Þriðjudagur 10.10.2017 - 11:00 - Ummæli ()

„Frægur klofningsmaður“ mætti á stofnfund Miðflokksins

Margt var um manninn á stofnfundi Miðflokks Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar í Rúgbrauðsgerðinni á sunnudag. Sigurður Bogi Sævarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, var mættur með myndavélina á lofti og vakti athygli á því á Facebook að á meðal fundargesta hefðu verið tveir annálaðir uppreisnarmenn í hinum ýmsu samtökum og flokkum hefðu ekki látið sig vanta.

Stofnfundur Miðflokksins í dag. – Það þykir nú alltaf svona og svona í starfi svona samtaka og nánast váboði þegar Guðbjörn Jónsson félagaskelfir og Eiríkur Stefánsson fv. verkalýðsleiðtogi á Fáskrúðsfirði eru mættir. En þeir létu sig ekki vanta.

Færsla Sigurðar Boga vakti athygli þeirra sem eru eldri en tvævetra í stjónmálaumræðinni og þannig sagði Illugi Jökulsson í athugasemd við færslu Sigurðar Boga að:

Nú, mætti Guðbjörn? Það var í rauninni eina spurningin sem skipti máli. Hann mætti síðast á stofnfund Sósíalistaflokksins.

Atli Rúnar Halldórsson, almannatengill, lagði einnig orð í belg:

Ég sá andlit á stofnfundinum í sjónvarpsfréttum sem ég kannaðist við frá Alþýðuflokki, Framsókn, Bandalagi jafnaðarmanna, Þjóðvaka, Borgaraflokki og enn fleiri flokkum og flokksbrotum sem ég man ekki lengur að nefna. Það væri flókið að biðja um svona kokkteil á barnum …

Eiríkur Stefánsson hefur meðal annars látið til sín taka innan Samfylkingarinnar og Frjálslynda flokksins með eftirminnilegum bægslagangi og saga brösóttra samskipta Guðbjarnar Jónssonar, fv. ráðgjafa, í ýmsum flokkum og félögum er býsna löng. Hann hefur þannig lengi verið kallaður „félagaskelfir“ og „frægur kofningsmaður.“

Félagaskelfirinn

Síðast sást til Guðbjarnar á fundi Sósíalistaflokks Gunnars Smára Egilssonar en sem kunugt er hefur sá flokkur hætt við framboð. Í bili að minnsta kosti. Guðbjörn hefur einnig í seinni tíð komið að stafi Íslensku þjóðfylkingarinnar og sýnt starfi Flokks fólksins áhuga.

Í ársbyrjun 1995 gekk Guðbjörn út af fyrsta landsþingi Þjóðvaka vegna ágreinings um breytingartillögu hans og fleiri um stefnu flokksins í sjávarútvegsmálum. Í frétt Morgunpóstsins fá 30. janúar 1995 segir um útgöngu Guðbjarnar og félaga:

Þetta kemur ekki öllum jafn mikið á óvart, einkum þegar haft er í huga að einn þeirra sem gekk út var Guðbjörn nokkur Jónsson. Guðbjörn er annálaður flokkaskelfir og fundaskelfir þó svo að hann segi í grein sem skrifuð var í Pressunni 2. desember 1992 undir fyrirsögninni „Arkitekt klofnings í þremur félögum“ að hann sé „aldeilis enginn klofningsmaður, þvert á móti er ég maður málamiðlana.“

Pressugreinin sagði einnig frá því þegar Guðbjörn sagði af sér sem varaformaður Landssamtaka atvinnulausra vegna ágreinings við formanninn.  Annað félag voru samtök gjaldþrota fólks, G-samtökin, þar sem Guðbjörn bauð fram þjónustu sína.

Þar mun hann hafa tekið upp á því að meina fólki aðgang og svo rammt kvað að ofríki hans að formaðurinn og stofhandinn, Grétar Kristjánsson, hætti,

segir í frétt Morgunpóstsins:

Þetta leiddi síðar til þess að Guðbjörn stofnaði ný samtök, Nýja framtíð, en samkvæmt heimildum Pressunnar mættu þrír á stofnfundinn.

Guðbjörn starfaði einnig fyrir Landsamband kanínubænda þar sem gustaði af honum og einnig komst hann upp á kannt við menn í Félagi farstöðvaeigenda.

Traustur stuðningsmaður Sigmundar Davíðs

Sigmundur Davíð ætti þó ekki að þurfa að hafa þungar áhyggjur af áhuga Guðbjarnar á starfi Miðflokksins þar sem Guðbjörn er yfirlýstur og einarður stuðningsmaður Sigmundar Davíð.

