Þriðjudagur 03.10.2017 - 18:08 - Ummæli ()

Um ábyrgð og traust

Hanna Katrín Friðriksson og Jón Steindór Valdimarsson þingmenn Viðreisnar.

Hanna Katrín Friðriksson og Jón Steindór Valdimarsson skrifa:

Traust er eitt af lykilatriðum sem stjórnmálamenn verða að ávinna sér í störfum sínum. Það er von að svíði þegar almenningur ber ekki traust til stjórnmálamanns. Þar ber hverjum og einum að líta í eigin barm og koma fram af heiðarleika og auðmýkt gagnvart verkefnum sínum. Gott dæmi um þetta er atburðarásin sem spannst undir lok tilvistar þessarar ríkisstjórnar og kjölfar þess að hún sprakk með hvelli.

Haraldur Benediktsson er að því að við best vitum grandvar maður og vandur að virðingu sinni. Hann skrifar grein í Vesturland undir fyrirsögninni Óvæntar þingkosningar. Þar sendir hann Viðreisn og undirrituðum skeyti sem er rétt að bregðast við með nokkrum orðum.

Það var öðru fremur skortur á pólitískri forystu sem lagði grunn að þeirri atburðarás sem sprengdi ríkisstjórnarsamstarfið. Um það verður illa deilt. Það var einfaldlega nægur tími fyrir forystu Sjálfstæðisflokksins að bregðast við stöðunni, þó ekki væri nema með samtölum við hina stjórnarflokkana tvo svona í fyrstu umferð. Tíminn var hins vegar ekki nýttur og því fór sem fór.

Eingöngu Sjálfstæðisflokkurinn getur útskýrt þá umræðu- og afgreiðsluhefð sem þar ræður ríkjum innanflokks. En endurtekin skilaboð um að flokkurinn sitji eftir á meðan samfélagið hefur þroskast og þróast í aðra átt, munu vonandi ná í gegn fyrr en síðar. Stöðugleikinn felst ekki í því að sitja fastur í gamalli heimsmynd.

Um atburðarás í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og tildrög þess að annar höfundur þessarrar greinar varð formaður nefndarinnar í stað flokksbróður Haraldar, Brynjars Níelssonar er þetta að segja:

Ákvörðun nefndarinnar um að skipta um formann í nefndinni snérist ekki um formlegt vanhæfi heldur um traust. Nefndin var að fjalla um flókið og erfitt mál og það skipti miklu máli að fólk gæti treyst því að unnið væri að þeim af fullum þunga og heilindum. Öll orðræða um það þarf að vera af yfirvegun. Fyrrverandi formanni nefndarinnar var það ekki lagið. Því til viðbótar varðaði málið óneitanlega ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Því hefði verið heppilegra að hann hefði sjálfur sýnt frumkvæði og stigið til hliðar. Hann gerði það ekki.

Rétt er að halda því til haga að fundurinn með dómsmálaráðherra var ekki að frumkvæði fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í nefndinni heldur Pírata og sömuleiðis óskuði þeir eftir að hann yrði opinn. Allir nefndarmenn féllust á þá tillögu.

Fundurinn með umboðsmanni Alþingis var ekki haldinn að frumkvæði sjálfstæðismanna í nefndinni. Það frumkvæði kom frá öðrum. Tilgangurinn með þeim fundi var að heyra skoðanir og viðhorf hans til málsins og mögulega aðkomu. Heimsókn hans var því liður í frekari skoðun málsins. Sjálfstæðisflokkurinn á fjóra fulltrúa í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Enginn þeirra óskaði eftir því að fundurinn yrði opinn. Þeim var það í lófa lagið. Slík ósk kom ekki fram þannig að við henni var ekki hægt að bregðast. Þingsköp eru skýr í þessum málum. Í 19. grein þeirra segir „Fari að minnsta kosti fjórðungur nefndarmanna fram á slíkan fund skal formaður nefndarinnar leita eftir því með hæfilegum fyrirvara við þann sem beðinn er að koma á opinn fund að hann verði við því og gera honum grein fyrir tilefni fundarins.“

Áhugi fulltrúa sjálfstæðismanna á því að hafa fundinn með umboðsmanni opinn vaknaði fyrst eftir að umboðsmaður var farinn af fundi. Það var heldur seint.

