Fimmtudagur 05.10.2017 - 13:11 - Ummæli ()

Læknar gagnrýna fréttaflutning RÚV: Vonandi þýðingarvillur en ekki vísvitandi rangfærslur

Mynd/DV

Læknarnir Oddur Steinarsson og Hjálmar Þorsteinsson gagnrýna fréttastofu RÚV og segja að nýleg frétt um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu í Svíþjóð sé byggð á misskilningi. Oddur, sem er sérfræðingur í heimilislækningum, og Hjálmar, sem er sérfræðingur í bæklun­ar­sk­urðlækn­ingum, segja í grein í Morgunblaðinu í dag að frétt RÚV sé í engu samhengi við fyrirsögnina. Fyrirsögnin Einka­vædd heil­brigðisþjón­usta dýr­ari sé einfaldlega röng þar sem sænska fréttin, sem RÚV byggir sína frétt á, fjalli um kostnað sænskra sveit­ar­fé­laga vegna heil­brigðis­starfs­fólks sem ráðið er í gegn­um mönn­un­ar­fyr­ir­tæki inn á op­in­ber sjúkra­hús eða heilsu­gæsl­ur. Segja þeir Oddur og Hjálmar að ef það sé einkavædd heilbrigðisþjónusta þá mætti segja að það sama eigi við Heil­brigðis­stofn­un Vest­ur­lands þar sem hún sé að stórum hluta mönnuð af leigulæknum:

Sama á við um heilsu­gæsl­ur víðar á land­inu. Þetta er tíma­bund­in ráðstöf­un þegar starfs­um­hverfi heil­brigðisþjón­ust­unn­ar er ekki nógu aðlaðandi og ný­mönn­un starfs­fólks ófull­nægj­andi.

Segja þeir Oddur og Hjálmar að það sé ranglega fullyrt að læknisverk á einkasjúkrahúsum séu dýrari en verk sem unnin eru á spít­öl­um í al­menn­ingseign:

„Um er að ræða lækna á op­in­ber­um heilsu­gæsl­um og sjúkra­hús­um, þar sem lækn­ar eru leigðir inn í neyð á hærra kaupi og starfa oft við hlið þeirra sem fa­stráðnir eru. Sam­an­b­urður af þessu tagi er einnig vill­andi þar sem starfs­fólk sem kem­ur í gegn­um mönn­un­ar­fyr­ir­tæki hef­ur ekki rétt­indi til símennt­un­ar né veik­inda­rétt á kostnað vinnu­veit­and­ans eins og fa­stráðinn starfsmaður,“

segja þeir og bæta við:

Und­ir­ritaðir hafa um ára­bil starfað í Svíþjóð sem lækn­ar og stjórn­end­ur, ann­ars veg­ar inn­an heilsu­gæslu og hins veg­ar inn­an sjúkra­húsa, og hafa því ágæta þekk­ingu á mála­flokkn­um. Það er mat okk­ar að þessi frétt RUV sé afar óná­kvæm end­ur­sögn á upp­runa­frétt­inni hjá sænska rík­is­sjón­varp­inu. Von­andi er að ástæðan sé frem­ur þýðing­ar­vill­ur frétta­manns­ins en vís­vit­andi rang­færsl­ur. Í lok­in er ástæða til að minna frétta­stof­una á að einka­væðing heil­brigðisþjón­ust­unn­ar er allt annað en einka­rek­in heil­brigðisþjón­usta. Ef frétt­ir eru hins veg­ar skrifaðar til þess að hafa skoðana­mynd­andi áhrif í eina átt frek­ar en aðra skipt­ir raun­veru­leg merk­ing orða e.t.v. engu máli – hvorki á ís­lensku né sænsku í þessu til­viki.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Áherslur flokkanna: Þarf að herða refsingar í kynferðisbrotamálum?

Eyjan mun fram að kjördegi bjóða framboðum sem taka þátt í Alþingiskosningunum 28. október næstkomandi að svara spurningum um ýmis málefni, allt frá húsnæðismálum til stjórnarskrárbreytinga. Í dag er spurt: Þarf að herða refsingar í kynferðisbrotamálum? Ef svo, hversu mikið? Svörum flokkanna er raðað eftir listabókstaf framboðsins.   Björt framtíð – X-A   Björt framtíð […]

#églíka

Indíana Ása Hreinsdóttir skrifar: Í vikunni sáum við svart á hvítu hversu gífurlega umfangsmikil kynferðisáreitni og/eða -ofbeldi er gagnvart konum. Í herferð þar sem konur, sem hafa einhvern tímann orðið fyrir áreitni eða ofbeldi, settu stöðufærsluna #metoo á samfélagsmiðla kom sú ógnvekjandi staðreynd í ljós að næstum allar konur hafa upplifað kynferðislega áreitni eða ofbeldi, og […]

Hagsmunamál eldri borgara voru ekki ofarlega á forgangslistanum hjá Katrínu og Vinstri grænum

Sigurður Jónsson skrifar: Nú styttist í það að landsmenn gangi að kjörborðinu og velji sér þingmenn til að sitja á Alþingi. Athyglisvert er að fylgjast með málflutningi Katrínar Jakobsdóttur formanns VG. Loforðin flæða úr munni hennar. Henni vefst aftur á móti tunga um tönn þegar hún er spurð hvernig eigi að fjármagna öll loforðin. Segist […]

Guðjón Brjánsson: Hvernig á að auka sjávarútveg á Vestfjörðum?

