Sunnudagur 22.10.2017 - 09:11 - Ummæli ()

Hagsmunamál eldri borgara voru ekki ofarlega á forgangslistanum hjá Katrínu og Vinstri grænum

Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna.

Sigurður Jónsson skrifar: Nú styttist í það að landsmenn gangi að kjörborðinu og velji sér þingmenn til að sitja á Alþingi. Athyglisvert er að fylgjast með
málflutningi Katrínar Jakobsdóttur formanns VG. Loforðin flæða úr munni hennar. Henni vefst aftur á móti tunga um tönn þegar hún er spurð hvernig eigi að fjármagna öll loforðin. Segist ekki ætla að hækka skatta á almenning nema á þá sem hafa yfir 25 milljónir í árstekjur. Hvernig ætlar hún að ná 70 milljörðum á ári á þennan hátt. Katrín segist ætla að fjölga skattþrepum. Það verður ekki gert öðru vísi en að auka skattbyrði millitekjuhópa. Í dag þurfa þeir sem eru með um 900 þúsund krónur í tekjur og meira að greiða af umframtekjum 46% í skatt. Er það bara ekki nóg.

Staðreyndin er sú að með þeirri leið sem Bjarni Benediktsson og Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðað að taka eigi milljarða út úr bankakerfinu til að standa undir uppbyggingu innviðanna er óþari að ráðast í skattahækkanir. Það á frekar að stuðla að skattalækkunum hjá almenningi.

Sigurður Jónsson, höfundur greinar og ritstjóri Reykjaness.

Nú segir Katrín Jakobsdóttir og VG að gera verði mun betur við eldri borgara.
Sem betur fer eru allir stjórnmálaflokkar sammála um þetta. En hvernig
er reynsla eldri borgara af forgangsröðun Katrínar og VG þegar þau voru í Vinstri stjórninni. Hagur eldri borgara var ekki ofarlega á forgangslistanum hjá Katrínu formanni VG þá en hún átti sæti í Vinstri stjórninni. Eldri borgarar þurftu að sæta mikilli kjaraskerðingu hjá Vinstri stjórninni á meðan Katrín og félagar stóðu vörð um fjármálakerfið. Við erum ekki búin að gleyma þessu.

Eftir að Katrín og Vinstri stjórnin setti Evrópumet í fylgistapi hefur hagur eldri borgara lagast, en langt frá því að það sé nóg að gert. Eldri borgarar þurfa að fá mun meiri leiðréttingu,en miðað við fyrri reynslu er ekki líklegt að Katrín  Jakobsdóttir og VG setji það ofarlega á forgangslista sinn.

Til að hægt sé að bæta hag eldri borgara þarf að vera stöðugleiki og næg atvinna til að skapa ríkissjóði tekjur. Reynsla þjóðarbúsins af vinstri stjórn hefur aldrei verið góð.

Tvískinnungur Vinstri grænna í umhverfismálum

Vinstri græn gefa sig út fyrir að vera mikill umhverfisverndarflokkur. Á þeim tíma sem VG og Katrín Jakobsdóttir sátu í ríkisstjórn með Samfylkingunni var umhverfismálunum hressilega fórnað. Katrín Jakobsdóttir og félagi Steingrímur J. beittu sér af fullum þunga til að byggja kísilver á Bakka við Húsavík. Merkilegt að flokkur sem kennir sig við umhverfisvernd skuli stuðla að byggingu kísilvers sem kemur til með að brenna 66 þúsund tonnum af kolum á ári. Hvað á það skylt
við umhverfisnefnd?

Í umræðuþætti í sjónvarpinu var Katrín formaður VG spurð um þetta. Hún sagði að gera hefði þurft málamiðlum við Samfylkinguna. Katrín reynir sem sagt að koma skömminni yfir á Samfylkinguna. Ansi er þetta ódýrt hjá Katrínu. Sem sagt Katrín og VG voru reiðubúin að fórna umhverfishugsjóninni til að fá ráðherrastólana.

Geta kjósendur virkilega treyst svona stjórnmálamanni?

Annað dæmi um tvískinnung VG. Þau samþykktu að hefja olíuleit á drekasvæðinu. Reyndu svo að klóra yfir það þegar þau voru ekki lengur í ríkisstjórn.

