Föstudagur 03.11.2017 - 09:55 - Ummæli ()

Jón Steinar um Markús: „Maðurinn ber greinilega mikinn kala til mín“ – Hæstiréttur fær falleinkunn

Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi Hæstaréttardómari, skýtur föstum skotum að Hæstarétti í nýrri bók sinni „Með lognið í fangið – Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“, sem gefin var út í dag. Í bókinni metur Jón Steinar meðal annars hvernig dómstóllinn hefur staðið sig við að fást við þau dómsmál sem tengst hafa efnahagshruninu árið 2008. Niðurstaða hans er sú að dómstóllinn fái falleinkunn.

Vinsældakapphlaup réttarins

Í bók sinni rekur Jón ótal dæmi um dóma og aðrar ákvarðanir Hæstaréttar í kjölfar hrunsins sem að hans mati hafi lítið með lögfræði að gera. Ákvarðanirnar hafi ráðist af hugarástandi sem Jón lýsir þannig að dómarar Hæstaréttar hafi ætlað sér að sýna almenningi að þeir myndu standa sig í að láta þrjótana í hruninu finna fyrir því. Jón telur að þetta hugarfar dómaranna hafi verið orðið ríkjandi strax árið 2010, þegar þeir samþykktu kröfur um gæsluvarðhald yfir fyrrverandi stjórnendum bankanna, sem höfðu þá gengið frjálsir í að minnsta kosti tvö ár og gátu því tæpast talist geta spillt fyrir rannsókn mála þeirra. Að sama skapi hafi héraðsdómarar verið einkar fúsir til að veita rannsóknaraðilum heimildir til að hlera síma sakborninga í hrunmálum. Bendir Jón í því sambandi á að á árunum 2008 til 2012 voru lagðar fram 875 beiðnir um símhlustanir sem allar hafi verið samþykktar nema sex. Við þetta málefni tengir Jón sérstaklega Benedikt Bogason, sem þá var héraðsdómari en varð síðar Hæstaréttardómari.

Dómsmorð

Á næstu árum hafi svo fallið dómar sem hafi verið sama marki brenndir. Fyrst nefnir Jón dóm Hæstaréttar yfir Baldri Guðlaugssyni, sem var dæmdur til fangelsisvistar fyrir innherjasvik í tengslum við Landsbankann. Telur Jón Steinar að í því máli hafi verið framið dómsmorð, enda hafi Baldur verið dæmdur fyrir háttsemi sem hann var ekki ákærður fyrir. Þar að auki hafi einn dómarinn sem dæmdi hann til refsingarinnar átt umtalsvert hlutafé í Landsbankanum, og glatað því í hruninu. Að mati Jóns blasi við að sá dómari, Viðar Már Matthíasson, hafi af þeim sökum verið vanhæfur til að dæma í málinu og átt að víkja sæti.

Í bókinni rekur Jón Steinar lagareglur um umboðssvik og markaðsmisnotkun og tekur dæmi um dómsmál þar sem hann telur Hæstarétt hafa teygt eða rangtúlkað lagaákvæði til að koma hrunverjum í steininn. Varðandi umboðssvikamál tekur Jón sem dæmi dómsmál gegn fyrrverandi bankastjórum Landsbankans, máli sem kennt var við Imon. Þar hafi engum skilyrðum umboðssvikaákvæðis laga verið fullnægt. Ákærðu hafi í því máli farið eftir reglum bankans, ekki valdið bankanum neinum skaða og ekki haft neinn ásetning um að hafa fé af bankanum. Engu að síður hafi þau verið dæmd til fangelsisvistar. Hvað þetta mál varðar bendir Jón Steinar aftur á að meðal þeirra sem dæmdu í málinu hafi verið þeir Viðar Már Matthíasson og Eiríkur Tómasson, sem báðir höfðu átt hlutafé í Landsbankanum og glatað þeim fjármunum við fall bankans.

„Maðurinn ber greinilega mikinn kala til mín“

Jón Steinar hefur á síðustu árum gagnrýnt störf og dómara Hæstaréttar, bæði í ræðu og riti, en meginþungi gagnrýni hans hefur beinst að Markúsi Sigurbjörnssyni, sem hefur lengst af setið sem forseti réttarins. Í bók Jóns Steinars heldur hann áfram að hnýta í Markús og gefur frekar í ef eitthvað er. Sem dæmi segir í bók Jóns: „Hann virðist í forsetatíð sinni einatt hafa látið persónulega afstöðu sína til annarra manna ráða úrslitum við stjórntökin á dómstólnum. […] Maðurinn ber greinilega mikinn kala til mín. […] Allir burðugir menn í hans sporum, sem talið hefðu mig fara villur vegar, hefðu reynt að andmæla mér með rökstuddum hætti. […] En þessi dómsforseti sinnti ekki þeirri skyldu. Hann kunni og kann sjálfsagt enn ekkert annað en að þegja þunnu hljóði, sama á hverju gengur.“

