Laugardagur 04.11.2017 - 11:00 - Ummæli ()

Sporin eiga að hræða

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar: Örstutt er síðan Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfi í skjóli nætur án þess að ræða við samstarfsflokka sína, Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. Þar voru samræðustjórnmál ekki í heiðri höfð. Afleiðingar þessa ábyrgðarleysis urðu vitanlega þær að þjóðin gerði sér fulla grein fyrir að flokki sem stundar vinnubrögð af þessu tagi er ekki treystandi. Björt framtíð þurrkaðist út af þingi. Þingmenn flokksins hafa því miður ekki horfst í augu við það hversu ámælisverð vinnubrögð þeirra voru við stjórnarslitin heldur endurtaka í sífellu að þeir hafi staðið með sannfæringu sinni. Þeir láta eins og þeir hafi fallið með reisn þegar staðreyndin er sú að þeir gerðu sig að ómerkingum.

Sporin ættu að hræða, en samt ætla formenn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Samfylkingar að láta á það reyna að sameinast í ríkisstjórnarsamstarfi með Pírötum. Þar yrði á ferð stjórn með minnsta mögulega meirihluta, líkt og sú síðasta. Ekki væri það gott en enn verra er að varasamt er að treysta á úthald Pírata í stjórnarsamstarfi. Í þeim flokki er ekki strangur innri strúktúr, enginn áhugi er á að halda í hefðir heldur er stöðugt verið að reyna að finna upp hjólið og auk þess þykja tilfinningaupphlaup af minnsta tilefni nánast sjálfsögð. Slíkur flokkur er ekki sérlega líklegur til að sýna ábyrgð í ríkisstjórnarsamstarfi. Samstarf við Pírata yrði afar erfitt og ekki hægt að treysta því að þar myndi grasrótin vera til friðs. Líkt og grasrót Bjartrar framtíðar gæti grasrót Pírata allt eins tekið upp á því að efna til netkosninga og slíta stjórnarsamstarfi hið snarasta kæmi upp ágreiningur innan stjórnarinnar.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, á að vita að ekki er óhætt að treysta á Pírata. Þetta ætti Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sömuleiðis að vita. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, getur látið eins og hann trúi öðru, enda þráir Samfylkingin að öðlast völd og komast aftur til vegs og virðingar, en innst inni hlýtur einnig hann að vita þetta. Viðræður stjórnarandstöðuflokkanna geta ekki verið annað en sýndarmennska fólks sem veit betur.

Vonlítið er að þessi fjögurra flokka stjórn verði að veruleika en jafnvel þótt svo verði eru sáralitlar líkur á því að hún yrði langlíf. Hugmyndir hafa skotið upp kollinum um fimm eða sex flokka stjórn og satt best að segja hljóma þær eins og óðs manns æði. Þar yrði fljótlega hver höndin uppi á móti annarri. Píratar myndu ólmast og Flokkur fólksins myndi aldrei fá brýnustu stefnumál sín í gegn, svo kostnaðarsöm eru þau. Það er einungis tímaspursmál hvenær ríkisstjórn sem samsett væri af svo mörgum og ólíkum flokkum myndi deyja drottni sínum. Hún myndi ekki kveðja hægt og hljótt heldur springa með miklum látum.

Stjórnmálaflokkarnir verða að vanda sig við stjórnarmyndun og útkoman verður að vera trúverðug. Þjóðin er orðin leið á sífelldu upphlaupi stjórnmálamanna og stjórnarslitum af litlu tilefni.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Samkeppni um listaverk á vegg sjávarútvegshússins -Hjörleifur tjáir sig ekki

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur ákveðið í samráði við Samtök íslenskra myndlistamanna að efna til samkeppni um nýtt listaverk sem prýða skal gafl sjávarútvegshússins. Eins og kunnugt er var málað yfir mynd af „sjómanninum“ í sumar, sem prýddi gaflinn í næstum tvö ár, sem hluti af Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni. Var Hjörleifur Guttormsson, fyrrum ráðherra, sagður einn […]

Enn frestar Hannes skýrslunni – Átti að birtast eftir helgi

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ og höfundur skýrslu um bankahrunið, sem til stóð að gefa út núna á mánudaginn, hefur frestað birtingu hennar fram í janúar. Þetta segir hann í pistli á Pressunni. Skýrslan hefur tekið um þrjú ár í vinnslu, en átti upphaflega að koma út árið 2015, samkvæmt samningi Félagsvísindastofnunnar […]

Vilja fá sérstakt ráðuneyti öldrunarmála -Skora á stjórnarmyndunarflokkana

Landssamband eldri borgara hefur sent frá sér áskorun, sem samþykkt var á stjórnarfundi félagsins í gærkvöldi. Þar er skorað á þá stjórnmálaflokka sem nú ræða myndun ríkisstjórnar, að stofna sérstakt embætti ráðherra öldrunarmála. Þórunn Sveinbjörnsdóttir er formaður Landssambands eldri borgara. Telur hún áskorunina raunhæfa ?   „Já við erum að horfa til þess að í […]

Sigmundur baunar á stjórnarmyndunarflokkana

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, ritaði pistil á heimasíðu flokksins í dag. Þar segir hann meðal annars að Vinstri grænir séu að veita Sjálfstæðis-flokknum „uppreist æru“ og vitnar þar í málið sem varð til þess að Björt framtíð sleit stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn.       Þá spáir hann því einnig að Bjarni Benediktsson […]

