Föstudagur 17.11.2017 - 18:04 - Ummæli ()

Samkeppni um listaverk á vegg sjávarútvegshússins -Hjörleifur tjáir sig ekki

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur ákveðið í samráði við Samtök íslenskra myndlistamanna að efna til samkeppni um nýtt listaverk sem prýða skal gafl sjávarútvegshússins. Eins og kunnugt er var málað yfir mynd af „sjómanninum“ í sumar, sem prýddi gaflinn í næstum tvö ár, sem hluti af Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni.

Var Hjörleifur Guttormsson, fyrrum ráðherra, sagður einn helsti andstæðingur myndarinnar af sjómanninum í fjölmiðlum, en hann býr í nágrenni við sjávarútvegshúsið.

 

Hjörleifur vildi ekkert tjá sig um málið við Eyjuna í dag. Hann sendi hinsvegar afrit af opnu bréfi sem hann sendi á Dag B. Eggertsson í sumar, þar sem hann meðal annars furðar sig á vinnubrögðum starfsmanna borgarinnar að birta tölvuspóstssamskipti sín við þá um málið. Bréfið má lesa hér að neðan.

 

Verðlaunin eru 250 þúsund krónur og frestur til að senda inn tillögur rennur út fimmtudaginn 18.janúar 2018 kl. 16.00.

Verkið skal hafa skírskotun til sögu sjávarútvegs á Íslandi og tillögur skulu sendar á netfangið : samkeppni@anr.is

 

 

Hjörleifur Guttormsson

Opið bréf til Dags B. Eggertssonar borgarstjóra.

Um samskipti Reykjvíkurborgar við íbúa sveitarfélagsins
Háttvirtur borgarstjóri.
Ástæða þess að ég skrifa þér opið bréf er döpur reynsla mín sem íbúa af samskiptum við
Reykjavíkurborg í kjölfar tiltekinnar ákvörðunar borgarinnar haustið 2015. Þá var
tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves heimilað að mála mynd á austurgafl
Sjávarútvegshússins að Skúlagötu 4, sem síðan var fjarlægð um miðjan júlí sl. samkvæmt
ákvörðun húsráðenda þar á bæ og í samræmi við þau skilyrði fyrir gerð myndarinnar sem
sett voru í upphafi. Virðist sem starfsmönnum Reykjavíkurborgar hafi þótt sú ákvörðun
óþægileg, enda stóðu eftir á linnulausar umræður um þann gjörning í fjölmiðlum og á
svonefndum samfélagsmiðlum síðari hluta ágústmánaðar. Fljótlega beindust spjótin fyrst
og fremst að undirrituðum sem meintum geranda í þessu máli. Starfsmenn þínir hjá
Reykjavíkurborg áttu drjúgan hlut að þeirri umræðu án þess að upplýsa nokkuð
opinberlega um aðkomu borgarinnar að málinu og framvindu þess. Þannig fóðruðu þeir
fjölmiðla og spjallrásir á þeim boðskap að undirritaður væri helsti gerandinn í málinu, og
bæri ábyrgð á að gaflmyndin var fjarlægð. Til þess nýttu þeir tölvupóstsamskipti mín við
borgaryfirvöld þar sem ég spurðist fyrir um myndina.
Málavextir í hnotskurn

Eftir á blasir við svofelld framvinda þessa máls. Þann 8. september 2015 var samþykkt á
afgreiðslufundi byggingarfulltrúa Reykjavíkur, að undangenginni kynningu í umhverfis- og
skipulagsráði Reykjavíkur, að gera mætti vegglistaverk utan á 11 hús í Reykjavík. Ekki
töldu þessir aðilar að umsóknin þyrfti að fara í grenndarkynningu og voru gefin út
ótímabundin byggingarleyfi fyrir þeim. Það var jafnframt lagt í hendur eigenda
viðkomandi húsa að ákveða um það hvort og þá hvenær yrði málað yfir þessi verk og um
það skyldi haft samband við umsóknaraðilann. Hússtjórn Sjávarútvegshússins, sem hér
átti hlut að máli, féllst á að verkið yrði málað á húsgaflinn með því skilyrði að það yrði
fjarlægt innan árs. Það dróst um rösklega hálft ár að fjarlægja myndina af
veðurfarsástæðum, að mér var tjáð síðar. Um ofangreindar ákvarðanir var mér með öllu
ókunnugt þar til vorið 2016 að ég grennslaðist fyrir um þessa mynd hjá umhverfis- og
skipulagssviði Reykjavíkur og skýrði byggingarfulltrúi borgarinnar mér þá frá aðdraganda
málsins. Nokkru seinna greindi húsvörður Sjávarúrvegshússins mér frá því skilyrði
hússtjórnar að myndin skyldi fjarlægð innan árs, það er ekki síðar en haustið 2016. Ég
kom þannig hvergi að ákvörðunum um þetta mál og einu afskipti mín voru þau að
fylgjast með því, hvort við sett skilyrði málsaðila yrði staðið.
Ósiðlegur undirróður

