Mánudagur 04.12.2017 - 08:08 - Ummæli ()

STÓRA STÖKKIÐ – Sighvatur Björgvinsson

Sighvatur Björgvinsson

Sighvatur Björgvinsson skrifar:

 

Árið 1944 gerðust þau merkilegu tíðindi, að Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins, myndaði
ríkisstjórn með Alþýðuflokki og Sósíalistaflokki. Sósíalistaflokkurinn, sem tók við af Kommúnistaflokki
Íslands, hafði fram að því ekki af hálfu Sjálfstæðisflokksins talist vera hæfur til samstarfs enda lýsti
hópur þingmanna Sjálfstæðisflokksins því yfir, að hann styddi ekki ríkisstjórnina. Ólafi kom hins vegar
mjög vel saman við þáverandi foringja íslenskra kommúnista, Brynjólf Bjarnarson, og hafði oft síðar
orð á því. Samstarfið reyndist þó endasleppt og varð að engu árið 1946. Varnarhagsmunir Íslands,
sem kommúnistar snerust öndverðir við, sáu til þess. Allt frá þeirri stundu réði sú skoðun ríkjum í
Sjálfstæðisflokknum að Sósíalistaflokkurinn væri ekki samstarfshæfur.
Óbreytt afstaða
Sú skoðun breyttist ekki neitt framan af þó Alþýðubandalagið tæki við af Sósíalistaflokknum. Þegar
líða tók á tuttugustu öldina fór að kveða við annan tón. M.a. má lesa um þær þreifingar í bók Guðna
Th. Jóhannessonar um forsetatíð Kristjáns Eldjárns. Þeim, sem lifðu þá tíð, er vel minnisstætt þegar
áhuginn á slíku samstarfi tók að vaxa á ný í báðum flokkunum. Styrmir Gunnarsson, ritstjóri
Morgunblaðsins, og ýmsir samherjar hans skrifuðu iðulega um það í blaðinu, að rétt væri að leiða
þessa tvo flokka aftur saman í ríkisstjórn. Voru þá rifjuð upp góð tengsl hinna fyrrverandi foringja,
Ólafs Thors og Brynjólfs Bjarnasonar og látið mjög ákveðið að því liggja, að ekki væri nú löng leið milli
skoðana formanns Sjálfstæðisflokksins, Geirs Hallgrímssonar, og forystumanns Alþýðubandalagsins,
Lúðvíks Jósefssonar. Báðir með sömu skoðanir á undirstöðuatvinnuvegunum, sjávarútvegi og
landbúnaði sem og efnahags- og atvinnumálum – og hví skyldu varnarhagsmunirnir svo sem fá að
klúðra því, að þeir tækju saman höndum.
Tilhugalífið
Þessi áhugi var síður en svo bundinn aðeins Styrmi og félögum. Hann átti líka hljómgrunn í
Alþýðubandalaginu. Þar þótti mörgum eins og flokkurinn teldist ekki vera fullgildur þátttakandi á
sviði stjórnmálanna ef honum væri ómögulegt að vinna með íhaldinu. Hvers vegna ætti það að vera
ómögulegt? Þeir og íhaldið ættu svo margt sameiginlegt! Þrátt fyrir tilhugalífið, sem m.a. má lesa um
í bók Guðna Th., þorði hvorugur hópurinn hins vegar aldrei að stíga skrefið. Menn stigu bara svona í
vænginn hvor við annan en svo gerðist aldrei neitt meira.
Gömlu kærleiksminningarnar
Þegar Vinstri grænir svo tóku við hlutverki Alþýðubandalagsins fóru þeir, sem þangað fluttu, með
þessar gömlu kærleiksminningar með sér. Var enn í minni sagan um hvað þeim kom nú vel saman,
Ólafi Thors og Brynjólfi Bjarnasyni. Og hversu mjög það torveldaði frjálsa för um leiksvið
stjórnmálanna að teljast ekki geta unnið með íhaldinu. Og Styrmir var jú enn að skrifa. Já – og stóð
ekki einn. Ekki fremur en fyrri daginn. Enda fór nú að draga til tíðinda. Þegar löngu
ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins var loksins lokið fóru menn að líta í
kring um sig. Niðurstaðan varð sú, að flokkurinn, sem stofnaður hafði verið til þess að gerast
valkostur við Sjálfstæðisflokkinn um stjórnarforystu, gróf það markmið í ystu myrkrum og gerðist þess
í stað förunautur Sjálfstæðisflokksins. Settist í Hrunstjórnina? Hvers vegna þá? Að sögn þess, sem
því réði, var það gert til þess að verða á undan Steingrími J. Sigfússyni. Formaður Sjálfstæðisflokksins
staðfesti það svo síðar, að formaður Vinstri grænna hefði lýst sig reiðubúinn til þess loks „að taka
stökkið“. Annar varð bara á undan. Sat svo við það sama tíu árum síðar ef marka má stuðningskonu
VG, sem sagðist hafa setið í flugvél á leið til Akureyrar aftan við umræddan Steingrím sem tjáði sessunaut sínum, ungum Sjálfstæðismanni, hver væri sinn óskadraumur. Að taka höndum saman við
íhaldið! Eftir margra áratuga langt tilhlaup var sum sé komið að því að taka stökkið.
Loksins hoppað…. langt!
Og stökkið hefur nú verið tekið. Tilhugalífinu er loksins lokið. Vinstri grænir eru orðnir „alvöru
flokkur“. Getur unnið með íhaldinu eins og hinir. Mikill er léttirinn. Ég óska þeim og nýrri ríkisstjórn
góðs gengis. Þeir munu engu breyta í þeim málum, sem þeir eru hjartanlega sammála um – í
landbúnaðarmálum, sjávarútvegsmálum, gjaldeyrismálum og peningamálum – en það er svo sem vel
hægt að láta gott af sér leiða á öðrum sviðum. Vonandi tekst það. Annað bara bíður.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Hvatningarverðlaun velferðarráðs afhent í Hörpu

