Mánudagur 09.10.2017 - 18:39 - Ummæli ()

Áherslur flokkanna: Þrjú helstu atriðin

Eyjan mun fram að kjördegi bjóða framboðum sem taka þátt í Alþingiskosningunum 28. október næstkomandi að svara spurningum um ýmis málefni, allt frá húsnæðismálum til sjávarútvegasmála. Sendur var út spurningalisti á öll framboðin með nokkurra daga fyrirvara.

Fyrsta spurningin er

Hvaða þrjú helstu atriði setur framboðið á oddinn fyrir Alþingiskosningarnar 2017?

Svörunum er raðað eftir listabókstaf framboðsins.

 

Björt Framtíð – X-A

Umhverfismál, mannréttindi og heiðarleg stjórnmál.

 

 

Viðreisn – X-C

 

Það er of dýrt að búa á Íslandi, Viðreisn vill að breyta því

Viðreisn leggur áherslu á að lækka vaxtakostnað íslenskra heimila og fyrirtækja varanlega, með því að koma á stöðugleika í gjaldmiðlamálum. Sífelldar sveiflur krónunnar valda því að of dýrt er að búa á Íslandi. Vextir hér eru miklu hærri en í nágrannalöndum okkar, sem gerir það að verkum að við borgum mun meira fyrir húsnæðið okkar (hvort sem við kaupum eða leigjum) og skerðir samkeppnisstöðu venjulegra íslenskra fyrirtækja (gagnvart þeim sem hafa aðgang að erlendu lánsfé á mun betri kjörum).

Sem dæmi má nefna að fjölskylda með 20 milljóna króna húsnæðislán borgar 600.000 krónum meira bara í vexti á hverju ári en færeysk fjölskylda í sömu stöðu. Krónan er allt of kostnaðarsöm fyrir heimilin, fyrirtækin og samfélagið allt. Lægri vextir eru í raun mesta kjarabótin fyrir heimilin í landinu.

Viðreisn hefur sett fram raunhæfar hugmyndir til þess að lækka vexti: Annars vegar upptöku alþjóðlegs gjaldmiðils og hins vegar myntfestu með því að tengja krónuna við t.d. Evru. Báðar leiðir munu leiða til þess að vaxtastig aðlagast fljótt að vaxtaumhverfi á því myntsvæði sem við tengjumst.

Óstöðugur gjaldmiðill ein helsta orsök eilífra efnahagssveiflna sem bitna jafnt á einstaklingum og atvinnulífi og ýta undir ójöfnuð í samfélaginu. Viðreisn vill brjótast út úr vítahringnum og skapa umhverfi fyrir jafnar lífskjarabætur fyrir okkur öll – ekki bara sum.

Húsnæði fyrir alla

Mikill húsnæðisskortur kemur hart niður á ungu fólki sem er að reyna að kaupa sína fyrstu íbúð sem og tekjulágum einstaklingum og fjölskyldum sem ráða ekki við hátt fasteignaverð eða háa leigu íbúðarhúsnæðis.

Nauðsynlegt er að auka verulega framboð íbúða og þá sér í lagi lítilla og ódýrra íbúða sem mikill skortur er á.

Viðreisn stofnaði til samstarfs ríkis og sveitarfélaga, þvert á pólitískar línur, til bregðast við bráðum vanda á húsnæðismarkaði. Við höfum lagt fram áætlun um byggingu 2000 hagkvæmra eignaríbúða á ríkislóðum fyrir árslok 2019 og 3200 leiguíbúða sem reknar verði af leigufélgum styrktum af ríki og sveitarfélögum fyrir árslok 2019.

Styrkja þarf úrræði fyrir ungt fólk til fyrstu kaupa. Heimila á ungu fólki að nýta allan séreignarsparnað sinn, þar með talin þau 3,5% af skylduiðgjaldi sem heimilt verður að leggja í séreign til útborgunar í fyrstu húsnæðiskaupum. Með þeim hætti eykst verulega sá sparnaður sem hægt verður að leggja fyrir til húsnæðiskaupa og tíminn sem það tekur fólk að safna fyrir útborgun styttist verulega. Þetta stuðningsúrræði á að nýtast öllum þeim sem ekki hafa átt fasteign undangengin þrjú ár og hafa ekki áður nýtt séreignarsparnað sinn til fasteignakaupa.

