Þriðjudagur 21.11.2017 - 09:11 - Ummæli ()

Mismunandi niðurstöður jafn réttar

Jón Steinar Gunnlaugsson

Á heimasíðu Hæstaréttar hefur nú verið birt viðtal við Eirík Tómasson sem lét af störfum sem dómari við réttinn 1. september s.l. Það er nýbreytni í starfi réttarins að birta svona efni á heimasíðu sinni. Gaman væri að heyra hvernig starfsháttum við þessa léttmetissíðu er háttað. Hver er ábyrgðarmaður síðunnar? Hver tók viðtalið við Eirík? Skrifaði hann það sjálfur? Er þarna kannski verið að mynda vettvang þar sem dómarar geta tjáð sig um starfshætti almennt við dóminn? Megum við eiga von á að dómarar sem enn eru við störf muni sýna sig þarna? Kannski telur dómurinn að venjulegir fjölmiðlar í landinu ráði ekki við að fjalla um starfsemi réttarins og þess vegna þurfi hann að sjá um það sjálfur?

Ekki verður betur séð en að Eiríkur leitist við að svara sjónarmiðum sem ég hef sett fram á undanförnum árum og áratugum um starf Hæstaréttar og hlutverk dómara við meðferð mála. Þar hef ég talið að hverjum og einum dómara sé skylt að taka afstöðu til máls sem fyrir honum liggur eftir bestu samvisku sinni og þekkingu á aðferðafræði lögfræðinnar. Þar snúist málið um að beita réttarheimildum við úrlausn málanna, settum lögum og að þeim slepptum öðrum heimildum. Ein aðferð sé jafnan betri en önnur og þess vegna sé bara ein rétt niðurstaða í hverju máli, jafnvel þó að menn kunni að greina á um hvaða heimildir eigi við og þá einnig um það hver hin rétta niðurstaða sé. Dómara beri að greiða atkvæði í samræmi við niðurstöðu sína um beitingu heimildanna sem honum ber skylda til að starfa eftir, en ekki samningum við aðra dómara sem kunna að hafa verið honum ósammála. Forsenda fyrir því að hafa Hæstarétt fjölskipaðan sé að dómararnir vinni svona.

Ástæða er til að hvetja menn til að lesa þetta viðtal við Eirík. Textinn er ekki langur.

Af viðtalinu verður ekki annað ráðið en að Eiríkur sé á allt annarri skoðun en ég um hlutverk dómaranna. Hann kveðst oft hafa talið sig eiga val um fleiri en eina mismunandi niðurstöðu í málunum sem hann sat í sem dómari. Talar hann um þörfina á að dómarar sætti sig við málamiðlun við hina dómarana og standi þá að dómum sem þeir sjálfir hefðu viljað haga öðru vísi. Með öðrum orðum eigi niðurstaðan að ráðast af samningum við hina dómarana en ekki beitingu réttarheimilda. Ég man eftir dæmi úr starfi mínu, þar sem samdómari minn vísaði til þess að hann hefði fallist á niðurstöðu mína í öðru máli áður og ég gæti því vel fallist á niðurstöðu hans núna! Hann áleit greinilega að samningsstaðan væri honum hagfelld. Kannski menn þurfi að una ranglátri skerðingu á frelsi sínu vegna þess að samningsstaða milli misviturra dómara hafi krafist þess?

Eiríkur segir: „Engin launung er á því að stöku sinnum á þessum sex árum hef ég staðið frammi fyrir tveimur kostum, annaðhvort að fylgja meirihluta dómenda að málum eða skila sératkvæði. Yfirleitt valdi ég fyrri kostinn, að því tilskildu að hann uppfyllti að mínum dómi það frumskilyrði að vera réttur í lagalegum skilningi. Með því móti átti ég þess kost að taka þátt í að ganga frá atkvæði meirihlutans og þar með endanlegum dómi réttarins.“

Eiríkur er að segja að hann hafi átt aðild að dómum sem hann hefði frekar viljað haga á annan hátt. Engin grein er gerð fyrir þessu við birtingu dómanna. Þar eru dómararnir bara nafnlausir þátttakendur í hópnum. Fróðlegt væri að fá frá Eiríki upptalningu á þeim dómum, þar sem hann lét af eigin bestu skoðun í þágu samstöðunnar. Eiga dómþolar ekki rétt á að fá að vita þetta?

