Sunnudagur 22.10.2017 - 12:00 - Ummæli ()

Afstaða flokkanna: Þarf að herða refsingar í kynferðisbrotamálum?

Eyjan mun fram að kjördegi bjóða framboðum sem taka þátt í Alþingiskosningunum 28. október næstkomandi að svara spurningum um ýmis málefni, allt frá húsnæðismálum til stjórnarskrárbreytinga.

Í dag er spurt:

Þarf að herða refsingar í kynferðisbrotamálum? Ef svo, hversu mikið?

Svörum flokkanna er raðað eftir listabókstaf framboðsins.

 

Björt framtíð – X-A

 

Björt framtíð telur að fyrst og fremst þurfi að styrkja réttarstöðu brotaþola í kynferðisbrotamálum í kerfinu. Fyrsta skrefið í því væri að skilgreina stafrænt kynferðisofbeldi og hefur lagt fram frumvarp þess efnis í þinginu sem snýst um breytingar á almennum hegningarlögum. Björt framtíð vill árétta að sjálfsögð mannréttindi eiga ekki að vera flokkspólitísk heldur verkefni allra sem starfa í stjórnmálum. Þegar kemur að kynferðisbrotum á brotaþolandi að njóta vafans bæði í regluverkinu og framkvæmdinni. Kerfin og lagaumhverfi eiga að styðja við þá sem standa höllum fæti, eru veikari fyrir og þurfa aðstoð eða þjónustu. Þetta á að vera leiðarljós.

 

Viðreisn – X-C

 

Kynferðisbrot eru meðal allra alvarlegustu brota samfélagsins og sá skilningur endurspeglast í þeim refsiramma sem löggjafinn hefur sett um þau. Refsirammi fyrir nauðgun er þannig að lágmarki 1 ár og allt að 16 árum. Refsirammninn fyrir kynferðisbrot gegn börnum er einnig að lágmarki 1 ár og allt að 16 árum, þegar um er að ræða kynferðismök við barn.

Ein afleiðing aukinnar þekkingar á alvarleika og afleðingum kynferðisbrota er að dæmdar refsingar hafa þyngst á undanförnum árum. Algeng refsing í nauðgunarmáli er 3 ára fangelsi en stundum 4-5 ár og í örðum tilvikum þyngri. Dæmdar refsingar fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn börnum eru almennt taldar í árum. Norræn refsipólítík hefur verið ólík bandarískri, dæmdar refsingar eru ekki áratuga fangelsi. Viðreisn mun ekki beita sér fyrir bandarískri refsistefnu.

Refsingar fyrir kynferðisbrot eiga að vera þungar í ljósi alvarleika brotanna en spurningin um hversu hátt upp refsirammanna dómarar eiga að fara er í höndum dómsvaldsins. Á sviði stjórnmálanna er refsiramminn settur og refsiramminn endurspeglar í dag að samfélagið lítur þessi brot alvarlegum augum.

Beina þarf kastljósinu að því hvernig réttarkerfið í heild sinni er í stakk búið til að vinna kynferðisbrotamál faglega og hratt. Það má gera með því að stuðla að því að löggjöfin færi þolendum raunverulega refsivernd. Með það að markmiði lagði Viðreisn í vor fram frumvarp um að skilgreina nauðgun út frá því hvort samþykki liggi fyrir eða ekki. Það mun styrkja réttarvernd þolenda nauðgana. Það verndar kynfrelsi þolenda betur en verið hefur. Við viljum einnig að sett verði sérstakt lagaákvæði um stafrænt kynferðisofbeldi.

Það er staðreynd að af þeim kynferðisbrotamála sem lögregla fær til rannsóknar leiðir minnihluti mála til ákæru. Það er eitt helsta sérkennið á kynferðisbrotamálum samanborðið við önnur sakamál hversu fá leiða til ákæru. Sú staðreynd er umhugsunarverð og vekur upp spurninguna um hvernig megi auka vernd þolenda. Þá skiptir máli að réttarkerfið hafi burði til að vinna úr þeim mikla fjölda mála sem kærð eru á hverju ári. Samfélag sem tekur kynferðisofbeldi alvarlega getur sýnt það með því að fjármagna lögreglu, ákæruvald og dómstóla þannig að kerfið verði sterkara. Fyrirþví mun Viðreisn beita sér.

