Fimmtudagur 23.11.2017 - 11:30 - Ummæli ()

Jón Steinar: Dómarar gæta hagsmuna sinna

Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari. Mynd/Sigtryggur Ari

Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar:

Hinn 14. nóvember s.l. var í Hæstarétti kveðinn upp dómur sem gefur tilefni til hugleiðinga af alvarlegum toga. Í þessum dómi (mál nr. 705/2017) staðfesti rétturinn úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur 9. nóvember 2017 þar sem synjað var kröfu verjenda þriggja ákærðra manna um að meðdómsmaðurinn Ingimundur Einarsson viki sæti vegna vanhæfis í sakamáli gegn þeim.

Í þessu dómsmáli eru ákærðu, fyrrverandi starfsmenn og viðskiptamaður Glitnis banka hf., sóttir til saka fyrir umboðssvik og hlutdeild í slíkum brotum.

Krafan um að meðdómsmaðurinn viki sæti byggðist á því að hann hefði átt fjárhagsmuni sem tengdust sakarefni málsins með þeim hætti að ylli vanhæfi hans. Hafði hann raunar ekki farið að reglum um tilkynningarskyldu um þessi fjármálaumsvif fyrr en nær 10 árum eftir að þau áttu sér stað. Héraðsdómur hafði hafnað kröfunni á þeirri forsendu að hagsmunir meðdómarans hafi, í ljósi þeirra fjárhæða sem um ræddi í málinu og þegar hliðsjón væri höfð af launum héraðsdómara (!), verið svo lítilvægir að ekki ylli vanhæfi hans.

Ef spólað er lítillega til baka muna menn væntanlega eftir upplýsingum, sem fram komu á opinberum vettvangi fyrir um það bil einu ári, um að margir dómarar við Hæstarétt hefðu á árunum „fyrir hrun“ átt verulega fjármuni í hlutafé og sjóðum bankanna og tapað umtalsverðum fjárhæðum þegar bankarnir féllu. Enginn vissi um þetta, þegar dómararnir við þessar aðstæður kváðu upp refsidóma yfir bankamönnum sem sóttir voru til saka vegna falls bankanna. Eftir að upplýsingarnar komu fram óskuðu eðlilega ýmsir þessara dómfelldu manna eftir að mál þeirra yrðu endurupptekin og dæmd af dómurum sem teldust til þess hæfir. Munu slík mál nú vera til meðferðar hjá endurupptökunefnd.

Ef Hæstiréttur hefði fallist á að Ingimundi Einarssyni bæri að víkja sæti í málinu, sem nú var dæmt, hefði dómurinn falið í sér áhrifamikinn stuðning við kröfur um endurupptöku dæmdu málanna. Þar voru hagsmunir reyndar miklu meiri í krónum talið en hjá Ingimundi. Það hefur því sjálfsagt ekki komið mikið á óvart að Hæstiréttur skyldi staðfesta úrskurðinn þó að ef til vill hafi það verið sérkennilegra að rétturinn lét ekki svo lítið að rökstyðja niðurstöðuna, eins og honum er þó skylt að gera. Það var ekki einu sinni vísað til forsendna héraðsdóms. Einungis var sagt: „Þá geta þau hlutabréfaviðskipti, sem meðdómsmaðurinn átti við síðastnefnda bankann og greinir í úrskurði héraðsdóms, heldur ekki valdið vanhæfi hans.“

Samkvæmt íslenskum rétti ber dómstólum að byggja niðurstöður sínar á réttarheimildum, settum lögum og síðan öðrum heimildum þegar þeim sleppir. Hér er ekki einu sinni reynt að gera þetta. Og ástæðan blasir við. Það er ekki hægt. Rétturinn er einfaldlega að beita valdi til að vernda þá hagsmuni dómaranna sjálfra að verða ekki taldir hafa verið vanhæfir þegar þeir eða kollegar þeirra dæmdu menn til fangelsisrefsinga í þeirri von að enginn myndi nokkurn tíma frétta af vanhæfi þeirra. Dómstóllinn er kominn í átök við þjóðina eða að minnsta kosti hluta hennar og beitir bara valdi sínu í þágu þeirra átaka sama hvað lagareglur segja.

