Sunnudagur 22.10.2017 - 07:40 - Ummæli ()

Guðjón Brjánsson: Hvernig á að auka sjávarútveg á Vestfjörðum?

Blaðið Vestfirðir sendi frambjóðanda í efsta sæti á öllum níu listum í Norðvesturkjördæmi svohljóðandi spurningu: Aðeins um 7% af framleiðslunni í sjávarútvegi var 2015 á Vestfjörðum, en hlutfallið var um 16% fram til um 1995. Hvaða breytingar telur þú að þurfi að gera, m. a. á löggjöf um stjórn fiskveiða, til þess að sjávarútvegur vaxi á Vestfjörðum til fyrra horfs? 

Guðjón Brjánsson, Samfylkingin.

Þróunin á Vestfjörðum og víðar hefur verið nöturleg og við horfum upp á það með trega. Núverandi kerfi hefur leitt til þessa og fyrirstaða virðist harla lítil. Sömuleiðis virðist enn lítill pólitískur vilji í raun til breytinga og til að rétta hag sjávarbyggða sem farið hafa halloka í núverandi laga- og rekstrarumhverfi.  Ein birtingarmyndin er sú að auki að starfsmenn í greininni eru gerðir uggandi um sinn hag, því skilaboðn frá útgerðinni eru skýr, að breytingar þýði ekkert annað en ólán, atvinnumissi og almenna ógæfu fyrir land og þjóð.

Það er ekki auðvelt að sjá hvernig Vestfirðir geti náð fyrri stöðu í óbreyttu umhverfi. Fiskveiðikerfinu þarf að breyta í heild sinni en þó er hægt að taka lítil en markviss skref í áttina strax. Það var áréttað fyrr á þessu ári þegar við í Samfylkingunni lögðum fram frumvarp til breytinga á núverandi lögum um stjórn fiskveiða. Breytingin gekk út á, að á því fiskveiðiári sem nú er nýhafið yrði viðbótarkvótanum ekki dreift með sama hætti og áður. Tvö árin á undan hafði þorskkvótinn verið aukinn umtalsvert og horfur eru á sömu þróun á næstu árum. 1. september s.l. var hann aukinn um 11 þús. tonn að mig minnir.  Þá aukningu vildum við skv. frumvarpinu að yrði tekin til hliðar og boðin út í tilraunaskyni.  Það hefði engan skaðað og ekkert verið tekið frá neinum. Með því hefði hinsvegar fengist dýrmæt reynsla á þeirri leið sem við tölum fyrir. Í útfærslu tilboðsleiðarinnar yrðu settar reglur sem tækju tillit til byggðasjónarmiða til að koma í veg fyrir samþjöppun og virða sérstöðu minni útgerða.  Þetta hefði aukið svigrúm innan kerfisins og sennilega gert nýliðun viðráðanlegri og veitt best reknu fyrrtækjunum aukin tækifæri hvort sem þau eru gömul eða ný. Á þetta var blásið með gamalkunnum rökum, aðrir í minnihlutaflokkar hengdu haus og við sitjum enn föst í sama farinu.

Það er komin marktæk reynsla af þeirri aðferð sem er notuð við álagningu veiðigjalda.  Staðan er og hefur verið sú að nýliðar borga fullt verð fyrir veiðiheimildir til kvótaeigenda.

Í þorski er þetta um þessar mundir c.a. 2800 kr. fyrir aflahlutdeild (langtímaveiðirétt) en 170 kr. fyrir aflamark (leiguliðarnir). Ríkið bætir svo sínum auðlindagjöldum ofaná. Núna eru þau 23 kr. á kíló. Þessi aðferð lokar aðganginum fyrir nýliðun. Vilji stjórnvöld fá hærri hlut arðsins til ríkisins loka þau enn meira fyrir aðgang nýliða. Þetta er vítahringur sem kemur líka í veg fyrir að þróun geti orðið til eðlilegs endurgjalds af auðlindinni. Með öðrum orðum, ríkisvaldið afhendir útgerðarmönnum séraðstöðu til að selja aðgang að atvinnugreininni, svo einfalt og skýrt er það.  Þeir mæta á hafnarbakkann og innheimta fullt verð af nýliðum og kvótalitlum útgerðum. Þegar svo þessir sömu nýliðar og kvótalitlir útgerðarmenn koma að landi með afla sinn mætir síðan ríkið og heimtar sinn hlut.