Þá ætti að beina forvörnum að gerendum til að þess að reyna að koma í veg fyrir ofbeldið og fækka þannig brotunum. Markmiðið verður að gera meira en að taka á ofbeldi eftir að því hefur verið beitt. Markmiðið hlýtur að vera að koma í veg fyrir að ofbeldi sé framið. Þar leika forvarnir og fræðsla lykilhlutverk en ekki síður jafnari staða kynjanna. Svarið gegn kynbundnu ofbeldi er jafnrétti kynjanna. Skýrasta birtingarmynd þess að íslenskt samfélag býr við ójafnrétti kynjanna er sú staðreynd að það er hluti af veruleika kvenna að verða fyrir ofbeldi. Það er ekki hægt að tala um velferðarsamfélag eða samfélag þar sem jafnrétti ríki þegar það er hluti af veruleika kvenna að verða beittar ofbeldi eða ógnina um að verða fyrir því.

Forgangsatriði Viðreisnar um aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi er því að löggjöfin sé nútímaleg, að kerfið í heild sinni hafi mannafla til að vinna málin hratt og vel og beina forvörnum að gerendum. Þar er ekki hægt að horfa framhjá þeirri staðreynd að karlmenn og strákar eru í miklum meirihluta gerenda en þolendur í miklum meirihluta konur og stelpur. Velferðarsamfélag beitir sér gegn ofbeldi.

Til þess að sporna raunverulega gegn ofbeldi í samfélaginu þarf að styrkja þær stoðir sem vinna úr þeim kærumálum sem berast og einnig að hafa jafnrétti sem leiðarljós í allri stefnumótun. Jafnari staða kynjanna mun draga úr kynbundu ofbeldi.

 

Sjálfstæðisflokkurinn – X-D

 

Árið 2007 leiddi Sjálfstæðisflokkurinn undir forystu Björns Bjarnasonar, þáverandi dómsmálaráðherra, viðamiklar breytingar á kynferðisbrotakafla hegningarlaganna með lögum 61/2007. Þar voru lögfest ýmis nýmæli sem hafa áhrif við ákvörðun refsingar og þar með hvaða refsing er dæmd hverju sinni. Skilgreiningu brotategunda var breytt, refsimörk voru hækkuð og lögfest ákvæði til refsihækkunar og þyngingar refsingar, fyrningarfrestur afnuminn þegar brot snýr að börnum og fleira. Ákvæði sem varða þessi brot þarf að sjálfsögðu að endurskoða með reglulegu millibili í ljósi reynslunnar og réttarframkvæmdar.

Refsirammi kynferðisbrota er 16 ár líkt og á við um manndráp. Vegna nauðgunarbrots, 194. gr., er einnig kveðið á um lágmarksrefsingu. Refsingar við kynferðisbrotum hafa verið að þyngjast smám saman undanfarin ár. Löggjafinn hefur nú þegar metið þessi brot sem þau svívirðilegustu og þess vegna kveðið á um hæstu tímabundnu refsingu sem kostur er að manndrápi undanskyldu. Það verður svo að eftirláta dómstólum að meta í hverju tilviki fyrir sig hver eðlileg refsing er með hliðsjón af refsingum í öðrum sambærilegum málum og með hliðsjón af löggjafarviljanum.

Þess má geta að núverandi dómsmálaráðherra, Sigríður Andersen, kynnti fyrir fáum dögum umfangsmiklar tillögur nefndar um aðgerðir vegna meðferðar kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins. Til þeirrar vinnu var stofnað að frumkvæði forvera hennar, Ólafar Nordal. Hér er um að ræða mikilvægt framlag til þess að bæta framkvæmd á þessu sviði á vettvangi lögreglu, ákæruvalds og dómstóla.

 

Píratar – X-P

 

Píratar vilja fyrirbyggjandi aðgerðir gegn kynferðisofbeldi með aukinni fræðslu á grunn- og menntaskólastigi með áherslu á upplýst samþykki, auk þess að fagstéttir fái aukna þjálfun í því að kljást við kynferðisofbeldi. Við viljum að tillögum starfshóps forsætisráðuneytisins um kynferðisofbeldi frá 2013 sé fylgt eftir meðal annars með áhættumati á dæmdum barnaníðingum og auknum meðferðarúrræðum fyrir þá.

