Sunnudagur 08.10.2017 - 14:31 - Ummæli ()

Bættur efnahagur – betra samfélag

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi skrifar: 

Eða er það svo? Við sáum á spilin í framlögðu fjárlagafrumvarpi hjá fráfarandi ríkisstjórn sem býður upp á sögulega lága samneyslu sem sína framtíðarsýn. Þrátt fyrir að margoft hafi komið fram að þorri fólks í landinu vill t.d. opinbert heilbrigðis- og menntakerfi.

Það dylst engum að það er krefjandi verkefni að tryggja gott velferðarkerfi og framtíð þess. Skipulag dagsins og skýr framtíðarsýn er nauðsynleg, en til þess þarf fjármögnunin að vera traust og breyta þarf áherslum frá því sem verið hefur.

Þar eru skatttekjur mikilvægastar og að mati okkar Vinstri grænna á ekki að leita annað eftir fé til að greiða fyrir velferðarþjónustu. Þá á ekki að krefja sjúkt fólk um greiðslu fyrir heilbrigðisþjónustu eða ungmenni um skólagjöld. Við gerum kröfu um að arður af náttúruauðlindum skili sér til allra landsmanna en ekki til fámennra hagsmunahópa. Við viljum að greiddur sé skattur af fjármagnstekjum sem skili sér í gegnum útsvarið til sveitarfélaga. Það er nóg til af peningum í landinu, þeim þarf bara að skipta með réttlátum hætti og það gerum við m.a. með því að þeir sem meira hafa á milli handanna, þeir allra ríkustu, borgi meira til samneyslunnar. Þannig verður til réttlátara heilbrigðiskerfi og menntakerfi og þannig tryggjum við búsetu um land allt.

Hvenær er rétti tíminn?

Það er ekki ásættanlegt að ungt fólk geti ekki komið sér upp húsnæði nema eiga stönduga að. Ekki heldur að löggæslan sé vanfjármögnuð eða sýslumenn þurfi að fækka fólki eða loka starfsstöðvum vegna fjárskorts, sem líklegast er til að bitna á starfsstöðvum á landsbyggðinni. Eða að fækka þurfi nemendum í skólum og svo væri lengi hægt að telja. Það er uppgangur í efnahagslífinu, og af hverju eiga öryrkjar, eldri borgarar, börn og ungt fólk, sem er að koma sér upp húsnæði, ekki að njóta? Hvenær er þá rétti tíminn til þess?

Fráfarandi ríkisstjórn minnir okkur í sífellu á efnahagsbatann en hann skilar sér ekki með réttlátum hætti til allra. Þegar betur árar í samfélaginu á að vera forgangsverkefni að tryggja öllum mannsæmandi kjör og mannsæmandi líf, ekki síst lífeyrisþegum sem setið hafa eftir og margir hverjir geta með engu móti náð endum saman með því sem því sem þeim er skammtað. Við þurfum að horfast í augu við þá staðreynd að stór hópur öryrkja og aldraðra býr við fátækt og samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands eru öryrkjar sá samfélagshópur sem verst stendur.

Því miður hefur ríkisstjórnin ekki nýtt þau tækifæri sem skapast hafa með auknum efnahagsbata til að bæta kjör þessara hópa eða styrkja heilbrigðisþjónustuna með myndarlegum hætti, en lofar nú öllu fyrir alla, þrátt fyrir framlagt fjárlagafrumvarp, enda að koma kosningar.

Fólkið í forgang

Þjóðin eldist en þrátt fyrir það er ekki gert ráð fyrir viðunandi uppbyggingu í öldrunarþjónustu til að mæta þeirri brýnu þörf. Hér erum við að tala um fólkið sem lagði grunninn að því samfélagi sem við búum í. Velferðarkerfi byggist ekki upp af sjálfu sér. Það er ekki hægt að hreykja sér og tala um eitt öflugasta velferðarkerfi í heimi ef við höldum áfram að þola þann ójöfnuð sem hér ríkir.

