Fimmtudagur 11.01.2018 - 08:00 - Ummæli ()

Styrkveitingar menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar 2018

Jóní Jónsdóttir, Eirún Sigurðardóttir og Elsa Yeoman

Úthlutun styrkja menningar- og ferðamálaráðs og útnefning Listhóps Reykjavíkur 2018 fór fram í Iðnó í gær. Elsa Yeoman formaður ráðsins gerði grein fyrir úthlutuninni, útnefningu Listhóps Reykjavíkur og öðru framlagi borgarinnar til menningarmála.

Helstu nýmæli í styrkveitingum ársins eru þau að Reykjavíkurborg hefur leyst húsnæðisvanda Dansverkstæðisins með leigusamningi við Reiti til 15 ára um Hjarðarhaga 45 – 47. Með Dansverkstæðisinu er verið að skapa aðstöðu fyrir danslistina og nauðsynlegt vinnurými á viðráðanlegum kjörum. Gerður hefur verið samstarfssamningur við Dansverkstæðið til 3ja ára um 17 m.kr. árlega (þar af 15 m.kr. aukaframlag frá borgarráði) vegna aukins húsaleigukostnaðar og rekstrarumfangs.

Þá hafa verið gerðir nýir samstarfssamningar til þriggja ára við Nýlistasafnið um 17,3 m.kr. á ári og Kling og Bang um 8,5 m.kr. árlega. Þau fluttu inn í Marshallhúsið í mars síðastliðinn í góðu samstarfi við i8 og Ólaf Elíasson þar sem nú blómstrar metnaðarfull sýningastarfsemi og aukið faglegt samtal og miðlun á samtímamyndlist.

Þessi nýmæli eru að mestu utan hins árlega styrkjapotts en faghópi skipuðum fulltrúum Bandalags íslenskra listamanna og Hönnunarmiðstöðvar Íslands var falið að fara yfir styrkumsóknir og leggja til styrki til menningar og lista upp á tæpar 66,5 m.kr. sem menningar- og ferðamálaráð samþykkti. Faghópurinn hafði 179 umsóknir til umfjöllunar sem námu samtals nam rúmum 282 m.kr..

Faghópurinn lagði til að umræddar tæplega 66,5 m.kr. til færu til 103 verkefna. Þar af myndu 8 listhópar, hátíðir og samtök hljóta nýjan samning til þriggja ára fyrir samtals 15,4 m.kr., en fyrir eru 20 hópar með eldri samninga í gildi.

Gjörningaklúbburinn var útnefndur Listhópur Reykjavíkur 2018 og nýtur styrks að upphæð 2 m.kr.  Gjörningaklúbburinn / The Icelandic Love Corporation var stofnaður árið 1996 af myndlistarkonunum Sigrúnu Hrólfsdóttur, Jóní Jónsdóttur og Eirúnu Sigurðardóttur, en tvær síðastnefndu starfa nú í klúbbnum. Gjörningaklúbburinn hefur unnið með flesta miðla myndlistar en starfar á mörkum listgreina og hefur á síðustu árum tengst sviðslistinni enn sterkari böndum. Hugmyndir Gjörningaklúbbsins tengjast oft félagslegum málefnum með feminískum áherslum í bland við glettni og hressandi einlægni. Gjörningaklúbburinn vinnur í þá miðla sem þjóna hugmyndum hans hverju sinni. Gjörningaklúbburinn á að baki fjölda einka- og samsýninga í söfnum og galleríum um allan heim og hefur einnig sýnt gjörninga í óhefðbundnari rýmum og á sviðslistahátíðum.  Gjörningaklúbburinn hefur í tvo áratugi náð að  heilla borgarbúa með framandlegum uppákomum og sýningum.

Þeir sem hljóta nýjan samstarfssamning til þriggja ára frá árinu 2018 auk Dansverkstæðisins, Nýló og Kling og Bang eru Jazzhátíð Reykjavíkur með 3 m.kr. , Blúshátíð í Reykjavík með 2 m.kr. ; Myrkir músikdagar, Stórsveit Reykjavíkur, Tónlistarhópurinn Caput og Kammersveit Reykjavíkur með 1,8 m.kr. á ári og Kammerhópurinn Nordic Affect með 1 m.kr. árlega.

