Laugardagur 21.10.2017 - 12:11 - Ummæli ()

Kosningar 2017: Sigurður Ingi Jóhannsson um Vestfirði

Spurningar um Vestfirði vegna Alþingiskosninganna 2017, sem sendar voru öllum forsvarsmönnum framboða í Norðvesturkjördæmi.

Tilefni: Skýrsla Byggðastofnunar um hagvöxt landshlutans 2008 – 2015. Útg. ágúst 2017.

Upplýsingar sem fram koma í skýrslunni:

Hagvöxtur á Vestfjörðum:  -6% ,     en  +4% á landinu öllu.

Íbúaþróun:  -4,6% , en +4,3% á landinu öllu.

Framleiðsla á mann:  -2%,  en 0% á landinu öllu. „2,7 milljónir króna á Vestfjörðum og 3,2 milljónir króna á landinu öllu.

Framleiðsla: 31% allrar framleiðslu á Vestfjörðum er í sjávarútvegi. Sjávarútvegur er    8% af framleiðslu landsins í heild.

Ársverk: 24% ársverka á Vestfjörðum er í sjávarútvegi og 2% í fiskveldi

Launatekjur á ársverk: Á Vestfjörðum voru launatekjur á ársverk að jafnaði 8% minni en að jafnaði á öllu landinu, en fyrir fáeinum áratugum voru meðaltekjur á Vestfjörðum hærri en annars staðar (bls 3).

Fiskveiðar: Laun á ársverk eru lægri í fiskveiðum á Vestfjörðum en annars staðar  (bls 14).

Fjárhagsstaða fyrirtækja: Árið 2015 skulduðu útgerðir og iðnaðarfyrirtæki að jafnaði meira á Vestfjörðum en annars staðar (bls 6).

Hlutdeild Vestfjarða í atvinnugreinum: Árið 2015 var  7% af framleiðslunni í sjávarútvegi á Vestfjörðum  og í ferðaþjónustu 1% ( bls 7 og bls 9, skipting þáttatekna). [Innskot ritstjóra: Hlutur Vestfirðinga í sjávarútvegi var um 16% um 1990.]

Fjármálaþjónusta og tryggingar 2015 á Vestfjörðum: aðeins ¼ af því sem umsvifin voru 2008. (bls 14).

Fasteignir á Vestfjörðum: Fasteignaverð er hvergi lægra en þar. Staðgreiðsluverð á fermetra í sérbýli var 88-89 þúsund krónur að jafnaði árið 2015, rúm 40% af landsmeðaltali

Með vísan til ofangreindra upplýsinga er þess óskað að eftirfarandi spurningum verði svarað :

  1. Hvernig hyggst þinn flokkur auka hlutdeild Vestfirðinga í sjávarútvegi og ferðaþjónustu á næsta kjörtímabili ?
  2. Hvernig verður hagvöxtur á Vestfjörðum aukinn a.m.k. til jafns á við hagvöxt á landinu öllu?
  3. Hvernig verður unnið að því að laun á Vestfjörðum verði ekki lægri en annars staðar á landinu? Kemur þar til greina að bæta lágtekjusvæðum upp lægri tekjur með tekjujafnandi aðgerðum svo sem hærri persónuafslætti?
  4. Hvaða ráðstafanir hyggst flokkurinn ráðast í til þess að hækka íbúðaverð a.m.k. til jafns á við almenna hækkun á landsvísu hverju sinni?

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar

1. Hvernig hyggst þinn flokkur auka hlutdeild Vestfirðinga í sjávarútvegi og ferðaþjónustu á næsta kjörtímabili?

Við í Framsóknarflokknum viljum að það sé blómlegur sjávarútvegur hringinn í kringum landið og höfum lagt sérstaka áherslu á að standa vörð um lítil og meðalstór sjávarútvegsfyrirtækji, sem töluvert er um á Vestfjörðum, þegar umgjörð stjórnvalda um sjávarútveg er uppfærð. Það er sérstaklega mikilvægt þegar samþjöppun er sífellt meiri og m.a. á þeim ástæðum höfum við alfarið hafnað stórauknum veiðigjöldum á minni fyrirtækin sem eru sum hver að berjast í bökkum sem og uppboðshugmyndum sem myndu flýta samþjöppun ennfrekar. Meginmarkmið kvótakerfisins voru þrjú, tryggja sjálfbæra nýtingu, hagkvæmni og byggð um allt land. Fyrstu tveimur markmiðunum hefur verið náð en byggðaþátturinn hefur ekki tekist upp. Þess vegna verður að huga sérstaklega að byggða þættinum við allar breytingar m.a. til þess að útgerð á Vestfjörðum sé tryggð en um leið að passa að slátra ekki þeim mjólkurkúm sem fyrir eru þegar við erum að reyna að fjölga í stofninum.

