Mánudagur 04.12.2017 - 08:08 - Ummæli ()

STÓRA STÖKKIÐ – Sighvatur Björgvinsson

Sighvatur Björgvinsson

Sighvatur Björgvinsson skrifar:

 

Árið 1944 gerðust þau merkilegu tíðindi, að Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins, myndaði
ríkisstjórn með Alþýðuflokki og Sósíalistaflokki. Sósíalistaflokkurinn, sem tók við af Kommúnistaflokki
Íslands, hafði fram að því ekki af hálfu Sjálfstæðisflokksins talist vera hæfur til samstarfs enda lýsti
hópur þingmanna Sjálfstæðisflokksins því yfir, að hann styddi ekki ríkisstjórnina. Ólafi kom hins vegar
mjög vel saman við þáverandi foringja íslenskra kommúnista, Brynjólf Bjarnarson, og hafði oft síðar
orð á því. Samstarfið reyndist þó endasleppt og varð að engu árið 1946. Varnarhagsmunir Íslands,
sem kommúnistar snerust öndverðir við, sáu til þess. Allt frá þeirri stundu réði sú skoðun ríkjum í
Sjálfstæðisflokknum að Sósíalistaflokkurinn væri ekki samstarfshæfur.
Óbreytt afstaða
Sú skoðun breyttist ekki neitt framan af þó Alþýðubandalagið tæki við af Sósíalistaflokknum. Þegar
líða tók á tuttugustu öldina fór að kveða við annan tón. M.a. má lesa um þær þreifingar í bók Guðna
Th. Jóhannessonar um forsetatíð Kristjáns Eldjárns. Þeim, sem lifðu þá tíð, er vel minnisstætt þegar
áhuginn á slíku samstarfi tók að vaxa á ný í báðum flokkunum. Styrmir Gunnarsson, ritstjóri
Morgunblaðsins, og ýmsir samherjar hans skrifuðu iðulega um það í blaðinu, að rétt væri að leiða
þessa tvo flokka aftur saman í ríkisstjórn. Voru þá rifjuð upp góð tengsl hinna fyrrverandi foringja,
Ólafs Thors og Brynjólfs Bjarnasonar og látið mjög ákveðið að því liggja, að ekki væri nú löng leið milli
skoðana formanns Sjálfstæðisflokksins, Geirs Hallgrímssonar, og forystumanns Alþýðubandalagsins,
Lúðvíks Jósefssonar. Báðir með sömu skoðanir á undirstöðuatvinnuvegunum, sjávarútvegi og
landbúnaði sem og efnahags- og atvinnumálum – og hví skyldu varnarhagsmunirnir svo sem fá að
klúðra því, að þeir tækju saman höndum.
Tilhugalífið
Þessi áhugi var síður en svo bundinn aðeins Styrmi og félögum. Hann átti líka hljómgrunn í
Alþýðubandalaginu. Þar þótti mörgum eins og flokkurinn teldist ekki vera fullgildur þátttakandi á
sviði stjórnmálanna ef honum væri ómögulegt að vinna með íhaldinu. Hvers vegna ætti það að vera
ómögulegt? Þeir og íhaldið ættu svo margt sameiginlegt! Þrátt fyrir tilhugalífið, sem m.a. má lesa um
í bók Guðna Th., þorði hvorugur hópurinn hins vegar aldrei að stíga skrefið. Menn stigu bara svona í
vænginn hvor við annan en svo gerðist aldrei neitt meira.
Gömlu kærleiksminningarnar
Þegar Vinstri grænir svo tóku við hlutverki Alþýðubandalagsins fóru þeir, sem þangað fluttu, með
þessar gömlu kærleiksminningar með sér. Var enn í minni sagan um hvað þeim kom nú vel saman,
Ólafi Thors og Brynjólfi Bjarnasyni. Og hversu mjög það torveldaði frjálsa för um leiksvið
stjórnmálanna að teljast ekki geta unnið með íhaldinu. Og Styrmir var jú enn að skrifa. Já – og stóð
ekki einn. Ekki fremur en fyrri daginn. Enda fór nú að draga til tíðinda. Þegar löngu
ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins var loksins lokið fóru menn að líta í
kring um sig. Niðurstaðan varð sú, að flokkurinn, sem stofnaður hafði verið til þess að gerast
valkostur við Sjálfstæðisflokkinn um stjórnarforystu, gróf það markmið í ystu myrkrum og gerðist þess
í stað förunautur Sjálfstæðisflokksins. Settist í Hrunstjórnina? Hvers vegna þá? Að sögn þess, sem
því réði, var það gert til þess að verða á undan Steingrími J. Sigfússyni. Formaður Sjálfstæðisflokksins
staðfesti það svo síðar, að formaður Vinstri grænna hefði lýst sig reiðubúinn til þess loks „að taka
stökkið“. Annar varð bara á undan. Sat svo við það sama tíu árum síðar ef marka má stuðningskonu
VG, sem sagðist hafa setið í flugvél á leið til Akureyrar aftan við umræddan Steingrím sem tjáði sessunaut sínum, ungum Sjálfstæðismanni, hver væri sinn óskadraumur. Að taka höndum saman við
íhaldið! Eftir margra áratuga langt tilhlaup var sum sé komið að því að taka stökkið.
Loksins hoppað…. langt!
Og stökkið hefur nú verið tekið. Tilhugalífinu er loksins lokið. Vinstri grænir eru orðnir „alvöru
flokkur“. Getur unnið með íhaldinu eins og hinir. Mikill er léttirinn. Ég óska þeim og nýrri ríkisstjórn
góðs gengis. Þeir munu engu breyta í þeim málum, sem þeir eru hjartanlega sammála um – í
landbúnaðarmálum, sjávarútvegsmálum, gjaldeyrismálum og peningamálum – en það er svo sem vel
hægt að láta gott af sér leiða á öðrum sviðum. Vonandi tekst það. Annað bara bíður.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Björn Bjarnason ýjar að vanhæfi umhverfisráðherra – Ver Kristján Þór fyrir „vinstri“ miðlum

