Þriðjudagur 10.10.2017 - 08:03 - Ummæli ()

Gunnar Smári hjólar í RÚV – Mislíkar nýfrjálshyggju „gjamm“ Baldvins Þórs

Gunnar Smári Egilsson og Baldvin Þór Bergsson. Samsett mynd/DV/Skjaskot af vef RÚV

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, gerir breiðsíðuárás á Ríkisútvarpið í langri Facebook-færslu þar sem hann leggur út af því sem hann kallar  „gjammið“ í Baldvin Þór Bergssyni, öðrum stjórnenda leiðtogaumræðnanna í sjónvarpinu á sunnudagskvöldið.

„Ríkisútvarpið þarf að horfast í augu við að það sjálft er hluti hins þrönga valds og þess vegna þarf að brjóta upp leiðtogaumræðurnar, opna þær fyrir vaxandi óþoli almennings gagnvart valdinu. Þáttastjórnendur eru ekki nægjanlegt mótvægi við frambjóðendur, þeir mala sama bullið og fyrri ár, eru fullkomlega ábyrgðarlausir.

Það er ekki boðlegt að láta áhorfendur sitja undir loforðaflaumi fólks um aðgerðir í húsnæðis- og heilbrigðismálum; sama fólki og eyddi ekki meira en þremur korterum í að ræða þessi mál á þingi það ár sem liðið er síðan það var kosið síðast. Stjórnmálin eru lokuð inn í einhverri ábyrgðarlausri búblu og Ríkisútvarpið á að gera sitt til að sprengja þessa búblu.“

Sem dæmi um aðhaldsleysi fjölmiðla og þá RÚV í þessu tilfelli nefnir Gunnar Smári Baldvin Þór Bergsson, fréttamann og annan stjórnenda umræðuþáttarins í gærkvöldi, og það sem hann kallar „gjammið“ í fréttamanninum.

Fjölmiðlarnir eru ekkert síður veikar stofnanir eftir Hrun en stjórnmálaflokkarnir. Og eins og þeir hafa ritstjórnirnar átt í erfiðleikum með að endurmeta stöðuna og sjálfan sig. Þeir vella áfram út frá úreltum hugmyndum, alveg eins og stjórnmálin. Þetta heyrðist ágætlega í gjammi Baldvins Þórs Bergssonar í gærkvöldi. Hann reyndi að halda því fram að rannsóknir sýndu að gjaldfrjáls heilbrigðisþjónusta leiddi til ofþjónustu, án þess að geta þess hvaða rannsóknir það væru.

Baldvin Þór hafi hins vegar ekki gjammað fram í þá sem „vildu viðhalda einakvæðingu að rannsóknir sýndu að aukin einkavæðing leiddi til óþarfra aðgerða, lélegri þjónustu og meiri kostnaðar fyrir ríkissjóðs. Samt eru hundruð rannsókna sem sýna það síðarnefnda en engin það fyrra, að ég veit um.“

Gunnar Smári segir lausnina fyrir RÚV felast í því að „halda leiðtogaumræður þar sem almenningur spyr og þar sem frambjóðendur þurfa að ávarpa fólk sem býr á götunni, greiðir 70% af ráðstöfunarfé sínu í húsnæði, stendur frammi fyrir gjaldþroti eftir að hafa verið greinst með krabbamein, er svipt öllu sínu aflafé þar sem það þarf þjónustu sjúkrahúss fyrir aldraða (sem kölluð eru hjúkrunarheimili) og svo framvegis.“

Ríkisútvarpið eigi að horfast í augu við breytta stöðu og að fjölmiðlarnir hafi misst hlutverk sitt sem fulltrúar almennings. Hrunið hafi afhjúpað að þeir eru hluti valdsins.

Getuleysi fjölmiðla til endurnýjunarveldur því þannig að spyrlar halda á lofti löngu föllnum trúarsetningum nýfrjálshyggjunnar, búa ekki yfir þekkingu á nýjum rannsóknum eða ríkjandi viðhorfum í hagfræði og stjórnmálum og virka þannig sem heftandi afl á tímum sem kalla á endurnýjun hugmyndanna. Þetta bætist síðan við króníska virðingu fjölmiðlafólks fyrir grónu valdi; þeir grípa fram í fyrir frambjóðendum nýrra framboða (sem eru merki þess að almenningur er að brjóta af sér gamla valdið) en láta fulltrúa hins gróna valds mala ótruflaða.