Varðandi ferðaþjónustuna höfum við lagst gegn hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu m.a. vegna þess að sú hækkun myndi bitna helst á ferðaþjónustufyrirtækjum útá landi. Við verðum að dreifa ferðamönnunum betur og það gerum við meðal annars með bættu samgöngukerfi og uppbyggingu á innviðum. Ef við náum einnig að lengja ferðamannatímabilið yfir lengri tíma ársins verður einn af þessum grundvallaratvinnuvegum okkar Íslendinga, traustari og stöðugri.

2. Hvernig verður hagvöxtur á Vestfjörðum aukinn a.m.k. til jafns á við hagvöxt á landinu öllu?

Í fyrsta lagi verður að koma grunninnviðum í samt lag, ég get talað um tafarlausar aðgerðir til þess að koma veglagningu um Teigskóg áfram og vegagerð á Dynjandisheiði, ég horfi á hringtenginu rafmagns til þess að koma raforkumálunum í lag, ljósleiðaravæðing og 3 fasa væðing sveita en ekki síst bæting á grunnþjónustunni, heilbrigðisþjónustunni og menntakerfinu. Þetta eru allt hlutir sem Framsóknarflokkurinn mun beita sér fyrir. Þessu til vitnis er rétt að nefna að fyrir rúmlega ári síðan skilaði nefnd skipaðri heimamönnum í forsætisráðherratíð minni, Aðgerðaráætlun um Vestfirði. Þar eru margar góðar tillögur sem við hófum strax að setja í framkvæmd en því miður hefur áhugi fráfarandi stjórnarflokka verið hverfandi og engum tillögum verið hrint í framkvæmd síðan við fórum frá.

Það er mín trú að ef að ríkið komi strax að uppbyggingu á þessum grunn innviðum og grunnþjónustu og Vestfirðingar fái að nýta sínar auðlindir með skynsömum og ábyrgum hætti, ég nefni þar laxeldi sérstaklega, er það bjargföst trú mín að Vestfirðir muni blómstra í framhaldinu og hagvöxtur ekki verða minni en annarsstaðar.

3. Hvernig verður unnið að því að laun á Vestfjörðum verði ekki lægri en annars staðar á landinu? Kemur þar til greina að bæta lágtekjusvæðum upp lægri tekjur með tekjujafnandi aðgerðum svo sem hærri persónuafslætti?

Við höfum horft til Noregs varðandi róttækar byggðaaðgerðir og voru slíkar tillögur í nýrri byggðaáætlun sem Jón Gunnarsson hefur reyndar legið á í að verða 1 ár. Í Noregi er landinu skipt uppí svæði þar sem tryggingargjald lækkar á fyrirtæki því lengra sem komið er frá höfuðborginni, tekjuskattur er einnig lægri á svæðum sem hafa minni þjónustu og afsláttur er gefinn af námslánum á afskekktum svæðum. Við viljum koma slíkum aðgerðum af stað en þar með sagt erum við ekki að segja að við ætlum ekki að bæta grunnþjónustuna vegna þessara afslátta, að sjálfsögðu þarf að ráðast í þetta bæði þannig þetta haldist í hendur. Vestfirðir væru klárlega fyrsta svæðið til þess að njóta slíkra aðgerða.

4. Hvaða ráðstafanir hyggst flokkurinn ráðast í til þess að hækka íbúðaverð a.m.k. til jafns á við almenna hækkun á landsvísu hverju sinni?

