Mánudagur 04.12.2017 - 19:07 - Ummæli ()

Forsetinn og frú heimsækja Dalabyggð

Mynd:DV/Sigtryggur Ari

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og frú Eliza Reid halda í opinbera heimsókn í Dalabyggð miðvikudaginn 6. desember og fimmtudaginn 7. desember næstkomandi. Forsetahjónin munu heimsækja menningarstofnanir, býli, skóla og fyrirtæki í sveitarfélaginu þessa tvo daga og boðið verður til Fjölskylduhátíðar í Dalabúð í Búðardal síðdegis
á fimmtudaginn.
Fyrsti viðkomustaður forsetahjóna í Dalabyggð verður Dvalar- og hjúkrunarheimilið Fellsendi kl. 15:00 miðvikudaginn 6. desember. Þaðan liggur leiðin að Erpsstöðum þar sem Þorgrímur Guðbjartsson og Helga Guðmundsdóttir kynna býlið og fjölþættar afurðir þess. Frá Erpsstöðum verður ekið í Búðardal og ostagerð MS heimsótt fyrst. Þeir Ari Edwald, forstjóri MS, og Lúðvík Hermannsson mjólkurbússtjóri taka á móti forsetahjónum og kynna starfsemina. Í kjölfarið verður opinn fundur forsetahjóna með sveitarstjórn og gestum hennar þar sem fjallað verður um margvísleg áform Dalabyggðar í ferðaþjónustu og uppbyggingu menningarsetra. Sá fundur verður haldinn í Leifsbúð og hefst kl. 16:40. Dagskrá fyrri heimsóknardags lýkur í Byggðasafninu á Laugum þar sem Valdís Einarsdóttir safnvörður tekur á móti forsetahjónum.
Að morgni fimmtudagsins 7. desember verður fyrst staldrað við á Staðarhóli í Saurbæ þar sem Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, kynnir metnaðarfull áform um setur og starfsemi til heiðurs Sturlu
Þórðarsyni sagnaritara. Frá Staðarhóli liggur leiðin að Skarði þar sem heimilisfólk tekur á móti gestunum, segir frá sögu staðarins og sýnir kirkjuna. Síðan verður ekið suður fyrir Klofning að Staðarfelli. Eftir stutta
viðkomu þar verður ekið í Búðardal. Fyrsti viðkomustaður þar verður Auðarskóli þar sem Herdís Erna Gunnarsdóttir leikskólastjóri og leikskólabörn taka á móti forsetahjónum og kynna skólann. Nemendur úr unglingadeild Auðarskóla fylgja síðan forsetahjónum frá leikskólanum að Félagsheimilinu Dalabúð þar sem grunnskólanemendur bjóða til hádegisverðar í mötuneytinu. Hlöðver Ingi Gunnarsson, skólastjóri Auðarskóla, mun ávarpa gesti og nemendur taka þátt í því að kynna skólann sinn.

 

Síðdegis fimmtudaginn 7. desember liggur leiðin fyrst að Eiríksstöðum þar sem Sigurður Jökulsson staðarhaldari tekur á móti gestum kl. 13:15. Komið verður að Kvennabrekku kl. 14:00 og þar mun forseti Íslands afhjúpa nýtt upplýsingaskilti um Árna Magnússon, fræðimann og handritasafnara, sem þar fæddist. Forsetahjón munu síðan heimsækja sauðfjárbúið að Kringlu kl. 14:40 þar sem bændurnir Arnar Freyr Þorbjarnarson og Fjóla Mikaelsdóttir kynna búskapinn. Kristín Þórarinsdóttir, forstöðukona Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns í Búðardal, tekur síðan á móti forsetahjónum þar kl. 15:30 ásamt séra Önnu Eiríksdóttur sóknarpresti og heimilisfólki í Silfurtúni. Heimsókn forsetahjóna í Dalabyggð lýkur með fjölskylduhátíð í Dalabúð sem hefst kl. 17:00. Þar mun forseti flytja ávarp, nemendur Auðarskóla flytja tónlist, kórar Dalamanna syngja undir stjórn Halldórs Þorgils Þórðarsonar og harmonikkusveitin Nikkolína flytur nokkur lög.

