Laugardagur 11.11.2017 - 08:00 - Ummæli ()

Nýir og fráfarandi þingmenn Norðvesturkjördæmis

Eftir kosningarnar 28. október hafa orðið töluverðar hræringar í Norðvesturkjördæmi. Þótt Framsóknarflokkurinn haldi sínum tveimur mönnum kemur Halla Signý Kristjánsdóttir ný inn fyrir flokkinn. Miðflokkurinn fær tvo menn inn, þá Bergþór Ólason og Sigurð Pál Jónsson, sem áður var varaþingmaður Framsóknarflokks. Teitur Björn Einarsson, Sjálfstæðisflokki, dettur út af þingi og það sama á við um Píratann Evu Pandoru Baldursdóttur. Vinstri græn halda sínum manni inni. Akureyri Vikublað spjallaði við fráfarandi og verðandi þingmenn kjördæmisins. Ekki náðist í Teit Björn.

Nú tekur við atvinnuleit

Eva Pandora er dottin út af þingi eftir árs setu.

Eva Pandora Baldursdóttir var oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi. Eva hafði verið þingmaður í eitt ár en er nú dottin út af þingi. Þar með eiga Píratar engan þingmann í kjördæminu.

Komu úrslit kosninganna þér á óvart?

„Að sumu leyti komu úrslitin verulega á óvart. Hins vegar kom ekkert svakalega óvart að við næðum ekki þingsæti þar sem það hafði verið tvísýnt í skoðanakönnunum. Væntingunum var því stillt í hóf.“

 

Hvað misfórst?

„Á þessum knappa tíma náðum við ekki að koma okkur og stefnumálum okkar almennilega á framfæri við kjósendur. Ég held að það hafi verið það helsta.“

Hvað tekur við hjá þér?

„Ætli það sé ekki bara atvinnuleit.“

Er þínum pólitíska ferli lokið eða ertu rétt að byrja?

„Ég er alls ekki hætt að reyna að hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Að vera á þingi er svo sannarlega skilvirkasta leiðin til að hafa bein áhrif en það eru til aðrar leiðir og nú er næsta verkefni mitt að finna nýjan vettvang til þess að láta gott af mér leiða.“

Fjölbreytt og erilsamt starf

Bergþór Ólason á Akranesi var um tíma aðstoðarmaður Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra.

Bergþór Ólason er nýr þingmaður Miðflokks en flokkurinn hlaut 14,24% atkvæða í kjördæminu og tvo menn. Bergþóri líst vel á nýja starfið. „Ég veit frá fyrri störfum mínum, sem aðstoðarmaður ráðherra 2003–2006, að starf þingmannsins er fjölbreytt og erilsamt, ég mun því eiga erfitt með að kvarta yfir óreglulegum vinnutíma og álagi þegar þar að kemur. Það er gott til þess að hugsa að næstu ár fari í að gera landi og þjóð sem mest gagn.“

Varstu ánægður með úrslit kosninganna?

„Já, við hjá Miðflokknum getum ekki verið annað en ánægð. Þetta stjórnmálaafl varð til á nokkrum vikum, í aðdraganda kosninganna og að ná sjö þingmönnum og hæsta atkvæðahlutfalli sem nýtt framboð hefur nokkurn tímann náð er auðvitað mjög ánægjulegt. Í Norðvesturkjördæmi tókst okkur að tryggja tvo þingmenn af þeim átta sem kjördæmið á. Það var framar vonum.“

Hefurðu gengið með þingmanninn í maganum í langan tíma?

„Ekki síðustu árin, ég var að stórum hluta kominn á hliðarlínuna hvað pólitísk störf varðar, en því er ekki að neita að þegar ég var yngri var hugurinn við pólitíkina. Undanfarin ár hef ég einbeitt mér að rekstri þess fyrirtækis sem ég fór fyrir.“

Hvernig líst fjölskyldunni á starfið?

„Ágætlega, ætla ég að vona. Ég á reyndar enn eftir að útskýra hvernig þetta allt saman fór úr því að vera „það eru sáralitlar líkur á að ég komist inn“ yfir í að fá tvo menn kjörna í kjördæminu.“

Vaknaði sem þingmaður

Sigurður Páll var áður varaþingmaður Framsóknarflokks en er nú þingmaður Miðflokks.

„Ég hef verið varaþingmaður síðustu tvö kjörtímabil og það er hið besta mál að breyta til. Þetta er búið að vera ágætis starfskynning,“ segir Sigurður Páll Jónsson, nýr þingmaður Miðflokks í Norðvesturkjördæmi, en Sigurður Páll var áður varaþingmaður Framsóknarflokks í sama kjördæmi. Sigurður segist ánægður með úrslit kosninganna. „Það er ekki hægt að vera annað, þetta er flott hjá svona splunkunýjum flokki. Ég datt inn á síðustu metrunum sem var verulega sætt að vakna við.“

 

 

Indælt starfsfólk Alþingis

Halla Signý býr í Bolungarvík og býst við að gera það áfram.

