Föstudagur 17.11.2017 - 18:04 - Ummæli ()

Samkeppni um listaverk á vegg sjávarútvegshússins -Hjörleifur tjáir sig ekki

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur ákveðið í samráði við Samtök íslenskra myndlistamanna að efna til samkeppni um nýtt listaverk sem prýða skal gafl sjávarútvegshússins. Eins og kunnugt er var málað yfir mynd af „sjómanninum“ í sumar, sem prýddi gaflinn í næstum tvö ár, sem hluti af Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni.

Var Hjörleifur Guttormsson, fyrrum ráðherra, sagður einn helsti andstæðingur myndarinnar af sjómanninum í fjölmiðlum, en hann býr í nágrenni við sjávarútvegshúsið.

 

Hjörleifur vildi ekkert tjá sig um málið við Eyjuna í dag. Hann sendi hinsvegar afrit af opnu bréfi sem hann sendi á Dag B. Eggertsson í sumar, þar sem hann meðal annars furðar sig á vinnubrögðum starfsmanna borgarinnar að birta tölvuspóstssamskipti sín við þá um málið. Bréfið má lesa hér að neðan.

 

Verðlaunin eru 250 þúsund krónur og frestur til að senda inn tillögur rennur út fimmtudaginn 18.janúar 2018 kl. 16.00.

Verkið skal hafa skírskotun til sögu sjávarútvegs á Íslandi og tillögur skulu sendar á netfangið : samkeppni@anr.is

 

 

Hjörleifur Guttormsson

Opið bréf til Dags B. Eggertssonar borgarstjóra.

Um samskipti Reykjvíkurborgar við íbúa sveitarfélagsins
Háttvirtur borgarstjóri.
Ástæða þess að ég skrifa þér opið bréf er döpur reynsla mín sem íbúa af samskiptum við
Reykjavíkurborg í kjölfar tiltekinnar ákvörðunar borgarinnar haustið 2015. Þá var
tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves heimilað að mála mynd á austurgafl
Sjávarútvegshússins að Skúlagötu 4, sem síðan var fjarlægð um miðjan júlí sl. samkvæmt
ákvörðun húsráðenda þar á bæ og í samræmi við þau skilyrði fyrir gerð myndarinnar sem
sett voru í upphafi. Virðist sem starfsmönnum Reykjavíkurborgar hafi þótt sú ákvörðun
óþægileg, enda stóðu eftir á linnulausar umræður um þann gjörning í fjölmiðlum og á
svonefndum samfélagsmiðlum síðari hluta ágústmánaðar. Fljótlega beindust spjótin fyrst
og fremst að undirrituðum sem meintum geranda í þessu máli. Starfsmenn þínir hjá
Reykjavíkurborg áttu drjúgan hlut að þeirri umræðu án þess að upplýsa nokkuð
opinberlega um aðkomu borgarinnar að málinu og framvindu þess. Þannig fóðruðu þeir
fjölmiðla og spjallrásir á þeim boðskap að undirritaður væri helsti gerandinn í málinu, og
bæri ábyrgð á að gaflmyndin var fjarlægð. Til þess nýttu þeir tölvupóstsamskipti mín við
borgaryfirvöld þar sem ég spurðist fyrir um myndina.
Málavextir í hnotskurn

Eftir á blasir við svofelld framvinda þessa máls. Þann 8. september 2015 var samþykkt á
afgreiðslufundi byggingarfulltrúa Reykjavíkur, að undangenginni kynningu í umhverfis- og
skipulagsráði Reykjavíkur, að gera mætti vegglistaverk utan á 11 hús í Reykjavík. Ekki
töldu þessir aðilar að umsóknin þyrfti að fara í grenndarkynningu og voru gefin út
ótímabundin byggingarleyfi fyrir þeim. Það var jafnframt lagt í hendur eigenda
viðkomandi húsa að ákveða um það hvort og þá hvenær yrði málað yfir þessi verk og um
það skyldi haft samband við umsóknaraðilann. Hússtjórn Sjávarútvegshússins, sem hér
átti hlut að máli, féllst á að verkið yrði málað á húsgaflinn með því skilyrði að það yrði
fjarlægt innan árs. Það dróst um rösklega hálft ár að fjarlægja myndina af
veðurfarsástæðum, að mér var tjáð síðar. Um ofangreindar ákvarðanir var mér með öllu
ókunnugt þar til vorið 2016 að ég grennslaðist fyrir um þessa mynd hjá umhverfis- og
skipulagssviði Reykjavíkur og skýrði byggingarfulltrúi borgarinnar mér þá frá aðdraganda
málsins. Nokkru seinna greindi húsvörður Sjávarúrvegshússins mér frá því skilyrði
hússtjórnar að myndin skyldi fjarlægð innan árs, það er ekki síðar en haustið 2016. Ég
kom þannig hvergi að ákvörðunum um þetta mál og einu afskipti mín voru þau að
fylgjast með því, hvort við sett skilyrði málsaðila yrði staðið.
Ósiðlegur undirróður