Heill mánuður leið frá því málað var yfir myndina á Sjávarútvegshúsinu án þess minnst
væri á málið í fjölmiðlum. Það breyttist skyndilega með uppslætti í í Fréttablaðinu 17.
ágúst sl. og því tengdist atlaga að undirrituðum sem ekki fór fram hjá neinum. Ég fæ ekki
betur séð en á bak við hana hafi staðið aðilar í skipulagsráði Reykjavíkurborgar í

samvinnu við framkvæmdastjóra Iceland Airwaves sem lét sem honum kæmi á óvart að
myndin hefði verið fjarlægð. „Nei, nei, það var enginn látinn vita, ekki nokkur maður“
voru svör hans. Og formaður skipulagsráðs tók í sama streng, honum væri eftirsjá að
myndinni, en lét þess þó getið að „af hálfu borgarinnar var ákveðið að láta húseigendum
eftir hver afdrif myndanna yrðu.“ Á eftir fylgdu pistlar í Fréttablaðinu og Ríkisútvarpinu
þar sem ég var sagður bera ábyrgð á því að myndin var fjarlægð. Ekki kvarta ég undan
þeim slettum sem jafnframt endurómuðu á samfélagsmiðlum, þar sem hver þjónaði lund
sinni. Hitt kom á óvart að stjórnendur Reykjavíkurborgar hreyfðu hvorki legg né lið til að
upplýsa um bakgrunn málsins, hvað hafi falist í þeirri ákvörðun að veita leyfi fyrir gerð
myndarinnar og þeim skilyrðum hússtjórnar sem sett voru fyrir henni. Hins vegar virtist
auðsótt mál að upplýsa fjölmiðla um öll tölvupóstsamskipti mín við borgaryfirvöld og
afhenda þeim samskiptin í heild sinni.

Tölvupóstar á lausu en ekki sendibréf!

Það eina sem mér vitanlega heyrðist frá borginni á þessum ágústvikum var þegar
upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar dró skýr mörk á milli tölvupósta og sendibréfa með
tilliti til upplýsingalaga. „Í fréttum af málinu hafði verið vísað til bréfaskipta á milli aðila.
Ekki var um bréfasamskipti að ræða heldur tölvupósta.“ (Mbl. 24. ágúst 2017, bls. 4)
Samkvæmt þessu er mönnum ráðlagt að fara að sleikja frímerkin í samskiptum við
borgina vilji þeir ekki lenda í vel skipulögðum fjölmiðlahasar. Og í framhaldinu sagði
upplýsingastjórinn Morgunblaðinu, að sig reki ekki minni til þess að svipað hafi komið
upp, að erindi íbúa til borgaryfirvalda rati í fjölmiðla með þessum hætti. Hins vegar megi
borgarbúar eiga von á því að það geti gerst. Orðrétt: „Já, ef þú sendir borginni erindi sem
þetta máttu eiga von á því að það geti birst opinberlega.“
Ábyrgð og gagnsæjar leikreglur

