Föstudagur 01.12.2017 - 17:11 - Ummæli ()

RÚV ræður þrjá nýja framkvæmdarstjóra

Mynd/DV

RÚV hefur ráðið þrjá nýja framkvæmdarstjóra sem hluta af  uppfærðu stjórnskipulagi er styður við nýja stefnu RÚV til 2021. Alls bárust 76 umsóknir um störfin þrjú.

Baldvin Þór Bergsson verður dagskrárstjóri númiðla og Rásar 2, Birgir Sigfússon framkvæmdastjóri miðla og Steinunn Þórhallsdóttir framkvæmdastjóri framleiðslu og ferla.

 

 

Baldvin Þór Bergsson, dagskrárstjóri númiðla og Rásar 2
Dagskrárstjóri númiðla og Rásar 2 leiðir nýtt svið sem sinnir lifandi símiðlun á Rás 2, RÚV.is og samfélagsmiðlum. Þar verður unnið að þróun efnis- og miðlunarleiða RÚV og þjónustu fyrir ungt fólk. Miðlarnir þjóna notendum hér og nú og Rás 2 verður áfram fyrst og fremst í íslenskri tónlist. Nýr spilari á vef RÚV verður hluti af Númiðlasviði. Þróun vefs, spilara og nýrra miðlunarleiða verður á Númiðlasviði. Baldvin er með háskólapróf í stjórnmálafræði og mannauðsstjórnun en hefur einnig menntað sig í netmiðlun. Baldvin hefur víðtæka reynslu úr fjölmiðlum, hann er nú annar ritstjóra Kastljóss, hann var fréttamaður og vakstjóri á fréttastofu RÚV og umsjónarmaður Morgunútvarps Rásar 2. Baldvin hefur verið stundakennari við HÍ þar sem hann hefur kennt stafræna miðlun. Baldvin Þór tekur sæti í dagskrárstjórn og framkvæmdaráði RÚV

Birgir Sigfússon, framkvæmdastjóri miðla
Hlutverk framkvæmdastjóra miðla er að hámarka gæði og nýtingu á verðmætum á dagskrársviðum RÚV. Hann sinnir samningagerð fyrir dagskrársvið og stærri samningagerð fyrir RÚV í heild og stýrir áætlanagerð dagskrársviða og eftirfylgni. Framkvæmdastjóri miðla vinnur náið með dagskrárstjórum, meðal annars á sviði gæðamála og daglegs rekstrar. Birgir er yfirmaður framleiðslu hjá RVK Studios en var áður framkvæmdastjóri RVX, dótturfyrirtækis RVK Studios. Birgir er með háskólapróf í viðskipta- og markaðsfræði og hefur yfir tuttugu ára reynslu af störfum í kvikmyndaframleiðslu hér á landi og erlendis. Hann var framkvæmdastjóri Sagafilm á árunum 2006-2008, framkvæmdastjóri SAM-film 1999-2005 og markaðsstjóri Senu 1993-1999. Hann stýrði BIKI Ltd. í London árin 2009-2014. Birgir tekur sæti í framkvæmdastjórn og framkvæmdaráði RÚV.

Steinunn Þórhallsdóttir framkvæmdastjóri framleiðslu og ferla
Framkvæmdastjóri framleiðslusviðs leiðir nýtt svið sem fer með framleiðslu á dagskrárefni RÚV og umsjón með útleigu á tækjum og aðstöðu til sjálfstæðra framleiðenda og annarra fjölmiðla. Sviðið sinnir framsetningu og eftirfylgni kjarnaferils RÚV á sviði framleiðslu. Markmiðið er að hámarka gæði dagskrárefnis og nýtingu auðlinda RÚV. Safnadeild, gæðahandbók, ferlaumsjón og skjalastjórnun verða hluti af framleiðslusviði. Steinunn hefur víðtæka reynslu úr fjölmiðlum, framleiðslu og ferlaþróun. Frá árinu 2014 hefur hún starfað sem ferla- og skipulagsstjóri RÚV og starfaði einnig sem dagskrárgerðarmaður, skrifta, upptökustjóri og framleiðandi hjá RÚV á árunum 1998-2005. Þá gegndi hún starfi markaðs- og kynningarstjóra Listahátíðar og hefur unnið að sjónvarpsþáttagerð sem sjálfstæður framleiðandi. Steinunn er menntuð í bókmenntafræði og spænsku frá HÍ og er með meistarapróf í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Steinunn tekur sæti í framkvæmdastjórn og framkvæmdaráði RÚV.