Í kjölfar dagskrár verður gestum boðið að þiggja veitingar úr heimabyggð.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Björn Bjarnason ýjar að vanhæfi umhverfisráðherra – Ver Kristján Þór fyrir „vinstri“ miðlum

Björn Bjarnason fjallar um hæfi tveggja ráðherra á heimasíðu sinni í dag. Hann gagnrýnir RÚV og fleiri „vinstrisinnaða“ miðla fyrir fréttaflutning af Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegsráðherra og tengslum hans við Samherja, sem Björn gerir lítið úr. Hann virðist frekar hafa áhyggjur af hæfi Guðmundur I. Guðbrandssonar umhverfisráðherra, ef marka má þessi orð: „Líklegt er að […]

Jón Steinar hefur málsvörn sína – Lagði fram greinargerð í morgun

Lögmaðurinn Jón Steinar Gunnlaugsson, sem stefnt var af Benedikti Bogasyni hæstaréttardómara fyrir meiðyrði, lagði fram greinargerð og aðilaskýrslu í morgun fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Benedikt stefnir Jóni Steinari fyrir að nota orðið „dómsmorð“ í bók sinni Með lognið í fangið, hvar hann fjallar um störf Hæstarétts í máli Baldri Guðlaugssonar, sem dæmdur var fyrir innherjasvik árið 2012, en […]

Launþegum fer fjölgandi í ferðaþjónustu – Fækkar í sjávarútvegi

Samkvæmt vef Hagstofu Íslands hefur launþegum í sjávarútvegi fækkað undanfarið ár, meðan launþegum fjölgar í byggingariðnaði og ferðaþjónustu. Á tímabilinu, frá nóvember 2016 til október 2017, voru 17.411 launagreiðendur á Íslandi að jafnaði, sem er fjölgun um 642 frá árinu áður. Á sama tímabili fengu 186.900 einstaklingar laun, sem er aukning um 8.400 frá tímabilinu […]

Skoða möguleika á rafrænum fylgiseðlum lyfja

Á vef Lyfjastofnunar kemur fram að nú sé til skoðunar sé hvernig betrumbæta megi upplýsingar sem fylgja lyfjum og um leið nýtt fyrirkomulag fylgiseðla. Framtíðin virðist liggja í rafrænum lausnum, en málið gæti tekið tíma þar sem breyta þarf núgildandi reglum Evrópusambandsins varðandi afgreiðslu lyfja.   Sem stendur eru reglur ESB/EES þannig að tungumál viðkomandi […]

Forsætisráðherra á leiðtogafundi í París – Kynnti kolefnislaust Ísland 2040

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók þátt í leiðtoga-fundi í París í dag undir yfirskriftinni „One Planet Summit“.  Fundurinn var haldinn í tilefni af því að í dag, 12. desember, eru tvö ár liðin frá samþykkt Parísarsamkomulagsins og lýkur fundinum síðar í kvöld. Megintilgangur fundarins er að fagna þeim áfanga sem Parísarsamkomulagið er og vekja athygli á markmiðum […]

Áform um hverfisskipulag Grafarvogs kynnt – Starfsemi fyrir kvikmyndaiðnað, verslun og þjónustu

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hélt kynningarfund á dögunum vegna fyrsta áfanga skipulags í Gufunesi. Fundurinn var haldinn í Hlöðunni við Gufunesbæ. Stuðla á að fjölbreyttari byggð og starfsemi og styðja við og styrkja Grafarvog sem hverfisheild. Á svæðinu er einkum gert ráð fyrir starfsemi á sviði afþreyingar- og kvikmyndaiðnaðar og þjónustu tengdri slíkri starfsemi. Einnig […]

Trump verst ásökunum um kynferðislega áreitni á Twitter

Donald Trump Bandaríkjaforseti, sagði í dag að allur sá fjöldi ásakana á hendur honum varðandi kynferðislega áreitni, væri liður í samsæri Demókrata og kallaði þær falsfréttir. Orð Trump féllu degi eftir að þrjár konur ásökuðu Trump um að hafa áreitt sig kynferðislega í viðtali á NBC sjónvarpsstöðinni og á blaðamannafundi í New York í gær. […]