Björn Bjarnason fjallar um hæfi tveggja ráðherra á heimasíðu sinni í dag. Hann gagnrýnir RÚV og fleiri „vinstrisinnaða“ miðla fyrir fréttaflutning af Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegsráðherra og tengslum hans við Samherja, sem Björn gerir lítið úr. Hann virðist frekar hafa áhyggjur af hæfi Guðmundur I. Guðbrandssonar umhverfisráðherra, ef marka má þessi orð: „Líklegt er að […]

Jón Steinar hefur málsvörn sína – Lagði fram greinargerð í morgun

Lögmaðurinn Jón Steinar Gunnlaugsson, sem stefnt var af Benedikti Bogasyni hæstaréttardómara fyrir meiðyrði, lagði fram greinargerð og aðilaskýrslu í morgun fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Benedikt stefnir Jóni Steinari fyrir að nota orðið „dómsmorð“ í bók sinni Með lognið í fangið, hvar hann fjallar um störf Hæstarétts í máli Baldri Guðlaugssonar, sem dæmdur var fyrir innherjasvik árið 2012, en […]

Launþegum fer fjölgandi í ferðaþjónustu – Fækkar í sjávarútvegi

Samkvæmt vef Hagstofu Íslands hefur launþegum í sjávarútvegi fækkað undanfarið ár, meðan launþegum fjölgar í byggingariðnaði og ferðaþjónustu. Á tímabilinu, frá nóvember 2016 til október 2017, voru 17.411 launagreiðendur á Íslandi að jafnaði, sem er fjölgun um 642 frá árinu áður. Á sama tímabili fengu 186.900 einstaklingar laun, sem er aukning um 8.400 frá tímabilinu […]

Skoða möguleika á rafrænum fylgiseðlum lyfja

Á vef Lyfjastofnunar kemur fram að nú sé til skoðunar sé hvernig betrumbæta megi upplýsingar sem fylgja lyfjum og um leið nýtt fyrirkomulag fylgiseðla. Framtíðin virðist liggja í rafrænum lausnum, en málið gæti tekið tíma þar sem breyta þarf núgildandi reglum Evrópusambandsins varðandi afgreiðslu lyfja.   Sem stendur eru reglur ESB/EES þannig að tungumál viðkomandi […]

Forsætisráðherra á leiðtogafundi í París – Kynnti kolefnislaust Ísland 2040

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók þátt í leiðtoga-fundi í París í dag undir yfirskriftinni „One Planet Summit“.  Fundurinn var haldinn í tilefni af því að í dag, 12. desember, eru tvö ár liðin frá samþykkt Parísarsamkomulagsins og lýkur fundinum síðar í kvöld. Megintilgangur fundarins er að fagna þeim áfanga sem Parísarsamkomulagið er og vekja athygli á markmiðum […]

Áform um hverfisskipulag Grafarvogs kynnt – Starfsemi fyrir kvikmyndaiðnað, verslun og þjónustu