Refsiramminn í kynferðisbrotamálum er tiltölulega hár en dómstólar beita þeim ekki til fulls í samanburði við önnur mál eins og t.d. fíkniefnabrot. Mikilvægt er að hugarfarsbreyting eigi sér stað um alvarleika þessara brota og skoða þarf sérstaklega hvers vegna ofbeldisbrot fá svona væga dóma þrátt fyrir refsirammann.

Píratar vilja passa upp á rétt þolenda og veita þeim rödd. Þolendur eiga að fá aðild að dómsmálum og þar með aðgang að sömu gögnum og gerendur, auk þess sem tryggja verður rétt þeirra til að bera vitni án þess að vera í sama rými og gerandi.

Loks leggja Píratar áherslu á að þeir sem hafi framið alvarleg kynferðisbrot, kynferðisbrot á börnum og manndráp geti ekki fengið lögmannsréttindi, og þar með komist í valdastöðu gagnvart þolendum í framtíðinni.

 

Alþýðufylkingin  – X-R

 

Það væri rétt að herða refsingar vegna kynferðisbrota sem og allt annað sem getur fækkað þeim eða fælt fólk frá að fremja þau. Það átak er að miklu leyti menningarlegt frekar en réttarfarslegt, en þó skal koma fram að við viljum að úrlausn ágreiningsefna, m.a. fyrir dómstólum,  verði gjaldfrjáls.

 

Samfylkingin – Jafnaðarmannaflokkur Íslands – X-S

 

Dómar í kynferðisbrotum hafa þyngst nokkuð undanfarin ár. Það þarf ekki að hækka refsirammann, sem er 16 ár, rétt eins og manndráp, en hins vegar má líklega taka undir að dómar ættu að vera þyngri.

Brýnt er að efla löggæslu svo rannsóknir í slíkum málum verði betri, málsmeðferð hraðari og að fleiri mál sæti ákæru. Þessar úrbætur eru hluti af kosningamáli Samfylkingarinnar um stórsókn gegn ofbeldi.

Við ætlum að setja einn milljarð króna árlega inn í stórsókn gegn ofbeldi til að:

  1. Efla löggæslu í landinu en það þýðir að fjölga lögregluþjónum og rannsakendum stórlega. Á höfuðborgarsvæðinu einu er áætlað að vanti eitt hundrað löggur svo vel eigi að vera. Skortur á faglærðum lögregluþjónum er allsstaðar um landið og kemur það auðvitað niður á því starfi sem þar er unnið. Þetta kemur harkalega niður á meðferð kynferðis-, heimilis- og annarra ofbeldisbrota enda bitnar þetta á rannsóknum og meðferð mála. Það gengur ekki að brotaþolar sem og gerendur þurfi að bíða í 2 – 3 ár eftir niðurstöðu mála. Þetta fælir brotaþola frá því að kæra og rannsóknir verða einfaldlega ekki eins góðar.
  2. Markviss vinna er varðar forvarnir og fræðslu. Ekki enn eitt átakið sem lifir í mánuð heldur fókuserað starf sem sett er inn í allar menntastofnanir, öll skólastigin. Þar eru hvort tveggja gerendur og brotaþolar í nútíð og framtíð sem þurfa að læra það frá fyrsta degi að ofbeldi drepur. Langtímaverkefni er málið – setja þetta inn í alla samfélagsfræðslu og það með markvissum hætti.
  3. Samræma móttöku þolenda kynferðis og heimilisofbeldis um allt land. Neyðarmóttaka Landspítala er sífellt í þróun og að bæta þjónustu sína en betur má ef duga skal. Það þarf að samræma móttöku og meðferð mála um allt land og á sumum stöðum erum við áratugum á eftir þegar kemur að utan uhaldi þessara mála.

 

Sjá einnig:

Þrjú helstu atriðin sem flokkurinn setur á oddinn í kosningabaráttunni

Velferðarmálin og almannatryggingar

Efnahags- og atvinnumál

Mennta- og menningarmál

Utanríkismál

Stjórnkerfið

Það sem kjósendur ættu að varast

Umhverfismál

Þarf að herða refsingar í kynferðisbrotamálum?

