Fimmtudagur 11.01.2018 - 08:00 - Ummæli ()

Styrkveitingar menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar 2018

Jóní Jónsdóttir, Eirún Sigurðardóttir og Elsa Yeoman

Úthlutun styrkja menningar- og ferðamálaráðs og útnefning Listhóps Reykjavíkur 2018 fór fram í Iðnó í gær. Elsa Yeoman formaður ráðsins gerði grein fyrir úthlutuninni, útnefningu Listhóps Reykjavíkur og öðru framlagi borgarinnar til menningarmála.

Helstu nýmæli í styrkveitingum ársins eru þau að Reykjavíkurborg hefur leyst húsnæðisvanda Dansverkstæðisins með leigusamningi við Reiti til 15 ára um Hjarðarhaga 45 – 47. Með Dansverkstæðisinu er verið að skapa aðstöðu fyrir danslistina og nauðsynlegt vinnurými á viðráðanlegum kjörum. Gerður hefur verið samstarfssamningur við Dansverkstæðið til 3ja ára um 17 m.kr. árlega (þar af 15 m.kr. aukaframlag frá borgarráði) vegna aukins húsaleigukostnaðar og rekstrarumfangs.

Þá hafa verið gerðir nýir samstarfssamningar til þriggja ára við Nýlistasafnið um 17,3 m.kr. á ári og Kling og Bang um 8,5 m.kr. árlega. Þau fluttu inn í Marshallhúsið í mars síðastliðinn í góðu samstarfi við i8 og Ólaf Elíasson þar sem nú blómstrar metnaðarfull sýningastarfsemi og aukið faglegt samtal og miðlun á samtímamyndlist.

Þessi nýmæli eru að mestu utan hins árlega styrkjapotts en faghópi skipuðum fulltrúum Bandalags íslenskra listamanna og Hönnunarmiðstöðvar Íslands var falið að fara yfir styrkumsóknir og leggja til styrki til menningar og lista upp á tæpar 66,5 m.kr. sem menningar- og ferðamálaráð samþykkti. Faghópurinn hafði 179 umsóknir til umfjöllunar sem námu samtals nam rúmum 282 m.kr..

Faghópurinn lagði til að umræddar tæplega 66,5 m.kr. til færu til 103 verkefna. Þar af myndu 8 listhópar, hátíðir og samtök hljóta nýjan samning til þriggja ára fyrir samtals 15,4 m.kr., en fyrir eru 20 hópar með eldri samninga í gildi.

Gjörningaklúbburinn var útnefndur Listhópur Reykjavíkur 2018 og nýtur styrks að upphæð 2 m.kr.  Gjörningaklúbburinn / The Icelandic Love Corporation var stofnaður árið 1996 af myndlistarkonunum Sigrúnu Hrólfsdóttur, Jóní Jónsdóttur og Eirúnu Sigurðardóttur, en tvær síðastnefndu starfa nú í klúbbnum. Gjörningaklúbburinn hefur unnið með flesta miðla myndlistar en starfar á mörkum listgreina og hefur á síðustu árum tengst sviðslistinni enn sterkari böndum. Hugmyndir Gjörningaklúbbsins tengjast oft félagslegum málefnum með feminískum áherslum í bland við glettni og hressandi einlægni. Gjörningaklúbburinn vinnur í þá miðla sem þjóna hugmyndum hans hverju sinni. Gjörningaklúbburinn á að baki fjölda einka- og samsýninga í söfnum og galleríum um allan heim og hefur einnig sýnt gjörninga í óhefðbundnari rýmum og á sviðslistahátíðum.  Gjörningaklúbburinn hefur í tvo áratugi náð að  heilla borgarbúa með framandlegum uppákomum og sýningum.

Þeir sem hljóta nýjan samstarfssamning til þriggja ára frá árinu 2018 auk Dansverkstæðisins, Nýló og Kling og Bang eru Jazzhátíð Reykjavíkur með 3 m.kr. , Blúshátíð í Reykjavík með 2 m.kr. ; Myrkir músikdagar, Stórsveit Reykjavíkur, Tónlistarhópurinn Caput og Kammersveit Reykjavíkur með 1,8 m.kr. á ári og Kammerhópurinn Nordic Affect með 1 m.kr. árlega.

