Föstudagur 01.12.2017 - 09:19 - Ummæli ()

Davíð skammar Guðna Th. og gefur stjórnarsáttmálanum ekki margar stjörnur

Samsett mynd/DV

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins, sem er að öllum líkindum Davíð Oddsson ritstjóri, gerir nýja ríkisstjórn og stjórnarsáttmálann að umfjöllunarefni sínu í dag. Finnur hann að því að Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hafi aðeins veitt Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna formlegt umboð til að reyna stjórnarmyndun. Gefur Davíð stjórnarsáttmálanum fáar stjörnur sem lesefni, en í leiðaranum notar hann tækifærið til að sparka í Pírata. Davíð segir stjórnarsáttmálann bera sérkennilega yfirskrift þar sem talað er um sáttmála flokkanna, ríkisstjórnarsamstarf og eflingu Alþingis:

Sátt­mál­inn er lang­ur, þótt lengri hafi sést, og hann er of óljós og stund­um þoku­kennd­ur og á það til að breyt­ast í hrein­an vaðal. Hann minn­ir meir á plögg sem sett eru fram í aðdrag­anda kosn­inga en niður­stöðu vandaðra samn­ingaviðræðna æðstu manna. Því fer fjarri að sátt­mál­inn veiti góða leiðsögn um þá „veg­ferð“ sem ákveðin hafi verið. Sátt­máli síðustu rík­is­stjórn­ar var af­leit­ur, eins og menn muna, þótt því verði ekki kennt um að sú rík­is­stjórn sprakk að til­efn­is­lausu,

segir Davíð. Hann er ekki par sáttur við ákvörðun forsetans við að veita aðeins Katrínu formlegt umboð:

Aðeins einn formaður fékk umboð til að reyna stjórn­ar­mynd­un, formaður VG. Forðum var að því fundið þegar talsmaður sam­bæri­legs flokks fékk slíkt umboð. En það var ekki svo að formaður VG fengi einn umboð og kláraði verk­efnið. Hann fékk slíkt umboð tvisvar og eng­inn ann­ar þótt eft­ir því væri kallað með full­um rök­um.

Davíð er heldur ekki sáttur við fjölda ráðherra samanborið við þingstyrk:

Eft­ir liðhlaupið úr stuðningsliði rík­is­stjórn­ar­inn­ar er svo komið að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sér fyr­ir 16 þing­mönn­um en hinir flokk­arn­ir tveir sam­eig­in­lega aðeins 17. Stuðnings­menn stjórn­ar­inn­ar úr Sjálf­stæðis­flokkn­um eru næst­um helm­ingi fleiri en þeir sem koma úr flokki for­sæt­is­ráðherra. Þess sér að nokkru stað í fjölda og vigt ráðherra­sæta, sem eru þó ein­göngu til að rétta af þann mikla halla sem felst í að minni flokk­ur­inn fái for­sætið í rík­is­stjórn­inni. VG fær fjög­urra ráðherra ígildi, því staða for­seta Alþing­is fell­ur þeim einnig í skaut. Hvað sem segja má um Stein­grím J. Sig­fús­son þá er ekki ástæða til að ef­ast um getu hans til að valda því embætti.

Hann notaði svo tækifærið til að sparka í Pírata:

Oft er látið eins og um­bylt­ing sé lík­leg í stjórn lands­ins komi nýr flokk­ur ör­fá­um mönn­um á þing og það þótt sá flokk­ur sé áþekk­ur öðrum smá­flokk­um. Þegar hef­ur fjöldi slíkra komið við sögu um stund og horfið. Pírat­ar urðu furðu stór­ir um stund og enn stærri í sýnd­ar­til­veru kann­ana. En hvorki flokks­menn né aðrir vissu út á hvað fram­boðið gekk og því aðeins tímaspurs­mál hvenær loftið læki úr þeirri blöðru. Pírat­ar hafa senni­lega verið sett­ir á í síðasta sinn og munu næst svífa á vit sög­unn­ar, eða í þeirra til­viki koma sér fyr­ir í tölvu­skýi og ekki skilja eft­ir sig „fingraf­ar“ í jarðneskri til­veru.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Björn Bjarnason ýjar að vanhæfi umhverfisráðherra – Ver Kristján Þór fyrir „vinstri“ miðlum