Í umræðunni um heilbrigðismál er, eðli málsins samkvæmt, oftast talað um Landspítalann og þann fjárskort sem þjóðarsjúkrahúsið býr við. Sjúkrahúsið á Akureyri gleymist þá gjarnan í umræðunni. Það veitir sérhæfða sjúkrahúsþjónustu fyrir alla landsmenn og almenna þjónustu í sínu heilbrigðisumdæmi um leið og það er kennslu- og varasjúkrahús Landspítalans. Bæði þessi sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir og heilsugæslustöðvar hafa þörf fyrir aukna fjármuni. En þrátt fyrir að eitthvað hafi verið lagað í kostnaðarþátttöku fólks vegna heilbrigðisþjónustu getum við ekki horft fram hjá því að fólk sem býr í hinum dreifðu byggðum tekur á sig aukinn kostnað vegna heilbrigðisþjónustunnar þar sem það þarf oft og tíðum að sækja um lengri veg eftir þjónustunni auk þess sem gjaldtaka í heilbrigðiskerfinu er alltof mikil. Mikilvægast er þó að takast á við stöðuna eins og hún er í dag, því á bak við viðkvæmt heilbrigðiskerfi er fólk, sjúklingar og starfsfólk, sem okkur ber að sinna. Það á að vera fremst í forgangsröðinni.

Munurinn á hægri og vinstri er skýr

Munurinn á hægri og vinstri stefnu er alltaf augljós þrátt fyrir að stundum sé öðru haldið fram. Það er aldrei erfitt að greina á milli félagshyggju og jafnaðarstefnu annars vegar og sérhyggju og kapítalisma hins vegar. Það er alltaf augljóst þegar réttur hinna sterkari og ríkari er meira virtur en réttur þeirra sem standa höllum fæti og hafa af litlu að taka. Þegar stjórnvöld hleypa afli auðmagnsins að stjórnartaumunum skapast það félagslega óréttlæti sem hér er við lýði.

Vinstri græn vilja samfélag þar sem allir geta lifað með reisn, kjörin eru jöfnuð og byrðunum dreift með réttlátum hætti. Að því markmiði viljum við stefna og að því munum við áfram vinna.

Birtist fyrst í Akureyri vikublað. 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Hvatningarverðlaun velferðarráðs afhent í Hörpu

Innflytjendur og börn og foreldrar eru hjartans mál verðlaunahafa hvatningarverðlauna velferðarráðs árið 2017 en verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Hörpu, föstudaginn 23. febrúar. Markmið verðlaunanna er að örva og vekja athygli á gróskumiklu starfi sviðsins.   Gæði í þjónustu við innflytjendur Það var Edda Ólafsdóttir, félagsráðgjafi, sem fékk verðlaun í flokki einstaklinga en […]

Listi Samfylkingarinnar í Reykjavík samþykktur

Framboðslisti Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar í vor var samþykktur samhljóða og með lófataki í dag, á fundi á Hótel Natura. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri leiðir listann en hann varð efstur í flokksvali sem haldið var fyrr í mánuðinum. Í efstu fimm sætunum sitja borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, á eftir Degi koma Heiða Björg Hilmisdóttir, Skúli Helgason, Kristín Soffía […]

Þórdís vill varaformannsembætti Sjálfstæðisflokksins

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir,  iðnaðar-, ferðamála- og nýsköpunarráðherra, greinir frá því á Facebooksíðu sinni í morgun, að hún ætli að bjóða sig fram til varaformennsku í Sjálfstæðisflokknum á landsfundinum í mars. „Það hefur verið dýrmætt að fá hvatningu víða að og hún vegur þungt í minni ákvörðun. Ég hlakka til að eiga samtöl við sem flesta […]

Samið um þorskafla Íslands í Smugunni

Haldinn var samningafundur í fiskveiðinefnd Íslands og Rússlands daganna 19.-20. febrúar. Umræðuefnið var að venju framkvæmd svokallaðs Smugusamnings frá 1999 milli Íslands, Noregs og Rússlands um þorskveiðar íslenskra skipa í lögsögu Noregs og í þessu tilviki í lögsögu Rússlands fyrir árið 2018. Í samningnum er um tvenns konar kvóta að ræða. Annars vegar þann sem […]

Landvernd vill virkja vindorku

Engin stefna hefur verið mörkuð um vindorkuvirkjanir á Íslandi og því réðst Landvernd í það verkefni að semja stefnu sem byggist á náttúruverndar-sjónarmiðum með almannahagsmuni að leiðarljósi. Vonast er til aðframkvæmdaaðilar og sveitarfélög geti nýtt sér þessa stefnumörkun til að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif slíkra framkvæmda og til að koma í veg fyrir að ráðist verði […]

Kaupskil kaupa 13% í Arion banka af ríkinu

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur, að undangengnu samráði við ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins og ríkisstjórn, fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um sölu á 13% hlut ríkissjóðs í Arion banka til Kaupskila ehf. (dótturfélags Kaupþings ehf.) fyrir 23,4 milljarða króna. Salan fer fram á grunni kaupréttar á hlutnum samkvæmt hluthafasamkomulagi frá árinu 2009 og lögum um […]

