Miðvikudagur 04.10.2017 - 15:26 - Ummæli ()

Egill og Gunnar Smári spá í spilin: Engin hægristjórn í kortunum – Sigrinum rænt af Ingu Sæland

Gunnar Smári Egilsson, Egill Helgason, Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins, Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar, Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar, Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Samsett mynd/DV

Sjálfstæðisflokkurinn þarf að stöðva flóttann yfir til Miðflokksins, Framsóknarflokkurinn getur átt hættu á að þurrkast út af þingi og æði mörg kosningamet eru í hættu á kjördag 28.október næstkomandi. Þetta kemur fram í greiningum þeirra Egils Helgasonar fjölmiðlamanns og Gunnars Smára Egilssonar Sósíalistaforingja.

Sjá einnig: Vinstri grænir langstærstir – Björt framtíð og Viðreisn hverfa af þingi

Segir Gunnar Smári á Fésbók að ef úrslit kosninganna verði í samræmi við nýjustu skoðanakönnunina sé ljóst að Vinstri græn setji sögulegt fylgismet:

VG mælist með 28,6% en hefur mest fengið 21,7% í kosningum (2009). Alþýðubandalagið fékk mest 22,9% (1978). Ef VG heldur þessu fylgi mun fylgi flokksins aukast um 12,7 prósentustig milli kosninga.

Samanlagt fylgi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins er samkvæmt útreikningum Gunnars Smára í sögulegri lægð:

Samanlagt fylgi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar mælist nú 27,8% sem umtalsvert undir lægsta punkti fylgis þessa helstu valdaflokksins landsins. Það var eftir Hrun 2009 þegar samanlögð atkvæði flokkanna var 38,5%,

segir Gunnar Smári og bætir við:

Sigmundur Davíð og Miðflokkurinn eru með 8,9%, sem er aðeins undir besta árangri nýrra flokka. Það met á Albert Guðmundsson og Borgaraflokkurinn með 10,9%. Á eftir fylgir Benedikt Jóhannesson og Viðreisn með 10,5%.

Flokkur fólksins og Miðflokkurinn höggva í Sjálfstæðisflokkinn

Egill Helgason fer einnig yfir stöðuna hér á Eyjunni. Hann segir könnunina hljóta að teljast nokkurn sigur fyrir Miðflokkinn að ná þriggja prósentustiga forskot á Framsóknarflokkinn, sem hafi aldrei mælst með jafn lítið fylgi:

Framsókn gæti samkvæmt því átt á hættu að þurrkast út, en það mun þó varla gerast því flokkurinn fær væntanlega alltaf kjördæmakjörna menn á landsbyggðinni. Frambjóðendurnir á höfuðborgarsvæðinu eru hins vegar í mikilli hættu að komast ekki inn,

segir Egill og bætir við:

Það er athyglisvert að Flokkur fólksins er inni á þingi með 5,8 prósent, þrjá þingmenn. Þætti dágóður árangur, en Sigmundur er líklega að ræna af Ingu Sæland kosningasigrinum sem virtist vera í kortunum.

Segir Egill að Flokkur fólksins og Miðflokkurinn höggvi ekki aðeins í Framsóknarflokkinn heldur einnig Sjálfstæðisflokkinn sem mælist nú með 22,3% fylgi:

Það hlýtur að valda miklum áhyggjum á þeim bæ. Sjálfstæðismenn hafa aðallega eytt tímanum í kosningabaráttunni í að höggva í vinstri flokkana og Pírata, en þeir þurfa að finna leið til að stöðva fylgislekann til Sigmundar og FF. Það gæti reynst erfitt. Sigmundur er afar vinsæll meðal margra sem hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn og Inga Sæland talar kröftuglega til eldra fólks.