Gunnar Smári hefur verið duglegur að höggva í RÚV undanfarið og skemmst er að minnast þess þegar hann gerði athugasemdir við að Einar Þorsteinsson, fréttamaður, tók viðtal við Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, í Kastljósi í lok september. Þá tók hann í kjölfarið snerru við Helga Seljan, kastljóssmann, sem þótti gagnrýni Gunnars Smára ómakleg í meira lagi.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Velferðarráðuneytið vænir Barnaverndarstofu um ósannsögli

Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur forstjóri Barnaverndarstofu, Bragi Guðbrandsson,  legið undir ámæli vegna starfshátta sinna. Barnaverndarstofa sendi frá sér yfirlýsingu á föstudag, þar sem beðið var um frest til að svara Velferðarráðuneytinu, meðan aflað væri frekari gagna, því það hafi gengið erfiðlega að fá gögnin í hendur. Nú hefur Velferðarráðuneytið sent frá […]

Búið að ráða aðstoðarmenn dómara við Landsrétt

Samkvæmt öruggum heimildum Eyjunar er búið að ráða aðstoðarmenn dómara við Landsrétt. Auglýst var eftir fimm löglærðum aðstoðarmönnum dómara við Landsrétt í sumar, en Landsréttur tekur til starfa 1. janúar 2018 og er gert ráð fyrir að aðstoðarmenn hefji störf frá þeim tíma. Alls sóttu 116 manns um störfin fimm en eftirtaldir einstaklingar fengu starfið: […]

Stjórnarandstaðan þiggur formennsku þriggja fastanefnda Alþingis- „Ekki nema hæfilega ánægð“

Stjórnarandstaðan ákvað í morgun að taka við formennsku í þeim þremur fastanefndum sem ríkisstjórnin hafði boðið þeim. Þetta staðfesti Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar við Eyjuna. Að sögn Loga mun Samfylkingin fara með formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fyrstu tvö árin, en skiptast síðan á við Pírata, sem fara fyrir velferðarnefnd fyrstu tvö árin. Þá mun […]

Hæstaréttarlögmaður ýjar að vanhæfi umhverfisráðherra

Hæstaréttarlögmaðurinn Jón Jónsson skrifar grein í Morgunblaðið um helgina, hvar hann veltir fyrir sér hæfi, eða eftir atvikum, vanhæfi Guðmundar I. Guðbrandssonar umhverfisráðherra, sökum sinna fyrri starfa hjá Landvernd. Spyr Jón hvort umhverfisráðherra sé til dæmis hæfur til að skipa til dæmis starfshóp um málefni Teigsskógar, eða hvort hann sé hæfur að fjalla um aðalskipulag tengt […]

Benedikt Jóhannesson: „Vúdú hagfræði Kampavínsstjórnarinnar“

Benedikt Jóhannesson, fyrrum formaður Viðreisnar og fjármálaráðherra, skrifar harðorðan pistil á Facebook síðu sína í gær undir yfirskriftinni „Vúdú-Hagfræði Kampavínsstjórnarinnar.“ Þar gagnrýnir hann fyrirhugaðar útgjaldaaukningar nýrrar ríkisstjórnar og skýtur föstum skotum á frænda sinn, forvera og eftirmann, Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra.     „Þegar Ronald Reagan bauð sig fram sem forseti Bandaríkjanna setti hann fram þrjú […]

„Þessi gjaldtaka er án fordæma og án alls samtals við ferðaþjónustuna“

Fyrirtæki í ferðaþjónustu ráða nú ráðum sínum eftir að Isavia tilkynnti um fyrirhugaða gjaldtöku á stæðum fyrir hóferðabíla við flugstöð Leifs Eiríkssonar sem hefst þann 1. mars. Mun gjaldið vera 7,900 krónur fyrir hópbifreiðar með 19 eða færri  sæti en 19,900 fyrir bifreiðar með fleiri en 20 sæti. Fyrir hvert skipti. Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna gjaldtökuna […]

Um hvað snúast deilurnar í Katalóníu?

