Sunnudagur 05.11.2017 - 20:00 - Ummæli ()

Kreppan frestaði byggingunni

Sunnudaginn, 29. október, var haldin hátíðarguðsþjónusta í Suðureyrarkirkju til að minnast afmælis kirkjunar en hún var vígð árið 1937 og er þvi 80 ára um þessar mundir. Kirkjukór Suðureyrar söng undir stjórn Margrétar Gunnarsdóttur organista og var guðsþjónustan ákaflega vel sótt. Sóknarpresturinn sr. Fjölnir Ásbjörnsson rifjaði upp byggingarsögu kirkjunar í upphafi athafnar og las ákaflega fróðlega grein eftir Örnólf Valdimarsson formann kirkjubyggingarnefndarinnar sem birtist í Kirkjuritinu 1938. Eftir guðsþjónustuna var boðið uppá afmæliskaffi í félagsheimilinu á Suðureyri. Þar var einnig haldin sýning á gripum kirkjunnar, ljósmyndum og ýmsu öðru sem tengist sögu kirkjunnar og þótti þetta ákaflega gott framtak í alla staði.

Mynd: Helga Guðný Kristjánsdóttir

Grein Örnólfs í Kirkjuritinu:

SUÐUREYRARKIRKJA í SÚGANDAFIRÐI

Árið 1926 stofnaði Kvenfélagið Ársól á Suðureyri Kirkjubyggingarsjóð Suðureyrarkirkju með 300 kr. framlagi, og gjörðist þar með brautryðjandi þessa mikilvæga máls. Málið hlaut þegar vinsældir hjá söfnuðinum, og á safnaðarfundi 4. des. 1927 var kosin 9 manna nefnd (6 karlar og 3 konur) til bess að annast fjársöfnun til byggingarinnar. Nefndin var kölluð Kirkjubyggingarnefnd Suðureyrar, og hefir hún starfað að málinu alt til þessa. Á safnaðarfundi 29. apríl 1934 var verksvið nefndarinnar aukið og henni þá falið að byggja kirkjuna þegar þess væri kostur, en jafnframt sett að skilyrði, að byggja skuldlaust að mestu.

Mynd: Helga Guðný Kristjánsdóttir

Ég veit ekki dæmi til þess, að hér í sveit hafi nokkurt nauðsynja- og framfaramál mætt betri skilningi og samhug manna en kirkjubyggingarmálið naut þegar í byrjun og á alllöngum tíma. Mátti heita svo, að allir Súgfirði.ngar legðu fram fé, eða liðveizlu fjársöfnuninni á einhvern hátt. Er sérstaklega ánægjulegt að minnast hins eldlega áhuga, sem lýsti sér í fjársöfnuninni á þessUm árum. Þá voru gefnar fiskilóðir, sem allir vélbátar lögðu með fúsum vilja skipshafnarinnar, um lengri tíma, en skóladrengir, undir stjórn hr. Friðberts Friðbertssonar, núverandi skólastjóra, og hr. Þórðar Þórðarsonar símstjóra, unnu að beitingu og aðgerð lóða. Enn aðrir önnuðust aðgerð og söltun fisksins, alt sem sjalfboðaliðar. Þá fluttu fyrirlesarar erindi og sjónleikar voru sýndir.

En gjafir — minningar- og sumargjafir, áheit og samskot streymdu að. Enda safnaðist á nokkurum árum allstór sjóður, svo að í árslok 1931, eða á 4 árum, var sjóðurinn orðinn kr. 11221,77. En þar sem árferðir fór þá versnandi, dofnaði jafnframt yfir fjársöfnuninni, af eðlilegum ástæðum. Og þar eð ýmsar aðrar framkvæmdir þurftu einnig á fjárstyrk að halda, sá Kirkjubyggingarnefndin ekki ástæður til þess, að halda söfnuninni mjög til streitu, að öðru leyti en því, að hafa sumardaginn fyrsta sem fastan söfnunardag. Enda fór nú sjóðurinn að færast í aukana af eigin ramleik, því að nú fór að muna mikið um vextina.