Stefna RÚV til 2021 og uppfært skipulag
Nýtt skipulag miðar að því að styrkja dagskrárþróun, framleiðslu og miðlun til stafrænnar framtíðar í takt við stefnu RÚV til 2021. Fækkað verður í framkvæmdastjórn, markvissri dagskrárstjórn komið á en yfirstjórn RÚV verður í framkvæmdaráði, sem samanstendur af dagskrárstjórn og framkvæmdastjórn.
Árið 2014 voru gerðar miklar breytingar á yfirstjórn RÚV og þá var komið á kynjajafnvægi í yfirstjórn RÚV. Í framkvæmdaráði RÚV sjö konur og sjö karlar. Í framkvæmdastjórn eru fjórar konur og tveir karlar en í dagskrárstjórn fjórir karlar og ein kona.

Alls 22 drógu umsókn sína til baka, eftir að þeim var gerð grein fyrir að nöfn umsækjenda yrðu birt.

Þeir sem sóttu um störfin eru eftirfarandi:

Þeir sem sóttu um stöðu fram­kvæmda­stjóra miðla:

Agnes Marinós­dótt­ir Deild­ar­stjóri

Birg­ir Sig­fús­son Fram­kvæmda­stjóri

Birk­ir Guðlaugs­son Viðskipta­full­trúi

Brynj­ólf­ur Ægir Sæv­ars­son MBA

Eld­ar Ástþórs­son Upp­lýs­inga­full­trúi

Glúm­ur Bald­vins­son M.Sc. í alþjóðasam­skipt­um

Guðmund­ur Gunn­ars­son Fram­kvæmda­stjóri

Gylfi Þór Þor­steins­son Rekstr­ar­stjóri

Hólm­geir Bald­urs­son Fram­kvæmda­stjóri

Jóna Finns­dótt­ir Fram­kvæmda­stjóri

Karl Pét­ur Jóns­son MBA

Liam Joseph Davies B.A. í blaða- og frétta­mennsku

Ólaf­ur Freyr Frí­manns­son Lögmaður

Ólaf­ur Ólafs­son Viðskipta­fræðing­ur

Rún­ar Freyr Gísla­son Leik­ari

Sól­veig Dag­mar Þóris­dótt­ir Hag­nýt­ur menn­ing­armiðlari

Svava Lóa Stef­áns­dótt­ir Fram­leiðandi

Viðar Bjarna­son Verktaki

Þór Ómar Jóns­son Leik­stjóri / fram­leiðandi

Þeir sem sóttu um stöðu fram­kvæmda­stjóra fram­leiðslu­sviðs:

Al­freð Sturla Böðvars­son Leik­mynda- og ljósa­hönnuður

Birna Ósk Hans­dótt­ir Fram­leiðslu­stjóri

Elín Sveins­dótt­ir Dag­skrár­fram­leiðandi

G. Orri Ró­senkr­anz Verk­efna- og verk­stjóri

Gísli Berg Guðlaugs­son Fram­kvæmda­stjóri

Glúm­ur Bald­vins­son M.Sc. í alþjóðasam­skipt­um

Guðrún Lilja Magnús­dótt­ir Sam­hæf­ing­ar­stjóri

Gunn­laug­ur Þór Páls­son Fram­leiðandi / leik­stjóri

Hall­dór Þor­geirs­son Kvik­mynda­fram­leiðandi

Hólm­geir Bald­urs­son Fram­kvæmda­stjóri

Jó­hann Ólaf­ur Kjart­ans­son Leik­stjóri og fram­leiðandi

Sól­veig Dag­mar Þóris­dótt­ir Hag­nýt­ur menn­ing­armiðlari

Stein­unn Þór­halls­dótt­ir Ferla- og skipu­lags­stjóri

Svava Lóa Stef­áns­dótt­ir Fram­leiðandi

Úlfur Helgi Hró­bjarts­son Fram­kvæmda­stjóri

Vera Sölva­dótt­ir Fram­leiðslu­stjóri

Vig­fús Ingvars­son Sér­fræðing­ur

Þeir sem sóttu um stöðu dag­skrár­stjóra númiðlun­ar og Rás­ar 2:

Agnes Marinós­dótt­ir Deild­ar­stjóri

Anna Claessen Markaðsstjóri

Bald­vin Þór Bergs­son Frétta- og dag­skrár­gerðarmaður

Davíð Már Gunn­ars­son Verk­efna­stjóri

Eld­ar Ástþórs­son Upp­lýs­inga­full­trúi

Glúm­ur Bald­vins­son M.Sc. í alþjóðasam­skipt­um

Gylfi Þór Þor­steins­son Rekstr­ar­stjóri

Hall­dóra Ósk Reyn­is­dótt­ir Inn­an­húss­arki­tekt

Hall­ur Guðmunds­son Miðlun­ar- og sam­skipta­fræðing­ur

Matth­ías Már Magnús­son Tón­list­ar­stjóri

Ólaf­ur Páll Gunn­ars­son Útvarps­maður

Rann­veig Haf­steins­dótt­ir Tölv­un­ar­fræðing­ur

Re­bekka Blön­dal M.A. í blaða- og frétta­mennsku

Rún­ar Freyr Gísla­son Leik­ari

Sig­urður Ásgeir Árna­son Fram­kvæmda­stjóri

Stein­dór Gunn­ar Stein­dórs­son Markaðs- og kynn­ing­ar­full­trúi

Svavar Helgi Jak­obs­son Fjöl­miðla­fræðing­ur

Unn­ur Al­dís Krist­ins­dótt­ir Sölu- og markaðsstjóri

 

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Björn Bjarnason ýjar að vanhæfi umhverfisráðherra – Ver Kristján Þór fyrir „vinstri“ miðlum

Björn Bjarnason fjallar um hæfi tveggja ráðherra á heimasíðu sinni í dag. Hann gagnrýnir RÚV og fleiri „vinstrisinnaða“ miðla fyrir fréttaflutning af Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegsráðherra og tengslum hans við Samherja, sem Björn gerir lítið úr. Hann virðist frekar hafa áhyggjur af hæfi Guðmundur I. Guðbrandssonar umhverfisráðherra, ef marka má þessi orð: „Líklegt er að […]

Jón Steinar hefur málsvörn sína – Lagði fram greinargerð í morgun

Lögmaðurinn Jón Steinar Gunnlaugsson, sem stefnt var af Benedikti Bogasyni hæstaréttardómara fyrir meiðyrði, lagði fram greinargerð og aðilaskýrslu í morgun fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Benedikt stefnir Jóni Steinari fyrir að nota orðið „dómsmorð“ í bók sinni Með lognið í fangið, hvar hann fjallar um störf Hæstarétts í máli Baldri Guðlaugssonar, sem dæmdur var fyrir innherjasvik árið 2012, en […]

Launþegum fer fjölgandi í ferðaþjónustu – Fækkar í sjávarútvegi

Samkvæmt vef Hagstofu Íslands hefur launþegum í sjávarútvegi fækkað undanfarið ár, meðan launþegum fjölgar í byggingariðnaði og ferðaþjónustu. Á tímabilinu, frá nóvember 2016 til október 2017, voru 17.411 launagreiðendur á Íslandi að jafnaði, sem er fjölgun um 642 frá árinu áður. Á sama tímabili fengu 186.900 einstaklingar laun, sem er aukning um 8.400 frá tímabilinu […]

Skoða möguleika á rafrænum fylgiseðlum lyfja

Á vef Lyfjastofnunar kemur fram að nú sé til skoðunar sé hvernig betrumbæta megi upplýsingar sem fylgja lyfjum og um leið nýtt fyrirkomulag fylgiseðla. Framtíðin virðist liggja í rafrænum lausnum, en málið gæti tekið tíma þar sem breyta þarf núgildandi reglum Evrópusambandsins varðandi afgreiðslu lyfja.   Sem stendur eru reglur ESB/EES þannig að tungumál viðkomandi […]

Forsætisráðherra á leiðtogafundi í París – Kynnti kolefnislaust Ísland 2040

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók þátt í leiðtoga-fundi í París í dag undir yfirskriftinni „One Planet Summit“.  Fundurinn var haldinn í tilefni af því að í dag, 12. desember, eru tvö ár liðin frá samþykkt Parísarsamkomulagsins og lýkur fundinum síðar í kvöld. Megintilgangur fundarins er að fagna þeim áfanga sem Parísarsamkomulagið er og vekja athygli á markmiðum […]

Áform um hverfisskipulag Grafarvogs kynnt – Starfsemi fyrir kvikmyndaiðnað, verslun og þjónustu

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hélt kynningarfund á dögunum vegna fyrsta áfanga skipulags í Gufunesi. Fundurinn var haldinn í Hlöðunni við Gufunesbæ. Stuðla á að fjölbreyttari byggð og starfsemi og styðja við og styrkja Grafarvog sem hverfisheild. Á svæðinu er einkum gert ráð fyrir starfsemi á sviði afþreyingar- og kvikmyndaiðnaðar og þjónustu tengdri slíkri starfsemi. Einnig […]

