Sunnudagur 19.11.2017 - 09:00 - Ummæli ()

Uppreist æra í stað siðbótar

Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson. Samsett mynd: DV/Sigtryggur Ari

Kristinn H. Gunnarsson skrifar: Ákvörðun Vinstri hreyfingarinnar, græns framboðs um stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki reisir æru  formanns Sjálfstæðisflokksins upp frá dauðum og frestar um sinn óhjákvæmilegri siðbót í íslenskum stjórnmálum.

Það er stöðugt vaxandi krafa almennings að þeir stjórnmálamenn eigi að víkja af vettvangi stjórnmálanna sem blanda saman eigin hagsmunum og almannahag. Eftir bankahrunið er lítil þolinmæði fyrir sérhagsmunagæslu í fremstu víglínu stjórnmálanna. Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins hrökklaðist úr ráðherraembætti fyrir réttum þremur árum og skömmu síðar úr varaformannsstól flokksins vegna spillingar. Þegar öll sund voru lokuð gafst hún upp og sagði af sér. Þá kvöddu hana tveir menn með tárin í augunum og hældu henni á hvert reipi. Annar þeirra var forsætisráðherrann, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og hinn var fjármálaráðherrann, Bjarni Benediktsson.

Wintris og Vafningur

Mat þessar tveggja manna á því hvernig nota eigi valdastólana er gerólíkt mati almennings. Þeir æra almenning reglulega með breytni sinni og valdhroka. Blekkingarleikurinn með Wintris varð til þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson varð að segja af sér embætti forsætisráðherra og varð heldur ekki vært í ríkisstjórn.  Þrátt fyrir að fá ágætt fylgi í alþingiskosningunum er hann enn utangarðsmaður í stjórnmálunum og fær engan flokk til þess að starfa með sér nema þá helst Sjálfstæðisflokkinn.  Yfirgnæfandi meirihluti kjósenda er algerlega andvígur því að leiða formann Miðflokksins til valda og það verður ekki gert.

Á sama hátt er mikil andstaða við formann Sjálfstæðisflokksins. Fylgi flokksins undir hans forystu hefur aldrei verið minna í gervallri sögu Sjálfstæðisflokksins. Fylgið fer líka minnkandi. Ástæðan er óbeit kjósenda á hagsmunaskörun milli stjórnmála og viðskipta.

Lögbann á fjölmiðlafrelsið

Menn skulu ekki gleyma því að í gildi er lögbann við umfjöllun fjölmiðla á efni sem tengist formanni Sjálfstæðisflokksins. Stundin og Guardian voru búin að birta nokkuð efni úr skjölum og sýna fram á ósannsögli forsætisráðherrans fráfarandi þegar þrotabú Glitnis greip inn í atburðarásina með dyggri aðstoð sýslumanns sem þegið  hefur ítrekað embætti sitt úr hendi flokksins og stöðvaði frekara upplýsingastreymi skömmu fyrir alþingiskosningarnar. Bannið  stendur enn og mun vara a.m.k. fram á næsta ár.

Eru hinn nýhreinsaði Framsóknarflokkur og Vinstri grænir búnir að gleyma því að formaður Sjálfstæðisflokksins leyndi tveimur skýrslum í aðdraganda alþingiskosninganna á síðasta ári?  Önnur skýrslan fjallaði um eignir Íslendinga á aflandseyjum og hin skýrslan dró fram að lækkun höfuðstóls íbúðalánsskulda um 72 milljarða var alveg sérstök gjöf til auðugra.

Það má líka minna á að Stundin hefur áður dregið fram að formaður Sjálfstæðisflokksins forðaði áhættufé sínu í sjóði 9 tímanlega yfir í ríkistryggð bréf fyrir hrunið 2008 þar sem hann bjó yfir upplýsingum sem almenningur hafði ekki.  Í Vafningsmálinu er nú upplýst að Bjarni Benediktsson hafði aðra og meiri aðkomu en hann hafði áður sagt en lögbannið stöðvaði frekari umfjöllun um málið.

Eftir Bjarna kemur Borgun

Það er líka upplýst að árið 2009 hafi Bjarni Benediktsson hringt í eiganda DV til þess aðstöðva fréttaflutnings blaðsins af Vafningsmálinu. Eftirfarandi er birt í Stundinni 18. okt. 2017:

„Hann var ekkert að skafa af því, hann ætlaðist til þess að ég stöðvaði þennan fréttaflutning,“ sagði Hreinn Loftsson, aðaleigandi DV, þegar hann lýsti símtali Bjarna árið 2009.

