Sunnudagur 10.12.2017 - 13:30 - Ummæli ()

Um hvað snúast deilurnar í Katalóníu?

Stuðningsfólk sjálfstæðis veifar fánum Katalóníu.

Það eru margar ástæður  fyrir því að Katalónía er ekki Spánn, eða hluti af Spáni og að Spánn sé ekki Katalónía. Sögulega séð er Katalónía þjóð með landamæri miklu eldri en hugmyndin um Spán sem ríki eða þjóð. Katalónar voru þjóð í eigin landi í nokkrar aldir eða allt þar til að þeir töpuðu stríði við Spán, eða Kastillíu, árið 1714. Í kjölfar ósigursins var þjóðinni haldið niðri af nýlenduherrunum. Það leið rúm öld þar til baráttan fyrir endurheimtingu sjálfstæðisins fór að taka á sig almennilega mynd. Það var svo á svipuðum tíma og sjálfstæðisbarátta Íslendinga ruddist fram fæðingarveginn og dró hinn ferska frumanda að Katalónar fóru að krefjast þess að fá að lifa sátt sem þjóð í eigin landi, án afskipta konungs eða ofríkis. Upp úr miðri 19. öldinni fara svo katalónskir lýðveldissinnar að sýna nýlenduherrunum andóf og hljóta flestir bágt fyrir.

Lýðveldi stofnað – forseti tekinn af lífi Fjöldi katalónskra lýðveldissinna neyddist til að búa í útlegð á árunum 1860–1935. Á þeim tíma gerðu þeir fleiri en eina tilraun til að fá aukna sjálfsstjórn frá Spáni, og endurheimta stöðu sína. Árið 1934 stofnuðu Katalónar lýðveldi, en viðbrögð stjórnvalda á Spáni voru að fangelsa ríkisstjórnina og taka forsetann, Lluis Companys, af lífi. Þessir atburðir mörkuðu upphaf blóðugs borgarastríðs á Spáni sem varði í þrjú ár.

Franco bannaði tungumálið Um svipað leyti var Francisco Franco frá Galisíu að taka við völdum. Franco var einræðisherra í um 40 ár. Franco rak blóðuga pólitík gagnvart Katalónum. Var það eitt af hans aðalmarkmiðum að eyða menningu þeirra og
sjálfsmynd. Hann  bannaði tungumál þeirra, hinn fagra  katalónska dans mátti ekki lengur stíga og allt sem nært gat menningararf Katalóna var á bannlista einræðisherrans alræmda. En ekki kom til greina af hálfu Katalóna að gefa eftir sjálfsmynd eða  heiður, hvað sem ofbeldi, morðum og pyntingum sætti í þessa fjóra áratugi. Eftir andlát einræðisherrans 1975 var ákveðið að allir sem beitt höfðu pyntingum, fyrirskipað morð og  aftökur, beitt kúgun og ofríki fengju skilyrðislausa sakaruppgjöf og að reynt yrði að stofna lýðveldi á Spáni. Katalónar ásamt öðrum samþykktu stofnun lýðveldis undir þeim formerkjum að þeir vildu bara „eitthvað allt annað“ en það ofríki og kúgun sem hafði ríkt lungann úr 20. öldinni. En ungar kynslóðir Katalóna eru ekki á sama máli og sjá að ákvörðun foreldranna um að samþykkja þátttöku í stofnun lýðveldis á Spáni var gerð í veikleika en ekki í andrúmslofti sjálfstrausts og vonar.

Aðskilnaður er óumflýjanlegur Það leið ekki nema um það bil fermingaraldur þar til að  raddir um aukna sjálfstjórn og viðurkenningu varð hávær í Katalóníu. Um síðustu aldamót hófust samræður á milli katalónskra og spænskra stjórnvalda um þau efni. Samtalið sem átti sér á milli þessara þjóða gaf af sér góðan árangur, og var jafnvel talið að með samningum að hugmyndir um
sjálfstætt  lýðveldi í  Katalóníu hefðu verið svæfðar með ró og spekt í nokkrar kynslóðir. En arftakar, synir og dætur herforingja Francos, og þær fjölskyldur sem lagt höfðu undir sig Spán allan, andmæltu þessu samkomulagi harðlega. Eftir margra ára pólitíska
baráttu og meðferð stjórnlagadómstóls Spánar var ekki bara útþynntu samkomulaginu hent fyrir róða árið 2010 heldur einnig afturkallaðar flestar þær umbætur og réttindi sem Katalónía hafði áunnið sér. Frá því að þessi niðurlægjandi meðferð átti sér stað hefur krafan um fullt sjálfstæði, aðskilnað og stofnun lýðveldis orðið að öflugri lýðræðishreyfingu, af stærðargráðu og styrk sem á sér vart fordæmi í seinni tíma sögu Evrópu.

