Sunnudagur 22.10.2017 - 12:00 - Ummæli ()

Afstaða flokkanna: Þarf að herða refsingar í kynferðisbrotamálum?

Eyjan mun fram að kjördegi bjóða framboðum sem taka þátt í Alþingiskosningunum 28. október næstkomandi að svara spurningum um ýmis málefni, allt frá húsnæðismálum til stjórnarskrárbreytinga.

Í dag er spurt:

Þarf að herða refsingar í kynferðisbrotamálum? Ef svo, hversu mikið?

Svörum flokkanna er raðað eftir listabókstaf framboðsins.

 

Björt framtíð – X-A

 

Björt framtíð telur að fyrst og fremst þurfi að styrkja réttarstöðu brotaþola í kynferðisbrotamálum í kerfinu. Fyrsta skrefið í því væri að skilgreina stafrænt kynferðisofbeldi og hefur lagt fram frumvarp þess efnis í þinginu sem snýst um breytingar á almennum hegningarlögum. Björt framtíð vill árétta að sjálfsögð mannréttindi eiga ekki að vera flokkspólitísk heldur verkefni allra sem starfa í stjórnmálum. Þegar kemur að kynferðisbrotum á brotaþolandi að njóta vafans bæði í regluverkinu og framkvæmdinni. Kerfin og lagaumhverfi eiga að styðja við þá sem standa höllum fæti, eru veikari fyrir og þurfa aðstoð eða þjónustu. Þetta á að vera leiðarljós.

 

Viðreisn – X-C

 

Kynferðisbrot eru meðal allra alvarlegustu brota samfélagsins og sá skilningur endurspeglast í þeim refsiramma sem löggjafinn hefur sett um þau. Refsirammi fyrir nauðgun er þannig að lágmarki 1 ár og allt að 16 árum. Refsirammninn fyrir kynferðisbrot gegn börnum er einnig að lágmarki 1 ár og allt að 16 árum, þegar um er að ræða kynferðismök við barn.

Ein afleiðing aukinnar þekkingar á alvarleika og afleðingum kynferðisbrota er að dæmdar refsingar hafa þyngst á undanförnum árum. Algeng refsing í nauðgunarmáli er 3 ára fangelsi en stundum 4-5 ár og í örðum tilvikum þyngri. Dæmdar refsingar fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn börnum eru almennt taldar í árum. Norræn refsipólítík hefur verið ólík bandarískri, dæmdar refsingar eru ekki áratuga fangelsi. Viðreisn mun ekki beita sér fyrir bandarískri refsistefnu.

Refsingar fyrir kynferðisbrot eiga að vera þungar í ljósi alvarleika brotanna en spurningin um hversu hátt upp refsirammanna dómarar eiga að fara er í höndum dómsvaldsins. Á sviði stjórnmálanna er refsiramminn settur og refsiramminn endurspeglar í dag að samfélagið lítur þessi brot alvarlegum augum.

Beina þarf kastljósinu að því hvernig réttarkerfið í heild sinni er í stakk búið til að vinna kynferðisbrotamál faglega og hratt. Það má gera með því að stuðla að því að löggjöfin færi þolendum raunverulega refsivernd. Með það að markmiði lagði Viðreisn í vor fram frumvarp um að skilgreina nauðgun út frá því hvort samþykki liggi fyrir eða ekki. Það mun styrkja réttarvernd þolenda nauðgana. Það verndar kynfrelsi þolenda betur en verið hefur. Við viljum einnig að sett verði sérstakt lagaákvæði um stafrænt kynferðisofbeldi.

Það er staðreynd að af þeim kynferðisbrotamála sem lögregla fær til rannsóknar leiðir minnihluti mála til ákæru. Það er eitt helsta sérkennið á kynferðisbrotamálum samanborðið við önnur sakamál hversu fá leiða til ákæru. Sú staðreynd er umhugsunarverð og vekur upp spurninguna um hvernig megi auka vernd þolenda. Þá skiptir máli að réttarkerfið hafi burði til að vinna úr þeim mikla fjölda mála sem kærð eru á hverju ári. Samfélag sem tekur kynferðisofbeldi alvarlega getur sýnt það með því að fjármagna lögreglu, ákæruvald og dómstóla þannig að kerfið verði sterkara. Fyrirþví mun Viðreisn beita sér.