Það hefur líka verið rakið að 120 milljarðar króna afskriftir eftir hrun  tengjast Bjarna Benediktssyni og föður hans.

Að lokum má rifja upp þa ótrúlegu „handvömm“ Landsbankans undir stjórn fjármálaráðherrans Bjarna Benediktssonar að selja hlut sinn í Borgun langt undir raunverði til aðila innan armslengdar frá ráðherranum.

Apavatnsför Katrínar

Það er spillingin í stjórnmálunum sem er helsti vandinn. Það er krafan um siðbót í stjórnmálunum sem forystumenn sumra flokka þverskallast við sem veldur óstöðugleikanum. Það er ekki væntanleg ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna sem veldur áhyggjum. Það er sakaruppgjöf Vinstri grænna til handa formanni Sjálfstæðisflokksins sem veldur því að þessi leiðangur formanns Vinstri grænna verður jafn ógæfusamur fyrir hana og Apavatnsför Sturlu Sighvatssonar vorið 1238 var fyrir hann. Óstöðugleikinn og ókyrrðin munu halda áfram vegna hinnar uppreistu æru og breytir engu hver situr í forsætisráðherrastólnum.

Brtist fyrst í Vestfirðir.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Forsætisráðherra á leiðtogafundi í París – Kynnti kolefnislaust Ísland 2040

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók þátt í leiðtoga-fundi í París í dag undir yfirskriftinni „One Planet Summit“.  Fundurinn var haldinn í tilefni af því að í dag, 12. desember, eru tvö ár liðin frá samþykkt Parísarsamkomulagsins og lýkur fundinum síðar í kvöld. Megintilgangur fundarins er að fagna þeim áfanga sem Parísarsamkomulagið er og vekja athygli á markmiðum […]

Áform um hverfisskipulag Grafarvogs kynnt – Starfsemi fyrir kvikmyndaiðnað, verslun og þjónustu

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hélt kynningarfund á dögunum vegna fyrsta áfanga skipulags í Gufunesi. Fundurinn var haldinn í Hlöðunni við Gufunesbæ. Stuðla á að fjölbreyttari byggð og starfsemi og styðja við og styrkja Grafarvog sem hverfisheild. Á svæðinu er einkum gert ráð fyrir starfsemi á sviði afþreyingar- og kvikmyndaiðnaðar og þjónustu tengdri slíkri starfsemi. Einnig […]

Trump verst ásökunum um kynferðislega áreitni á Twitter

Donald Trump Bandaríkjaforseti, sagði í dag að allur sá fjöldi ásakana á hendur honum varðandi kynferðislega áreitni, væri liður í samsæri Demókrata og kallaði þær falsfréttir. Orð Trump féllu degi eftir að þrjár konur ásökuðu Trump um að hafa áreitt sig kynferðislega í viðtali á NBC sjónvarpsstöðinni og á blaðamannafundi í New York í gær. […]

Herdís kjörin næst-æðsti stjórnandi Feneyjanefndar Evrópuráðsins -Fyrst Íslendinga

Dr. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir hefur kjörin næst-æðsti stjórnandi Feneyjanefndar Evrópuráðsins, nefndar Evrópuráðsins um lýðræði með lögum. Á aðalfundi nefndarinnar nú í desember var Herdís kjörin fyrsti varaforseti nefndarinnar en hún hafði í tvígang verið kjörin ein þriggja varaforseta hennar. Hún er fyrsti Íslendingurinn sem kjörin er í stjórn Feneyjarnefndarinnar.     Aðspurð um hvaða þýðingu þetta […]

Kristinn H reiðir til höggs – Sakar umhverfisráðherra um „veruleikafirringu“ og tilheyra „öfgasamtökum“

Kristinn H. Gunnarsson, fyrrum þingmaður og nú ritstjóri Vestfirðings, gagnrýnir nýskipaðan umhverfisráðherra harðlega í leiðara blaðs síns í dag. Guðmundur I. Guðbrandsson, sem áður var framkvæmdarstjóri Landverndar, var skipaður sem fagráðherra af Vinstri grænum eftir síðustu kosningar, en sú ráðning virðist ekki vekja lukku hjá Kristni H. sem sakar umhverfisráðherra um að beita sér af […]

