Þriðjudagur 10.10.2017 - 18:17 - Ummæli ()

Áherslur flokkanna: Velferðarmálin og almannatryggingar

Samsett mynd/DV

Eyjan mun fram að kjördegi bjóða framboðum sem taka þátt í Alþingiskosningunum 28. október næstkomandi að svara spurningum um ýmis málefni, allt frá útlendingamálum til landbúnaðarmála. Sendur var út spurningalisti á öll framboðin með nokkurra daga fyrirvara.

Í dag er spurt:

Hverjar eru áherslurnar í velferðarmálum og hvað varðar almannatryggingakerfið?

Svörunum er raðað eftir listabókstaf framboðsins.

 

Björt framtíð – X-A

 

Engin manneskja er útundan

Stöndum mannréttindavaktina, alltaf, fyrir börn, fyrir fatlað fólk, fyrir innflytjendur, fyrir konur, fyrir karla, fyrir ríka, fyrir fátæka. Hjálpum þeim mest sem virkilega þurfa aðstoð, til þess að lifa sjálfstæðu lífi, til þess að öðlast þak yfir höfuðið, til þess að ala upp börnin sín. Endurreisum heilbrigðiskerfið, með stórbættri heilsugæslu um land allt, öldrunarþjónustu, lýðheilsu og forvörnum, nýjum Landspítala, betra gæðaeftirliti og miklu, miklu minni greiðsluþátttöku sjúklinga.

 

Viðreisn – X-C

Vinstri velferð – hægri hagstjórn

Öflugt velferðarkerfi er undirstaða góðs samfélags. Viðreisn stendur fyrir vinstri velferð og hægri hagstjórn, klassíska norræna hugmyndafræði um traust velferðarkerfi sem byggir á sterkum efnahag og blómlegu atvinnulífi. Grundvöllur þess að Ísland verði framúrskarandi samfélag felst ekki hvað síst í jöfnum tækifærum og jöfnuði, bæði fyrir þá sem hér fæðast og þá sem hingað flytja, og fyrir konur jafnt sem karla, unga jafnt sem aldna. Hlutverk okkar er að byggja upp samfélag þar sem allir fá notið sín, án tillits til efna eða uppruna. Og þar sem jafnréttið er í fyrirrúmi.

Stuðningur beinist að tekjulægri hópum

Hvað varðar almannatryggingakerfið er afstaða Viðreisnar sú að beina eigi stuðningi kerfisins betur að tekjulágum hópum, þannig að stuðningurinn verði raunverulegur liður í því að bæta kjör. Eitt af verkum Viðreisnar í félagsmálaráðuneytinu var að hefja vinnu við heildarendurskoðun almannatryggingakerfisins hvað varðar barnabætur, vaxtabætur, barnalífeyri og húsnæðibætur. Í þessu skyni var einnig hafin vinna við að greina hvar fátæktargildrur myndast.

Brúum bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla

Um stuðning við barnafjölskyldur viljum við auk þess að stigin verði raunveruleg skref um það að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Á meðan staða margra foreldra og barna er enn sú að dvöl í leikskóla er ekki tryggð fyrr en við tveggja ára aldur er ljóst að fæðingarorlofið getur ekki eitt og sér brúað bilið, það þarf að tryggja börnum leikskólapláss fyrr en nú er. Ríkið getur stigið þar inn þó að leikskólamál séu á sveitarstjórnarstigi. Það er ósanngjarnt að börn búi við mismunandi þjónustu hvað þetta varðar eftir því hvar á landinu þau eru stödd. Tryggja á öllum börnum leikskólapláss frá 12 mánaða aldri.

Afnám frítekjumarks í einu skrefi

Þá vill Viðreisn afnema frítekjumark atvinnutekna í einu skrefi, enda er það réttlætismál að eldri borgarar fái eðlilegan afrakstur vinnu sinnar. Viðreisn vill stórfellda uppbyggingu á hjúkrunarheimilum og að Framkvæmdasjóður aldraðra endurreistur.