Hann hefur til dæmis varið Sigmund Davíð og Wintris-málið í löngum bloggfærslum á Moggabloggi sínu. Þar segir hann meðal annars:

„Það er afar sorglegt að hugsa til þess að í þjóðfélagi okkar skuli vera til svo illviljandi fólk að það spinni upp mikinn lygavef gagnvart eina manninum sem hafði kjark, styrkleika og þekkingarlega getu, til að standa svo í vegi fyrir risavöxnum fjármálaöflum, sem höfðu sett stefnuna á að knésetja þjóðina og hirða af henni allar tekjugefandi auðlindir og leigja henni svo aftur nýtingarrétt þeirra á okurverði. Með slíku hefði hér orðið til frambúðar fátæktarríki, einskonar þrælanýlenda fjármagnsaflanna, sem hirða mundu allan afrakstur af erfiði þjóðarinnar.“

Þá hefur hann mætt vaskur Sigmundi Davíð til varnar í þáttum á Útvarpi Sögu.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Áherslur flokkanna: Þarf að herða refsingar í kynferðisbrotamálum?

Eyjan mun fram að kjördegi bjóða framboðum sem taka þátt í Alþingiskosningunum 28. október næstkomandi að svara spurningum um ýmis málefni, allt frá húsnæðismálum til stjórnarskrárbreytinga. Í dag er spurt: Þarf að herða refsingar í kynferðisbrotamálum? Ef svo, hversu mikið? Svörum flokkanna er raðað eftir listabókstaf framboðsins.   Björt framtíð – X-A   Björt framtíð […]

#églíka

Indíana Ása Hreinsdóttir skrifar: Í vikunni sáum við svart á hvítu hversu gífurlega umfangsmikil kynferðisáreitni og/eða -ofbeldi er gagnvart konum. Í herferð þar sem konur, sem hafa einhvern tímann orðið fyrir áreitni eða ofbeldi, settu stöðufærsluna #metoo á samfélagsmiðla kom sú ógnvekjandi staðreynd í ljós að næstum allar konur hafa upplifað kynferðislega áreitni eða ofbeldi, og […]

Hagsmunamál eldri borgara voru ekki ofarlega á forgangslistanum hjá Katrínu og Vinstri grænum

Sigurður Jónsson skrifar: Nú styttist í það að landsmenn gangi að kjörborðinu og velji sér þingmenn til að sitja á Alþingi. Athyglisvert er að fylgjast með málflutningi Katrínar Jakobsdóttur formanns VG. Loforðin flæða úr munni hennar. Henni vefst aftur á móti tunga um tönn þegar hún er spurð hvernig eigi að fjármagna öll loforðin. Segist […]

Guðjón Brjánsson: Hvernig á að auka sjávarútveg á Vestfjörðum?

Blaðið Vestfirðir sendi frambjóðanda í efsta sæti á öllum níu listum í Norðvesturkjördæmi svohljóðandi spurningu: Aðeins um 7% af framleiðslunni í sjávarútvegi var 2015 á Vestfjörðum, en hlutfallið var um 16% fram til um 1995. Hvaða breytingar telur þú að þurfi að gera, m. a. á löggjöf um stjórn fiskveiða, til þess að sjávarútvegur vaxi […]

Íslensk pólitík þarf að breytast

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar: Um eitt og hálft ár er liðið síðan baráttumaðurinn Kári Stefánsson afhenti íslenskum stjórnvöldum undirskriftir rúmlega 85 þúsund Íslendinga sem fóru fram á að 11 prósentum af vergri landsframleiðslu yrði varið í rekstur heilbrigðiskerfisins. Þessi undirskriftasöfnun er sú fjölmennasta í Íslandssögunni. Ráðamenn lögðu við hlustir eða þóttust allavega gera það. Þeim er […]

Gylfi Ólafsson: Hvernig á að auka sjávarútveg á Vestfjörðum?

Blaðið Vestfirðir sendi frambjóðanda í efsta sæti á öllum níu listum í Norðvesturkjördæmi svohljóðandi spurningu: Aðeins um 7% af framleiðslunni í sjávarútvegi var 2015 á Vestfjörðum, en hlutfallið var um 16% fram til um 1995. Hvaða breytingar telur þú að þurfi að gera, m. a. á löggjöf um stjórn fiskveiða, til þess að sjávarútvegur vaxi […]

Hverjum treystir þú?