Herdís kjörin næst-æðsti stjórnandi Feneyjanefndar Evrópuráðsins -Fyrst Íslendinga

Dr. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir hefur kjörin næst-æðsti stjórnandi Feneyjanefndar Evrópuráðsins, nefndar Evrópuráðsins um lýðræði með lögum. Á aðalfundi nefndarinnar nú í desember var Herdís kjörin fyrsti varaforseti nefndarinnar en hún hafði í tvígang verið kjörin ein þriggja varaforseta hennar. Hún er fyrsti Íslendingurinn sem kjörin er í stjórn Feneyjarnefndarinnar.     Aðspurð um hvaða þýðingu þetta […]

Kristinn H reiðir til höggs – Sakar umhverfisráðherra um „veruleikafirringu“ og tilheyra „öfgasamtökum“

Kristinn H. Gunnarsson, fyrrum þingmaður og nú ritstjóri Vestfirðings, gagnrýnir nýskipaðan umhverfisráðherra harðlega í leiðara blaðs síns í dag. Guðmundur I. Guðbrandsson, sem áður var framkvæmdarstjóri Landverndar, var skipaður sem fagráðherra af Vinstri grænum eftir síðustu kosningar, en sú ráðning virðist ekki vekja lukku hjá Kristni H. sem sakar umhverfisráðherra um að beita sér af […]

Kristján Þór gerir hreint fyrir sínum dyrum varðandi Samherjatengsl

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristján Þór Júlíusson, birti á Facebook síðu sinni í morgun yfirlýsingu, þar sem hann gerir grein fyrir tengslum sínum við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja sem og tengsl hans við fyrirtækið, en hann hefur legið undir ámæli vegna þessa, sökum stöðu sinnar og embættis. Flest, ef ekki allt það sem Kristján týnir […]

Olíunotkun sjávarútvegsins fer minnkandi – Nálgast markmið Parísarsamkomulagsins

Samkvæmt skýrslu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um olíunotkun greinarinnar til 2030, sem unnin er að hluta af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, kemur í ljós að eldsneytisnotkun hefur minnkað töluvert frá árinu 1990, eða um 43% Í skýrslunni kemur fram að „sterkir fiskistofnar, framfarir í veiðum og betra skipulag veiða hafa leitt til verulega minni olíunotkunar í […]

Dapurleg upprifjun

Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar: Það var sorglegt að fylgjast með upprifjun á því í fréttum í síðustu viku hvernig margir Íslendingar höguðu sér fyrst eftir bankahrunið 2008. Menn fóru í ógnandi hópum að heimilum fólks, sem það taldi í fávisku sinni að borið hefði einhverja óskilgreinda ábyrgð á hörmungunum. Þar urðu meðal annars stjórnmálamenn og […]

„Tímabært að teikna upp mynd af því hvernig hann og hans nánustu hafa hagað sér“

Karl Th. Birgisson, ritstjóri Herðubreiðar, gaf út á dögunum bók er nefnist Hinir Ósnertanlegu, saga um auð, völd og spillingu. Þar er fjallað um viðskiptasögu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og ítök föðurættar Bjarna í viðskiptalífinu í gegnum árin, sem höfundur kallar „eitrað samband stjórnmála og viðskipta.“       En af hverju réðst Karl í gerð […]

Aldrei munað eins litlu á WOW og Icelandair í farþegum talið

Aldrei hefur munað jafn litlu á stærð íslensku flugfélaganna tveggja, Icelandair og WOW, í farþegum talið. Icelandair flutti í nóvember 249 þúsund farþega, meðan Wow flaug með 224 þúsund farþega á sama tíma. Munurinn er 25 þúsund farþegar, sem er minnsti mælanlegi munur hingað til. Þar áður var munurinn minnstur í febrúar, eða 33,657 farþegar. […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is