Sunnudagur 08.10.2017 - 14:31 - Ummæli ()

Bættur efnahagur – betra samfélag

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi skrifar: 

Eða er það svo? Við sáum á spilin í framlögðu fjárlagafrumvarpi hjá fráfarandi ríkisstjórn sem býður upp á sögulega lága samneyslu sem sína framtíðarsýn. Þrátt fyrir að margoft hafi komið fram að þorri fólks í landinu vill t.d. opinbert heilbrigðis- og menntakerfi.

Það dylst engum að það er krefjandi verkefni að tryggja gott velferðarkerfi og framtíð þess. Skipulag dagsins og skýr framtíðarsýn er nauðsynleg, en til þess þarf fjármögnunin að vera traust og breyta þarf áherslum frá því sem verið hefur.

Þar eru skatttekjur mikilvægastar og að mati okkar Vinstri grænna á ekki að leita annað eftir fé til að greiða fyrir velferðarþjónustu. Þá á ekki að krefja sjúkt fólk um greiðslu fyrir heilbrigðisþjónustu eða ungmenni um skólagjöld. Við gerum kröfu um að arður af náttúruauðlindum skili sér til allra landsmanna en ekki til fámennra hagsmunahópa. Við viljum að greiddur sé skattur af fjármagnstekjum sem skili sér í gegnum útsvarið til sveitarfélaga. Það er nóg til af peningum í landinu, þeim þarf bara að skipta með réttlátum hætti og það gerum við m.a. með því að þeir sem meira hafa á milli handanna, þeir allra ríkustu, borgi meira til samneyslunnar. Þannig verður til réttlátara heilbrigðiskerfi og menntakerfi og þannig tryggjum við búsetu um land allt.

Hvenær er rétti tíminn?

Það er ekki ásættanlegt að ungt fólk geti ekki komið sér upp húsnæði nema eiga stönduga að. Ekki heldur að löggæslan sé vanfjármögnuð eða sýslumenn þurfi að fækka fólki eða loka starfsstöðvum vegna fjárskorts, sem líklegast er til að bitna á starfsstöðvum á landsbyggðinni. Eða að fækka þurfi nemendum í skólum og svo væri lengi hægt að telja. Það er uppgangur í efnahagslífinu, og af hverju eiga öryrkjar, eldri borgarar, börn og ungt fólk, sem er að koma sér upp húsnæði, ekki að njóta? Hvenær er þá rétti tíminn til þess?

Fráfarandi ríkisstjórn minnir okkur í sífellu á efnahagsbatann en hann skilar sér ekki með réttlátum hætti til allra. Þegar betur árar í samfélaginu á að vera forgangsverkefni að tryggja öllum mannsæmandi kjör og mannsæmandi líf, ekki síst lífeyrisþegum sem setið hafa eftir og margir hverjir geta með engu móti náð endum saman með því sem því sem þeim er skammtað. Við þurfum að horfast í augu við þá staðreynd að stór hópur öryrkja og aldraðra býr við fátækt og samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands eru öryrkjar sá samfélagshópur sem verst stendur.

Því miður hefur ríkisstjórnin ekki nýtt þau tækifæri sem skapast hafa með auknum efnahagsbata til að bæta kjör þessara hópa eða styrkja heilbrigðisþjónustuna með myndarlegum hætti, en lofar nú öllu fyrir alla, þrátt fyrir framlagt fjárlagafrumvarp, enda að koma kosningar.

Fólkið í forgang

Þjóðin eldist en þrátt fyrir það er ekki gert ráð fyrir viðunandi uppbyggingu í öldrunarþjónustu til að mæta þeirri brýnu þörf. Hér erum við að tala um fólkið sem lagði grunninn að því samfélagi sem við búum í. Velferðarkerfi byggist ekki upp af sjálfu sér. Það er ekki hægt að hreykja sér og tala um eitt öflugasta velferðarkerfi í heimi ef við höldum áfram að þola þann ójöfnuð sem hér ríkir.

Í umræðunni um heilbrigðismál er, eðli málsins samkvæmt, oftast talað um Landspítalann og þann fjárskort sem þjóðarsjúkrahúsið býr við. Sjúkrahúsið á Akureyri gleymist þá gjarnan í umræðunni. Það veitir sérhæfða sjúkrahúsþjónustu fyrir alla landsmenn og almenna þjónustu í sínu heilbrigðisumdæmi um leið og það er kennslu- og varasjúkrahús Landspítalans. Bæði þessi sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir og heilsugæslustöðvar hafa þörf fyrir aukna fjármuni. En þrátt fyrir að eitthvað hafi verið lagað í kostnaðarþátttöku fólks vegna heilbrigðisþjónustu getum við ekki horft fram hjá því að fólk sem býr í hinum dreifðu byggðum tekur á sig aukinn kostnað vegna heilbrigðisþjónustunnar þar sem það þarf oft og tíðum að sækja um lengri veg eftir þjónustunni auk þess sem gjaldtaka í heilbrigðiskerfinu er alltof mikil. Mikilvægast er þó að takast á við stöðuna eins og hún er í dag, því á bak við viðkvæmt heilbrigðiskerfi er fólk, sjúklingar og starfsfólk, sem okkur ber að sinna. Það á að vera fremst í forgangsröðinni.

