Mánudagur 23.10.2017 - 22:00 - Ummæli ()

Afstaða flokkanna: Á Þjóðkirkjan að vera á fjárlögum?

Eyjan mun fram að kjördegi bjóða framboðum sem taka þátt í Alþingiskosningunum 28. október næstkomandi að svara spurningum um ýmis málefni, allt frá húsnæðismálum til menntamála.

Í dag er spurt:

Á Þjóðkirkjan að vera á fjárlögum?

Svörum flokkanna er raðað eftir listabókstaf framboðsins.

 

Björt framtíð – X-A

 

Björt framtíð er frjálslyndur flokkur sem vill aðskilnað ríkis og kirkju og telur að hún eigi að fjármagna sig með félagsgjöldum eða eftir atvikum með öðrum hætti, eins og önnur frjáls félagasamtök.

 

Viðreisn – X-C

 

Stefna Viðreisnar er að aðskilja beri ríki og kirkju á þeirri grunnforsendu að stjórnvöld eigi ekki að taka afstöðu í trúarlegum efnum eða hygla einstökum trúar- og lífsskoðunarhópum fram yfir aðra.

Samkvæmt núgildandi stjórnarskrá er Alþingi heimilt að breyta sambandi ríkis og kirkju með lögum (62. gr.), en slíka ákvörðun skal bera undir þjóðaratkvæði (79. gr.).

Frá 1907 hafa íslensk stjórnvöld nokkrum sinnum gert samkomulag við Þjóðkirkjuna, m.a. vegna álitaefna varðandi yfirtöku ríkisins á kirkjujörðum. Núgildandi samkomulag, frá árinu 1997, miðast við að ríkið greiði laun tiltekins fjölda starfsmanna Þjóðkirkjunnar. Ljóst er að breytingar á því fyrirkomulagi krefjast þess að umræddir samningar verði endurskoðaðir.

 

 

Sjálfstæðisflokkurinn – X-D

 

Fram kemur í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins 2015:

Áhrif kristni á íslenskt samfélag hafa bæði sögu- og menningarlega þýðingu. Aðskilnað ríkis og kirkju þarf að framkvæma með farsæld þjóðarinnar að leiðarljósi.

Aðskilja þarf ríki og kirkju með farsæld þjóðkirkjunnar og þjóðarinnar að leiðarljósi.

Íslensk menning og samfélag er mótað af kristilegum gildum og viðhorfum um aldir. Í dag er sótt að  þeim gildum og því ber nauðsyn til að vera á varðbergi og hlúa að kirkju og kr istni sem hluta af þeirri vestrænu arfleifð sem er grunnur íslensks samfélags, menningar og lýðræðishefðar. Hluti af því að rækta þessa arfleifð er að nemendur í skólum landsins fari ekki á mis við kristnifræðslu.

 

Píratar – X-P

 

Píratar eru hlynntir aðskilnaði ríkis og kirkju, og vilja ekki mismuna milli trúarskoðana fólks. Píratar töldu forgangsröðun stjórnvalda ranga í fjárlögum þessa árs þegar ákveðið var að auka útgjöld til þjóðkirkjunnar frekar en heilbrigðisþjónustunnar. Nauðsynlegt er að endurskoða kirkjujarðasamkomulagið og ná sanngjarnri niðurstöðu sem er minna sligandi fyrir ríkissjóð, en síðan má vel skoða önnur og hófsamari fyrirkomulög varðandi fjárstyrki til trúfélaga svo framarlega sem ríkið ryðst ekki inn á einkalíf borgara með því að halda skrá yfir trúarskoðanir fólks.