Samgöngumál

Á Þjóðkirkjan að vera á fjárlögum?

Stjórnarskráin

Húsnæðismál

Sjávarútvegsmál

Uppreist æra

Málefni krabbameinssjúklinga

Útlendingamál

Landbúnaðarmál

 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Stefnt að opnun neyslurýma fyrir vímuefnaneytendur

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett af stað vinnu í velferðarráðuneytinu til að undirbúa opnun neyslurýma fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. Neyslurými sem þessi eru þekkt úrræði erlendis og byggjast á hugmyndafræði skaðaminnkunar. Alþingi samþykkti í maí árið 2014 ályktun um að stefna í vímuefnamálum skyldi endurskoðuð „á grundvelli lausnamiðaðra og mannúðlegra úrræða, á forsendum heilbrigðiskerfisins og […]

Arnar Þór Sævarsson verður aðstoðarmaður félags- og jafnréttismálaráðherra

Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ráðið Arnar Þór Sævarsson, fráfarandi sveitarstjóra á Blönduósi aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Arnar Þór útskrifaðist úr lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1999 og tók ári síðar réttindi til að gegna lögmennsku. Hann hefur gegnt stöðu sveitarstjóra á Blönduósi frá árinu 2007. Áður var hann aðstoðarmaður Jóns Sigurðssonar, þáverandi […]

Virtur læknir óttast að Trump fái hjartaáfall-Mældist með hættulega hátt kólesteról

Donald Trump Bandaríkjaforseti var sagður við hestaheilsu í reglubundinni læknisskoðun sinni á dögunum, þegar hann var skoðaður af lækni Hvíta hússins, Dr. Ronny L. Jackson. Sagði læknirinn að hjarta- og æðakerfi Trumps væri í fínu standi, þrátt fyrir að LDL kólesteról magnið mældist 143, sem er langt yfir viðmiðunarmörkum. LDL kólesteról er gjarnan nefnt „vonda“ […]

Una María kosin formaður Miðflokksfélags Suðvesturskjördæmis

Miðflokkurinn stofnaði flokksfélag Suðvesturkjördæmis í gærkvöldi í Glersalnum í Kópavogi, samkvæmt tilkynningu frá Miðflokknum. Gestir fundarins voru þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Suðvesturkjördæmis. Miðflokksfélag Suðvesturkjördæmis er annað kjördæmafélag Miðflokksins sem stofnað er, en nýlega var stofnað Miðflokksfélag í Suðurkjördæmi. Félagið hefur, samkvæmt nýsamþykktum lögum þess, þann tilgang að vinna […]

Rúnar Björn kjörinn formaður Pírata í Reykjavík – Berst fyrir réttindum fatlaðra

Aðalfundur Pírata í Reykjavík var haldinn á dögunum, þar sem Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, garðyrkjufræðingur og formaður NPA miðstöðvarinnar, var kjörinn formaður. Aðrir stjórnarmenn voru kosnir Þorgerður Ösp Arnþórsdóttir ritari, Björn Þór Jóhannesson gjaldkeri og Unnar Þór Sæmundsson. Elsa Nore hlaut kjör sem aðalmaður í stjórn en lækkaði sig um sæti og er nú fyrsti […]

Ráðherranefnd skipar samráðshóp um úrbætur er varðar kynferðislegt ofbeldi

Ráðherranefnd sem skipuð var af ríkisstjórninni í desember til að vinna að markmiðum sínum í jafnréttismálum, ákvað í dag að skipa samráðshóp um heildstæðar úrbætur er varðar kynferðislegt ofbeldi, en hópnum verður m.a. falið að fylgja eftir nýrri aðgerðaáætlun um úrbætur í meðferð kynferðisbrota. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þá var farið yfir lög um […]

Hannes býðst til að skrifa skýrsluna á íslensku

Hannes Hólmsteinn Gissurason er höfundur skýrslu um bankahrunið, hvers útgáfa hefur ítrekað frestast. Skýrslan átti fyrst að koma út fyrir um þremur árum, síðan lofaði Hannes útgáfu hennar síðla í nóvember, en frestaði þá útgáfu hennar aftur til 16. janúar, þar sem hann vildi veita þeim sem skýrslan fjallar um, ráðrúm til að koma með […]