Húsnæðismál eru velferðarmál

Aðgangur að húsnæði er velferðarmál, en eins og staðan er  nú á fasteignamarkaði blasir við að sárlega vantar minni íbúðir fyrir fyrstu kaupendur og aðra á leigumarkaði sem vilja geta keypt eigin fasteign.  Nú þegar hefur verið lögð fram aðgerðaáætlun í 14 liðum til að bregðast við vandanum á húsnæðimarkaði og eftir þessari aðgerðaáætlun munum við vinna. Við munum tryggja 3200 leiguíbúðir í leigufélögum sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða styrktar af ríki og sveitarfélögum fyrir 2019. Við munum tryggja 2000 litlar og hagkvæmar eignaríbúðir á ríkislóðum rísi fyrir lok árs 2019. En hluti af því að ungt fólk og tekjulægri hópar eru fast í leiguhúsnæði er einnig sú staðreynd að það er erfiðara að eignast húsnæði á Íslandi en á Norðurlöndunum og þar er gjaldmiðillinn okkar vandamál. Við greiðum mun hærri vexti af húsnæðislánum en nágrannar okkar á Norðurlöndunum. Það er því stórt velferðarmál að lækka vexti á lánum, með því lækka afborganir á lánum og auðveldara verður fyrir fólk að eignast húsnæði.

Bætt aðgengi að sálfræðiþjónustu

Það er velferðarmál að auka aðgengi að sálfræðiþjónustu og að hún fari í skrefum inn í tryggingakerfið. Ungt fólk er í auknum mæli að fara á örorku vegna geðrænna vandamála. Það er mikið áhyggjuefni. Með markvissum stuðning við börn og unglinga með sálfræðiaðstoð og forvörnum má sporna gegn þeirri þróun að ungt fólk lendi á örorku vegna geðrænna vandamála. Með markvissum aðgerðum og stuðningi við fólk til virkni má styðja fólk til betra lífs. Þess vegna lagði Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra áherslu á að tryggja áframhaldandi Hugaralfs, sem sinnir þýðingarmiklu starfi meðal annars í þágu ungs fólks með geðraskana.

 

Sjálfstæðisflokkurinn – X-D

 

Félags- og tryggingamál

 • Hækkun frítekjumarks atvinnutekna strax í 100 þúsund á mánuði
 • Sveigjanleg starfslok
 • Sjálfstætt líf á eigin heimili
 • Sérstakt átak í fjölgun hjúkrunarheimila
 • Við viljum hækka hámarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði
 • Við viljum styrkja fjárhagslega stöðu öryrkja með börn í námi
 • Starfsgetumat örorku verði innleitt í lög og hlutabótakerfi tekið upp með
  frítekjumarki sem innifelur hvata til atvinnuþátttöku fólks með skerta
  starfsorku
 • Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) lögfest og sjálfstæði fólks með fötlun
  tryggt

Sjálfstæðisflokkurinn hefur tryggt eldri borgurum mestu kjarabætur í áratugi með gagngerum kerfisbreytingum á almannatryggingakerfinu. Áfram verður lögð áhersla á að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði eldri borgara. Lífeyriskerfi almannatrygginga hefur verið einfaldað þannig að nú er einn flokkur ellilífeyris í stað þriggja áður, auk heimilisuppbótar. Það er einfaldara og gangsærra, sanngjarnara og skiljanlegra. Lágmarkslífeyrir þeirra sem búa einir verður 300 þúsund krónur frá og með 1. janúar 2018. „Króna á móti krónu“ skerðingin var afnumin og séreignarsparnaður skerðir ekki greiðslur í almannatryggingum líkt og í eldra kerfinu. Við ætlum að gera enn betur og hækka frítekjumark atvinnutekna strax í 100 þúsund krónur á mánuði.

Með breyttum lögum hefur sveigjanleiki til töku lífeyris verið aukinn og kostum einstaklinga varðandi starfslok fjölgað. Nú er hægt að hefja töku ellilífeyris frá 65 ára aldri og einnig fresta til 80 ára aldurs. Frá 1. janúar 2018 verður hægt að taka hálfan lífeyri hjá TR og hálfan lífeyri hjá lífeyrissjóðum ásamt atvinnuþátttöku.

Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að eldri borgarar geti búið sjálfstæðu lífi á eigin heimili sem lengst og að aldraðir á dvalar- og hjúkrunarheimilum haldi fjárhagslegu sjálfstæði sínu. Við ætlum að styrkja heimaþjónustuna og gera sérstakt átak í fjölgun hjúkrunarheimila. Þrír milljarðar á ári munu renna úr Þjóðarsjóði í það átak á næstu árum. Heimaþjónusta taki mið af aldri og þörf og verði veitt samkvæmt viðurkenndu þjónustumati.