Heill mánuður leið frá því málað var yfir myndina á Sjávarútvegshúsinu án þess minnst
væri á málið í fjölmiðlum. Það breyttist skyndilega með uppslætti í í Fréttablaðinu 17.
ágúst sl. og því tengdist atlaga að undirrituðum sem ekki fór fram hjá neinum. Ég fæ ekki
betur séð en á bak við hana hafi staðið aðilar í skipulagsráði Reykjavíkurborgar í

samvinnu við framkvæmdastjóra Iceland Airwaves sem lét sem honum kæmi á óvart að
myndin hefði verið fjarlægð. „Nei, nei, það var enginn látinn vita, ekki nokkur maður“
voru svör hans. Og formaður skipulagsráðs tók í sama streng, honum væri eftirsjá að
myndinni, en lét þess þó getið að „af hálfu borgarinnar var ákveðið að láta húseigendum
eftir hver afdrif myndanna yrðu.“ Á eftir fylgdu pistlar í Fréttablaðinu og Ríkisútvarpinu
þar sem ég var sagður bera ábyrgð á því að myndin var fjarlægð. Ekki kvarta ég undan
þeim slettum sem jafnframt endurómuðu á samfélagsmiðlum, þar sem hver þjónaði lund
sinni. Hitt kom á óvart að stjórnendur Reykjavíkurborgar hreyfðu hvorki legg né lið til að
upplýsa um bakgrunn málsins, hvað hafi falist í þeirri ákvörðun að veita leyfi fyrir gerð
myndarinnar og þeim skilyrðum hússtjórnar sem sett voru fyrir henni. Hins vegar virtist
auðsótt mál að upplýsa fjölmiðla um öll tölvupóstsamskipti mín við borgaryfirvöld og
afhenda þeim samskiptin í heild sinni.

Tölvupóstar á lausu en ekki sendibréf!

Það eina sem mér vitanlega heyrðist frá borginni á þessum ágústvikum var þegar
upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar dró skýr mörk á milli tölvupósta og sendibréfa með
tilliti til upplýsingalaga. „Í fréttum af málinu hafði verið vísað til bréfaskipta á milli aðila.
Ekki var um bréfasamskipti að ræða heldur tölvupósta.“ (Mbl. 24. ágúst 2017, bls. 4)
Samkvæmt þessu er mönnum ráðlagt að fara að sleikja frímerkin í samskiptum við
borgina vilji þeir ekki lenda í vel skipulögðum fjölmiðlahasar. Og í framhaldinu sagði
upplýsingastjórinn Morgunblaðinu, að sig reki ekki minni til þess að svipað hafi komið
upp, að erindi íbúa til borgaryfirvalda rati í fjölmiðla með þessum hætti. Hins vegar megi
borgarbúar eiga von á því að það geti gerst. Orðrétt: „Já, ef þú sendir borginni erindi sem
þetta máttu eiga von á því að það geti birst opinberlega.“
Ábyrgð og gagnsæjar leikreglur