Munurinn á hægri og vinstri er skýr

Munurinn á hægri og vinstri stefnu er alltaf augljós þrátt fyrir að stundum sé öðru haldið fram. Það er aldrei erfitt að greina á milli félagshyggju og jafnaðarstefnu annars vegar og sérhyggju og kapítalisma hins vegar. Það er alltaf augljóst þegar réttur hinna sterkari og ríkari er meira virtur en réttur þeirra sem standa höllum fæti og hafa af litlu að taka. Þegar stjórnvöld hleypa afli auðmagnsins að stjórnartaumunum skapast það félagslega óréttlæti sem hér er við lýði.

Vinstri græn vilja samfélag þar sem allir geta lifað með reisn, kjörin eru jöfnuð og byrðunum dreift með réttlátum hætti. Að því markmiði viljum við stefna og að því munum við áfram vinna.

Birtist fyrst í Akureyri vikublað. 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Forsætisráðherra á leiðtogafundi í París – Kynnti kolefnislaust Ísland 2040

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók þátt í leiðtoga-fundi í París í dag undir yfirskriftinni „One Planet Summit“.  Fundurinn var haldinn í tilefni af því að í dag, 12. desember, eru tvö ár liðin frá samþykkt Parísarsamkomulagsins og lýkur fundinum síðar í kvöld. Megintilgangur fundarins er að fagna þeim áfanga sem Parísarsamkomulagið er og vekja athygli á markmiðum […]

Áform um hverfisskipulag Grafarvogs kynnt – Starfsemi fyrir kvikmyndaiðnað, verslun og þjónustu

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hélt kynningarfund á dögunum vegna fyrsta áfanga skipulags í Gufunesi. Fundurinn var haldinn í Hlöðunni við Gufunesbæ. Stuðla á að fjölbreyttari byggð og starfsemi og styðja við og styrkja Grafarvog sem hverfisheild. Á svæðinu er einkum gert ráð fyrir starfsemi á sviði afþreyingar- og kvikmyndaiðnaðar og þjónustu tengdri slíkri starfsemi. Einnig […]

Trump verst ásökunum um kynferðislega áreitni á Twitter

Donald Trump Bandaríkjaforseti, sagði í dag að allur sá fjöldi ásakana á hendur honum varðandi kynferðislega áreitni, væri liður í samsæri Demókrata og kallaði þær falsfréttir. Orð Trump féllu degi eftir að þrjár konur ásökuðu Trump um að hafa áreitt sig kynferðislega í viðtali á NBC sjónvarpsstöðinni og á blaðamannafundi í New York í gær. […]

Herdís kjörin næst-æðsti stjórnandi Feneyjanefndar Evrópuráðsins -Fyrst Íslendinga

Dr. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir hefur kjörin næst-æðsti stjórnandi Feneyjanefndar Evrópuráðsins, nefndar Evrópuráðsins um lýðræði með lögum. Á aðalfundi nefndarinnar nú í desember var Herdís kjörin fyrsti varaforseti nefndarinnar en hún hafði í tvígang verið kjörin ein þriggja varaforseta hennar. Hún er fyrsti Íslendingurinn sem kjörin er í stjórn Feneyjarnefndarinnar.     Aðspurð um hvaða þýðingu þetta […]

Kristinn H reiðir til höggs – Sakar umhverfisráðherra um „veruleikafirringu“ og tilheyra „öfgasamtökum“

Kristinn H. Gunnarsson, fyrrum þingmaður og nú ritstjóri Vestfirðings, gagnrýnir nýskipaðan umhverfisráðherra harðlega í leiðara blaðs síns í dag. Guðmundur I. Guðbrandsson, sem áður var framkvæmdarstjóri Landverndar, var skipaður sem fagráðherra af Vinstri grænum eftir síðustu kosningar, en sú ráðning virðist ekki vekja lukku hjá Kristni H. sem sakar umhverfisráðherra um að beita sér af […]

