Fimmtudagur 11.01.2018 - 14:45 - Ummæli ()

Helmingur landsmanna vill að stjórnvöld geri meira í baráttunni gegn loftslagsbreytingum

Ólafur Elínarson, sviðsstjóri markaðsrannsókna Gallup

Ríflega helmingur landsmanna, eða 54%, telja Ísland gera of lítið til að aðlagast loftslagsbreytingum. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Gallup á viðhorfi Íslendinga til umhverfis- og loftslagsmála sem Ólafur Elínarson sviðsstjóri markaðsrannsókna Gallup kynnti á ráðstefnu í Hörpu í dag. Ennfremur kemur fram í rannsókninni að landsmenn telja íslenska stjórnmálamenn gera of lítið til að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda og tæplega helmingur aðspurðra telur sig hafa séð eða upplifað afleiðingar loftslagsbreytinga í sveitarfélagi sínu.

 

Meðal ungs fólks á aldrinum 18-34 ára telja 27 prósent að loftslagsbreytingar og umhverfismál vera eina af helstu áskorunum sem Ísland stendur frammi fyrir í dag. Landsmenn gera ýmislegt til að draga sjálfir úr losun en 82% svarenda hefur flokkað sorp, 70% hafa minnkað plastnotkun og 44% hafa keypt umhverfisvænar vörur. Hlutfallslega fleiri konur en karlar hafa gert eitthvað af þessu þrennu.

 

Á ráðstefnunni í Hörpu í dag ávarpaði Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra ráðstefnugesti. Fulltrúar stofnana og fyrirtækja héldu einnig erindi um helstu áform þeirra í umhverfis- og loftslagsmálum. Meðal framsögumanna voru Bjarni Már Júlíusson framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, Hrönn Hrafnsdóttir frá Reykjavíkurborg, Björn Hafsteinn Halldórsson framkvæmdastjóri Sorpu, Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS, Jóna Bjarnadóttir forstöðumaður hjá Landsvirkjun, Vigdís Sif Hrafnkelsdóttir hjá Landsbankanum, Guðný Rósa Þorvarðardóttir framkvæmdastjóri hjá N1, Guðni A. Jóhannesson framkvæmdastjóri Orkustofnunar og Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar. Heiður Hrund Jónsdóttir hjá Gallup stýrði fundinum.

Umhverfis- og auðlindaráðherra kom í ávarpi sínu inn á helstu áform ríkistjórnarinnar í umhverfismálum en markmiðið er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þannig að Ísland verði kolefnishlutlaust árið 2040. Hann sagðist skynja viðhorfsbreytingu landsmanna til umhverfismála sem væri mjög jákvætt. Ennfremur lagði hann áherslu á mikilvægi samtals landsmanna og stjórnmálamanna um þessi mál.

 

Ólafur Elínarson sviðsstjóri Gallup sagði jafnframt í erindi sínu að þetta væri í fyrsta sinn sem Gallup mælir ítarlega viðhorf landsmanna til umhverfismála. „Við sjáum að almennt lítur fólk ekki á Ísland sem brautryðjanda á alþjóðavettvangi á sviði loftslagsmála. Ennfremur er áhugavert að sjá viðhorf neytenda til fyrirtækja en umhverfisstefna fyrirtækja skiptir landsmenn miklu máli bæði varðandi val á nýjum vinnuveitenda og viðleitni til að skapa umhverfisvænan vinnustað sem leggur áherslu á orkusparnað,“ sagði hann.

 

Sjávarútvegurinn hefur dregið úr losun um 44%
Fram kom í máli Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS að það væri fjárhagslega hagkvæmt að draga úr losun.

„Sjávarútvegurinn hefur gert sér grein fyrir því og hefur dregið markvisst úr losun með fjárfestingu í betri skipum og nýrri tækni. Það er athyglisvert að sjá að samkvæmt könnuninni, virðast margir telja að lítill árangur hafi náðst á vettvangi sjávarútvegsins í að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda. Góð saga sjávarútvegs í þessum efnum er því augljóslega ekki á almennu vitorði. Íslenskur sjávarútvegur hefur, fyrir sitt leyti og ein atvinnugreina hér á landi, náð markmiðum Parísarsamkomulagsins. Sjávarútvegur hefur þannig dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda um rúmlega 40% frá árinu 1990 og hyggst gera enn betur á komandi árum! Það er auðsýnilega verk að vinna að koma þessum góðu fréttum betur á framfæri,“

 

sagði hún.

 

Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar sagði í sínu erindi að það væri verkefni íslenskra stjórnvalda að standa við þau loforð sem endurspeglast í alþjóðasamningum líkt og Kyoto bókuninni og Parísarsamkomulaginu.