Skipulagsmál, jafnt þéttbýlis sem dreifbýlis, eru afdrifarrík og þar þarf að gaumgæfa hvert
skref. Ég er þeirrar skoðunar að varanlegar myndir á hús eigi að lúta ákvæðum
skipulagslaga, m.a. um grenndarkynningu, sbr. grein mína í Morgunblaðinu 21. ágúst sl.
Ég hef lengi átt samskipti við sveitarstjórnir og starfsmenn þeirra víða á landinu um
ótal mál og á yfirleitt um þau góðar minningar. Sú reynsla sem hér er rakin og snýr að
Reykjavíkuborg er af öðrum toga og kom mér á óvart. Viðmót borgarkerfisins gagnvart
utanaðkomandi er heldur stirðbusalegt og fráhrindandi. Verra er þó þegar starfsmenn
borgarinnar gerast þátttakendur í leikfléttum til að hafa áhrif á gang og niðurstöðu mála,
móta almenningsálit og firra sig ábyrgð af eigin ákvörðunum. Þar erum við stödd á
hættuslóð. Þessa sér nú víða merki, landsstjórnin ekki undanskilin. Krafan um opið
samfélag og aðgang að upplýsingum er eðlileg, en henni þurfa að fylgja ábyrgð og
gagnsæjar leikreglur.
Kæri Dagur. Ég vildi með þessum línum greina þér frá áhyggjum mínum út af nýlegu
upphlaupi sem tengist sveitarfélaginu okkar. Tilefnið er ekki stórt en í því birtast
sjúkdómseinkenni sem vissara er að bregðast við áður en þau grafa frekar um sig.

Með vinsemd Hjörleifur Guttormsson

 

 

 

 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Forsætisráðherra á leiðtogafundi í París – Kynnti kolefnislaust Ísland 2040

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók þátt í leiðtoga-fundi í París í dag undir yfirskriftinni „One Planet Summit“.  Fundurinn var haldinn í tilefni af því að í dag, 12. desember, eru tvö ár liðin frá samþykkt Parísarsamkomulagsins og lýkur fundinum síðar í kvöld. Megintilgangur fundarins er að fagna þeim áfanga sem Parísarsamkomulagið er og vekja athygli á markmiðum […]

Áform um hverfisskipulag Grafarvogs kynnt – Starfsemi fyrir kvikmyndaiðnað, verslun og þjónustu

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hélt kynningarfund á dögunum vegna fyrsta áfanga skipulags í Gufunesi. Fundurinn var haldinn í Hlöðunni við Gufunesbæ. Stuðla á að fjölbreyttari byggð og starfsemi og styðja við og styrkja Grafarvog sem hverfisheild. Á svæðinu er einkum gert ráð fyrir starfsemi á sviði afþreyingar- og kvikmyndaiðnaðar og þjónustu tengdri slíkri starfsemi. Einnig […]

Trump verst ásökunum um kynferðislega áreitni á Twitter

Donald Trump Bandaríkjaforseti, sagði í dag að allur sá fjöldi ásakana á hendur honum varðandi kynferðislega áreitni, væri liður í samsæri Demókrata og kallaði þær falsfréttir. Orð Trump féllu degi eftir að þrjár konur ásökuðu Trump um að hafa áreitt sig kynferðislega í viðtali á NBC sjónvarpsstöðinni og á blaðamannafundi í New York í gær. […]

Herdís kjörin næst-æðsti stjórnandi Feneyjanefndar Evrópuráðsins -Fyrst Íslendinga

Dr. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir hefur kjörin næst-æðsti stjórnandi Feneyjanefndar Evrópuráðsins, nefndar Evrópuráðsins um lýðræði með lögum. Á aðalfundi nefndarinnar nú í desember var Herdís kjörin fyrsti varaforseti nefndarinnar en hún hafði í tvígang verið kjörin ein þriggja varaforseta hennar. Hún er fyrsti Íslendingurinn sem kjörin er í stjórn Feneyjarnefndarinnar.     Aðspurð um hvaða þýðingu þetta […]

Kristinn H reiðir til höggs – Sakar umhverfisráðherra um „veruleikafirringu“ og tilheyra „öfgasamtökum“

Kristinn H. Gunnarsson, fyrrum þingmaður og nú ritstjóri Vestfirðings, gagnrýnir nýskipaðan umhverfisráðherra harðlega í leiðara blaðs síns í dag. Guðmundur I. Guðbrandsson, sem áður var framkvæmdarstjóri Landverndar, var skipaður sem fagráðherra af Vinstri grænum eftir síðustu kosningar, en sú ráðning virðist ekki vekja lukku hjá Kristni H. sem sakar umhverfisráðherra um að beita sér af […]

Kristján Þór gerir hreint fyrir sínum dyrum varðandi Samherjatengsl

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristján Þór Júlíusson, birti á Facebook síðu sinni í morgun yfirlýsingu, þar sem hann gerir grein fyrir tengslum sínum við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja sem og tengsl hans við fyrirtækið, en hann hefur legið undir ámæli vegna þessa, sökum stöðu sinnar og embættis. Flest, ef ekki allt það sem Kristján týnir […]

