Fimmtudagur 11.01.2018 - 14:45 - Ummæli ()

Helmingur landsmanna vill að stjórnvöld geri meira í baráttunni gegn loftslagsbreytingum

Ólafur Elínarson, sviðsstjóri markaðsrannsókna Gallup

Ríflega helmingur landsmanna, eða 54%, telja Ísland gera of lítið til að aðlagast loftslagsbreytingum. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Gallup á viðhorfi Íslendinga til umhverfis- og loftslagsmála sem Ólafur Elínarson sviðsstjóri markaðsrannsókna Gallup kynnti á ráðstefnu í Hörpu í dag. Ennfremur kemur fram í rannsókninni að landsmenn telja íslenska stjórnmálamenn gera of lítið til að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda og tæplega helmingur aðspurðra telur sig hafa séð eða upplifað afleiðingar loftslagsbreytinga í sveitarfélagi sínu.

 

Meðal ungs fólks á aldrinum 18-34 ára telja 27 prósent að loftslagsbreytingar og umhverfismál vera eina af helstu áskorunum sem Ísland stendur frammi fyrir í dag. Landsmenn gera ýmislegt til að draga sjálfir úr losun en 82% svarenda hefur flokkað sorp, 70% hafa minnkað plastnotkun og 44% hafa keypt umhverfisvænar vörur. Hlutfallslega fleiri konur en karlar hafa gert eitthvað af þessu þrennu.

 

Á ráðstefnunni í Hörpu í dag ávarpaði Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra ráðstefnugesti. Fulltrúar stofnana og fyrirtækja héldu einnig erindi um helstu áform þeirra í umhverfis- og loftslagsmálum. Meðal framsögumanna voru Bjarni Már Júlíusson framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, Hrönn Hrafnsdóttir frá Reykjavíkurborg, Björn Hafsteinn Halldórsson framkvæmdastjóri Sorpu, Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS, Jóna Bjarnadóttir forstöðumaður hjá Landsvirkjun, Vigdís Sif Hrafnkelsdóttir hjá Landsbankanum, Guðný Rósa Þorvarðardóttir framkvæmdastjóri hjá N1, Guðni A. Jóhannesson framkvæmdastjóri Orkustofnunar og Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar. Heiður Hrund Jónsdóttir hjá Gallup stýrði fundinum.

Umhverfis- og auðlindaráðherra kom í ávarpi sínu inn á helstu áform ríkistjórnarinnar í umhverfismálum en markmiðið er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þannig að Ísland verði kolefnishlutlaust árið 2040. Hann sagðist skynja viðhorfsbreytingu landsmanna til umhverfismála sem væri mjög jákvætt. Ennfremur lagði hann áherslu á mikilvægi samtals landsmanna og stjórnmálamanna um þessi mál.

 

Ólafur Elínarson sviðsstjóri Gallup sagði jafnframt í erindi sínu að þetta væri í fyrsta sinn sem Gallup mælir ítarlega viðhorf landsmanna til umhverfismála. „Við sjáum að almennt lítur fólk ekki á Ísland sem brautryðjanda á alþjóðavettvangi á sviði loftslagsmála. Ennfremur er áhugavert að sjá viðhorf neytenda til fyrirtækja en umhverfisstefna fyrirtækja skiptir landsmenn miklu máli bæði varðandi val á nýjum vinnuveitenda og viðleitni til að skapa umhverfisvænan vinnustað sem leggur áherslu á orkusparnað,“ sagði hann.

 

Sjávarútvegurinn hefur dregið úr losun um 44%
Fram kom í máli Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS að það væri fjárhagslega hagkvæmt að draga úr losun.

„Sjávarútvegurinn hefur gert sér grein fyrir því og hefur dregið markvisst úr losun með fjárfestingu í betri skipum og nýrri tækni. Það er athyglisvert að sjá að samkvæmt könnuninni, virðast margir telja að lítill árangur hafi náðst á vettvangi sjávarútvegsins í að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda. Góð saga sjávarútvegs í þessum efnum er því augljóslega ekki á almennu vitorði. Íslenskur sjávarútvegur hefur, fyrir sitt leyti og ein atvinnugreina hér á landi, náð markmiðum Parísarsamkomulagsins. Sjávarútvegur hefur þannig dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda um rúmlega 40% frá árinu 1990 og hyggst gera enn betur á komandi árum! Það er auðsýnilega verk að vinna að koma þessum góðu fréttum betur á framfæri,“

 

sagði hún.

 

Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar sagði í sínu erindi að það væri verkefni íslenskra stjórnvalda að standa við þau loforð sem endurspeglast í alþjóðasamningum líkt og Kyoto bókuninni og Parísarsamkomulaginu.

