Sunnudagur 19.11.2017 - 09:00 - Ummæli ()

Uppreist æra í stað siðbótar

Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson. Samsett mynd: DV/Sigtryggur Ari

Kristinn H. Gunnarsson skrifar: Ákvörðun Vinstri hreyfingarinnar, græns framboðs um stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki reisir æru  formanns Sjálfstæðisflokksins upp frá dauðum og frestar um sinn óhjákvæmilegri siðbót í íslenskum stjórnmálum.

Það er stöðugt vaxandi krafa almennings að þeir stjórnmálamenn eigi að víkja af vettvangi stjórnmálanna sem blanda saman eigin hagsmunum og almannahag. Eftir bankahrunið er lítil þolinmæði fyrir sérhagsmunagæslu í fremstu víglínu stjórnmálanna. Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins hrökklaðist úr ráðherraembætti fyrir réttum þremur árum og skömmu síðar úr varaformannsstól flokksins vegna spillingar. Þegar öll sund voru lokuð gafst hún upp og sagði af sér. Þá kvöddu hana tveir menn með tárin í augunum og hældu henni á hvert reipi. Annar þeirra var forsætisráðherrann, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og hinn var fjármálaráðherrann, Bjarni Benediktsson.

Wintris og Vafningur

Mat þessar tveggja manna á því hvernig nota eigi valdastólana er gerólíkt mati almennings. Þeir æra almenning reglulega með breytni sinni og valdhroka. Blekkingarleikurinn með Wintris varð til þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson varð að segja af sér embætti forsætisráðherra og varð heldur ekki vært í ríkisstjórn.  Þrátt fyrir að fá ágætt fylgi í alþingiskosningunum er hann enn utangarðsmaður í stjórnmálunum og fær engan flokk til þess að starfa með sér nema þá helst Sjálfstæðisflokkinn.  Yfirgnæfandi meirihluti kjósenda er algerlega andvígur því að leiða formann Miðflokksins til valda og það verður ekki gert.

Á sama hátt er mikil andstaða við formann Sjálfstæðisflokksins. Fylgi flokksins undir hans forystu hefur aldrei verið minna í gervallri sögu Sjálfstæðisflokksins. Fylgið fer líka minnkandi. Ástæðan er óbeit kjósenda á hagsmunaskörun milli stjórnmála og viðskipta.

Lögbann á fjölmiðlafrelsið

Menn skulu ekki gleyma því að í gildi er lögbann við umfjöllun fjölmiðla á efni sem tengist formanni Sjálfstæðisflokksins. Stundin og Guardian voru búin að birta nokkuð efni úr skjölum og sýna fram á ósannsögli forsætisráðherrans fráfarandi þegar þrotabú Glitnis greip inn í atburðarásina með dyggri aðstoð sýslumanns sem þegið  hefur ítrekað embætti sitt úr hendi flokksins og stöðvaði frekara upplýsingastreymi skömmu fyrir alþingiskosningarnar. Bannið  stendur enn og mun vara a.m.k. fram á næsta ár.

Eru hinn nýhreinsaði Framsóknarflokkur og Vinstri grænir búnir að gleyma því að formaður Sjálfstæðisflokksins leyndi tveimur skýrslum í aðdraganda alþingiskosninganna á síðasta ári?  Önnur skýrslan fjallaði um eignir Íslendinga á aflandseyjum og hin skýrslan dró fram að lækkun höfuðstóls íbúðalánsskulda um 72 milljarða var alveg sérstök gjöf til auðugra.

Það má líka minna á að Stundin hefur áður dregið fram að formaður Sjálfstæðisflokksins forðaði áhættufé sínu í sjóði 9 tímanlega yfir í ríkistryggð bréf fyrir hrunið 2008 þar sem hann bjó yfir upplýsingum sem almenningur hafði ekki.  Í Vafningsmálinu er nú upplýst að Bjarni Benediktsson hafði aðra og meiri aðkomu en hann hafði áður sagt en lögbannið stöðvaði frekari umfjöllun um málið.

Eftir Bjarna kemur Borgun

Það er líka upplýst að árið 2009 hafi Bjarni Benediktsson hringt í eiganda DV til þess aðstöðva fréttaflutnings blaðsins af Vafningsmálinu. Eftirfarandi er birt í Stundinni 18. okt. 2017:

„Hann var ekkert að skafa af því, hann ætlaðist til þess að ég stöðvaði þennan fréttaflutning,“ sagði Hreinn Loftsson, aðaleigandi DV, þegar hann lýsti símtali Bjarna árið 2009.