Hæsta árlega styrkinn hlaut svo Myndhöggvarafélagið í Reykjavík þar sem 1,4 m.kr. fara í sýningarröðina Hjólið og 1 m.kr til rekstrar félagsins. Ice Hot Reykjavík fær 2 m.kr. , Pera óperukollektíf 1,4 m.kr. og Mýrin félag um barnabókmenntahátíð 1,2 m.kr. Aðrir styrki nema hæst 1 m.kr. en lægst 200 þús. krónum.

Hæstu framlög til menningarlífsins í borginni fyrir utan rekstur menningarstofnana hennar fara til Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsi, Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Jafnframt njóta Listahátíð í Reykjavík, Sviðslistamiðstöð í Tjarnarbíói, Sjónlistamiðstöð á Korpúlfsstöðum, Bíó Paradís, og Hönnunarmiðstöð og fleiri sjálfstæðir aðilar húsnæðis- og/eða rekstrarstyrkja.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Fjögur nýsköpunarfyrirtæki hljóta viðurkenningar fyrir samstarf

Í dag afhenti Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra viðurkenningar til fjögurra fyrirtækja innan Íslenska sjávarklasans sem skarað hafa framúr við að efla samstarf við önnur fyrirtæki. Fyrirtækin sem hlutu viðurkenningu eru Navis, Evris, Iceland Sustainable Fisheries og Knarr Maritime. Navis hlýtur viðurkenningu fyrir að efla samstarf tæknifyrirtækja um hönnun á umhverfisvænum skipum. Evris hlýtur viðurkenningu fyrir […]

Grein Hannesar á skjön við skýrslu Rannsóknarnefndar – „Því var bjargað sem bjargað varð“

Í tilefni 70 ára afmælis Davíðs Oddssonar ritar Hannes Hólmsteinn Gissurason eina og hálfa opnu um aðkomu Davíðs að bankahruninu í Morgunblaðinu í dag. Í Stundinni kemur fram að Hannes sé ósammála niðurstöðum rannsóknarnefndar Alþingis og lýsi Davíð sem bjargvætti Íslands í hruninu, en það sé söguskýring sem Hannes kenni í skyldunámskeiði í Háskóla Íslands. […]

Samkeppniseftirlitið hafnar kröfu Símans – Skilyrði samnings verða óbreytt

Samkeppniseftirlitið hefur hafnað kröfu Símans um að breyta skilyrðum samnings milli Fjarskipta hf. (Vodafone) og 365 miðla hf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. Þann 9. október sl. heimilaði Samkeppniseftirlitið kaup Fjarskipta hf. (Vodafone) á tilteknum eignum og rekstri 365 miðla hf. Samruninn er háður skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar gerðu sátt um.   […]

Forsætisráðherra fundaði með formanni landsstjórnar Grænlands

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, átti fund með Kim Kielsen, formanni landsstjórnar Grænlands í dag. Á fundinum var rætt um góð samskipti Íslands og Grænlands, stöðu efnahagsmála og stjórnmála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Mikilvægi Vestnorræna ráðsins kom til umræðu og aukin samvinna Íslands og Grænlands, meðal annars á sviði ferðamála.Vaxandi straumur ferðamanna er fyrirliggjandi […]

Skúli Helgason stefnir á 3. sætið hjá Samfylkingunni

Borgarfulltrúinn Skúli Helgason gefur kost á sér í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar sem fram fer 10. febrúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu. Skúli hefur verið borgarfulltrúi í eitt kjörtímabil, í meirihlutasamstarfi undir forystu Samfylkingarinnar og stýrir einum viðamesta málaflokknum í borgarmálunum, skóla- og frístundamálum.   Skúli er menntaður stjórnmálafræðingur frá […]

Gjörbreyting á Kringlusvæðinu – Fyrirhuguð uppbygging gerir ráð fyrir Borgarlínu

Í dag skrifuðu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðjón Auðunsson forstjóri Reita undir viljayfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Reita um uppbyggingu á Kringlureitnum og verður það umfangsmesta uppbygging á svæðinu frá því verslunarmiðstöðin Kringlan var opnuð árið 1987. Reitir og Reykjavíkurborg munu vinna saman að nýju rammaskipulagi fyrir svæðið og breyta gildandi skipulagsáætlunum. Miðað er við að […]

