Fimmtudagur 11.01.2018 - 10:18 - Ummæli ()

Stærsta EURAM viðskiptaráðstefna frá upphafi haldin á Íslandi

Háskóli Íslands

Þann 10. janúar kl.12:00 rann út tímafrestur til þess að senda inn fræðigrein fyrir EURAM (European Academy of Management) ráðstefnu sem haldin verður 20 – 23. júní í Háskóla Íslands. Fleiri en 2.000 greinar byggðar á rannsóknum í viðskiptafræði frá öllum heimshornum voru sendar inn.

Þetta er í 18 skiptið sem ráðstefnan er haldin og hefur ráðstefnan aldrei fengið fleiri innsendar
fræðigreinar. Í fyrra var ráðstefnan í Glasgow og árið 2016 í París en sú ráðstefna fékk 1.470
innsendar greinar sem var metþátttaka.

Ráðstefnan sem haldin verður á Íslandi slær þó öll met með yfir 2000 fræðigreinum. Það er 36% aukning af innsendum fræðigreinum frá því í París og næstum tvöfalt fleiri greinar in í Glasgow. European Academy of Management (EURAM) er samfélag fræðimanna frá 49 löndum og hátt í hundrað háskóla, sem stofnað var árið 2001. Hin árlega ráðstefna EURAM er ein af aðalviðburðum EURAM á ári hverju og er jafnan ein stærsta og virtasta ráðstefna Evrópu á sviði viðskiptafræði.

Þema ráðstefnunnar að þessu sinni er: Research in Action – Accelerating Knowledge Creation in
Management. Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands samdi sérstaklega við EURAM um að eiga þemað
sem gefur háskólanum tækifæri til að halda árlega ráðstefnu með sama þema og með stuðningi
EURAM.

„Þetta er frábær árangur, afrakstur góðrar alþjóðlegrar markaðssetningar. Þetta stefnir í að verða
langstærsta EURAM ráðstefna frá upphafi“

segir dr. Eyþór Ívar Jónsson, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti við Háskóla Íslands, sem er ráðstefnustjóri.

„Ástæðan fyrir því að við lögðum í þá miklu vinnu að fá þessa virtu ráðstefnu til Íslands var að auka alþjóðlega samvinnu og rannsóknir við Háskóla Íslands. Jafnframt viljum við nýta ráðstefnuna til þess að byggja upp aukna samvinnu á milli akademíunnar og viðskiptalífsins. Það er algert grundvallaratriði í
uppbyggingu á þekkingarsamfélagi og verðmætasköpun á Íslandi að háskólinn og viðskiptalífið taki
höndum saman. Þess vegna höfum við kallað eftir því að viðskiptalífið sýni viljan í verki og taki þátt í
þessu verkefni með okkur. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að sjá ávinninginn af því að fá tvö
þúsund viðurkennda fræðimenn, allt frá Standford University til University of Melbourne, til þess að skrifa fræðigreinar tengdar þema sem snýst um að tengja betur þekkingarsköpun í atvinnulífinu og
akademíunni.. Þetta er fólkið sem mótar þær aðferðir og skilning sem stjórnendur og
þekkingarstarfsmenn næstu ára og áratuga munu vinna eftir,“

segir Eyþór. Að hans sögn er her fræðimanna sem les greinarnar yfir:

„Fjöldi innsendra fræðigreina segir ekki alla söguna um stærð ráðstefnunnar þar sem nú fer í ferli þar
sem farið er yfir allar greinarnar og athugað hvort þær standist formkröfur ráðstefnunnar. Eftir það er
hver einasta grein ritrýnd af 2 – 3 fræðimönnum sem meta hvort að greinarnar eigi erindi á
ráðstefnuna. Þetta þýðir að við höfum her af fræðimönnum út um allan heim sem mun hjálpa okkur
að lesa allar greinarnar og meta, þannig að við getum valið þær greinar sem munu verða kynntar á
ráðstefnunni. Í febrúar höfum við drög af dagskrá ráðstefnunnar sem miðast ekki einungis við
fræðimenn heldur líka þekkingarstarfsmenn framtíðarinnar. Við munum þess vegna leggja áherslu á
að stjórnendur og lykilstarfsmenn nýti sér þetta einstaka tækifæri til þess að læra um það nýjasta
sem er að gerast í viðskiptafræði.“

segir Eyþór að lokum.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Bjarni, Þórdís og Áslaug kosin til forystu Sjálfstæðisflokksins

