Sunnudagur 01.10.2017 - 15:12 - Ummæli ()

Hvað eiga sveitarfélögin að vera fjölmenn?

Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra skrifar: 

Enn ein nefndin virðist hafa  verið skipuð til þess að fjalla um sameiningu sveitarfélaga á Íslandi. Erfitt hefur verið að nálgast skýrsluna þó hefur verið  fjallað  um hana í fjölmiðlum. Í dag eru sveitarfélögin 74 talsins en 1950 voru þau 224.  Alltaf er farið að tala um  ákveðinn fjölda íbúa og nú heyrist að sveitarfélög geti ekki orðið fámennari en 250 manns en 14 sveitarfélög eru undir þeim fjölda nú um stundir.

Þetta er að mínu mati kolröng nálgun. Því umræðan fer alltaf að snúast um þessar tölur þ.e. lágmarksfjölda íbúa. Í síðustu nefnd var talað um að lágmarkið ætti að vera 1000 íbúar.  Við eigum frekar að hugsa sveitarfélögin í svæðum og verkefnum þ.e. hentugum þjónustusvæðum.  Allra fjölmennasta svæðið er í kringum Reykjavík.  Þar eru í einum hnapp 5 sveitarfélög  sem að sjálfsögðu hafa talsverða samvinnu en hafa í raun hvert og eitt ákveðna sérstöðu. Samlegðaráhrifin virðast þar hins vegar heilmikil. Þá liggur stór hluti Suðurlands nokkuð vel við sem þjónustusvæði sem og nokkur önnur svæði í landinu þar á meðal Eyjafjarðarsvæðið o.fl.

Reynsla er komin á sameiningu sveitarfélaga á Vestfjörðum og Austurlandi. Á strjálli byggðarsvæðum er miklu erfiðara um vik hvað mannfjölda og ýmiskonar þjónustu varðar. Þar er þess vegna út í hött að leggja sameiningu sveitarfélaga upp með ákveðnum fjölda íbúa. Greiðar samgöngur eru grundvallaratriði. Ákveðnar byggðir á Íslandi hafa mikla sérstöðu þar má t.d. nefna Strandir og aðrar fámennar víðfeðmar byggðir. Það er alveg ljóst að þær byggðir geta ekki, allra hluta vegna, þó vilji væri fyrir hendi, boðið uppá samskonar þjónustu eins og stærri sveitarfélög í landinu og þyrftu hugsanlega að kaupa þjónustu eða stofna byggðasamlög um verkefni sem þau ráða ekki við. Ljósleiðaravæðing landsins mun einnig leiða til þess að léttara verður að sameina sveitarfélög m.t.t. nútíma fundartækni.

Í stöðunni núna, ef og þegar við fáum staðfasta ríkisstjórn, verður ríkisstjórnin að hafa kjark og  boðin að koma að ofan þ.e. frá ríkisvaldinu það hefur verið gert t.d. í Danmörku og víðar og gefið góða raun. Varð til þess að sveitarfélögin „neyddust“ til þess að fara að tala saman og úr urðu nokkuð vel heppnaðar sameiningar. Núna virðast sveitarfélögin t.d. hér á Suðurlandi vera í kurteislegum viðræðum sem lítið virðist koma út úr. Ég held reyndar að síðasta sameiningahrina hafi gengið nokkuð vel á Íslandi og orðið til góðs. Brátt líður að næstu hrinu ég held að enn ein nefndarskipan með mælikerum um fjölda íbúa sé úrelt – horfum á svæðin og sameinum sveitarfélög m.t.t. þeirra.

Höfundur greinar: Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri.

Birtist fyrst í Suðri.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Áherslur flokkanna: Þarf að herða refsingar í kynferðisbrotamálum?

Eyjan mun fram að kjördegi bjóða framboðum sem taka þátt í Alþingiskosningunum 28. október næstkomandi að svara spurningum um ýmis málefni, allt frá húsnæðismálum til stjórnarskrárbreytinga. Í dag er spurt: Þarf að herða refsingar í kynferðisbrotamálum? Ef svo, hversu mikið? Svörum flokkanna er raðað eftir listabókstaf framboðsins.   Björt framtíð – X-A   Björt framtíð […]

#églíka

Indíana Ása Hreinsdóttir skrifar: Í vikunni sáum við svart á hvítu hversu gífurlega umfangsmikil kynferðisáreitni og/eða -ofbeldi er gagnvart konum. Í herferð þar sem konur, sem hafa einhvern tímann orðið fyrir áreitni eða ofbeldi, settu stöðufærsluna #metoo á samfélagsmiðla kom sú ógnvekjandi staðreynd í ljós að næstum allar konur hafa upplifað kynferðislega áreitni eða ofbeldi, og […]

Hagsmunamál eldri borgara voru ekki ofarlega á forgangslistanum hjá Katrínu og Vinstri grænum

Sigurður Jónsson skrifar: Nú styttist í það að landsmenn gangi að kjörborðinu og velji sér þingmenn til að sitja á Alþingi. Athyglisvert er að fylgjast með málflutningi Katrínar Jakobsdóttur formanns VG. Loforðin flæða úr munni hennar. Henni vefst aftur á móti tunga um tönn þegar hún er spurð hvernig eigi að fjármagna öll loforðin. Segist […]

Guðjón Brjánsson: Hvernig á að auka sjávarútveg á Vestfjörðum?