Við viljum tryggja að hámarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði fari ekki undir meðallaun á almennum vinnumarkaði. Greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði verða að
taka tillit til þróunar launa, verðlags og efnahagsmála á hverjum tíma.

Tryggja þarf að allir sem verða fyrir skerðingu á starfsgetu vegna sjúkdóma og/eða slysa, fái tækifæri til starfsendurhæfingar þegar læknisfræðilegri meðferð og
endurhæfingu er lokið. Tekið verði upp starfsgetumat og hlutabótakerfi örorkulífeyris með frítekjumarki lögfest. Við viljum jafna stöðu ungmenna í námi sem búa hjá foreldrum á örorkulífeyri. Það er réttlætismál að foreldrar þeirra haldi sömu framfærslu eftir að börn þeirra verða 18 ára, meðan á námi stendur.

Leitast þarf við að fötlun og/eða sjúkdómar komi ekki í veg fyrir atvinnuþátttöku á almennum vinnumarkaði. Nauðsynlegt er að notendastýrð persónuleg aðstoð, NPA, verði innleidd sem eitt af meginformum þjónustu við fatlað fólk. Leitast skal við að fatlaðir einstaklingar hafi val um að stýra þjónustu sinni sjálfir.
Sjálfstæðisflokkurinn vill auka sjálfstæði fólks með mikla fötlun, bæði hvað varðar atvinnuþátttöku og samgöngur.

 

Íslenska þjóðfylkingin – X-E

 

Íslenska þjóðfylkingin getur ekki sætt sig við að á Íslandi sé fólk sem á ekki þak yfir höfuðið og búi í tjöldum eða húsbílum á tjaldsvæðum eins og fréttir hafa verið um í fjölmiðlum að undanförnu. Stjórnvöld bera við skort á fjármagni til að hjálpa þessu fólki. Á sama tíma er fólk, sem segist hælisleitendur, boðið bæði aðstaða á hóteli og dagpeningar meðan mál þeirra eru skoðuð. Íslenska þjóðfylkingin vill endurreisa verkamannabústaðakerfið til að hjálpa þeim Íslendingum sem hafa orðið fyrir áföllum og hafa misst húsnæði sitt. Það er velferðarmál. Í ár stefnir í að útgjöld íslenskra skattgreiðenda vegna hælisleitenda verði 10 til 14 milljarðar. Flokkurinn ætlar að skrúfa fyrir straum hælisleitenda með hertum reglum og forgangsraða fjármununum fyrir íslenskt samfélag. Flokkurinn hefur það á stefnuskrá sinni að afnema tekjuskerðingar aldraðra, leiðrétta kjör þeirra og hækka bætur öryrkja.

Flokkurinn vill að grunnþjónusta heilbrigðiskerfisins verði gjaldfrjáls og heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni verði styrkt.

 

Flokkur fólksins – X-F

 

Flokkur fólksins vill að lífeyrissjóðakerfi landsins verði endurskoðað, meðal annars kostir þess að í framtíðinni verði einn lífeyrissjóður allra landsmanna. Hafnað er lögþvingaðri upptöku á fé sjóðanna til Tryggingarstofnunar ríkisins. Staðgreiðsla skatta sé greidd við inngreiðslu í sjóðina en ekki við útgreiðslu úr þeim eins og nú er. Tekjur ríkissjóðs munu þannig aukast um tugi milljarða króna á ári. Þetta fé skal nýta til samfélagslegra verkefna, frekar en það sé þáttur í ávöxtunarstarfi sjóðanna áratugum saman.

Flokkur fólksins vill endurreisa stoðkerfi landsins sem m.a. verði kostað með staðgreiðslu af inngreiðslum í lífeyrissjóði. Einnig með komugjöldum og afnámi undanþága af virðisaukaskatti. Fullt verð fáist fyrir aðgang að öllum auðlindum og sparnaður náist með hagræðingu. Grunnheilbrigðisþjónusta verði gjaldfrjáls fyrir alla. Framlög til heilbrigðisþjónustu í hlutfalli við landsframleiðslu verði aukin. Nýr Landspítali rísi á nýjum stað .