Engin hægristjórn í kortunum

Egill segir að miðað við stöðuna í dag þá sé engin hægristjórn í kortunum, Vinstri grænir séu á flugi og sé að ná fylginu aftur sem fór á sínum tíma til Bjartrar framtíðar:

Barátta BF og Viðreisnar  er mjög erfið, flokkarnir eru með um þriggja prósenta fylgi hvor um sig. Einhver gæti spurt hvað hafi orðið af miðjunni í íslenskum stjórnmálum? Sigmundur stofnar sinn Miðflokk – en er það eiginlegur miðjuflokkur? Píratar sigla nokkuð lygnan sjó með 11,4 prósent. Það er ágæt útkoma fyrir þá. Ríkisstjórnarmynstrið sem helst blasir við er VG, Samfylking og Píratar – það er þriggja flokka stjórn. Hægra megin virðast engir stjórnarmyndunarkostir í boði.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Áherslur flokkanna: Þarf að herða refsingar í kynferðisbrotamálum?

Eyjan mun fram að kjördegi bjóða framboðum sem taka þátt í Alþingiskosningunum 28. október næstkomandi að svara spurningum um ýmis málefni, allt frá húsnæðismálum til stjórnarskrárbreytinga. Í dag er spurt: Þarf að herða refsingar í kynferðisbrotamálum? Ef svo, hversu mikið? Svörum flokkanna er raðað eftir listabókstaf framboðsins.   Björt framtíð – X-A   Björt framtíð […]

#églíka

Indíana Ása Hreinsdóttir skrifar: Í vikunni sáum við svart á hvítu hversu gífurlega umfangsmikil kynferðisáreitni og/eða -ofbeldi er gagnvart konum. Í herferð þar sem konur, sem hafa einhvern tímann orðið fyrir áreitni eða ofbeldi, settu stöðufærsluna #metoo á samfélagsmiðla kom sú ógnvekjandi staðreynd í ljós að næstum allar konur hafa upplifað kynferðislega áreitni eða ofbeldi, og […]

Hagsmunamál eldri borgara voru ekki ofarlega á forgangslistanum hjá Katrínu og Vinstri grænum

Sigurður Jónsson skrifar: Nú styttist í það að landsmenn gangi að kjörborðinu og velji sér þingmenn til að sitja á Alþingi. Athyglisvert er að fylgjast með málflutningi Katrínar Jakobsdóttur formanns VG. Loforðin flæða úr munni hennar. Henni vefst aftur á móti tunga um tönn þegar hún er spurð hvernig eigi að fjármagna öll loforðin. Segist […]

Guðjón Brjánsson: Hvernig á að auka sjávarútveg á Vestfjörðum?

Blaðið Vestfirðir sendi frambjóðanda í efsta sæti á öllum níu listum í Norðvesturkjördæmi svohljóðandi spurningu: Aðeins um 7% af framleiðslunni í sjávarútvegi var 2015 á Vestfjörðum, en hlutfallið var um 16% fram til um 1995. Hvaða breytingar telur þú að þurfi að gera, m. a. á löggjöf um stjórn fiskveiða, til þess að sjávarútvegur vaxi […]

Íslensk pólitík þarf að breytast

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar: Um eitt og hálft ár er liðið síðan baráttumaðurinn Kári Stefánsson afhenti íslenskum stjórnvöldum undirskriftir rúmlega 85 þúsund Íslendinga sem fóru fram á að 11 prósentum af vergri landsframleiðslu yrði varið í rekstur heilbrigðiskerfisins. Þessi undirskriftasöfnun er sú fjölmennasta í Íslandssögunni. Ráðamenn lögðu við hlustir eða þóttust allavega gera það. Þeim er […]

Gylfi Ólafsson: Hvernig á að auka sjávarútveg á Vestfjörðum?

Blaðið Vestfirðir sendi frambjóðanda í efsta sæti á öllum níu listum í Norðvesturkjördæmi svohljóðandi spurningu: Aðeins um 7% af framleiðslunni í sjávarútvegi var 2015 á Vestfjörðum, en hlutfallið var um 16% fram til um 1995. Hvaða breytingar telur þú að þurfi að gera, m. a. á löggjöf um stjórn fiskveiða, til þess að sjávarútvegur vaxi […]

Hverjum treystir þú?