 

„Það er ljóst að við þurfum að taka okkur á í umhverfismálum þar sem að losun Íslands er að aukast og því miður þurfum við að kaupa skuldbindingar til að geta staðið við loforðin.“

 

Meirihluti Íslendinga getur hugsað sér að kaupa rafbíl
Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri ON, talaði um að það væri ánægjulegt að sjá í niðurstöðum könnunarinnar að helmingur Íslendinga geti hugsað sér að kaupa rafbíl.

 

„Það er hvoru tveggja hagkvæmt og umhverfisvænt. Í þessu samhengi má líka hafa í huga að helmingur þeirra Norðmanna sem keyptu sér bíl í fyrra keypti rafbíl. Helmingur þeirra hefur sem sagt þegar gert það sem helmingur okkar er að hugsa.“

Jóna Bjarnadóttir greindi frá því í sínu erindi að á heimsvísu væri aukin vinnsla endurnýjanlegrar orku eitt af stóru framlögunum til loftslagsmála.

 

„Við höfum langa reynslu af vatnsafli og jarðvarma og erum að byrja að feta okkur áfram með vindorkuna. Síðan verður framtíðin að leiða í ljós hvort við förum að nýta aðra orkugjafa. En niðurstöður könnunarinnar benda til þess að áhugi landsmanna sé til staðar.“

Björn Hafsteinn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, greindi frá því að endurnýting á heimilisúrgangi verði yfir 95% með opnun gas- og jarðgerðarstöðvar félagsins sem verður tekin í notkun árið 2019. Hann sagði að afurðir sem verða unnar úr stöðinni verða aðallega tvær, metan og jarðvegsbætir. Metanvinnsla eykst til muna og mun heildarframleiðslan frá stöðinni og urðunarstaðnum duga til að knýja um 7-8.000 metanbíla.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Hannes Hólmsteinn býður fram lausn við umferðaröngþveitinu um Miklubraut

Hannes Hólmsteinn Gissurason, stjórnmálaprófessor við Háskóla Íslands, býður fram áhugaverða lausn á þeim mikla umferðavanda sem jafnan skapast á Miklubrautinni á degi hverjum. Á Facebooksíðu hans segir:   „Ég bý í 101 eins og borgarfullrúar vinstri meirihlutans og geng í vinnuna. En ég skil ekki, hvers vegna aðrir borgarbúar láta bjóða sér umferðaröngþveitið við Lönguhlíð […]

Rússnesk rúlletta á Reykjanesbrautinni

Þórólfur Júlían Dagsson ritar: Það er þyngra en tárum taki að baráttunni um betri vegasamgöngur frá Reykjanesbæ um Reykjanesbraut sé enn ekki lokið. Allt of margir hafa lent í alvarlegum umferðarslysum á þessum vegarkafla milli Reykjavíkur og Reykjanesbæjar og allt of margir hafa hreinlega látið lífið. Við þetta verður ekki unað. Barátta bæjarbúa á sýnum […]

Guðlaugur Þór gaf Íslendingasögurnar í sænskri þýðingu

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, afhenti Alice Bah Kunke, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, til gjafar Íslendingasögurnar í sænskri þýðingu við hátíðlega athöfn í Uppsölum í dag. Í ræðu sinni rakti ráðherra sagnaarfinn og þýðingu Íslendingasagnanna enn þann dag í dag. „“Ber er hver að baki nema bróður sér eigi“, segir í sögnunum og er þar vísað til vopnaðra […]

Ríkisstjórnin lýsir yfir vantrausti á kjararáð- Myndar starfshóp um „breytt fyrirkomulag“ og „úrbætur“

Ríkisstjórnin hefur skipað starfshóp um kjararáð, í samráði við „heildarsamtök á vinnumarkaði“, líkt og segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. „Hópurinn skal bera saman fyrirkomulag um ákvörðun launa hjá kjörnum fulltrúum, dómurum og embættismönnum í nágrannalöndum og leggja fram tillögur að breyttu fyrirkomulagi launaákvarðana kjararáðs, sé annað fyrirkomulag talið líklegra til betri sáttar í þjóðfélaginu til […]

Gunnar Atli ráðinn aðstoðarmaður Kristjans Þórs

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ráðið Gunnar Atla Gunnarsson sem aðstoðarmann sinn. Hann hefur störf í ráðuneytinu í dag. Kristján Þór mun þar með hafa tvo aðstoðarmenn en fyrir er Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir sem er sem stendur í fæðingarorlofi. Gunnar Atli er stúdent frá Menntaskólanum á Ísafirði, með Mag. Jur. í lögfræði frá […]