Blaðið Vestfirðir sendi frambjóðanda í efsta sæti á öllum níu listum í Norðvesturkjördæmi svohljóðandi spurningu: Aðeins um 7% af framleiðslunni í sjávarútvegi var 2015 á Vestfjörðum, en hlutfallið var um 16% fram til um 1995. Hvaða breytingar telur þú að þurfi að gera, m. a. á löggjöf um stjórn fiskveiða, til þess að sjávarútvegur vaxi […]

Íslensk pólitík þarf að breytast

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar: Um eitt og hálft ár er liðið síðan baráttumaðurinn Kári Stefánsson afhenti íslenskum stjórnvöldum undirskriftir rúmlega 85 þúsund Íslendinga sem fóru fram á að 11 prósentum af vergri landsframleiðslu yrði varið í rekstur heilbrigðiskerfisins. Þessi undirskriftasöfnun er sú fjölmennasta í Íslandssögunni. Ráðamenn lögðu við hlustir eða þóttust allavega gera það. Þeim er […]

Gylfi Ólafsson: Hvernig á að auka sjávarútveg á Vestfjörðum?

Blaðið Vestfirðir sendi frambjóðanda í efsta sæti á öllum níu listum í Norðvesturkjördæmi svohljóðandi spurningu: Aðeins um 7% af framleiðslunni í sjávarútvegi var 2015 á Vestfjörðum, en hlutfallið var um 16% fram til um 1995. Hvaða breytingar telur þú að þurfi að gera, m. a. á löggjöf um stjórn fiskveiða, til þess að sjávarútvegur vaxi […]

Hverjum treystir þú?

Ari Trausti Guðmundsson þingmaður VG í Suðurkjördæmi skrifar:  Eftir að tvær ríkisstjórnir með aðild Sjálfstæðisflokksins hafa sundrast verður að kjósa til Alþingis og leita nýrra leiða við landsstjórnina. Vinstrihreyfingin – grænt framboð (VG) leggur nú í dóm kjósenda stefnu sem byggir á jöfnuði, jafnrétti, samstöðu, lýðræði, umhverfisvernd og ábyrgu frelsi. Grunnstef VG í komandi kosningum […]

Aðskilnaður stjórnmála og viðskipta

Kristinn H. Gunnarsson skrifar: Það sem helst má draga fram sem ástæðu stjórnarslitanna og snemmbúinna Alþingiskosninga er gífurlega uppsöfnuð gremja almennings út í klíkuskap og sérmeðferð útvalinna í þjóðfélaginu. Skemmst er að minnast þingkosninganna í fyrra sem urðu af sömu ástæðu. Panamaskjölin drógu fram að hópur fólks í þjóðfélaginu geymdi fé sitt erlendis og leyndi […]

Kosningar 2017: Sigurður Ingi Jóhannsson um Vestfirði

Spurningar um Vestfirði vegna Alþingiskosninganna 2017, sem sendar voru öllum forsvarsmönnum framboða í Norðvesturkjördæmi. Tilefni: Skýrsla Byggðastofnunar um hagvöxt landshlutans 2008 – 2015. Útg. ágúst 2017. Upplýsingar sem fram koma í skýrslunni: Hagvöxtur á Vestfjörðum:  -6% ,     en  +4% á landinu öllu. Íbúaþróun:  -4,6% , en +4,3% á landinu öllu. Framleiðsla á mann:  -2%,  en […]

Af hverju eru allir stóreignamenn í Sjálfstæðisflokknum?

Einar Kárason skrifar: Því hefur stundum verið haldið fram að tími stéttastjórnmála sé liðinn, og vissulega hljóma sumir gamlir frasar um öreiga og verkalýð ærið forneskjulega í eyrum nútímafólks. En staðreyndin er hinsvegar merkilegt nokk sú að næstum allir þeir hér á landi sem gamlar skilgreiningar sortera í auðstétt, eru í hægriflokkunum, og þar af […]

Ásmundur Einar Daðason: Hvernig á að auka sjávarútveg á Vestfjörðum?

Blaðið Vestfirðir sendi frambjóðanda í efsta sæti á öllum níu listum í Norðvesturkjördæmi svohljóðandi spurningu: Aðeins um 7% af framleiðslunni í sjávarútvegi var 2015 á Vestfjörðum, en hlutfallið var um 16% fram til um 1995. Hvaða breytingar telur þú að þurfi að gera, m. a. á löggjöf um stjórn fiskveiða, til þess að sjávarútvegur vaxi […]

Áherslur flokkanna: Samgöngumálin

Eyjan mun fram að kjördegi bjóða framboðum sem taka þátt í Alþingiskosningunum 28. október næstkomandi að svara spurningum um ýmis málefni, allt frá landbúnaðarmálum til afstöðu flokkanna til veru Þjóðkirkjunnar á fjárlögum. Í dag er spurt: Hver er stefnan í samgöngumálum? Svörum flokkanna er raðað eftir listabókstaf framboðsins.   Björt framtíð – X-A   Björt […]

Nýr Þjóðarpúls: Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur áfram langstærst

Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur mælast með langmest fylgi, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Fjallað var um hann í kvöldfréttum RÚV. Vinstri græn mældust með rúmlega 23 prósenta fylgi á meðan Sjálfstæðisflokkur mældist með tæplega 23 prósenta fylgi. Í niðurstöðum könnunar sem MMR birti í vikunni var fylgi Sjálfstæðisflokks 19,9 prósent en fylgi Vinstri grænna 19,1 prósent. […]

Deilt á skattablekkingarleik vinstri flokkana: „Kjósendur eru ekki fífl“

Hörður Ægisson ritstjóri Markaðarins deilir harkalega á tillögur Vinstri grænna og Samfylkingarinnar um verulega aukningu ríkisútgjalda í leiðara Fréttablaðsins í dag, segir hann að málflutningur um að það eigi ekki að hækka skatta á almenning standist enga skoðun: „Fyrir liggur að tveir stjórnmálaflokkar – Vinstri grænir og Samfylkingin – hafa lagt til að útgjöld ríkissjóðs […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is