Þá ætti að beina forvörnum að gerendum til að þess að reyna að koma í veg fyrir ofbeldið og fækka þannig brotunum. Markmiðið verður að gera meira en að taka á ofbeldi eftir að því hefur verið beitt. Markmiðið hlýtur að vera að koma í veg fyrir að ofbeldi sé framið. Þar leika forvarnir og fræðsla lykilhlutverk en ekki síður jafnari staða kynjanna. Svarið gegn kynbundnu ofbeldi er jafnrétti kynjanna. Skýrasta birtingarmynd þess að íslenskt samfélag býr við ójafnrétti kynjanna er sú staðreynd að það er hluti af veruleika kvenna að verða fyrir ofbeldi. Það er ekki hægt að tala um velferðarsamfélag eða samfélag þar sem jafnrétti ríki þegar það er hluti af veruleika kvenna að verða beittar ofbeldi eða ógnina um að verða fyrir því.

Forgangsatriði Viðreisnar um aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi er því að löggjöfin sé nútímaleg, að kerfið í heild sinni hafi mannafla til að vinna málin hratt og vel og beina forvörnum að gerendum. Þar er ekki hægt að horfa framhjá þeirri staðreynd að karlmenn og strákar eru í miklum meirihluta gerenda en þolendur í miklum meirihluta konur og stelpur. Velferðarsamfélag beitir sér gegn ofbeldi.

Til þess að sporna raunverulega gegn ofbeldi í samfélaginu þarf að styrkja þær stoðir sem vinna úr þeim kærumálum sem berast og einnig að hafa jafnrétti sem leiðarljós í allri stefnumótun. Jafnari staða kynjanna mun draga úr kynbundu ofbeldi.

 

Sjálfstæðisflokkurinn – X-D

 

Árið 2007 leiddi Sjálfstæðisflokkurinn undir forystu Björns Bjarnasonar, þáverandi dómsmálaráðherra, viðamiklar breytingar á kynferðisbrotakafla hegningarlaganna með lögum 61/2007. Þar voru lögfest ýmis nýmæli sem hafa áhrif við ákvörðun refsingar og þar með hvaða refsing er dæmd hverju sinni. Skilgreiningu brotategunda var breytt, refsimörk voru hækkuð og lögfest ákvæði til refsihækkunar og þyngingar refsingar, fyrningarfrestur afnuminn þegar brot snýr að börnum og fleira. Ákvæði sem varða þessi brot þarf að sjálfsögðu að endurskoða með reglulegu millibili í ljósi reynslunnar og réttarframkvæmdar.

Refsirammi kynferðisbrota er 16 ár líkt og á við um manndráp. Vegna nauðgunarbrots, 194. gr., er einnig kveðið á um lágmarksrefsingu. Refsingar við kynferðisbrotum hafa verið að þyngjast smám saman undanfarin ár. Löggjafinn hefur nú þegar metið þessi brot sem þau svívirðilegustu og þess vegna kveðið á um hæstu tímabundnu refsingu sem kostur er að manndrápi undanskyldu. Það verður svo að eftirláta dómstólum að meta í hverju tilviki fyrir sig hver eðlileg refsing er með hliðsjón af refsingum í öðrum sambærilegum málum og með hliðsjón af löggjafarviljanum.

Þess má geta að núverandi dómsmálaráðherra, Sigríður Andersen, kynnti fyrir fáum dögum umfangsmiklar tillögur nefndar um aðgerðir vegna meðferðar kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins. Til þeirrar vinnu var stofnað að frumkvæði forvera hennar, Ólafar Nordal. Hér er um að ræða mikilvægt framlag til þess að bæta framkvæmd á þessu sviði á vettvangi lögreglu, ákæruvalds og dómstóla.