Áslaug sakar Sjálfstæðisflokkinn um svindl: „Leikreglum er breytt og uppstillingarvaldið sett í fárra hendur“

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Áslaug Friðriksdóttir, sem fékk ekki sæti á framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnakosningar, skrifar á Facebooksíðu sína í dag. Þar segir hún farir sínar ekki sléttar í samskiptum við Sjálfstæðisflokkinn:   „Kæru vinir, enginn getur gengið að neinu vísu í pólitík. Góður stuðningur í hefðbundnum prófkjörum hefur litla þýðingu, þegar leikreglum er breytt og […]

Ríkisendurskoðun gagnrýnir ráðuneytið fyrir skort á heildarstefnu í orkumálum

Ríkisendurskoðun ítrekar ekki fimm ábendingar sem beint var til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og Landsnets hf. árið 2015. Þetta kemur fram í nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar, Landsnet hf. Hlutverk, eignarhald og áætlanir. Ráðuneytið hefur enn ekki brugðist við þeirri ábendingu Ríkisendurskoðunar að marka heildstæða stefnu í orkumálum til að tryggja að uppbygging og rekstur flutningskerfis raforku sé í […]

Heilbrigðisráðherra vill lögleiða rafrettur

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir frumvarp um rafrettur stuðla að lögmætum viðskiptum með þessa vöru og tryggja eftirlit og mikilvæga neytendavernd. Aðgengi fólks að rafrettum og reglur um notkun þeirra samkvæmt frumvarpinu geri þeim hægt um vik sem vilja hætta tóbaksnotkun með aðstoð þeirra. Ráðherra mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær. Eins og fram kom í ræðu […]

Hagstofan áætlar 2,9% hagvöxt á árinu

Hagstofa Íslands hefur gefið út endurskoðaða þjóðhagsspá að vetri í ritröð sinni, Hagtíðindum. Spáin spannar árin 2017–2023. Hægt hefur á hagvexti frá árinu 2016 en áætlað er að hagkerfið hafi vaxið um 3,8% árið 2017. Meiri kraftur var í þjóðarútgjöldum sem áætlað er að hafi aukist um rúmlega 7% á síðasta ári. Talið er að […]

Afgerandi meirihluti vill afsögn dómsmálaráðherra

Samkvæmt könnun Maskínu sem unnin var í samstarfi við Stundina, kemur fram að 72,5% þjóðarinnar vilja að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segi af sér. Þeir sem vilja að hún sitji áfram eru 27,5 prósent. Hlutfallið er yfir 67% hjá fylgjendum allra stjórnmálaflokka, nema Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins, en 23% Sjálfstæðismanna vilja afsögn Sigríðar og rúm 44 […]

Haraldur hugsar málið varðandi framboð til varaformennsku

Haraldur Benediktsson, fyrsti þingmaður Norð-vestur kjördæmis fyrir Sjálfstæðisflokkinn, segist ætla að hugsa sig um hvort hann bjóði sig fram til varaformennsku í flokknum á landsfundi sjálfstæðisflokksins um miðjan mars, eftir fjölda áskorana. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.   „Já, ég get staðfest það að margir hafa komið að máli við mig og skorað […]

Ingvar Mar leiðir lista Framsóknar

Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri og fyrrum varaþingmaður- og borgarfulltrúi, mun leiða lista Framsóknarflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Fjórar konur skipa næstu fimm sæti. Höfuðáhersla Framsóknarflokksins í Reykjavík verða skólamál samkvæmt tilkynningu, en þrír frambjóðendur eru með kennaramenntun. Viðskeytið flugvallarvinir er hvergi sjáanlegt í tilkynningu frá Framsóknarflokknum að þessu sinni og má því áætla að það verði ekki […]

Listi Eyþórs klár – Tveimur borgarfulltrúum bolað burt

Sjálfstæðismenn kynntu endanlegan framboðslista sinn í kvöld, fyrir borgarstjórnarkosningarnar í maí. Borgarfulltrúarnir Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir eru ekki á listanum, en Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi er í fimmta sæti listans. Hildur Björnsdóttir lögfræðingur er í öðru sæti, Valgerður Sigurðardóttir því þriðja, og Egill Þór Jónsson í fjórða. Heildarlistinn er hér að neðan:   1. Eyþór Lax­dal […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is