Er það svona sem við viljum að íslenskir dómstólar vinni?

Í bók minni „Með lognið í fangið“ er gerð grein fyrir alvarlegum misfellum í starfsemi Hæstaréttar Íslands. Það er að mínum dómi þýðingarmesta viðfangsefni þjóðmálanna nú að koma þessu ástandi í lag. Gerð er í bókinni grein fyrir hugmyndum um hvernig því erindi verði fram komið. Ég höfða til allra manna að kynna sér þetta og láta til sín taka kröfuna um endurbætur.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Hannes Hólmsteinn býður fram lausn við umferðaröngþveitinu um Miklubraut

Hannes Hólmsteinn Gissurason, stjórnmálaprófessor við Háskóla Íslands, býður fram áhugaverða lausn á þeim mikla umferðavanda sem jafnan skapast á Miklubrautinni á degi hverjum. Á Facebooksíðu hans segir:   „Ég bý í 101 eins og borgarfullrúar vinstri meirihlutans og geng í vinnuna. En ég skil ekki, hvers vegna aðrir borgarbúar láta bjóða sér umferðaröngþveitið við Lönguhlíð […]

Rússnesk rúlletta á Reykjanesbrautinni

Þórólfur Júlían Dagsson ritar: Það er þyngra en tárum taki að baráttunni um betri vegasamgöngur frá Reykjanesbæ um Reykjanesbraut sé enn ekki lokið. Allt of margir hafa lent í alvarlegum umferðarslysum á þessum vegarkafla milli Reykjavíkur og Reykjanesbæjar og allt of margir hafa hreinlega látið lífið. Við þetta verður ekki unað. Barátta bæjarbúa á sýnum […]

Guðlaugur Þór gaf Íslendingasögurnar í sænskri þýðingu

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, afhenti Alice Bah Kunke, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, til gjafar Íslendingasögurnar í sænskri þýðingu við hátíðlega athöfn í Uppsölum í dag. Í ræðu sinni rakti ráðherra sagnaarfinn og þýðingu Íslendingasagnanna enn þann dag í dag. „“Ber er hver að baki nema bróður sér eigi“, segir í sögnunum og er þar vísað til vopnaðra […]

Ríkisstjórnin lýsir yfir vantrausti á kjararáð- Myndar starfshóp um „breytt fyrirkomulag“ og „úrbætur“

Ríkisstjórnin hefur skipað starfshóp um kjararáð, í samráði við „heildarsamtök á vinnumarkaði“, líkt og segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. „Hópurinn skal bera saman fyrirkomulag um ákvörðun launa hjá kjörnum fulltrúum, dómurum og embættismönnum í nágrannalöndum og leggja fram tillögur að breyttu fyrirkomulagi launaákvarðana kjararáðs, sé annað fyrirkomulag talið líklegra til betri sáttar í þjóðfélaginu til […]

Gunnar Atli ráðinn aðstoðarmaður Kristjans Þórs

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ráðið Gunnar Atla Gunnarsson sem aðstoðarmann sinn. Hann hefur störf í ráðuneytinu í dag. Kristján Þór mun þar með hafa tvo aðstoðarmenn en fyrir er Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir sem er sem stendur í fæðingarorlofi. Gunnar Atli er stúdent frá Menntaskólanum á Ísafirði, með Mag. Jur. í lögfræði frá […]

Vilhjálmur Bjarnason: „Borgin stundar mikinn fjandskap við íbúa sína“

Vilhjálmur Bjarnason, frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu borgarstjórnarkosningar, skrifar grein í Morgunblaðið í dag, hvar hann fer yfir helstu hugðarefni sín í borgarmálunum. Eru þar húsnæðis- og velferðarmál ofarlega á baugi, en athygli vekur að Vilhjálmur minnist lítið sem ekkert á samgöngumál eða borgarlínu, en hann hefur þó áður lýst yfir efasemdum um hana, […]