Kreppan frestaði byggingunni

Þegar augljóst var, að fjársöfnunin mundi ekki gefa lengur varanlegan árangur, vegna sífelt aukinna fjárhagsörðugleika hér á staðnum, og hinsvegar sterkar líkur fyrir verðfalli á peningum, sem mundi orsaka hækkun á byggingarefnum, sá nefndin sér ekki fært að fresta lengur byggingu kirkjunnar og ákvað á fundi 5. ágúst 1935, að bygging skyldi hafin í maímánuði 1936. Var gert ráð fyrir, að handbært fé til byggingarinnar myndi verða 19000 til 20000 krónur, að meðtöldu framlagi úr sjóði Staðarkirkju. Reyndar voru sumir nefndarmenn ekki fyllilega ánægðir með ákvörðunina, — þeir sem höfðu hugsað sér stærri og veglegri kirkju en sýnilegt var, að hægt yrði að fá fyrir þessa fjárhæð, sem fyrr var nefnd. En sættu sig þó við úrslitin, að öllum málavöxtum athuguðum, og sérstaklega, þar sem nú bættust við fyrr greinda örðugleika lítilsháttar misskilningur frá hendi nokkurra safnaðarmanna um kirkjubygginguna, er nefndin svaraði á viðeigandi hátt, með því að fastákveða bygginguna. Þessi misskilningur leiðréttist þó fljótlega, þegar kirkjubyggingarnefndinni gafst tækifæri til þess, að ræða málið á almennum safnaðarfundi. Á þeim fundi kom greinilega í ljós almennur áhugi á því, að kirkjan yrði reist sem fyrst.

Síðan tókst nefndinni — þó ekki fyr en 7. júní 1936, að fá hagkvæma samninga um byggingu kirkjunnar við hr. Jón Jónsson, húsameistara, á Flateyri. Og var kirkjan fullgerð 15. maí árið eftir eins og samningar hljóðuðu um, og er hún vönduð að öllum frágangi.

Kirkjan kostaði 20.246,55 kr.

Kirkjan er steinsteypuhús: Aðalhúsið 12,55 metr. á lengd og 7,35 metr. á breidd. Kór 3,58 X 4,19 metr. Turn 3,27 X 2,87 metr. og hæð 14,15 metrar. Hvolfþak er að innan í kirkju og kór. Kirkjan kostar, með altari, prédikunarstól, sætum, ofni og raflögnum, svo og girðingum umhverfis hana kr. 20.246,55. Þessi fjárhæð hefir greiðst að fullu með fjársöfnun og framlagi frá Staðarkirkju, nánar sundurliðað þannig: Gjafir frá ýmsum 4240,85 kr. Ágóði af fiskilóðum 3436,38 kr. Sumardagurinn fyrsti 2593,66 kr. Minningargjafir 814,20 kr.  Áheit 407,11 kr. Sjónleikir 483,72 kr. Fyrirlestrar 257,20 kr. Sumargjafir (sérstakar) 138,52 kr. Fé úr samskotabauk 229,20 kr. Vextir 4645,71 kr.  Framlag frá Staðarkirkju 3000,00 kr. Alls Kr. 20246,55 kr.

Er þannig takmarkinu náð og þvi skilyrði fullnægt, sem Kirkjubyggingarnefndinni var sett, að byggja kirkjuna skuldlaust. Alt fram til ársins 1936 beindist aðalstarf nefndarinnar að því, að koma upp kirkjunni sjálfri, en ei að síður var nefndinni það Ijóst, að tilfinnanlega vantaði fé til þess að prýða kirkjuna með nauðsynlegum munum. En í þeim efnum hafði nefndin engar sérstakar áhyggjur, því að hún vissi, að Guð var í verki með henni og treysti á hjálp hans og aðstoð góðra manna. Þetta traust brást heldur ekki, því að skömmu eftir að bygging var hafin, tóku að berast fregnir um ýmsa muni, sem kirkjunni mundu gefast. Og Þegar kirkjan var fullgerð, voru komnar í eigu hennar eftirtaldir munir að gjöf:

  • Altaristafla (mynd af Kristi og lærisveinum hans), máluð af Brynjólfi Þórðarsyni, frá frú Önnu Stefánsdóttur, ekkju síra Þorvarðs sál. Brynjólfssonar prests að Stað, og börnum hennar.
  • Messuskrúði, frá kvenfélaginu Ársól, Súgandafirði.
  • Tvær kirkjuklukkur og tvær ljósakrónur frá Súgfirðingum í Reykjavík og vinum safnaðarins þar, fyrir forgöngu hr. Hans Kristjánssonar forstjóra Sjóklæðagerðarinnar. Voru gjafir þesaar svo rausnarlegar, að þær einnig að mestu borguðu öll hliðarljós kirkjunnar.
  • Tveir altarisstjakar frá frú Láru Ó. Kolbeins á stað. 5. Númeratafla frá hr. Kr. Arnóri Kristjánssyni, húsgagnasmið í Reykjavík.

Allir eru munir þessir mjög vandaðir og svo fagrir, að sannarlegt augnayndi er hverjum, sem sér þá. Verðmæti þeirra mun vera að minsta kosti 3500 krónur. Þess skal ennfemur getið, að hr. Kristján Albert Kristjánsson kaupmaður og systkini hans gáfu lóð undir kirkjuna. Fyrir nokkurum árum voru þau hjónin, frú Anna Ingvarsdóttir og hr. Jónas Tómasson tónskáld frá Ísafirði, á ferð hér og efndu til hljómleika og stofnuðu með ágóðanum „Orgelsjóð Suðureyrarkirkju“. Af skiljanlegum ástæðum beindist fjársöfnunin meira að kirkjunni sjálfri en þessum sjóði, og hafði hann því ekki náð miklum vexti, er til þess kom, að kaupa hljóðfæri fyrir kirkjuna, en án þess gat kirkjan vitanlega ekki verið. Og með því að kirkjubyggingarnefndinni þótti það ekki viðeigandi, að skila kirkjunni af sér án þess að hljóðfæri fylgdi henni, afréð hún að festa kaup á orgeli, sem talið er 2000 kr. virði.

En í sambandi við kaupin bættust enn við vini kirkjunnar þau hjónin frú Guðrún Friðriksdóttir frá Mýrum og hr. forstjóri Karl Ryden í Reykjavík, sem gáfu til kaupanna 200 krónur. Og enn hafa sjóðnum borist gjafir frá ýmsum. En þrátt fyrir þetta er skuld vegna orgelkaupanna 700 krónur, og er það hin eina skuld, er á kirkjunni hvílir nú. En vonandi hverfur hún áður en langt um líður.

Að lokum vil ég þakka af alhuga öllum nær og fjær, sem á einn eða annan hátt hafa unnið að byggingarmáli Suðureyrarkirkju, og eiga fyrst og fremst allir Súgfirðingar þar óskiftar þakkir Allar þessar gjafir, smáar og stórar, eru mikils virði. En meira virði er sá hlýi hugur til málefnisins og ræktarsemi sú, er gefendur bera til átthaga sinna, sem stendur á bak við gjafirnar. Að minni hyggju hafa Súgfirðingar unnið þrekvirki með byggingu Suðureyrarkirkju. Og byggingarsaga hennar ber þess ljós merki, að hér ríkir góður andi, og að samtök og góður vilji fá miklu til vegar komið. Ég er sannfærður um, að Suðureyrarkirkja verður söfnuðinum til sannrar gleði og Guðs blessunar á komandi tímum. Og það er einlæg ósk mín, að eins og kirkjan gnæfir há og tignarleg yfir Suðureyrarkauptúni, svo séu hugsanir Súgfirðinga hátt hafnar yfir alt dægurþras, þegar til stórra átaka kemur. Súgfirðingar! Verum ávalt minnugir þess, að sameinaðir stöndum vér en sundraðir föllum vér. Guð blessi framtíð Súgandafjarðar.