Jafnrétti fyrir okkur öll

Fullum jöfnuði kynjanna hefur ekki verið náð á Íslandi. Hvað varðar lagalegt jafnrétti má segja að Ísland standi mjög framarlega, en enn er staðan sú að hinn daglegi veruleiki birtir ekki jafnrétti kynjanna. Merki þess eru víða, svo sem á vinnumarkaði, þar sem kynbundinn launamunur er enn fyrir hendi. Þá birtast ákveðin viðhorf í því að hefðbundnum “kvennastéttum” eru greidd lág laun. Kynjajafnrétti mun ekki nást fram af sjálfu sér og tíminn einn mun ekki leiða til þess heldur. Það þarf pólitískan vilja, dug og aðgerðir.

Viðreisn barðist fyrir jafnlaunavottun í síðustu kosningabaráttu, lagði fram frumvarp sem er orðið að lögum. Jafnlaunavottun er dæmi um markvissa aðgerð sem ætlað er að eiga við ákveðinn vanda og rótgróið óréttlæti.

Atvinnuþátttaka kvenna er með því hæsta sem þekkist á Íslandi en kynbundinn launamunur er staðreynd. Við viljum að kjör “kvennastétta” verði leiðrétt. Við gerum það best með samstilltu átaki samtaka launafólks og ríkis og bæja. Við þurfum þjóðarátak til að ná þessu markmiði.

 

Sjálfstæðisflokkurinn – X-D

 

Bætum 100 milljörðum við í innviðauppbyggingu

Bankarnir hafa bolmagn til að greiða ríkinu allt að 100 milljarða króna í sérstakar arðgreiðslur á næstu árum.

Við viljum nýta fjármagnið, til viðbótar við áður áætlaðar framkvæmdir, í nauðsynlegar innviðafjárfestingar til að bæta vegina, og styrkja samgöngur um allt land, en einnig aðra innviði svo sem í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu.

Við ætlum að lækka skatta

Við ætlum að lækka tekjuskatt almennings enn frekar.

Um síðustu áramót afnámum við milliþrep tekjuskattsins, sem var yfir 40% miðað við meðalútsvar árið 2013, og lækkuðum neðra þrepið í tæp 37%.

Nú ætlum við að lækka neðra þrepið enn frekar í 35%.

Við ætlum að lækka tryggingargjaldið enn meira. Það skiptir atvinnulífið miklu.

Við ætlum að halda vel utan um eldri kynslóðina, hækka frítekjumarkið og gera sérstakt átak í að fjölga hjúkrunarheimilum.

Við viljum hækka frítekjumark atvinnutekna strax í 100 þúsund krónur á mánuði.

Áfram verður lögð áhersla á að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði eldri borgara. Við ætlum að styrkja heimaþjónustuna og gera sérstakt átak í fjölgun hjúkrunarheimila. Þrír milljarðar á ári munu renna úr Þjóðarsjóði í það átak á næstu árum.

Við ætlum að styðja við ungt fólk á húsnæðismarkaði

Við viljum auðvelda ungu fólki að kaupa sína fyrstu íbúð en tryggja jafnframt að það eigi kost á leiguhúsnæði á virkum leigumarkaði. Lækka verður byggingarkostnað og tryggja aukið framboð á lóðum og íbúðum.  Um leið verði ungu fólki auðvelduð fyrstu íbúðarkaup með bæði skattalegum og vaxtalegum hvötum til sparnaðar, sem standi undir útborgun við fyrstu kaup.

Við viljum styrkja fjárhagslega stöðu öryrkja með börn í námi

Við viljum jafna stöðu ungmenna í námi sem búa hjá foreldrum á örorkulífeyri. Það er réttlætismál að foreldrar þeirra haldi sömu framfærslu eftir að börn þeirra verða 18 ára, meðan á námi stendur.

