Sunnudagur 24.09.2017 - 17:58 - Ummæli ()

Fréttaskýring – Teigsskógur: Afleiðing séríslenskra ákvæða

Þegar löggjöf Evrópusambandsins um umhverfismat var innleidd árið 2000 var í nokkrum atriðum vikið frá reglugerð Evrópusambandsins, ESB,  og sett mun strangari lagaákvæði í íslenska löggjöf. Fleiri framkvæmdir eru skyldaðar í umhverfismat hér á landi en í löndum Evrópusambandsins. Eitt atriðið varðar vegagerð. Í ESB reglunum eru nýir fjögurra akreina vegir sem eru lengri en 10 km matsskyldir. Í íslensku útgáfunni eru allir nýir vegir lengri en 10 km matsskyldir. Þarna munar  miklu. Fyrirhugaður vegur um Teigsskóg er tveggja akreina og ef ESB reglur hefðu gilt hefði framkvæmdin ekki verið umhverfismatsskyld þar sem hún væri ekki meiri háttar samgönguframkvæmd samkvæmt reglum ESB

Hægt að breyta lögum

Á það hefur verið bent að Alþingi geti breytt lögunum og fært ákvæði þeirra að ESB reglunum. Þá væri hægt að fara í vegagerðina án umhverfismats. Þegar frumvarpið var til umfjöllunar Alþingis árið 2000 gerði Aðalheiður Jóhannsdóttir, lögfræðingur athugasemdir við ýmis ákvæði frumvarpsins og vakti athygli á verulegu ósamræmi í einstökum ákvæðum ESB reglugerðarinnar og sambærilegra ákvæða í frumvarpinu. Aðalheiður var á þessum tíma einn allra fremsti lögfræðingur Íslands á þessu sviði.  Aðalheiður sagði m.a. að ríki væri ekki í sjálfsvald sett hvort þau vilja gera ríkari kröfur en þær sem settar eru fram í tilskipuninni og benti á 75. gr. EES-samningsins sem heimilar strangari löggjöf ef það raskar ekki samkeppnisstöðu þess lands gagnvart aðilum í öðrum löndum. Taldi Aðalheiður að sérstaklega greinin um Skipulagsstofnun gæti haft það í för með sér að samkeppnisstaðan sé skert á EES-svæðinu, m.a. vegna þess kostnaðar og tíma sem matsferilinn hefur í för með sér hjá Skipulagsstofnun.

Þá gerði Aðalheiður Jóhannsdóttir verulegra athugasemdir við valdsvið Skipulagsstofnunar sem gæfi stofnuninni vald til þess að koma í veg fyrir framkvæmd  og að þar væri um alvarlegan galla á frumvarpinu að ræða sem yrði að laga. Staða Skipulagsstofnunar ætti sér enga hliðstæðu og byggði á misskilningi á löggjöf ESB sem væri verið að innleiða samkvæmt EES samningnum. Hin rétta leið væri að mati Aðalheiðar að mat Skipulagsstofnunar yrði lagt fyrir leyfisveitanda að framkvæmdinni sem tæki hina endalegu ákvörðun um framkvæmdina. Þessi alvarlegi galli  leiddi til þess að Skipulagsstofnun gat stöðvað vegaframkvæmdir í Þorskafirði um langt árabil. Þetta var síðar lagfært að nokkru leyti en  ekki að fullu og enn hefur Skipulagsstofnun tök á málinu umfram það sem eðlilegt er samkvæmt ábendingu Aðalheiðar Jóhannsdóttur frá árinu 2000. Staðreyndin í Teigsskógsmálinu er sú að séríslensk lagaákvæði hafa reynst Vestfirðingum erfiðust og hafa þau ákvæði torveldað eðlilegar vegaframkvæmdir, sem í Evrópusambandinu eru ekki taldar svo umfangsmiklar að þörf sé á sérstöku umhverfismatsferli.