Halla Signý Kristjánsdóttir er nýr þingmaður Framsóknarflokks. Halla Signý býr í Bolungarvík og hefur lengi starfað í pólitísku starfi og segist alltaf hafa haft áhuga á samfélagsmálum.

Hvernig líst þér á nýja starfið?

„Það leggst vel í mig á þessum fyrstu metrum. Ég er búin að hitta marga þingmenn og líst vel á hópinn og starfsfólk Alþingis er mjög indælt.“

Varstu ánægð með úrslit kosninganna?

„Já, fyrir okkur Framsóknarmenn voru þessi úrslit mjög góð. Hér í Norðvesturkjördæmi erum við með næstbestu kosningu eða 18,42% og tvo menn svo við erum mjög sátt. Enda var þetta samheldinn og góður hópur sem vann að þessu.“

Hvernig líst fjölskyldunni á nýja starfið?

„Hún stendur alveg við bakið á mér, ég er gift og á fjögur börn, sem öll eru uppkominn, yngsta er 22 ára, þannig að þau hafa þegar tekið flugið úr hreiðrinu og hafa stutt mig og hvatt í þessari baráttu. Eiginmaðurinn er mín hægri hönd í þessu sem og öðrum verkefnum sem ég tek mér fyrir hendur.“

Ætlarðu að flytja á höfuðborgarsvæðið?

„Nei, ég lít svo á nú sé bara aðeins lengra í vinnuna. Eiginmaðurinn er í starfi hér á Ísafirði svo ég verð bara tímabundið í borginni þegar ég þarf að sinna þingstörfum og kem heim á milli auk þess sem kjördæmið er víðfeðmt og er það stefna mín að fara reglulega um það.“

Birtist fyrst í Akureyri vikublað.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Siðmennt fylgjandi umskurðarfrumvarpi

Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hvetur Alþingi til að samþykkja frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, sem bannar umskurð drengja, í umsögn sinni um frumvarpið.   „Þar sem um er að ræða alvarlegt og óafturkræft inngrip er óásættanlegt að börn undir lögaldri séu umskorin,“ segir meðal annars í umsögninni. Siðmennt segir að brotið sé […]

Ban Ki-moon segir að læra megi af Íslendingum í jafnréttismálum

Sjálfbærnistofnun Ban Ki-moon var sett á fót árið 2017 með það markmið að styðja við innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna þar sem sérstök áhersla er lögð á málefni kvenna og ungs fólks. Ban Ki-moon, sem var aðalritari Sameinuðu þjóðanna árin 2007-2016, átti fund með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og Líney Rut Halldórsdóttur framkvæmdastjóra ÍSÍ, í […]

1000 milljarðar króna undanþegnir skatti

Kristinn H. Gunnarsson ritar: Það er kallað á meira framlag frá ríkinu til óteljandi málaflokka. Þrátt fyrir að ríkissjóður hafi bólgnað út vegna aukinna tekna sem fylgja uppsveiflunni í hagkerfinu þá er víða kvartað sáran undan naglaskap í fjárveitingum til velferðar- og heilbrigðismála. Framlög til menntamála eru skorin við nögl og erlendar athuganir sýna hnignandi […]

Starfsgreinarsambandið fagnar launaskriðstryggingu

Laun þeirra ríkisstarfsmanna sem eru í aðildarfélögum Starfsgreinasambands Íslands fá nú í fyrsta sinn svokallaða launaskriðstryggingu sem gefur að meðaltali 1,8% hækkun á laun afturvirkt frá 1. janúar 2017. Leiðréttingin kemur til útborgunar á flestum stöðum þann 1. mars. Þetta er gert á grundvelli rammasamkomulags í tengslum við síðustu kjarasamninga til að tryggja að launaskrið […]

Guðlaugur Þór: Bretar vilja tryggja réttindi íslenskra borgara í Brexit

Samkvæmt Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, er það vilji breskra yfirvalda að virða og tryggja réttindi íslendinga, svo þeir sitji við sama borð og aðrir. Brexit sé forgangsmál. „Brexit er og verður forgangsmál hjá okkur í utanríkisráðuneytinu og mikil vinna fer nú fram í ráðuneytum hér á landi við að vernda hagsmuni okkar vegna útgöngu Breta […]