Björn Bjarnason fjallar um hæfi tveggja ráðherra á heimasíðu sinni í dag. Hann gagnrýnir RÚV og fleiri „vinstrisinnaða“ miðla fyrir fréttaflutning af Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegsráðherra og tengslum hans við Samherja, sem Björn gerir lítið úr. Hann virðist frekar hafa áhyggjur af hæfi Guðmundur I. Guðbrandssonar umhverfisráðherra, ef marka má þessi orð: „Líklegt er að […]

Jón Steinar hefur málsvörn sína – Lagði fram greinargerð í morgun

Lögmaðurinn Jón Steinar Gunnlaugsson, sem stefnt var af Benedikti Bogasyni hæstaréttardómara fyrir meiðyrði, lagði fram greinargerð og aðilaskýrslu í morgun fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Benedikt stefnir Jóni Steinari fyrir að nota orðið „dómsmorð“ í bók sinni Með lognið í fangið, hvar hann fjallar um störf Hæstarétts í máli Baldri Guðlaugssonar, sem dæmdur var fyrir innherjasvik árið 2012, en […]

Launþegum fer fjölgandi í ferðaþjónustu – Fækkar í sjávarútvegi

Samkvæmt vef Hagstofu Íslands hefur launþegum í sjávarútvegi fækkað undanfarið ár, meðan launþegum fjölgar í byggingariðnaði og ferðaþjónustu. Á tímabilinu, frá nóvember 2016 til október 2017, voru 17.411 launagreiðendur á Íslandi að jafnaði, sem er fjölgun um 642 frá árinu áður. Á sama tímabili fengu 186.900 einstaklingar laun, sem er aukning um 8.400 frá tímabilinu […]

Skoða möguleika á rafrænum fylgiseðlum lyfja

Á vef Lyfjastofnunar kemur fram að nú sé til skoðunar sé hvernig betrumbæta megi upplýsingar sem fylgja lyfjum og um leið nýtt fyrirkomulag fylgiseðla. Framtíðin virðist liggja í rafrænum lausnum, en málið gæti tekið tíma þar sem breyta þarf núgildandi reglum Evrópusambandsins varðandi afgreiðslu lyfja.   Sem stendur eru reglur ESB/EES þannig að tungumál viðkomandi […]

Forsætisráðherra á leiðtogafundi í París – Kynnti kolefnislaust Ísland 2040

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók þátt í leiðtoga-fundi í París í dag undir yfirskriftinni „One Planet Summit“.  Fundurinn var haldinn í tilefni af því að í dag, 12. desember, eru tvö ár liðin frá samþykkt Parísarsamkomulagsins og lýkur fundinum síðar í kvöld. Megintilgangur fundarins er að fagna þeim áfanga sem Parísarsamkomulagið er og vekja athygli á markmiðum […]

Áform um hverfisskipulag Grafarvogs kynnt – Starfsemi fyrir kvikmyndaiðnað, verslun og þjónustu

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hélt kynningarfund á dögunum vegna fyrsta áfanga skipulags í Gufunesi. Fundurinn var haldinn í Hlöðunni við Gufunesbæ. Stuðla á að fjölbreyttari byggð og starfsemi og styðja við og styrkja Grafarvog sem hverfisheild. Á svæðinu er einkum gert ráð fyrir starfsemi á sviði afþreyingar- og kvikmyndaiðnaðar og þjónustu tengdri slíkri starfsemi. Einnig […]

Trump verst ásökunum um kynferðislega áreitni á Twitter

Donald Trump Bandaríkjaforseti, sagði í dag að allur sá fjöldi ásakana á hendur honum varðandi kynferðislega áreitni, væri liður í samsæri Demókrata og kallaði þær falsfréttir. Orð Trump féllu degi eftir að þrjár konur ásökuðu Trump um að hafa áreitt sig kynferðislega í viðtali á NBC sjónvarpsstöðinni og á blaðamannafundi í New York í gær. […]