Því hefur verið velt upp hvort þessar hörðu íslensku kröfur um umhverfismat þegar kemur að vegagerð hafi verið meinleg þýðingarvilla. Samkvæmt upplýsingum blaðsins Vestfirðir innan úr stofnunum ríkisins er það ekki talið líklegt. Bent er á að Skipulagsstofnun hafi á sínum tíma líklega verið falið það hlutverk að gera drög að reglugerðar- og lagatexta við innleiðingu reglugerðar ESB. Þar starfi einmitt fólk með mjög ákveðnar skoðanir á umhverfismálum og það telji að náttúra Íslands sé mun viðkvæmari en í öðrum löndum og þar af leiðandi eigi að viðhafa ítrustu kröfur sem unnt er að finna og jafnvel meira til. Ennfremur er bent á að það skjóti skökku við að sömu stofnun er síðan falið það hlutverk í löggjöfinni að halda utan um málaflokkinn og kveða upp alla úrskurði um mat á umhverfisáhrifum. Nýlega var úrskurðarhlutverkinu breytt í álit en eftir sem áður er Skipulagsstofnun algerlega ráðandi um það hvort af framkvæmdum geti orðið eins og sjá má í Teigsskógi. Annar vandi sem birst hefur glögglega í Teigsskógsmálinu er að umhverfismál eru orðin „kjósendavæn“ og stjórnmálaflokkar keppast um að vera sem fremstir á því sviði. Andstaða stjórnmálaflokks eða stjórnmálamanns við vegagerð um Teigsskóg hefur orðið á höfuðborgarsvæðinu a.m.k. nokkurs tákn um að viðkomandi væri trúverðugur í umhverfismálum. Fyrir vikið verða áhrif einstrengislegra embættismanna í einstökum stofnunum enn meiri. Þannig hefur það orðið nokkurs konar vörumerki hjá Vinstri grænum að vera á móti vegi um Teigsskóg og innan fleiri flokka njóta sambærileg sjónarmið umtalsverðs stuðnings.

Niðurstaðan er sú að vandinn liggi ekki í því að sett hafi verið lög um umhverfismat heldur í afar einstrengislegri túlkun og framkvæmd sem lítur framhjá því að umhverfismat er ætlað til þess að bæta framkvæmdir en ekki að koma í veg fyrir þær. Það skiptir máli að færa viðmiðanir um umhverfismat nær því sem almennt gerist innan evrópska efnahagssvæðisins og draga að sama skapi úr séríslenskum ákvæðum.

Kristinn H. Gunnarsson

Birtist fyrst í Vestfirðir.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Hvatningarverðlaun velferðarráðs afhent í Hörpu

Innflytjendur og börn og foreldrar eru hjartans mál verðlaunahafa hvatningarverðlauna velferðarráðs árið 2017 en verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Hörpu, föstudaginn 23. febrúar. Markmið verðlaunanna er að örva og vekja athygli á gróskumiklu starfi sviðsins.   Gæði í þjónustu við innflytjendur Það var Edda Ólafsdóttir, félagsráðgjafi, sem fékk verðlaun í flokki einstaklinga en […]

Listi Samfylkingarinnar í Reykjavík samþykktur

Framboðslisti Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar í vor var samþykktur samhljóða og með lófataki í dag, á fundi á Hótel Natura. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri leiðir listann en hann varð efstur í flokksvali sem haldið var fyrr í mánuðinum. Í efstu fimm sætunum sitja borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, á eftir Degi koma Heiða Björg Hilmisdóttir, Skúli Helgason, Kristín Soffía […]

Þórdís vill varaformannsembætti Sjálfstæðisflokksins

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir,  iðnaðar-, ferðamála- og nýsköpunarráðherra, greinir frá því á Facebooksíðu sinni í morgun, að hún ætli að bjóða sig fram til varaformennsku í Sjálfstæðisflokknum á landsfundinum í mars. „Það hefur verið dýrmætt að fá hvatningu víða að og hún vegur þungt í minni ákvörðun. Ég hlakka til að eiga samtöl við sem flesta […]

Samið um þorskafla Íslands í Smugunni

Haldinn var samningafundur í fiskveiðinefnd Íslands og Rússlands daganna 19.-20. febrúar. Umræðuefnið var að venju framkvæmd svokallaðs Smugusamnings frá 1999 milli Íslands, Noregs og Rússlands um þorskveiðar íslenskra skipa í lögsögu Noregs og í þessu tilviki í lögsögu Rússlands fyrir árið 2018. Í samningnum er um tvenns konar kvóta að ræða. Annars vegar þann sem […]

Landvernd vill virkja vindorku

Engin stefna hefur verið mörkuð um vindorkuvirkjanir á Íslandi og því réðst Landvernd í það verkefni að semja stefnu sem byggist á náttúruverndar-sjónarmiðum með almannahagsmuni að leiðarljósi. Vonast er til aðframkvæmdaaðilar og sveitarfélög geti nýtt sér þessa stefnumörkun til að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif slíkra framkvæmda og til að koma í veg fyrir að ráðist verði […]

