Mánudagur 23.10.2017 - 22:00 - Ummæli ()

Afstaða flokkanna: Á Þjóðkirkjan að vera á fjárlögum?

Eyjan mun fram að kjördegi bjóða framboðum sem taka þátt í Alþingiskosningunum 28. október næstkomandi að svara spurningum um ýmis málefni, allt frá húsnæðismálum til menntamála.

Í dag er spurt:

Á Þjóðkirkjan að vera á fjárlögum?

Svörum flokkanna er raðað eftir listabókstaf framboðsins.

 

Björt framtíð – X-A

 

Björt framtíð er frjálslyndur flokkur sem vill aðskilnað ríkis og kirkju og telur að hún eigi að fjármagna sig með félagsgjöldum eða eftir atvikum með öðrum hætti, eins og önnur frjáls félagasamtök.

 

Viðreisn – X-C

 

Stefna Viðreisnar er að aðskilja beri ríki og kirkju á þeirri grunnforsendu að stjórnvöld eigi ekki að taka afstöðu í trúarlegum efnum eða hygla einstökum trúar- og lífsskoðunarhópum fram yfir aðra.

Samkvæmt núgildandi stjórnarskrá er Alþingi heimilt að breyta sambandi ríkis og kirkju með lögum (62. gr.), en slíka ákvörðun skal bera undir þjóðaratkvæði (79. gr.).

Frá 1907 hafa íslensk stjórnvöld nokkrum sinnum gert samkomulag við Þjóðkirkjuna, m.a. vegna álitaefna varðandi yfirtöku ríkisins á kirkjujörðum. Núgildandi samkomulag, frá árinu 1997, miðast við að ríkið greiði laun tiltekins fjölda starfsmanna Þjóðkirkjunnar. Ljóst er að breytingar á því fyrirkomulagi krefjast þess að umræddir samningar verði endurskoðaðir.

 

 

Sjálfstæðisflokkurinn – X-D

 

Fram kemur í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins 2015:

Áhrif kristni á íslenskt samfélag hafa bæði sögu- og menningarlega þýðingu. Aðskilnað ríkis og kirkju þarf að framkvæma með farsæld þjóðarinnar að leiðarljósi.

Aðskilja þarf ríki og kirkju með farsæld þjóðkirkjunnar og þjóðarinnar að leiðarljósi.

Íslensk menning og samfélag er mótað af kristilegum gildum og viðhorfum um aldir. Í dag er sótt að  þeim gildum og því ber nauðsyn til að vera á varðbergi og hlúa að kirkju og kr istni sem hluta af þeirri vestrænu arfleifð sem er grunnur íslensks samfélags, menningar og lýðræðishefðar. Hluti af því að rækta þessa arfleifð er að nemendur í skólum landsins fari ekki á mis við kristnifræðslu.

 

Píratar – X-P

 

Píratar eru hlynntir aðskilnaði ríkis og kirkju, og vilja ekki mismuna milli trúarskoðana fólks. Píratar töldu forgangsröðun stjórnvalda ranga í fjárlögum þessa árs þegar ákveðið var að auka útgjöld til þjóðkirkjunnar frekar en heilbrigðisþjónustunnar. Nauðsynlegt er að endurskoða kirkjujarðasamkomulagið og ná sanngjarnri niðurstöðu sem er minna sligandi fyrir ríkissjóð, en síðan má vel skoða önnur og hófsamari fyrirkomulög varðandi fjárstyrki til trúfélaga svo framarlega sem ríkið ryðst ekki inn á einkalíf borgara með því að halda skrá yfir trúarskoðanir fólks.

Í stefnu Pírata segir:

Stefna beri að fullum og algjörum aðskilnaði ríkis og kirkju og jafnri stöðu allra trúar- og lífsskoðunarfélaga. Um Þjóðkirkjuna gildi sömu lög og reglur og um önnur trúar- og lífsskoðunarfélög.
1. Endurskoða beri samninga ríkisins við Þjóðkirkjuna um kirkjujarðir (frá 1997) og prestsetur (frá 2006) með tilliti til:
2. a) Þess hvort greiðslur ríkisins séu sanngjarnar og eðlilegar miðað við þær eignir sem um ræðir.
3. b) Þess hvort skynsamlegra sé að greiðslur ríkisins verði skilgreindar sem afborganir heldur en sem greiðslur fyrir afnot.