Herdís kjörin næst-æðsti stjórnandi Feneyjanefndar Evrópuráðsins -Fyrst Íslendinga

Dr. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir hefur kjörin næst-æðsti stjórnandi Feneyjanefndar Evrópuráðsins, nefndar Evrópuráðsins um lýðræði með lögum. Á aðalfundi nefndarinnar nú í desember var Herdís kjörin fyrsti varaforseti nefndarinnar en hún hafði í tvígang verið kjörin ein þriggja varaforseta hennar. Hún er fyrsti Íslendingurinn sem kjörin er í stjórn Feneyjarnefndarinnar.     Aðspurð um hvaða þýðingu þetta […]

Kristinn H reiðir til höggs – Sakar umhverfisráðherra um „veruleikafirringu“ og tilheyra „öfgasamtökum“

Kristinn H. Gunnarsson, fyrrum þingmaður og nú ritstjóri Vestfirðings, gagnrýnir nýskipaðan umhverfisráðherra harðlega í leiðara blaðs síns í dag. Guðmundur I. Guðbrandsson, sem áður var framkvæmdarstjóri Landverndar, var skipaður sem fagráðherra af Vinstri grænum eftir síðustu kosningar, en sú ráðning virðist ekki vekja lukku hjá Kristni H. sem sakar umhverfisráðherra um að beita sér af […]

Kristján Þór gerir hreint fyrir sínum dyrum varðandi Samherjatengsl

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristján Þór Júlíusson, birti á Facebook síðu sinni í morgun yfirlýsingu, þar sem hann gerir grein fyrir tengslum sínum við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja sem og tengsl hans við fyrirtækið, en hann hefur legið undir ámæli vegna þessa, sökum stöðu sinnar og embættis. Flest, ef ekki allt það sem Kristján týnir […]

Olíunotkun sjávarútvegsins fer minnkandi – Nálgast markmið Parísarsamkomulagsins

Samkvæmt skýrslu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um olíunotkun greinarinnar til 2030, sem unnin er að hluta af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, kemur í ljós að eldsneytisnotkun hefur minnkað töluvert frá árinu 1990, eða um 43% Í skýrslunni kemur fram að „sterkir fiskistofnar, framfarir í veiðum og betra skipulag veiða hafa leitt til verulega minni olíunotkunar í […]

Dapurleg upprifjun

Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar: Það var sorglegt að fylgjast með upprifjun á því í fréttum í síðustu viku hvernig margir Íslendingar höguðu sér fyrst eftir bankahrunið 2008. Menn fóru í ógnandi hópum að heimilum fólks, sem það taldi í fávisku sinni að borið hefði einhverja óskilgreinda ábyrgð á hörmungunum. Þar urðu meðal annars stjórnmálamenn og […]

„Tímabært að teikna upp mynd af því hvernig hann og hans nánustu hafa hagað sér“

Karl Th. Birgisson, ritstjóri Herðubreiðar, gaf út á dögunum bók er nefnist Hinir Ósnertanlegu, saga um auð, völd og spillingu. Þar er fjallað um viðskiptasögu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og ítök föðurættar Bjarna í viðskiptalífinu í gegnum árin, sem höfundur kallar „eitrað samband stjórnmála og viðskipta.“       En af hverju réðst Karl í gerð […]

Aldrei munað eins litlu á WOW og Icelandair í farþegum talið

Aldrei hefur munað jafn litlu á stærð íslensku flugfélaganna tveggja, Icelandair og WOW, í farþegum talið. Icelandair flutti í nóvember 249 þúsund farþega, meðan Wow flaug með 224 þúsund farþega á sama tíma. Munurinn er 25 þúsund farþegar, sem er minnsti mælanlegi munur hingað til. Þar áður var munurinn minnstur í febrúar, eða 33,657 farþegar. […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is