 

„Það er ljóst að við þurfum að taka okkur á í umhverfismálum þar sem að losun Íslands er að aukast og því miður þurfum við að kaupa skuldbindingar til að geta staðið við loforðin.“

 

Meirihluti Íslendinga getur hugsað sér að kaupa rafbíl
Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri ON, talaði um að það væri ánægjulegt að sjá í niðurstöðum könnunarinnar að helmingur Íslendinga geti hugsað sér að kaupa rafbíl.

 

„Það er hvoru tveggja hagkvæmt og umhverfisvænt. Í þessu samhengi má líka hafa í huga að helmingur þeirra Norðmanna sem keyptu sér bíl í fyrra keypti rafbíl. Helmingur þeirra hefur sem sagt þegar gert það sem helmingur okkar er að hugsa.“

Jóna Bjarnadóttir greindi frá því í sínu erindi að á heimsvísu væri aukin vinnsla endurnýjanlegrar orku eitt af stóru framlögunum til loftslagsmála.

 

„Við höfum langa reynslu af vatnsafli og jarðvarma og erum að byrja að feta okkur áfram með vindorkuna. Síðan verður framtíðin að leiða í ljós hvort við förum að nýta aðra orkugjafa. En niðurstöður könnunarinnar benda til þess að áhugi landsmanna sé til staðar.“

Björn Hafsteinn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, greindi frá því að endurnýting á heimilisúrgangi verði yfir 95% með opnun gas- og jarðgerðarstöðvar félagsins sem verður tekin í notkun árið 2019. Hann sagði að afurðir sem verða unnar úr stöðinni verða aðallega tvær, metan og jarðvegsbætir. Metanvinnsla eykst til muna og mun heildarframleiðslan frá stöðinni og urðunarstaðnum duga til að knýja um 7-8.000 metanbíla.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Aukin velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi

Velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi, fyrir utan lyfjaframleiðslu og landbúnað, var 737 milljarðar króna í nóvember og desember 2017 sem er 9,2% hækkun miðað við sama tímabil árið 2016. Virðisaukaskattskyld velta í þessum greinum var 4.145 milljarðar árið 2017 eða 4,2% hærri en 2016. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.           […]

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar í Reykjavík

Opinn félagsfundur Viðreisnar í Reykjavík samþykkti nú fyrir stundu tillögu uppstillingarnefndar að framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Þetta kemur fram í tilkynningu. Um er að ræða fullskipaðan 46 einstaklinga framboðslista þar sem rík áhersla er lögð á fjölbreyttan bakgrunn frambjóðenda auk dreifingar í aldri, kyni og búsetu.   „Líkt og í öðrum verkum flokksins verða […]

Ágúst Ólafur: Fjármálastefna ríkisstjórnarinnar fær falleinkun flestra hagsmunaaðila

„Fjármálastefna ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur fær algjöra falleinkunn frá nánast öllum hagsmunaaðilum sem fjallað hafa um stefnuna. Fjármálastefnan er sögð vera ógn við stöðugleikann, óraunsæ, ábyrgðarlaus, óvarfærin, ómarkviss, óljós, ósjálfbær, óskýr, ógagnsæ, aðhaldslítil, varasöm og ótrúverðug.“ Svona hefst álit Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns og fulltrúa Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd á fjármálastefnu 2018-2022 sem verður rædd á Alþingi í […]

Ríkisendurskoðun: Rekstur Heilbrigðisstofnunar Austurlands enn í járnum

Ríkisendurskoðun ítrekar ekki ábendingar sínar til velferðarráðuneytis og Heilbrigðisstofnunar Austurlands frá árunum 2009, 2012 og 2015 sem sneru að eftirliti með fjárreiðum og rekstri stofnunarinnar. Uppsafnaður halli stofnunarinnar var jafnaður út með lokafjárlögum 2015 og stjórnendur hennar hafa sýnt aukið aðhald í rekstri. Síðustu ár hefur rekstur stofnunarinnar verið í járnum en að jafnaði í […]

Björn Leví: „Ég vil lesa pistil sem Bragi Páll skrifar um aðalfund Pírata“

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, kemur með áhugaverða nálgun á stóra pistlamálið, það er pistil Braga Páls Sigurðarsonar um landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem hefur dregið dilk á eftir sér. Páll Magnússon gagnrýndi skrif Braga harðlega í gær og kallaði Braga endaþarm íslenskrar blaðamennsku. Í morgun skrifaði Páll síðan aftur um málið, hvar hann skoraði á Stundina […]