Hæsta árlega styrkinn hlaut svo Myndhöggvarafélagið í Reykjavík þar sem 1,4 m.kr. fara í sýningarröðina Hjólið og 1 m.kr til rekstrar félagsins. Ice Hot Reykjavík fær 2 m.kr. , Pera óperukollektíf 1,4 m.kr. og Mýrin félag um barnabókmenntahátíð 1,2 m.kr. Aðrir styrki nema hæst 1 m.kr. en lægst 200 þús. krónum.

Hæstu framlög til menningarlífsins í borginni fyrir utan rekstur menningarstofnana hennar fara til Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsi, Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Jafnframt njóta Listahátíð í Reykjavík, Sviðslistamiðstöð í Tjarnarbíói, Sjónlistamiðstöð á Korpúlfsstöðum, Bíó Paradís, og Hönnunarmiðstöð og fleiri sjálfstæðir aðilar húsnæðis- og/eða rekstrarstyrkja.

«
»

Ummæli ()

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli. Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Bjarni, Þórdís og Áslaug kosin til forystu Sjálfstæðisflokksins

Bjarni Benediktsson var í dag endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins með 96,2% atkvæða á landsfundi flokksins sem fram fer í Laugardalshöll. Alls greiddu 762 atkvæði í formannskjörinu og hlaut Bjarni 710 af þeim. Aðrir hlutu 28 atkvæði og auðir og ógildir seðlar voru 24. Þá var Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins með […]

Hreinn hagnaður jókst um 12%

Kristinn H. Gunnarsson ritar: Enn er í fersku minni leiftursókn útgerðargreifanna að almannahag í byrjun ársins. Talsmenn LÍÚ ráku upp mikið ramakvein yfir því að veiðigjaldið jókst í samræmi við aukinn hagnað 2015. Var því mjög haldið fram að greiðslur til ríkisins í formi veiðigjalds og tekjuskatts af hagnaði væru svo yfirgengilegar orðnar að þær […]

Stjórn VR vill sömu hækkun og forstjórinn fyrir starfsmenn á plani N1

Stjórn VR hefur samþykkt að leggja fram tillögu á aðalfundi N1 um að öllum starfsmönnum N1 skuli tryggð sama kjarahækkun og forstjóri félagsins fékk en laun hans voru 5,8 m.kr. á mánuði á síðasta ári og hækkuðu þau um 20,6% á milli ára eða um rúma milljón krónur á mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu […]

Forsætisráðherra heimsótti Hagstofu Íslands og embætti ríkislögmanns

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Hagstofu Íslands og embætti ríkislögmanns í gær, fimmtudaginn 15. mars. Í heimsókn Katrínar til Hagstofu Íslands kynnti hún sér fjölbreytta starfsemi stofnunarinnar og áhersluverkefni um þessar mundir. Það var Ólafur Hjálmarsson, Hagstofustjóri sem tók á móti ráðherra og fylgdarliði ásamt yfirstjórn Hagstofunnar og fékk ráðherra kynningu á öllum sviðum stofnunarinnar sem […]

Ljósmæður eru langþreyttar á skilningsleysi og tómlæti ríkisvaldsins

Hvorki gengur né rekur í kjaraviðræðum Ljósmæðrafélags Íslands (LMFÍ) við ríkið sem nú hafa staðið í rúmlega hálft ár. Frá upphafi hefur meginkrafa félagsins verið sú að menntun og ábyrgð ljósmæðra í starfi sé metin til launa og að laun ljósmæðra fylgi almennri launaþróun í landinu. Ljósmóðurstarfið krefst 6 ára háskólanáms en að loknu sérnámi […]

Staksteinar býsnast  yfir Borgarlínubásabjór: „Kosningaáróður“

Höfundur Staksteina hefur hingað til ekki verið hrifinn af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Í Staksteinum Morgunblaðsins í dag, er nefnast „Borgin, básinn og Borgarlínubjórinn,“ býsnast höfundur yfir básnum sem Reykjavíkurborg hélt úti á sýningunni Verk og Vit í Laugardalshöllinni um liðna helgi. Er hann sagður kosningaáróður: Reykjavíkurborg er stórskuldug og borgarbúar greiða hæsta leyfilega útsvar. […]

Bjarkey vildi varamenn fyrir villikettina: „Það voru kannski mistök af minni hálfu“