Það hefur líka verið rakið að 120 milljarðar króna afskriftir eftir hrun  tengjast Bjarna Benediktssyni og föður hans.

Að lokum má rifja upp þa ótrúlegu „handvömm“ Landsbankans undir stjórn fjármálaráðherrans Bjarna Benediktssonar að selja hlut sinn í Borgun langt undir raunverði til aðila innan armslengdar frá ráðherranum.

Apavatnsför Katrínar

Það er spillingin í stjórnmálunum sem er helsti vandinn. Það er krafan um siðbót í stjórnmálunum sem forystumenn sumra flokka þverskallast við sem veldur óstöðugleikanum. Það er ekki væntanleg ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna sem veldur áhyggjum. Það er sakaruppgjöf Vinstri grænna til handa formanni Sjálfstæðisflokksins sem veldur því að þessi leiðangur formanns Vinstri grænna verður jafn ógæfusamur fyrir hana og Apavatnsför Sturlu Sighvatssonar vorið 1238 var fyrir hann. Óstöðugleikinn og ókyrrðin munu halda áfram vegna hinnar uppreistu æru og breytir engu hver situr í forsætisráðherrastólnum.

Brtist fyrst í Vestfirðir.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Hvatningarverðlaun velferðarráðs afhent í Hörpu

Innflytjendur og börn og foreldrar eru hjartans mál verðlaunahafa hvatningarverðlauna velferðarráðs árið 2017 en verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Hörpu, föstudaginn 23. febrúar. Markmið verðlaunanna er að örva og vekja athygli á gróskumiklu starfi sviðsins.   Gæði í þjónustu við innflytjendur Það var Edda Ólafsdóttir, félagsráðgjafi, sem fékk verðlaun í flokki einstaklinga en […]

Listi Samfylkingarinnar í Reykjavík samþykktur

Framboðslisti Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar í vor var samþykktur samhljóða og með lófataki í dag, á fundi á Hótel Natura. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri leiðir listann en hann varð efstur í flokksvali sem haldið var fyrr í mánuðinum. Í efstu fimm sætunum sitja borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, á eftir Degi koma Heiða Björg Hilmisdóttir, Skúli Helgason, Kristín Soffía […]

Þórdís vill varaformannsembætti Sjálfstæðisflokksins

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir,  iðnaðar-, ferðamála- og nýsköpunarráðherra, greinir frá því á Facebooksíðu sinni í morgun, að hún ætli að bjóða sig fram til varaformennsku í Sjálfstæðisflokknum á landsfundinum í mars. „Það hefur verið dýrmætt að fá hvatningu víða að og hún vegur þungt í minni ákvörðun. Ég hlakka til að eiga samtöl við sem flesta […]

Samið um þorskafla Íslands í Smugunni

Haldinn var samningafundur í fiskveiðinefnd Íslands og Rússlands daganna 19.-20. febrúar. Umræðuefnið var að venju framkvæmd svokallaðs Smugusamnings frá 1999 milli Íslands, Noregs og Rússlands um þorskveiðar íslenskra skipa í lögsögu Noregs og í þessu tilviki í lögsögu Rússlands fyrir árið 2018. Í samningnum er um tvenns konar kvóta að ræða. Annars vegar þann sem […]

Landvernd vill virkja vindorku

Engin stefna hefur verið mörkuð um vindorkuvirkjanir á Íslandi og því réðst Landvernd í það verkefni að semja stefnu sem byggist á náttúruverndar-sjónarmiðum með almannahagsmuni að leiðarljósi. Vonast er til aðframkvæmdaaðilar og sveitarfélög geti nýtt sér þessa stefnumörkun til að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif slíkra framkvæmda og til að koma í veg fyrir að ráðist verði […]

Kaupskil kaupa 13% í Arion banka af ríkinu

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur, að undangengnu samráði við ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins og ríkisstjórn, fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um sölu á 13% hlut ríkissjóðs í Arion banka til Kaupskila ehf. (dótturfélags Kaupþings ehf.) fyrir 23,4 milljarða króna. Salan fer fram á grunni kaupréttar á hlutnum samkvæmt hluthafasamkomulagi frá árinu 2009 og lögum um […]