 

Alþýðufylkingin  – X-R

 

Alþýðufylkingin vill jafnræði trúar- og lífsskoðana. Líklega yrði erfitt að ná því öðru vísi en með aðskilnaði ríkis og kirkju. Flokkurinn hefur það ekki á stefnuskránni að aðskilja endilega, en mjög margir frambjóðendur hans eru þó á þeirri skopun.

 

Samfylkingin – X-S

Já, Þjóðkirkjan verður að vera á fjárlögunum enda kveða samningar ríkisins við Þjóðkirkjuna á um það.

Í þessu samhengi er rétt á að minna á samþykktir Samfylkingarinnar um trú og lífsskoðanir. Þar kemur m.a. fram að vinna eigi að því að að ríki og kirkja verði aðskilin. Samþykkt Samfylkingarinnar frá landsfundi 2015:

Trú og lífsskoðanir

Samfylkingin telur að samfélag sem byggir á lýðræði og mannréttindum, þar sem fjölbreytileiki og fjölmenning eru hluti þess, er samfélagsgerð sem tryggir jafna stöðu allra. Samfélag þar sem allar trúar- og lífsskoðanir geta þrifist án mismunar er það samfélag sem Samfylkingin mun beita sér fyrir.

Mikilvægt er að standa vörð um trú- og sannfæringafrelsi fólks og rétt þess til að iðka og fylgja trú sinni eða vera án hennar, auk þess að tryggja að mismunun eigi sér ekki stað. Samfylkingin styður menningarfjölbreytni á Íslandi. Samfylkingin vinnur að hlutleysi ríkisvaldsins gagnvart lífsskoðunum hvort sem þær eru af trúarlegum eða veraldlegum toga.

Námsskrár grunn- og leikskóla árétta nú þegar mikilvægi fræðslu um lífsskoðanir, bæði trúarlegar og veraldlegar, auk siðfræði- og heimspekikennslu, með það að markmiði að undirbúa börn undir það að verða virkir og ábyrgir þátttakendur í fjölmenningarlegu lýðræðissamfélagi.

Til að tryggja jafna stöðu allra trúar- og lífsskoðanafélaga og skapa samfélag án mismununar telur Samfylkingin nauðsynlegt að:

  • slík félög hafi öll sömu stöðu innan samfélagsins og gagnvart ríkisvaldinu.
  • vinna að því að gerð verði skýr aðgerðaráætlun sem miði að því að ríki og kirkja verði aðskilin.

 

Vinstrihreyfingin grænt framboð – X-V

 

Fram kemur í ályktun landsfundar Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs 2013:

Mikilvægt er að víðtæk sátt náist  um samstarf ríkis og trúfélaga og telur fundurinn mikið verk óunnið í þeim efnum. Landsfundur áréttar þá afstöðu sína að aðskilja eigi þjóðkirkju og ríkisvald og að afnema skuli 125. gr.  almennra hegningarlaga um guðlast. Þá leggur landsfundur ríka áherslu á réttindi barna til að fá hlutlausa fræðslu um trúarbrögð og að þátttaka í trúarlegu starfi fari fram á vegum trúfélaga, utan opinberra stofnana og þar með talið skóla.

Landsfundur telur að taka þurfi til gagngerrar skoðunar reglur er varða útfarir, með hliðsjón af trúfrelsi og sjálfsákvörðunarrétti fólks.

Sjá einnig:

Þrjú helstu atriðin sem flokkurinn setur á oddinn í kosningabaráttunni

Velferðarmálin og almannatryggingar

Efnahags- og atvinnumál

Mennta- og menningarmál

Utanríkismál

Stjórnkerfið

Það sem kjósendur ættu að varast

Umhverfismál

Þarf að herða refsingar í kynferðisbrotamálum?

Samgöngumál

Á Þjóðkirkjan að vera á fjárlögum?