Þetta er vítahringur og sjálfhelda sem kemur í veg fyrir að þjóðin fái eðlilegt afgjald af auðlindinni og brot á jafnræði þeirra sem vilja stunda útgerð og þetta er óboðleg gagnvart nýliðum og kvótalitlum útgerðum.  Þetta er það kerfi sem íhaldsöflin verja með kjafti og klóm.

Einn af kostum tilboðsleiðar er að leigugjald sem greitt er fyrir aflahlutdeildir sveiflast sjálfkrafa með arðsemi veiða og dregur úr líkum á pólitískum inngripum um ákvörðun leiguverðs. Þannig byggist upphæð leigugjalds ekki á matskenndum ákvörðunum. Eigendur auðlindarinnar, fólkið í landinu getur treyst því að ekki sé verið að hygla einum umfram annan. Útgerðin ákvarðar sjálf það gjald sem hún telur sér fært að greiða fyrir aðgang að auðlindinni með tilboðum á markaði og það kemur líka í veg fyrir brask með kvótann. Einnig styrkir tilboðsleiðin rekstrarumhverfi sjávarútvegsins til lengri tíma vegna þess að duttlungar stjórnmálamanna ráða ekki með ófyrirséðum breytingum frá einu kjörtímabili til annars.

Stefna Samfylkingarinnar byggist á jafnræði og í þá veru viljum við breyta kerfinu.  Það er sannarlega ástæða til að árétta það með þær væntingar í huga að hagsmunaaðilar skoði málin með ábyrgum og yfirveguðum hætti í því ljósi.

Birtist fyrst í Vestfirðir. 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Rússnesk rúlletta á Reykjanesbrautinni

Þórólfur Júlían Dagsson ritar: Það er þyngra en tárum taki að baráttunni um betri vegasamgöngur frá Reykjanesbæ um Reykjanesbraut sé enn ekki lokið. Allt of margir hafa lent í alvarlegum umferðarslysum á þessum vegarkafla milli Reykjavíkur og Reykjanesbæjar og allt of margir hafa hreinlega látið lífið. Við þetta verður ekki unað. Barátta bæjarbúa á sýnum […]

Guðlaugur Þór gaf Íslendingasögurnar í sænskri þýðingu

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, afhenti Alice Bah Kunke, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, til gjafar Íslendingasögurnar í sænskri þýðingu við hátíðlega athöfn í Uppsölum í dag. Í ræðu sinni rakti ráðherra sagnaarfinn og þýðingu Íslendingasagnanna enn þann dag í dag. „“Ber er hver að baki nema bróður sér eigi“, segir í sögnunum og er þar vísað til vopnaðra […]

Ríkisstjórnin lýsir yfir vantrausti á kjararáð- Myndar starfshóp um „breytt fyrirkomulag“ og „úrbætur“

Ríkisstjórnin hefur skipað starfshóp um kjararáð, í samráði við „heildarsamtök á vinnumarkaði“, líkt og segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. „Hópurinn skal bera saman fyrirkomulag um ákvörðun launa hjá kjörnum fulltrúum, dómurum og embættismönnum í nágrannalöndum og leggja fram tillögur að breyttu fyrirkomulagi launaákvarðana kjararáðs, sé annað fyrirkomulag talið líklegra til betri sáttar í þjóðfélaginu til […]

Gunnar Atli ráðinn aðstoðarmaður Kristjans Þórs

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ráðið Gunnar Atla Gunnarsson sem aðstoðarmann sinn. Hann hefur störf í ráðuneytinu í dag. Kristján Þór mun þar með hafa tvo aðstoðarmenn en fyrir er Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir sem er sem stendur í fæðingarorlofi. Gunnar Atli er stúdent frá Menntaskólanum á Ísafirði, með Mag. Jur. í lögfræði frá […]

Vilhjálmur Bjarnason: „Borgin stundar mikinn fjandskap við íbúa sína“

Vilhjálmur Bjarnason, frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu borgarstjórnarkosningar, skrifar grein í Morgunblaðið í dag, hvar hann fer yfir helstu hugðarefni sín í borgarmálunum. Eru þar húsnæðis- og velferðarmál ofarlega á baugi, en athygli vekur að Vilhjálmur minnist lítið sem ekkert á samgöngumál eða borgarlínu, en hann hefur þó áður lýst yfir efasemdum um hana, […]

Strætó að eldast – Um helmingur 10 ára eða eldri

Samgöngumál borgarinnar eru nú í brennidepli, þegar styttist í sveitastjórnarkosningar. Ljóst er að samgöngumál verða eitt af stóru kosningamálunum, ekki síst almenningssamgöngur, þar sem Borgarlínan hefur verið í forgrunni. En hvernig stendur Strætó ? Samkvæmt Jóhannesi Rúnarssyni, framkvæmdarstjóra Strætó, eru 49 af 95 strætisvögnum fyrirtækisins 10 ára eða meira og eru tveir þeirra 18 ára […]