Innflytjendur og börn og foreldrar eru hjartans mál verðlaunahafa hvatningarverðlauna velferðarráðs árið 2017 en verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Hörpu, föstudaginn 23. febrúar. Markmið verðlaunanna er að örva og vekja athygli á gróskumiklu starfi sviðsins.   Gæði í þjónustu við innflytjendur Það var Edda Ólafsdóttir, félagsráðgjafi, sem fékk verðlaun í flokki einstaklinga en […]

Listi Samfylkingarinnar í Reykjavík samþykktur

Framboðslisti Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar í vor var samþykktur samhljóða og með lófataki í dag, á fundi á Hótel Natura. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri leiðir listann en hann varð efstur í flokksvali sem haldið var fyrr í mánuðinum. Í efstu fimm sætunum sitja borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, á eftir Degi koma Heiða Björg Hilmisdóttir, Skúli Helgason, Kristín Soffía […]

Þórdís vill varaformannsembætti Sjálfstæðisflokksins

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir,  iðnaðar-, ferðamála- og nýsköpunarráðherra, greinir frá því á Facebooksíðu sinni í morgun, að hún ætli að bjóða sig fram til varaformennsku í Sjálfstæðisflokknum á landsfundinum í mars. „Það hefur verið dýrmætt að fá hvatningu víða að og hún vegur þungt í minni ákvörðun. Ég hlakka til að eiga samtöl við sem flesta […]

Samið um þorskafla Íslands í Smugunni

Haldinn var samningafundur í fiskveiðinefnd Íslands og Rússlands daganna 19.-20. febrúar. Umræðuefnið var að venju framkvæmd svokallaðs Smugusamnings frá 1999 milli Íslands, Noregs og Rússlands um þorskveiðar íslenskra skipa í lögsögu Noregs og í þessu tilviki í lögsögu Rússlands fyrir árið 2018. Í samningnum er um tvenns konar kvóta að ræða. Annars vegar þann sem […]

Landvernd vill virkja vindorku

Engin stefna hefur verið mörkuð um vindorkuvirkjanir á Íslandi og því réðst Landvernd í það verkefni að semja stefnu sem byggist á náttúruverndar-sjónarmiðum með almannahagsmuni að leiðarljósi. Vonast er til aðframkvæmdaaðilar og sveitarfélög geti nýtt sér þessa stefnumörkun til að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif slíkra framkvæmda og til að koma í veg fyrir að ráðist verði […]

Kaupskil kaupa 13% í Arion banka af ríkinu

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur, að undangengnu samráði við ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins og ríkisstjórn, fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um sölu á 13% hlut ríkissjóðs í Arion banka til Kaupskila ehf. (dótturfélags Kaupþings ehf.) fyrir 23,4 milljarða króna. Salan fer fram á grunni kaupréttar á hlutnum samkvæmt hluthafasamkomulagi frá árinu 2009 og lögum um […]