Í stefnu Pírata segir:

Stefna beri að fullum og algjörum aðskilnaði ríkis og kirkju og jafnri stöðu allra trúar- og lífsskoðunarfélaga. Um Þjóðkirkjuna gildi sömu lög og reglur og um önnur trúar- og lífsskoðunarfélög.
1. Endurskoða beri samninga ríkisins við Þjóðkirkjuna um kirkjujarðir (frá 1997) og prestsetur (frá 2006) með tilliti til:
2. a) Þess hvort greiðslur ríkisins séu sanngjarnar og eðlilegar miðað við þær eignir sem um ræðir.
3. b) Þess hvort skynsamlegra sé að greiðslur ríkisins verði skilgreindar sem afborganir heldur en sem greiðslur fyrir afnot.

 

Alþýðufylkingin  – X-R

 

Alþýðufylkingin vill jafnræði trúar- og lífsskoðana. Líklega yrði erfitt að ná því öðru vísi en með aðskilnaði ríkis og kirkju. Flokkurinn hefur það ekki á stefnuskránni að aðskilja endilega, en mjög margir frambjóðendur hans eru þó á þeirri skopun.

 

Samfylkingin – X-S

Já, Þjóðkirkjan verður að vera á fjárlögunum enda kveða samningar ríkisins við Þjóðkirkjuna á um það.

Í þessu samhengi er rétt á að minna á samþykktir Samfylkingarinnar um trú og lífsskoðanir. Þar kemur m.a. fram að vinna eigi að því að að ríki og kirkja verði aðskilin. Samþykkt Samfylkingarinnar frá landsfundi 2015:

Trú og lífsskoðanir

Samfylkingin telur að samfélag sem byggir á lýðræði og mannréttindum, þar sem fjölbreytileiki og fjölmenning eru hluti þess, er samfélagsgerð sem tryggir jafna stöðu allra. Samfélag þar sem allar trúar- og lífsskoðanir geta þrifist án mismunar er það samfélag sem Samfylkingin mun beita sér fyrir.

Mikilvægt er að standa vörð um trú- og sannfæringafrelsi fólks og rétt þess til að iðka og fylgja trú sinni eða vera án hennar, auk þess að tryggja að mismunun eigi sér ekki stað. Samfylkingin styður menningarfjölbreytni á Íslandi. Samfylkingin vinnur að hlutleysi ríkisvaldsins gagnvart lífsskoðunum hvort sem þær eru af trúarlegum eða veraldlegum toga.

Námsskrár grunn- og leikskóla árétta nú þegar mikilvægi fræðslu um lífsskoðanir, bæði trúarlegar og veraldlegar, auk siðfræði- og heimspekikennslu, með það að markmiði að undirbúa börn undir það að verða virkir og ábyrgir þátttakendur í fjölmenningarlegu lýðræðissamfélagi.

Til að tryggja jafna stöðu allra trúar- og lífsskoðanafélaga og skapa samfélag án mismununar telur Samfylkingin nauðsynlegt að:

  • slík félög hafi öll sömu stöðu innan samfélagsins og gagnvart ríkisvaldinu.
  • vinna að því að gerð verði skýr aðgerðaráætlun sem miði að því að ríki og kirkja verði aðskilin.

 

Vinstrihreyfingin grænt framboð – X-V

 

Fram kemur í ályktun landsfundar Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs 2013:

Mikilvægt er að víðtæk sátt náist  um samstarf ríkis og trúfélaga og telur fundurinn mikið verk óunnið í þeim efnum. Landsfundur áréttar þá afstöðu sína að aðskilja eigi þjóðkirkju og ríkisvald og að afnema skuli 125. gr.  almennra hegningarlaga um guðlast. Þá leggur landsfundur ríka áherslu á réttindi barna til að fá hlutlausa fræðslu um trúarbrögð og að þátttaka í trúarlegu starfi fari fram á vegum trúfélaga, utan opinberra stofnana og þar með talið skóla.

Landsfundur telur að taka þurfi til gagngerrar skoðunar reglur er varða útfarir, með hliðsjón af trúfrelsi og sjálfsákvörðunarrétti fólks.