Skipulagsmál, jafnt þéttbýlis sem dreifbýlis, eru afdrifarrík og þar þarf að gaumgæfa hvert
skref. Ég er þeirrar skoðunar að varanlegar myndir á hús eigi að lúta ákvæðum
skipulagslaga, m.a. um grenndarkynningu, sbr. grein mína í Morgunblaðinu 21. ágúst sl.
Ég hef lengi átt samskipti við sveitarstjórnir og starfsmenn þeirra víða á landinu um
ótal mál og á yfirleitt um þau góðar minningar. Sú reynsla sem hér er rakin og snýr að
Reykjavíkuborg er af öðrum toga og kom mér á óvart. Viðmót borgarkerfisins gagnvart
utanaðkomandi er heldur stirðbusalegt og fráhrindandi. Verra er þó þegar starfsmenn
borgarinnar gerast þátttakendur í leikfléttum til að hafa áhrif á gang og niðurstöðu mála,
móta almenningsálit og firra sig ábyrgð af eigin ákvörðunum. Þar erum við stödd á
hættuslóð. Þessa sér nú víða merki, landsstjórnin ekki undanskilin. Krafan um opið
samfélag og aðgang að upplýsingum er eðlileg, en henni þurfa að fylgja ábyrgð og
gagnsæjar leikreglur.
Kæri Dagur. Ég vildi með þessum línum greina þér frá áhyggjum mínum út af nýlegu
upphlaupi sem tengist sveitarfélaginu okkar. Tilefnið er ekki stórt en í því birtast
sjúkdómseinkenni sem vissara er að bregðast við áður en þau grafa frekar um sig.

Með vinsemd Hjörleifur Guttormsson

 

 

 

 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Hvatningarverðlaun velferðarráðs afhent í Hörpu

Innflytjendur og börn og foreldrar eru hjartans mál verðlaunahafa hvatningarverðlauna velferðarráðs árið 2017 en verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Hörpu, föstudaginn 23. febrúar. Markmið verðlaunanna er að örva og vekja athygli á gróskumiklu starfi sviðsins.   Gæði í þjónustu við innflytjendur Það var Edda Ólafsdóttir, félagsráðgjafi, sem fékk verðlaun í flokki einstaklinga en […]

Listi Samfylkingarinnar í Reykjavík samþykktur

Framboðslisti Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar í vor var samþykktur samhljóða og með lófataki í dag, á fundi á Hótel Natura. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri leiðir listann en hann varð efstur í flokksvali sem haldið var fyrr í mánuðinum. Í efstu fimm sætunum sitja borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, á eftir Degi koma Heiða Björg Hilmisdóttir, Skúli Helgason, Kristín Soffía […]

Þórdís vill varaformannsembætti Sjálfstæðisflokksins

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir,  iðnaðar-, ferðamála- og nýsköpunarráðherra, greinir frá því á Facebooksíðu sinni í morgun, að hún ætli að bjóða sig fram til varaformennsku í Sjálfstæðisflokknum á landsfundinum í mars. „Það hefur verið dýrmætt að fá hvatningu víða að og hún vegur þungt í minni ákvörðun. Ég hlakka til að eiga samtöl við sem flesta […]

Samið um þorskafla Íslands í Smugunni

Haldinn var samningafundur í fiskveiðinefnd Íslands og Rússlands daganna 19.-20. febrúar. Umræðuefnið var að venju framkvæmd svokallaðs Smugusamnings frá 1999 milli Íslands, Noregs og Rússlands um þorskveiðar íslenskra skipa í lögsögu Noregs og í þessu tilviki í lögsögu Rússlands fyrir árið 2018. Í samningnum er um tvenns konar kvóta að ræða. Annars vegar þann sem […]

Landvernd vill virkja vindorku

Engin stefna hefur verið mörkuð um vindorkuvirkjanir á Íslandi og því réðst Landvernd í það verkefni að semja stefnu sem byggist á náttúruverndar-sjónarmiðum með almannahagsmuni að leiðarljósi. Vonast er til aðframkvæmdaaðilar og sveitarfélög geti nýtt sér þessa stefnumörkun til að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif slíkra framkvæmda og til að koma í veg fyrir að ráðist verði […]

Kaupskil kaupa 13% í Arion banka af ríkinu

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur, að undangengnu samráði við ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins og ríkisstjórn, fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um sölu á 13% hlut ríkissjóðs í Arion banka til Kaupskila ehf. (dótturfélags Kaupþings ehf.) fyrir 23,4 milljarða króna. Salan fer fram á grunni kaupréttar á hlutnum samkvæmt hluthafasamkomulagi frá árinu 2009 og lögum um […]