Baugsmálin aftur á kreik

Í bókinni rekur Jón jafnframt þá fjölmiðlaumfjöllun sem fór fram í lok árs 2016 um fjármálaumsvif tiltekinna dómara Hæstaréttar á árunum fyrir bankahrun. Telur Jón að þeir dómarar sem hafi verið þátttakendur í „hrunadansi markaðarins“ geti ekki talist trúverðugir til að dæma um sakir bankamanna í eftirmála hrunsins, þeir hafi verið vanhæfir. Þar hafi Markús verið stórtækastur þeirra allra en hafi þrátt fyrir það ekki vikið sæti í dómsmálum sem vörðuðu bankana eftir hrun. Raunar gengur Jón lengra hvað varðar Markús og telur hann vegna fjármálaumsvifa sinna hafa verið vanhæfan til að sitja í dómi í öllum málum varðandi bankana, einnig í málum sem voru til meðferðar fyrir hrun. Þannig vekur Jón athygli á því að Markús hafi dæmt í hinum svokölluðu „Baugsmálum“ á árunum 2005-2006, þar sem rétturinn hafi að mestu leyti vísað frá ákærum á hendur fyrirsvarsmönnum Baugs. Á sama tíma hafi Markús átt töluvert stóran hlut í Glitni, sem aðaleigendur Baugs réðu að mestu. Á þeim grunni telur Jón að grunsemdir vakni um að Markús hafi átt fjárhagsmuni sem tengdust sakborningum í Baugsmálinu án þess að nokkur hafi vitað af því.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Hagar hafa lengi skoðað sjálfsafgreiðslu í matvöruverslunum: Verður stór þáttur í framtíðinni

Finnur Árnason forstjóri Haga segir fyrirtækið hafa lengið skoðað að innleiða sjálfsafgreiðslu í matvöruverslunum en hár kostnaður hafi helst staðið í vegi fyrir innleiðingu slíks búnaðar hér á landi. Sjálfsafgreiðsla tíðkast víða í Bandaríkjunum og Evrópu þar sem viðskiptavinir sjá sjálfir um að skanna strikamerki og borga fyrir vöruna án þess að eiga samskipti við […]

Bráðum mega landsmenn eiga lögheimili í sumarbústöðum

Brátt geta þeir sem aldrei vilja fara heim úr sumarbústaðnum tekið gleði sína en til skoðunar er að breyta lögum um lögheimili til að gera fólki kleift að vera þar með lögheimili. Sama gildir um atvinnuhúsnæði. Fram kom á ráðstefnu Reykja­víkuraka­demí­unn­ar og Reykja­vík­ur­borg­ar sl. föstu­dag um ólög­legt hús­næði og óleyfisbúsetu, sem greint er frá í […]

Björn Valur: Bjarni sækir fast að því að fá sjötta ráðherrann

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sækir fast að því að fá sex ráðherra í hlut Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórninni en Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn taka það ekki í mál. Þetta segir Björn Valur Gíslason fyrrverandi varaformaður Vinstri grænna í færslu á Fésbók. Björn Valur segir Sjálfstæðismenn eiga í miklum vandræðum með ráðherraval í væntanlegri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, VG […]

Kjartan ósáttur við söluna og kaupin á OR-húsinu: „Furðulegur fjármálagjörningur“

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að salan og kaup Orkuveitu Reykjavíkur á OR-húsinu á Bæjarhálsi sé furðulegur fjármálagjörningur og sé mjög kostnaðarsamur fyrir íbúa Reykjavíkur og íbúum annarra sveitarfélaga sem eiga Orkuveituna. Árið 2013 seldi Orkuveitan húsnæðið fyrir 5,1 milljarð króna til lífeyrissjóða og fjárfestingafélaga en hélt áfram að leigja húsnæðið. Síðar kom í ljós […]

Oktavía Hrund kjörin formaður Pírata i Evrópu

Oktavía Hrund Jónsdóttir var kjörin stjórnarformaður Pírata í Evrópu á fundi sem haldinn var í Prag um helgina. Oktavía er varaþingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi og alþjóðafulltrúi framkvæmdaráðs Pírata á Íslandi. Hún er með MA gráðu í alþjóðlegri þróunarfræði og samskiptum frá Hróarskelduháskóla. Oktavía situr í stjórn Freedom of the Press Foundation og síðstu ár hefur […]