Sjá einnig:

Þrjú helstu atriðin sem flokkurinn setur á oddinn í kosningabaráttunni

Velferðarmálin og almannatryggingar

Efnahags- og atvinnumál

Mennta- og menningarmál

Utanríkismál

Stjórnkerfið

Það sem kjósendur ættu að varast

Umhverfismál

Þarf að herða refsingar í kynferðisbrotamálum?

Samgöngumál

Á Þjóðkirkjan að vera á fjárlögum?

Stjórnarskráin

Húsnæðismál

Sjávarútvegsmál

Uppreist æra

Málefni krabbameinssjúklinga

Útlendingamál

Landbúnaðarmál

 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Samkeppni um listaverk á vegg sjávarútvegshússins -Hjörleifur tjáir sig ekki

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur ákveðið í samráði við Samtök íslenskra myndlistamanna að efna til samkeppni um nýtt listaverk sem prýða skal gafl sjávarútvegshússins. Eins og kunnugt er var málað yfir mynd af „sjómanninum“ í sumar, sem prýddi gaflinn í næstum tvö ár, sem hluti af Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni. Var Hjörleifur Guttormsson, fyrrum ráðherra, sagður einn […]

Enn frestar Hannes skýrslunni – Átti að birtast eftir helgi

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ og höfundur skýrslu um bankahrunið, sem til stóð að gefa út núna á mánudaginn, hefur frestað birtingu hennar fram í janúar. Þetta segir hann í pistli á Pressunni. Skýrslan hefur tekið um þrjú ár í vinnslu, en átti upphaflega að koma út árið 2015, samkvæmt samningi Félagsvísindastofnunnar […]

Vilja fá sérstakt ráðuneyti öldrunarmála -Skora á stjórnarmyndunarflokkana

Landssamband eldri borgara hefur sent frá sér áskorun, sem samþykkt var á stjórnarfundi félagsins í gærkvöldi. Þar er skorað á þá stjórnmálaflokka sem nú ræða myndun ríkisstjórnar, að stofna sérstakt embætti ráðherra öldrunarmála. Þórunn Sveinbjörnsdóttir er formaður Landssambands eldri borgara. Telur hún áskorunina raunhæfa ?   „Já við erum að horfa til þess að í […]

Sigmundur baunar á stjórnarmyndunarflokkana

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, ritaði pistil á heimasíðu flokksins í dag. Þar segir hann meðal annars að Vinstri grænir séu að veita Sjálfstæðis-flokknum „uppreist æru“ og vitnar þar í málið sem varð til þess að Björt framtíð sleit stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn.       Þá spáir hann því einnig að Bjarni Benediktsson […]

Jóhanna Sigurðardóttir rifjar upp gömul svik Jóns Baldvins

Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, var gestur Kastljóssins í gærkvöldi í tilefni af útgáfu ævisögu hennar, Minn tími. Meðal þess sem kom fram í þættinum var upprifjun Jóhönnu á samskiptum hennar við Jón Baldvin Hannibalsson, en þau voru oft á tíðum erfið meðan þau voru samherjar í Alþýðuflokknum. Þau voru bæði ráðherrar í Viðeyjarstjórn Davíðs Oddsonar […]

Ræða skattamál í dag

Samkvæmt heimildum Eyjunnar verða skattamál ofarlega á baugi í stjórnarmyndunarviðræðum í dag, líkt og í gær. Vinstri grænir eru sagðir vilja lækka skatt hjá þeim sem eru í lægsta skattþrepinu en á móti hækka fjármagnstekjuskatt. Þá er lækkun tryggingargjalds sagt krafa frá Sjálfstæðiflokknum. Þá eru umhverfismál einnig ofarlega á baugi hjá Vinstri grænum sem og […]