Blaðið Vestfirðir sendi frambjóðanda í efsta sæti á öllum níu listum í Norðvesturkjördæmi svohljóðandi spurningu: Aðeins um 7% af framleiðslunni í sjávarútvegi var 2015 á Vestfjörðum, en hlutfallið var um 16% fram til um 1995. Hvaða breytingar telur þú að þurfi að gera, m. a. á löggjöf um stjórn fiskveiða, til þess að sjávarútvegur vaxi […]

Íslensk pólitík þarf að breytast

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar: Um eitt og hálft ár er liðið síðan baráttumaðurinn Kári Stefánsson afhenti íslenskum stjórnvöldum undirskriftir rúmlega 85 þúsund Íslendinga sem fóru fram á að 11 prósentum af vergri landsframleiðslu yrði varið í rekstur heilbrigðiskerfisins. Þessi undirskriftasöfnun er sú fjölmennasta í Íslandssögunni. Ráðamenn lögðu við hlustir eða þóttust allavega gera það. Þeim er […]

Gylfi Ólafsson: Hvernig á að auka sjávarútveg á Vestfjörðum?

Blaðið Vestfirðir sendi frambjóðanda í efsta sæti á öllum níu listum í Norðvesturkjördæmi svohljóðandi spurningu: Aðeins um 7% af framleiðslunni í sjávarútvegi var 2015 á Vestfjörðum, en hlutfallið var um 16% fram til um 1995. Hvaða breytingar telur þú að þurfi að gera, m. a. á löggjöf um stjórn fiskveiða, til þess að sjávarútvegur vaxi […]

Hverjum treystir þú?

Ari Trausti Guðmundsson þingmaður VG í Suðurkjördæmi skrifar:  Eftir að tvær ríkisstjórnir með aðild Sjálfstæðisflokksins hafa sundrast verður að kjósa til Alþingis og leita nýrra leiða við landsstjórnina. Vinstrihreyfingin – grænt framboð (VG) leggur nú í dóm kjósenda stefnu sem byggir á jöfnuði, jafnrétti, samstöðu, lýðræði, umhverfisvernd og ábyrgu frelsi. Grunnstef VG í komandi kosningum […]

Aðskilnaður stjórnmála og viðskipta

Kristinn H. Gunnarsson skrifar: Það sem helst má draga fram sem ástæðu stjórnarslitanna og snemmbúinna Alþingiskosninga er gífurlega uppsöfnuð gremja almennings út í klíkuskap og sérmeðferð útvalinna í þjóðfélaginu. Skemmst er að minnast þingkosninganna í fyrra sem urðu af sömu ástæðu. Panamaskjölin drógu fram að hópur fólks í þjóðfélaginu geymdi fé sitt erlendis og leyndi […]

Kosningar 2017: Sigurður Ingi Jóhannsson um Vestfirði

Spurningar um Vestfirði vegna Alþingiskosninganna 2017, sem sendar voru öllum forsvarsmönnum framboða í Norðvesturkjördæmi. Tilefni: Skýrsla Byggðastofnunar um hagvöxt landshlutans 2008 – 2015. Útg. ágúst 2017. Upplýsingar sem fram koma í skýrslunni: Hagvöxtur á Vestfjörðum:  -6% ,     en  +4% á landinu öllu. Íbúaþróun:  -4,6% , en +4,3% á landinu öllu. Framleiðsla á mann:  -2%,  en […]

Af hverju eru allir stóreignamenn í Sjálfstæðisflokknum?

Einar Kárason skrifar: Því hefur stundum verið haldið fram að tími stéttastjórnmála sé liðinn, og vissulega hljóma sumir gamlir frasar um öreiga og verkalýð ærið forneskjulega í eyrum nútímafólks. En staðreyndin er hinsvegar merkilegt nokk sú að næstum allir þeir hér á landi sem gamlar skilgreiningar sortera í auðstétt, eru í hægriflokkunum, og þar af […]

Ásmundur Einar Daðason: Hvernig á að auka sjávarútveg á Vestfjörðum?

Blaðið Vestfirðir sendi frambjóðanda í efsta sæti á öllum níu listum í Norðvesturkjördæmi svohljóðandi spurningu: Aðeins um 7% af framleiðslunni í sjávarútvegi var 2015 á Vestfjörðum, en hlutfallið var um 16% fram til um 1995. Hvaða breytingar telur þú að þurfi að gera, m. a. á löggjöf um stjórn fiskveiða, til þess að sjávarútvegur vaxi […]

Áherslur flokkanna: Samgöngumálin

Eyjan mun fram að kjördegi bjóða framboðum sem taka þátt í Alþingiskosningunum 28. október næstkomandi að svara spurningum um ýmis málefni, allt frá landbúnaðarmálum til afstöðu flokkanna til veru Þjóðkirkjunnar á fjárlögum. Í dag er spurt: Hver er stefnan í samgöngumálum? Svörum flokkanna er raðað eftir listabókstaf framboðsins.   Björt framtíð – X-A   Björt […]

Nýr Þjóðarpúls: Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur áfram langstærst

Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur mælast með langmest fylgi, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Fjallað var um hann í kvöldfréttum RÚV. Vinstri græn mældust með rúmlega 23 prósenta fylgi á meðan Sjálfstæðisflokkur mældist með tæplega 23 prósenta fylgi. Í niðurstöðum könnunar sem MMR birti í vikunni var fylgi Sjálfstæðisflokks 19,9 prósent en fylgi Vinstri grænna 19,1 prósent. […]

Deilt á skattablekkingarleik vinstri flokkana: „Kjósendur eru ekki fífl“

Hörður Ægisson ritstjóri Markaðarins deilir harkalega á tillögur Vinstri grænna og Samfylkingarinnar um verulega aukningu ríkisútgjalda í leiðara Fréttablaðsins í dag, segir hann að málflutningur um að það eigi ekki að hækka skatta á almenning standist enga skoðun: „Fyrir liggur að tveir stjórnmálaflokkar – Vinstri grænir og Samfylkingin – hafa lagt til að útgjöld ríkissjóðs […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is