Píratar – X-P

 

Píratar eru praktískir eins og flestir Íslendingar sem vilja norrænt velferðarkerfi sem sýnir mannúð gagnvart þeim sem geta ekki hjálpað sér sjálfir.

Heilbrigðismál

Öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu fyrir alla. – Óháð búsetu og tekjum.

Það er bæði mannúðlegt og praktískt að þegar við veikjumst á líkama eða sál að geta náð heilsu sem fyrst og tekið þátt í að borga fyrir heilbrigðiskerfi sem er öruggt fyrir alla.

Til að tryggja öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu fyrir alla er nauðsynlegt að:
1. Heilsugæsla sé í nærumhverfi fólks.
2. Landsmenn fái heilbrigðisþjónustu þó þeir hafi ekki efni á því.
3. Biðlistar séu ekki það langir að heilsa fólks sé í hættu.

Almannatryggingar í dag

Líf með reisn – Mannsæmandi lífeyrir og skerðingar burt.

Við viljum réttlátara og einfaldara almannatryggingakerfi svo öryrkjar og eldri borgarar lifi með reisn og geti tekið þátt í samfélaginu og atvinnulífinu eins og heilsa og áhugi leyfir, án skerðinga.

Fyrstu skrefin eru að hækka lífeyrir umfram lágmarkslaunum, hækka frítekjumarkið og minnka krónu á móti krónu skerðingu með það að markmiði að afnema hana alveg. Notendastýrð Persónuleg Aðstoð verður lögfest fyrir áramót.

Framtíð almannatrygginga

Tilraun með borgaralaun – Eldri borgara og öryrkja.

Við sjáum borgaralaun sem mögulega leið til að styrkja efnahagsleg og félagsleg réttindi fólks og stuðla að framtíð án fátæktar.

Tveggja ára tilraun með borgaralaun hjá hópi eldri borgara og öryrkja. Upplýsingarnar sem fást verða notaðar til að kortleggja hvort og þá hve hratt sé farsælt að tryggja öllum borgaralaun.

Alþýðufylkingin  – X-R

 

Félagsvæðing! Alþýðufylkingin vill að allir eigi rétt á almennilegri framfærslu ef þeir eru ekki á vinnumarkaði, sama hver ástæðan er. Við sjáum ekki tilgang með því að mismuna eftir því hvort ástæðan er fötlun, veikindi, elli, barnsfæðing, háskólanám eða atvinnuleysi. Ef allir hafa sama réttinn er líka auðveldara að ná samstöðu um að hafa hann góðan. Við viljum félagsvæða lífeyrissjóðakerfið, þannig að í staðinn fyrir gróðadrifið uppsöfnunarkerfi, sem ávaxtar sig með braski og lánastarfsemi á kostnað almennings, komi einfalt gegnumstreymiskerfi þar sem ekki þarf að kaupa sér lífeyrisréttindi.

 

Samfylkingin – Jafnaðarmannaflokkur Íslands – X-S

 

Góð og aðgengileg velferðarþjónusta og réttlát skipting teknanna veitir fólki mannlega reisn og öryggi til að taka áhættu og skapa eitthvað nýtt. Stefna Samfylkingarinnar er frelsi og jafnrétti með velferð og öflugu atvinnulífi. Stærstu verkefnin á sviði velferðarmála eru kjarabætur til barnafjölskyldna og lífeyrisþega.

Samfylkingin mun tvöfalda útgjöld til barnabóta og snúa við skerðingum undangenginna ára. Við ætlum að lengja fæðingarorlofið í 12 mánuði og hækka hámarksgreiðslurnar í 600.000 kr. Fæðingartíðni á Íslandi fer lækkandi á sama tíma og kjör barnafjölskyldna hafa versnað. Við ætlum að standa með börnum.

Við ætlum líka að auka húsnæðisstuðning til fjölskyldna og einstaklinga, bæði til leigjenda og þeirra sem eiga. Horfa þarf sérstaklega til ungs fólks sem kemst ekki úr foreldrahúsum eða er fast á erfiðum leigumarkaði. Við ætlum að stuðla að byggingu þúsunda íbúða á vegum félaga sem starfa án hagnaðarsjónarmiða til að koma jafnvægi á húsnæðismarkaðinn.