Guðmundur Andri líkir Davíð Oddssyni við Jónas frá Hriflu

Það fór framhjá fáum sem fylgjast með fréttum, að Davíð Oddsson varð sjötugur í gær. Afmæli þessa þaulsetnasta forsætisráðherra okkar og líklega umdeildasta stjórnmálamanns Íslands var tilefni greinar Guðmundar Andra Thorssonar, rithöfundar og þingmanns Samfylkingarinnar, á vef Herðubreiðar. Greinin heitir „Höfundur Hrunsins er sjötugur í dag. Honum skal óskað til hamingju.“ Guðmundur byrjar á því […]

Ný Gallup könnun: Tiltrú jarðarbúa á forystuhlutverki Bandaríkjanna aldrei mælst minni

Samkvæmt nýjustu mælingum Gallup, hefur tiltrú fólks á forystuhlutverki Bandaríkjanna fallið hratt á heimsvísu, eftir að Donald Trump tók við embætti forseta landsins, því hún hefur aldrei verið minni. Skoðanakönnunin tekur til 134 landa og telja 30 prósent þeirra sem svöruðu að Bandaríkin væri helsta forystuþjóðin á síðasta ári, sem er hlutfallslega lægsta einkunn sem […]

Fjögur nýsköpunarfyrirtæki hljóta viðurkenningar fyrir samstarf

Í dag afhenti Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra viðurkenningar til fjögurra fyrirtækja innan Íslenska sjávarklasans sem skarað hafa framúr við að efla samstarf við önnur fyrirtæki. Fyrirtækin sem hlutu viðurkenningu eru Navis, Evris, Iceland Sustainable Fisheries og Knarr Maritime. Navis hlýtur viðurkenningu fyrir að efla samstarf tæknifyrirtækja um hönnun á umhverfisvænum skipum. Evris hlýtur viðurkenningu fyrir […]

Grein Hannesar á skjön við skýrslu Rannsóknarnefndar – „Því var bjargað sem bjargað varð“

Í tilefni 70 ára afmælis Davíðs Oddssonar ritar Hannes Hólmsteinn Gissurason eina og hálfa opnu um aðkomu Davíðs að bankahruninu í Morgunblaðinu í dag. Í Stundinni kemur fram að Hannes sé ósammála niðurstöðum rannsóknarnefndar Alþingis og lýsi Davíð sem bjargvætti Íslands í hruninu, en það sé söguskýring sem Hannes kenni í skyldunámskeiði í Háskóla Íslands. […]

Samkeppniseftirlitið hafnar kröfu Símans – Skilyrði samnings verða óbreytt

Samkeppniseftirlitið hefur hafnað kröfu Símans um að breyta skilyrðum samnings milli Fjarskipta hf. (Vodafone) og 365 miðla hf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. Þann 9. október sl. heimilaði Samkeppniseftirlitið kaup Fjarskipta hf. (Vodafone) á tilteknum eignum og rekstri 365 miðla hf. Samruninn er háður skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar gerðu sátt um.   […]

Forsætisráðherra fundaði með formanni landsstjórnar Grænlands

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, átti fund með Kim Kielsen, formanni landsstjórnar Grænlands í dag. Á fundinum var rætt um góð samskipti Íslands og Grænlands, stöðu efnahagsmála og stjórnmála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Mikilvægi Vestnorræna ráðsins kom til umræðu og aukin samvinna Íslands og Grænlands, meðal annars á sviði ferðamála.Vaxandi straumur ferðamanna er fyrirliggjandi […]

Skúli Helgason stefnir á 3. sætið hjá Samfylkingunni

Borgarfulltrúinn Skúli Helgason gefur kost á sér í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar sem fram fer 10. febrúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu. Skúli hefur verið borgarfulltrúi í eitt kjörtímabil, í meirihlutasamstarfi undir forystu Samfylkingarinnar og stýrir einum viðamesta málaflokknum í borgarmálunum, skóla- og frístundamálum.   Skúli er menntaður stjórnmálafræðingur frá […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is