Skítkast í stað málefna

Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með kosningabaráttunni að þessu sinni. Vinstri flokkarnir forðast það eins og heitan graut að ræða málefnin og hversu staða  þjóðarbúsins er góð. Sjálfstæðisflokkuirinn leggur áherslu á framtíðina,hvernig getum við haldið áfram að stuðla að framförum,hvernig er hægt að byggja upp innviðina og auka t.d. heilbrigðisþjónustuna, bæta hag eldri borgara,stuðla að því að yngra fólk geti eignast húsnæði svo eitthvað sé nefnf.

Nei, þetta vilja vinstri menn ekki ræða. Aðalatrið er að ráðast á manninn. Nógu mikið af skítkasti er þeirra aðalmarkmið.

Kjósendur fá tækifæri til að kveða upp sinn dóm laugardaginn 28.október n.k. Þú ræður hvort málefnaleg umræða með lausnum er það sem þú kýst eða hvort skítkastið.

Birtist fyrst í Reykjanes.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Rússnesk rúlletta á Reykjanesbrautinni

Þórólfur Júlían Dagsson ritar: Það er þyngra en tárum taki að baráttunni um betri vegasamgöngur frá Reykjanesbæ um Reykjanesbraut sé enn ekki lokið. Allt of margir hafa lent í alvarlegum umferðarslysum á þessum vegarkafla milli Reykjavíkur og Reykjanesbæjar og allt of margir hafa hreinlega látið lífið. Við þetta verður ekki unað. Barátta bæjarbúa á sýnum […]

Guðlaugur Þór gaf Íslendingasögurnar í sænskri þýðingu

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, afhenti Alice Bah Kunke, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, til gjafar Íslendingasögurnar í sænskri þýðingu við hátíðlega athöfn í Uppsölum í dag. Í ræðu sinni rakti ráðherra sagnaarfinn og þýðingu Íslendingasagnanna enn þann dag í dag. „“Ber er hver að baki nema bróður sér eigi“, segir í sögnunum og er þar vísað til vopnaðra […]

Ríkisstjórnin lýsir yfir vantrausti á kjararáð- Myndar starfshóp um „breytt fyrirkomulag“ og „úrbætur“

Ríkisstjórnin hefur skipað starfshóp um kjararáð, í samráði við „heildarsamtök á vinnumarkaði“, líkt og segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. „Hópurinn skal bera saman fyrirkomulag um ákvörðun launa hjá kjörnum fulltrúum, dómurum og embættismönnum í nágrannalöndum og leggja fram tillögur að breyttu fyrirkomulagi launaákvarðana kjararáðs, sé annað fyrirkomulag talið líklegra til betri sáttar í þjóðfélaginu til […]

Gunnar Atli ráðinn aðstoðarmaður Kristjans Þórs

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ráðið Gunnar Atla Gunnarsson sem aðstoðarmann sinn. Hann hefur störf í ráðuneytinu í dag. Kristján Þór mun þar með hafa tvo aðstoðarmenn en fyrir er Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir sem er sem stendur í fæðingarorlofi. Gunnar Atli er stúdent frá Menntaskólanum á Ísafirði, með Mag. Jur. í lögfræði frá […]

Vilhjálmur Bjarnason: „Borgin stundar mikinn fjandskap við íbúa sína“

Vilhjálmur Bjarnason, frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu borgarstjórnarkosningar, skrifar grein í Morgunblaðið í dag, hvar hann fer yfir helstu hugðarefni sín í borgarmálunum. Eru þar húsnæðis- og velferðarmál ofarlega á baugi, en athygli vekur að Vilhjálmur minnist lítið sem ekkert á samgöngumál eða borgarlínu, en hann hefur þó áður lýst yfir efasemdum um hana, […]

Strætó að eldast – Um helmingur 10 ára eða eldri

Samgöngumál borgarinnar eru nú í brennidepli, þegar styttist í sveitastjórnarkosningar. Ljóst er að samgöngumál verða eitt af stóru kosningamálunum, ekki síst almenningssamgöngur, þar sem Borgarlínan hefur verið í forgrunni. En hvernig stendur Strætó ? Samkvæmt Jóhannesi Rúnarssyni, framkvæmdarstjóra Strætó, eru 49 af 95 strætisvögnum fyrirtækisins 10 ára eða meira og eru tveir þeirra 18 ára […]