Örnólfur Valdemarsson

Birtist fyrst í Vestfirðir

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Hagar hafa lengi skoðað sjálfsafgreiðslu í matvöruverslunum: Verður stór þáttur í framtíðinni

Finnur Árnason forstjóri Haga segir fyrirtækið hafa lengið skoðað að innleiða sjálfsafgreiðslu í matvöruverslunum en hár kostnaður hafi helst staðið í vegi fyrir innleiðingu slíks búnaðar hér á landi. Sjálfsafgreiðsla tíðkast víða í Bandaríkjunum og Evrópu þar sem viðskiptavinir sjá sjálfir um að skanna strikamerki og borga fyrir vöruna án þess að eiga samskipti við […]

Bráðum mega landsmenn eiga lögheimili í sumarbústöðum

Brátt geta þeir sem aldrei vilja fara heim úr sumarbústaðnum tekið gleði sína en til skoðunar er að breyta lögum um lögheimili til að gera fólki kleift að vera þar með lögheimili. Sama gildir um atvinnuhúsnæði. Fram kom á ráðstefnu Reykja­víkuraka­demí­unn­ar og Reykja­vík­ur­borg­ar sl. föstu­dag um ólög­legt hús­næði og óleyfisbúsetu, sem greint er frá í […]

Björn Valur: Bjarni sækir fast að því að fá sjötta ráðherrann

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sækir fast að því að fá sex ráðherra í hlut Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórninni en Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn taka það ekki í mál. Þetta segir Björn Valur Gíslason fyrrverandi varaformaður Vinstri grænna í færslu á Fésbók. Björn Valur segir Sjálfstæðismenn eiga í miklum vandræðum með ráðherraval í væntanlegri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, VG […]

Kjartan ósáttur við söluna og kaupin á OR-húsinu: „Furðulegur fjármálagjörningur“

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að salan og kaup Orkuveitu Reykjavíkur á OR-húsinu á Bæjarhálsi sé furðulegur fjármálagjörningur og sé mjög kostnaðarsamur fyrir íbúa Reykjavíkur og íbúum annarra sveitarfélaga sem eiga Orkuveituna. Árið 2013 seldi Orkuveitan húsnæðið fyrir 5,1 milljarð króna til lífeyrissjóða og fjárfestingafélaga en hélt áfram að leigja húsnæðið. Síðar kom í ljós […]

Oktavía Hrund kjörin formaður Pírata i Evrópu

Oktavía Hrund Jónsdóttir var kjörin stjórnarformaður Pírata í Evrópu á fundi sem haldinn var í Prag um helgina. Oktavía er varaþingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi og alþjóðafulltrúi framkvæmdaráðs Pírata á Íslandi. Hún er með MA gráðu í alþjóðlegri þróunarfræði og samskiptum frá Hróarskelduháskóla. Oktavía situr í stjórn Freedom of the Press Foundation og síðstu ár hefur […]

Mismunandi niðurstöður jafn réttar

Á heimasíðu Hæstaréttar hefur nú verið birt viðtal við Eirík Tómasson sem lét af störfum sem dómari við réttinn 1. september s.l. Það er nýbreytni í starfi réttarins að birta svona efni á heimasíðu sinni. Gaman væri að heyra hvernig starfsháttum við þessa léttmetissíðu er háttað. Hver er ábyrgðarmaður síðunnar? Hver tók viðtalið við Eirík? […]

Morgunblaðið: Hvað um samband Kristjáns og Rósu? „Einkalíf Rósu B. er ekki til umræðu á samfélagsmiðlum“