Aðskilnaður er  óumflýjanlegur og ný tegund af sambúð við nágrannaríkið Spán er verkefni nánustu framtíðar.
Kosningar eftir tvær vikur Eftir tæpar tvær vikur ganga Katalónar að kjörborðinu til að kjósa sér nýtt þing. Þetta eru þriðju  þingkosningarnar  síðan 2012. Þær eru sérstakar að því leyti að ríkis stjórn  Spánar leysti upp  katalónska þingið í október síðastliðnum eftir að Carles Puidgemont, forseti  Katalóníu, með stuðning ríkisstjórnar og þings lýsti yfir stofnun sjálfstæðs lýðveldis og aðskilnaði við konungs ríkið Spán. Tveir þriðju hlutar ríkisstjórnar Katalóníu voru hnepptir í varðhald og hinir flúðu land og leituðu skjóls í Belgíu, þar á meðal forsetinn sjálfu.

Guðmundur Hrafn Arngrímsson

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Hannes Hólmsteinn býður fram lausn við umferðaröngþveitinu um Miklubraut

Hannes Hólmsteinn Gissurason, stjórnmálaprófessor við Háskóla Íslands, býður fram áhugaverða lausn á þeim mikla umferðavanda sem jafnan skapast á Miklubrautinni á degi hverjum. Á Facebooksíðu hans segir:   „Ég bý í 101 eins og borgarfullrúar vinstri meirihlutans og geng í vinnuna. En ég skil ekki, hvers vegna aðrir borgarbúar láta bjóða sér umferðaröngþveitið við Lönguhlíð […]

Rússnesk rúlletta á Reykjanesbrautinni

Þórólfur Júlían Dagsson ritar: Það er þyngra en tárum taki að baráttunni um betri vegasamgöngur frá Reykjanesbæ um Reykjanesbraut sé enn ekki lokið. Allt of margir hafa lent í alvarlegum umferðarslysum á þessum vegarkafla milli Reykjavíkur og Reykjanesbæjar og allt of margir hafa hreinlega látið lífið. Við þetta verður ekki unað. Barátta bæjarbúa á sýnum […]

Guðlaugur Þór gaf Íslendingasögurnar í sænskri þýðingu

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, afhenti Alice Bah Kunke, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, til gjafar Íslendingasögurnar í sænskri þýðingu við hátíðlega athöfn í Uppsölum í dag. Í ræðu sinni rakti ráðherra sagnaarfinn og þýðingu Íslendingasagnanna enn þann dag í dag. „“Ber er hver að baki nema bróður sér eigi“, segir í sögnunum og er þar vísað til vopnaðra […]

Ríkisstjórnin lýsir yfir vantrausti á kjararáð- Myndar starfshóp um „breytt fyrirkomulag“ og „úrbætur“

Ríkisstjórnin hefur skipað starfshóp um kjararáð, í samráði við „heildarsamtök á vinnumarkaði“, líkt og segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. „Hópurinn skal bera saman fyrirkomulag um ákvörðun launa hjá kjörnum fulltrúum, dómurum og embættismönnum í nágrannalöndum og leggja fram tillögur að breyttu fyrirkomulagi launaákvarðana kjararáðs, sé annað fyrirkomulag talið líklegra til betri sáttar í þjóðfélaginu til […]

Gunnar Atli ráðinn aðstoðarmaður Kristjans Þórs

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ráðið Gunnar Atla Gunnarsson sem aðstoðarmann sinn. Hann hefur störf í ráðuneytinu í dag. Kristján Þór mun þar með hafa tvo aðstoðarmenn en fyrir er Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir sem er sem stendur í fæðingarorlofi. Gunnar Atli er stúdent frá Menntaskólanum á Ísafirði, með Mag. Jur. í lögfræði frá […]

Vilhjálmur Bjarnason: „Borgin stundar mikinn fjandskap við íbúa sína“

Vilhjálmur Bjarnason, frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu borgarstjórnarkosningar, skrifar grein í Morgunblaðið í dag, hvar hann fer yfir helstu hugðarefni sín í borgarmálunum. Eru þar húsnæðis- og velferðarmál ofarlega á baugi, en athygli vekur að Vilhjálmur minnist lítið sem ekkert á samgöngumál eða borgarlínu, en hann hefur þó áður lýst yfir efasemdum um hana, […]

