Mánudagur 23.10.2017 - 22:00 - Ummæli ()

Afstaða flokkanna: Á Þjóðkirkjan að vera á fjárlögum?

Eyjan mun fram að kjördegi bjóða framboðum sem taka þátt í Alþingiskosningunum 28. október næstkomandi að svara spurningum um ýmis málefni, allt frá húsnæðismálum til menntamála.

Í dag er spurt:

Á Þjóðkirkjan að vera á fjárlögum?

Svörum flokkanna er raðað eftir listabókstaf framboðsins.

 

Björt framtíð – X-A

 

Björt framtíð er frjálslyndur flokkur sem vill aðskilnað ríkis og kirkju og telur að hún eigi að fjármagna sig með félagsgjöldum eða eftir atvikum með öðrum hætti, eins og önnur frjáls félagasamtök.

 

Viðreisn – X-C

 

Stefna Viðreisnar er að aðskilja beri ríki og kirkju á þeirri grunnforsendu að stjórnvöld eigi ekki að taka afstöðu í trúarlegum efnum eða hygla einstökum trúar- og lífsskoðunarhópum fram yfir aðra.

Samkvæmt núgildandi stjórnarskrá er Alþingi heimilt að breyta sambandi ríkis og kirkju með lögum (62. gr.), en slíka ákvörðun skal bera undir þjóðaratkvæði (79. gr.).

Frá 1907 hafa íslensk stjórnvöld nokkrum sinnum gert samkomulag við Þjóðkirkjuna, m.a. vegna álitaefna varðandi yfirtöku ríkisins á kirkjujörðum. Núgildandi samkomulag, frá árinu 1997, miðast við að ríkið greiði laun tiltekins fjölda starfsmanna Þjóðkirkjunnar. Ljóst er að breytingar á því fyrirkomulagi krefjast þess að umræddir samningar verði endurskoðaðir.

 

 

Sjálfstæðisflokkurinn – X-D

 

Fram kemur í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins 2015:

Áhrif kristni á íslenskt samfélag hafa bæði sögu- og menningarlega þýðingu. Aðskilnað ríkis og kirkju þarf að framkvæma með farsæld þjóðarinnar að leiðarljósi.

Aðskilja þarf ríki og kirkju með farsæld þjóðkirkjunnar og þjóðarinnar að leiðarljósi.

Íslensk menning og samfélag er mótað af kristilegum gildum og viðhorfum um aldir. Í dag er sótt að  þeim gildum og því ber nauðsyn til að vera á varðbergi og hlúa að kirkju og kr istni sem hluta af þeirri vestrænu arfleifð sem er grunnur íslensks samfélags, menningar og lýðræðishefðar. Hluti af því að rækta þessa arfleifð er að nemendur í skólum landsins fari ekki á mis við kristnifræðslu.

 

Píratar – X-P

 

Píratar eru hlynntir aðskilnaði ríkis og kirkju, og vilja ekki mismuna milli trúarskoðana fólks. Píratar töldu forgangsröðun stjórnvalda ranga í fjárlögum þessa árs þegar ákveðið var að auka útgjöld til þjóðkirkjunnar frekar en heilbrigðisþjónustunnar. Nauðsynlegt er að endurskoða kirkjujarðasamkomulagið og ná sanngjarnri niðurstöðu sem er minna sligandi fyrir ríkissjóð, en síðan má vel skoða önnur og hófsamari fyrirkomulög varðandi fjárstyrki til trúfélaga svo framarlega sem ríkið ryðst ekki inn á einkalíf borgara með því að halda skrá yfir trúarskoðanir fólks.

Í stefnu Pírata segir:

Stefna beri að fullum og algjörum aðskilnaði ríkis og kirkju og jafnri stöðu allra trúar- og lífsskoðunarfélaga. Um Þjóðkirkjuna gildi sömu lög og reglur og um önnur trúar- og lífsskoðunarfélög.
1. Endurskoða beri samninga ríkisins við Þjóðkirkjuna um kirkjujarðir (frá 1997) og prestsetur (frá 2006) með tilliti til:
2. a) Þess hvort greiðslur ríkisins séu sanngjarnar og eðlilegar miðað við þær eignir sem um ræðir.
3. b) Þess hvort skynsamlegra sé að greiðslur ríkisins verði skilgreindar sem afborganir heldur en sem greiðslur fyrir afnot.