Við ætlum að hækka greiðslur í fæðingarorlofi

Við viljum tryggja að hámarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði fari ekki undir meðallaun á almennum vinnumarkaði. Greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði verða að taka tillit til þróunar launa, verðlags og efnahagsmála á hverjum tíma.

Við viljum að námsmenn fái styrk til náms — ekki bara lán

Við ætlum að taka upp námsstyrkjakerfi að norrænni fyrirmynd, 65.000 króna styrk á mánuði og lán ofan á það upp að fullri framfærslu með samtímagreiðslu, sem íslenskum námsmönnum hefur aldrei áður staðið til boða. Mikill meirihluti námsmanna mun njóta ávinnings af breytingunum.

Við ætlum að efla nýsköpun og rannsóknir

Framlög og stuðningur til nýsköpunar hefur stóraukist á þremur árum, úr 2,6 í 4,7 milljarða. Við viljum auka framlög til nýsköpunar og rannsókna. Þrír milljarðar á ári munu renna úr Þjóðarsjóði til eflingar nýsköpunar og rannsókna á næstu árum.

Við ætlum að endurskoða kennsluaðferðir og skólastarf í samvinnu við sveitarfélög, kennara, nemendur og foreldra

Við þurfum að hugsa menntamál upp á nýtt með fagfólki, kennurum, nemendum og foreldrum. Í heimi sem breytist hratt verður menntakerfið að vera sveigjanlegt og framsækið til að halda í við þróun og alþjóðlega samkeppni.

Við viljum aukna fríverslun

Við ætlum að halda áfram á markaðri braut fríverslunar í viðskiptum okkar við umheiminn. Viðskiptastefna okkar hefur skilað gríðarlegum árangri á undanförnum árum. Nú eru um 90% allra tollskrárnúmera tollfrjáls en til samanburðar er aðeins um fjórðungur tollskrárnúmera í Evrópusambandinu tollfrjáls.

Við viljum að allir njóti heilbrigðisþjónustu óháð efnahag

Efnahagur fólks má ekki vera nokkrum hindrun í að leita sér lækninga og ná bata. Nýju greiðsluþátttökukerfi hefur verið komið á, þar sem sett hefur verið þak á kostnað einstaklinga vegna heilbrigðisþjónustu og börn eiga kost á gjaldfrjálsri þjónustu. Sjálfstæðisflokkurinn telur mikilvægt að lækka kostnað sjúklinga enn frekar.

Við viljum styðja betur við geðheilbrigði

Við viljum ljúka framkvæmd geðheilbrigðisstefnunnar og fylgja henni eftir. Greina verður og takast á við vandamál á fyrstu stigum og tryggja aðgengi allra að sálfræðiþjónustu, óháð búsetu. Leggja þarf aukna áherslu á forvarnir og auðvelda heilsugæslunni að sinna frumþjónustu við fólk með geðræn vandamál. Sérstaklega þarf að huga að brýnni þörf ungmenna á þessu sviði.

Við ætlum að innleiða tækninýjungar í heilbrigðisþjónustu

Styrkja þarf stöðu Landspítalans sem rannsókna- og kennslusjúkrahús. Við viljum efla fjarheilbrigðisþjónustu, nýta upplýsinga- og samskiptatækni betur.

Við ætlum að vera áfram í fremstu röð í umhverfismálum

Ísland er til fyrirmyndar í umhverfismálum en við getum gert betur. Við ætlum að fylgja eftir metnaðarfullum markmiðum í loftslagsmálum og gæta jafnvægis milli nýtingar og náttúru.

Við ætlum að koma á fót Þjóðarsjóði í þágu kynslóðanna

Við viljum setja arðinn af orkuauðlindum landsins í Þjóðarsjóð. Í sjóð þennan renni arður af orkuauðlindum í eigu ríkis. Sjóðurinn á að vera sveiflujafnandi fyrir efnahagslífið, aftra ofhitnun er vel árar og tryggja komandi kynslóðum hlutdeild í arði af sameiginlegum auðlindum.
Hluti sjóðsins verður nýttur í aðkallandi samfélagsverkefni.