Olíunotkun sjávarútvegsins fer minnkandi – Nálgast markmið Parísarsamkomulagsins

Samkvæmt skýrslu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um olíunotkun greinarinnar til 2030, sem unnin er að hluta af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, kemur í ljós að eldsneytisnotkun hefur minnkað töluvert frá árinu 1990, eða um 43% Í skýrslunni kemur fram að „sterkir fiskistofnar, framfarir í veiðum og betra skipulag veiða hafa leitt til verulega minni olíunotkunar í […]

Dapurleg upprifjun

Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar: Það var sorglegt að fylgjast með upprifjun á því í fréttum í síðustu viku hvernig margir Íslendingar höguðu sér fyrst eftir bankahrunið 2008. Menn fóru í ógnandi hópum að heimilum fólks, sem það taldi í fávisku sinni að borið hefði einhverja óskilgreinda ábyrgð á hörmungunum. Þar urðu meðal annars stjórnmálamenn og […]

„Tímabært að teikna upp mynd af því hvernig hann og hans nánustu hafa hagað sér“

Karl Th. Birgisson, ritstjóri Herðubreiðar, gaf út á dögunum bók er nefnist Hinir Ósnertanlegu, saga um auð, völd og spillingu. Þar er fjallað um viðskiptasögu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og ítök föðurættar Bjarna í viðskiptalífinu í gegnum árin, sem höfundur kallar „eitrað samband stjórnmála og viðskipta.“       En af hverju réðst Karl í gerð […]

Aldrei munað eins litlu á WOW og Icelandair í farþegum talið

Aldrei hefur munað jafn litlu á stærð íslensku flugfélaganna tveggja, Icelandair og WOW, í farþegum talið. Icelandair flutti í nóvember 249 þúsund farþega, meðan Wow flaug með 224 þúsund farþega á sama tíma. Munurinn er 25 þúsund farþegar, sem er minnsti mælanlegi munur hingað til. Þar áður var munurinn minnstur í febrúar, eða 33,657 farþegar. […]

Velferðarráðuneytið vænir Barnaverndarstofu um ósannsögli

Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur forstjóri Barnaverndarstofu, Bragi Guðbrandsson,  legið undir ámæli vegna starfshátta sinna. Barnaverndarstofa sendi frá sér yfirlýsingu á föstudag, þar sem beðið var um frest til að svara Velferðarráðuneytinu, meðan aflað væri frekari gagna, því það hafi gengið erfiðlega að fá gögnin í hendur. Nú hefur Velferðarráðuneytið sent frá […]

Búið að ráða aðstoðarmenn dómara við Landsrétt

Samkvæmt öruggum heimildum Eyjunar er búið að ráða aðstoðarmenn dómara við Landsrétt. Auglýst var eftir fimm löglærðum aðstoðarmönnum dómara við Landsrétt í sumar, en Landsréttur tekur til starfa 1. janúar 2018 og er gert ráð fyrir að aðstoðarmenn hefji störf frá þeim tíma. Alls sóttu 116 manns um störfin fimm en eftirtaldir einstaklingar fengu starfið: […]

Stjórnarandstaðan þiggur formennsku þriggja fastanefnda Alþingis- „Ekki nema hæfilega ánægð“

Stjórnarandstaðan ákvað í morgun að taka við formennsku í þeim þremur fastanefndum sem ríkisstjórnin hafði boðið þeim. Þetta staðfesti Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar við Eyjuna. Að sögn Loga mun Samfylkingin fara með formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fyrstu tvö árin, en skiptast síðan á við Pírata, sem fara fyrir velferðarnefnd fyrstu tvö árin. Þá mun […]

Hæstaréttarlögmaður ýjar að vanhæfi umhverfisráðherra

Hæstaréttarlögmaðurinn Jón Jónsson skrifar grein í Morgunblaðið um helgina, hvar hann veltir fyrir sér hæfi, eða eftir atvikum, vanhæfi Guðmundar I. Guðbrandssonar umhverfisráðherra, sökum sinna fyrri starfa hjá Landvernd. Spyr Jón hvort umhverfisráðherra sé til dæmis hæfur til að skipa til dæmis starfshóp um málefni Teigsskógar, eða hvort hann sé hæfur að fjalla um aðalskipulag tengt […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is