Fimmtudagur 12.10.2017 - 19:55 - Ummæli ()

Fiskimið, og einkaleyfi Seldens

Einar Kárason rithöfundur og frambjóðandi Samfylkingarinnar. Mynd/Sigtryggur Ari

Einar Kárason skrifar:

Ég skrifaði um daginn grein auðlindamálin sem birtist hér á Eyjunni, og fékk við henni afar sterk og góð viðbrögð, jafnt í kommentum, tölvupóstum sem símhringingum. En málið snýst um það að tilteknir aðilar hafa fengið gefins einkarétt á nýtingu fiskistofnanna, og að þeir hinir sömu selja svo öðrum þeim sem vilja róa til fiskjar aðgang að auðlindinni en og hirða sjálfir andvirðið – gjaldið sem menn greiða fyrir aðgang að verðmætustu eigum þjóðarinnar. Þessu var líkt við það að fáum útvöldum yrði veittur einkaréttur til að sýna fólki þjóðgarða og náttúruperlur og selja aðgang að þeim í eigin vasa.

George B. Selden.

Í umræðum sem spunnust í framhaldinu kom mér í hug bók sem ég las sem unglingur, úr þýddum bókaflokki um allskyns frumkvöðla og brautryðjendur, en sú sem hér um ræðir var um ameríska bílaframleiðandann Henry Ford. En það sem hann mátti slást við þegar hann hafði fengið þá hugmynd að búa til einfalda og ódýra bíla fyrir alþýðu manna og hafði fundið aðferð til að framkvæma hana þá þurfti hann að fara í mikið stríð og skæklatog við hóp manna sem höfðu keypt Einkaleyfi Seldens – en George B. Selden var glúrinn lögfræðingur sem hafði verið nógu framsýnn til að fá sér patent fyrir framleiðslu sjálfrennireiða árið 1895. Í bókinni var barátta Fords við þessa einkaleyfishafa sett fram sem grátlegur og fáránlegur ójöfnuður, og mikill var léttir unglingsins sem sökkti sér ofan í bókina þegar Henry Ford hafði sigur að lokum. En því kemur mér þetta í hug að barátta t.d. nýliða fyrir að fá að róa til fiskjar minnir á ástandið sem lýst var í bókinni.

2800 kr fyrir langtímaveiðirétt, en 170 kr fyrir aflamark

(Hvar skyldu þær tölur vera fengnar?)

 Veltum því fyrir okkur að „eigendur“ einkaréttarins til að sækja á íslensk fiskimið reka jafnan upp ramakvein þegar jafnaðarmenn setja fram þá hugmynd að þeir sem róa greiði þjóðinni markaðsverð fyrir afnotin; það er sagt ranglátt og að það yrði útgerðum ofviða.

Hinsvegar finnst sömu útgerðargreifum ekki nema sjálfsagt að þeir fái að selja réttinn, sem þeir fá ókeypis, á markaðsverði frá sér, til dæmis til þeirra nýliða sem hafa komið sér upp bátshorni og vilja halda á miðin. Í tölvupósti sem ég fékk frá fiskihöfn hér við Faxaflóann kom þetta fram: „Nýliðar borga fullt verð fyrir veiðiheimildir til kvótaeigenda. Í þorski er þetta nú um stundir ca. 2800kr fyrir aflahlutdeild (langtímaveiðirétt) en 170kr. fyrir aflamark (leiguliðarnir)“

Hér er verið að tala um hvert kíló af þorski.

Hversu yfirgengilega fáránlegt er þetta? Hvílíkt himinhrópandi ranglæti!

Úr því að stöndugum og rótgrónum útgerðarmönnum finnst sanngjarnt að aðrir borgi þeim sjálfum 170 krónur fyrir að fá að draga kíló af þorski úr auðlindinni, af hverju eru þeir þá ekki látnir gera það sjálfir? Eða að þeir greiði að minnsta kosti markaðsverð samkvæmt útboði á veiðiheimildum, eins og hefur verið stefna Samfylkingarinnar frá stofnun.