Strætó að eldast – Um helmingur 10 ára eða eldri

Samgöngumál borgarinnar eru nú í brennidepli, þegar styttist í sveitastjórnarkosningar. Ljóst er að samgöngumál verða eitt af stóru kosningamálunum, ekki síst almenningssamgöngur, þar sem Borgarlínan hefur verið í forgrunni. En hvernig stendur Strætó ? Samkvæmt Jóhannesi Rúnarssyni, framkvæmdarstjóra Strætó, eru 49 af 95 strætisvögnum fyrirtækisins 10 ára eða meira og eru tveir þeirra 18 ára […]

Borgin úthlutaði lóðum fyrir 1711 íbúðir árið 2017

Alls voru samþykktar lóðaúthlutanir fyrir 1.711 íbúðir í borgarráði á síðasta ári. Mikill meirihluti úthlutaðra lóða var fyrir byggingarfélög sem starfa án hagnaðarsjónarmiða. Borgarráð fékk kynningu á úthlutunum lóða á fundi sínum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Úthlutað var lóðum fyrir 1.711 íbúðir í borgarráði í fyrra. Af þeim eru 1.422 […]

Forsætisráðherra í heimsóknarhug

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á faraldsfæti í gær, en hún heimsótti bæði umboðsmann barna og Seðlabankann. Umboðsmaður barna, Salvör Nordal, gerði Katrínu grein fyrir stefnumótun og áherslum embættisins fyrir tímabilið 2018 til 2022. Fram kom að embættið telur brýnt að efla stefnumótun á mörgum sviðum sem tengjast börnum. Grunnur að því sé greining á stöðu […]

Þórir Guðmundsson ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis

Þórir Guðmundsson hefur verið ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og vísir.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vodafone. Þórir er með meistaragráðu í alþjóðlegum samskiptum frá Boston University og B.A. gráðu í Blaða- og fréttamennsku frá University of Kansas. Þórir starfaði sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, fyrst á árunum 1986 til 1999 og svo […]

Dauðans alvara – eftir Jón Pál Hreinsson og Pétur G. Markan

Þegar þessi orð eru skrifuð hefur einangrun Djúpsins verið viðvarandi frá laugardagskvöldi 13. janúar. Hvað þýðir það í nútímasamfélagi? Frá 13. janúar hafa allir vegir verið lokaðir til svæðisins, vegna ófærðar og snjóflóða, og flugsamgöngur verið stopular til landshlutans, vegna óhagstæðra vinda. Tvær megin orsakir eru til grundvallar þessari eingangrun; erfitt flugvallarstæði á Ísafirði og […]

ESB ræðst gegn plastmengun: Meira af plasti en fiski í sjónum árið 2050 með sama áframhaldi

Samkvæmt nýrri áætlun Evrópusambandsins verða allar plastumbúðir gerðar úr endurvinnanlegu efni fyrir árið 2030, dregið verður verulega úr notkun einnota plasts og skorður settar við notkun örplasts. Áætlun Evrópusambandsins til að bregðast við plastmengun er ætlað að vernda náttúruna, verja íbúana og styrkja fyrirtækin. Áætlunin er sú fyrsta sinnar tegundar og á að stuðla að […]

Stefnt að opnun neyslurýma fyrir vímuefnaneytendur

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett af stað vinnu í velferðarráðuneytinu til að undirbúa opnun neyslurýma fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. Neyslurými sem þessi eru þekkt úrræði erlendis og byggjast á hugmyndafræði skaðaminnkunar. Alþingi samþykkti í maí árið 2014 ályktun um að stefna í vímuefnamálum skyldi endurskoðuð „á grundvelli lausnamiðaðra og mannúðlegra úrræða, á forsendum heilbrigðiskerfisins og […]

Arnar Þór Sævarsson verður aðstoðarmaður félags- og jafnréttismálaráðherra

Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ráðið Arnar Þór Sævarsson, fráfarandi sveitarstjóra á Blönduósi aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Arnar Þór útskrifaðist úr lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1999 og tók ári síðar réttindi til að gegna lögmennsku. Hann hefur gegnt stöðu sveitarstjóra á Blönduósi frá árinu 2007. Áður var hann aðstoðarmaður Jóns Sigurðssonar, þáverandi […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is