Það eru margar ástæður  fyrir því að Katalónía er ekki Spánn, eða hluti af Spáni og að Spánn sé ekki Katalónía. Sögulega séð er Katalónía þjóð með landamæri miklu eldri en hugmyndin um Spán sem ríki eða þjóð. Katalónar voru þjóð í eigin landi í nokkrar aldir eða allt þar til að þeir töpuðu stríði […]

Uppgjör við reiðina

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar: Það er bæði rétt og skylt að rifja upp hruntímann þegar óstjórnleg reiði greip um sig á svo sterkan hátt að öll siðferðisviðmið röskuðust. Það var öskrað og æpt, lögreglu var ögrað og stjórnmálamenn áttu sumir ekki lengur skjól á eigin heimili. Kvöld eftir kvöld fylltust sjónvarpsfréttatímar af myndum af fólki sem […]

„Það er gott að búa í Kópavogi“

Bæjarstjórinn góðkunni, Gunnar I. Birgisson, hefur nú fest ævisögu sína á blað með dyggri aðstoð skrásetjarans Orra Páls Ormarssonar. Gunnar þekkja flestir sem hinn djúpróma bæjarstjóra Kópavogs, nú Fjallabyggðar, en hann var einnig þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður bæjarráðs Kópavogs til margra ára. Þá þekkja allir hið sígilda slagorð, „Það er gott að búa í Kópavogi,“ […]

Björn Valur um prósentin 78: Áfall fyrir Samfylkinguna

Björn Valur Gíslason, skipstjóri og fyrrum þingmaður Vinstri grænna, hefur verið einn einlægasti stuðningsmaður nýrrar ríkisstjórnar. Hann segir það ekki koma sér á óvart að stuðningur við stjórnina mælist í 78%. „Ég skrifaði um það fyrir skömmu að ríkisstjórnin yrði geysivinsæl. Ég hefði viljað sjá hana myndaða fyrr en kannski voru ekki aðstæður til þess. […]

Loftslagsviðurkenningar veittar í fyrsta sinn

Í dag voru veitt loftslagsviðurkenningar Festu og Reykjavíkurborgar í fyrsta sinn. Markmið viðurkenninganna er að vekja athygli á því sem vel er gert í loftslagsmálum og vera hvatning til annarra. Að þessu sinni hlaut HB Grandi loftslagsviðurkenningu Festu og Reykjavíkurborgar, vefurinn loftslag.is hlaut fræðslu- og upplýsingaviðurkenningu vegna loftslagsmála og þá hlaut ISAVIA hvatningarviðurkenningu.   HB […]

Flateyjabók liggur undir skemmdum- Árnastofnun fær styrk til viðgerðar

Ríkistjórnin hefur ákveðið að styrkja Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum um 5 millj. kr. til að ráðast í brýna viðgerð á Flateyjarbók, einu merkasta handriti Íslendinga. Að sögn Guðrúnar Nordal, forstöðumanns Árnastofnunar er danskt lím sökudólgurinn. „Flateyjarbók var færð í nýtt band á átjándu öld sem nú þarfnast áríðandi viðgerðar en auk þess þarf […]

Fiskeldi Austfjarða leiðréttir Loðnuvinnsluna – Segir misskilnings gæta um mengun

Líkt og Eyjan fjallaði um, þá sendi Loðnuvinnslan í Fáskrúðsfirði frá sér yfirlýsingu í vikunni, þar sem þeir lýstu áhyggjum sínum yfir fyrirhuguðu laxeldi í firðinum og menguninni sem af því hlytist. Var fullyrt að mengunin af 15.000 tonna laxeldi jafngilti skólpi frá 120.000 manna byggð og hefði þar með áhrif á hrognavinnsluna, sem reiðir […]

Reykjavíkurborg eykur stuðning við utangarðsfólk – Tólf nýjar íbúðir á þremur árum

Velferðarráð samþykkti á fundi sínum 7. desember að auka stuðning við utangarðsfólk. Þetta kemur fram í tilkynningu. Það verður gert með því að fjölga um tólf íbúðum fyrir fólk í jaðarstöðu á grundvelli hugmyndafræðinnar Housing first. Einnig verður starfsmönnum í vettvangs- og ráðgjafarteymi sem veitir utangarðsfólki þjónustu fjölgað úr sjö í þrettán. Teymið mun starfa út frá […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is