 

Alþýðufylkingin  – X-R

 

Alþýðufylkingin vill jafnræði trúar- og lífsskoðana. Líklega yrði erfitt að ná því öðru vísi en með aðskilnaði ríkis og kirkju. Flokkurinn hefur það ekki á stefnuskránni að aðskilja endilega, en mjög margir frambjóðendur hans eru þó á þeirri skopun.

 

Samfylkingin – X-S

Já, Þjóðkirkjan verður að vera á fjárlögunum enda kveða samningar ríkisins við Þjóðkirkjuna á um það.

Í þessu samhengi er rétt á að minna á samþykktir Samfylkingarinnar um trú og lífsskoðanir. Þar kemur m.a. fram að vinna eigi að því að að ríki og kirkja verði aðskilin. Samþykkt Samfylkingarinnar frá landsfundi 2015:

Trú og lífsskoðanir

Samfylkingin telur að samfélag sem byggir á lýðræði og mannréttindum, þar sem fjölbreytileiki og fjölmenning eru hluti þess, er samfélagsgerð sem tryggir jafna stöðu allra. Samfélag þar sem allar trúar- og lífsskoðanir geta þrifist án mismunar er það samfélag sem Samfylkingin mun beita sér fyrir.

Mikilvægt er að standa vörð um trú- og sannfæringafrelsi fólks og rétt þess til að iðka og fylgja trú sinni eða vera án hennar, auk þess að tryggja að mismunun eigi sér ekki stað. Samfylkingin styður menningarfjölbreytni á Íslandi. Samfylkingin vinnur að hlutleysi ríkisvaldsins gagnvart lífsskoðunum hvort sem þær eru af trúarlegum eða veraldlegum toga.

Námsskrár grunn- og leikskóla árétta nú þegar mikilvægi fræðslu um lífsskoðanir, bæði trúarlegar og veraldlegar, auk siðfræði- og heimspekikennslu, með það að markmiði að undirbúa börn undir það að verða virkir og ábyrgir þátttakendur í fjölmenningarlegu lýðræðissamfélagi.

Til að tryggja jafna stöðu allra trúar- og lífsskoðanafélaga og skapa samfélag án mismununar telur Samfylkingin nauðsynlegt að:

  • slík félög hafi öll sömu stöðu innan samfélagsins og gagnvart ríkisvaldinu.
  • vinna að því að gerð verði skýr aðgerðaráætlun sem miði að því að ríki og kirkja verði aðskilin.

 

Vinstrihreyfingin grænt framboð – X-V

 

Fram kemur í ályktun landsfundar Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs 2013:

Mikilvægt er að víðtæk sátt náist  um samstarf ríkis og trúfélaga og telur fundurinn mikið verk óunnið í þeim efnum. Landsfundur áréttar þá afstöðu sína að aðskilja eigi þjóðkirkju og ríkisvald og að afnema skuli 125. gr.  almennra hegningarlaga um guðlast. Þá leggur landsfundur ríka áherslu á réttindi barna til að fá hlutlausa fræðslu um trúarbrögð og að þátttaka í trúarlegu starfi fari fram á vegum trúfélaga, utan opinberra stofnana og þar með talið skóla.

Landsfundur telur að taka þurfi til gagngerrar skoðunar reglur er varða útfarir, með hliðsjón af trúfrelsi og sjálfsákvörðunarrétti fólks.

Sjá einnig:

Þrjú helstu atriðin sem flokkurinn setur á oddinn í kosningabaráttunni

Velferðarmálin og almannatryggingar

Efnahags- og atvinnumál

Mennta- og menningarmál

Utanríkismál

Stjórnkerfið

Það sem kjósendur ættu að varast

Umhverfismál

Þarf að herða refsingar í kynferðisbrotamálum?