Kerfi svokallaðra veiðigjalda, sem hefur orðið ofaná í þessum efnum er miklu verra en útboðsleiðin. Eins og sést á því að leiguliðinn borgar einkaaðila á hafnarbakkanum 170 krónur (sem má nú kalla fullt gjald) fyrir að fá að draga þorskkíló úr sjónum, en svo þarf hann að auki að greiða ríkinu veiði- eða auðlindagjaldið, sem nú er 23 krónur á kílóið.

Þeir sem aðhyllast réttlæti og skynsemi í þessum efnum eiga ekki að þurfa að velkjast í vafa um hvað þeir skuli kjósa.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Landssamband veiðifélaga krefst stjórnsýsluúttektar á Matvælastofnun

Landssamband veiðifélaga hefur skrifað Kristjáni Þór Júlíussyni ráðherra bréf þar sem þess er krafist að fram fari stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar með sjókvíaeldi á laxi. Í bréfinu er vísað til þess að í fjölmiðlum hefur verið greint frá því að í óveðri að undanförnu hafi búnaður fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax orðið fyrir skemmdum og sjókví  hafi laskast […]

Fyrrum formaður Neytendasamtakanna hnýtir í framkvæmdarstjórann

Ólafur Arnarson, sem sagði af sér formennsku í Neytendasamtökunum í fyrra vegna ásakana um óhófleg útgjöld, gerir sér mat úr ummælum Brynhildar Pétursdóttur, framkvæmdarstjóra Neytendasamtakanna á RÚV í dag. Þar segir Brynhildur að samtökin styðji aukið frelsi á leigubílamarkaði svo framarlega sem öryggiskröfur séu í lagi.   Ólafur fullyrðir á Facebooksíðu sinni að Brynhildur hafi […]

Brynjar Níelsson: „Kannski réttara að leggja fram frumvarp sem leyfir umskurð“

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kemur með áhugavert innlegg í umræðuna um bann við umskurði hér á landi á Facebook síðu sinni í dag. Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur hefur vakið mikla athygli hérlendis sem erlendis og sitt sýnist hverjum. Brynjar, sem er lögfræðingur að mennt, segir að almenn hegningarlög banni nú þegar líkamsmeiðingar og umskurður sé […]

Styrmir: Meðvirkni meira vandamál en mistökin í íslenskri pólitík

Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, tekur undir þá skoðun að meðvirkni í íslenskri pólitík sé meira vandamál heldur en mistökin. Vísar hann til þar til orða Vilhjálms Árnasonar, prófessors í siðfræði, í Silfrinu á sunnudag. Styrmir segir: „Meðvirknin lýsir sér í því að flokksmenn þegja um mistök flokksfélaga sinna eða gagnrýna skoðanir forystumanna ekki, þótt þeir séu þeim ósammála, vegna þess […]

Umboðsmaður barna á Íslandi styður umskurðarfrumvarpið

Umboðsmaður barna á Íslandi, Salvör Nordal, segist styðja umskurðarfrumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Vísar hún til samnorrænar yfirlýsingar sem umboðsmenn barna á Norðurlöndunum skrifuðu undir fyrir fimm árum síðan, að 15 ára aldurstakmark yrði sett á slíkar aðgerðir. Salvör segist ekki hafa verið beðin um að skrifa umsögn við frumvarpið, en hafi þó verið […]

Alþjóðadagur móðurmálsins á morgun í Veröld – húsi Vigdísar

Á morgun (21. febrúar) verður haldið upp á alþjóðadag móðurmálsins í Veröld – húsi Vigdísar. Einkunnarorð alþjóðadags móðurmálsins í ár snúast um að viðhalda fjölbreytni tungumála og ýta undir fjöltyngi, sem eru einnig meginmarkmið Vigdísarstofnunar – alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar. Haldið verður upp á daginn með áhugaverðu málþingi: „Orðabækur: Fjölbreytni tungumála, fjöltyngi og þýðingar“ þar sem rætt […]

Segir styttingu vinnuvikunnar hina nýju leiðréttingu

Börkur Gunnarsson, listamaður og fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tætir í sig verkefni vinstri meirihlutans í borginni um styttingu vinnuvikunnar í Morgunblaðinu í dag. Verkefnið sem innleitt var hjá hluta af starfsmönnum borgarinnar, um styttri vinnuviku fyrir sömu laun, kallar Börkur hina nýju leiðréttingu, með vísun í þegar Framsóknarflokkurinn undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, lofaði afmörkuðum hópi […]