Áslaug sakar Sjálfstæðisflokkinn um svindl: „Leikreglum er breytt og uppstillingarvaldið sett í fárra hendur“

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Áslaug Friðriksdóttir, sem fékk ekki sæti á framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnakosningar, skrifar á Facebooksíðu sína í dag. Þar segir hún farir sínar ekki sléttar í samskiptum við Sjálfstæðisflokkinn:   „Kæru vinir, enginn getur gengið að neinu vísu í pólitík. Góður stuðningur í hefðbundnum prófkjörum hefur litla þýðingu, þegar leikreglum er breytt og […]

Ríkisendurskoðun gagnrýnir ráðuneytið fyrir skort á heildarstefnu í orkumálum

Ríkisendurskoðun ítrekar ekki fimm ábendingar sem beint var til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og Landsnets hf. árið 2015. Þetta kemur fram í nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar, Landsnet hf. Hlutverk, eignarhald og áætlanir. Ráðuneytið hefur enn ekki brugðist við þeirri ábendingu Ríkisendurskoðunar að marka heildstæða stefnu í orkumálum til að tryggja að uppbygging og rekstur flutningskerfis raforku sé í […]

Heilbrigðisráðherra vill lögleiða rafrettur

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir frumvarp um rafrettur stuðla að lögmætum viðskiptum með þessa vöru og tryggja eftirlit og mikilvæga neytendavernd. Aðgengi fólks að rafrettum og reglur um notkun þeirra samkvæmt frumvarpinu geri þeim hægt um vik sem vilja hætta tóbaksnotkun með aðstoð þeirra. Ráðherra mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær. Eins og fram kom í ræðu […]

Hagstofan áætlar 2,9% hagvöxt á árinu

Hagstofa Íslands hefur gefið út endurskoðaða þjóðhagsspá að vetri í ritröð sinni, Hagtíðindum. Spáin spannar árin 2017–2023. Hægt hefur á hagvexti frá árinu 2016 en áætlað er að hagkerfið hafi vaxið um 3,8% árið 2017. Meiri kraftur var í þjóðarútgjöldum sem áætlað er að hafi aukist um rúmlega 7% á síðasta ári. Talið er að […]

Afgerandi meirihluti vill afsögn dómsmálaráðherra

Samkvæmt könnun Maskínu sem unnin var í samstarfi við Stundina, kemur fram að 72,5% þjóðarinnar vilja að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segi af sér. Þeir sem vilja að hún sitji áfram eru 27,5 prósent. Hlutfallið er yfir 67% hjá fylgjendum allra stjórnmálaflokka, nema Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins, en 23% Sjálfstæðismanna vilja afsögn Sigríðar og rúm 44 […]

Haraldur hugsar málið varðandi framboð til varaformennsku

Haraldur Benediktsson, fyrsti þingmaður Norð-vestur kjördæmis fyrir Sjálfstæðisflokkinn, segist ætla að hugsa sig um hvort hann bjóði sig fram til varaformennsku í flokknum á landsfundi sjálfstæðisflokksins um miðjan mars, eftir fjölda áskorana. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.   „Já, ég get staðfest það að margir hafa komið að máli við mig og skorað […]

Ingvar Mar leiðir lista Framsóknar

Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri og fyrrum varaþingmaður- og borgarfulltrúi, mun leiða lista Framsóknarflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Fjórar konur skipa næstu fimm sæti. Höfuðáhersla Framsóknarflokksins í Reykjavík verða skólamál samkvæmt tilkynningu, en þrír frambjóðendur eru með kennaramenntun. Viðskeytið flugvallarvinir er hvergi sjáanlegt í tilkynningu frá Framsóknarflokknum að þessu sinni og má því áætla að það verði ekki […]

Listi Eyþórs klár – Tveimur borgarfulltrúum bolað burt

Sjálfstæðismenn kynntu endanlegan framboðslista sinn í kvöld, fyrir borgarstjórnarkosningarnar í maí. Borgarfulltrúarnir Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir eru ekki á listanum, en Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi er í fimmta sæti listans. Hildur Björnsdóttir lögfræðingur er í öðru sæti, Valgerður Sigurðardóttir því þriðja, og Egill Þór Jónsson í fjórða. Heildarlistinn er hér að neðan:   1. Eyþór Lax­dal […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is