Þriðjudagur 07.11.2017 - 18:00 - Ummæli ()

Magnús Óli skrifar bréf til forystumanna flokkanna: Vill að þessi atriði komist í stjórnarsáttmála

Magnús Óli Ólafsson, formaður Félags atvinnurekenda.

Magnús Óli Ólafsson, formaður Félags atvinnurekenda, hefur skrifað bréf til forystumanna allra þeirra stjórnmálaflokka sem náðu kjöri á Alþingi í nýafstöðnum kosningum. Þar vekur hann athygli á nokkrum hagsmunamálum atvinnulífsins sem hann telur að eigi heima í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar.

„Félagi atvinnurekenda þykir mikilvægt að í nýjum stjórnarsáttmála verði tekið á ýmsum atriðum sem varða hagsmuni fyrirtækjanna í landinu, ekki síst þeirra minni og meðalstóru. Þau fyrirtæki eru hryggjarstykkið í íslensku atvinnulífi og öflugt atvinnulíf er undirstaða velferðarinnar sem við viljum öll tryggja,“ segir í bréfi Magnúsar til flokksformanna.
Magnús bendir meðal annars á að mikilvægt sé að sýna aðhald og ábyrgð í ríkisfjármálum til að styðja við peningamálastefnu Seðlabankans. „Stöðugleiki, þar sem verðbólgumarkmið nást og vextir halda áfram að lækka, er stærsta hagsmunamál fyrirtækjanna,“ segir hann og bætir við að haldið verði áfram að lækka tryggingargjald fyrirtækja í áföngum.

Þá vill hann að átak verði gert í því að einfalda regluverk atvinnulífsins og hrinda í framkvæmd áformum um að tilkynningaskylda fyrirtækja komi í stað flókinna og dýrra leyfisveitinga.

„FA leggur áherslu á að fylgt verði eftir tillögum í nýlegri skýrslu utanríkisráðuneytisins um að komið verði upp verklagi þar sem tilgreint verði í greinargerðum með frumvörpum til innleiðingar EES-reglna hvaða ákvæði varði reglurnar beinlínis, hvaða ákvæði gangi lengra en þær kveða á um og þá af hvaða ástæðum og hvaða svigrúm sé til að haga innleiðingu þannig að hún verði minna íþyngjandi fyrir atvinnulífið.“

Þá verði haldið áfram að einfalda virðisaukaskattskerfið. Fækka ætti undanþágum, breikka skattstofninn og leggja á virðisaukaskatt í einu þrepi sem yrði mun lægra en efra þrep skattsins í dag. Þá verði eftirlitsgjöld sem ríkið leggur á fyrirtæki tekin til heildarendurskoðunar með það að markmiði að þau endurspegli ævinlega raunkostnað við eftirlitið og stuðli að kostnaðaraðhaldi hjá eftirlitsstofnunum. „Fyrir liggur skýrsla FA frá því fyrr á árinu, sem verið getur leiðarvísir stjórnvalda um tiltekt í eftirlitsgjöldum.“
Þá hvetur Magnús til endurskoðunar búvörusamninga og þeirri vinnu verði lokið í breiðri sátt bænda, neytenda og atvinnulífs. Stuðningskerfi landbúnaðarins verði breytt og tollar lækkaðir í samræmi við tillögur Samráðsvettvangs um aukna hagsæld.
„Leitað verði leiða til að tryggja aðgengi fiskvinnslu án kvóta eða eigin útgerðar að hráefni til vinnslu. Ný ríkisstjórn ætti að skuldbinda sig til að hrinda í framkvæmd tilmælum Samkeppniseftirlitsins frá 2012, um afnám samkeppnishindrana í sjávarútvegi.“
Þá verði gert átak í því að ríkisstofnanir fari að lögum um opinber innkaup og bjóði út kaup á vörum og þjónustu.
„Stjórnvöld fari að tilmælum Samkeppniseftirlitsins um að afnema samkeppnishömlur, til dæmis í landbúnaði, sjávarútvegi og millilandaflugi. Taka ætti upp samkeppnismat á allri löggjöf sem varðar atvinnulífið eins og OECD hefur lagt til.
Hömlur verði settar á samkeppni ríkisfyrirtækja á borð við Isavia og Íslandspóst við einkarekin fyrirtæki.
Átak verði gert í gerð fríverslunarsamninga við önnur ríki, ýmist tvíhliða eða á vettvangi EFTA, og sérstaklega gætt að hagsmunum íslenskra fyrirtækja vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.“