Í Staksteinum í Morgunblaðinu eru fjölmiðlar gagnrýndir fyrir umfjallanir um einkalíf Sigmundar Davíðs og Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Á meðan hjólað sé á ósanngjarnan hátt í þessa tvo stjórnmálamenn sé farið silkihöndum um aðra og er Rósa B. Brynjólfsdóttir, þingmaður Vg, sérstaklega nefnd í því samhengi. Staksteinar Morgunblaðsins byrja á þessum orðum: „Pál Vilhjálmsson bendir á. […]

Verri þjónusta er betri þjónusta

Ef eitthvað er idjótískt í nútímanum – og er í rauninni angi af þeirri nauðhyggju að öll tækniþróun sé skilyrðislaust af hinu góða – þá er það þegar reynt er að sannfæra mann um að lakari þjónusta sé í raun betri þjónusta.

Samtök atvinnulífsins segja kominn tíma til að stytta grunnskólanám: Getur mildað áhrif kennaraskorts

Samtök atvinnulífsins segja það vera kominn tími til að skoða af alvöru að stytta grunnskólanám um eitt ár. Fram kemur í grein á vef SA að það kunni að felast verðmæt tækifæri í að láta grunnskólann ná aðeins upp í 9.bekk, þar á meðal sé hægt að hægt að hækka laun kennara og milda áhrif […]

Björn Valur: Þarf að staðfesta að endurritið sé hið raunverulega samtal

Björn Valur Gíslason er í bankaráði Seðlabankans. Hann segir alvarlegt að trúnaðargögn hafi farið úr bankanum og endað á fjölmiðli. Þar á hann við símtal Davíðs Oddssonar þáverandi seðlabankastjóra og Geirs H. Haarde þáverandi forsætisráðherra sem birt var í Morgunblaðinu um helgina. Fjölmargir fjölmiðlar hafa reynt að fá samtalið afhent frá Seðlabankanum en verið hafnað. […]

Píratar vinna við að bjarga heimasíðu Sjálfstæðisflokksins

Þingmenn og áhrifamenn innan Pírata vinna nú að því að bjarga vefsíðum vefhýsingarfyrirtækisins 1984 sem hrundi í síðustu viku. Margar vefsíðu fóru illa út úr hruninu, þar á meðal vefur Eiríks Jónssonar sem og vefir Pírata og Sjálfstæðisflokksins. Fram kom í twitter-færslu frá 1984 í gær að þingmennirnir Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy ynnu […]

Magnús: Eitthvað allt annað en gagnleki þegar upplýsingarnar eru notaðar eftir hentugleika

„Gagnalekar sem hafa þann tilgang að upplýsa almenning um sitthvað misjafnt, jafnvel lögbrot, í störfum og fjármálum ráða- og efnamanna hafa löngu sannað mikilvægi sitt fyrir framgang lýðræðisins. En að hafa á brott með sér upplýsingar frá ríkisstofnun, þegar viðkomandi er sagt upp störfum, til þess að nýta þær upplýsingar svo eftir hentugleika jafnvel mörgum […]

Kjarkur Katrínar

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar: Það virðist ekki eiga sérlega vel við stóran hóp innan Vinstri grænna að horfast í augu við þá ábyrgð sem fylgir því að taka að sér stjórn landsins. Þar er einungis horft í eina átt – til vinstri – þrátt fyrir að úrslit nýafstaðinna kosninga hafi síst af öllu verið ákall um vinstri […]

Uppreist æra í stað siðbótar

Kristinn H. Gunnarsson skrifar: Ákvörðun Vinstri hreyfingarinnar, græns framboðs um stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki reisir æru  formanns Sjálfstæðisflokksins upp frá dauðum og frestar um sinn óhjákvæmilegri siðbót í íslenskum stjórnmálum. Það er stöðugt vaxandi krafa almennings að þeir stjórnmálamenn eigi að víkja af vettvangi stjórnmálanna sem blanda saman eigin hagsmunum og almannahag. Eftir bankahrunið er lítil […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is