 

Píratar – X-P

 

Píratar vilja fyrirbyggjandi aðgerðir gegn kynferðisofbeldi með aukinni fræðslu á grunn- og menntaskólastigi með áherslu á upplýst samþykki, auk þess að fagstéttir fái aukna þjálfun í því að kljást við kynferðisofbeldi. Við viljum að tillögum starfshóps forsætisráðuneytisins um kynferðisofbeldi frá 2013 sé fylgt eftir meðal annars með áhættumati á dæmdum barnaníðingum og auknum meðferðarúrræðum fyrir þá.

Refsiramminn í kynferðisbrotamálum er tiltölulega hár en dómstólar beita þeim ekki til fulls í samanburði við önnur mál eins og t.d. fíkniefnabrot. Mikilvægt er að hugarfarsbreyting eigi sér stað um alvarleika þessara brota og skoða þarf sérstaklega hvers vegna ofbeldisbrot fá svona væga dóma þrátt fyrir refsirammann.

Píratar vilja passa upp á rétt þolenda og veita þeim rödd. Þolendur eiga að fá aðild að dómsmálum og þar með aðgang að sömu gögnum og gerendur, auk þess sem tryggja verður rétt þeirra til að bera vitni án þess að vera í sama rými og gerandi.

Loks leggja Píratar áherslu á að þeir sem hafi framið alvarleg kynferðisbrot, kynferðisbrot á börnum og manndráp geti ekki fengið lögmannsréttindi, og þar með komist í valdastöðu gagnvart þolendum í framtíðinni.

 

Alþýðufylkingin  – X-R

 

Það væri rétt að herða refsingar vegna kynferðisbrota sem og allt annað sem getur fækkað þeim eða fælt fólk frá að fremja þau. Það átak er að miklu leyti menningarlegt frekar en réttarfarslegt, en þó skal koma fram að við viljum að úrlausn ágreiningsefna, m.a. fyrir dómstólum,  verði gjaldfrjáls.

 

Samfylkingin – Jafnaðarmannaflokkur Íslands – X-S

 

Dómar í kynferðisbrotum hafa þyngst nokkuð undanfarin ár. Það þarf ekki að hækka refsirammann, sem er 16 ár, rétt eins og manndráp, en hins vegar má líklega taka undir að dómar ættu að vera þyngri.

Brýnt er að efla löggæslu svo rannsóknir í slíkum málum verði betri, málsmeðferð hraðari og að fleiri mál sæti ákæru. Þessar úrbætur eru hluti af kosningamáli Samfylkingarinnar um stórsókn gegn ofbeldi.

Við ætlum að setja einn milljarð króna árlega inn í stórsókn gegn ofbeldi til að:

  1. Efla löggæslu í landinu en það þýðir að fjölga lögregluþjónum og rannsakendum stórlega. Á höfuðborgarsvæðinu einu er áætlað að vanti eitt hundrað löggur svo vel eigi að vera. Skortur á faglærðum lögregluþjónum er allsstaðar um landið og kemur það auðvitað niður á því starfi sem þar er unnið. Þetta kemur harkalega niður á meðferð kynferðis-, heimilis- og annarra ofbeldisbrota enda bitnar þetta á rannsóknum og meðferð mála. Það gengur ekki að brotaþolar sem og gerendur þurfi að bíða í 2 – 3 ár eftir niðurstöðu mála. Þetta fælir brotaþola frá því að kæra og rannsóknir verða einfaldlega ekki eins góðar.
  2. Markviss vinna er varðar forvarnir og fræðslu. Ekki enn eitt átakið sem lifir í mánuð heldur fókuserað starf sem sett er inn í allar menntastofnanir, öll skólastigin. Þar eru hvort tveggja gerendur og brotaþolar í nútíð og framtíð sem þurfa að læra það frá fyrsta degi að ofbeldi drepur. Langtímaverkefni er málið – setja þetta inn í alla samfélagsfræðslu og það með markvissum hætti.
  3. Samræma móttöku þolenda kynferðis og heimilisofbeldis um allt land. Neyðarmóttaka Landspítala er sífellt í þróun og að bæta þjónustu sína en betur má ef duga skal. Það þarf að samræma móttöku og meðferð mála um allt land og á sumum stöðum erum við áratugum á eftir þegar kemur að utan uhaldi þessara mála.