Borgin úthlutaði lóðum fyrir 1711 íbúðir árið 2017

Alls voru samþykktar lóðaúthlutanir fyrir 1.711 íbúðir í borgarráði á síðasta ári. Mikill meirihluti úthlutaðra lóða var fyrir byggingarfélög sem starfa án hagnaðarsjónarmiða. Borgarráð fékk kynningu á úthlutunum lóða á fundi sínum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Úthlutað var lóðum fyrir 1.711 íbúðir í borgarráði í fyrra. Af þeim eru 1.422 […]

Forsætisráðherra í heimsóknarhug

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á faraldsfæti í gær, en hún heimsótti bæði umboðsmann barna og Seðlabankann. Umboðsmaður barna, Salvör Nordal, gerði Katrínu grein fyrir stefnumótun og áherslum embættisins fyrir tímabilið 2018 til 2022. Fram kom að embættið telur brýnt að efla stefnumótun á mörgum sviðum sem tengjast börnum. Grunnur að því sé greining á stöðu […]

Þórir Guðmundsson ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis

Þórir Guðmundsson hefur verið ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og vísir.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vodafone. Þórir er með meistaragráðu í alþjóðlegum samskiptum frá Boston University og B.A. gráðu í Blaða- og fréttamennsku frá University of Kansas. Þórir starfaði sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, fyrst á árunum 1986 til 1999 og svo […]

Dauðans alvara – eftir Jón Pál Hreinsson og Pétur G. Markan

Þegar þessi orð eru skrifuð hefur einangrun Djúpsins verið viðvarandi frá laugardagskvöldi 13. janúar. Hvað þýðir það í nútímasamfélagi? Frá 13. janúar hafa allir vegir verið lokaðir til svæðisins, vegna ófærðar og snjóflóða, og flugsamgöngur verið stopular til landshlutans, vegna óhagstæðra vinda. Tvær megin orsakir eru til grundvallar þessari eingangrun; erfitt flugvallarstæði á Ísafirði og […]

ESB ræðst gegn plastmengun: Meira af plasti en fiski í sjónum árið 2050 með sama áframhaldi

Samkvæmt nýrri áætlun Evrópusambandsins verða allar plastumbúðir gerðar úr endurvinnanlegu efni fyrir árið 2030, dregið verður verulega úr notkun einnota plasts og skorður settar við notkun örplasts. Áætlun Evrópusambandsins til að bregðast við plastmengun er ætlað að vernda náttúruna, verja íbúana og styrkja fyrirtækin. Áætlunin er sú fyrsta sinnar tegundar og á að stuðla að […]

Stefnt að opnun neyslurýma fyrir vímuefnaneytendur

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett af stað vinnu í velferðarráðuneytinu til að undirbúa opnun neyslurýma fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. Neyslurými sem þessi eru þekkt úrræði erlendis og byggjast á hugmyndafræði skaðaminnkunar. Alþingi samþykkti í maí árið 2014 ályktun um að stefna í vímuefnamálum skyldi endurskoðuð „á grundvelli lausnamiðaðra og mannúðlegra úrræða, á forsendum heilbrigðiskerfisins og […]

Arnar Þór Sævarsson verður aðstoðarmaður félags- og jafnréttismálaráðherra

Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ráðið Arnar Þór Sævarsson, fráfarandi sveitarstjóra á Blönduósi aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Arnar Þór útskrifaðist úr lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1999 og tók ári síðar réttindi til að gegna lögmennsku. Hann hefur gegnt stöðu sveitarstjóra á Blönduósi frá árinu 2007. Áður var hann aðstoðarmaður Jóns Sigurðssonar, þáverandi […]

Virtur læknir óttast að Trump fái hjartaáfall-Mældist með hættulega hátt kólesteról

Donald Trump Bandaríkjaforseti var sagður við hestaheilsu í reglubundinni læknisskoðun sinni á dögunum, þegar hann var skoðaður af lækni Hvíta hússins, Dr. Ronny L. Jackson. Sagði læknirinn að hjarta- og æðakerfi Trumps væri í fínu standi, þrátt fyrir að LDL kólesteról magnið mældist 143, sem er langt yfir viðmiðunarmörkum. LDL kólesteról er gjarnan nefnt „vonda“ […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is