Björn Valur: „Árni Páll til liðs við stjórnina?“

Björn Valur Gíslason, fyrrum varaformaður Vinstri grænna, veltir því fyrir sér á heimasíðu sinni hvort að Árni Páll Árnason, fyrrum formaður Samfylkingarinnar, sé ekki vel til þess fallinn að liðsinna ríkisstjórninni þegar kemur að málefnum ESB og Brexit.   Björn Valur dáðist að framgöngu Árna Páls í Silfrinu um helgina, hvar hann ræddi Brexit af […]

Reykjavíkurborg fær falleinkunn í þjónustukönnun Gallup

Reykjavíkurborg fær lægstu einkunn í nýrri þjónustukönnun Gallup, þegar þjónusta borgarinnar við leik- og grunnskóla, eldri borgara og fatlaða er borin saman við önnur sveitafélög. Þetta kemur fram á Kjarnanum.   Mælist Reykjavíkurborg einnig neðst í heildaránægju íbúa af sveitafélagi sínu. Hún mælist þó ekki neðst í öllum flokkum, þó litlu muni. Garðabær mælist efstur […]

Davíð Oddsson sjötugur í dag – „Ég er ekk­ert að hugsa um að hætta“

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, er sjötugur í dag. Af því tilefni fór hann í viðtal á útvarpsstöð Árvakurs, K100, í morgun. Þar kvaðst hann ekki ætla að setjast í helgan stein, líkt og tveir forverar hans, þeir Styrmir Gunnarsson og Matthías Johannessen gerðu þegar þeir urðu sjötugir. Davíð var hress og kátur […]

Kjartan vill endurskoða samning ríkis og borgar um samgöngumál

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, flutti tillögu þess efnis á borgarstjórnarfundi í gær, að endurskoða þyrfti samning ríkis og borgar um samgöngumál frá árinu 2013, með því augnarmiði að hægt verði að fara í stórframkvæmdir í samgöngumálum í borginni. Samningurinn kveður á um svokallað „framkvæmdarstopp í samgöngumálum Reykjavíkurborgar“ að sögn Kjartans og að ríkið veiti borginni […]

Konur brjóta blað í Atvinnuveganefnd Alþingis

Atvinnuveganefnd hefur störf á morgun að loknu jólaleyfi. Nú ber svo við að eingöngu konur stýra starfi nefndarinnar. Lilja Rafney Magnúsdóttir VG, er formaður, Inga Sæland Flokki fólksins er 1. varaformaður og Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokki er 2. varaformaður.   Mun það ekki hafa áður gerst að eingöngu konur veittu þessari nefnd eða fyrirrennurum hennar […]

Kjartan vill vera áfram bæjarstjóri í Reykjanesbæ: „Ég er alveg til í það“

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segist áfram vilja starfa sem slíkur, en hann var ráðinn af núverandi meirihluta eftir sveitastjórnarkosningarnar árið 2014, en meirihluta skipa Bein leið, Frjálst afl og Samfylking. Kjartan er fyrrum bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins en var ráðinn á faglegum forsendum, ekki pólitískum. Þetta kemur fram í Víkurfréttum.       Aðspurður hvort […]

Helgi Seljan sakar formann Varðar um seinheppni – Formaðurinn býður Helga í Valhöll til að læra um húmor

Í dag byrjaði utan-kjörfundaratkvæða-greiðsla í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, en leiðtogakjörið sjálft er þann 27. janúar. Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, sér um framkvæmdina, en formaður hennar, Gísli Kr. Björnsson, greiddi atkvæði sitt í morgun.   Gísli birti mynd af sér við athöfnina, líkt og tíðkast. Birti hann myndina á Facebooksíðu sinni. Netverjum brá sumum […]

Stofna á ungmennaráð Heimsmarkmiða sameinuðu þjóðanna

Greint var frá fyrirhugaðri stofnun ungmennaráðs Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna á ríkisstjórnarfundi í morgun. Forsætisráðuneytið mun óska eftir umsóknum í ungmennaráð Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna 31. janúar nk. og mun sérfræðingur í þátttöku barna og ungmenna hjá UNICEF á Íslandi halda utan um skipulag og vinnu ráðsins. Eitt af meginstefum Heimsmarkmiðanna er samvinna milli ólíkra hagsmunaaðila, þ.á […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is