Ari Trausti Guðmundsson þingmaður VG í Suðurkjördæmi skrifar:  Eftir að tvær ríkisstjórnir með aðild Sjálfstæðisflokksins hafa sundrast verður að kjósa til Alþingis og leita nýrra leiða við landsstjórnina. Vinstrihreyfingin – grænt framboð (VG) leggur nú í dóm kjósenda stefnu sem byggir á jöfnuði, jafnrétti, samstöðu, lýðræði, umhverfisvernd og ábyrgu frelsi. Grunnstef VG í komandi kosningum […]

Aðskilnaður stjórnmála og viðskipta

Kristinn H. Gunnarsson skrifar: Það sem helst má draga fram sem ástæðu stjórnarslitanna og snemmbúinna Alþingiskosninga er gífurlega uppsöfnuð gremja almennings út í klíkuskap og sérmeðferð útvalinna í þjóðfélaginu. Skemmst er að minnast þingkosninganna í fyrra sem urðu af sömu ástæðu. Panamaskjölin drógu fram að hópur fólks í þjóðfélaginu geymdi fé sitt erlendis og leyndi […]

Kosningar 2017: Sigurður Ingi Jóhannsson um Vestfirði

Spurningar um Vestfirði vegna Alþingiskosninganna 2017, sem sendar voru öllum forsvarsmönnum framboða í Norðvesturkjördæmi. Tilefni: Skýrsla Byggðastofnunar um hagvöxt landshlutans 2008 – 2015. Útg. ágúst 2017. Upplýsingar sem fram koma í skýrslunni: Hagvöxtur á Vestfjörðum:  -6% ,     en  +4% á landinu öllu. Íbúaþróun:  -4,6% , en +4,3% á landinu öllu. Framleiðsla á mann:  -2%,  en […]

Af hverju eru allir stóreignamenn í Sjálfstæðisflokknum?

Einar Kárason skrifar: Því hefur stundum verið haldið fram að tími stéttastjórnmála sé liðinn, og vissulega hljóma sumir gamlir frasar um öreiga og verkalýð ærið forneskjulega í eyrum nútímafólks. En staðreyndin er hinsvegar merkilegt nokk sú að næstum allir þeir hér á landi sem gamlar skilgreiningar sortera í auðstétt, eru í hægriflokkunum, og þar af […]

Ásmundur Einar Daðason: Hvernig á að auka sjávarútveg á Vestfjörðum?

Blaðið Vestfirðir sendi frambjóðanda í efsta sæti á öllum níu listum í Norðvesturkjördæmi svohljóðandi spurningu: Aðeins um 7% af framleiðslunni í sjávarútvegi var 2015 á Vestfjörðum, en hlutfallið var um 16% fram til um 1995. Hvaða breytingar telur þú að þurfi að gera, m. a. á löggjöf um stjórn fiskveiða, til þess að sjávarútvegur vaxi […]

Áherslur flokkanna: Samgöngumálin

Eyjan mun fram að kjördegi bjóða framboðum sem taka þátt í Alþingiskosningunum 28. október næstkomandi að svara spurningum um ýmis málefni, allt frá landbúnaðarmálum til afstöðu flokkanna til veru Þjóðkirkjunnar á fjárlögum. Í dag er spurt: Hver er stefnan í samgöngumálum? Svörum flokkanna er raðað eftir listabókstaf framboðsins.   Björt framtíð – X-A   Björt […]

Nýr Þjóðarpúls: Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur áfram langstærst

Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur mælast með langmest fylgi, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Fjallað var um hann í kvöldfréttum RÚV. Vinstri græn mældust með rúmlega 23 prósenta fylgi á meðan Sjálfstæðisflokkur mældist með tæplega 23 prósenta fylgi. Í niðurstöðum könnunar sem MMR birti í vikunni var fylgi Sjálfstæðisflokks 19,9 prósent en fylgi Vinstri grænna 19,1 prósent. […]

Deilt á skattablekkingarleik vinstri flokkana: „Kjósendur eru ekki fífl“

Hörður Ægisson ritstjóri Markaðarins deilir harkalega á tillögur Vinstri grænna og Samfylkingarinnar um verulega aukningu ríkisútgjalda í leiðara Fréttablaðsins í dag, segir hann að málflutningur um að það eigi ekki að hækka skatta á almenning standist enga skoðun: „Fyrir liggur að tveir stjórnmálaflokkar – Vinstri grænir og Samfylkingin – hafa lagt til að útgjöld ríkissjóðs […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is