Trump verst ásökunum um kynferðislega áreitni á Twitter

Donald Trump Bandaríkjaforseti, sagði í dag að allur sá fjöldi ásakana á hendur honum varðandi kynferðislega áreitni, væri liður í samsæri Demókrata og kallaði þær falsfréttir. Orð Trump féllu degi eftir að þrjár konur ásökuðu Trump um að hafa áreitt sig kynferðislega í viðtali á NBC sjónvarpsstöðinni og á blaðamannafundi í New York í gær. […]

Herdís kjörin næst-æðsti stjórnandi Feneyjanefndar Evrópuráðsins -Fyrst Íslendinga

Dr. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir hefur kjörin næst-æðsti stjórnandi Feneyjanefndar Evrópuráðsins, nefndar Evrópuráðsins um lýðræði með lögum. Á aðalfundi nefndarinnar nú í desember var Herdís kjörin fyrsti varaforseti nefndarinnar en hún hafði í tvígang verið kjörin ein þriggja varaforseta hennar. Hún er fyrsti Íslendingurinn sem kjörin er í stjórn Feneyjarnefndarinnar.     Aðspurð um hvaða þýðingu þetta […]

Kristinn H reiðir til höggs – Sakar umhverfisráðherra um „veruleikafirringu“ og tilheyra „öfgasamtökum“

Kristinn H. Gunnarsson, fyrrum þingmaður og nú ritstjóri Vestfirðings, gagnrýnir nýskipaðan umhverfisráðherra harðlega í leiðara blaðs síns í dag. Guðmundur I. Guðbrandsson, sem áður var framkvæmdarstjóri Landverndar, var skipaður sem fagráðherra af Vinstri grænum eftir síðustu kosningar, en sú ráðning virðist ekki vekja lukku hjá Kristni H. sem sakar umhverfisráðherra um að beita sér af […]

Kristján Þór gerir hreint fyrir sínum dyrum varðandi Samherjatengsl

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristján Þór Júlíusson, birti á Facebook síðu sinni í morgun yfirlýsingu, þar sem hann gerir grein fyrir tengslum sínum við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja sem og tengsl hans við fyrirtækið, en hann hefur legið undir ámæli vegna þessa, sökum stöðu sinnar og embættis. Flest, ef ekki allt það sem Kristján týnir […]

Olíunotkun sjávarútvegsins fer minnkandi – Nálgast markmið Parísarsamkomulagsins

Samkvæmt skýrslu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um olíunotkun greinarinnar til 2030, sem unnin er að hluta af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, kemur í ljós að eldsneytisnotkun hefur minnkað töluvert frá árinu 1990, eða um 43% Í skýrslunni kemur fram að „sterkir fiskistofnar, framfarir í veiðum og betra skipulag veiða hafa leitt til verulega minni olíunotkunar í […]

Dapurleg upprifjun

Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar: Það var sorglegt að fylgjast með upprifjun á því í fréttum í síðustu viku hvernig margir Íslendingar höguðu sér fyrst eftir bankahrunið 2008. Menn fóru í ógnandi hópum að heimilum fólks, sem það taldi í fávisku sinni að borið hefði einhverja óskilgreinda ábyrgð á hörmungunum. Þar urðu meðal annars stjórnmálamenn og […]

„Tímabært að teikna upp mynd af því hvernig hann og hans nánustu hafa hagað sér“

Karl Th. Birgisson, ritstjóri Herðubreiðar, gaf út á dögunum bók er nefnist Hinir Ósnertanlegu, saga um auð, völd og spillingu. Þar er fjallað um viðskiptasögu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og ítök föðurættar Bjarna í viðskiptalífinu í gegnum árin, sem höfundur kallar „eitrað samband stjórnmála og viðskipta.“       En af hverju réðst Karl í gerð […]

Aldrei munað eins litlu á WOW og Icelandair í farþegum talið

Aldrei hefur munað jafn litlu á stærð íslensku flugfélaganna tveggja, Icelandair og WOW, í farþegum talið. Icelandair flutti í nóvember 249 þúsund farþega, meðan Wow flaug með 224 þúsund farþega á sama tíma. Munurinn er 25 þúsund farþegar, sem er minnsti mælanlegi munur hingað til. Þar áður var munurinn minnstur í febrúar, eða 33,657 farþegar. […]

Velferðarráðuneytið vænir Barnaverndarstofu um ósannsögli

Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur forstjóri Barnaverndarstofu, Bragi Guðbrandsson,  legið undir ámæli vegna starfshátta sinna. Barnaverndarstofa sendi frá sér yfirlýsingu á föstudag, þar sem beðið var um frest til að svara Velferðarráðuneytinu, meðan aflað væri frekari gagna, því það hafi gengið erfiðlega að fá gögnin í hendur. Nú hefur Velferðarráðuneytið sent frá […]

Búið að ráða aðstoðarmenn dómara við Landsrétt

Samkvæmt öruggum heimildum Eyjunar er búið að ráða aðstoðarmenn dómara við Landsrétt. Auglýst var eftir fimm löglærðum aðstoðarmönnum dómara við Landsrétt í sumar, en Landsréttur tekur til starfa 1. janúar 2018 og er gert ráð fyrir að aðstoðarmenn hefji störf frá þeim tíma. Alls sóttu 116 manns um störfin fimm en eftirtaldir einstaklingar fengu starfið: […]

Stjórnarandstaðan þiggur formennsku þriggja fastanefnda Alþingis- „Ekki nema hæfilega ánægð“

Stjórnarandstaðan ákvað í morgun að taka við formennsku í þeim þremur fastanefndum sem ríkisstjórnin hafði boðið þeim. Þetta staðfesti Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar við Eyjuna. Að sögn Loga mun Samfylkingin fara með formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fyrstu tvö árin, en skiptast síðan á við Pírata, sem fara fyrir velferðarnefnd fyrstu tvö árin. Þá mun […]

Hæstaréttarlögmaður ýjar að vanhæfi umhverfisráðherra

Hæstaréttarlögmaðurinn Jón Jónsson skrifar grein í Morgunblaðið um helgina, hvar hann veltir fyrir sér hæfi, eða eftir atvikum, vanhæfi Guðmundar I. Guðbrandssonar umhverfisráðherra, sökum sinna fyrri starfa hjá Landvernd. Spyr Jón hvort umhverfisráðherra sé til dæmis hæfur til að skipa til dæmis starfshóp um málefni Teigsskógar, eða hvort hann sé hæfur að fjalla um aðalskipulag tengt […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is