Sunnudagur 24.09.2017 - 17:58 - Ummæli ()

Fréttaskýring – Teigsskógur: Afleiðing séríslenskra ákvæða

Þegar löggjöf Evrópusambandsins um umhverfismat var innleidd árið 2000 var í nokkrum atriðum vikið frá reglugerð Evrópusambandsins, ESB,  og sett mun strangari lagaákvæði í íslenska löggjöf. Fleiri framkvæmdir eru skyldaðar í umhverfismat hér á landi en í löndum Evrópusambandsins. Eitt atriðið varðar vegagerð. Í ESB reglunum eru nýir fjögurra akreina vegir sem eru lengri en 10 km matsskyldir. Í íslensku útgáfunni eru allir nýir vegir lengri en 10 km matsskyldir. Þarna munar  miklu. Fyrirhugaður vegur um Teigsskóg er tveggja akreina og ef ESB reglur hefðu gilt hefði framkvæmdin ekki verið umhverfismatsskyld þar sem hún væri ekki meiri háttar samgönguframkvæmd samkvæmt reglum ESB

Hægt að breyta lögum

Á það hefur verið bent að Alþingi geti breytt lögunum og fært ákvæði þeirra að ESB reglunum. Þá væri hægt að fara í vegagerðina án umhverfismats. Þegar frumvarpið var til umfjöllunar Alþingis árið 2000 gerði Aðalheiður Jóhannsdóttir, lögfræðingur athugasemdir við ýmis ákvæði frumvarpsins og vakti athygli á verulegu ósamræmi í einstökum ákvæðum ESB reglugerðarinnar og sambærilegra ákvæða í frumvarpinu. Aðalheiður var á þessum tíma einn allra fremsti lögfræðingur Íslands á þessu sviði.  Aðalheiður sagði m.a. að ríki væri ekki í sjálfsvald sett hvort þau vilja gera ríkari kröfur en þær sem settar eru fram í tilskipuninni og benti á 75. gr. EES-samningsins sem heimilar strangari löggjöf ef það raskar ekki samkeppnisstöðu þess lands gagnvart aðilum í öðrum löndum. Taldi Aðalheiður að sérstaklega greinin um Skipulagsstofnun gæti haft það í för með sér að samkeppnisstaðan sé skert á EES-svæðinu, m.a. vegna þess kostnaðar og tíma sem matsferilinn hefur í för með sér hjá Skipulagsstofnun.

Þá gerði Aðalheiður Jóhannsdóttir verulegra athugasemdir við valdsvið Skipulagsstofnunar sem gæfi stofnuninni vald til þess að koma í veg fyrir framkvæmd  og að þar væri um alvarlegan galla á frumvarpinu að ræða sem yrði að laga. Staða Skipulagsstofnunar ætti sér enga hliðstæðu og byggði á misskilningi á löggjöf ESB sem væri verið að innleiða samkvæmt EES samningnum. Hin rétta leið væri að mati Aðalheiðar að mat Skipulagsstofnunar yrði lagt fyrir leyfisveitanda að framkvæmdinni sem tæki hina endalegu ákvörðun um framkvæmdina. Þessi alvarlegi galli  leiddi til þess að Skipulagsstofnun gat stöðvað vegaframkvæmdir í Þorskafirði um langt árabil. Þetta var síðar lagfært að nokkru leyti en  ekki að fullu og enn hefur Skipulagsstofnun tök á málinu umfram það sem eðlilegt er samkvæmt ábendingu Aðalheiðar Jóhannsdóttur frá árinu 2000. Staðreyndin í Teigsskógsmálinu er sú að séríslensk lagaákvæði hafa reynst Vestfirðingum erfiðust og hafa þau ákvæði torveldað eðlilegar vegaframkvæmdir, sem í Evrópusambandinu eru ekki taldar svo umfangsmiklar að þörf sé á sérstöku umhverfismatsferli.

