Þriðjudagur 10.10.2017 - 11:00 - Ummæli ()

„Frægur klofningsmaður“ mætti á stofnfund Miðflokksins

Margt var um manninn á stofnfundi Miðflokks Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar í Rúgbrauðsgerðinni á sunnudag. Sigurður Bogi Sævarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, var mættur með myndavélina á lofti og vakti athygli á því á Facebook að á meðal fundargesta hefðu verið tveir annálaðir uppreisnarmenn í hinum ýmsu samtökum og flokkum hefðu ekki látið sig vanta.

Stofnfundur Miðflokksins í dag. – Það þykir nú alltaf svona og svona í starfi svona samtaka og nánast váboði þegar Guðbjörn Jónsson félagaskelfir og Eiríkur Stefánsson fv. verkalýðsleiðtogi á Fáskrúðsfirði eru mættir. En þeir létu sig ekki vanta.

Færsla Sigurðar Boga vakti athygli þeirra sem eru eldri en tvævetra í stjónmálaumræðinni og þannig sagði Illugi Jökulsson í athugasemd við færslu Sigurðar Boga að:

Nú, mætti Guðbjörn? Það var í rauninni eina spurningin sem skipti máli. Hann mætti síðast á stofnfund Sósíalistaflokksins.

Atli Rúnar Halldórsson, almannatengill, lagði einnig orð í belg:

Ég sá andlit á stofnfundinum í sjónvarpsfréttum sem ég kannaðist við frá Alþýðuflokki, Framsókn, Bandalagi jafnaðarmanna, Þjóðvaka, Borgaraflokki og enn fleiri flokkum og flokksbrotum sem ég man ekki lengur að nefna. Það væri flókið að biðja um svona kokkteil á barnum …

Eiríkur Stefánsson hefur meðal annars látið til sín taka innan Samfylkingarinnar og Frjálslynda flokksins með eftirminnilegum bægslagangi og saga brösóttra samskipta Guðbjarnar Jónssonar, fv. ráðgjafa, í ýmsum flokkum og félögum er býsna löng. Hann hefur þannig lengi verið kallaður „félagaskelfir“ og „frægur kofningsmaður.“

Félagaskelfirinn

Síðast sást til Guðbjarnar á fundi Sósíalistaflokks Gunnars Smára Egilssonar en sem kunugt er hefur sá flokkur hætt við framboð. Í bili að minnsta kosti. Guðbjörn hefur einnig í seinni tíð komið að stafi Íslensku þjóðfylkingarinnar og sýnt starfi Flokks fólksins áhuga.

Í ársbyrjun 1995 gekk Guðbjörn út af fyrsta landsþingi Þjóðvaka vegna ágreinings um breytingartillögu hans og fleiri um stefnu flokksins í sjávarútvegsmálum. Í frétt Morgunpóstsins fá 30. janúar 1995 segir um útgöngu Guðbjarnar og félaga:

Þetta kemur ekki öllum jafn mikið á óvart, einkum þegar haft er í huga að einn þeirra sem gekk út var Guðbjörn nokkur Jónsson. Guðbjörn er annálaður flokkaskelfir og fundaskelfir þó svo að hann segi í grein sem skrifuð var í Pressunni 2. desember 1992 undir fyrirsögninni „Arkitekt klofnings í þremur félögum“ að hann sé „aldeilis enginn klofningsmaður, þvert á móti er ég maður málamiðlana.“

Pressugreinin sagði einnig frá því þegar Guðbjörn sagði af sér sem varaformaður Landssamtaka atvinnulausra vegna ágreinings við formanninn.  Annað félag voru samtök gjaldþrota fólks, G-samtökin, þar sem Guðbjörn bauð fram þjónustu sína.

Þar mun hann hafa tekið upp á því að meina fólki aðgang og svo rammt kvað að ofríki hans að formaðurinn og stofhandinn, Grétar Kristjánsson, hætti,

segir í frétt Morgunpóstsins:

Þetta leiddi síðar til þess að Guðbjörn stofnaði ný samtök, Nýja framtíð, en samkvæmt heimildum Pressunnar mættu þrír á stofnfundinn.

Guðbjörn starfaði einnig fyrir Landsamband kanínubænda þar sem gustaði af honum og einnig komst hann upp á kannt við menn í Félagi farstöðvaeigenda.