Ísland vill í framkvæmdastjórn UNESCO

Framboð Íslands um setu í framkvæmdastjórn UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, fyrir tímabilið 2021 til 2025 var samþykkt á ríkisstjórnarfundi síðastliðinn föstudag. Hlutverk UNESCO er að stuðla að friði og öryggi í heiminum með því að efla samvinnu þjóða í mennta-, vísinda- og menningarmálum og efla þannig almenna tiltrú og virðingu fyrir réttlæti, lögum og mannréttindum, […]

Arðgreiðslur sjávarútvegsfyrirtækja undir meðaltali

Samkvæmt samantekt Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi eru arðgreiðslur mun lægri til sjávarútvegsfyrirtækja en fyrirtækja í öðrum geirum atvinnulífsins frá árinu 2010-2016, byggt á tölum frá Hagstofu Íslands. Sjávarútvegurinn hefur á þessu tímabili greitt 21 prósent af hagnaði sínum í arð, en viðskiptahagkerfið án sjávarútvegs hefur greitt 31 prósent af hagnaði sínum í arð. Tekið skal […]

Vilja tryggja áframhaldandi útgáfu Bæjarins besta

Haldin var stofnfundur nýs útgáfufélags Bæjarins besta á Ísafirði um helgina. Markmiðið er að glæða fjölmiðilinn nýju lífi, en hann hefur legið í láginni undanfarið vegna fjárhagsvandræða og útgáfa prentmiðilsins verið stopul. Bæjarins besta var stofnað árið 1984, en vefmiðillinn bb.is leit dagsins ljós árið 2000. Að sögn Shiran Þórissonar, sem kosinn var í stjórn […]

Björn bölsótast út í Helgu Völu og Helga Hrafn vegna vinnubragða á Alþingi

Björn Bjarnason, fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins, fjallar um vinnubrögð Alþingis í pistli á heimasíðu sinni. Tilefnið er ummæli Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar í Fréttablaðinu í dag, þar sem hún segir að lagasetning á Íslandi sé oft „óttalegt fúsk sem unnin er í fljótheitum“ og ummæli Helga Hrafns, þingmanns Pírata, um að erfitt sé að sjá […]

Óvíst hvort kæruleið barna til barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna verði tekin upp hér á landi

Árið 2011  ákvað allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að setja á stofn svokallaða kæruleið fyrir börn og fulltrúa þeirra sem telja að aðildarríki hafi brotið  gegn rétti barnsins, samkvæmt ákvæðum Barnasáttmálans. Bókunin tók þó ekki gildi fyrr en árið 2014. Árið 2013 var Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna lögfestur á Íslandi. Hinsvegar hafa stjórnvöld á Íslandi enn ekki sótt […]

Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, sakaður um njósnir fyrir Sovétríkin

Leiðtogi breska Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, er í miklum vandræðum þessa dagana. The Sun birti á fimmtudag gögn sem segja að Corbyn hafi þrívegis hitt Tékkóslavneskan njósnara á árunum 1986-1987, þar af tvívegis í fulltrúardeild breska þingsins. Njósnaranum, Ján Sarkocy, var síðar vísað frá Bretlandi af Margaret Thatcher, vegna njósna fyrir Sovétríkin. Corbyn hefur viðurkennt að […]

Morgunblaðið fagnar þjóðaratkvæðisgreiðslu um svissnesk afnotagjöld

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins í dag fjallar um tilvonandi þjóðaratkvæðisgreiðslu Svisslendinga um ríkisútvarp heimamanna, SRG, í næsta mánuði, en kosið er um hvort leggja eigi afnotagjöldin þar í landi af. Svissneska ríkisútvarpið- og sjónvarpið hefur sætt gagnrýni fyrir aukin umsvif og að „draga taum vinstrimanna“, segir leiðari Morgunblaðsins og tekur fram að slík gagnrýni eigi ekki að […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is