Fólk með örorku býr við meingallað kerfi. Við ætlum að búa til réttlátt örorkulífeyriskerfi og eyða krónu á móti krónu skerðingunum sem eru fátæktargildra. Fólk með alvarlega og langvinna sjúkdóma og fólk með fötlun á sama rétt og allir aðrir. Rétturinn til þátttöku í samfélaginu á að vera sjálfsagður og þess vegna ætlum við að bæta kjörin og lögfesta NPA þjónustu.

Fólk á ellilífeyrisaldri er fjölbreyttur hópur sem leggur mikið af mörkum til samfélagsins. Það á að endurspeglast í almannatryggingakerfinu. Við munum hækka ellilífeyrinn og draga úr tekjuskerðingum og láta greiðslur almannatryggingar fylgja launaþróun. Við ætlum líka að hraða uppbyggingu hjúkrunarrýma því skorturinn í dag er til háborinnar skammar.

Stór verkefni bíða okkar og engum er betur treystandi en Samfylkingunni til að leysa þau með réttlátum hætti. Velferðin er hjartað í stefnu jafnaðarmanna.

 

Vinstrihreyfingin grænt framboð – X-V

 

Þak yfir höfuðið

Tryggja þarf húsnæðislán fyrir alla tekjuhópa þannig að þeir sem vilji eignast eigið húsnæði eigi þess kost. Jafnframt þarf að tvöfalda stofnframlög til uppbyggingar leiguhúsnæðis þannig að raunverulegir valkostir verði í boði fyrir ungt fólk á húsnæðismarkaði. Húsnæðisbætur þarf að hækka og samræma fyrir eigendur og leigjendur. Markmiðið er að húsnæðiskostnaður fari ekki yfir fjórðung af ráðstöfunartekjum. Mikilvægt er að styðja við uppbyggingu húsnæðis á félagslegum forsendum í samvinnu við verkalýðsfélög og sveitarfélög. Lögfesta á heimildir til sveitarfélaga til að setja ákveðið þak á hækkun leigu til að tryggja öryggi á leigumarkaði.

Mannsæmandi kjör fyrir alla

Umtalsverð hækkun lægstu launa á að vera forgangsverkefni í kjarasamningagerð næstu ára og hækkun bóta almannatrygginga á að fylgja slíkum hækkunum. Einfalda þarf bótakerfið, lífeyrisþegum til hagsbóta. Ellilífeyrir fylgi jafnframt lágmarkslaunum og frítekjumark vegna atvinnutekna hækki til að hvetja eldra fólk til atvinnuþátttöku.

Tökum á móti fleirum

Ísland á að taka á móti fleira flóttafólki og styrkja stöðu innflytjenda, m.a. með meiri íslenskukennslu, þeim að kostnaðarlausu, sem og móðurmálskennslu fyrir börn sem hafa íslensku sem annað mál. Brýnt er að tryggja að innflytjendum og erlendu verkafólki sé ekki mismunað í launum eða á nokkurn annan hátt.

Fæðingarorlof og leikskóli

Hlúa þarf að barnafjölskyldum, lengja fæðingarorlofið í 12 mánuði og hækka greiðsluþakið sem og brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Leikskólar verði lögbundið verkefni sveitarfélaga og gjaldfrjálsir í áföngum.

Stytting vinnuvikunnar 

Vinstri græn vilja stytta vinnuvikuna. Rannsóknir sýna að stytting vinnuvikunnar eykur bæði framleiðni og lífsgæði. Með því að stytta vinnuvikuna gerum við samfélagið fjölskylduvænna þar sem meiri tími gefst til samveru með fjölskyldunni.

Aukið lýðræði

Meira vald til þeirra sem nota velferðarþjónustuna. Vinna að því að notendur, aðstandendur og fagfólk komi skipulega að ákvörðunum um þróun og mótun þjónustunnar. Ekkert um okkur án okkar.

Fjölbreytt húsnæðisúrræði

Leggja áherslu á að bæta húsnæðismál fólks með geðraskanir og þeirra sem glíma við fíkn.

Víma og refsing

Tryggja þarf fíklum viðunandi meðferðarúrræði með samvinnu dóms-, félags- og

heilbrigðiskerfis. Snúa þarf af braut harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna en styrkja aðgerðir gegn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu fíkniefna.