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Samkeppni um listaverk á vegg sjávarútvegshússins -Hjörleifur tjáir sig ekki

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur ákveðið í samráði við Samtök íslenskra myndlistamanna að efna til samkeppni um nýtt listaverk sem prýða skal gafl sjávarútvegshússins. Eins og kunnugt er var málað yfir mynd af „sjómanninum“ í sumar, sem prýddi gaflinn í næstum tvö ár, sem hluti af Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni. Var Hjörleifur Guttormsson, fyrrum ráðherra, sagður einn […]

Enn frestar Hannes skýrslunni – Átti að birtast eftir helgi

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ og höfundur skýrslu um bankahrunið, sem til stóð að gefa út núna á mánudaginn, hefur frestað birtingu hennar fram í janúar. Þetta segir hann í pistli á Pressunni. Skýrslan hefur tekið um þrjú ár í vinnslu, en átti upphaflega að koma út árið 2015, samkvæmt samningi Félagsvísindastofnunnar […]

Vilja fá sérstakt ráðuneyti öldrunarmála -Skora á stjórnarmyndunarflokkana

Landssamband eldri borgara hefur sent frá sér áskorun, sem samþykkt var á stjórnarfundi félagsins í gærkvöldi. Þar er skorað á þá stjórnmálaflokka sem nú ræða myndun ríkisstjórnar, að stofna sérstakt embætti ráðherra öldrunarmála. Þórunn Sveinbjörnsdóttir er formaður Landssambands eldri borgara. Telur hún áskorunina raunhæfa ?   „Já við erum að horfa til þess að í […]

Sigmundur baunar á stjórnarmyndunarflokkana

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, ritaði pistil á heimasíðu flokksins í dag. Þar segir hann meðal annars að Vinstri grænir séu að veita Sjálfstæðis-flokknum „uppreist æru“ og vitnar þar í málið sem varð til þess að Björt framtíð sleit stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn.       Þá spáir hann því einnig að Bjarni Benediktsson […]

Jóhanna Sigurðardóttir rifjar upp gömul svik Jóns Baldvins

Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, var gestur Kastljóssins í gærkvöldi í tilefni af útgáfu ævisögu hennar, Minn tími. Meðal þess sem kom fram í þættinum var upprifjun Jóhönnu á samskiptum hennar við Jón Baldvin Hannibalsson, en þau voru oft á tíðum erfið meðan þau voru samherjar í Alþýðuflokknum. Þau voru bæði ráðherrar í Viðeyjarstjórn Davíðs Oddsonar […]

Ræða skattamál í dag

Samkvæmt heimildum Eyjunnar verða skattamál ofarlega á baugi í stjórnarmyndunarviðræðum í dag, líkt og í gær. Vinstri grænir eru sagðir vilja lækka skatt hjá þeim sem eru í lægsta skattþrepinu en á móti hækka fjármagnstekjuskatt. Þá er lækkun tryggingargjalds sagt krafa frá Sjálfstæðiflokknum. Þá eru umhverfismál einnig ofarlega á baugi hjá Vinstri grænum sem og […]