Áslaug sakar Sjálfstæðisflokkinn um svindl: „Leikreglum er breytt og uppstillingarvaldið sett í fárra hendur“

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Áslaug Friðriksdóttir, sem fékk ekki sæti á framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnakosningar, skrifar á Facebooksíðu sína í dag. Þar segir hún farir sínar ekki sléttar í samskiptum við Sjálfstæðisflokkinn:   „Kæru vinir, enginn getur gengið að neinu vísu í pólitík. Góður stuðningur í hefðbundnum prófkjörum hefur litla þýðingu, þegar leikreglum er breytt og […]

Ríkisendurskoðun gagnrýnir ráðuneytið fyrir skort á heildarstefnu í orkumálum

Ríkisendurskoðun ítrekar ekki fimm ábendingar sem beint var til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og Landsnets hf. árið 2015. Þetta kemur fram í nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar, Landsnet hf. Hlutverk, eignarhald og áætlanir. Ráðuneytið hefur enn ekki brugðist við þeirri ábendingu Ríkisendurskoðunar að marka heildstæða stefnu í orkumálum til að tryggja að uppbygging og rekstur flutningskerfis raforku sé í […]

Heilbrigðisráðherra vill lögleiða rafrettur

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir frumvarp um rafrettur stuðla að lögmætum viðskiptum með þessa vöru og tryggja eftirlit og mikilvæga neytendavernd. Aðgengi fólks að rafrettum og reglur um notkun þeirra samkvæmt frumvarpinu geri þeim hægt um vik sem vilja hætta tóbaksnotkun með aðstoð þeirra. Ráðherra mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær. Eins og fram kom í ræðu […]

Hagstofan áætlar 2,9% hagvöxt á árinu

Hagstofa Íslands hefur gefið út endurskoðaða þjóðhagsspá að vetri í ritröð sinni, Hagtíðindum. Spáin spannar árin 2017–2023. Hægt hefur á hagvexti frá árinu 2016 en áætlað er að hagkerfið hafi vaxið um 3,8% árið 2017. Meiri kraftur var í þjóðarútgjöldum sem áætlað er að hafi aukist um rúmlega 7% á síðasta ári. Talið er að […]

Afgerandi meirihluti vill afsögn dómsmálaráðherra

Samkvæmt könnun Maskínu sem unnin var í samstarfi við Stundina, kemur fram að 72,5% þjóðarinnar vilja að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segi af sér. Þeir sem vilja að hún sitji áfram eru 27,5 prósent. Hlutfallið er yfir 67% hjá fylgjendum allra stjórnmálaflokka, nema Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins, en 23% Sjálfstæðismanna vilja afsögn Sigríðar og rúm 44 […]

Haraldur hugsar málið varðandi framboð til varaformennsku

Haraldur Benediktsson, fyrsti þingmaður Norð-vestur kjördæmis fyrir Sjálfstæðisflokkinn, segist ætla að hugsa sig um hvort hann bjóði sig fram til varaformennsku í flokknum á landsfundi sjálfstæðisflokksins um miðjan mars, eftir fjölda áskorana. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.   „Já, ég get staðfest það að margir hafa komið að máli við mig og skorað […]

Ingvar Mar leiðir lista Framsóknar

Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri og fyrrum varaþingmaður- og borgarfulltrúi, mun leiða lista Framsóknarflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Fjórar konur skipa næstu fimm sæti. Höfuðáhersla Framsóknarflokksins í Reykjavík verða skólamál samkvæmt tilkynningu, en þrír frambjóðendur eru með kennaramenntun. Viðskeytið flugvallarvinir er hvergi sjáanlegt í tilkynningu frá Framsóknarflokknum að þessu sinni og má því áætla að það verði ekki […]

Listi Eyþórs klár – Tveimur borgarfulltrúum bolað burt

Sjálfstæðismenn kynntu endanlegan framboðslista sinn í kvöld, fyrir borgarstjórnarkosningarnar í maí. Borgarfulltrúarnir Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir eru ekki á listanum, en Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi er í fimmta sæti listans. Hildur Björnsdóttir lögfræðingur er í öðru sæti, Valgerður Sigurðardóttir því þriðja, og Egill Þór Jónsson í fjórða. Heildarlistinn er hér að neðan:   1. Eyþór Lax­dal […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is