Ég vísa til svara minna hér fyrir ofan, atvinnuástand skiptir þar lykilatriði. Þegar við verðum búinn að tryggja ábyrgt og sjálfbært fiskeldi á sunnanverðum og norðanverðum Vestfjörðum og styðja við sjávarútveginn og ferðaþjónustufyrirtækin sem eru aðalatvinnuvegir Vestfirðinga mun atvinnuástandið snúast við eins og við höfum séð núþegar á sunnanverðum Vestfjörðum. Samgöngurnar og raforkuafhendingin þurfa að vera fullnægjandi og grunnþjónustan, heilbrigðismálin og menntakerfið verða að vera fjármögnuð þannig sómi sé af þá munu hlutir eins og íbúðarverð og hagvöxtur fylgja með. Framsóknarflokkurinn hefur alltaf átt rætur sínar í hinum dreifðu byggðum og mun alltaf berjast fyrir hagsmunamálum íbúa landsbyggðanna. Á því verður engin breyting í þessum kosningum heldur þvert á móti, eftir mikilvægar efnahagsframfarir undanfarin ár eftir hrunið eru nú kjöraðstæður til þess að ráðast í framkvæmdir á innviðum og grunnþjónustunni. Getum við ekki öll verið sammála um það?

Birtist fyrst í Vestfirðir.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Aukin velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi

Velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi, fyrir utan lyfjaframleiðslu og landbúnað, var 737 milljarðar króna í nóvember og desember 2017 sem er 9,2% hækkun miðað við sama tímabil árið 2016. Virðisaukaskattskyld velta í þessum greinum var 4.145 milljarðar árið 2017 eða 4,2% hærri en 2016. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.           […]

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar í Reykjavík

Opinn félagsfundur Viðreisnar í Reykjavík samþykkti nú fyrir stundu tillögu uppstillingarnefndar að framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Þetta kemur fram í tilkynningu. Um er að ræða fullskipaðan 46 einstaklinga framboðslista þar sem rík áhersla er lögð á fjölbreyttan bakgrunn frambjóðenda auk dreifingar í aldri, kyni og búsetu.   „Líkt og í öðrum verkum flokksins verða […]

Ágúst Ólafur: Fjármálastefna ríkisstjórnarinnar fær falleinkun flestra hagsmunaaðila

„Fjármálastefna ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur fær algjöra falleinkunn frá nánast öllum hagsmunaaðilum sem fjallað hafa um stefnuna. Fjármálastefnan er sögð vera ógn við stöðugleikann, óraunsæ, ábyrgðarlaus, óvarfærin, ómarkviss, óljós, ósjálfbær, óskýr, ógagnsæ, aðhaldslítil, varasöm og ótrúverðug.“ Svona hefst álit Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns og fulltrúa Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd á fjármálastefnu 2018-2022 sem verður rædd á Alþingi í […]

Ríkisendurskoðun: Rekstur Heilbrigðisstofnunar Austurlands enn í járnum

Ríkisendurskoðun ítrekar ekki ábendingar sínar til velferðarráðuneytis og Heilbrigðisstofnunar Austurlands frá árunum 2009, 2012 og 2015 sem sneru að eftirliti með fjárreiðum og rekstri stofnunarinnar. Uppsafnaður halli stofnunarinnar var jafnaður út með lokafjárlögum 2015 og stjórnendur hennar hafa sýnt aukið aðhald í rekstri. Síðustu ár hefur rekstur stofnunarinnar verið í járnum en að jafnaði í […]

Björn Leví: „Ég vil lesa pistil sem Bragi Páll skrifar um aðalfund Pírata“

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, kemur með áhugaverða nálgun á stóra pistlamálið, það er pistil Braga Páls Sigurðarsonar um landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem hefur dregið dilk á eftir sér. Páll Magnússon gagnrýndi skrif Braga harðlega í gær og kallaði Braga endaþarm íslenskrar blaðamennsku. Í morgun skrifaði Páll síðan aftur um málið, hvar hann skoraði á Stundina […]

Atvinnulífið í góðum málum segja stjórnendur 400 stærstu fyrirtækjanna

Niðurstöður nýrrar könnunar Gallup meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins sýna að stjórnendur í heild telja aðstæður nú vera góðar í atvinnulífinu en þó telja margir að þær fari versnandi á næstu sex mánuðum. þetta kemur fram á vef Samtaka atvinnulífsins. Stjórnendur búast við 3,0% verðbólgu á næstu 12 mánuðum, rúmlega 2% hækkun á verði […]