Traustur stuðningsmaður Sigmundar Davíðs

Sigmundur Davíð ætti þó ekki að þurfa að hafa þungar áhyggjur af áhuga Guðbjarnar á starfi Miðflokksins þar sem Guðbjörn er yfirlýstur og einarður stuðningsmaður Sigmundar Davíð.

Hann hefur til dæmis varið Sigmund Davíð og Wintris-málið í löngum bloggfærslum á Moggabloggi sínu. Þar segir hann meðal annars:

„Það er afar sorglegt að hugsa til þess að í þjóðfélagi okkar skuli vera til svo illviljandi fólk að það spinni upp mikinn lygavef gagnvart eina manninum sem hafði kjark, styrkleika og þekkingarlega getu, til að standa svo í vegi fyrir risavöxnum fjármálaöflum, sem höfðu sett stefnuna á að knésetja þjóðina og hirða af henni allar tekjugefandi auðlindir og leigja henni svo aftur nýtingarrétt þeirra á okurverði. Með slíku hefði hér orðið til frambúðar fátæktarríki, einskonar þrælanýlenda fjármagnsaflanna, sem hirða mundu allan afrakstur af erfiði þjóðarinnar.“

Þá hefur hann mætt vaskur Sigmundi Davíð til varnar í þáttum á Útvarpi Sögu.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Forsætisráðherra á leiðtogafundi í París – Kynnti kolefnislaust Ísland 2040

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók þátt í leiðtoga-fundi í París í dag undir yfirskriftinni „One Planet Summit“.  Fundurinn var haldinn í tilefni af því að í dag, 12. desember, eru tvö ár liðin frá samþykkt Parísarsamkomulagsins og lýkur fundinum síðar í kvöld. Megintilgangur fundarins er að fagna þeim áfanga sem Parísarsamkomulagið er og vekja athygli á markmiðum […]

Áform um hverfisskipulag Grafarvogs kynnt – Starfsemi fyrir kvikmyndaiðnað, verslun og þjónustu

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hélt kynningarfund á dögunum vegna fyrsta áfanga skipulags í Gufunesi. Fundurinn var haldinn í Hlöðunni við Gufunesbæ. Stuðla á að fjölbreyttari byggð og starfsemi og styðja við og styrkja Grafarvog sem hverfisheild. Á svæðinu er einkum gert ráð fyrir starfsemi á sviði afþreyingar- og kvikmyndaiðnaðar og þjónustu tengdri slíkri starfsemi. Einnig […]

Trump verst ásökunum um kynferðislega áreitni á Twitter

Donald Trump Bandaríkjaforseti, sagði í dag að allur sá fjöldi ásakana á hendur honum varðandi kynferðislega áreitni, væri liður í samsæri Demókrata og kallaði þær falsfréttir. Orð Trump féllu degi eftir að þrjár konur ásökuðu Trump um að hafa áreitt sig kynferðislega í viðtali á NBC sjónvarpsstöðinni og á blaðamannafundi í New York í gær. […]

Herdís kjörin næst-æðsti stjórnandi Feneyjanefndar Evrópuráðsins -Fyrst Íslendinga

Dr. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir hefur kjörin næst-æðsti stjórnandi Feneyjanefndar Evrópuráðsins, nefndar Evrópuráðsins um lýðræði með lögum. Á aðalfundi nefndarinnar nú í desember var Herdís kjörin fyrsti varaforseti nefndarinnar en hún hafði í tvígang verið kjörin ein þriggja varaforseta hennar. Hún er fyrsti Íslendingurinn sem kjörin er í stjórn Feneyjarnefndarinnar.     Aðspurð um hvaða þýðingu þetta […]

Kristinn H reiðir til höggs – Sakar umhverfisráðherra um „veruleikafirringu“ og tilheyra „öfgasamtökum“

Kristinn H. Gunnarsson, fyrrum þingmaður og nú ritstjóri Vestfirðings, gagnrýnir nýskipaðan umhverfisráðherra harðlega í leiðara blaðs síns í dag. Guðmundur I. Guðbrandsson, sem áður var framkvæmdarstjóri Landverndar, var skipaður sem fagráðherra af Vinstri grænum eftir síðustu kosningar, en sú ráðning virðist ekki vekja lukku hjá Kristni H. sem sakar umhverfisráðherra um að beita sér af […]

Kristján Þór gerir hreint fyrir sínum dyrum varðandi Samherjatengsl

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristján Þór Júlíusson, birti á Facebook síðu sinni í morgun yfirlýsingu, þar sem hann gerir grein fyrir tengslum sínum við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja sem og tengsl hans við fyrirtækið, en hann hefur legið undir ámæli vegna þessa, sökum stöðu sinnar og embættis. Flest, ef ekki allt það sem Kristján týnir […]