Notendastýrð persónuleg aðstoð

Notendastýrð persónuleg aðstoð þarf að verða raunverulegt val fyrir þá sem það kjósa og tími til kominn að festa það verkefni í sessi með lögum. Vinna þarf áfram að notendasamráði og valdeflingu notenda velferðarþjónustunnar.

 

Sjá einnig:

Þrjú helstu atriðin sem flokkurinn setur á oddinn í kosningabaráttunni

Velferðarmálin og almannatryggingar

Efnahags- og atvinnumál

Mennta- og menningarmál

Utanríkismál

Stjórnkerfið

Það sem kjósendur ættu að varast

Umhverfismál

Þarf að herða refsingar í kynferðisbrotamálum?

Samgöngumál

Á Þjóðkirkjan að vera á fjárlögum?

Stjórnarskráin

Húsnæðismál

Sjávarútvegsmál

Uppreist æra

Málefni krabbameinssjúklinga

Útlendingamál

Landbúnaðarmál

Heilbrigðismál

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Forsætisráðherra á leiðtogafundi í París – Kynnti kolefnislaust Ísland 2040

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók þátt í leiðtoga-fundi í París í dag undir yfirskriftinni „One Planet Summit“.  Fundurinn var haldinn í tilefni af því að í dag, 12. desember, eru tvö ár liðin frá samþykkt Parísarsamkomulagsins og lýkur fundinum síðar í kvöld. Megintilgangur fundarins er að fagna þeim áfanga sem Parísarsamkomulagið er og vekja athygli á markmiðum […]

Áform um hverfisskipulag Grafarvogs kynnt – Starfsemi fyrir kvikmyndaiðnað, verslun og þjónustu

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hélt kynningarfund á dögunum vegna fyrsta áfanga skipulags í Gufunesi. Fundurinn var haldinn í Hlöðunni við Gufunesbæ. Stuðla á að fjölbreyttari byggð og starfsemi og styðja við og styrkja Grafarvog sem hverfisheild. Á svæðinu er einkum gert ráð fyrir starfsemi á sviði afþreyingar- og kvikmyndaiðnaðar og þjónustu tengdri slíkri starfsemi. Einnig […]

Trump verst ásökunum um kynferðislega áreitni á Twitter

Donald Trump Bandaríkjaforseti, sagði í dag að allur sá fjöldi ásakana á hendur honum varðandi kynferðislega áreitni, væri liður í samsæri Demókrata og kallaði þær falsfréttir. Orð Trump féllu degi eftir að þrjár konur ásökuðu Trump um að hafa áreitt sig kynferðislega í viðtali á NBC sjónvarpsstöðinni og á blaðamannafundi í New York í gær. […]

Herdís kjörin næst-æðsti stjórnandi Feneyjanefndar Evrópuráðsins -Fyrst Íslendinga

Dr. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir hefur kjörin næst-æðsti stjórnandi Feneyjanefndar Evrópuráðsins, nefndar Evrópuráðsins um lýðræði með lögum. Á aðalfundi nefndarinnar nú í desember var Herdís kjörin fyrsti varaforseti nefndarinnar en hún hafði í tvígang verið kjörin ein þriggja varaforseta hennar. Hún er fyrsti Íslendingurinn sem kjörin er í stjórn Feneyjarnefndarinnar.     Aðspurð um hvaða þýðingu þetta […]

Kristinn H reiðir til höggs – Sakar umhverfisráðherra um „veruleikafirringu“ og tilheyra „öfgasamtökum“

Kristinn H. Gunnarsson, fyrrum þingmaður og nú ritstjóri Vestfirðings, gagnrýnir nýskipaðan umhverfisráðherra harðlega í leiðara blaðs síns í dag. Guðmundur I. Guðbrandsson, sem áður var framkvæmdarstjóri Landverndar, var skipaður sem fagráðherra af Vinstri grænum eftir síðustu kosningar, en sú ráðning virðist ekki vekja lukku hjá Kristni H. sem sakar umhverfisráðherra um að beita sér af […]

Kristján Þór gerir hreint fyrir sínum dyrum varðandi Samherjatengsl

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristján Þór Júlíusson, birti á Facebook síðu sinni í morgun yfirlýsingu, þar sem hann gerir grein fyrir tengslum sínum við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja sem og tengsl hans við fyrirtækið, en hann hefur legið undir ámæli vegna þessa, sökum stöðu sinnar og embættis. Flest, ef ekki allt það sem Kristján týnir […]