Atvinnulífið í góðum málum segja stjórnendur 400 stærstu fyrirtækjanna

Niðurstöður nýrrar könnunar Gallup meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins sýna að stjórnendur í heild telja aðstæður nú vera góðar í atvinnulífinu en þó telja margir að þær fari versnandi á næstu sex mánuðum. þetta kemur fram á vef Samtaka atvinnulífsins. Stjórnendur búast við 3,0% verðbólgu á næstu 12 mánuðum, rúmlega 2% hækkun á verði […]

Björn vill afnema RÚV: „Almannaútvarp í bullandi vörn“ – „Kaldur veruleiki hér eins og annars staðar“

Björn Bjarnason, fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins, hefur margoft haft uppi gagnrýni á RÚV, sem aðallega beinist að fréttaflutningi stofnunarinnar, sem Björn og margir aðrir Sjálfstæðismenn, virðist telja ómaklegan. Í dag skrifar Björn pistil um tillögu landsfundar Sjálfstæðisflokksins um helgina, hvar samþykkt var ályktun um að leggja ætti ríkisútvarpið niður í núverandi mynd og endurskoða þyrfti hlutverk […]

Framboðslisti Vinstri grænna í Hafnarfirði tilbúinn

Þriðji listi VG fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí,  Hafnarfjarðarlistinn, var samþykktur í gærkvöldi. En áður hafa komið fram listar á Akureyri og í Kópavogi. Reykjavíkurlistinn verður opinberaður síðar í vikunni. Núverandi bæjarfulltrúi VG í Hafnarfirði, Elfa Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir er oddviti Hafnarfjarðarlistans, sem sjá má hér í heild sinni: Listi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs í Hafnarfirði […]

Styrmir vildi uppgjör við hrunið á landsfundi: „Meðvituð ákvörðun forystusveitar nýrrar kynslóðar í flokknum“

Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, hefur verið einn ötulasti talsmaður þess að Sjálfstæðisflokkurinn geri upp hrunið, með því að líta í eigin barm. Þetta er eitt helsta umfjöllunarefnið í bók hans „Uppreisnarmenn frjálshyggjunnar-Byltingin sem aldrei varð“ er kom út á síðasta ári. Í færslu á heimasíðu sinni í dag, sem ber yfirskriftina „Það sem ekki […]

Líkur á lækkun kosningaaldurs í 16 ár aukast

Líkurnar á að frumvarp um lækkun kosningaaldurs í 16 ár jukust nokkuð eftir að málið var afgreitt úr stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til annarrar umræðu. Álitið var samþykkt af meirihluta nefndarinnar, tveimur þingmönnum stjórnarflokkanna og þremur úr stjórnarandstöðu. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, sem ásamt Rósu Björk Brynjólfsdóttur studdi vantrauststillögu minnihlutans […]

Sjónvarpsstjóri segir upp fyrir oddvitasæti Samfylkingar

Hilda Jana Gísladóttir, sjónvarpsstjóri N4 á Akureyri, hefur sagt upp stöðu sinni til að leiða lista Samfylkingarinnar í næstkomandi sveitastjórnarkosningum. Þetta kemur fram á Facebooksíðu hennar.   „Ég hef tekið þá ákvörðun að bjóða fram krafta mína fyrir hönd Samfylkingarinnar í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég hef ávallt haft mikinn áhuga á samfélaginu mínu og þar af […]

Kristrún Heiða upplýsingafulltrúi í mennta- og menningarmálaráðuneytinu

Kristrún Heiða Hauksdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi mennta- og menningarmálaráðuneytis. Kristrún Heiða er með BA-próf í almennri bókmenntafræði og MA-próf í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands. Hún starfaði áður sem kynningar- og verkefnastjóri hjá Forlaginu og þar áður hjá Þjóðleikhúsinu.   Kristrún Heiða hefur þegar hafið störf.

Elísabet Brynjarsdóttir nýr formaður Stúdentaráðs

Elísabet Brynjarsdóttir var í kvöld kjörin nýr formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) með öllum greiddum atkvæðum. Kosningin fór fram á skiptafundi ráðsins. Elísabet útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands í júní síðastliðnum og hefur starfað sem teymisstjóri hjá heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins síðastliðið ár. Elísabet er formaður Hugrúnar – geðfræðslufélags háskólanema, sem stofnað var árið 2016 […]

Bergþór gefur kost á sér í 2. sætið hjá Pírötum í Reykjavík

Bergþór H. Þórðarson mun gefa kost á sér í 2. sætið á lista Pírata fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Bergþór tekur fram að hann sé öryrki og útskýrir að hann nefni það sérstaklega, þar sem fólk hlusti á jafningja. Hann mun leggja áherslu á velferðarkerfið og félagsþjónustuna, hljóti hann brautargengi. Bergþór hefur gefið út myndband sem sjá […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is