 

Sjá einnig:

Þrjú helstu atriðin sem flokkurinn setur á oddinn í kosningabaráttunni

Velferðarmálin og almannatryggingar

Efnahags- og atvinnumál

Mennta- og menningarmál

Utanríkismál

Stjórnkerfið

Það sem kjósendur ættu að varast

Umhverfismál

Þarf að herða refsingar í kynferðisbrotamálum?

Samgöngumál

Á Þjóðkirkjan að vera á fjárlögum?

Stjórnarskráin

Húsnæðismál

Sjávarútvegsmál

Uppreist æra

Málefni krabbameinssjúklinga

Útlendingamál

Landbúnaðarmál

 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Samkeppni um listaverk á vegg sjávarútvegshússins -Hjörleifur tjáir sig ekki

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur ákveðið í samráði við Samtök íslenskra myndlistamanna að efna til samkeppni um nýtt listaverk sem prýða skal gafl sjávarútvegshússins. Eins og kunnugt er var málað yfir mynd af „sjómanninum“ í sumar, sem prýddi gaflinn í næstum tvö ár, sem hluti af Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni. Var Hjörleifur Guttormsson, fyrrum ráðherra, sagður einn […]

Enn frestar Hannes skýrslunni – Átti að birtast eftir helgi

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ og höfundur skýrslu um bankahrunið, sem til stóð að gefa út núna á mánudaginn, hefur frestað birtingu hennar fram í janúar. Þetta segir hann í pistli á Pressunni. Skýrslan hefur tekið um þrjú ár í vinnslu, en átti upphaflega að koma út árið 2015, samkvæmt samningi Félagsvísindastofnunnar […]

Vilja fá sérstakt ráðuneyti öldrunarmála -Skora á stjórnarmyndunarflokkana

Landssamband eldri borgara hefur sent frá sér áskorun, sem samþykkt var á stjórnarfundi félagsins í gærkvöldi. Þar er skorað á þá stjórnmálaflokka sem nú ræða myndun ríkisstjórnar, að stofna sérstakt embætti ráðherra öldrunarmála. Þórunn Sveinbjörnsdóttir er formaður Landssambands eldri borgara. Telur hún áskorunina raunhæfa ?   „Já við erum að horfa til þess að í […]

Sigmundur baunar á stjórnarmyndunarflokkana

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, ritaði pistil á heimasíðu flokksins í dag. Þar segir hann meðal annars að Vinstri grænir séu að veita Sjálfstæðis-flokknum „uppreist æru“ og vitnar þar í málið sem varð til þess að Björt framtíð sleit stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn.       Þá spáir hann því einnig að Bjarni Benediktsson […]

Jóhanna Sigurðardóttir rifjar upp gömul svik Jóns Baldvins

Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, var gestur Kastljóssins í gærkvöldi í tilefni af útgáfu ævisögu hennar, Minn tími. Meðal þess sem kom fram í þættinum var upprifjun Jóhönnu á samskiptum hennar við Jón Baldvin Hannibalsson, en þau voru oft á tíðum erfið meðan þau voru samherjar í Alþýðuflokknum. Þau voru bæði ráðherrar í Viðeyjarstjórn Davíðs Oddsonar […]

Ræða skattamál í dag

Samkvæmt heimildum Eyjunnar verða skattamál ofarlega á baugi í stjórnarmyndunarviðræðum í dag, líkt og í gær. Vinstri grænir eru sagðir vilja lækka skatt hjá þeim sem eru í lægsta skattþrepinu en á móti hækka fjármagnstekjuskatt. Þá er lækkun tryggingargjalds sagt krafa frá Sjálfstæðiflokknum. Þá eru umhverfismál einnig ofarlega á baugi hjá Vinstri grænum sem og […]