Kristján Þór gerir hreint fyrir sínum dyrum varðandi Samherjatengsl

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristján Þór Júlíusson, birti á Facebook síðu sinni í morgun yfirlýsingu, þar sem hann gerir grein fyrir tengslum sínum við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja sem og tengsl hans við fyrirtækið, en hann hefur legið undir ámæli vegna þessa, sökum stöðu sinnar og embættis. Flest, ef ekki allt það sem Kristján týnir […]

Olíunotkun sjávarútvegsins fer minnkandi – Nálgast markmið Parísarsamkomulagsins

Samkvæmt skýrslu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um olíunotkun greinarinnar til 2030, sem unnin er að hluta af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, kemur í ljós að eldsneytisnotkun hefur minnkað töluvert frá árinu 1990, eða um 43% Í skýrslunni kemur fram að „sterkir fiskistofnar, framfarir í veiðum og betra skipulag veiða hafa leitt til verulega minni olíunotkunar í […]

Dapurleg upprifjun

Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar: Það var sorglegt að fylgjast með upprifjun á því í fréttum í síðustu viku hvernig margir Íslendingar höguðu sér fyrst eftir bankahrunið 2008. Menn fóru í ógnandi hópum að heimilum fólks, sem það taldi í fávisku sinni að borið hefði einhverja óskilgreinda ábyrgð á hörmungunum. Þar urðu meðal annars stjórnmálamenn og […]

„Tímabært að teikna upp mynd af því hvernig hann og hans nánustu hafa hagað sér“

Karl Th. Birgisson, ritstjóri Herðubreiðar, gaf út á dögunum bók er nefnist Hinir Ósnertanlegu, saga um auð, völd og spillingu. Þar er fjallað um viðskiptasögu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og ítök föðurættar Bjarna í viðskiptalífinu í gegnum árin, sem höfundur kallar „eitrað samband stjórnmála og viðskipta.“       En af hverju réðst Karl í gerð […]

Aldrei munað eins litlu á WOW og Icelandair í farþegum talið

Aldrei hefur munað jafn litlu á stærð íslensku flugfélaganna tveggja, Icelandair og WOW, í farþegum talið. Icelandair flutti í nóvember 249 þúsund farþega, meðan Wow flaug með 224 þúsund farþega á sama tíma. Munurinn er 25 þúsund farþegar, sem er minnsti mælanlegi munur hingað til. Þar áður var munurinn minnstur í febrúar, eða 33,657 farþegar. […]

Velferðarráðuneytið vænir Barnaverndarstofu um ósannsögli

Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur forstjóri Barnaverndarstofu, Bragi Guðbrandsson,  legið undir ámæli vegna starfshátta sinna. Barnaverndarstofa sendi frá sér yfirlýsingu á föstudag, þar sem beðið var um frest til að svara Velferðarráðuneytinu, meðan aflað væri frekari gagna, því það hafi gengið erfiðlega að fá gögnin í hendur. Nú hefur Velferðarráðuneytið sent frá […]

Búið að ráða aðstoðarmenn dómara við Landsrétt

Samkvæmt öruggum heimildum Eyjunar er búið að ráða aðstoðarmenn dómara við Landsrétt. Auglýst var eftir fimm löglærðum aðstoðarmönnum dómara við Landsrétt í sumar, en Landsréttur tekur til starfa 1. janúar 2018 og er gert ráð fyrir að aðstoðarmenn hefji störf frá þeim tíma. Alls sóttu 116 manns um störfin fimm en eftirtaldir einstaklingar fengu starfið: […]

Stjórnarandstaðan þiggur formennsku þriggja fastanefnda Alþingis- „Ekki nema hæfilega ánægð“

Stjórnarandstaðan ákvað í morgun að taka við formennsku í þeim þremur fastanefndum sem ríkisstjórnin hafði boðið þeim. Þetta staðfesti Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar við Eyjuna. Að sögn Loga mun Samfylkingin fara með formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fyrstu tvö árin, en skiptast síðan á við Pírata, sem fara fyrir velferðarnefnd fyrstu tvö árin. Þá mun […]

Hæstaréttarlögmaður ýjar að vanhæfi umhverfisráðherra

Hæstaréttarlögmaðurinn Jón Jónsson skrifar grein í Morgunblaðið um helgina, hvar hann veltir fyrir sér hæfi, eða eftir atvikum, vanhæfi Guðmundar I. Guðbrandssonar umhverfisráðherra, sökum sinna fyrri starfa hjá Landvernd. Spyr Jón hvort umhverfisráðherra sé til dæmis hæfur til að skipa til dæmis starfshóp um málefni Teigsskógar, eða hvort hann sé hæfur að fjalla um aðalskipulag tengt […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is