 

Íslenska þjóðfylkingin – X-E

 

Íslenska þjóðfylkingin mun setja málefni hælisleitenda, húsnæðisvanda ungs fólks og láglauna fólks, málefni heilbrigðiskerfisins, leiðréttingu kjara eldriborgara og öryrkja, hækkun lægstu launa með skattalegum aðgerðum, afnám verðtryggingar og kröfuna um þjóðaratkvæðagreiðslur og stjórnlagadómstól á oddinn í þessum kosningum.

Málaflokkur hælisleitenda er að kosta íslenska skattgreiðendur marga milljarða og á þessu ári og gæti kostnaðurinn orðið á bilinu 10 til 14 milljarðar. Íslenska þjóðfylkingin ætlar að skrúfa fyrir straum hælisleitenda til landsins og nota þá peninga sem gömlu stjórnmálaflokkarnir gera ráð fyrir í uppihald hælisleitenda á næstu árum, til að bæta heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.

Íslenska þjóðfylkingin ætlar að afnema tekjutengingar aldraða og hvetja þá sem eru komnir á eftirlaunaaldur til að vinna. Það er þjóðhagslega hagkvæmt. Öryrkjum ætlar flokkurinn tryggja mannsæmandi bætur. Flokkurinn vill að öryrkjar borgi í lífeyrissjóð af bótum og tryggja þannig að þeir fái bætur úr lífeyrissjóði eftir að þeir komast á ellilaun, án skerðingar. Flokkurinn ætlar einnig að nota hluta af þeim milljörðum sem nú fara í að halda hælisleitendum uppi, en eiga ekkert erindi hingað lands, til að bæta aðstöðu aldraðra á elliheimilum. Stefnan er að aldraður einstaklingur geti búið einn í herbergi með sér baðherbergisaðstöðu og að hjón geti dvalið saman á elliheimili í sinni heimabyggð.

Lægst launaða fólkinu viljum við hjálpa með því að endurreisa verkamannabústaðakerfið, hækka barnabætur og húsnæðisbætur ásamt því að hækka persónuafslátt í áföngum.

Afnám verðtryggingar er þjóðhagslega hagkvæmt. Verðtrygging er hvetjandi fyrir fjármálafyrirtæki til að haga sinni starfsemi til hækkunar verðbólgu. Eins og fjármálafyrirtæki haga sér á markaði fyrir og eftir hrun er það ekki traustvekjandi og Íslenska þjóðfylkingin ætlar að herða lagaramma í kringum fjármálageirann til hagsbóta fyrir íslensk alþýðuheimili.

Íslenska þjóðfylkingin styður núverandi stjórnarskrá og hafnar fullyrðingum um að stjórnarskráin hafi valdið hruninu 2008. Flokkurinn mun beita sér fyrir því að bæta stjórnarskrána með því að setja inn ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur og stjórnlagadómstól, sem allir geta leitað til, inn í núverandi stjórnarskrá.

 

Píratar – X-P

Réttlæti fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Píratar munu áfram veita þolendum rödd og vilja tryggja að löggæsla miða sig að þörfum brotaþola frekar en gerenda. Þolendur þurfa að fá aðild að dómsmálum og ráðast þarf í fræðsluátak um innan réttargæslukerfisins – fyrir lögreglu, saksóknara, dómara og verjendur.

Ný stjórnarskrá. Við þurfum nýjan samfélagssáttmála og stjórnarskrá á mannamáli. Stjórnskipan landsins byggist á túlkunum, hefð og jafnvel hentistefnu stjórnvalda og við þurfum stjórnarskrá sem fólk skilur og tryggir pólitíska ábyrgð.

Sókn á húsnæðimarkaði. Píratar viljum liðka fyrir uppbyggingu smærri íbúða, til dæmis með skattaafslætti. Þannig setjum við í forgang uppbyggingu íbúða sem ungt fólk þarf til að byrja að búa og átt framtíð á Íslandi.

 

Alþýðufylkingin  – X-R

Félagsvæðing fjármálakerfisins, svo það verði rekið sem félagsleg þjónusta en ekki í gróðaskyni, og taki þar af leiðandi ekki vexti af lánum. Sparnaðurinn sem hlýst af því getur borgað fyrir mikla endurreisn innviða samfélagsins og þess vegna helst þetta atriði náið í hendur við flest annað sem við teljum nauðsynlegt að gera.