Nóbelsverðlaunahafi segir Donald Trump vera fasista

Bandaríski hagfræðingurinn og nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz, sem starfaði sem ráðgjafi Bill Clinton í forsetatíð hans, segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti, sé fasisti.  Í nýrri bók rekur hann áhyggjur sínar af þeim vaxandi ójöfnuði sem ríkt hefur vestra undanfarin ár og reiðinni fylgdi í kjölfarið. „Ég sagði í fyrstu, að ef við löguðum ekki þetta vandamál […]

Friðheimar hlutu Nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar 2017

Friðheimar hlutu Nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar fyrir árið 2017 í dag. Verðalunin voru afhent af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Markmiðið með verðlaununum er að hvetja fyrirtæki innan SAF til nýsköpunar og vöruþróunar, að því er segir í tilkynningu. Friðheimar er bæði veitingastaður og tómataræktun. Á heimasíðu þess segir: „Friðheimar er fjölskyldurekið fyrirtæki þar sem eru […]

Katrín um fjölgun ráðherra: „Ég hef ekki hug á því“

Opnað var á umræðu um skiptingu ráðuneytisstóla í gær í stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þaðan bárust fréttir um að skipta ætti upp fjármála- og efnahags-ráðuneytinu með það í huga að Framsókn fengi síðarnefnda ráðuneytið og Bjarni Benediktsson það fyrra. Hinsvegar virðist Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og væntanlegur forsætisráðherra, ekki spennt fyrir þeim […]

Minnist þátttöku Vestur-Íslendinga í fyrri heimsstyrjöld

Íslendingar hafa löngum stært sig af því að eiga engan her og ekki tekið þátt í stríðum, ekki sem þjóðríki að minnsta kosti. En fyrir rúmlega 100 árum tóku fjölmargir Vestur-Íslendingar þátt í fyrri heimsstyrjöldinni, sem höfðu gengið í kanadíska herinn haustið 1914 til að þjóna sínu nýja föðurlandi.   Í bókinni „Mamma, ég er […]

Björn Valur: „Óráð hjá nýrri ríkisstjórn að fjölga ráðherrum“

Fyrrum varaformaður Vinstri grænna, Björn Valur Gíslason, vill ekki fjölgun ráðuneyta í væntanlegri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Þetta segir hann í pistli á heimasíðu sinni. Samkvæmt fréttum er það nú rætt í stjórnarmyndunar-viðræðum að  fjölga ráðuneytum með þeim hætti að skipta upp fjármálaráðuneytinu, þar sem Framsókn vill stjórna efnahagsmálum. Fjármálaráðuneytið er sagt tilheyra […]

Jón Steinar skrifar: „Málinu drepið á dreif“

Í síðustu viku kom Helgi Seljan fréttamaður á RÚV að máli við mig og óskaði eftir viðtali um nýútkomna bók mína „Með lognið í fangið“ og málssókn Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara á hendur mér. Benedikt byggir málssókn sína á því að ég hafi meitt æru hans með því að nota í bókinni orðið„dómsmorð“ um dóm hans […]

Verður ráðuneytum fjölgað ?

Meðal þess sem rætt er í stjórnarmyndunarviðræðum er fjölgun ráðuneyta. Það ku vera Framsóknarflokkurinn sem leggur áherslu á að fá efnahagsmálin á sitt borð, en fjármálaráðuneytið er talið fara til Bjarna Benediktssonar. Þetta segir á Vísi. Því muni fjármálaráðuneytinu hugsanlega skipt upp í tvö ráðuneyti, líkt og því var háttað fyrir 2009. Þá segir að […]

Samhljóða Steingrímur og Óli Björn í leiðaraopnu Moggans

Er ný ríkisstjórn að fæðast – jú, margt bendir til þess. Og nú má greina samhljóm með Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokknum. Til dæmis á leiðaraopnu Morgunblaðsins í dag. Þar eru tvær greinar sem eru mjög keimlíkar. Önnur er eftir Steingrím J. Sigfússon, fyrrverandi formann VG, hin er eftir Óla Björn Kárason, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Hingað til […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is