Andrúmsloftið innan VG er spennuþrungið þessa dagana. Frá því er greint í Fréttablaðinu í dag að þingflokksformaður Vinstri grænna, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hafi kallað inn varamann fyrir Rósu Björk Brynjólfsdóttur þar sem Rósa væri erlendis. Hinsvegar hafi Rósa afturkallað varamanninn og fundist Bjarkey taka fram fyrir hendurnar á sér. Bjarkey segir þetta mistök af sinni […]

Launþegum fjölgar í byggingariðnaði

Á 12 mánaða tímabili, frá febrúar 2017 til janúar 2018, voru að jafnaði 17.644 launagreiðendur á Íslandi og hafði launagreiðendum fjölgað um 648 (3,8%) frá síðustu 12 mánuðum þar á undan. Á sama tímabili greiddu launagreiðendur að meðaltali um 189.200 einstaklingum laun sem er aukning um 8.400 (4,7%) samanborið við 12 mánaða tímabil ári fyrr. […]

Framsýn krefst launahækkana

Framsýn, stéttarfélag hefur ritað stjórn Landsvirkjunar bréf með áherslu á hækkun launa til starfsmanna á gólfinu.  Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu um 45% á síðasta ári og hjá framkvæmdarstjórum og aðstoðarforstjóra um 24 prósent. „Það er von Framsýnar, stéttarfélags að sá velvilji stjórnar Landsvirkjunar til að hækka eigin laun og laun lykilstjórnenda fyrirtækisins verði til þess […]

Vilja auka öryggi barna og bæta ráðningarferli

Úttekt Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á verkferlum og reglum er varða tilkynningar og ábendingar sem berast til Barnaverndar Reykjavíkur var lögð fram á fundum borgarráðs og velferðarráðs í dag. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, Regína Ásvaldsdóttir, óskaði eftir úttektinni í framhaldi af máli stuðningsfulltrúa á skammtímaheimili við Hraunberg sem grunaður er um kynferðisbrot gegn börnum. Í niðurstöðum skýrslunnar […]

Ragnar hraunar yfir forystu Sjálfstæðisflokksins: „Sá fjársterkasti kjörinn formaður og fallegar ungar konur valdar honum til stuðnings“

Ragnar Önundarson, viðskiptafræðingur, sem komst í fréttir fyrir að gagnrýna útlit Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, ritara Sjálfstæðisflokksins, tekur engum silkihönskum um Sjálfstæðisflokkinn á Facebooksíðu sinni í morgun. Hann segir Bjarna Benediktsson kjörinn formann vegna fjárstyrks síns, en áður hafi það ráðið úrslitum hver væri öflugasti pólitíkusinn. Þá segir hann að ungar og fallegar konur séu valdar […]

Össur um landsfund Sjálfstæðisflokksins: „Nú er Bjarni Ben kjörinn formaður með þessari sósíaldemókratísku leið“

Frá því var greint í dag að formannskjör Sjálfstæðisflokksins á landsfundi um helgina verði framkvæmt með rafrænni kosningu, þar sem allir skráðir flokksmenn hafi kosningarétt. Þó verður hafður sá hátturinn á, að þeir sem mæta á landsfundinn, geta enn kosið með gamla laginu, það er skriflega. Össur Skarphéðinsson, fyrrum ráðherra Samfylkingarinnar, var fljótur að gera […]

Rafrettufrumvarp í mótsögn við sjálft sig – Krefst nikótínaðvarana á nikótínslausum rafrettum

Í rafrettufrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, er að  finna meinlega mótsögn. Á einum stað segir að lögin eigi að ná yfir rafrettur, hvort sem þær innihaldi nikótín eða ekki. Á öðrum stað segir að aðeins megi selja rafrettur sem merktar eru viðvörunum um áhrif vörunnar á heilsu fólks. Með öðrum orðum, nikótínslausar rafrettur verða merktar viðvörunarmiða um […]

Öryrkjabandalagið um krónu á móti krónu skerðingu: „Kerfisbundið ofbeldi“

„Ef skynsemi, réttlæti og vilji til að breyta til batnaðar, ráða gjörðum stjórnvalda, hlýtur „króna á móti krónu“ skerðingin að verða afnumin strax, þannig staðfestu stjórnvöld vilja til velferðar í verki. Vilji er allt sem þarf,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands í ítarlegri umsögn bandalagsins um frumvarp þar sem lagt er til að sérstök uppbót til framfærslu […]

Frjáls fjölmiðlun ehf. - Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík - eyjan (hjá) eyjan.is