Húsnæði fyrir alla án vaxtaklyfja — húsnæðislán ættu að vera vaxtalaus og félagslega rekið fjármálakerfi ætti að sjá fyrir þeim með samfélagslegu eigin fé.

Tafarlausar kjarabætur fyrir alla sem eru ekki á vinnumarkaði, án þess að fólk þurfi að kaupa sér réttindi í gróðadrifnu lífeyriskerfi fyrst.

 

Samfylkingin – Jafnaðarmannaflokkur Íslands – X-S

 

Betri lífskjör
Mikilvægasta verkefni næstu ríkisstjórnar er að ráðast gegn fátækt og bæta lífskjör almennings. Það verður að færa skattbyrði frá lág- og millitekjuhópum og auka verulega barna- og húsnæðisstuðning og tryggja að þjóðin fái réttlátan arð af sameiginlegum auðlindum. Samfylkingin ætlar að tvöfalda barnabætur og standa fyrir byggingu þúsunda leiguíbúða innan félaga sem starfa án hagnaðarsjónarmiða. Bæta lífsgæði aldraðra og öryrkja og draga verulega úr tekjuskerðingum. Lækka kostnað sjúklinga og gera sálfræðiþjónustu aðgengilega fyrir alla.

Í miðjum uppganginum eiga sjúklingar, öryrkjar, eldri borgarar og barnafólk ekki að þurfa að óttast um afkomu sínu um hver mánaðamót. Það verður að losa leigjendur úr fátæktargildrum og leysa þannig vanda þúsunda barna sem nú búa við bág kjör og jafnvel skort. Og ungt fólk verður að geta  flutt úr foreldrahúsum þegar hentar. Næsta ríkisstjórn og næsta alþingi verða að taka afdrifarík skref til þess að lífsgæði batni hjá fólki sem nú á á brattann að sækja.

Stöndum við stóru orðin um betri spítala og heilbrigðisþjónustu
Í aðdraganda kosninganna fyrir ári var lofað auknum framlögum til heilbrigðisþjónustu, og  ekki síður til löggæslu, samgangna, ferðastaða og margvíslegra innviða. Þau loforð hafa reynst innantóm. Um 85 þúsund Íslendingar skrifuðu undir áskorun um að endurreisa heilbrigðiskerfið. Ekkert hefur verið gert með þennan skýra vilja þjóðarinnar. Í fjárlögum næsta árs sést raunveruleg stefna stjórnarflokkanna – þjónusta við sjúklinga á spítölum er skorin niður en útgjöld aukast vegna fyrirtækja í einkarekstri í heilbrigðiskerfinu. Samfylkingin hafnar einkavæðingu heilbrigðiskerfisins og leggur áherslu á að styrkja heilbrigðisþjónustu í almannaeigu.

Sókn í menntamálum
Á hátíðisdögum er talað um mikilvægi skóla og mennta en þess á milli ríkir dauðaþögn ráðamanna. Vöxtur og viðgangur skólastarfs verður að fá miklu hærri sess í íslenskum stjórnmálum. Menntun er lykillinn að aukinni verðmætasköpun og betri lífskjörum. Við stöndum við upphaf tæknibyltingar þar sem starfshættir allir eiga eftir að breytast gríðarlega og hætt er við að mörg störf tapist. Ný störf geta hins vegar orðið til, þau sem byggjast á tölvuþekkingu, skapandi greinum, rannsóknum og nýsköpun. Þessa leið verður Ísland að fara. Það þarf að auka virðingu fyrir kennurum og öllu menntastarfi, hjá börnum og ungmennum og samfélaginu öllu. Við eigum að fjármagna háskóla til jafns við það sem gerist annars staðar á Norðurlöndum í stað þess að standa frændum okkar langt að baki, og styðja betur við fjölbreytta framhaldsskóla út um allt land.