Fundurinn með umboðsmanni var gagnlegur. Í sameiginlegri bókun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í kjölfar heimsóknar umboðsmanns segir: „Á fundi nefndarinnar benti umboðsmaður m.a. á að hafa verði í huga að ráðherrar eru annars vegar embættismenn og hins vegar stjórnmálamenn. Það kunni því að gilda mismunandi sjónarmið og reglur um störf og athafnir eftir því um hvort hlutverkið er að ræða.“

Hér er vikið að hinni pólitísku ábyrgð sem stjórnmálamenn bera. Hvaða viðbrögð þeir hafa uppi við tilteknar aðstæður. Sú ábyrgð snýst ekki bara um lög og reglur. Hvorki umboðsmaður né stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjalla um þá þætti málsins. Þar kemur traust, trúnaður og siðferði til skjalanna. Mælistiku þeirra þátta er ekki að finna í lagasafninu.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Áherslur flokkanna: Þarf að herða refsingar í kynferðisbrotamálum?

Eyjan mun fram að kjördegi bjóða framboðum sem taka þátt í Alþingiskosningunum 28. október næstkomandi að svara spurningum um ýmis málefni, allt frá húsnæðismálum til stjórnarskrárbreytinga. Í dag er spurt: Þarf að herða refsingar í kynferðisbrotamálum? Ef svo, hversu mikið? Svörum flokkanna er raðað eftir listabókstaf framboðsins.   Björt framtíð – X-A   Björt framtíð […]

#églíka

Indíana Ása Hreinsdóttir skrifar: Í vikunni sáum við svart á hvítu hversu gífurlega umfangsmikil kynferðisáreitni og/eða -ofbeldi er gagnvart konum. Í herferð þar sem konur, sem hafa einhvern tímann orðið fyrir áreitni eða ofbeldi, settu stöðufærsluna #metoo á samfélagsmiðla kom sú ógnvekjandi staðreynd í ljós að næstum allar konur hafa upplifað kynferðislega áreitni eða ofbeldi, og […]

Hagsmunamál eldri borgara voru ekki ofarlega á forgangslistanum hjá Katrínu og Vinstri grænum

Sigurður Jónsson skrifar: Nú styttist í það að landsmenn gangi að kjörborðinu og velji sér þingmenn til að sitja á Alþingi. Athyglisvert er að fylgjast með málflutningi Katrínar Jakobsdóttur formanns VG. Loforðin flæða úr munni hennar. Henni vefst aftur á móti tunga um tönn þegar hún er spurð hvernig eigi að fjármagna öll loforðin. Segist […]

Guðjón Brjánsson: Hvernig á að auka sjávarútveg á Vestfjörðum?

Blaðið Vestfirðir sendi frambjóðanda í efsta sæti á öllum níu listum í Norðvesturkjördæmi svohljóðandi spurningu: Aðeins um 7% af framleiðslunni í sjávarútvegi var 2015 á Vestfjörðum, en hlutfallið var um 16% fram til um 1995. Hvaða breytingar telur þú að þurfi að gera, m. a. á löggjöf um stjórn fiskveiða, til þess að sjávarútvegur vaxi […]

Íslensk pólitík þarf að breytast

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar: Um eitt og hálft ár er liðið síðan baráttumaðurinn Kári Stefánsson afhenti íslenskum stjórnvöldum undirskriftir rúmlega 85 þúsund Íslendinga sem fóru fram á að 11 prósentum af vergri landsframleiðslu yrði varið í rekstur heilbrigðiskerfisins. Þessi undirskriftasöfnun er sú fjölmennasta í Íslandssögunni. Ráðamenn lögðu við hlustir eða þóttust allavega gera það. Þeim er […]

Gylfi Ólafsson: Hvernig á að auka sjávarútveg á Vestfjörðum?

Blaðið Vestfirðir sendi frambjóðanda í efsta sæti á öllum níu listum í Norðvesturkjördæmi svohljóðandi spurningu: Aðeins um 7% af framleiðslunni í sjávarútvegi var 2015 á Vestfjörðum, en hlutfallið var um 16% fram til um 1995. Hvaða breytingar telur þú að þurfi að gera, m. a. á löggjöf um stjórn fiskveiða, til þess að sjávarútvegur vaxi […]

Hverjum treystir þú?