Samgöngumál

Á Þjóðkirkjan að vera á fjárlögum?

Stjórnarskráin

Húsnæðismál

Sjávarútvegsmál

Uppreist æra

Málefni krabbameinssjúklinga

Útlendingamál

Landbúnaðarmál

 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Aukin velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi

Velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi, fyrir utan lyfjaframleiðslu og landbúnað, var 737 milljarðar króna í nóvember og desember 2017 sem er 9,2% hækkun miðað við sama tímabil árið 2016. Virðisaukaskattskyld velta í þessum greinum var 4.145 milljarðar árið 2017 eða 4,2% hærri en 2016. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.           […]

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar í Reykjavík

Opinn félagsfundur Viðreisnar í Reykjavík samþykkti nú fyrir stundu tillögu uppstillingarnefndar að framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Þetta kemur fram í tilkynningu. Um er að ræða fullskipaðan 46 einstaklinga framboðslista þar sem rík áhersla er lögð á fjölbreyttan bakgrunn frambjóðenda auk dreifingar í aldri, kyni og búsetu.   „Líkt og í öðrum verkum flokksins verða […]

Ágúst Ólafur: Fjármálastefna ríkisstjórnarinnar fær falleinkun flestra hagsmunaaðila

„Fjármálastefna ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur fær algjöra falleinkunn frá nánast öllum hagsmunaaðilum sem fjallað hafa um stefnuna. Fjármálastefnan er sögð vera ógn við stöðugleikann, óraunsæ, ábyrgðarlaus, óvarfærin, ómarkviss, óljós, ósjálfbær, óskýr, ógagnsæ, aðhaldslítil, varasöm og ótrúverðug.“ Svona hefst álit Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns og fulltrúa Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd á fjármálastefnu 2018-2022 sem verður rædd á Alþingi í […]

Ríkisendurskoðun: Rekstur Heilbrigðisstofnunar Austurlands enn í járnum

Ríkisendurskoðun ítrekar ekki ábendingar sínar til velferðarráðuneytis og Heilbrigðisstofnunar Austurlands frá árunum 2009, 2012 og 2015 sem sneru að eftirliti með fjárreiðum og rekstri stofnunarinnar. Uppsafnaður halli stofnunarinnar var jafnaður út með lokafjárlögum 2015 og stjórnendur hennar hafa sýnt aukið aðhald í rekstri. Síðustu ár hefur rekstur stofnunarinnar verið í járnum en að jafnaði í […]

Björn Leví: „Ég vil lesa pistil sem Bragi Páll skrifar um aðalfund Pírata“

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, kemur með áhugaverða nálgun á stóra pistlamálið, það er pistil Braga Páls Sigurðarsonar um landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem hefur dregið dilk á eftir sér. Páll Magnússon gagnrýndi skrif Braga harðlega í gær og kallaði Braga endaþarm íslenskrar blaðamennsku. Í morgun skrifaði Páll síðan aftur um málið, hvar hann skoraði á Stundina […]

Atvinnulífið í góðum málum segja stjórnendur 400 stærstu fyrirtækjanna

Niðurstöður nýrrar könnunar Gallup meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins sýna að stjórnendur í heild telja aðstæður nú vera góðar í atvinnulífinu en þó telja margir að þær fari versnandi á næstu sex mánuðum. þetta kemur fram á vef Samtaka atvinnulífsins. Stjórnendur búast við 3,0% verðbólgu á næstu 12 mánuðum, rúmlega 2% hækkun á verði […]

Björn vill afnema RÚV: „Almannaútvarp í bullandi vörn“ – „Kaldur veruleiki hér eins og annars staðar“