 

Sjá einnig:

Velferðarmálin og almannatryggingar

Efnahags- og atvinnumál

Mennta- og menningarmál

Utanríkismál

Stjórnkerfið

Það sem kjósendur ættu að varast

Umhverfismál

Þarf að herða refsingar í kynferðisbrotamálum?

Samgöngumál

Á Þjóðkirkjan að vera á fjárlögum?

Stjórnarskráin

Húsnæðismál

Sjávarútvegsmál

Uppreist æra

Málefni krabbameinssjúklinga

Útlendingamál

Landbúnaðarmál

Heilbrigðismál

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Forsætisráðherra á leiðtogafundi í París – Kynnti kolefnislaust Ísland 2040

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók þátt í leiðtoga-fundi í París í dag undir yfirskriftinni „One Planet Summit“.  Fundurinn var haldinn í tilefni af því að í dag, 12. desember, eru tvö ár liðin frá samþykkt Parísarsamkomulagsins og lýkur fundinum síðar í kvöld. Megintilgangur fundarins er að fagna þeim áfanga sem Parísarsamkomulagið er og vekja athygli á markmiðum […]

Áform um hverfisskipulag Grafarvogs kynnt – Starfsemi fyrir kvikmyndaiðnað, verslun og þjónustu

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hélt kynningarfund á dögunum vegna fyrsta áfanga skipulags í Gufunesi. Fundurinn var haldinn í Hlöðunni við Gufunesbæ. Stuðla á að fjölbreyttari byggð og starfsemi og styðja við og styrkja Grafarvog sem hverfisheild. Á svæðinu er einkum gert ráð fyrir starfsemi á sviði afþreyingar- og kvikmyndaiðnaðar og þjónustu tengdri slíkri starfsemi. Einnig […]

Trump verst ásökunum um kynferðislega áreitni á Twitter

Donald Trump Bandaríkjaforseti, sagði í dag að allur sá fjöldi ásakana á hendur honum varðandi kynferðislega áreitni, væri liður í samsæri Demókrata og kallaði þær falsfréttir. Orð Trump féllu degi eftir að þrjár konur ásökuðu Trump um að hafa áreitt sig kynferðislega í viðtali á NBC sjónvarpsstöðinni og á blaðamannafundi í New York í gær. […]

Herdís kjörin næst-æðsti stjórnandi Feneyjanefndar Evrópuráðsins -Fyrst Íslendinga

Dr. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir hefur kjörin næst-æðsti stjórnandi Feneyjanefndar Evrópuráðsins, nefndar Evrópuráðsins um lýðræði með lögum. Á aðalfundi nefndarinnar nú í desember var Herdís kjörin fyrsti varaforseti nefndarinnar en hún hafði í tvígang verið kjörin ein þriggja varaforseta hennar. Hún er fyrsti Íslendingurinn sem kjörin er í stjórn Feneyjarnefndarinnar.     Aðspurð um hvaða þýðingu þetta […]

Kristinn H reiðir til höggs – Sakar umhverfisráðherra um „veruleikafirringu“ og tilheyra „öfgasamtökum“

Kristinn H. Gunnarsson, fyrrum þingmaður og nú ritstjóri Vestfirðings, gagnrýnir nýskipaðan umhverfisráðherra harðlega í leiðara blaðs síns í dag. Guðmundur I. Guðbrandsson, sem áður var framkvæmdarstjóri Landverndar, var skipaður sem fagráðherra af Vinstri grænum eftir síðustu kosningar, en sú ráðning virðist ekki vekja lukku hjá Kristni H. sem sakar umhverfisráðherra um að beita sér af […]

Kristján Þór gerir hreint fyrir sínum dyrum varðandi Samherjatengsl

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristján Þór Júlíusson, birti á Facebook síðu sinni í morgun yfirlýsingu, þar sem hann gerir grein fyrir tengslum sínum við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja sem og tengsl hans við fyrirtækið, en hann hefur legið undir ámæli vegna þessa, sökum stöðu sinnar og embættis. Flest, ef ekki allt það sem Kristján týnir […]