Olíunotkun sjávarútvegsins fer minnkandi – Nálgast markmið Parísarsamkomulagsins

Samkvæmt skýrslu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um olíunotkun greinarinnar til 2030, sem unnin er að hluta af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, kemur í ljós að eldsneytisnotkun hefur minnkað töluvert frá árinu 1990, eða um 43% Í skýrslunni kemur fram að „sterkir fiskistofnar, framfarir í veiðum og betra skipulag veiða hafa leitt til verulega minni olíunotkunar í […]

Dapurleg upprifjun

Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar: Það var sorglegt að fylgjast með upprifjun á því í fréttum í síðustu viku hvernig margir Íslendingar höguðu sér fyrst eftir bankahrunið 2008. Menn fóru í ógnandi hópum að heimilum fólks, sem það taldi í fávisku sinni að borið hefði einhverja óskilgreinda ábyrgð á hörmungunum. Þar urðu meðal annars stjórnmálamenn og […]

„Tímabært að teikna upp mynd af því hvernig hann og hans nánustu hafa hagað sér“

Karl Th. Birgisson, ritstjóri Herðubreiðar, gaf út á dögunum bók er nefnist Hinir Ósnertanlegu, saga um auð, völd og spillingu. Þar er fjallað um viðskiptasögu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og ítök föðurættar Bjarna í viðskiptalífinu í gegnum árin, sem höfundur kallar „eitrað samband stjórnmála og viðskipta.“       En af hverju réðst Karl í gerð […]

Aldrei munað eins litlu á WOW og Icelandair í farþegum talið

Aldrei hefur munað jafn litlu á stærð íslensku flugfélaganna tveggja, Icelandair og WOW, í farþegum talið. Icelandair flutti í nóvember 249 þúsund farþega, meðan Wow flaug með 224 þúsund farþega á sama tíma. Munurinn er 25 þúsund farþegar, sem er minnsti mælanlegi munur hingað til. Þar áður var munurinn minnstur í febrúar, eða 33,657 farþegar. […]

Velferðarráðuneytið vænir Barnaverndarstofu um ósannsögli

Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur forstjóri Barnaverndarstofu, Bragi Guðbrandsson,  legið undir ámæli vegna starfshátta sinna. Barnaverndarstofa sendi frá sér yfirlýsingu á föstudag, þar sem beðið var um frest til að svara Velferðarráðuneytinu, meðan aflað væri frekari gagna, því það hafi gengið erfiðlega að fá gögnin í hendur. Nú hefur Velferðarráðuneytið sent frá […]

Búið að ráða aðstoðarmenn dómara við Landsrétt

Samkvæmt öruggum heimildum Eyjunar er búið að ráða aðstoðarmenn dómara við Landsrétt. Auglýst var eftir fimm löglærðum aðstoðarmönnum dómara við Landsrétt í sumar, en Landsréttur tekur til starfa 1. janúar 2018 og er gert ráð fyrir að aðstoðarmenn hefji störf frá þeim tíma. Alls sóttu 116 manns um störfin fimm en eftirtaldir einstaklingar fengu starfið: […]

Stjórnarandstaðan þiggur formennsku þriggja fastanefnda Alþingis- „Ekki nema hæfilega ánægð“

Stjórnarandstaðan ákvað í morgun að taka við formennsku í þeim þremur fastanefndum sem ríkisstjórnin hafði boðið þeim. Þetta staðfesti Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar við Eyjuna. Að sögn Loga mun Samfylkingin fara með formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fyrstu tvö árin, en skiptast síðan á við Pírata, sem fara fyrir velferðarnefnd fyrstu tvö árin. Þá mun […]

Hæstaréttarlögmaður ýjar að vanhæfi umhverfisráðherra

Hæstaréttarlögmaðurinn Jón Jónsson skrifar grein í Morgunblaðið um helgina, hvar hann veltir fyrir sér hæfi, eða eftir atvikum, vanhæfi Guðmundar I. Guðbrandssonar umhverfisráðherra, sökum sinna fyrri starfa hjá Landvernd. Spyr Jón hvort umhverfisráðherra sé til dæmis hæfur til að skipa til dæmis starfshóp um málefni Teigsskógar, eða hvort hann sé hæfur að fjalla um aðalskipulag tengt […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is