Áslaug sakar Sjálfstæðisflokkinn um svindl: „Leikreglum er breytt og uppstillingarvaldið sett í fárra hendur“

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Áslaug Friðriksdóttir, sem fékk ekki sæti á framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnakosningar, skrifar á Facebooksíðu sína í dag. Þar segir hún farir sínar ekki sléttar í samskiptum við Sjálfstæðisflokkinn:   „Kæru vinir, enginn getur gengið að neinu vísu í pólitík. Góður stuðningur í hefðbundnum prófkjörum hefur litla þýðingu, þegar leikreglum er breytt og […]

Ríkisendurskoðun gagnrýnir ráðuneytið fyrir skort á heildarstefnu í orkumálum

Ríkisendurskoðun ítrekar ekki fimm ábendingar sem beint var til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og Landsnets hf. árið 2015. Þetta kemur fram í nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar, Landsnet hf. Hlutverk, eignarhald og áætlanir. Ráðuneytið hefur enn ekki brugðist við þeirri ábendingu Ríkisendurskoðunar að marka heildstæða stefnu í orkumálum til að tryggja að uppbygging og rekstur flutningskerfis raforku sé í […]

Heilbrigðisráðherra vill lögleiða rafrettur

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir frumvarp um rafrettur stuðla að lögmætum viðskiptum með þessa vöru og tryggja eftirlit og mikilvæga neytendavernd. Aðgengi fólks að rafrettum og reglur um notkun þeirra samkvæmt frumvarpinu geri þeim hægt um vik sem vilja hætta tóbaksnotkun með aðstoð þeirra. Ráðherra mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær. Eins og fram kom í ræðu […]

Hagstofan áætlar 2,9% hagvöxt á árinu

Hagstofa Íslands hefur gefið út endurskoðaða þjóðhagsspá að vetri í ritröð sinni, Hagtíðindum. Spáin spannar árin 2017–2023. Hægt hefur á hagvexti frá árinu 2016 en áætlað er að hagkerfið hafi vaxið um 3,8% árið 2017. Meiri kraftur var í þjóðarútgjöldum sem áætlað er að hafi aukist um rúmlega 7% á síðasta ári. Talið er að […]

Afgerandi meirihluti vill afsögn dómsmálaráðherra

Samkvæmt könnun Maskínu sem unnin var í samstarfi við Stundina, kemur fram að 72,5% þjóðarinnar vilja að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segi af sér. Þeir sem vilja að hún sitji áfram eru 27,5 prósent. Hlutfallið er yfir 67% hjá fylgjendum allra stjórnmálaflokka, nema Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins, en 23% Sjálfstæðismanna vilja afsögn Sigríðar og rúm 44 […]

Haraldur hugsar málið varðandi framboð til varaformennsku

Haraldur Benediktsson, fyrsti þingmaður Norð-vestur kjördæmis fyrir Sjálfstæðisflokkinn, segist ætla að hugsa sig um hvort hann bjóði sig fram til varaformennsku í flokknum á landsfundi sjálfstæðisflokksins um miðjan mars, eftir fjölda áskorana. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.   „Já, ég get staðfest það að margir hafa komið að máli við mig og skorað […]

Ingvar Mar leiðir lista Framsóknar

Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri og fyrrum varaþingmaður- og borgarfulltrúi, mun leiða lista Framsóknarflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Fjórar konur skipa næstu fimm sæti. Höfuðáhersla Framsóknarflokksins í Reykjavík verða skólamál samkvæmt tilkynningu, en þrír frambjóðendur eru með kennaramenntun. Viðskeytið flugvallarvinir er hvergi sjáanlegt í tilkynningu frá Framsóknarflokknum að þessu sinni og má því áætla að það verði ekki […]

Listi Eyþórs klár – Tveimur borgarfulltrúum bolað burt

Sjálfstæðismenn kynntu endanlegan framboðslista sinn í kvöld, fyrir borgarstjórnarkosningarnar í maí. Borgarfulltrúarnir Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir eru ekki á listanum, en Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi er í fimmta sæti listans. Hildur Björnsdóttir lögfræðingur er í öðru sæti, Valgerður Sigurðardóttir því þriðja, og Egill Þór Jónsson í fjórða. Heildarlistinn er hér að neðan:   1. Eyþór Lax­dal […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is