Olíunotkun sjávarútvegsins fer minnkandi – Nálgast markmið Parísarsamkomulagsins

Samkvæmt skýrslu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um olíunotkun greinarinnar til 2030, sem unnin er að hluta af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, kemur í ljós að eldsneytisnotkun hefur minnkað töluvert frá árinu 1990, eða um 43% Í skýrslunni kemur fram að „sterkir fiskistofnar, framfarir í veiðum og betra skipulag veiða hafa leitt til verulega minni olíunotkunar í […]

Dapurleg upprifjun

Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar: Það var sorglegt að fylgjast með upprifjun á því í fréttum í síðustu viku hvernig margir Íslendingar höguðu sér fyrst eftir bankahrunið 2008. Menn fóru í ógnandi hópum að heimilum fólks, sem það taldi í fávisku sinni að borið hefði einhverja óskilgreinda ábyrgð á hörmungunum. Þar urðu meðal annars stjórnmálamenn og […]

„Tímabært að teikna upp mynd af því hvernig hann og hans nánustu hafa hagað sér“

Karl Th. Birgisson, ritstjóri Herðubreiðar, gaf út á dögunum bók er nefnist Hinir Ósnertanlegu, saga um auð, völd og spillingu. Þar er fjallað um viðskiptasögu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og ítök föðurættar Bjarna í viðskiptalífinu í gegnum árin, sem höfundur kallar „eitrað samband stjórnmála og viðskipta.“       En af hverju réðst Karl í gerð […]

Aldrei munað eins litlu á WOW og Icelandair í farþegum talið

Aldrei hefur munað jafn litlu á stærð íslensku flugfélaganna tveggja, Icelandair og WOW, í farþegum talið. Icelandair flutti í nóvember 249 þúsund farþega, meðan Wow flaug með 224 þúsund farþega á sama tíma. Munurinn er 25 þúsund farþegar, sem er minnsti mælanlegi munur hingað til. Þar áður var munurinn minnstur í febrúar, eða 33,657 farþegar. […]

Velferðarráðuneytið vænir Barnaverndarstofu um ósannsögli

Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur forstjóri Barnaverndarstofu, Bragi Guðbrandsson,  legið undir ámæli vegna starfshátta sinna. Barnaverndarstofa sendi frá sér yfirlýsingu á föstudag, þar sem beðið var um frest til að svara Velferðarráðuneytinu, meðan aflað væri frekari gagna, því það hafi gengið erfiðlega að fá gögnin í hendur. Nú hefur Velferðarráðuneytið sent frá […]

Búið að ráða aðstoðarmenn dómara við Landsrétt

Samkvæmt öruggum heimildum Eyjunar er búið að ráða aðstoðarmenn dómara við Landsrétt. Auglýst var eftir fimm löglærðum aðstoðarmönnum dómara við Landsrétt í sumar, en Landsréttur tekur til starfa 1. janúar 2018 og er gert ráð fyrir að aðstoðarmenn hefji störf frá þeim tíma. Alls sóttu 116 manns um störfin fimm en eftirtaldir einstaklingar fengu starfið: […]

Stjórnarandstaðan þiggur formennsku þriggja fastanefnda Alþingis- „Ekki nema hæfilega ánægð“

Stjórnarandstaðan ákvað í morgun að taka við formennsku í þeim þremur fastanefndum sem ríkisstjórnin hafði boðið þeim. Þetta staðfesti Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar við Eyjuna. Að sögn Loga mun Samfylkingin fara með formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fyrstu tvö árin, en skiptast síðan á við Pírata, sem fara fyrir velferðarnefnd fyrstu tvö árin. Þá mun […]

Hæstaréttarlögmaður ýjar að vanhæfi umhverfisráðherra

Hæstaréttarlögmaðurinn Jón Jónsson skrifar grein í Morgunblaðið um helgina, hvar hann veltir fyrir sér hæfi, eða eftir atvikum, vanhæfi Guðmundar I. Guðbrandssonar umhverfisráðherra, sökum sinna fyrri starfa hjá Landvernd. Spyr Jón hvort umhverfisráðherra sé til dæmis hæfur til að skipa til dæmis starfshóp um málefni Teigsskógar, eða hvort hann sé hæfur að fjalla um aðalskipulag tengt […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is