Í 60. gr. stjórnarskrár er kveðið svo á að dómendur skuli einungis fara eftir lögunum. Beiting þeirra getur ekki leitt til margra niðurstaðna sem teljast „réttar í lagalegum skilningi“. Í þessari grunnskyldu dómara hlýtur að felast krafa um að þeir fylgi sinni eigin sannfæringu um efni laganna. Niðurstaða í fjölskipuðum dómi getur aldrei átt að ráðast af samningum milli dómaranna. Svo er að sjá sem Eiríkur telji að mismunandi dómsniðurstöður í sama málinu geti verið réttar „í lagalegum skilningi“. Kannski telur hann að sakfelling og sýkna í refsimáli geti verið jafn réttar niðurstöður.

Það er varla ásættanlegt fyrir þá, sem eiga hagsmuni sína undir niðurstöðum dómstólsins, að þurfa að una vinnubrögðum á borð við þau sem Eiríkur lýsir.

   Jón Steinar Gunnlaugsson hrl.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Forsætisráðherra á leiðtogafundi í París – Kynnti kolefnislaust Ísland 2040

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók þátt í leiðtoga-fundi í París í dag undir yfirskriftinni „One Planet Summit“.  Fundurinn var haldinn í tilefni af því að í dag, 12. desember, eru tvö ár liðin frá samþykkt Parísarsamkomulagsins og lýkur fundinum síðar í kvöld. Megintilgangur fundarins er að fagna þeim áfanga sem Parísarsamkomulagið er og vekja athygli á markmiðum […]

Áform um hverfisskipulag Grafarvogs kynnt – Starfsemi fyrir kvikmyndaiðnað, verslun og þjónustu

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hélt kynningarfund á dögunum vegna fyrsta áfanga skipulags í Gufunesi. Fundurinn var haldinn í Hlöðunni við Gufunesbæ. Stuðla á að fjölbreyttari byggð og starfsemi og styðja við og styrkja Grafarvog sem hverfisheild. Á svæðinu er einkum gert ráð fyrir starfsemi á sviði afþreyingar- og kvikmyndaiðnaðar og þjónustu tengdri slíkri starfsemi. Einnig […]

Trump verst ásökunum um kynferðislega áreitni á Twitter

Donald Trump Bandaríkjaforseti, sagði í dag að allur sá fjöldi ásakana á hendur honum varðandi kynferðislega áreitni, væri liður í samsæri Demókrata og kallaði þær falsfréttir. Orð Trump féllu degi eftir að þrjár konur ásökuðu Trump um að hafa áreitt sig kynferðislega í viðtali á NBC sjónvarpsstöðinni og á blaðamannafundi í New York í gær. […]

Herdís kjörin næst-æðsti stjórnandi Feneyjanefndar Evrópuráðsins -Fyrst Íslendinga

Dr. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir hefur kjörin næst-æðsti stjórnandi Feneyjanefndar Evrópuráðsins, nefndar Evrópuráðsins um lýðræði með lögum. Á aðalfundi nefndarinnar nú í desember var Herdís kjörin fyrsti varaforseti nefndarinnar en hún hafði í tvígang verið kjörin ein þriggja varaforseta hennar. Hún er fyrsti Íslendingurinn sem kjörin er í stjórn Feneyjarnefndarinnar.     Aðspurð um hvaða þýðingu þetta […]

Kristinn H reiðir til höggs – Sakar umhverfisráðherra um „veruleikafirringu“ og tilheyra „öfgasamtökum“

Kristinn H. Gunnarsson, fyrrum þingmaður og nú ritstjóri Vestfirðings, gagnrýnir nýskipaðan umhverfisráðherra harðlega í leiðara blaðs síns í dag. Guðmundur I. Guðbrandsson, sem áður var framkvæmdarstjóri Landverndar, var skipaður sem fagráðherra af Vinstri grænum eftir síðustu kosningar, en sú ráðning virðist ekki vekja lukku hjá Kristni H. sem sakar umhverfisráðherra um að beita sér af […]

Kristján Þór gerir hreint fyrir sínum dyrum varðandi Samherjatengsl

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristján Þór Júlíusson, birti á Facebook síðu sinni í morgun yfirlýsingu, þar sem hann gerir grein fyrir tengslum sínum við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja sem og tengsl hans við fyrirtækið, en hann hefur legið undir ámæli vegna þessa, sökum stöðu sinnar og embættis. Flest, ef ekki allt það sem Kristján týnir […]