Olíunotkun sjávarútvegsins fer minnkandi – Nálgast markmið Parísarsamkomulagsins

Samkvæmt skýrslu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um olíunotkun greinarinnar til 2030, sem unnin er að hluta af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, kemur í ljós að eldsneytisnotkun hefur minnkað töluvert frá árinu 1990, eða um 43% Í skýrslunni kemur fram að „sterkir fiskistofnar, framfarir í veiðum og betra skipulag veiða hafa leitt til verulega minni olíunotkunar í […]

Dapurleg upprifjun

Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar: Það var sorglegt að fylgjast með upprifjun á því í fréttum í síðustu viku hvernig margir Íslendingar höguðu sér fyrst eftir bankahrunið 2008. Menn fóru í ógnandi hópum að heimilum fólks, sem það taldi í fávisku sinni að borið hefði einhverja óskilgreinda ábyrgð á hörmungunum. Þar urðu meðal annars stjórnmálamenn og […]

„Tímabært að teikna upp mynd af því hvernig hann og hans nánustu hafa hagað sér“

Karl Th. Birgisson, ritstjóri Herðubreiðar, gaf út á dögunum bók er nefnist Hinir Ósnertanlegu, saga um auð, völd og spillingu. Þar er fjallað um viðskiptasögu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og ítök föðurættar Bjarna í viðskiptalífinu í gegnum árin, sem höfundur kallar „eitrað samband stjórnmála og viðskipta.“       En af hverju réðst Karl í gerð […]

Aldrei munað eins litlu á WOW og Icelandair í farþegum talið

Aldrei hefur munað jafn litlu á stærð íslensku flugfélaganna tveggja, Icelandair og WOW, í farþegum talið. Icelandair flutti í nóvember 249 þúsund farþega, meðan Wow flaug með 224 þúsund farþega á sama tíma. Munurinn er 25 þúsund farþegar, sem er minnsti mælanlegi munur hingað til. Þar áður var munurinn minnstur í febrúar, eða 33,657 farþegar. […]

Velferðarráðuneytið vænir Barnaverndarstofu um ósannsögli

Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur forstjóri Barnaverndarstofu, Bragi Guðbrandsson,  legið undir ámæli vegna starfshátta sinna. Barnaverndarstofa sendi frá sér yfirlýsingu á föstudag, þar sem beðið var um frest til að svara Velferðarráðuneytinu, meðan aflað væri frekari gagna, því það hafi gengið erfiðlega að fá gögnin í hendur. Nú hefur Velferðarráðuneytið sent frá […]

Búið að ráða aðstoðarmenn dómara við Landsrétt

Samkvæmt öruggum heimildum Eyjunar er búið að ráða aðstoðarmenn dómara við Landsrétt. Auglýst var eftir fimm löglærðum aðstoðarmönnum dómara við Landsrétt í sumar, en Landsréttur tekur til starfa 1. janúar 2018 og er gert ráð fyrir að aðstoðarmenn hefji störf frá þeim tíma. Alls sóttu 116 manns um störfin fimm en eftirtaldir einstaklingar fengu starfið: […]

Stjórnarandstaðan þiggur formennsku þriggja fastanefnda Alþingis- „Ekki nema hæfilega ánægð“

Stjórnarandstaðan ákvað í morgun að taka við formennsku í þeim þremur fastanefndum sem ríkisstjórnin hafði boðið þeim. Þetta staðfesti Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar við Eyjuna. Að sögn Loga mun Samfylkingin fara með formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fyrstu tvö árin, en skiptast síðan á við Pírata, sem fara fyrir velferðarnefnd fyrstu tvö árin. Þá mun […]

Hæstaréttarlögmaður ýjar að vanhæfi umhverfisráðherra

Hæstaréttarlögmaðurinn Jón Jónsson skrifar grein í Morgunblaðið um helgina, hvar hann veltir fyrir sér hæfi, eða eftir atvikum, vanhæfi Guðmundar I. Guðbrandssonar umhverfisráðherra, sökum sinna fyrri starfa hjá Landvernd. Spyr Jón hvort umhverfisráðherra sé til dæmis hæfur til að skipa til dæmis starfshóp um málefni Teigsskógar, eða hvort hann sé hæfur að fjalla um aðalskipulag tengt […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is