Nóbelsverðlaunahafi segir Donald Trump vera fasista

Bandaríski hagfræðingurinn og nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz, sem starfaði sem ráðgjafi Bill Clinton í forsetatíð hans, segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti, sé fasisti.  Í nýrri bók rekur hann áhyggjur sínar af þeim vaxandi ójöfnuði sem ríkt hefur vestra undanfarin ár og reiðinni fylgdi í kjölfarið. „Ég sagði í fyrstu, að ef við löguðum ekki þetta vandamál […]

Friðheimar hlutu Nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar 2017

Friðheimar hlutu Nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar fyrir árið 2017 í dag. Verðalunin voru afhent af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Markmiðið með verðlaununum er að hvetja fyrirtæki innan SAF til nýsköpunar og vöruþróunar, að því er segir í tilkynningu. Friðheimar er bæði veitingastaður og tómataræktun. Á heimasíðu þess segir: „Friðheimar er fjölskyldurekið fyrirtæki þar sem eru […]

Katrín um fjölgun ráðherra: „Ég hef ekki hug á því“

Opnað var á umræðu um skiptingu ráðuneytisstóla í gær í stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þaðan bárust fréttir um að skipta ætti upp fjármála- og efnahags-ráðuneytinu með það í huga að Framsókn fengi síðarnefnda ráðuneytið og Bjarni Benediktsson það fyrra. Hinsvegar virðist Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og væntanlegur forsætisráðherra, ekki spennt fyrir þeim […]

Minnist þátttöku Vestur-Íslendinga í fyrri heimsstyrjöld

Íslendingar hafa löngum stært sig af því að eiga engan her og ekki tekið þátt í stríðum, ekki sem þjóðríki að minnsta kosti. En fyrir rúmlega 100 árum tóku fjölmargir Vestur-Íslendingar þátt í fyrri heimsstyrjöldinni, sem höfðu gengið í kanadíska herinn haustið 1914 til að þjóna sínu nýja föðurlandi.   Í bókinni „Mamma, ég er […]

Björn Valur: „Óráð hjá nýrri ríkisstjórn að fjölga ráðherrum“

Fyrrum varaformaður Vinstri grænna, Björn Valur Gíslason, vill ekki fjölgun ráðuneyta í væntanlegri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Þetta segir hann í pistli á heimasíðu sinni. Samkvæmt fréttum er það nú rætt í stjórnarmyndunar-viðræðum að  fjölga ráðuneytum með þeim hætti að skipta upp fjármálaráðuneytinu, þar sem Framsókn vill stjórna efnahagsmálum. Fjármálaráðuneytið er sagt tilheyra […]

Jón Steinar skrifar: „Málinu drepið á dreif“

Í síðustu viku kom Helgi Seljan fréttamaður á RÚV að máli við mig og óskaði eftir viðtali um nýútkomna bók mína „Með lognið í fangið“ og málssókn Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara á hendur mér. Benedikt byggir málssókn sína á því að ég hafi meitt æru hans með því að nota í bókinni orðið„dómsmorð“ um dóm hans […]

Verður ráðuneytum fjölgað ?

Meðal þess sem rætt er í stjórnarmyndunarviðræðum er fjölgun ráðuneyta. Það ku vera Framsóknarflokkurinn sem leggur áherslu á að fá efnahagsmálin á sitt borð, en fjármálaráðuneytið er talið fara til Bjarna Benediktssonar. Þetta segir á Vísi. Því muni fjármálaráðuneytinu hugsanlega skipt upp í tvö ráðuneyti, líkt og því var háttað fyrir 2009. Þá segir að […]

Samhljóða Steingrímur og Óli Björn í leiðaraopnu Moggans

Er ný ríkisstjórn að fæðast – jú, margt bendir til þess. Og nú má greina samhljóm með Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokknum. Til dæmis á leiðaraopnu Morgunblaðsins í dag. Þar eru tvær greinar sem eru mjög keimlíkar. Önnur er eftir Steingrím J. Sigfússon, fyrrverandi formann VG, hin er eftir Óla Björn Kárason, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Hingað til […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is