Olíunotkun sjávarútvegsins fer minnkandi – Nálgast markmið Parísarsamkomulagsins

Samkvæmt skýrslu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um olíunotkun greinarinnar til 2030, sem unnin er að hluta af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, kemur í ljós að eldsneytisnotkun hefur minnkað töluvert frá árinu 1990, eða um 43% Í skýrslunni kemur fram að „sterkir fiskistofnar, framfarir í veiðum og betra skipulag veiða hafa leitt til verulega minni olíunotkunar í […]

Dapurleg upprifjun

Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar: Það var sorglegt að fylgjast með upprifjun á því í fréttum í síðustu viku hvernig margir Íslendingar höguðu sér fyrst eftir bankahrunið 2008. Menn fóru í ógnandi hópum að heimilum fólks, sem það taldi í fávisku sinni að borið hefði einhverja óskilgreinda ábyrgð á hörmungunum. Þar urðu meðal annars stjórnmálamenn og […]

„Tímabært að teikna upp mynd af því hvernig hann og hans nánustu hafa hagað sér“

Karl Th. Birgisson, ritstjóri Herðubreiðar, gaf út á dögunum bók er nefnist Hinir Ósnertanlegu, saga um auð, völd og spillingu. Þar er fjallað um viðskiptasögu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og ítök föðurættar Bjarna í viðskiptalífinu í gegnum árin, sem höfundur kallar „eitrað samband stjórnmála og viðskipta.“       En af hverju réðst Karl í gerð […]

Aldrei munað eins litlu á WOW og Icelandair í farþegum talið

Aldrei hefur munað jafn litlu á stærð íslensku flugfélaganna tveggja, Icelandair og WOW, í farþegum talið. Icelandair flutti í nóvember 249 þúsund farþega, meðan Wow flaug með 224 þúsund farþega á sama tíma. Munurinn er 25 þúsund farþegar, sem er minnsti mælanlegi munur hingað til. Þar áður var munurinn minnstur í febrúar, eða 33,657 farþegar. […]

Velferðarráðuneytið vænir Barnaverndarstofu um ósannsögli

Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur forstjóri Barnaverndarstofu, Bragi Guðbrandsson,  legið undir ámæli vegna starfshátta sinna. Barnaverndarstofa sendi frá sér yfirlýsingu á föstudag, þar sem beðið var um frest til að svara Velferðarráðuneytinu, meðan aflað væri frekari gagna, því það hafi gengið erfiðlega að fá gögnin í hendur. Nú hefur Velferðarráðuneytið sent frá […]

Búið að ráða aðstoðarmenn dómara við Landsrétt

Samkvæmt öruggum heimildum Eyjunar er búið að ráða aðstoðarmenn dómara við Landsrétt. Auglýst var eftir fimm löglærðum aðstoðarmönnum dómara við Landsrétt í sumar, en Landsréttur tekur til starfa 1. janúar 2018 og er gert ráð fyrir að aðstoðarmenn hefji störf frá þeim tíma. Alls sóttu 116 manns um störfin fimm en eftirtaldir einstaklingar fengu starfið: […]

Stjórnarandstaðan þiggur formennsku þriggja fastanefnda Alþingis- „Ekki nema hæfilega ánægð“

Stjórnarandstaðan ákvað í morgun að taka við formennsku í þeim þremur fastanefndum sem ríkisstjórnin hafði boðið þeim. Þetta staðfesti Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar við Eyjuna. Að sögn Loga mun Samfylkingin fara með formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fyrstu tvö árin, en skiptast síðan á við Pírata, sem fara fyrir velferðarnefnd fyrstu tvö árin. Þá mun […]

Hæstaréttarlögmaður ýjar að vanhæfi umhverfisráðherra

Hæstaréttarlögmaðurinn Jón Jónsson skrifar grein í Morgunblaðið um helgina, hvar hann veltir fyrir sér hæfi, eða eftir atvikum, vanhæfi Guðmundar I. Guðbrandssonar umhverfisráðherra, sökum sinna fyrri starfa hjá Landvernd. Spyr Jón hvort umhverfisráðherra sé til dæmis hæfur til að skipa til dæmis starfshóp um málefni Teigsskógar, eða hvort hann sé hæfur að fjalla um aðalskipulag tengt […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is