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hélt kynningarfund á dögunum vegna fyrsta áfanga skipulags í Gufunesi. Fundurinn var haldinn í Hlöðunni við Gufunesbæ. Stuðla á að fjölbreyttari byggð og starfsemi og styðja við og styrkja Grafarvog sem hverfisheild. Á svæðinu er einkum gert ráð fyrir starfsemi á sviði afþreyingar- og kvikmyndaiðnaðar og þjónustu tengdri slíkri starfsemi. Einnig […]

Trump verst ásökunum um kynferðislega áreitni á Twitter

Donald Trump Bandaríkjaforseti, sagði í dag að allur sá fjöldi ásakana á hendur honum varðandi kynferðislega áreitni, væri liður í samsæri Demókrata og kallaði þær falsfréttir. Orð Trump féllu degi eftir að þrjár konur ásökuðu Trump um að hafa áreitt sig kynferðislega í viðtali á NBC sjónvarpsstöðinni og á blaðamannafundi í New York í gær. […]

Herdís kjörin næst-æðsti stjórnandi Feneyjanefndar Evrópuráðsins -Fyrst Íslendinga

Dr. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir hefur kjörin næst-æðsti stjórnandi Feneyjanefndar Evrópuráðsins, nefndar Evrópuráðsins um lýðræði með lögum. Á aðalfundi nefndarinnar nú í desember var Herdís kjörin fyrsti varaforseti nefndarinnar en hún hafði í tvígang verið kjörin ein þriggja varaforseta hennar. Hún er fyrsti Íslendingurinn sem kjörin er í stjórn Feneyjarnefndarinnar.     Aðspurð um hvaða þýðingu þetta […]

Kristinn H reiðir til höggs – Sakar umhverfisráðherra um „veruleikafirringu“ og tilheyra „öfgasamtökum“

Kristinn H. Gunnarsson, fyrrum þingmaður og nú ritstjóri Vestfirðings, gagnrýnir nýskipaðan umhverfisráðherra harðlega í leiðara blaðs síns í dag. Guðmundur I. Guðbrandsson, sem áður var framkvæmdarstjóri Landverndar, var skipaður sem fagráðherra af Vinstri grænum eftir síðustu kosningar, en sú ráðning virðist ekki vekja lukku hjá Kristni H. sem sakar umhverfisráðherra um að beita sér af […]

Kristján Þór gerir hreint fyrir sínum dyrum varðandi Samherjatengsl

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristján Þór Júlíusson, birti á Facebook síðu sinni í morgun yfirlýsingu, þar sem hann gerir grein fyrir tengslum sínum við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja sem og tengsl hans við fyrirtækið, en hann hefur legið undir ámæli vegna þessa, sökum stöðu sinnar og embættis. Flest, ef ekki allt það sem Kristján týnir […]

Olíunotkun sjávarútvegsins fer minnkandi – Nálgast markmið Parísarsamkomulagsins

Samkvæmt skýrslu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um olíunotkun greinarinnar til 2030, sem unnin er að hluta af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, kemur í ljós að eldsneytisnotkun hefur minnkað töluvert frá árinu 1990, eða um 43% Í skýrslunni kemur fram að „sterkir fiskistofnar, framfarir í veiðum og betra skipulag veiða hafa leitt til verulega minni olíunotkunar í […]

Dapurleg upprifjun

Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar: Það var sorglegt að fylgjast með upprifjun á því í fréttum í síðustu viku hvernig margir Íslendingar höguðu sér fyrst eftir bankahrunið 2008. Menn fóru í ógnandi hópum að heimilum fólks, sem það taldi í fávisku sinni að borið hefði einhverja óskilgreinda ábyrgð á hörmungunum. Þar urðu meðal annars stjórnmálamenn og […]

„Tímabært að teikna upp mynd af því hvernig hann og hans nánustu hafa hagað sér“

Karl Th. Birgisson, ritstjóri Herðubreiðar, gaf út á dögunum bók er nefnist Hinir Ósnertanlegu, saga um auð, völd og spillingu. Þar er fjallað um viðskiptasögu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og ítök föðurættar Bjarna í viðskiptalífinu í gegnum árin, sem höfundur kallar „eitrað samband stjórnmála og viðskipta.“       En af hverju réðst Karl í gerð […]

Aldrei munað eins litlu á WOW og Icelandair í farþegum talið

Aldrei hefur munað jafn litlu á stærð íslensku flugfélaganna tveggja, Icelandair og WOW, í farþegum talið. Icelandair flutti í nóvember 249 þúsund farþega, meðan Wow flaug með 224 þúsund farþega á sama tíma. Munurinn er 25 þúsund farþegar, sem er minnsti mælanlegi munur hingað til. Þar áður var munurinn minnstur í febrúar, eða 33,657 farþegar. […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is