Því hefur verið velt upp hvort þessar hörðu íslensku kröfur um umhverfismat þegar kemur að vegagerð hafi verið meinleg þýðingarvilla. Samkvæmt upplýsingum blaðsins Vestfirðir innan úr stofnunum ríkisins er það ekki talið líklegt. Bent er á að Skipulagsstofnun hafi á sínum tíma líklega verið falið það hlutverk að gera drög að reglugerðar- og lagatexta við innleiðingu reglugerðar ESB. Þar starfi einmitt fólk með mjög ákveðnar skoðanir á umhverfismálum og það telji að náttúra Íslands sé mun viðkvæmari en í öðrum löndum og þar af leiðandi eigi að viðhafa ítrustu kröfur sem unnt er að finna og jafnvel meira til. Ennfremur er bent á að það skjóti skökku við að sömu stofnun er síðan falið það hlutverk í löggjöfinni að halda utan um málaflokkinn og kveða upp alla úrskurði um mat á umhverfisáhrifum. Nýlega var úrskurðarhlutverkinu breytt í álit en eftir sem áður er Skipulagsstofnun algerlega ráðandi um það hvort af framkvæmdum geti orðið eins og sjá má í Teigsskógi. Annar vandi sem birst hefur glögglega í Teigsskógsmálinu er að umhverfismál eru orðin „kjósendavæn“ og stjórnmálaflokkar keppast um að vera sem fremstir á því sviði. Andstaða stjórnmálaflokks eða stjórnmálamanns við vegagerð um Teigsskóg hefur orðið á höfuðborgarsvæðinu a.m.k. nokkurs tákn um að viðkomandi væri trúverðugur í umhverfismálum. Fyrir vikið verða áhrif einstrengislegra embættismanna í einstökum stofnunum enn meiri. Þannig hefur það orðið nokkurs konar vörumerki hjá Vinstri grænum að vera á móti vegi um Teigsskóg og innan fleiri flokka njóta sambærileg sjónarmið umtalsverðs stuðnings.

Niðurstaðan er sú að vandinn liggi ekki í því að sett hafi verið lög um umhverfismat heldur í afar einstrengislegri túlkun og framkvæmd sem lítur framhjá því að umhverfismat er ætlað til þess að bæta framkvæmdir en ekki að koma í veg fyrir þær. Það skiptir máli að færa viðmiðanir um umhverfismat nær því sem almennt gerist innan evrópska efnahagssvæðisins og draga að sama skapi úr séríslenskum ákvæðum.

Kristinn H. Gunnarsson

Birtist fyrst í Vestfirðir.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Áherslur flokkanna: Þarf að herða refsingar í kynferðisbrotamálum?

Eyjan mun fram að kjördegi bjóða framboðum sem taka þátt í Alþingiskosningunum 28. október næstkomandi að svara spurningum um ýmis málefni, allt frá húsnæðismálum til stjórnarskrárbreytinga. Í dag er spurt: Þarf að herða refsingar í kynferðisbrotamálum? Ef svo, hversu mikið? Svörum flokkanna er raðað eftir listabókstaf framboðsins.   Björt framtíð – X-A   Björt framtíð […]

#églíka

Indíana Ása Hreinsdóttir skrifar: Í vikunni sáum við svart á hvítu hversu gífurlega umfangsmikil kynferðisáreitni og/eða -ofbeldi er gagnvart konum. Í herferð þar sem konur, sem hafa einhvern tímann orðið fyrir áreitni eða ofbeldi, settu stöðufærsluna #metoo á samfélagsmiðla kom sú ógnvekjandi staðreynd í ljós að næstum allar konur hafa upplifað kynferðislega áreitni eða ofbeldi, og […]

Hagsmunamál eldri borgara voru ekki ofarlega á forgangslistanum hjá Katrínu og Vinstri grænum

Sigurður Jónsson skrifar: Nú styttist í það að landsmenn gangi að kjörborðinu og velji sér þingmenn til að sitja á Alþingi. Athyglisvert er að fylgjast með málflutningi Katrínar Jakobsdóttur formanns VG. Loforðin flæða úr munni hennar. Henni vefst aftur á móti tunga um tönn þegar hún er spurð hvernig eigi að fjármagna öll loforðin. Segist […]

Guðjón Brjánsson: Hvernig á að auka sjávarútveg á Vestfjörðum?

Blaðið Vestfirðir sendi frambjóðanda í efsta sæti á öllum níu listum í Norðvesturkjördæmi svohljóðandi spurningu: Aðeins um 7% af framleiðslunni í sjávarútvegi var 2015 á Vestfjörðum, en hlutfallið var um 16% fram til um 1995. Hvaða breytingar telur þú að þurfi að gera, m. a. á löggjöf um stjórn fiskveiða, til þess að sjávarútvegur vaxi […]

Íslensk pólitík þarf að breytast

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar: Um eitt og hálft ár er liðið síðan baráttumaðurinn Kári Stefánsson afhenti íslenskum stjórnvöldum undirskriftir rúmlega 85 þúsund Íslendinga sem fóru fram á að 11 prósentum af vergri landsframleiðslu yrði varið í rekstur heilbrigðiskerfisins. Þessi undirskriftasöfnun er sú fjölmennasta í Íslandssögunni. Ráðamenn lögðu við hlustir eða þóttust allavega gera það. Þeim er […]

Gylfi Ólafsson: Hvernig á að auka sjávarútveg á Vestfjörðum?