Jóhanna Sigurðardóttir rifjar upp gömul svik Jóns Baldvins

Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, var gestur Kastljóssins í gærkvöldi í tilefni af útgáfu ævisögu hennar, Minn tími. Meðal þess sem kom fram í þættinum var upprifjun Jóhönnu á samskiptum hennar við Jón Baldvin Hannibalsson, en þau voru oft á tíðum erfið meðan þau voru samherjar í Alþýðuflokknum. Þau voru bæði ráðherrar í Viðeyjarstjórn Davíðs Oddsonar […]

Ræða skattamál í dag

Samkvæmt heimildum Eyjunnar verða skattamál ofarlega á baugi í stjórnarmyndunarviðræðum í dag, líkt og í gær. Vinstri grænir eru sagðir vilja lækka skatt hjá þeim sem eru í lægsta skattþrepinu en á móti hækka fjármagnstekjuskatt. Þá er lækkun tryggingargjalds sagt krafa frá Sjálfstæðiflokknum. Þá eru umhverfismál einnig ofarlega á baugi hjá Vinstri grænum sem og […]

Nóbelsverðlaunahafi segir Donald Trump vera fasista

Bandaríski hagfræðingurinn og nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz, sem starfaði sem ráðgjafi Bill Clinton í forsetatíð hans, segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti, sé fasisti.  Í nýrri bók rekur hann áhyggjur sínar af þeim vaxandi ójöfnuði sem ríkt hefur vestra undanfarin ár og reiðinni fylgdi í kjölfarið. „Ég sagði í fyrstu, að ef við löguðum ekki þetta vandamál […]

Friðheimar hlutu Nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar 2017

Friðheimar hlutu Nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar fyrir árið 2017 í dag. Verðalunin voru afhent af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Markmiðið með verðlaununum er að hvetja fyrirtæki innan SAF til nýsköpunar og vöruþróunar, að því er segir í tilkynningu. Friðheimar er bæði veitingastaður og tómataræktun. Á heimasíðu þess segir: „Friðheimar er fjölskyldurekið fyrirtæki þar sem eru […]

Katrín um fjölgun ráðherra: „Ég hef ekki hug á því“

Opnað var á umræðu um skiptingu ráðuneytisstóla í gær í stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þaðan bárust fréttir um að skipta ætti upp fjármála- og efnahags-ráðuneytinu með það í huga að Framsókn fengi síðarnefnda ráðuneytið og Bjarni Benediktsson það fyrra. Hinsvegar virðist Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og væntanlegur forsætisráðherra, ekki spennt fyrir þeim […]

Minnist þátttöku Vestur-Íslendinga í fyrri heimsstyrjöld

Íslendingar hafa löngum stært sig af því að eiga engan her og ekki tekið þátt í stríðum, ekki sem þjóðríki að minnsta kosti. En fyrir rúmlega 100 árum tóku fjölmargir Vestur-Íslendingar þátt í fyrri heimsstyrjöldinni, sem höfðu gengið í kanadíska herinn haustið 1914 til að þjóna sínu nýja föðurlandi.   Í bókinni „Mamma, ég er […]

Björn Valur: „Óráð hjá nýrri ríkisstjórn að fjölga ráðherrum“

Fyrrum varaformaður Vinstri grænna, Björn Valur Gíslason, vill ekki fjölgun ráðuneyta í væntanlegri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Þetta segir hann í pistli á heimasíðu sinni. Samkvæmt fréttum er það nú rætt í stjórnarmyndunar-viðræðum að  fjölga ráðuneytum með þeim hætti að skipta upp fjármálaráðuneytinu, þar sem Framsókn vill stjórna efnahagsmálum. Fjármálaráðuneytið er sagt tilheyra […]

Jón Steinar skrifar: „Málinu drepið á dreif“

Í síðustu viku kom Helgi Seljan fréttamaður á RÚV að máli við mig og óskaði eftir viðtali um nýútkomna bók mína „Með lognið í fangið“ og málssókn Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara á hendur mér. Benedikt byggir málssókn sína á því að ég hafi meitt æru hans með því að nota í bókinni orðið„dómsmorð“ um dóm hans […]

Verður ráðuneytum fjölgað ?

Meðal þess sem rætt er í stjórnarmyndunarviðræðum er fjölgun ráðuneyta. Það ku vera Framsóknarflokkurinn sem leggur áherslu á að fá efnahagsmálin á sitt borð, en fjármálaráðuneytið er talið fara til Bjarna Benediktssonar. Þetta segir á Vísi. Því muni fjármálaráðuneytinu hugsanlega skipt upp í tvö ráðuneyti, líkt og því var háttað fyrir 2009. Þá segir að […]

Samhljóða Steingrímur og Óli Björn í leiðaraopnu Moggans

Er ný ríkisstjórn að fæðast – jú, margt bendir til þess. Og nú má greina samhljóm með Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokknum. Til dæmis á leiðaraopnu Morgunblaðsins í dag. Þar eru tvær greinar sem eru mjög keimlíkar. Önnur er eftir Steingrím J. Sigfússon, fyrrverandi formann VG, hin er eftir Óla Björn Kárason, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Hingað til […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is