Ari Trausti Guðmundsson þingmaður VG í Suðurkjördæmi skrifar:  Eftir að tvær ríkisstjórnir með aðild Sjálfstæðisflokksins hafa sundrast verður að kjósa til Alþingis og leita nýrra leiða við landsstjórnina. Vinstrihreyfingin – grænt framboð (VG) leggur nú í dóm kjósenda stefnu sem byggir á jöfnuði, jafnrétti, samstöðu, lýðræði, umhverfisvernd og ábyrgu frelsi. Grunnstef VG í komandi kosningum […]

Aðskilnaður stjórnmála og viðskipta

Kristinn H. Gunnarsson skrifar: Það sem helst má draga fram sem ástæðu stjórnarslitanna og snemmbúinna Alþingiskosninga er gífurlega uppsöfnuð gremja almennings út í klíkuskap og sérmeðferð útvalinna í þjóðfélaginu. Skemmst er að minnast þingkosninganna í fyrra sem urðu af sömu ástæðu. Panamaskjölin drógu fram að hópur fólks í þjóðfélaginu geymdi fé sitt erlendis og leyndi […]

Kosningar 2017: Sigurður Ingi Jóhannsson um Vestfirði

Spurningar um Vestfirði vegna Alþingiskosninganna 2017, sem sendar voru öllum forsvarsmönnum framboða í Norðvesturkjördæmi. Tilefni: Skýrsla Byggðastofnunar um hagvöxt landshlutans 2008 – 2015. Útg. ágúst 2017. Upplýsingar sem fram koma í skýrslunni: Hagvöxtur á Vestfjörðum:  -6% ,     en  +4% á landinu öllu. Íbúaþróun:  -4,6% , en +4,3% á landinu öllu. Framleiðsla á mann:  -2%,  en […]

Af hverju eru allir stóreignamenn í Sjálfstæðisflokknum?

Einar Kárason skrifar: Því hefur stundum verið haldið fram að tími stéttastjórnmála sé liðinn, og vissulega hljóma sumir gamlir frasar um öreiga og verkalýð ærið forneskjulega í eyrum nútímafólks. En staðreyndin er hinsvegar merkilegt nokk sú að næstum allir þeir hér á landi sem gamlar skilgreiningar sortera í auðstétt, eru í hægriflokkunum, og þar af […]

Ásmundur Einar Daðason: Hvernig á að auka sjávarútveg á Vestfjörðum?

Blaðið Vestfirðir sendi frambjóðanda í efsta sæti á öllum níu listum í Norðvesturkjördæmi svohljóðandi spurningu: Aðeins um 7% af framleiðslunni í sjávarútvegi var 2015 á Vestfjörðum, en hlutfallið var um 16% fram til um 1995. Hvaða breytingar telur þú að þurfi að gera, m. a. á löggjöf um stjórn fiskveiða, til þess að sjávarútvegur vaxi […]

Áherslur flokkanna: Samgöngumálin

Eyjan mun fram að kjördegi bjóða framboðum sem taka þátt í Alþingiskosningunum 28. október næstkomandi að svara spurningum um ýmis málefni, allt frá landbúnaðarmálum til afstöðu flokkanna til veru Þjóðkirkjunnar á fjárlögum. Í dag er spurt: Hver er stefnan í samgöngumálum? Svörum flokkanna er raðað eftir listabókstaf framboðsins.   Björt framtíð – X-A   Björt […]

Nýr Þjóðarpúls: Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur áfram langstærst

Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur mælast með langmest fylgi, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Fjallað var um hann í kvöldfréttum RÚV. Vinstri græn mældust með rúmlega 23 prósenta fylgi á meðan Sjálfstæðisflokkur mældist með tæplega 23 prósenta fylgi. Í niðurstöðum könnunar sem MMR birti í vikunni var fylgi Sjálfstæðisflokks 19,9 prósent en fylgi Vinstri grænna 19,1 prósent. […]

Deilt á skattablekkingarleik vinstri flokkana: „Kjósendur eru ekki fífl“

Hörður Ægisson ritstjóri Markaðarins deilir harkalega á tillögur Vinstri grænna og Samfylkingarinnar um verulega aukningu ríkisútgjalda í leiðara Fréttablaðsins í dag, segir hann að málflutningur um að það eigi ekki að hækka skatta á almenning standist enga skoðun: „Fyrir liggur að tveir stjórnmálaflokkar – Vinstri grænir og Samfylkingin – hafa lagt til að útgjöld ríkissjóðs […]

Eyjan Miðlar ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is