Stjórnarskráin

Húsnæðismál

Sjávarútvegsmál

Uppreist æra

Málefni krabbameinssjúklinga

Útlendingamál

Landbúnaðarmál

 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Stefnt að opnun neyslurýma fyrir vímuefnaneytendur

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett af stað vinnu í velferðarráðuneytinu til að undirbúa opnun neyslurýma fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. Neyslurými sem þessi eru þekkt úrræði erlendis og byggjast á hugmyndafræði skaðaminnkunar. Alþingi samþykkti í maí árið 2014 ályktun um að stefna í vímuefnamálum skyldi endurskoðuð „á grundvelli lausnamiðaðra og mannúðlegra úrræða, á forsendum heilbrigðiskerfisins og […]

Arnar Þór Sævarsson verður aðstoðarmaður félags- og jafnréttismálaráðherra

Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ráðið Arnar Þór Sævarsson, fráfarandi sveitarstjóra á Blönduósi aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Arnar Þór útskrifaðist úr lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1999 og tók ári síðar réttindi til að gegna lögmennsku. Hann hefur gegnt stöðu sveitarstjóra á Blönduósi frá árinu 2007. Áður var hann aðstoðarmaður Jóns Sigurðssonar, þáverandi […]

Virtur læknir óttast að Trump fái hjartaáfall-Mældist með hættulega hátt kólesteról

Donald Trump Bandaríkjaforseti var sagður við hestaheilsu í reglubundinni læknisskoðun sinni á dögunum, þegar hann var skoðaður af lækni Hvíta hússins, Dr. Ronny L. Jackson. Sagði læknirinn að hjarta- og æðakerfi Trumps væri í fínu standi, þrátt fyrir að LDL kólesteról magnið mældist 143, sem er langt yfir viðmiðunarmörkum. LDL kólesteról er gjarnan nefnt „vonda“ […]

Una María kosin formaður Miðflokksfélags Suðvesturskjördæmis

Miðflokkurinn stofnaði flokksfélag Suðvesturkjördæmis í gærkvöldi í Glersalnum í Kópavogi, samkvæmt tilkynningu frá Miðflokknum. Gestir fundarins voru þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Suðvesturkjördæmis. Miðflokksfélag Suðvesturkjördæmis er annað kjördæmafélag Miðflokksins sem stofnað er, en nýlega var stofnað Miðflokksfélag í Suðurkjördæmi. Félagið hefur, samkvæmt nýsamþykktum lögum þess, þann tilgang að vinna […]

Rúnar Björn kjörinn formaður Pírata í Reykjavík – Berst fyrir réttindum fatlaðra

Aðalfundur Pírata í Reykjavík var haldinn á dögunum, þar sem Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, garðyrkjufræðingur og formaður NPA miðstöðvarinnar, var kjörinn formaður. Aðrir stjórnarmenn voru kosnir Þorgerður Ösp Arnþórsdóttir ritari, Björn Þór Jóhannesson gjaldkeri og Unnar Þór Sæmundsson. Elsa Nore hlaut kjör sem aðalmaður í stjórn en lækkaði sig um sæti og er nú fyrsti […]

Ráðherranefnd skipar samráðshóp um úrbætur er varðar kynferðislegt ofbeldi

Ráðherranefnd sem skipuð var af ríkisstjórninni í desember til að vinna að markmiðum sínum í jafnréttismálum, ákvað í dag að skipa samráðshóp um heildstæðar úrbætur er varðar kynferðislegt ofbeldi, en hópnum verður m.a. falið að fylgja eftir nýrri aðgerðaáætlun um úrbætur í meðferð kynferðisbrota. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þá var farið yfir lög um […]

Hannes býðst til að skrifa skýrsluna á íslensku

Hannes Hólmsteinn Gissurason er höfundur skýrslu um bankahrunið, hvers útgáfa hefur ítrekað frestast. Skýrslan átti fyrst að koma út fyrir um þremur árum, síðan lofaði Hannes útgáfu hennar síðla í nóvember, en frestaði þá útgáfu hennar aftur til 16. janúar, þar sem hann vildi veita þeim sem skýrslan fjallar um, ráðrúm til að koma með […]