Bjarni Benediktsson var í dag endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins með 96,2% atkvæða á landsfundi flokksins sem fram fer í Laugardalshöll. Alls greiddu 762 atkvæði í formannskjörinu og hlaut Bjarni 710 af þeim. Aðrir hlutu 28 atkvæði og auðir og ógildir seðlar voru 24. Þá var Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins með […]

Hreinn hagnaður jókst um 12%

Kristinn H. Gunnarsson ritar: Enn er í fersku minni leiftursókn útgerðargreifanna að almannahag í byrjun ársins. Talsmenn LÍÚ ráku upp mikið ramakvein yfir því að veiðigjaldið jókst í samræmi við aukinn hagnað 2015. Var því mjög haldið fram að greiðslur til ríkisins í formi veiðigjalds og tekjuskatts af hagnaði væru svo yfirgengilegar orðnar að þær […]

Stjórn VR vill sömu hækkun og forstjórinn fyrir starfsmenn á plani N1

Stjórn VR hefur samþykkt að leggja fram tillögu á aðalfundi N1 um að öllum starfsmönnum N1 skuli tryggð sama kjarahækkun og forstjóri félagsins fékk en laun hans voru 5,8 m.kr. á mánuði á síðasta ári og hækkuðu þau um 20,6% á milli ára eða um rúma milljón krónur á mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu […]

Forsætisráðherra heimsótti Hagstofu Íslands og embætti ríkislögmanns

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Hagstofu Íslands og embætti ríkislögmanns í gær, fimmtudaginn 15. mars. Í heimsókn Katrínar til Hagstofu Íslands kynnti hún sér fjölbreytta starfsemi stofnunarinnar og áhersluverkefni um þessar mundir. Það var Ólafur Hjálmarsson, Hagstofustjóri sem tók á móti ráðherra og fylgdarliði ásamt yfirstjórn Hagstofunnar og fékk ráðherra kynningu á öllum sviðum stofnunarinnar sem […]

Ljósmæður eru langþreyttar á skilningsleysi og tómlæti ríkisvaldsins

Hvorki gengur né rekur í kjaraviðræðum Ljósmæðrafélags Íslands (LMFÍ) við ríkið sem nú hafa staðið í rúmlega hálft ár. Frá upphafi hefur meginkrafa félagsins verið sú að menntun og ábyrgð ljósmæðra í starfi sé metin til launa og að laun ljósmæðra fylgi almennri launaþróun í landinu. Ljósmóðurstarfið krefst 6 ára háskólanáms en að loknu sérnámi […]

Staksteinar býsnast  yfir Borgarlínubásabjór: „Kosningaáróður“

Höfundur Staksteina hefur hingað til ekki verið hrifinn af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Í Staksteinum Morgunblaðsins í dag, er nefnast „Borgin, básinn og Borgarlínubjórinn,“ býsnast höfundur yfir básnum sem Reykjavíkurborg hélt úti á sýningunni Verk og Vit í Laugardalshöllinni um liðna helgi. Er hann sagður kosningaáróður: Reykjavíkurborg er stórskuldug og borgarbúar greiða hæsta leyfilega útsvar. […]

Bjarkey vildi varamenn fyrir villikettina: „Það voru kannski mistök af minni hálfu“

Andrúmsloftið innan VG er spennuþrungið þessa dagana. Frá því er greint í Fréttablaðinu í dag að þingflokksformaður Vinstri grænna, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hafi kallað inn varamann fyrir Rósu Björk Brynjólfsdóttur þar sem Rósa væri erlendis. Hinsvegar hafi Rósa afturkallað varamanninn og fundist Bjarkey taka fram fyrir hendurnar á sér. Bjarkey segir þetta mistök af sinni […]