Ari Trausti Guðmundsson þingmaður VG í Suðurkjördæmi skrifar:  Eftir að tvær ríkisstjórnir með aðild Sjálfstæðisflokksins hafa sundrast verður að kjósa til Alþingis og leita nýrra leiða við landsstjórnina. Vinstrihreyfingin – grænt framboð (VG) leggur nú í dóm kjósenda stefnu sem byggir á jöfnuði, jafnrétti, samstöðu, lýðræði, umhverfisvernd og ábyrgu frelsi. Grunnstef VG í komandi kosningum […]

Aðskilnaður stjórnmála og viðskipta

Kristinn H. Gunnarsson skrifar: Það sem helst má draga fram sem ástæðu stjórnarslitanna og snemmbúinna Alþingiskosninga er gífurlega uppsöfnuð gremja almennings út í klíkuskap og sérmeðferð útvalinna í þjóðfélaginu. Skemmst er að minnast þingkosninganna í fyrra sem urðu af sömu ástæðu. Panamaskjölin drógu fram að hópur fólks í þjóðfélaginu geymdi fé sitt erlendis og leyndi […]

Kosningar 2017: Sigurður Ingi Jóhannsson um Vestfirði

Spurningar um Vestfirði vegna Alþingiskosninganna 2017, sem sendar voru öllum forsvarsmönnum framboða í Norðvesturkjördæmi. Tilefni: Skýrsla Byggðastofnunar um hagvöxt landshlutans 2008 – 2015. Útg. ágúst 2017. Upplýsingar sem fram koma í skýrslunni: Hagvöxtur á Vestfjörðum:  -6% ,     en  +4% á landinu öllu. Íbúaþróun:  -4,6% , en +4,3% á landinu öllu. Framleiðsla á mann:  -2%,  en […]

Af hverju eru allir stóreignamenn í Sjálfstæðisflokknum?

Einar Kárason skrifar: Því hefur stundum verið haldið fram að tími stéttastjórnmála sé liðinn, og vissulega hljóma sumir gamlir frasar um öreiga og verkalýð ærið forneskjulega í eyrum nútímafólks. En staðreyndin er hinsvegar merkilegt nokk sú að næstum allir þeir hér á landi sem gamlar skilgreiningar sortera í auðstétt, eru í hægriflokkunum, og þar af […]

Ásmundur Einar Daðason: Hvernig á að auka sjávarútveg á Vestfjörðum?

Blaðið Vestfirðir sendi frambjóðanda í efsta sæti á öllum níu listum í Norðvesturkjördæmi svohljóðandi spurningu: Aðeins um 7% af framleiðslunni í sjávarútvegi var 2015 á Vestfjörðum, en hlutfallið var um 16% fram til um 1995. Hvaða breytingar telur þú að þurfi að gera, m. a. á löggjöf um stjórn fiskveiða, til þess að sjávarútvegur vaxi […]

Áherslur flokkanna: Samgöngumálin

Eyjan mun fram að kjördegi bjóða framboðum sem taka þátt í Alþingiskosningunum 28. október næstkomandi að svara spurningum um ýmis málefni, allt frá landbúnaðarmálum til afstöðu flokkanna til veru Þjóðkirkjunnar á fjárlögum. Í dag er spurt: Hver er stefnan í samgöngumálum? Svörum flokkanna er raðað eftir listabókstaf framboðsins.   Björt framtíð – X-A   Björt […]

Nýr Þjóðarpúls: Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur áfram langstærst

Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur mælast með langmest fylgi, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Fjallað var um hann í kvöldfréttum RÚV. Vinstri græn mældust með rúmlega 23 prósenta fylgi á meðan Sjálfstæðisflokkur mældist með tæplega 23 prósenta fylgi. Í niðurstöðum könnunar sem MMR birti í vikunni var fylgi Sjálfstæðisflokks 19,9 prósent en fylgi Vinstri grænna 19,1 prósent. […]

Deilt á skattablekkingarleik vinstri flokkana: „Kjósendur eru ekki fífl“

Hörður Ægisson ritstjóri Markaðarins deilir harkalega á tillögur Vinstri grænna og Samfylkingarinnar um verulega aukningu ríkisútgjalda í leiðara Fréttablaðsins í dag, segir hann að málflutningur um að það eigi ekki að hækka skatta á almenning standist enga skoðun: „Fyrir liggur að tveir stjórnmálaflokkar – Vinstri grænir og Samfylkingin – hafa lagt til að útgjöld ríkissjóðs […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is