Björn vill afnema RÚV: „Almannaútvarp í bullandi vörn“ – „Kaldur veruleiki hér eins og annars staðar“

Björn Bjarnason, fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins, hefur margoft haft uppi gagnrýni á RÚV, sem aðallega beinist að fréttaflutningi stofnunarinnar, sem Björn og margir aðrir Sjálfstæðismenn, virðist telja ómaklegan. Í dag skrifar Björn pistil um tillögu landsfundar Sjálfstæðisflokksins um helgina, hvar samþykkt var ályktun um að leggja ætti ríkisútvarpið niður í núverandi mynd og endurskoða þyrfti hlutverk […]

Framboðslisti Vinstri grænna í Hafnarfirði tilbúinn

Þriðji listi VG fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí,  Hafnarfjarðarlistinn, var samþykktur í gærkvöldi. En áður hafa komið fram listar á Akureyri og í Kópavogi. Reykjavíkurlistinn verður opinberaður síðar í vikunni. Núverandi bæjarfulltrúi VG í Hafnarfirði, Elfa Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir er oddviti Hafnarfjarðarlistans, sem sjá má hér í heild sinni: Listi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs í Hafnarfirði […]

Styrmir vildi uppgjör við hrunið á landsfundi: „Meðvituð ákvörðun forystusveitar nýrrar kynslóðar í flokknum“

Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, hefur verið einn ötulasti talsmaður þess að Sjálfstæðisflokkurinn geri upp hrunið, með því að líta í eigin barm. Þetta er eitt helsta umfjöllunarefnið í bók hans „Uppreisnarmenn frjálshyggjunnar-Byltingin sem aldrei varð“ er kom út á síðasta ári. Í færslu á heimasíðu sinni í dag, sem ber yfirskriftina „Það sem ekki […]

Líkur á lækkun kosningaaldurs í 16 ár aukast

Líkurnar á að frumvarp um lækkun kosningaaldurs í 16 ár jukust nokkuð eftir að málið var afgreitt úr stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til annarrar umræðu. Álitið var samþykkt af meirihluta nefndarinnar, tveimur þingmönnum stjórnarflokkanna og þremur úr stjórnarandstöðu. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, sem ásamt Rósu Björk Brynjólfsdóttur studdi vantrauststillögu minnihlutans […]

Sjónvarpsstjóri segir upp fyrir oddvitasæti Samfylkingar

Hilda Jana Gísladóttir, sjónvarpsstjóri N4 á Akureyri, hefur sagt upp stöðu sinni til að leiða lista Samfylkingarinnar í næstkomandi sveitastjórnarkosningum. Þetta kemur fram á Facebooksíðu hennar.   „Ég hef tekið þá ákvörðun að bjóða fram krafta mína fyrir hönd Samfylkingarinnar í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég hef ávallt haft mikinn áhuga á samfélaginu mínu og þar af […]

Kristrún Heiða upplýsingafulltrúi í mennta- og menningarmálaráðuneytinu

Kristrún Heiða Hauksdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi mennta- og menningarmálaráðuneytis. Kristrún Heiða er með BA-próf í almennri bókmenntafræði og MA-próf í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands. Hún starfaði áður sem kynningar- og verkefnastjóri hjá Forlaginu og þar áður hjá Þjóðleikhúsinu.   Kristrún Heiða hefur þegar hafið störf.

Elísabet Brynjarsdóttir nýr formaður Stúdentaráðs

Elísabet Brynjarsdóttir var í kvöld kjörin nýr formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) með öllum greiddum atkvæðum. Kosningin fór fram á skiptafundi ráðsins. Elísabet útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands í júní síðastliðnum og hefur starfað sem teymisstjóri hjá heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins síðastliðið ár. Elísabet er formaður Hugrúnar – geðfræðslufélags háskólanema, sem stofnað var árið 2016 […]

Bergþór gefur kost á sér í 2. sætið hjá Pírötum í Reykjavík

Bergþór H. Þórðarson mun gefa kost á sér í 2. sætið á lista Pírata fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Bergþór tekur fram að hann sé öryrki og útskýrir að hann nefni það sérstaklega, þar sem fólk hlusti á jafningja. Hann mun leggja áherslu á velferðarkerfið og félagsþjónustuna, hljóti hann brautargengi. Bergþór hefur gefið út myndband sem sjá […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is