Borgin úthlutaði lóðum fyrir 1711 íbúðir árið 2017

Alls voru samþykktar lóðaúthlutanir fyrir 1.711 íbúðir í borgarráði á síðasta ári. Mikill meirihluti úthlutaðra lóða var fyrir byggingarfélög sem starfa án hagnaðarsjónarmiða. Borgarráð fékk kynningu á úthlutunum lóða á fundi sínum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Úthlutað var lóðum fyrir 1.711 íbúðir í borgarráði í fyrra. Af þeim eru 1.422 […]

Forsætisráðherra í heimsóknarhug

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á faraldsfæti í gær, en hún heimsótti bæði umboðsmann barna og Seðlabankann. Umboðsmaður barna, Salvör Nordal, gerði Katrínu grein fyrir stefnumótun og áherslum embættisins fyrir tímabilið 2018 til 2022. Fram kom að embættið telur brýnt að efla stefnumótun á mörgum sviðum sem tengjast börnum. Grunnur að því sé greining á stöðu […]

Þórir Guðmundsson ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis

Þórir Guðmundsson hefur verið ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og vísir.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vodafone. Þórir er með meistaragráðu í alþjóðlegum samskiptum frá Boston University og B.A. gráðu í Blaða- og fréttamennsku frá University of Kansas. Þórir starfaði sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, fyrst á árunum 1986 til 1999 og svo […]

Dauðans alvara – eftir Jón Pál Hreinsson og Pétur G. Markan

Þegar þessi orð eru skrifuð hefur einangrun Djúpsins verið viðvarandi frá laugardagskvöldi 13. janúar. Hvað þýðir það í nútímasamfélagi? Frá 13. janúar hafa allir vegir verið lokaðir til svæðisins, vegna ófærðar og snjóflóða, og flugsamgöngur verið stopular til landshlutans, vegna óhagstæðra vinda. Tvær megin orsakir eru til grundvallar þessari eingangrun; erfitt flugvallarstæði á Ísafirði og […]

ESB ræðst gegn plastmengun: Meira af plasti en fiski í sjónum árið 2050 með sama áframhaldi

Samkvæmt nýrri áætlun Evrópusambandsins verða allar plastumbúðir gerðar úr endurvinnanlegu efni fyrir árið 2030, dregið verður verulega úr notkun einnota plasts og skorður settar við notkun örplasts. Áætlun Evrópusambandsins til að bregðast við plastmengun er ætlað að vernda náttúruna, verja íbúana og styrkja fyrirtækin. Áætlunin er sú fyrsta sinnar tegundar og á að stuðla að […]

Stefnt að opnun neyslurýma fyrir vímuefnaneytendur

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett af stað vinnu í velferðarráðuneytinu til að undirbúa opnun neyslurýma fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. Neyslurými sem þessi eru þekkt úrræði erlendis og byggjast á hugmyndafræði skaðaminnkunar. Alþingi samþykkti í maí árið 2014 ályktun um að stefna í vímuefnamálum skyldi endurskoðuð „á grundvelli lausnamiðaðra og mannúðlegra úrræða, á forsendum heilbrigðiskerfisins og […]

Arnar Þór Sævarsson verður aðstoðarmaður félags- og jafnréttismálaráðherra

Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ráðið Arnar Þór Sævarsson, fráfarandi sveitarstjóra á Blönduósi aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Arnar Þór útskrifaðist úr lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1999 og tók ári síðar réttindi til að gegna lögmennsku. Hann hefur gegnt stöðu sveitarstjóra á Blönduósi frá árinu 2007. Áður var hann aðstoðarmaður Jóns Sigurðssonar, þáverandi […]

Virtur læknir óttast að Trump fái hjartaáfall-Mældist með hættulega hátt kólesteról

Donald Trump Bandaríkjaforseti var sagður við hestaheilsu í reglubundinni læknisskoðun sinni á dögunum, þegar hann var skoðaður af lækni Hvíta hússins, Dr. Ronny L. Jackson. Sagði læknirinn að hjarta- og æðakerfi Trumps væri í fínu standi, þrátt fyrir að LDL kólesteról magnið mældist 143, sem er langt yfir viðmiðunarmörkum. LDL kólesteról er gjarnan nefnt „vonda“ […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is