Laugardagur 04.11.2017 - 09:00 - Ummæli ()

Sundrung á hægri væng stjórnmálanna

Fráfarandi ríkisstjórn.

Úrslit alþingiskosninganna um síðustu helgi eru um margt athyglisvert. Ekkert lát er á upplausninni á stjórnmálasviðinu sem fylgdi hruninu 2008. Augljóst er að verulega djúp gjá er milli kjósenda og stjórnmálaflokkanna. Flokkarnir eru greinilega ekki að mæta kröfum kjósenda. Ef til vill eru kjósendur ráðvilltir eftir hrun og eru að einhverju marki að gera óraunhæfar kröfur. Hins vegar eru flokkarnir ekki síður að reyna að átta sig á því hvaða breytingar kjósendur vilja að verði á stjórnmálunum.

Það sem uppúr stendur er að hrun viðskiptabankanna varð aðeins 6 árum eftir að ríkisbankarnir voru einkavæddir. Það var fyrst og fremst afleiðing ábyrgðarleysis, ófyrirleitni og óráðvendni tiltölulega fámenns hóps í stjórnmála- og viðskiptalífinu. Tugþúsundir trúðu og treystu þessum hópi sem síðar kom í ljós að meira og minna sigldi annan sjó en almenningur , kom sér undan stóráföllum  og virðist hafa komið ár sinn vel fyrir borð á erlendum skattaskjólseyjum. Innherjaupplýsingar og sérmeðferð eru sem eitur í beinum almeinnings og enn kaumar undir niðri reiði og ólga sem síðan birtast í þingkosningum. Allar þrjár ríkisstjórnir sem myndaðar hafa verið eftir hrunið studdust við meirihluta en þær hafa allar mátt þola að vera kosnar frá völdum í almennum kosningum við fyrsta tækifæri.

Ríkisstjórnin féll

Fráfarandi ríkisstjórn féll innan níu mánaða frá því hun var mynduð. Þrátt fyrir skamman tíma tókst stjórnarflokkunum að verða óvinsælir fyrr en flestum öðrum ríkisstjórnum sem á undan hafa setið og í þingkosningum misstu ríkisstjórnarflokkarnir 12 þingmenn af 32. Samanlagt fylgi flokkannna þriggja minnkaði um 15%, fór úr 48% í 33%. Þetta er mestu skellum í sögunni, sem er þeim mun óvenjulegri að kosningarnar fóru fram í einu mesta efnahags góðæri Íslandssögunnar. Hagvöxtur á síðasta ár varð 7,4% og kaupmáttur launa óx um nærri 9% frá fyrra ári. Verðmæti Íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hefur tvöfaldast á 6 árum sem er til marks um batnandi efnahags almennings. Það voru ekki efnahagsmálins em fellldu ríkisstjórnina heldur siðferðilegu málin. Kaldrifjuð afstaða valdamanna til þolenda kynferðilegs ofbeldis og stöðug skörun stjórnmála og viðskipta ýfðu upp reiðibylgjur sem varð ríkisstjórninni svo að falli.

Stjórnarandstaðan vann ekki

Það óvenjulega við hinn mikla ósigur ríkisstjórnarflokkanna er að stjórnaandstaðan vann ekki. Flokkarnir fjórir sem voru í stjórnarandstöðu bættu að vísu við sig einu þingsæti og hafa nú samtals 32 þingsæti, en þeir eru ekki það samstæðir að líklegt sé að þeir muni eða vilji vinna saman auk þess að meirihlutinn er svo tæpur að ríkisstjórn verður ekki ýtt úr vör án frekari stuðnings.

Ein ástæða þess að stjórnarandstöðunni vegnaði ekki betur er að vinstri flokkarnir, Samfylking og vinstri grænir fengu frekar slaka kosningu. Vinstri grænir fóru með himinskautum í skoðanakönnunum og virtust ætla að bæta miklu fylgi við sig en misstu frá sér sigurinn og sátu upp með aðeins 1% aukningu í fylgi og einu þingsæti meira en áður. Samfylkingunni vegna skár. Flokkurinn komast af líknardeildinni og jók fylgi sitt úr 5% í 12%. Segja má að Samfylkingin sé mætt til leiks á ný sem stjórnmálaafl. En því er ekki að leyna að samt er fylgi flokksins innan við helmingur þess sem það var frá kosningunum 1999 til 2009. Samfylkingin er að fá minna fylgi en Alþýðubandalagið eitt fékk. Greinilegt er að almenn skýrskotun flokkanna tveggja er takmörkuð og að þeir verða að endurskoða margt í almennum áherslum sínum. Þessir flokkar eiga eðli málsins samkvæmt að vera óhræddir við að krefjast kerfisbreytinga í þjóðfélaginu og takast á við hagsmunahópa og gróðapunga í sjávarútvegi og fjármálafyrirtækjunum. Þeirra vandi liggur helst í því að vera of samdauna kerfinu og þora ekki að skora sérhagsmunaöflin á hólm.