Björn Bjarnason, fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins, hefur margoft haft uppi gagnrýni á RÚV, sem aðallega beinist að fréttaflutningi stofnunarinnar, sem Björn og margir aðrir Sjálfstæðismenn, virðist telja ómaklegan. Í dag skrifar Björn pistil um tillögu landsfundar Sjálfstæðisflokksins um helgina, hvar samþykkt var ályktun um að leggja ætti ríkisútvarpið niður í núverandi mynd og endurskoða þyrfti hlutverk […]

Framboðslisti Vinstri grænna í Hafnarfirði tilbúinn

Þriðji listi VG fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí,  Hafnarfjarðarlistinn, var samþykktur í gærkvöldi. En áður hafa komið fram listar á Akureyri og í Kópavogi. Reykjavíkurlistinn verður opinberaður síðar í vikunni. Núverandi bæjarfulltrúi VG í Hafnarfirði, Elfa Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir er oddviti Hafnarfjarðarlistans, sem sjá má hér í heild sinni: Listi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs í Hafnarfirði […]

Styrmir vildi uppgjör við hrunið á landsfundi: „Meðvituð ákvörðun forystusveitar nýrrar kynslóðar í flokknum“

Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, hefur verið einn ötulasti talsmaður þess að Sjálfstæðisflokkurinn geri upp hrunið, með því að líta í eigin barm. Þetta er eitt helsta umfjöllunarefnið í bók hans „Uppreisnarmenn frjálshyggjunnar-Byltingin sem aldrei varð“ er kom út á síðasta ári. Í færslu á heimasíðu sinni í dag, sem ber yfirskriftina „Það sem ekki […]

Líkur á lækkun kosningaaldurs í 16 ár aukast

Líkurnar á að frumvarp um lækkun kosningaaldurs í 16 ár jukust nokkuð eftir að málið var afgreitt úr stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til annarrar umræðu. Álitið var samþykkt af meirihluta nefndarinnar, tveimur þingmönnum stjórnarflokkanna og þremur úr stjórnarandstöðu. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, sem ásamt Rósu Björk Brynjólfsdóttur studdi vantrauststillögu minnihlutans […]

Sjónvarpsstjóri segir upp fyrir oddvitasæti Samfylkingar

Hilda Jana Gísladóttir, sjónvarpsstjóri N4 á Akureyri, hefur sagt upp stöðu sinni til að leiða lista Samfylkingarinnar í næstkomandi sveitastjórnarkosningum. Þetta kemur fram á Facebooksíðu hennar.   „Ég hef tekið þá ákvörðun að bjóða fram krafta mína fyrir hönd Samfylkingarinnar í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég hef ávallt haft mikinn áhuga á samfélaginu mínu og þar af […]

Kristrún Heiða upplýsingafulltrúi í mennta- og menningarmálaráðuneytinu

Kristrún Heiða Hauksdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi mennta- og menningarmálaráðuneytis. Kristrún Heiða er með BA-próf í almennri bókmenntafræði og MA-próf í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands. Hún starfaði áður sem kynningar- og verkefnastjóri hjá Forlaginu og þar áður hjá Þjóðleikhúsinu.   Kristrún Heiða hefur þegar hafið störf.

Elísabet Brynjarsdóttir nýr formaður Stúdentaráðs

Elísabet Brynjarsdóttir var í kvöld kjörin nýr formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) með öllum greiddum atkvæðum. Kosningin fór fram á skiptafundi ráðsins. Elísabet útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands í júní síðastliðnum og hefur starfað sem teymisstjóri hjá heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins síðastliðið ár. Elísabet er formaður Hugrúnar – geðfræðslufélags háskólanema, sem stofnað var árið 2016 […]

Bergþór gefur kost á sér í 2. sætið hjá Pírötum í Reykjavík

Bergþór H. Þórðarson mun gefa kost á sér í 2. sætið á lista Pírata fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Bergþór tekur fram að hann sé öryrki og útskýrir að hann nefni það sérstaklega, þar sem fólk hlusti á jafningja. Hann mun leggja áherslu á velferðarkerfið og félagsþjónustuna, hljóti hann brautargengi. Bergþór hefur gefið út myndband sem sjá […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is