Vilhjálmur Bjarnason: „Borgin stundar mikinn fjandskap við íbúa sína“

Vilhjálmur Bjarnason, frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu borgarstjórnarkosningar, skrifar grein í Morgunblaðið í dag, hvar hann fer yfir helstu hugðarefni sín í borgarmálunum. Eru þar húsnæðis- og velferðarmál ofarlega á baugi, en athygli vekur að Vilhjálmur minnist lítið sem ekkert á samgöngumál eða borgarlínu, en hann hefur þó áður lýst yfir efasemdum um hana, […]

Strætó að eldast – Um helmingur 10 ára eða eldri

Samgöngumál borgarinnar eru nú í brennidepli, þegar styttist í sveitastjórnarkosningar. Ljóst er að samgöngumál verða eitt af stóru kosningamálunum, ekki síst almenningssamgöngur, þar sem Borgarlínan hefur verið í forgrunni. En hvernig stendur Strætó ? Samkvæmt Jóhannesi Rúnarssyni, framkvæmdarstjóra Strætó, eru 49 af 95 strætisvögnum fyrirtækisins 10 ára eða meira og eru tveir þeirra 18 ára […]

Borgin úthlutaði lóðum fyrir 1711 íbúðir árið 2017

Alls voru samþykktar lóðaúthlutanir fyrir 1.711 íbúðir í borgarráði á síðasta ári. Mikill meirihluti úthlutaðra lóða var fyrir byggingarfélög sem starfa án hagnaðarsjónarmiða. Borgarráð fékk kynningu á úthlutunum lóða á fundi sínum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Úthlutað var lóðum fyrir 1.711 íbúðir í borgarráði í fyrra. Af þeim eru 1.422 […]

Forsætisráðherra í heimsóknarhug

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á faraldsfæti í gær, en hún heimsótti bæði umboðsmann barna og Seðlabankann. Umboðsmaður barna, Salvör Nordal, gerði Katrínu grein fyrir stefnumótun og áherslum embættisins fyrir tímabilið 2018 til 2022. Fram kom að embættið telur brýnt að efla stefnumótun á mörgum sviðum sem tengjast börnum. Grunnur að því sé greining á stöðu […]

Þórir Guðmundsson ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis

Þórir Guðmundsson hefur verið ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og vísir.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vodafone. Þórir er með meistaragráðu í alþjóðlegum samskiptum frá Boston University og B.A. gráðu í Blaða- og fréttamennsku frá University of Kansas. Þórir starfaði sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, fyrst á árunum 1986 til 1999 og svo […]

Dauðans alvara – eftir Jón Pál Hreinsson og Pétur G. Markan

Þegar þessi orð eru skrifuð hefur einangrun Djúpsins verið viðvarandi frá laugardagskvöldi 13. janúar. Hvað þýðir það í nútímasamfélagi? Frá 13. janúar hafa allir vegir verið lokaðir til svæðisins, vegna ófærðar og snjóflóða, og flugsamgöngur verið stopular til landshlutans, vegna óhagstæðra vinda. Tvær megin orsakir eru til grundvallar þessari eingangrun; erfitt flugvallarstæði á Ísafirði og […]

ESB ræðst gegn plastmengun: Meira af plasti en fiski í sjónum árið 2050 með sama áframhaldi

Samkvæmt nýrri áætlun Evrópusambandsins verða allar plastumbúðir gerðar úr endurvinnanlegu efni fyrir árið 2030, dregið verður verulega úr notkun einnota plasts og skorður settar við notkun örplasts. Áætlun Evrópusambandsins til að bregðast við plastmengun er ætlað að vernda náttúruna, verja íbúana og styrkja fyrirtækin. Áætlunin er sú fyrsta sinnar tegundar og á að stuðla að […]

Stefnt að opnun neyslurýma fyrir vímuefnaneytendur

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett af stað vinnu í velferðarráðuneytinu til að undirbúa opnun neyslurýma fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. Neyslurými sem þessi eru þekkt úrræði erlendis og byggjast á hugmyndafræði skaðaminnkunar. Alþingi samþykkti í maí árið 2014 ályktun um að stefna í vímuefnamálum skyldi endurskoðuð „á grundvelli lausnamiðaðra og mannúðlegra úrræða, á forsendum heilbrigðiskerfisins og […]

Arnar Þór Sævarsson verður aðstoðarmaður félags- og jafnréttismálaráðherra

Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ráðið Arnar Þór Sævarsson, fráfarandi sveitarstjóra á Blönduósi aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Arnar Þór útskrifaðist úr lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1999 og tók ári síðar réttindi til að gegna lögmennsku. Hann hefur gegnt stöðu sveitarstjóra á Blönduósi frá árinu 2007. Áður var hann aðstoðarmaður Jóns Sigurðssonar, þáverandi […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is