Íbúðum fjölgaði um 1.800 í fyrra – Lítil fjölgun milli ára

Íbúðum hér á landi fjölgaði um 1.759 í fyrra. Til samanburðar fjölgaði þeim um 1.580 árið 2016 og er aukningin því einungis tæplega 200 íbúðir milli ára. Þetta má sjá í nýjum tölum sem Þjóðskrá Íslands hefur birt. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hefur orðið aukning í fjölgun íbúða undanfarin ár. Fjölgunin hefur […]

Brynjar baunar á Halldór: „Svona menn eiga bara að vinna á vernduðum vinnustað“

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að þeir sem kalli á afsökunarbeiðni vegna veru Eyþórs Arnalds á fundi borgarstjórnar og þingmanna eigi bara vinna á vernduðum vinnustað. Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi Pírata sendi í gær harðort bréf til allra borgarfulltrúa og þingmanna Reykjavíkurkjördæmanna tveggja þar sem hann fer fram á að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra bæðist […]

„Þingmenn sem þegið hafa bætur og ráðstafað því í kaup á húsnæði ættu að skila því, ella vera bornir út“

Þórólfur Júlían Dagsson, stjórnarmeðlimur Pírata á Suðurnesjum, spyr hvort það sé ekki réttmæt krafa að fólk sem búi ekki í því sveitarfélagi sem það vinnur, fái sömu kjör og þingmenn. Þá vill hann að allar upplýsingar um fjárveitingar til þingmanna síðustu 20 árin verði gerð opinber. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þórólfi. Hann segir […]

Styrmir: Evrópuríkin treysta Bandaríkjunum ekki lengur

Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, lætur öryggismál Evrópu sig varða í dag. Þar segir hann að ríki Evrópusambandsins ætli sér að stórauka samstarf sitt í öryggis- og varnarmálum, þar sem þau treysti ekki lengur á NATO með sama hætti og áður. Ástæðan fyrir því sé Donald Trump Bandaríkjaforseti. Það er rétt hjá Styrmi að heimurinn […]

Gunnar Smári segir Samtök atvinnulífsins aðeins þjóna fámennri auðklíku

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, setur fram áhugaverða tölfræði á Facebooksíðu sinni um skiptingu auðs á Íslandi. Þar segir að aðeins 50 manneskjur á Íslandi eigi 53% alls eiginfjár íslenskra fyrirtækja og 950 manns til viðbótar eiga önnur 45 prósent alls eiginfjár fyrirtækja. Þá eigi restin af þjóðinni, um 339,000 manns, tvö prósentin sem […]

Mesta fólksfjölgunin á Norðurlöndunum

Fólki fjölgar meira á Norðurlöndum en annars staðar í Evrópu. Þá er þróun aldursdreifingar afdráttarlaust á þann veg að eldri árgangar fólks eru hér stærri en að meðaltali annars staðar í álfunni. Greinileg tilhneiging er til meiri fjölgunar á þéttbýlissvæðum á öllum Norðurlöndunum og ástæða þess er ekki síst samspil milli aðflutnings fólks frá frá […]

Andrés Ingi opnar bókhaldið og upplýsir um endurgreiðslur ferðakostnaðar

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, birtir á Facebook síðu sinni bókhaldsgögn um endurgreiðslur frá Alþingi vegna ferðakostnaðar hans innanlands á árinu 2017. Upphæðin er tæpar 300.000 krónur vegna fimm viðburða. Andrés Ingi segir sjálfsagt að útgjöldin verði opinber líkt og til standi að hálfu Alþingis: „Umræðan um starfskostnað þingmanna undanfarna daga er af hinu […]

Arnaldur Hjartarson metinn hæfastur umsækjenda um dómarastöðu við Héraðsdóm Reykjavíkur

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um eitt embætti dómara með fast sæti við Héraðsdóm Reykjavíkur. Arnaldur Hjartarson, aðstoðarmaður dómara við EFTA dómstólinn, var metinn hæfastur af umsækjendum. Þetta kemur fram á vef dómsmálaráðuneytisins. Í umsögn um Arnald segir meðal annars að Arnaldur hafi almenna og víðtæka lögfræðiþekkingu, eigi […]

Utanríkisráðherra: „Meiri áhersla verður lögð á eftirlit og viðbragð á þessari lífæð milli Evrópu og Norður-Ameríku”

Varnarmálaráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins ræddu aukinn varnarviðbúnað og framlög til varnarmála, eflingu herstjórna NATO og stuðning við umbætur í Írak á tveggja daga fundi sínum sem lauk í Brussel í dag. Þá funduðu ráðherrarnir með varnarmálaráðherrum Finnlands og Svíþjóðar og utanríkismálastjóra ESB um vaxandi samvinnu NATO og ESB. Þetta kemur fram í tilkynningu: „Bandalaginu hefur á […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is