Nóbelsverðlaunahafi segir Donald Trump vera fasista

Bandaríski hagfræðingurinn og nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz, sem starfaði sem ráðgjafi Bill Clinton í forsetatíð hans, segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti, sé fasisti.  Í nýrri bók rekur hann áhyggjur sínar af þeim vaxandi ójöfnuði sem ríkt hefur vestra undanfarin ár og reiðinni fylgdi í kjölfarið. „Ég sagði í fyrstu, að ef við löguðum ekki þetta vandamál […]

Friðheimar hlutu Nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar 2017

Friðheimar hlutu Nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar fyrir árið 2017 í dag. Verðalunin voru afhent af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Markmiðið með verðlaununum er að hvetja fyrirtæki innan SAF til nýsköpunar og vöruþróunar, að því er segir í tilkynningu. Friðheimar er bæði veitingastaður og tómataræktun. Á heimasíðu þess segir: „Friðheimar er fjölskyldurekið fyrirtæki þar sem eru […]

Katrín um fjölgun ráðherra: „Ég hef ekki hug á því“

Opnað var á umræðu um skiptingu ráðuneytisstóla í gær í stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þaðan bárust fréttir um að skipta ætti upp fjármála- og efnahags-ráðuneytinu með það í huga að Framsókn fengi síðarnefnda ráðuneytið og Bjarni Benediktsson það fyrra. Hinsvegar virðist Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og væntanlegur forsætisráðherra, ekki spennt fyrir þeim […]

Minnist þátttöku Vestur-Íslendinga í fyrri heimsstyrjöld

Íslendingar hafa löngum stært sig af því að eiga engan her og ekki tekið þátt í stríðum, ekki sem þjóðríki að minnsta kosti. En fyrir rúmlega 100 árum tóku fjölmargir Vestur-Íslendingar þátt í fyrri heimsstyrjöldinni, sem höfðu gengið í kanadíska herinn haustið 1914 til að þjóna sínu nýja föðurlandi.   Í bókinni „Mamma, ég er […]

Björn Valur: „Óráð hjá nýrri ríkisstjórn að fjölga ráðherrum“

Fyrrum varaformaður Vinstri grænna, Björn Valur Gíslason, vill ekki fjölgun ráðuneyta í væntanlegri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Þetta segir hann í pistli á heimasíðu sinni. Samkvæmt fréttum er það nú rætt í stjórnarmyndunar-viðræðum að  fjölga ráðuneytum með þeim hætti að skipta upp fjármálaráðuneytinu, þar sem Framsókn vill stjórna efnahagsmálum. Fjármálaráðuneytið er sagt tilheyra […]

Jón Steinar skrifar: „Málinu drepið á dreif“

Í síðustu viku kom Helgi Seljan fréttamaður á RÚV að máli við mig og óskaði eftir viðtali um nýútkomna bók mína „Með lognið í fangið“ og málssókn Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara á hendur mér. Benedikt byggir málssókn sína á því að ég hafi meitt æru hans með því að nota í bókinni orðið„dómsmorð“ um dóm hans […]

Verður ráðuneytum fjölgað ?

Meðal þess sem rætt er í stjórnarmyndunarviðræðum er fjölgun ráðuneyta. Það ku vera Framsóknarflokkurinn sem leggur áherslu á að fá efnahagsmálin á sitt borð, en fjármálaráðuneytið er talið fara til Bjarna Benediktssonar. Þetta segir á Vísi. Því muni fjármálaráðuneytinu hugsanlega skipt upp í tvö ráðuneyti, líkt og því var háttað fyrir 2009. Þá segir að […]

Samhljóða Steingrímur og Óli Björn í leiðaraopnu Moggans

Er ný ríkisstjórn að fæðast – jú, margt bendir til þess. Og nú má greina samhljóm með Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokknum. Til dæmis á leiðaraopnu Morgunblaðsins í dag. Þar eru tvær greinar sem eru mjög keimlíkar. Önnur er eftir Steingrím J. Sigfússon, fyrrverandi formann VG, hin er eftir Óla Björn Kárason, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Hingað til […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is