Launþegum fjölgar í byggingariðnaði

Á 12 mánaða tímabili, frá febrúar 2017 til janúar 2018, voru að jafnaði 17.644 launagreiðendur á Íslandi og hafði launagreiðendum fjölgað um 648 (3,8%) frá síðustu 12 mánuðum þar á undan. Á sama tímabili greiddu launagreiðendur að meðaltali um 189.200 einstaklingum laun sem er aukning um 8.400 (4,7%) samanborið við 12 mánaða tímabil ári fyrr. […]

Framsýn krefst launahækkana

Framsýn, stéttarfélag hefur ritað stjórn Landsvirkjunar bréf með áherslu á hækkun launa til starfsmanna á gólfinu.  Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu um 45% á síðasta ári og hjá framkvæmdarstjórum og aðstoðarforstjóra um 24 prósent. „Það er von Framsýnar, stéttarfélags að sá velvilji stjórnar Landsvirkjunar til að hækka eigin laun og laun lykilstjórnenda fyrirtækisins verði til þess […]

Vilja auka öryggi barna og bæta ráðningarferli

Úttekt Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á verkferlum og reglum er varða tilkynningar og ábendingar sem berast til Barnaverndar Reykjavíkur var lögð fram á fundum borgarráðs og velferðarráðs í dag. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, Regína Ásvaldsdóttir, óskaði eftir úttektinni í framhaldi af máli stuðningsfulltrúa á skammtímaheimili við Hraunberg sem grunaður er um kynferðisbrot gegn börnum. Í niðurstöðum skýrslunnar […]

Ragnar hraunar yfir forystu Sjálfstæðisflokksins: „Sá fjársterkasti kjörinn formaður og fallegar ungar konur valdar honum til stuðnings“

Ragnar Önundarson, viðskiptafræðingur, sem komst í fréttir fyrir að gagnrýna útlit Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, ritara Sjálfstæðisflokksins, tekur engum silkihönskum um Sjálfstæðisflokkinn á Facebooksíðu sinni í morgun. Hann segir Bjarna Benediktsson kjörinn formann vegna fjárstyrks síns, en áður hafi það ráðið úrslitum hver væri öflugasti pólitíkusinn. Þá segir hann að ungar og fallegar konur séu valdar […]

Össur um landsfund Sjálfstæðisflokksins: „Nú er Bjarni Ben kjörinn formaður með þessari sósíaldemókratísku leið“

Frá því var greint í dag að formannskjör Sjálfstæðisflokksins á landsfundi um helgina verði framkvæmt með rafrænni kosningu, þar sem allir skráðir flokksmenn hafi kosningarétt. Þó verður hafður sá hátturinn á, að þeir sem mæta á landsfundinn, geta enn kosið með gamla laginu, það er skriflega. Össur Skarphéðinsson, fyrrum ráðherra Samfylkingarinnar, var fljótur að gera […]

Rafrettufrumvarp í mótsögn við sjálft sig – Krefst nikótínaðvarana á nikótínslausum rafrettum

Í rafrettufrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, er að  finna meinlega mótsögn. Á einum stað segir að lögin eigi að ná yfir rafrettur, hvort sem þær innihaldi nikótín eða ekki. Á öðrum stað segir að aðeins megi selja rafrettur sem merktar eru viðvörunum um áhrif vörunnar á heilsu fólks. Með öðrum orðum, nikótínslausar rafrettur verða merktar viðvörunarmiða um […]

Öryrkjabandalagið um krónu á móti krónu skerðingu: „Kerfisbundið ofbeldi“

„Ef skynsemi, réttlæti og vilji til að breyta til batnaðar, ráða gjörðum stjórnvalda, hlýtur „króna á móti krónu“ skerðingin að verða afnumin strax, þannig staðfestu stjórnvöld vilja til velferðar í verki. Vilji er allt sem þarf,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands í ítarlegri umsögn bandalagsins um frumvarp þar sem lagt er til að sérstök uppbót til framfærslu […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is