Sundrung og klofningur

Þriðja atriðið sem stendur upp úr að í fyrsta sinn einkennir sundrung og klofningur mið- og hægri flokkana. Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði formlega með stofnun Viðreisnar í fyrra og nú bættist Flokkur fólksins við sem þriðji flokkurinn sem að miklu leyti er skipaður fólki sem pólitískt séð á sínar rætur í Sjálfstæðisflokknum. Framsóknarflokkurinn klofnaði fyrir þessar kosningar svo harkalega að fara verður aftur til Bændaflokksins til þess að finna samjöfnuð. Fimm af átta flokkum sem fengu kosna þingmenn eru með einum og öðrum hætti frá Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þessi sundrung á mið- og hægri væng stjórnmálanna er nýmæli og slær úr langvarandi samstöðuleysi vinstri manna.

Í þesus felst tækifæri vinstri flokkanna, þeir eiga tækifæri til þess að ná frumkvæði í íslenskum stjórnmálum og öðlast stöðu til þess að móta samfélagið á næstu áratugum á grundvelli stefnu jafnaðarmanna.

Kristinn H. Gunnarsson

Birtist fyrst í Vestfirðir

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Hagar hafa lengi skoðað sjálfsafgreiðslu í matvöruverslunum: Verður stór þáttur í framtíðinni

Finnur Árnason forstjóri Haga segir fyrirtækið hafa lengið skoðað að innleiða sjálfsafgreiðslu í matvöruverslunum en hár kostnaður hafi helst staðið í vegi fyrir innleiðingu slíks búnaðar hér á landi. Sjálfsafgreiðsla tíðkast víða í Bandaríkjunum og Evrópu þar sem viðskiptavinir sjá sjálfir um að skanna strikamerki og borga fyrir vöruna án þess að eiga samskipti við […]

Bráðum mega landsmenn eiga lögheimili í sumarbústöðum

Brátt geta þeir sem aldrei vilja fara heim úr sumarbústaðnum tekið gleði sína en til skoðunar er að breyta lögum um lögheimili til að gera fólki kleift að vera þar með lögheimili. Sama gildir um atvinnuhúsnæði. Fram kom á ráðstefnu Reykja­víkuraka­demí­unn­ar og Reykja­vík­ur­borg­ar sl. föstu­dag um ólög­legt hús­næði og óleyfisbúsetu, sem greint er frá í […]

Björn Valur: Bjarni sækir fast að því að fá sjötta ráðherrann

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sækir fast að því að fá sex ráðherra í hlut Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórninni en Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn taka það ekki í mál. Þetta segir Björn Valur Gíslason fyrrverandi varaformaður Vinstri grænna í færslu á Fésbók. Björn Valur segir Sjálfstæðismenn eiga í miklum vandræðum með ráðherraval í væntanlegri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, VG […]

Kjartan ósáttur við söluna og kaupin á OR-húsinu: „Furðulegur fjármálagjörningur“

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að salan og kaup Orkuveitu Reykjavíkur á OR-húsinu á Bæjarhálsi sé furðulegur fjármálagjörningur og sé mjög kostnaðarsamur fyrir íbúa Reykjavíkur og íbúum annarra sveitarfélaga sem eiga Orkuveituna. Árið 2013 seldi Orkuveitan húsnæðið fyrir 5,1 milljarð króna til lífeyrissjóða og fjárfestingafélaga en hélt áfram að leigja húsnæðið. Síðar kom í ljós […]

Oktavía Hrund kjörin formaður Pírata i Evrópu

Oktavía Hrund Jónsdóttir var kjörin stjórnarformaður Pírata í Evrópu á fundi sem haldinn var í Prag um helgina. Oktavía er varaþingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi og alþjóðafulltrúi framkvæmdaráðs Pírata á Íslandi. Hún er með MA gráðu í alþjóðlegri þróunarfræði og samskiptum frá Hróarskelduháskóla. Oktavía situr í stjórn Freedom of the Press Foundation og síðstu ár hefur […]