Kaupskil kaupa 13% í Arion banka af ríkinu

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur, að undangengnu samráði við ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins og ríkisstjórn, fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um sölu á 13% hlut ríkissjóðs í Arion banka til Kaupskila ehf. (dótturfélags Kaupþings ehf.) fyrir 23,4 milljarða króna. Salan fer fram á grunni kaupréttar á hlutnum samkvæmt hluthafasamkomulagi frá árinu 2009 og lögum um […]

Áslaug sakar Sjálfstæðisflokkinn um svindl: „Leikreglum er breytt og uppstillingarvaldið sett í fárra hendur“

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Áslaug Friðriksdóttir, sem fékk ekki sæti á framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnakosningar, skrifar á Facebooksíðu sína í dag. Þar segir hún farir sínar ekki sléttar í samskiptum við Sjálfstæðisflokkinn:   „Kæru vinir, enginn getur gengið að neinu vísu í pólitík. Góður stuðningur í hefðbundnum prófkjörum hefur litla þýðingu, þegar leikreglum er breytt og […]

Ríkisendurskoðun gagnrýnir ráðuneytið fyrir skort á heildarstefnu í orkumálum

Ríkisendurskoðun ítrekar ekki fimm ábendingar sem beint var til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og Landsnets hf. árið 2015. Þetta kemur fram í nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar, Landsnet hf. Hlutverk, eignarhald og áætlanir. Ráðuneytið hefur enn ekki brugðist við þeirri ábendingu Ríkisendurskoðunar að marka heildstæða stefnu í orkumálum til að tryggja að uppbygging og rekstur flutningskerfis raforku sé í […]

Heilbrigðisráðherra vill lögleiða rafrettur

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir frumvarp um rafrettur stuðla að lögmætum viðskiptum með þessa vöru og tryggja eftirlit og mikilvæga neytendavernd. Aðgengi fólks að rafrettum og reglur um notkun þeirra samkvæmt frumvarpinu geri þeim hægt um vik sem vilja hætta tóbaksnotkun með aðstoð þeirra. Ráðherra mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær. Eins og fram kom í ræðu […]

Hagstofan áætlar 2,9% hagvöxt á árinu

Hagstofa Íslands hefur gefið út endurskoðaða þjóðhagsspá að vetri í ritröð sinni, Hagtíðindum. Spáin spannar árin 2017–2023. Hægt hefur á hagvexti frá árinu 2016 en áætlað er að hagkerfið hafi vaxið um 3,8% árið 2017. Meiri kraftur var í þjóðarútgjöldum sem áætlað er að hafi aukist um rúmlega 7% á síðasta ári. Talið er að […]

Afgerandi meirihluti vill afsögn dómsmálaráðherra

Samkvæmt könnun Maskínu sem unnin var í samstarfi við Stundina, kemur fram að 72,5% þjóðarinnar vilja að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segi af sér. Þeir sem vilja að hún sitji áfram eru 27,5 prósent. Hlutfallið er yfir 67% hjá fylgjendum allra stjórnmálaflokka, nema Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins, en 23% Sjálfstæðismanna vilja afsögn Sigríðar og rúm 44 […]

Haraldur hugsar málið varðandi framboð til varaformennsku

Haraldur Benediktsson, fyrsti þingmaður Norð-vestur kjördæmis fyrir Sjálfstæðisflokkinn, segist ætla að hugsa sig um hvort hann bjóði sig fram til varaformennsku í flokknum á landsfundi sjálfstæðisflokksins um miðjan mars, eftir fjölda áskorana. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.   „Já, ég get staðfest það að margir hafa komið að máli við mig og skorað […]

Ingvar Mar leiðir lista Framsóknar

Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri og fyrrum varaþingmaður- og borgarfulltrúi, mun leiða lista Framsóknarflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Fjórar konur skipa næstu fimm sæti. Höfuðáhersla Framsóknarflokksins í Reykjavík verða skólamál samkvæmt tilkynningu, en þrír frambjóðendur eru með kennaramenntun. Viðskeytið flugvallarvinir er hvergi sjáanlegt í tilkynningu frá Framsóknarflokknum að þessu sinni og má því áætla að það verði ekki […]

Listi Eyþórs klár – Tveimur borgarfulltrúum bolað burt

Sjálfstæðismenn kynntu endanlegan framboðslista sinn í kvöld, fyrir borgarstjórnarkosningarnar í maí. Borgarfulltrúarnir Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir eru ekki á listanum, en Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi er í fimmta sæti listans. Hildur Björnsdóttir lögfræðingur er í öðru sæti, Valgerður Sigurðardóttir því þriðja, og Egill Þór Jónsson í fjórða. Heildarlistinn er hér að neðan:   1. Eyþór Lax­dal […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is