Mismunandi niðurstöður jafn réttar

Á heimasíðu Hæstaréttar hefur nú verið birt viðtal við Eirík Tómasson sem lét af störfum sem dómari við réttinn 1. september s.l. Það er nýbreytni í starfi réttarins að birta svona efni á heimasíðu sinni. Gaman væri að heyra hvernig starfsháttum við þessa léttmetissíðu er háttað. Hver er ábyrgðarmaður síðunnar? Hver tók viðtalið við Eirík? […]

Morgunblaðið: Hvað um samband Kristjáns og Rósu? „Einkalíf Rósu B. er ekki til umræðu á samfélagsmiðlum“

Í Staksteinum í Morgunblaðinu eru fjölmiðlar gagnrýndir fyrir umfjallanir um einkalíf Sigmundar Davíðs og Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Á meðan hjólað sé á ósanngjarnan hátt í þessa tvo stjórnmálamenn sé farið silkihöndum um aðra og er Rósa B. Brynjólfsdóttir, þingmaður Vg, sérstaklega nefnd í því samhengi. Staksteinar Morgunblaðsins byrja á þessum orðum: „Pál Vilhjálmsson bendir á. […]

Verri þjónusta er betri þjónusta

Ef eitthvað er idjótískt í nútímanum – og er í rauninni angi af þeirri nauðhyggju að öll tækniþróun sé skilyrðislaust af hinu góða – þá er það þegar reynt er að sannfæra mann um að lakari þjónusta sé í raun betri þjónusta.

Samtök atvinnulífsins segja kominn tíma til að stytta grunnskólanám: Getur mildað áhrif kennaraskorts

Samtök atvinnulífsins segja það vera kominn tími til að skoða af alvöru að stytta grunnskólanám um eitt ár. Fram kemur í grein á vef SA að það kunni að felast verðmæt tækifæri í að láta grunnskólann ná aðeins upp í 9.bekk, þar á meðal sé hægt að hægt að hækka laun kennara og milda áhrif […]

Björn Valur: Þarf að staðfesta að endurritið sé hið raunverulega samtal

Björn Valur Gíslason er í bankaráði Seðlabankans. Hann segir alvarlegt að trúnaðargögn hafi farið úr bankanum og endað á fjölmiðli. Þar á hann við símtal Davíðs Oddssonar þáverandi seðlabankastjóra og Geirs H. Haarde þáverandi forsætisráðherra sem birt var í Morgunblaðinu um helgina. Fjölmargir fjölmiðlar hafa reynt að fá samtalið afhent frá Seðlabankanum en verið hafnað. […]

Píratar vinna við að bjarga heimasíðu Sjálfstæðisflokksins

Þingmenn og áhrifamenn innan Pírata vinna nú að því að bjarga vefsíðum vefhýsingarfyrirtækisins 1984 sem hrundi í síðustu viku. Margar vefsíðu fóru illa út úr hruninu, þar á meðal vefur Eiríks Jónssonar sem og vefir Pírata og Sjálfstæðisflokksins. Fram kom í twitter-færslu frá 1984 í gær að þingmennirnir Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy ynnu […]

Magnús: Eitthvað allt annað en gagnleki þegar upplýsingarnar eru notaðar eftir hentugleika

„Gagnalekar sem hafa þann tilgang að upplýsa almenning um sitthvað misjafnt, jafnvel lögbrot, í störfum og fjármálum ráða- og efnamanna hafa löngu sannað mikilvægi sitt fyrir framgang lýðræðisins. En að hafa á brott með sér upplýsingar frá ríkisstofnun, þegar viðkomandi er sagt upp störfum, til þess að nýta þær upplýsingar svo eftir hentugleika jafnvel mörgum […]

Kjarkur Katrínar

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar: Það virðist ekki eiga sérlega vel við stóran hóp innan Vinstri grænna að horfast í augu við þá ábyrgð sem fylgir því að taka að sér stjórn landsins. Þar er einungis horft í eina átt – til vinstri – þrátt fyrir að úrslit nýafstaðinna kosninga hafi síst af öllu verið ákall um vinstri […]

Uppreist æra í stað siðbótar

Kristinn H. Gunnarsson skrifar: Ákvörðun Vinstri hreyfingarinnar, græns framboðs um stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki reisir æru  formanns Sjálfstæðisflokksins upp frá dauðum og frestar um sinn óhjákvæmilegri siðbót í íslenskum stjórnmálum. Það er stöðugt vaxandi krafa almennings að þeir stjórnmálamenn eigi að víkja af vettvangi stjórnmálanna sem blanda saman eigin hagsmunum og almannahag. Eftir bankahrunið er lítil […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is