Strætó að eldast – Um helmingur 10 ára eða eldri

Samgöngumál borgarinnar eru nú í brennidepli, þegar styttist í sveitastjórnarkosningar. Ljóst er að samgöngumál verða eitt af stóru kosningamálunum, ekki síst almenningssamgöngur, þar sem Borgarlínan hefur verið í forgrunni. En hvernig stendur Strætó ? Samkvæmt Jóhannesi Rúnarssyni, framkvæmdarstjóra Strætó, eru 49 af 95 strætisvögnum fyrirtækisins 10 ára eða meira og eru tveir þeirra 18 ára […]

Borgin úthlutaði lóðum fyrir 1711 íbúðir árið 2017

Alls voru samþykktar lóðaúthlutanir fyrir 1.711 íbúðir í borgarráði á síðasta ári. Mikill meirihluti úthlutaðra lóða var fyrir byggingarfélög sem starfa án hagnaðarsjónarmiða. Borgarráð fékk kynningu á úthlutunum lóða á fundi sínum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Úthlutað var lóðum fyrir 1.711 íbúðir í borgarráði í fyrra. Af þeim eru 1.422 […]

Forsætisráðherra í heimsóknarhug

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á faraldsfæti í gær, en hún heimsótti bæði umboðsmann barna og Seðlabankann. Umboðsmaður barna, Salvör Nordal, gerði Katrínu grein fyrir stefnumótun og áherslum embættisins fyrir tímabilið 2018 til 2022. Fram kom að embættið telur brýnt að efla stefnumótun á mörgum sviðum sem tengjast börnum. Grunnur að því sé greining á stöðu […]

Þórir Guðmundsson ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis

Þórir Guðmundsson hefur verið ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og vísir.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vodafone. Þórir er með meistaragráðu í alþjóðlegum samskiptum frá Boston University og B.A. gráðu í Blaða- og fréttamennsku frá University of Kansas. Þórir starfaði sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, fyrst á árunum 1986 til 1999 og svo […]

Dauðans alvara – eftir Jón Pál Hreinsson og Pétur G. Markan

Þegar þessi orð eru skrifuð hefur einangrun Djúpsins verið viðvarandi frá laugardagskvöldi 13. janúar. Hvað þýðir það í nútímasamfélagi? Frá 13. janúar hafa allir vegir verið lokaðir til svæðisins, vegna ófærðar og snjóflóða, og flugsamgöngur verið stopular til landshlutans, vegna óhagstæðra vinda. Tvær megin orsakir eru til grundvallar þessari eingangrun; erfitt flugvallarstæði á Ísafirði og […]

ESB ræðst gegn plastmengun: Meira af plasti en fiski í sjónum árið 2050 með sama áframhaldi

Samkvæmt nýrri áætlun Evrópusambandsins verða allar plastumbúðir gerðar úr endurvinnanlegu efni fyrir árið 2030, dregið verður verulega úr notkun einnota plasts og skorður settar við notkun örplasts. Áætlun Evrópusambandsins til að bregðast við plastmengun er ætlað að vernda náttúruna, verja íbúana og styrkja fyrirtækin. Áætlunin er sú fyrsta sinnar tegundar og á að stuðla að […]

Stefnt að opnun neyslurýma fyrir vímuefnaneytendur

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett af stað vinnu í velferðarráðuneytinu til að undirbúa opnun neyslurýma fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. Neyslurými sem þessi eru þekkt úrræði erlendis og byggjast á hugmyndafræði skaðaminnkunar. Alþingi samþykkti í maí árið 2014 ályktun um að stefna í vímuefnamálum skyldi endurskoðuð „á grundvelli lausnamiðaðra og mannúðlegra úrræða, á forsendum heilbrigðiskerfisins og […]

Arnar Þór Sævarsson verður aðstoðarmaður félags- og jafnréttismálaráðherra

Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ráðið Arnar Þór Sævarsson, fráfarandi sveitarstjóra á Blönduósi aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Arnar Þór útskrifaðist úr lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1999 og tók ári síðar réttindi til að gegna lögmennsku. Hann hefur gegnt stöðu sveitarstjóra á Blönduósi frá árinu 2007. Áður var hann aðstoðarmaður Jóns Sigurðssonar, þáverandi […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is