Trump verst ásökunum um kynferðislega áreitni á Twitter

Donald Trump Bandaríkjaforseti, sagði í dag að allur sá fjöldi ásakana á hendur honum varðandi kynferðislega áreitni, væri liður í samsæri Demókrata og kallaði þær falsfréttir. Orð Trump féllu degi eftir að þrjár konur ásökuðu Trump um að hafa áreitt sig kynferðislega í viðtali á NBC sjónvarpsstöðinni og á blaðamannafundi í New York í gær. […]

Herdís kjörin næst-æðsti stjórnandi Feneyjanefndar Evrópuráðsins -Fyrst Íslendinga

Dr. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir hefur kjörin næst-æðsti stjórnandi Feneyjanefndar Evrópuráðsins, nefndar Evrópuráðsins um lýðræði með lögum. Á aðalfundi nefndarinnar nú í desember var Herdís kjörin fyrsti varaforseti nefndarinnar en hún hafði í tvígang verið kjörin ein þriggja varaforseta hennar. Hún er fyrsti Íslendingurinn sem kjörin er í stjórn Feneyjarnefndarinnar.     Aðspurð um hvaða þýðingu þetta […]

Kristinn H reiðir til höggs – Sakar umhverfisráðherra um „veruleikafirringu“ og tilheyra „öfgasamtökum“

Kristinn H. Gunnarsson, fyrrum þingmaður og nú ritstjóri Vestfirðings, gagnrýnir nýskipaðan umhverfisráðherra harðlega í leiðara blaðs síns í dag. Guðmundur I. Guðbrandsson, sem áður var framkvæmdarstjóri Landverndar, var skipaður sem fagráðherra af Vinstri grænum eftir síðustu kosningar, en sú ráðning virðist ekki vekja lukku hjá Kristni H. sem sakar umhverfisráðherra um að beita sér af […]

Kristján Þór gerir hreint fyrir sínum dyrum varðandi Samherjatengsl

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristján Þór Júlíusson, birti á Facebook síðu sinni í morgun yfirlýsingu, þar sem hann gerir grein fyrir tengslum sínum við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja sem og tengsl hans við fyrirtækið, en hann hefur legið undir ámæli vegna þessa, sökum stöðu sinnar og embættis. Flest, ef ekki allt það sem Kristján týnir […]

Olíunotkun sjávarútvegsins fer minnkandi – Nálgast markmið Parísarsamkomulagsins

Samkvæmt skýrslu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um olíunotkun greinarinnar til 2030, sem unnin er að hluta af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, kemur í ljós að eldsneytisnotkun hefur minnkað töluvert frá árinu 1990, eða um 43% Í skýrslunni kemur fram að „sterkir fiskistofnar, framfarir í veiðum og betra skipulag veiða hafa leitt til verulega minni olíunotkunar í […]

Dapurleg upprifjun

Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar: Það var sorglegt að fylgjast með upprifjun á því í fréttum í síðustu viku hvernig margir Íslendingar höguðu sér fyrst eftir bankahrunið 2008. Menn fóru í ógnandi hópum að heimilum fólks, sem það taldi í fávisku sinni að borið hefði einhverja óskilgreinda ábyrgð á hörmungunum. Þar urðu meðal annars stjórnmálamenn og […]

„Tímabært að teikna upp mynd af því hvernig hann og hans nánustu hafa hagað sér“

Karl Th. Birgisson, ritstjóri Herðubreiðar, gaf út á dögunum bók er nefnist Hinir Ósnertanlegu, saga um auð, völd og spillingu. Þar er fjallað um viðskiptasögu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og ítök föðurættar Bjarna í viðskiptalífinu í gegnum árin, sem höfundur kallar „eitrað samband stjórnmála og viðskipta.“       En af hverju réðst Karl í gerð […]

Aldrei munað eins litlu á WOW og Icelandair í farþegum talið

Aldrei hefur munað jafn litlu á stærð íslensku flugfélaganna tveggja, Icelandair og WOW, í farþegum talið. Icelandair flutti í nóvember 249 þúsund farþega, meðan Wow flaug með 224 þúsund farþega á sama tíma. Munurinn er 25 þúsund farþegar, sem er minnsti mælanlegi munur hingað til. Þar áður var munurinn minnstur í febrúar, eða 33,657 farþegar. […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is