Kristján Þór gerir hreint fyrir sínum dyrum varðandi Samherjatengsl

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristján Þór Júlíusson, birti á Facebook síðu sinni í morgun yfirlýsingu, þar sem hann gerir grein fyrir tengslum sínum við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja sem og tengsl hans við fyrirtækið, en hann hefur legið undir ámæli vegna þessa, sökum stöðu sinnar og embættis. Flest, ef ekki allt það sem Kristján týnir […]

Olíunotkun sjávarútvegsins fer minnkandi – Nálgast markmið Parísarsamkomulagsins

Samkvæmt skýrslu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um olíunotkun greinarinnar til 2030, sem unnin er að hluta af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, kemur í ljós að eldsneytisnotkun hefur minnkað töluvert frá árinu 1990, eða um 43% Í skýrslunni kemur fram að „sterkir fiskistofnar, framfarir í veiðum og betra skipulag veiða hafa leitt til verulega minni olíunotkunar í […]

Dapurleg upprifjun

Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar: Það var sorglegt að fylgjast með upprifjun á því í fréttum í síðustu viku hvernig margir Íslendingar höguðu sér fyrst eftir bankahrunið 2008. Menn fóru í ógnandi hópum að heimilum fólks, sem það taldi í fávisku sinni að borið hefði einhverja óskilgreinda ábyrgð á hörmungunum. Þar urðu meðal annars stjórnmálamenn og […]

„Tímabært að teikna upp mynd af því hvernig hann og hans nánustu hafa hagað sér“

Karl Th. Birgisson, ritstjóri Herðubreiðar, gaf út á dögunum bók er nefnist Hinir Ósnertanlegu, saga um auð, völd og spillingu. Þar er fjallað um viðskiptasögu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og ítök föðurættar Bjarna í viðskiptalífinu í gegnum árin, sem höfundur kallar „eitrað samband stjórnmála og viðskipta.“       En af hverju réðst Karl í gerð […]

Aldrei munað eins litlu á WOW og Icelandair í farþegum talið

Aldrei hefur munað jafn litlu á stærð íslensku flugfélaganna tveggja, Icelandair og WOW, í farþegum talið. Icelandair flutti í nóvember 249 þúsund farþega, meðan Wow flaug með 224 þúsund farþega á sama tíma. Munurinn er 25 þúsund farþegar, sem er minnsti mælanlegi munur hingað til. Þar áður var munurinn minnstur í febrúar, eða 33,657 farþegar. […]

Velferðarráðuneytið vænir Barnaverndarstofu um ósannsögli

Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur forstjóri Barnaverndarstofu, Bragi Guðbrandsson,  legið undir ámæli vegna starfshátta sinna. Barnaverndarstofa sendi frá sér yfirlýsingu á föstudag, þar sem beðið var um frest til að svara Velferðarráðuneytinu, meðan aflað væri frekari gagna, því það hafi gengið erfiðlega að fá gögnin í hendur. Nú hefur Velferðarráðuneytið sent frá […]

Búið að ráða aðstoðarmenn dómara við Landsrétt

Samkvæmt öruggum heimildum Eyjunar er búið að ráða aðstoðarmenn dómara við Landsrétt. Auglýst var eftir fimm löglærðum aðstoðarmönnum dómara við Landsrétt í sumar, en Landsréttur tekur til starfa 1. janúar 2018 og er gert ráð fyrir að aðstoðarmenn hefji störf frá þeim tíma. Alls sóttu 116 manns um störfin fimm en eftirtaldir einstaklingar fengu starfið: […]

Stjórnarandstaðan þiggur formennsku þriggja fastanefnda Alþingis- „Ekki nema hæfilega ánægð“

Stjórnarandstaðan ákvað í morgun að taka við formennsku í þeim þremur fastanefndum sem ríkisstjórnin hafði boðið þeim. Þetta staðfesti Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar við Eyjuna. Að sögn Loga mun Samfylkingin fara með formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fyrstu tvö árin, en skiptast síðan á við Pírata, sem fara fyrir velferðarnefnd fyrstu tvö árin. Þá mun […]

Hæstaréttarlögmaður ýjar að vanhæfi umhverfisráðherra

Hæstaréttarlögmaðurinn Jón Jónsson skrifar grein í Morgunblaðið um helgina, hvar hann veltir fyrir sér hæfi, eða eftir atvikum, vanhæfi Guðmundar I. Guðbrandssonar umhverfisráðherra, sökum sinna fyrri starfa hjá Landvernd. Spyr Jón hvort umhverfisráðherra sé til dæmis hæfur til að skipa til dæmis starfshóp um málefni Teigsskógar, eða hvort hann sé hæfur að fjalla um aðalskipulag tengt […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is