Guðmundur Andri líkir Davíð Oddssyni við Jónas frá Hriflu

Það fór framhjá fáum sem fylgjast með fréttum, að Davíð Oddsson varð sjötugur í gær. Afmæli þessa þaulsetnasta forsætisráðherra okkar og líklega umdeildasta stjórnmálamanns Íslands var tilefni greinar Guðmundar Andra Thorssonar, rithöfundar og þingmanns Samfylkingarinnar, á vef Herðubreiðar. Greinin heitir „Höfundur Hrunsins er sjötugur í dag. Honum skal óskað til hamingju.“ Guðmundur byrjar á því […]

Ný Gallup könnun: Tiltrú jarðarbúa á forystuhlutverki Bandaríkjanna aldrei mælst minni

Samkvæmt nýjustu mælingum Gallup, hefur tiltrú fólks á forystuhlutverki Bandaríkjanna fallið hratt á heimsvísu, eftir að Donald Trump tók við embætti forseta landsins, því hún hefur aldrei verið minni. Skoðanakönnunin tekur til 134 landa og telja 30 prósent þeirra sem svöruðu að Bandaríkin væri helsta forystuþjóðin á síðasta ári, sem er hlutfallslega lægsta einkunn sem […]

Fjögur nýsköpunarfyrirtæki hljóta viðurkenningar fyrir samstarf

Í dag afhenti Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra viðurkenningar til fjögurra fyrirtækja innan Íslenska sjávarklasans sem skarað hafa framúr við að efla samstarf við önnur fyrirtæki. Fyrirtækin sem hlutu viðurkenningu eru Navis, Evris, Iceland Sustainable Fisheries og Knarr Maritime. Navis hlýtur viðurkenningu fyrir að efla samstarf tæknifyrirtækja um hönnun á umhverfisvænum skipum. Evris hlýtur viðurkenningu fyrir […]

Grein Hannesar á skjön við skýrslu Rannsóknarnefndar – „Því var bjargað sem bjargað varð“

Í tilefni 70 ára afmælis Davíðs Oddssonar ritar Hannes Hólmsteinn Gissurason eina og hálfa opnu um aðkomu Davíðs að bankahruninu í Morgunblaðinu í dag. Í Stundinni kemur fram að Hannes sé ósammála niðurstöðum rannsóknarnefndar Alþingis og lýsi Davíð sem bjargvætti Íslands í hruninu, en það sé söguskýring sem Hannes kenni í skyldunámskeiði í Háskóla Íslands. […]

Samkeppniseftirlitið hafnar kröfu Símans – Skilyrði samnings verða óbreytt

Samkeppniseftirlitið hefur hafnað kröfu Símans um að breyta skilyrðum samnings milli Fjarskipta hf. (Vodafone) og 365 miðla hf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. Þann 9. október sl. heimilaði Samkeppniseftirlitið kaup Fjarskipta hf. (Vodafone) á tilteknum eignum og rekstri 365 miðla hf. Samruninn er háður skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar gerðu sátt um.   […]

Forsætisráðherra fundaði með formanni landsstjórnar Grænlands

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, átti fund með Kim Kielsen, formanni landsstjórnar Grænlands í dag. Á fundinum var rætt um góð samskipti Íslands og Grænlands, stöðu efnahagsmála og stjórnmála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Mikilvægi Vestnorræna ráðsins kom til umræðu og aukin samvinna Íslands og Grænlands, meðal annars á sviði ferðamála.Vaxandi straumur ferðamanna er fyrirliggjandi […]

Skúli Helgason stefnir á 3. sætið hjá Samfylkingunni

Borgarfulltrúinn Skúli Helgason gefur kost á sér í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar sem fram fer 10. febrúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu. Skúli hefur verið borgarfulltrúi í eitt kjörtímabil, í meirihlutasamstarfi undir forystu Samfylkingarinnar og stýrir einum viðamesta málaflokknum í borgarmálunum, skóla- og frístundamálum.   Skúli er menntaður stjórnmálafræðingur frá […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is