Blaðið Vestfirðir sendi frambjóðanda í efsta sæti á öllum níu listum í Norðvesturkjördæmi svohljóðandi spurningu: Aðeins um 7% af framleiðslunni í sjávarútvegi var 2015 á Vestfjörðum, en hlutfallið var um 16% fram til um 1995. Hvaða breytingar telur þú að þurfi að gera, m. a. á löggjöf um stjórn fiskveiða, til þess að sjávarútvegur vaxi […]

Hverjum treystir þú?

Ari Trausti Guðmundsson þingmaður VG í Suðurkjördæmi skrifar:  Eftir að tvær ríkisstjórnir með aðild Sjálfstæðisflokksins hafa sundrast verður að kjósa til Alþingis og leita nýrra leiða við landsstjórnina. Vinstrihreyfingin – grænt framboð (VG) leggur nú í dóm kjósenda stefnu sem byggir á jöfnuði, jafnrétti, samstöðu, lýðræði, umhverfisvernd og ábyrgu frelsi. Grunnstef VG í komandi kosningum […]

Aðskilnaður stjórnmála og viðskipta

Kristinn H. Gunnarsson skrifar: Það sem helst má draga fram sem ástæðu stjórnarslitanna og snemmbúinna Alþingiskosninga er gífurlega uppsöfnuð gremja almennings út í klíkuskap og sérmeðferð útvalinna í þjóðfélaginu. Skemmst er að minnast þingkosninganna í fyrra sem urðu af sömu ástæðu. Panamaskjölin drógu fram að hópur fólks í þjóðfélaginu geymdi fé sitt erlendis og leyndi […]

Kosningar 2017: Sigurður Ingi Jóhannsson um Vestfirði

Spurningar um Vestfirði vegna Alþingiskosninganna 2017, sem sendar voru öllum forsvarsmönnum framboða í Norðvesturkjördæmi. Tilefni: Skýrsla Byggðastofnunar um hagvöxt landshlutans 2008 – 2015. Útg. ágúst 2017. Upplýsingar sem fram koma í skýrslunni: Hagvöxtur á Vestfjörðum:  -6% ,     en  +4% á landinu öllu. Íbúaþróun:  -4,6% , en +4,3% á landinu öllu. Framleiðsla á mann:  -2%,  en […]

Af hverju eru allir stóreignamenn í Sjálfstæðisflokknum?

Einar Kárason skrifar: Því hefur stundum verið haldið fram að tími stéttastjórnmála sé liðinn, og vissulega hljóma sumir gamlir frasar um öreiga og verkalýð ærið forneskjulega í eyrum nútímafólks. En staðreyndin er hinsvegar merkilegt nokk sú að næstum allir þeir hér á landi sem gamlar skilgreiningar sortera í auðstétt, eru í hægriflokkunum, og þar af […]

Ásmundur Einar Daðason: Hvernig á að auka sjávarútveg á Vestfjörðum?

Blaðið Vestfirðir sendi frambjóðanda í efsta sæti á öllum níu listum í Norðvesturkjördæmi svohljóðandi spurningu: Aðeins um 7% af framleiðslunni í sjávarútvegi var 2015 á Vestfjörðum, en hlutfallið var um 16% fram til um 1995. Hvaða breytingar telur þú að þurfi að gera, m. a. á löggjöf um stjórn fiskveiða, til þess að sjávarútvegur vaxi […]

Áherslur flokkanna: Samgöngumálin

Eyjan mun fram að kjördegi bjóða framboðum sem taka þátt í Alþingiskosningunum 28. október næstkomandi að svara spurningum um ýmis málefni, allt frá landbúnaðarmálum til afstöðu flokkanna til veru Þjóðkirkjunnar á fjárlögum. Í dag er spurt: Hver er stefnan í samgöngumálum? Svörum flokkanna er raðað eftir listabókstaf framboðsins.   Björt framtíð – X-A   Björt […]

Nýr Þjóðarpúls: Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur áfram langstærst

Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur mælast með langmest fylgi, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Fjallað var um hann í kvöldfréttum RÚV. Vinstri græn mældust með rúmlega 23 prósenta fylgi á meðan Sjálfstæðisflokkur mældist með tæplega 23 prósenta fylgi. Í niðurstöðum könnunar sem MMR birti í vikunni var fylgi Sjálfstæðisflokks 19,9 prósent en fylgi Vinstri grænna 19,1 prósent. […]

Deilt á skattablekkingarleik vinstri flokkana: „Kjósendur eru ekki fífl“

Hörður Ægisson ritstjóri Markaðarins deilir harkalega á tillögur Vinstri grænna og Samfylkingarinnar um verulega aukningu ríkisútgjalda í leiðara Fréttablaðsins í dag, segir hann að málflutningur um að það eigi ekki að hækka skatta á almenning standist enga skoðun: „Fyrir liggur að tveir stjórnmálaflokkar – Vinstri grænir og Samfylkingin – hafa lagt til að útgjöld ríkissjóðs […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is