Mismunandi niðurstöður jafn réttar

Á heimasíðu Hæstaréttar hefur nú verið birt viðtal við Eirík Tómasson sem lét af störfum sem dómari við réttinn 1. september s.l. Það er nýbreytni í starfi réttarins að birta svona efni á heimasíðu sinni. Gaman væri að heyra hvernig starfsháttum við þessa léttmetissíðu er háttað. Hver er ábyrgðarmaður síðunnar? Hver tók viðtalið við Eirík? […]

Morgunblaðið: Hvað um samband Kristjáns og Rósu? „Einkalíf Rósu B. er ekki til umræðu á samfélagsmiðlum“

Í Staksteinum í Morgunblaðinu eru fjölmiðlar gagnrýndir fyrir umfjallanir um einkalíf Sigmundar Davíðs og Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Á meðan hjólað sé á ósanngjarnan hátt í þessa tvo stjórnmálamenn sé farið silkihöndum um aðra og er Rósa B. Brynjólfsdóttir, þingmaður Vg, sérstaklega nefnd í því samhengi. Staksteinar Morgunblaðsins byrja á þessum orðum: „Pál Vilhjálmsson bendir á. […]

Verri þjónusta er betri þjónusta

Ef eitthvað er idjótískt í nútímanum – og er í rauninni angi af þeirri nauðhyggju að öll tækniþróun sé skilyrðislaust af hinu góða – þá er það þegar reynt er að sannfæra mann um að lakari þjónusta sé í raun betri þjónusta.

Samtök atvinnulífsins segja kominn tíma til að stytta grunnskólanám: Getur mildað áhrif kennaraskorts

Samtök atvinnulífsins segja það vera kominn tími til að skoða af alvöru að stytta grunnskólanám um eitt ár. Fram kemur í grein á vef SA að það kunni að felast verðmæt tækifæri í að láta grunnskólann ná aðeins upp í 9.bekk, þar á meðal sé hægt að hægt að hækka laun kennara og milda áhrif […]

Björn Valur: Þarf að staðfesta að endurritið sé hið raunverulega samtal

Björn Valur Gíslason er í bankaráði Seðlabankans. Hann segir alvarlegt að trúnaðargögn hafi farið úr bankanum og endað á fjölmiðli. Þar á hann við símtal Davíðs Oddssonar þáverandi seðlabankastjóra og Geirs H. Haarde þáverandi forsætisráðherra sem birt var í Morgunblaðinu um helgina. Fjölmargir fjölmiðlar hafa reynt að fá samtalið afhent frá Seðlabankanum en verið hafnað. […]

Píratar vinna við að bjarga heimasíðu Sjálfstæðisflokksins

Þingmenn og áhrifamenn innan Pírata vinna nú að því að bjarga vefsíðum vefhýsingarfyrirtækisins 1984 sem hrundi í síðustu viku. Margar vefsíðu fóru illa út úr hruninu, þar á meðal vefur Eiríks Jónssonar sem og vefir Pírata og Sjálfstæðisflokksins. Fram kom í twitter-færslu frá 1984 í gær að þingmennirnir Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy ynnu […]

Magnús: Eitthvað allt annað en gagnleki þegar upplýsingarnar eru notaðar eftir hentugleika

„Gagnalekar sem hafa þann tilgang að upplýsa almenning um sitthvað misjafnt, jafnvel lögbrot, í störfum og fjármálum ráða- og efnamanna hafa löngu sannað mikilvægi sitt fyrir framgang lýðræðisins. En að hafa á brott með sér upplýsingar frá ríkisstofnun, þegar viðkomandi er sagt upp störfum, til þess að nýta þær upplýsingar svo eftir hentugleika jafnvel mörgum […]

Kjarkur Katrínar

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar: Það virðist ekki eiga sérlega vel við stóran hóp innan Vinstri grænna að horfast í augu við þá ábyrgð sem fylgir því að taka að sér stjórn landsins. Þar er einungis horft í eina átt – til vinstri – þrátt fyrir að úrslit nýafstaðinna kosninga hafi síst af öllu verið ákall um vinstri […]

Uppreist æra í stað siðbótar

Kristinn H. Gunnarsson skrifar: Ákvörðun Vinstri hreyfingarinnar, græns framboðs um stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki reisir æru  formanns Sjálfstæðisflokksins upp frá dauðum og frestar um sinn óhjákvæmilegri siðbót í íslenskum stjórnmálum. Það er stöðugt vaxandi krafa almennings að þeir stjórnmálamenn eigi að víkja af vettvangi stjórnmálanna sem blanda saman eigin hagsmunum og almannahag. Eftir bankahrunið er lítil […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is